Grasið er grænt, vatn er blautt og Liverpool ætlar að kaupa dýran leikmann af Southampton. Já, þeir eru nokkrir hlutir í heiminum sem maður getur treyst á að muni aldrei nokkurn tíman breytast sama hvað við reynum að telja okkur trú um að það muni gerast.
Adam Lallana, Rickie Lambert, Dejan Lovren og Nathaniel Clyne hafa allir farið hið fræga ferðalag á milli Southampton og Liverpool til að undirrita samning og nú virðist margt benda til þess að Sadio Mane eigi að vera sá fimmti á nokkrum árum til að fara þessa fræknu för.
Það hefur lengi verið hlegið eða grátið af þessari stefnu Liverpool að kaupa alla þessa leikmenn frá Southampton en það virðist vera eitthvað sem truflar félagið ekki neitt og virðist ekki eiga að bregða út af vananum.
Við skulum samt halda niður í okkur andanum og bíða með að gleðjast eða reiðast yfir kaupum á Sadio Mane en slúðrið virðist vera að hitna og því verður maður að taka þetta fyrir. Sérstaklega þar sem þetta gætu orðið ein af dýrustu kaupunum í sögu Liverpool ef af þeim verður.
Nú hefur Liverpool keypt eins og áður segir fjóra leikmenn frá Southampton á síðustu árum og eru þeir, enn í dag, að skipta stuðningsmönnum Liverpool upp í tvo hópa. Annað hvort eru menn að kunna vel að meta þessa leikmenn og kaupin á þeim eða mönnum finnst það hafa verið dauðsynd að fjárfesta í þeim.
Þegar við rýnum aðeins í þessi fjögur kaup þá held ég að allir geti líklega sammælst um að öskubuskuævintýrið með Rickie Lambert hafi ekki endað eins og í Disney sögu svo það er þá að minnsta kosti eitt þeirra sem hefur án nokkurs vafa klúðrast. Á hinn bóginn virðast tólf milljónda punda kaup Liverpool á Nathaniel Clyne hafa verið mjög góð og Liverpool fékk afar góðan bakvörð á fínum aldri á tiltölulega lítinn pening. Allir sammála um að það hafi verið bara hin ágætustu kaup? Ok, flott höldum áfram.
Þau tvö sem eru mikið hitamál fyrir stuðningsmenn félagsins eru kaupin á Adam Lallana og Dejan Lovren sem báðir kostuðu yfir tuttugu milljónir punda. Til að byrja með náðu þeir ekki beint að brillera frá fyrsta degi, Lovren gekk illa að finna sig og gerði mörg slæm – sum jafnvel alveg ævintýraleg – mistök í vörninni og varð gerður nokkurs konar táknmynd að falli Liverpool úr toppbaráttu niður í meðalmennskuna. Lallana meiddist á undirbúningstímabilinu, kom frekar seint til baka og virtist lengi vel þurfa að vinna upp tapaðan tíma hvað varðar líkamlegt form og þess háttar og kemur inn í lið sem var ekki á góðum stað.
Þeir virðast þó með tímanum spyrna sér í botninn og byrja að sýna sín réttu andlit. Lallana fór að spila með meira og betra sjálfstrausti og hlutirnir fóru að ganga betur fyrir hann og Lovren fór að finna aftur sjálfstraustið sem hann virtist hafa tapað. Báðir virtust átta sig á þyngslunum sem það að klæðast merkjum Liverpool getur haft í för með sér og efldust við það.
Í ár, sérstaklega eftir að Klopp tók við af Brendan Rodgers, hafa þeir unnið sig upp í lykilhlutverk í liðinu og jafnvel fengið mikla efasemdarmenn til að breyta um skoðun. Lallana virðist vera orðinn einn af mikilvægari hlekkjum í sóknar- og varnaraðferðunum sem Klopp vill sjá lið sitt nota og hefur hann ekki farið leynt með aðdáun sína og þakklæti á hans hæfileikum. Dejan Lovren hefur komið inn í hjarta varnarinnar og verið feykilega öflugur ásamt Mamadou Sakho og verður líklega áfram með sæti sitt í upphafi næstu leiktíðar.
Persónulega er ég mikill stuðningsmaður þeirra Lovren og Lallana svo ekki láta það koma ykkur á óvart ef ykkur finnst þessi umfjöllun mín á þeim eitthvað smá lituð. Ef þið eruð ekki enn farin að meta eiginleika þessara leikmanna og sætta ykkur við kaup Liverpool á þeim þá skal ég rökræða það við ykkur við betra tækifæri!
Þá að Sadio Mane aftur. Miðað við, að mínu mati, vel heppnuð kaup Liverpool á leikmönnum frá Southampton þá verð ég að viðurkenna að það að Liverpool gæti keypt hann frá þessu liði truflar mig ekki mikið. Þarna er á ferð hörku kantmaður á besta aldri sem hefur hraða, tækni, staðsetningar og tímasetningar á hlaupum í miklum klassa, hann er fínn í pressunni og fyrst fremst er hann mjög mikil ógn fyrir framan mark andstæðingana – bæði hvað stoðsendingar og mörk varðar.
