Það var nóg að gera yfir Huddersfield leiknum við það að fylgjast með fréttum tengdum Liverpool. Helst þá er varða Joe Allen, Jon Flanagan og Wijnaldum.
Joe Allen – Fréttir kvöldsins herma að Liverpool hafði samþykkt £13m tilboð frá Stoke City í dag.
Gott mál að mínu mati, Allen spilaði samtals 754 mínútur í deildinni á síðasta tímabili sem er örlítið meira en hann spilaði með Wales á EM í sumar. Það í Liverpool liði sem var í vandræðum á miðjunni og í einhverju mesta leikjaálagi í sögu félagsins. Hann er því nokkuð augljóslega ekki í plönum Klopp. Eins hjálpar honum líklega ekki að hafa skorað fjögur mörk í 89 deildarleikjum á ferli sínum hjá Liverpool.
£13m er mjög fínn peningur fyrir Allen sem á eitt ár eftir af samningi sem hann vill ekki framlengja nema gegn loforði um að hann muni spila meira. Hann hefur frá því hann kom til Liverpool verði skólarbókardæmi um meðalmennsku miðjumann. Ég veit að hann á sér marga aðdáendur núna og stóð sig mjög vel á EM. Þetta er ekkert lélegur leikmaður en hjá Liverpool hefur hann litlu sem engu bætt við liðið í að verða fimm ár og gjörsamlega alltaf þegar hann hefur náð að spila nokkra leiki ágætlega meiðist hann. Meiðslasaga hans hefur ekki farið eins hátt og hjá öðrum leikmönnum þar sem vanalega er lítil sem engin eftirspurn eftir því að hafa hann í byrjunarliðinu.
Stoke eða einmitt Swansea sem einnig hefur boðið í Allen í sumar eru að mínu mati lið sem Allen ætti að vera lykilmaður hjá. Góð lið en ekki í hæsta klassa. Með enga Evrópukeppni á næsta tímabili er í góðu lagi að selja Allen og eftir EM er hægt að fá mun hærra verð fyrir hann. Inn eru að koma leikmenn eins og Grujic, Brannagan, Ejaria og Chirivella plús mögulega einn til viðbótar og fyrir eru Can, Henderson og Milner á mála hjá Liverpool. (Þá eru ótaldir Lucas og Kevin Stewart).
Jon Flanagan – Burnley hefur náð samkomulagi við Liverpool um að fá Flanagan á láni út leiktíðina. Kannski spes að Liverpool ætli að fækka bakvörðum en Flanagan er bara enganvegin nógu góður til að keppa við Clyne og Moreno um stöðu og verður það ekki nema spila reglulega. Það fær hann ekki hjá Liverpool í vetur og eftir 421 mínútur spilaðar á síðasta tímabili verður hann að fara í félag þar sem hann nær að koma sér í leikform. Honum vantar mjög mikilvæg ár milli 21-23 ára í þroskaferil sinn sem leikmaður. Persónulega efast ég stórlega um að hann verði nokkurntíma lykilmaður hjá Liverpool.
Trent Alexander-Arnold (18 ára í okt) sé ég mun frekar fyrir mér sem varaskeifu í hægri bakverði í vetur á eftir Clyne og Joe Gomez. Hættulegt auðvitað að lesa of mikið í fyrstu æfingaleiki sumarsins en ef við höfum sögu Klopp í huga og rýnum í frammistöður Alexander-Arnold ætti ekki að vera langt í það að hann fái sénsinn. Höfum einnig í huga að Clyne spilar alla leiki haldist hann heill.
Maður fyrir mann, breytingar á hópnum
Ekki má gleyma að búið er að selja Skrtel og Ibe líka. Fyrir þá hafa komið Matip og Mané. Já og Karius fyrir Bogdan lítur út eins og grín góð skipti á markmönnum. Það er því verið að bæta mikið betri leikmönnum við þá sem fara út og bæta við lið sem var alls ekkert alslæmt fyrir. Skrtel, Allen, Flanagan, Ibe og Bogdan voru allt leikmenn sem við hugsuðum fyrir síðasta tímabil sem part af 18 manna hópnum. Kolo Toure var svo alveg við hópinn einnig og fyrir hann er núna kominn Ragnar Klavan í svipað hlutverk.
Karius > Bogdan
Karius veitir Mignolet samkeppni öfugt við Bogdan og bætir vonandi þessa stöðu. Taki hann markmannsstöðuna sannfærandi af Mignolet erum við þá vonandi kominn með bæði mikið betri markmann og auðvitað varamarkmann.
