Kop.is Podcast #118

Hér er þáttur númer 118 af podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: SSteinn, Einar Matthías og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við EM, réttlæti Mamadou Sakho, kaup og sölur sumarsins og byrjun undirbúningstímabilsins.

MP3: Þáttur 118

25 Comments

  1. Varðandi Joe Gomes….af hverju var hann ekki í hópnum á móti Tranmere?

  2. Miðað við líkamlegt ástand á Firminho þá var Liverpool enginn greiði gerður að skilja hann eftir heima.

  3. Eru Ibe og Benteke báðir tregir við að fara allt í einu núna ? Ibe á að vera bíða og sjá hvort önnur félög fari ekki að sýna áhuga og Benteke vill ekki fara?

  4. Er ekki að skilja af hverju Liverpool á að vera selja menn eins og Benteke, Ibe og Allen. Er eitthvað að því að eiga sterkan hóp og geta skipt um taktík þegar á þarf að halda og fengið inn sterka menn af bekknum sem gætu breytt gangi leikja. Ég vildi gjarnan halda þessum frábæru fótboltamönnum. Þurfum kannski eina eða tvær styrkingar til þess að hópurinn sé orðin mjög flottur. Svo má alltaf lána kjúklingana út til þess að sprauta í þá reynslu.

  5. Sælir og takk fyrir kærkomið podcastið.

    Þið voruð að spá afhverju Shako er ekki á æfingum.

    Getur ekki verið að hann og Liverpool séu að sjá til hvernig Risastóra lyfjamálið endar.

    Eins og þíð sögðuð í þættinum þá er fær hann kannski í versta falli 6 mánaða bann (þ.e. ef málið heldur áfram og fer á versta veg)og hann gæri farið að spila í okt/nóv.

    Kannski þess vegna er hann ekki að æfa opinberlega með liðinu því það gæti rofið hugsanlegt bann.

    Að í varúðarskyni sé hann æfi ekki með óvissan er enn fyrir hendi. Svo bannið verði frá þeim degi sem hann var upprunalega settur í bann. Annars gæti hugsanlegt bann dregist lengra inn í tímabilið.

  6. Sakho er byrjaður að æfa. Hann var allavega að snappa(Snapchat) frá melwood.

  7. Getur einhver snillingurinn sett upp fyrir mig æfingaleikina sem framundan eru? Ég á erfitt með að finna þá hér á veraldarvefnum.

  8. Sakho er búinn að vera að mæta á Melwood, sést á snapchat hjá honum. Svo reyndar skaust hann til Senegal í kringum EM.

  9. Ánægjulegt að boltinn sé byrjaður að rúlla aftur og ekki skemmir fyrir að geta hlustað á podcast þegar maður vaskar upp. takk fyrir mig. var annars að velta því fyrir mér hvort einhver væri svo fróð(ur) um hvar maður gæti séð leikinn á eftir á veraldarvefnum?

  10. Þú getur keypt aðgang að lfctv.com sem er mjög billegt þessa dagana vegna stöðu pundsins, nokkrir hundraðkallar.
    Svo er Sakho meiddur eftir æfingu gærdagsins. Meiddist á hásin og missir af byrjun tímabilsins.

  11. Hlakka til að sjá Grujic spila á eftir, held að þetta sé nokkuð spennandi leikmaður.
    Mane og markovic á köntunum.

  12. Grujic fiskadi viti a 11 minutu sem Danny ings klúdradi, lelegt víti hja Ings en vel gert hja Grujic sem tók einfold skæri a varnarmann sem felldi hann..

  13. Mane verið mjög góður þessar fyrstu 25 mín. Samvinna hans og Moreno á vinstri kantinum litið vel út sóknarlega.

  14. Það var nákvæmlega ekkert að marka þennan leik en mér lýst samt rosalega vel á þennan nr 53 á miðjunni Ovie Ejaria og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann fengi tækifæri í vetur.

  15. Fínn æfingaleikur og Þessir guttar eru að minna á sig. Gaman að horfa á þá, Woodburn spennandi líka, sem og þessi nr 53.

Breytingar á markvarðarstöðu – Manninger að koma?

Auðvelt gegn Fleetwood