Opinbera síðan staðfesti í dag að Martin Skrtel er farinn til Tyrklands, þar sem hann hefur samið við Fenerbahce.
Skrtel hefur þar með sett punkt aftan á átta og hálft ár með Liverpool FC. Aðeins Lucas Leiva af núverandi leikmönnum hefur verið lengur hjá félaginu. Skrtel kom til okkar frá Zenit St Pétursborg í janúar 2008. Hann lék 320 leiki fyrir Liverpool og skoraði í þeim 18 mörk (og 7 sjálfsmörk). Hann var valinn leikmaður tímabilsins 2011/12 af aðdáendum félagsins og stóð sig gríðarlega vel lengst af, þótt leikformið hafi stundum verið upp og ofan.
Þetta er rétt hreyfing hjá Skrtel, að mínu mati, og hefði jafnvel mátt koma ári fyrr. Hann spilaði aldrei minna fyrir aðalliðið en á síðustu leiktíð undir stjórn Jürgen Klopp og því ljóst í hvað stefndi. Engu að síður skulum við hafa í huga að Skrtel var hjá Liverpool á ótrúlegum umbrotstímum. Þegar hann kom til Liverpool var hann að ganga til liðs við félag sem var alltaf í Meistaradeild, hafði verið tvisvar á þremur árum í úrslitum þeirrar keppni og var að berjast reglulega um þrjú efstu sætin í Úrvalsdeildinni. Ári eftir að hann kom var hann í liðinu sem barðist um titilinn og endaði í öðru sæti.
Ári síðar varð félagið næstum gjaldþrota og hefur mestmegnis verið í miðjumoði síðan. Hann lék á þessum árum fyrir fimm knattspyrnustjóra – Benítez, Hodgson, Dalglish, Rodgers og Klopp – en það eru hreinlega ekki margir, ef nokkrir leikmenn í sögu félagsins aðrir en hann og Lucas sem státa af slíkri tölfræði.
Við þökkum Skrtel fyrir að gefa allt sem hann átti fyrir málstaðinn í tæpan áratug. Martin, you’ll never walk alone!
Endum þetta á myndböndum af tveimur bestu leikjum hans í rauðri treyju. Arsenal vorið 2014 og Manchester City haustið 2015. Skrtel skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum og var frábær í vörninni í þeim báðum, eins og hans var von og vísa.
Í öðrum fréttum er það helst að Jordon Ibe er búinn að semja við Bournemouth og gangast undir læknisskoðun svo að sú sala verður tilkynnt fljótlega. Þá var Sergi Canos seldur til Norwich í gær og þá er búist við að Luis Alberto muni fylgja þeim eftir út um dyrnar á næstu dögum. Félagið er einnig að reyna að klára sölur á Christian Benteke (það verður auðvelt, nóg af liðum vilja hann) og Mario Balotelli (glætan, fer á láni í ágúst) og ég stórefa að það séu síðustu leikmannasölurnar í sumar.
Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi á Melwood. Klopp er að taka til hendinni. Við sjáum til hverjir af gömlu vaktinni standa enn vörð þegar glugginn lokar.
Hvað leikmannakaup varðar er eitthvað minna að frétta. Eða bara ekki neitt.
Ég spyr mig hvort það verði ekki keyptur annar miðvörður í staðinn ? Reyndar ansi margir sem geta spilað þessa stöðu, Gomez, Illori Lucas. Can, Matip, Lovren,Sakho en það er ekki öll sagan, því það eru aðeins þrír af þessum leikmönnum sem eru eiginlegir miðverðir, með reynslu af því að spila í efstu deildum. Can og lucas eru varnartengiliðir, þó þeir geti leyst þessa stöðu af og Gomez hefur ekki reynslu af því að spila í þessari stöðu í efstu deild og Illori var ekki einu sinni notaður af Aston Villa á síðasta tímabili og geri ég því ráð fyrir að það vanti eitthvað upp á hjá honum til þess að hann fái tækifæri til að spila í úrvalsdeildinni.
Reyndar finnst mér kaup á vinnstri bakverði miklivægari en kaup á miðverði.