Matip > Skrtel
Martin Skrtel hefur verið partur af svo mörgum vondum varnarlínum að þetta var hætt að geta mögulega verið tilviljun. Fyrir hann fáum við Matip sem er 4,3 metrar á hæð og virðist ekki þurfa vera í júdogalla þegar hann er að verjast föstum leikatriðum.
Klavan => Toure
Kolo Toure kom við sögu í 25 leikjum á síðasta tímabili, þar af spilaði hann tæplega 900 mínútur í deildinni (um 10 leiki). Klavan er vonandi mikil bæting í þessu hlutverki en það er alls ekkert sjálfgefið. Klavan er sagður vera nokkuð fljótur og getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar, mögulega verða þetta bakvarðakaupin í sumar?
Rétt eins og Allen þá var Toure vinsæll leikmaður og stóð sig vel í mörgum leikjum í fyrra, en það er allt of mikið að stóla á hann í 25 leikjum, þar er svigrúm fyrir bætingu á hópnum og Klavan stendur vonandi undir því. Vara vara miðverðir Liverpool hafa fengið að spila mikið undanfarin ár.
Mané > Ibe
Ibe var eini kantmaðurinn síðasta vetur og klárlega staða sem Klopp kom til með að stórbæta. Hann er núna búinn að selja Ibe og fá Mané í staðin. Ofan á það er Liverpool sagt vera við það að ganga frá kaupum á Wijnaldum sem einnig getur spilað á báðum köntunum. Sheyi Ojo er árinu eldri og var þegar búinn að slá Ibe úr liðinu ásamt því að James Milner er ennþá á mála hjá Liverpool, hann var búinn að taka stöðuna af Ibe fyrir löngu. Þar að auki er Markovic ennþá leikmaður Liverpool og betri kostur en Ibe verði hann áfram leikmaður Liverpool (sem er ólíklegt).
Wijnaldum/Grujic > Allen
Hættulegt að dæma út frá fyrstu leikjum æfingatímabilsins en það er óhætt að segja að Grujic virðist ætla að verða þó nokkur bæting á Joe Allen, hvort það verði strax í vetur er erfitt að segja en þetta er efni í skriðdreka. Komi Wijnaldum sem miðjumaður er það klárlega bæting á Allen og meiri samkeppni um stöðurnar á miðjunni.
Wijnaldum spilaði annars 13 mínútur með Newcastle á sama tíma og Liverpool spilaði við Huddersfield. Fyrir leik var mikil óvissa hvort hann færi með liðinu og/eða myndi spila eitthvað í þeim leik. Skv. fréttum kvöldsins ættu kaupin á honum að klárast á næstu tveimur sólarhingum og verður því spennandi að fylgjast með á morgun. Klopp vill hafa allann hópinn með í Ameríku frá fyrsta degi og því er verið að reyna keyra þetta í gegn núna. Liðið flýgur þangað í dag.
Ungir leikmenn
Klopp er óhræddur við að nota unga leikmenn og FSG vill sjá unga leikmenn koma upp úr akademíu félagsins. Það er því alveg óhætt að velta fyrir sér með þessa æfingaleiki í huga hvort ekki sé hægt að sjá fyrir 1-2 unga leikmenn brjóta sér leið inn í aðalliðið í vetur. Uppfyllingar í hóp til að byrja með þegar meiðsli eru í ákveðnum stöðum og sjá svo til hvort þeir nýti sénsinn ef hann kemur. Það hafa sjaldan komið eins margir til greina.
Sheyi Ojo er með langmesta forskotið auðvitað eftir síðasta tímabil en spurning hvernig hans spilatími verður með aukinni samkeppni og færri leikjum. Hjálpar honum að bæði Ibe og Canos eru farnir og Markovic er líklegur til að fara.
Cameron Brannagan hefur spilað vel og lengi verið einn af þeim sem “pottþétt” mun ná því að stíga skrefið og verða atvinnumaður. Útiloka alls ekki að hann sé nær en marga grunar. Hann fékk smjörþefinn á síðasta tímabili og er í dag 20 ára eða jafngamall og t.d. Grujic. Ári eldri en Joe Gomez. Með sölunni á Joe Allen sem spilar nákvæmlega sama hlutverk og Brannagan er styttra fyrir hann í aðalliðið.