Það eru að sjálfsögðu enn hlutir sem hann þarf að vinna í og bæta en það eru flestir leikmenn þannig. Ég er nokkuð spenntur fyrir Mane – þó hann sé nú ekki stærsta nafnið í bransanum þá er hann líklega einhvers staðar í flokkunum þar rétt á eftir og hefur enn svigrúm til að verða enn þá betri, sérstaklega ef hann nær ögn meiri stöðugleika í leik sinn.
Takist Liverpool að fá hann í sínar raðir þá verð ég mjög ánægður með það og afar spenntur að sjá hann spila fyrir okkur undir stjórn Jurgen Klopp. Fókusum á því sem hann gerir fyrir liðið frekar en kaupverð, dæmum hann eins og við ættum að gera með Lallana, Lovren og fleiri.
Við sjáum hvað setur í þessum málum en eitt er víst að allir vegir Liverpool virðast einhvern veginn alltaf leiða aftur til Southampton.
mane væri fullkominn fyrir liverpool…. þessi gæi er svo lang-lang besti leikmaður southampton að það er ekki einusinni fyndið… geggjaður leikmaður með mikinn sprengikraft, gott auga fyrir spili og nauthraustur, enda sá maður það í síðasta leik liverpool og southampton þegar þessi gaur kom inná og gjörsamlega slátraði liverpool á nokkrum mínútum
Lallana finnst mér vera einn af betri sóknarsinnuðum miðjömun í enskuúrvaldsdeildinni og var frábær eftir að Klopp kom til liðsins. Lallana er mjög skapandi leikmaður og það var ekki að hjálpa honum mikið að hafa Balotelli(ég nenni ekki að hreyfa mig), Sturridge( ég er alltaf meiddur), Lambert(ég er of hægur í þetta) og Firminho(ég er ekki fremsti maður) til þess að búa eitthvað til fyrir.
Um leið og Origi, Ings og Sturridge fóru að spila og hreyfa sig frami(ath nefndi ekki Benteke) þá fór Lallana að standa sig betur enda skapaðist pláss til þess að vinna í. Hann er líka mjög duglegur án bolta bæði í vörn og sókn. Snillard kaup.
Lovren byrjaði skelfilega fyrir liverpool en hann hafði verið frábær fyrir Southampton en undir lok síðustu leiktíðar var hann orðinn frábær og vona ég að þetta sé það sem koma skal og Lovren/Matip verði miðvarðapar sem hægt er að treysta á.
Clyne er einn bestu kaup liverpool í langan tíma. Einfaldlega mjög solid hægri bakvörður en okkur hefur vantað svoleiðis undanfarinn ár.
Lambert átti gott tímabil með Southampton og er með stórt liverpool hjarta en hann náði sér ekki strik hjá liverpool en hann kostaði ekki mikið og var því ekki mikil áhætta enda líklega ekki keyptur sem framtíðarleikmaður kominn á þennan aldur.
Mig langar nú bara að segja frá því að Daniel Agger er hættur að spila fótbolta og gerði það á sama stað og hann hóf sinn feril úti í Hvidovre Fc. Hann sagði að skrokkurinn á sér gæti ekki meira af fótbolta á efsta stigi og hann sagði m.a að hann hafi spilað á gigtarpillum síðustu ár og stundum þurft að drekka kaffi og energydrykki fyrir leiki til að sofna ekki af því að giktarpillurnar höfðu svæfandi áhrif.
Mig setti hljóðann við að heyra þetta og fór að hugsa að kanske væri lyfjanotkun miklu algengari en fólk heldur í fótbolta og Liverpool er greinilega ekki undanskilið þar.
Ég fór líka að spá í að álagið á atvinnumönnum er orðið slíkt að kanske er ekki hægt að komast í gegnum ferilinn án þess að nota lyf. Já og álagið verður bara meira hjá okkar mönnum með gengpressunni hans Klopp og þá spyr maður sig getur nokkur maður sloppið við meiðsli og verkjatöflur við þannig skilyrði?
Þetta var nú bara minn pælingur þegar ég hlustaði á gæðadrenginn Dagger sem ég efast ekki um að hefði orðið legendí okkar ástkæra Liverpool ef ekki hefðu komið öll þessi meiðsli sem að lokum kostuðu hann ferilinn allt of snemma,hann er bara 31.
Takk fyrir allt Agger og held og lykke i framtiden.
Og svo áfram Ísland í kvöld!!!!
Það verður erfið byrjun í ár.
Arsenal úti, Burnley heima(erum að reyna að fá hann úti), Tottenham(úti), Leicester(Heima) og Chelsea(úti)
Man utd heima 15 oct, Everton úti 17 des, Man utd úti 14 jan, Everton heima 1.apr
Annars er hérna leikjaplanið
http://www.bbc.com/sport/football/teams/liverpool/fixtures
Eg er sammala Ólafi og er ekkert fúll með þessa leikmenn sem komið hafa fra Southampton og segi bar Ja takk við Sadio Mane
Sælir félagar
Ef saman fara verð og gæði er þetta hið besta mál. Hinsvegar eru leikmenn á Englandi altaf á yfirverði þannig að ef hann verður dýr þarf hann að vera verulega góður _ fyrir Liverpool.
Það er nú þannig
YNWA
Líst vel á hann virðist vera með mikinn sprengi kraft og lætur stoppa sig auðveldlega en ég er auðvitað bara að dæma eftir þessu video i https://www.youtube.com/watch?v=COIJRVxTwBY
Lætur Ekki stoppa sig