Það er bara eitt á dagskrá í dag.
Til gamans er hér hægt að fræðast um það afhverju SSteinn er ekki í Frakklandi núna.
ÁFRAM ÍSLAND
Það er bara eitt á dagskrá í dag.
Til gamans er hér hægt að fræðast um það afhverju SSteinn er ekki í Frakklandi núna.
ÁFRAM ÍSLAND
Ef ég tryði á hindurvitni myndi ég túlka þetta sem forboða um íslenskan stórsigur. Oh seisei.
Meiri harmleikur en Rómeó og Júlía. Vá!
þar sem þetta er opinn þráður þá hendi ég þessu inn, til að reyna að skapa einhverja umræðu:
Veit ekki með marga sem “er sama á meðan þetta er ekki ykkar fé sem Liverpool er að borga”. Ef allir stuðningsmenn liðsins mundu hugsa eins, vera sama á meðan þetta væri ekki þeirra fé sem væri verið að eyða í leikmenn, starfsfólk o.fl. til að láta félagið ganga. Það væri þá ekki mikið af fólki á leikjum, fólki sem kaupir mat/drykki á leikjum, varning tengdan liðinu og mögulega áskrift að sjónvarpsstöðvum til að geta horft á leikina.
Segi kannski ekki að fólk ætti að eyða öllum sínum pening í einhver atriði tengd liðinu en ég næ samt ekki þessum hugsunarhætti að vera sama á meðan þetta “sé ekki minn peningur sem er verið að eyða í leikmenn o.fl. tengt liðinu” sem er hjá ansi mörgum.
eftir að hafa dásamað þessi landsleikjahlé í öll þessi ár. Karma bites 🙂
Sigursteinn þér var nær að vera taka þátt í golfmóti.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/benteke-edging-closer-liverpool-fc-11565401
Hjólin byrjuð að snúast, svo má losna við Balotelli næst hvernig sem það á að vera hægt.
Benteke skorar samt 20 fyrir Palace, sniðinn fyrir þetta lið.
Hvernig er það, er þessi gluggi að fara eins og menn vildu hingað til? Við erum að missa af Zielinski til Napoli, Gotse er ekki að koma, Ben Chilwell sem ég hafði aldrei heyrt um er að detta út. Dahoud ætlar ekki koma heldur taka eitt ár í viðbót hjá Gladbach. Ég hélt e-h veginn að vera ekki í CL myndi ekki skipta eins miklu máli vegna Klopp en það er ekki að rætast.
United er að fá Mikatyrian, Zlatan og orðaðir við Pogba, City fá Gundogan og Nolito og orðaðir við fullt af öðrum sthörnum og það sama má segja um Arsenal og CFC. Ég veit að þetta er silly season en það er alltaf e-h til í orðrómnum.
Síðast sást til Matuidi í London og voru menn með getgátur um að “stóru”liðin, Arsenal, Chelsea, Man.Utd og City væru að fá hann. Liverpool var ekki nefnt á nafn.
Ég átta mig á að peningar skipta máli en ég hélt e-h veginn að menn vildu koma til LFC, Evrópukeppni eða ekki. Kannski er ég bara svona litaður af stuðningi mínum við liðið?
þetta með peningana er bara eitthvað sem ekki er hægt að setja i samhengi.við vitum þó að u.þ.b. 50-60 % af tekjum fer i launagreiðslur. leikmaður sem keyptur er fyrir 20-50 milljónir punda þarf að geta eitthvað og skila i samræmi við verð og laun. því miður er það ekki alltaf svo. eg efast um að eigendurnir séu að greiða sér út úr félaginu,frekar að setja inn i það,ef eitthvað. eg ímynda mer að sé rekstur LFC skoðaður yfir sl. 20 ar að rekstrarniðurstaðan sé etv ekki falleg.
Það er um að gera að anda með nefinu og skoða hvernig málin standa í lok gluggans. Það er samt greinilegt að það er ekki allt með feldu hjá þessum klúbb okkar. Hvernig getur verið að þeir séu alltaf að missa af leikmönnum sem þeir ætla sér á ná? Götze, Zielinski, Ben Chilwell, Dahoud og þetta er bara listinn í sumar. Ég er kannski svona ruglaður en ég held með komu Klopp að leikmenn myndu hoppa á þessa Liverpool lest.
Glugginn í janúar var mjög skrítinn! Við reynum við Texeira allan tíman og fáum svo Caulker á láni sem var greinilegt að Klopp vildi ekki. Leikmaðurinn spilaði held ég einn leik í byrjunarliðinu. Matip og Grujic komu einnig en spila ekki fyrr en í núna.
Það góða sem ég tek út úr þessum glugga er að blaðamenn vita minna um stöðu mála en í fyrra. Í þessum glugga eru Liverpool búnir að kaupa Mane og Karius hinir tveir komu í janúar. Þannig ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur að þessu en ég ætla að dæma þessa eigendur okkar 1 sept 2016.
Bailly, Henrik Mkhitaryan, Pogba og Zlatan Ibrahimovic.
Lið sem er ekki í CL
Liverpool. Á Mané að vera okkur stóru kaup??
Vilja Kínverjarnir ekki kaupa félagið please
Sæl og blessuð.
Held við ættum að slaka á með þessi ,,stóru kaup”. Ekki er allt gull sem glóir. Manure eru dæmi um það með Falcao, Di Maria og fleiri sem áttu að vera stærstu rósirnar en skiluðu svo engu. Er ekkert viss um að Zlatan geri meira en að selja skyrtur. Vel samstillt lið getur áorkað miklu meiru en stjörnuþyrpingin.
Segi bara svona. Svo eru sagnir um að Sykurinn sé á leið til Liverpool. Það væri nú eitthvað!
Mér skylst að Dahoud hafi aldrei verið raunhæft og Götze slúðrið að miklu leyti komið frá honum vegna hans aðstæðna. Ég reikna með að Chilwell komi en að að hann sé meiddur sem fresti læknisskoðun og að Udinese sé í fýlu og þess vegna gangi hægt með Zielinski.
Ég hef miklar efasemdir um stefnu Manure í leikmannamálum. Ef Real Madrid hefði fengið De Gea hefðu þeir jafnvel verið fyrir neðan okkur. LvG virðist ekki hafa bætt þá mikið m.v. Moyes.
Hver í fjandanum er ”Sykurinn”?
Eins dauði er annars brauð.
Vinnufélagi minn kom brosandi út að eyrum í vinnuna á föstudaginn og hafði unnið ferð fyrir tvo til Frakklands á golfmóti Vodafone. Muna að miði er möguleiki, að vera á staðnum er möguleiki, áfam Liverpool.
Raggi Sig
Sykurpabbi…
Þegar myndin sem fylgir greininni dúkkaði upp á facebook var það fyrsta sem ég hugsaði: “Af hverju er einhver búinn að fótósjoppa Austin Powers á búkinn á Klopp, og af hverju er það fyndið?”
En góð grein, og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir veturinn 🙂
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fcs-new-fitness-coach-11569093