Auðvelt gegn Fleetwood

Annar æfingaleikur sumarsins fór fram í kvöld þegar Liverpool heimsótti Fleetwood Town sem spilar í 2.deildinni á Englandi.

Það var aðeins meira líf í þessum leik heldur en í síðasta leik og endaði hann 5-0 fyrir Liverpool. Marko Grujic fiskaði vítaspyrnu sem Danny Ings klúðraði snemma í leiknum en Serbinn skoraði svo fínt mark skömmu síðar. Fyrsta mark hans í fyrsta leik hans fyrir Liverpool og virðist hann líta bara nokkuð vel út. Mane var líflegur í fyrri hálfleiknum en það vantaði kannski smá upp á final touch-ið hjá honum. Tren Alexander-Arnold var nokkuð líflegur. Liverpool leiddi 1-0 í hálfleik áður en Klopp skipti út öllu liðinu.

Þá opnuðust flóðgáttirnar og Ryan Kent fór hamförum þegar hann lagði upp tvö mörk. Það fyrsta fyrir hinn 16 ára gamla Ben Woodburn og það seinna fyrir Lucas – já þið lásuð rétt, Lucas skoraði mark!

Firmino skoraði fjórða markið eftir fínan samleik þeirra Ejaria og Woodburn og það var svo hinn 16 ára gamli Woodburn sem lagði upp seinna mark Firmino í uppbótartíma.

Hér má sjá mörkin úr leiknum.

Eins og áður segir litu þeir Grujic og Mane vel út í fyrri hálfleik. Það reyndi nú ekki mikið á Matip og Lovren eða Karius í vörninni svo það er erfitt að tala eitthvað sérstaklega um það. Strákarnir sem komu inn í seinni hálfleiknum voru vel gíraðir upp í þennan leik og það var gaman að fylgjast með þeim. Kent var virkilega flottur með tvær stoðsendingar og fór mikinn í sóknarleiknum, Ejaria finnst mér líta virkilega vel út í sóknartengiliðinum og er klárlega one to watch í framtíðinni. Woodburn var mjög flottur sem og Brannagan. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvort einhver þessara leikmanna nái að troða sér inn í myndina fyrir veturinn.

Annars er það að frétta að Liverpool hefur selt Sergi Canos til Norwich á 2.5 milljón punda og gæti fengið aðrar tvær milljónir ofan á það seinna meir ásamt því að vera með endurkaupsrétt og hluta af næsta söluverði hans. Fínasti díll það, það sama gildir um Ibe sem var að klára læknisskoðun fyrir fimmtán milljóna punda skipti sín til Bournemouth. Skrtel er svo í Tyrklandi að klára sín mál við Fenerbache. Þetta er líklega bara upphafið af mörgum sölum Liverpool í sumar.

9 Comments

  1. hvernig væri að hafa Balotelli með i hóp i vetur og nota hann sem leynivopn? enginn býst við neinu af honum og hann hefur allt að sanna!

  2. Selja, Balo, Skrtel, Cano, Benteke, Ibe,Bogdan og nokkra fleiri. Ættum að geta fengið 60-80 milljónir punda fyrir þá sem við seljum. Þá getum við fengið inn eins og tvo klassa leikmenn.

  3. Þessi Grujic lítur vel út, svo eru kaupin á Mane svakalega góð.Sammála HöddaB selja þessa sem hann nefndi og kaupa 3 í viðbót þá er ég game on 🙂

  4. Nú eru þetta bara vangaveltur hjá mér. Getur verið að Klopp hugsi út hópinn líka út frá því að menn mingli saman utan vallar ? Í viðtali við Grujik segir Grujik.

    ““I’ve had a bit of time with Lazar [Markovic] and Dejan [Lovren]. They’ve helped me, and I’m settled.”

    Það hlítur að skipta þónokkru máli að vera með menn í kringum sig sem tala sama tungumál og þú sjálfur og þú nærð góðum tengslum við. Gæti verið að svona tengsl hjálpi bæði Markovic og Grujik gríðarlega mikið í að verða betri leikmenn. Þeir eru báðir frekar ungir og það hlítur að vera rosalegur léttir að eiga einhvern á æfingasvæðinu sem er þinn “nánasti” vinur.

    Auðvitað snýst þetta fyrst og fremst um gæði en stundum þarf andlegur félagsþáttur að vera til staðar til að ná gæðum fram.

  5. Byrja á að taka fram að ég hef sjálfur dreymt og óskað þess að fá þennan og hinn leikmanninn til okkar. Eitt sem samt stundum gleymist í umræðunni um hvera við viljum fá í okkar ástkæra lið en það er hvernig við eigum að þróa yngri leikmenn ef enginn tækifæri bjóðast út af stjörnuleikmönnum sem “eiga” að spila.

    Ef hópurinn er of stór þá fá leikmenn ekki nægjanlegt tækifæri til að slípast til og spila sig í form/taka framförum. Mín vegna mætti alveg sleppa að kaupa fleiri og trimma hópinn niður ef það verður til þess að menn eins og Gujic ofl. ungir fengju að spila meira. Eins og er þá er bara 1 meiddur og efniviðurinn í yngrispilurunum góður. Kaupum frekar unga leikmenn og látum Klopp og félaga búa til stóru nöfnin. YNWA

  6. Hvað er samt að frétta af Harry Wilson? Yngsti leikmaðurinn til að spila landsleik fyrir Wales og algjört prodigy. Hann er nú orðinn 19 ára. Klopp kallaði hann tilbaka úr láni í desember síðastliðinn og síðan hefur maður ekkert heyrt af honum.

  7. Harry Wilson var að tweeta að hann hefði mætt á æfingu í dag í fyrsta sinn í nokkra mánuði eftir einhver pirrandi meiðsl.

Kop.is Podcast #118

Martin Skrtel til Fenerbahce (staðfest)