Byrjunarlið dagsins er komið:
Mignolet
Flanagan – Skrtel – Lucas – Moreno
Ibe – Stewart – Allen – Ojo
Coutinho
Benteke
Bekkur: Bogdan, Touré, Randall, Brannagan, Chirivella, Firmino, Sturridge.
Danny Ward er ekki í markinu, né hóp, af einhverjum ástæðum en annars er um algjört varalið að ræða. Aðeins Coutinho og Moreno í liðinu og svo Touré, Firmino og Sturridge á bekknum, sem og Mignolet í markinu vegna fjarveru Ward.
Þessi leikur skiptir auðvitað engu máli en maður ætlast samt til að sjá leikmenn hungraða í að sýna hvað þeir geta í dag. Vonum það besta.
YNWA
Ward er meiddur á hné og verður ekkert meira með.
Fáum eitt á hreint. Allir leikir sem Liverpool spila skipta máli. Annars væru ekki menn að fara á völlinn eða fylgjast með um allan heim. Já hann hefur ekki mikil áhrif á stöðuna í deildinni en hann hefur áhrif á stemmninguna í kringum liðið, þá leikmenn sem vilja sanna sig og sumir hverjir að spila fyrir næsta samning eða sýna sig fyrir stjóranum.
Ward er meiddur út tímabilið .
Ég vona að Benteke, Ojo, Ibe, Skrtel láta vita af sér og að Coutinho/Mignolet/Moreno meiðast ekki.
Stilla svo upp sterku liði gegn Chelsea og svo aftur ungu í síðasta leiknum áður en við förum í úrslitaleikinn.
Það er ekkert að þessu liði og það ætti að duga til að vinna Watford, við höfum svosem heldur ekki verið í vandræðum með lið í gulum búningum undanfarið.
Ekki sammála að leikurinn skipti ekki máli. West ham tapaði í gær, þannig það er möguleiki á 6.sæti , sem er evrôopusæti., Sem ágætt er að hafa í bakhöndinni ef úrslitaleikurinn klikkar 🙂
Allir leikir skipta máli það sem eftir er tímabils. Auðvitað er einn leikur sem skiptir sérstaklega miklu máli en eins og áður hefur komið fram þá getur gott gengi það sem eftir skipt sköpum í lokaleiknum. Ég fer ekki fram á minna en að menn spili til sigurs og leggi sig fram. Við getum líka aðeins lagað stöðuna í deildinni ef annað fellur með okkur og það væri bara jákvætt. Mér leiðist að heyra talað um að leikir skipti ekki máli, hvort er skemmtilegra að vera stuðningsmaður eftir sigurleiki eða tapleiki……einmitt sigurleikirnir gleðja hvort sem þeir “skipta máli” eða ekki.
YNWA
Tja ef allt gengur eftir gæti 7 sætið verið evrópusæti ef Man U vinnur bikarinn.
5 sætið gefur Europa leauge, deildarbikar gefur Europa leauge nema Man C verði í topp 5 þá bætist það sæti við og ef Man U vinnur bikarinn þá bætist sæti bikarkeppninar við.
Semsagt það gæti verið að 7 sætið gefi Europa leauge á næsta vetri og vitanlega markmið að vera í 6 sæti helst, jafnvel ofar.
Taka verður fram, að allir Liverpool leikir skipta máli. Það er bara þannig og hver sem klæðist treyjunni er okkar maður.
YNWA.
Menn hafa ansi góða astæðu til að spila vel og sýna stórleik, menn eru að berjast um að fa að koma við sögu í úrslitaleik i evrópukeppni.
Ég held að okkar menn vinni í dag 2-0 þar sem Benteke skorar bæði !!
Er það pottþett að 7 sæti geti gefið sæti í europa league Árni jón ?
Hættið nú að velta ykkur upp úr Euro league, við vinnum úrslitaleikinn og förum í Meistaradeildina. Málið dautt.
Er einhver með straum á leikinn?
thessi virkar fyrir mig http://baltak.com/channel2.php
Annar leikurinn í röð gegn mótherja í gulu með leikmann sem heitir Suarez…gekk vel síðast.
Allen !!!
Viðar, já ef ég las rétt úr Wikipedia og þetta gengur upp sem ég nefndi að ofan …
Allt annað yfirbragð yfir þessum leik en gegn Swansea. Lið er ekki að láta vaða yfir sig og greinilegt að Klopp er að finna þarna blöndu sem hann verður að nota á næsta tímabili ef okkar menn munu spila í meistaradeildinni. Annars finnst mér leikurinn vera búinn að vera jafn og það væri æðislegt ef við náum að hala inn þremur stigum gegn
Skertel að standa sig vel í vörninni og Allen með gott mark. Bara nokkuð gott hjá okkar mönnum og vonandi koma fleiri mörk í seinni.
Firmino! Je!
Get ekki annað sagt en ég sé bara mjög sáttur við hvernig liðið hefur spilað meðað við hálfgert varalið ekkert nema jákvætt.
Stewart búinn að vera frábær, mikið efni þar.
Get ekki séð að Ibe eigi einhverja framtíð hjá Liverpool. Það verður ekkert úr neinu þegar hann er með boltann. Annars auðveldur leikur og örugg 3 stig