Ég bendi á færsluna fyrir neðan ef einhver vill dásama Kuyt, sem allir ættu að sjálfsögðu að gera!
Liverpool virðist ekkert ætla að velta sér upp úr úrslitunum í síðasta leik og virðast staðráðnir í að hefja undirbúning fyrir næstu leiktíð bara einn, tveir og bingó.
Nú eru allir helstu Liverpool-tengdir miðlar farnir að greina frá hvernig plan Liverpool í leikmannamálum lítur út þessa stundina. Joyce, Barrett, Bascombe, Dom King, James Pearce og félagar eru allir að birta sömu nöfnin og þeir eru líklega þeir áreiðanlegustu þegar kemur að Liverpool tengdum fréttum.
Loris Karius, markvörður Mainz, virðist vera á leiðinni, félagið telur sig nálægt því að fá unga vinstri bakvörðinn Ben Chilwell og vonast til að bæta Mario Götze, Mahmoud Dahoud og Piotr Zielinski við þessa tvo og Marko Grujic og Joel Matip sem eru nú þegar á leiðinni.
Framtíð Skrel, Benteke, Allen, Lucas, Toure, Ibe, Moreno, Bogdan, Markovic, Sakho, Alberto og fleiri leikmanna er í lausu lofti og má vel búast við miklum breytingum á leikmannahópnum í sumar!
Sjáum hvað setur
Mahmoud Dahoud er plan B ef ekki næst að semja við Zielinski – Ætla ekki að fá báða.
Væri til í að hafa Toure á samning sem borgar honum laun miðað við bekkjarsetu eða spilaða leiki
Chilwell 19 ára ef ég man rétt og spilaði ekki leik í premier league í vetur, eflaust efnilegur en ekki tilbúin. Ég vona því að það verði keyptur einhver klár beint í liðið, td eins og Jonas Hector sem er sterkur bakvörður. Má taka Chilwell líka uppá framtíðina enda sagður kosta bara um 3 millur. Moreno heim með fyrsta skipi.
Veit ekkert um þennan markmann, ungur en sagður sterkur og með töluverða reynslu fyrir svo ungan markvörð. Götze klárlega stóra nafnið á þessum lista, hefði gjarnan viljað sjá fleiri nöfn á þessum lista sem maður þekkir og jafnvel þá eldri og reyndari menn í bland. Liðinu vantar klárlega kalda hausa sem hafa gæði og reynslu. En treysti Klopp, hann er jú með flott rekord á leikmannamarkaðnum og margar stjörnur Dortmund í dag voru ekki stór nöfn er kallinn spottaði eitthvað í þeim.
Leikmannaviðskipti Liverpool hafa því miður verið aðhlátursefni undanfarin ár, við höfum misst af flottum leikmönnum útaf einhverjum asnalegum viðskiptaleikjum og tilraunum til að spara nokkrar krónur en svo á móti keypt aðra minna spennandi leikmenn hratt og örugglega á uppsprengdu verði. Nú er algerlega nauðsynlegt fyrir framtíð okkar ástkæra liðs að bakka Klopp upp og landa þeim mönnum sem hann vill af ákveðni og hörku hvað sem það kostar.
Geðheilsa mín td meikar ekki deilur við Bayern um Götzhe á 22 en ekki 25 í allt sumar þar til eitthvað annað lið dettur inn og afgreiðir málið.
Koma svo.
Haha ég semsagt vissi ekki að Óli og KAR væru líka búnir að ýta þessum Sevilla leik niður. Látum þessar færslur bara allar standa.