Fyrsti æfingaleikur sumarsins er að rúlla af stað kl. 18 að íslenskum tíma og verður í beinni á LFC TV fyrir þá sem hafa áhuga.
Þetta er lið dagsins. Þrír nýir byrja, þeir Karius, Matip og Mané, á meðan Grujic er ekki í hópi þar sem atvinnuleyfið hans í Englandi fór ekki í gegn í tæka tíð:
The #LFC starting line-up and substitutes to face @tranmererovers in full pic.twitter.com/qNtwDxE7ty
— Liverpool FC (@LFC) July 8, 2016
Áhugavert. Við uppfærum færsluna eftir leik.
Uppfært (KAR): Leiknum lauk 1-0 fyrir Liverpool. Danny Ings skoraði eina markið þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Klopp skipti öllu liðinu út af í hálfleik og ellefu nýir léku þann seinni. Þetta var tíðindalítið, strákarnir aðallega að fá að sprikla aðeins og koma sér af stað. Markovic skaut í stöng fyrir opnu marki og liðið fékk nokkur önnur hálffæri en annars frá fáu að segja. Gott mark hjá Ings samt, kláraði með föstu skoti eftir gott upphlaup hins 17 ára Trent Alexander-Arnold og laumu inn fyrir á Ings.
Já og mál UEFA gegn Mamadou Sakho var formlega fellt niður í dag. Hann er laus allra mála og getur byrjað að spila strax með Liverpool og Frakklandi. Fréttamenn segja að bæði Liverpool og Sakho séu að kanna hvort hægt og sniðugt sé að lögsækja UEFA fyrir þetta rugl. Bannið fyrir lyfjapróf sem greindi svo ekki bannað efni eftir allt saman kostaði Sakho u.þ.b. síðustu 10 leiki Liverpool í vor, þ.m.t. undanúrslit og úrslit Evrópudeildarinnar, og þátttöku með Frökkum á EM. Landar hans spila þar til úrslita á sunnudag og það hlytur að pirra Sakho óstjórnlega að vera ekki með þar.
Allavega, undirbúningstímabilið er formlega farið af stað. Sadio Mané er fljótur að hlaupa. Alberto Moreno og Roberto Firmino eru að safna í sama, forljóta Gareth Bale-hársnúðinn. Jürgen Klopp er alltaf brosandi.
YNWA
Enginn Balotelli heldur. Bless Balo.
Fyrir þá sem ekki eru að horfa…
Klopp talaði um að sagðist ekki vita nákvæmlega hvaða frammistöðu hann ætti von á…en vildi mikla orku og spilað á miklu gasi (ekkert sem kemurá óvart þar) og kæmi annað lið inná völlinn í seinni hálfleik… en verður spennandi að sjá leikinn!!
Trúi varla að sumarið sé búið…. ótrúlegt hversu mikið Íslenska landsliðið breytti sumrinu fyrir manni…
YNWA
Hver er þessi Ejaria ?
Spenntur fyrir að sjá nýju mennina að vanda, þó spenntastur fyrir Mane
Leiknum frestað um korter… 18.15 semsagt
http://www.thisisanfield.com/2016/07/10-liverpool-academy-players-keep-eye-201617/
Þetta er ágætis pistill um m.a. Ovie Ejaria, sem er í byrjunarliðinu.
Firmino með rosalega hárgreiðslu. Hah. Hann hlítur að skora.
Ejaria besti madur vallarins eins og er
@JamesPearceEcho: Confirmation from UEFA that the case against Mamadou Sakho has been dismissed. #LFC defender free to resume his career.
Tranmere með skalla í stöngina og út….
Einhver með stream á leikinn ?
Hann er sýndur á firstrownow.eu, finnur svo linkinn þar
Mane lítur vel út… held hann verði bara nokkuð góður hjá okkur..
Sakho sýknaður ?
http://www.dailystar.co.uk/sport/football/528721/Liverpool-Mamadou-Sakho-cleared-doping-UEFA
Mane frábær og Ejaria er monster, átti miðjuna og var allt í öllu framan af leik en hefur dofnað þegar á líður. Rosa hæfileikar samt
Mér fannst Kent bestur í afar slöppum fyrri hálfleik
Helv… gaman að fylgjast með Mané 🙂
Síðan er þessi lengja þarna á miðjunni, Ejaria, áhugaverður, alveg pollrólegur gutti í fyrsta skiptið í liðinu.
Frábært að Sakho má spila og fer ekki í bann en þetta kostaði hann úrslitaleik á EM og Evrópudeildinni sem er auðvita ömurlegt.
10 breytingar… sýndist Bogdan og Chirivella þeir einu sem eru eftir á bekknum…
http://livetv.sx/en/
stream
stream
http://ifirstrow.eu/watch/447761/1/watch-tranmere-rovers-vs-liverpool-fc.html
Markovic og Ings eru að looka vel og Ings að hamra honum í 1-0!
INGS með gott mark
Ósigraðir á undirbúningstimabilinu!
Mjög spenntur fyrir Ings undir Klopp ef að hann verður heill heilsu á næstu leiktíð og er ég alveg viss um að hann muni skora fullt af mörkum.
ps. KAR þú mátt ekki vera abbó út í Moreno og Firmino þó að þú getir ekki safnað í ” Bale man bun” 😉
Leiðinlegt fyrir Sakho. Spurning hvort hann hefði fengið mínútur með Frakklandi í fjarveru Varane, þykir það heldur ólíklegt samt.
Senda starfsmenn UEFA í lyfjapróf!!!