Þá er það orðið staðfest að Kolo Toure verður ekki lengur í herbúðum Liverpool og mun yfirgefa félagið á frjálsri sölu. Talað var um að Liverpool vildi ekki missa hann frá sér og vildu jafnvel hafa hann áfram í formi þjálfara eða aðstoðarmanns en hann mun vilja halda áfram að spila og mun freista þess að finna sér nýtt lið í sumar.
Hann kom á frjálsri sölu árið 2013 og virtist það fara misvel í fólk á sínum tíma en hann sýndi strax hve flottur leikmaður hann er og var frábær í upphafsleikjum 13/14 leiktíðarinnar og átti stóran þátt í að Liverpool tókst að byrja leiktíðina með jafn miklum krafti.
Hlutverk hans þegar hann kom var að koma með aukna leiðtogahæfileika, reynslu og gæði inn í leikmannahóp liðsins og má með sanni segja að hann geti gengið með höfuðið hátt í burtu frá Liverpool. Hann skilaði sínu og rúmlega það.
Hann virðist hafa tekist að vinna sig inn í nokkurs konar cult hero titil hjá stuðningsmönnum Liverpool og virðist staðan vera sú að það eru mjög margir sem eru frekar leiðir yfir því að endalok Liverpool og Toure skuli koma núna. Það verður leiðinlegt að sjá hann ekki lengur hjá Liverpool en persónulega held ég að þetta sé nokkuð rétt ákvörðun fyrir bæði félagið og leikmanninn – sem kemur vonandi aftur til Liverpool seinna.
Það er eiginlega hálf ótrúlegt hversu mikið Kolo Toure er látinn líta út sem einhver brandari og einhver skrípakarl. Á meðan það leynir sér ekki að Toure virðist hafa gaman af lífinu og virðist oft einstaklega létt yfir honum þá horfir fólk oft framhjá því sem gerir hann að svona vinsælum á meðal liðsfélaga sinna og sannar af hverju þjálfarar vilja hafa hann í sínum liðum. Hann er mikill leiðtogi, hann er sigurvegari og leggur sig allan fram fyrir lið sitt og sigra. Hann vill liði sínum og félögum allt það besta. Hann tekur hlutverk sitt í liðinu afar, afar alvarlega.
Það eru til margar sögur af því hve mikið liðsfélagar hans hjá Liverpool meta hann. Sturridge leitaði til hans í meiðslum sínum, Ibe hefur leitað til hans til að fá bróðurleg ráð, Mignolet hefur hrósað árunni sem hann hefur og Gerrard segir hann frábæran leiðtoga. Skemmtilegasta sagan er klárlega frá Suarez og sýnir mjög skýra mynd af því hvernig hann er.
Hún gerðist í kjölfar jafnteflis Liverpool og Crystal Palace, leiknum sem gerði eiginlega út um vonir Liverpool á að vinna deildina 13/14 leiktíðina. Luis Suarez var í molum eftir leikinn, dróg treyjuna yfir andlit sitt og hágrét. Þá stekkur Toure, sem var varamaður í leiknum, inn eins og sönnum liðsfélaga og leiðtoga sæmir. Hér er lýsing Suarez á þessu og er hún mjög skemmtileg.
When Luis Suarez felt like the walls were closing in on him after the gutting 3-3 draw at Selhurt Park in May 2014, it was Kolo who picked him up, shielded him from the cameras and guided him to the tunnel as the title dream died. “It seemed to take an eternity to get there; I was being led almost as if I was a blind man,” explained the Uruguayan.
“I didn’t take my head out from my shirt the entire way. Kolo walked me all the way, talking: “Okay, okay, we’re nearly there…”
“In the dressing room, there was absolute silence, no-one said a word. Not one word for 20 minutes at least…
“Kolo was the person who broke the silence. That’s the way he is; it’s his personalty. I really appreciate what he did for me, leading me off the pitch. It’s rarer than you might think to find a player who supports you like he did that night. And the important thing for me is that he didn’t just do it there, as we went off the pitch, in front of everyone. No.
“He stayed by me in the dressing room, when I still felt awful, and on the team bus afterwards, he came and sat with me for a bit. He came to see how I was, to try and comfort me.”
Kolo Toure heldur nú á vit nýrra ævintýra eftir góðan tíma hjá Liverpool. Því miður á hann ekki titil með Liverpool en hann var gremjulega nálægt því í þrígang. Hann skilur við Liverpool í góðu og held ég að enginn geti haldið því fram að hann hafi ekki skilað sínu og rúmlega það.
Bless King Kolo, takk fyrir þitt framlag á þessum stutta tíma. Verst að þú ert ekki hinu meginn við þrítugt og gæti verið hérna lengur. Þín verður alveg örugglega saknað.
Goodbye, Kolo. pic.twitter.com/yOeoxnXLhK
— Kristian vS Hæhre (@vonstrenginho) June 10, 2016
.
ég táraðist aðeins við þetta stutta myndskeið
Þriðja sumarið í röð missum við okkar besta mann.
Koli, YNWA!!!
Þá velti ég fyrir mér hvort þeir ætla að halda í Skrtel. Eða kannski er planið að hafa Gomez sem fjórða valkost.
Talandi um miðverði. Sáu þið Skrtel áðan? Hann er alveg út á þekju greyið. Hefði átt að fá á sig víti og amk eitt rautt.
úrslitin í dag í EM sýna fram á að lið sem hafa Liverpool mann ætuu að spila sem flestum Liverpool mönnum.
Wales skoraði 2, fyrir Ward og Allen, Slovakar eitt fyrir Skirtle, og svo England notaði bara Lalana, reyndar kom Millner inná seinna en þetta á bara við um byrjunarliðið, og þess vegna skoraði England bara eitt.
og að öðru, að horfa á england er sársaukafullt, fáviti sem stjóri og skítur sem fyrirliði, maður bara getur ekki haldið með þeim, reyndar eru Russar bara svo vont land að maður getur ekki haldið með þeim heldur, þannig að maður hélt á móti báðum liðum, persínulega hélt ég bara með Lalana, og honum einum
Toure er brandari og mun alltaf vera – samt góð tilraun til að láta hann líta út fyrir að vera eitthvað annað.
Er það ekkert áhyggjuefni að Tottenham hafi fimm byrjunarliðsmenn í landsliðinu á meðan við höfum einn? Staðreyndin er sú að við þurfum að treysta á að Herr Klopp kaupi ódýra en góða leikmenn sem eiga eftir að skara framúr. Vonandi gerist það, en það er ólíklegt að við eigum eftir að laða að okkur stór nöfn þar sem við höfum ekki sama fjármagn og t.d. Man Utd og City. En það er bara að vona að Klopp fái unga og efnilega.