Þegar Skrtel var uppá sitt besta með liverpool í kringum 2012 var hann einfaldlega einn af bestu miðvörðum deildarinar. Vona bara að flestir hugsa hlýtt til hans því að hann var stríðsmaður sem lagði sig alltaf fram fyrir liðið þrátt fyrir misjafnt gengi hans og liðsins. Ég held að Klopp verslar ekki annan miðvörð. Hann ætlar að treysta Lovren, Matip og Sakho og notar unga stráka ef það er þörf á en leikja álag verður ekki vesen á næsta tímabili.
Ég er þakklátur Skrtel fyrir hvað hann stóð sig oftast vel, hann átti sína slæmu leiki en hann gat verið ansi magnaður, tíminn hans var núna og ég óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi og vona að Matip verði mikill fengur í staðinn.
Núna þarf að losna við slatta af leikmönnum og einna helst Balotelli, Benteke, Alberto og Lucas, fyrir þessa menn ætti að fást góður peningur sem vonandi nýtist vel.
Svo aðeins varðandi rekstur félagsins þá virðist allt saman á uppleið
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-billion-pound-football-club-11616627
Verðmæti félagsins búið að aukast um 50 % á einu ári. Það má hrósa því sem vel er gert.
Skrtel var toppfagmaður og þrátt fyrir sveiflukenndan feril þá sýndi hann ekkert nema fagmennsku á öllum tímapunktum.
Ég hef samt engan vegin verið aðdáandi hans og að mínu mati er þetta hárrétt ákvörðun bæði fyrir lfc og leikmanninn. Því miður hugsa ég of oft um lélegu frammistöðurnar hans á vellinum. Ég hélt í raun að BR ætlaði að losa sig við hann en hann vann sig aftur inn í byrjunarliðið og spilaði stóra rullu hjá BR, kannski sökum þess að agger var mikið meiddur, Coates stóðst ekki væntingar, Sakho var mikið meiddur og naut greinilega ekki trausts hjá þjálfaranum, Toure var jafnframt að eldast í ljósárum.
Töluverðar hreinsanir í gangi hjá klúbbnum og hingað til finnst mér þetta bara góð tiltekt sem hefur lítil sem engin áhrif til veikingar, sérstaklega ekki byrjunarliðið. Það er sárt að sjá að baki Ibe enda strákur sem hefur töluverða hæfileika. Ég hugsa að gott tilboð Bournmouth hafi fyrst og fremst gert það að verkum að klúbburinn seldi. Ég hugsa líka að þeir horfi til þess að þeir hafi nú þegar 2 – 3 aðra stráka sem hafa svipað potential og þurfa mínútur til að sanna sig (Markovich, Ojo, Kent). Það er bara engan vegin hægt að gefa öllum sénsinn og ég held að það megi alveg horfa til þess að Ibe díllinn sé bara góður business fyrir alla sem að málinu koma.
rosalega leggst þetta season vel i mig
mánuður i fyrsta leik
Joe Gomez að meiðast aftur og mun missa af byrjun tímabilsins, fjandinn hafi það.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-buy-centre-back-after-11616470
Jæja loksins komin skýring á fjarveru Joe Gomez….meiddur aftur!
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-buy-centre-back-after-11616470
Hvað með þennan kappa, Klopp ætti að þekkja hann ansi vel.
http://433.is/enski-boltinn/subotic-a-leidinni-til-middlesbrough/
En kannski er það ástæðan fyrir því af hverju við erum ekki á eftir honum og hann á leiðinni til Middlesbrough.
Mín spá
Út fara til viðbótar við hina:
Allen
Alberto
Balotelli
Illori
Benteki
Inn koma svo til viðbótar:
Ekki hugmynd
Hugsa að hann haldi í Lucas, bara því honum líkar svo vel við hann og hann er í raun eini leikmaðurinn í liðinni með alvöru Liverpool reynslu. Nánast eins og uppalinn.
Joe Gomez meiddur líka og nú þarf Klopp nauðsynlega að fá einn miðvörð til viðbótar. Er þetta tækifærið hans Ragga Sig?
Ragga Sig inn fyrir Gomez. Einhvern sem tekur lýsi. Þá komast hinir á “bragðið” og við verðum ósigrandi 🙂 Win win að fá Ragga, leggur sig alltaf 100% fram, og svo hundrað í viðbót af því hann heldur með LFC 🙂
Ætli Skrtel sé jafn spenntur að fara til Tyrklands núna ?