Það er komið að síðasta deildarleik tímabilsins og B-liðið okkar fær að sjá um þann leik:
Bogdan
Flanagan – Skrtel – Lucas – Smith
Ojo – Allen – Stewart – Brannagan – Ibe
Benteke
Bekkur: Mignolet, Ilori, Randall, Chirivella, Henderson, Canos, Ings.
Það áhugaverðasta hér er að Ings og Henderson ná á bekkinn. Vonandi ná þeir báðir nokkrum mínútum í dag til að auka valkosti Klopp fyrir miðvikudaginn.
Annars gætum við verið að horfa á síðustu Liverpool-leiki meirihluta byrjunarliðsins í dag (Bogdan, Skrtel, Lucas, Benteke, jafnvel Allen, Smith og Ilori á bekknum).
Það verður vorbragur á þessu. Horfum.
YNWA
Rusl og rest hét þetta í denn … en það kann að glitra á eitthvað dýrmætt í skarninu!
Ég væri aðallega til í að sjá Ings og Canos koma inn af bekknum.
Því miður er Ings ekki í Evrópuhópnum.
Gaman að sjá Ings mættan tilbaka það er maður sem ég er mjög spenntur fyrir sérstaklega undir stjórn maestro Klopp og það verður gaman að sjá hann á næsta tímabili.
Koma svo og klára deildina með sæmd og svo er það sá stóri á miðvikudag.
YNWA
Það er lúxus að vera ekki að keppa um neitt í deildinni?
Mér sýnist 6 “uppaldir” vera í byrjunarliðinu. Fyrir utan Belgan, sem lítið hefur getað, þá er þetta ódýrasta byrjunarlið sem ég hef séð í mjög langan tíma.
Mikið svakalega er mikil fátækt í nothæfum linkum núna…ég finn engan nothæfan so far
Eigum auðvitað að vinna þetta, vill að Liverpool verði öruggt í evrópusæti næsta tímabil þó meistarardeildin væri betri.
Ings er ekki gjaldgengur í úrslitaleikinn Kristján, því miður. En vonandi kemur hann inn af bekknum.
Spái 2-1 fyrir Liverpool Danny Ings með winner og verður í kjölfarið valinn í enska landsliðið, enda á “runni” sem stundum er það eina sem nægir til að vera valin í landsliðið
6-mér sýnist leikurinn vera opinn í vodinu…
#6 mér sýnist leikurinn verða opinn á Stöð2
drasl alltsamam wba lika
Eina sem ég er ósáttur við er að sjá Bogdan á varamannabekknum.
Sjá Bogdan í aðalliðinu ætlaði ég að skrifa .)
Mjög gott stream.
Password: 321.
http://www.ustream.tv/channel/idankzscopetrickshot
Annars er leikurinn líka í opinni dagskrá á Stöð 2.
Ferðataska LVG er týnd og allt er gert til að finna hana og því var leik Man utd frestað í dag og eru 90 þúsund manns fyrir utan völlinn að leita.
Tengist ekki beint Liverpool en það er ekki á hverjum degi sem leik er frestað útaf ferðatösku.
Sælir Ibe þetta var rugl
DAMN. Gareth Bale hvað?
Leikurinn er í opinni á Stöð 2
Það er svona æfingarleikja bragur á þessu en okkar strákar eru betri. Vona að Ings og Henderson fái nokkra mín í dag.
Örn #7
Ef að þú lest yfir ummæli mín aftur að þá sérðu að ég er ekki að tala um Ings í sambandi við úrslitaleikinn á miðvikudag heldur sagði ég að ég væri spenntur fyrir honum fyrir næsta tímabil.
Þú segist samt vona að þeir nái mín í dag til að auka valkosti Klopp á miðvikudaginn.
Ásmundur ertu að tala um mig?
Ef svo er að þá hvet ég þig til að lesa það sem að ég sagði í ummælum mínum nr 4.
Shiii hvað Bogdan er tæpur á því
Þetta er nú með því lélegra sem maður hefur séð til liðsins síðan að BR var og hét.
Það væri virkilega gaman að sjá Ings setja eitt í þessum þó.
Persónulega vona ég að þetta sé síðasti leikur Benteke. Hugsa að hann hafi ekki einu sinni unnið skallabolta í þessum leik. Annars bara gott að þetta tímabil sé búið, ekki var það skemmtilegt