Trent Alexander-Arnold verður 18 ára í október og getur spilað sem bakvörður og djúpur miðjumaður. Mögulega er þetta einu ári of snemma fyrir hann en hann ætti að vera í hóp í einhverjum leikjum í vetur. Fyrirliði U18 ára.
Ben Woodburn verður 17 ára í október og er svipað efni í akademíunni og Fowler og Owen voru á sínum tíma skv. starfsmönnum í Kirkby. Owen var á sama aldri þegar hann fékk sénsinn og Fowler tæplega 18 ára, það er því væntanlega ekki langt í að Woodbun fer að sjást í hóp hjá Klopp. Hann er það góður.
Hann er fyrirliði U17 hjá Wales þar sem honum er líkt við Aaron Ramsey þar hann spilar jafnan sem miðjumaður í landsleikjum. Ramsey er enn eitt dæmi um leikmann sem fékk sénsinn mjög ungur.
Ovie Ejaria verður 19 ára í nóvember og hefur virkað gríðarlega sterkur í þessum æfingaleikjum. Ágætlega stór og góður á boltann.
Ryan Kent verður tvítugur í nóvember og hefur verið mjög sprækur í æfingaleikjum sumarsins. Hann þarf spilatíma í vetur og fer væntanlega á láni aftur a.m.k. fyrir áramót en Klopp sýndi að hann er að fylgjast með honum þegar hann var kallaður til baka úr láni í janúar.
Pedro Chirivella er 19 ára, veit ekki afhverju hann hefur ekki komið við sögu í sumar en þetta er miðjumaður sem er ári yngri en Brannagan og mikið látið með hann. Þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila reglulega. Svipað með Allan sem Klopp var svo hrifinn af, hann fær ekki atvinnuleyfi á Englandi en þar er gríðarlega efnislegt ´97 módel af miðjumanni.
Þetta eru ekki einu sinni allir sem koma til greina hvað varðar unga leikmenn sem gætu bankað á dyrnar, ef bara 1-2 af þessum ná í gegn er það risastórt mál fyrir félagið. Höfum þó í huga að þarna eru ekki taldir með Grujic og Gomez sem eru á sama aldri en teljast með sem aðalliðsmenn nú þegar.
Það er svo annað eins á leiðinni af efnilegum leikmönnum sem eru 1-2 árum yngri. Vonbrigði ef við fáum ekki 1-2 upp á hverju ári á næstu árum með svona góðan efnivið og þennan þjálfara.
Hvað með Allan frá brazil. Er hann ekki ennþá kominn með atvinnuleyfi ?
Allen hinn Braselíski fær ekki atvinnuleyfi í vetur virðist vera og verður þá væntanlega lánanður.
Með Flanagan þá sá ég leik LFC og Man.City (3-0) í vetur og þá var Flanagan hærðilegur framan af og samt var hann elskaður á pöllunum út af meðal-grófri tæklingu á Sterling snemma leiks. Vantar hraða og leikæfingu eftir meiðslin og langt frá að vera sami leikmaður og áður þó hjartað sé vissulega á réttum stað. Hlyntur því að hann fái leiki á láni.
Nú þarf bara að losa um Balotelli og Benteke ásamt fleirum til að ná undir 25 manna regluna.
“Allen spilaði samtals 754 mínútur í deildinni á síðasta tímabili”… en hann var ma að spila lykilleiki í öðrum keppnum. Var t.d. í byrjunarliðinu á móti Villareal í Evrópudeildinni, byrjaði á móti Stoke í undanúrslitum deildarbikarsins o.s.frv. Mér finnst Allen mjög góður, og sennilega betri en Henderson. Man eftir leikjum þar sem Liverpool fékk sóknir eftir sóknir eftir að Allen hafði stolið boltanum, komist inn í sendingar etc., og ég man líka eftir vondum leikjum sem snérust við Liverpool í hag eftir að Allen kom inná sem varamaður, og oft stórbæting á spilamennsku í kjölfarið. Er samt alveg sáttur við söluna á honum fyrir 13 milljón pund. Það er ekki endalaust pláss í hópnum, og það er verið að kaupa inn betri menn vonandi.
Að stilla upp okkar strerkasta byrjunarliði núna er mjög mjög erfitt!
ps… A £20m deal for Wijnaldum will mean #LFC have spent £230m on players from Newcastle, Southampton, Sunderland and Aston Villa since 2011.
[img]https://twitter.com/giordonezw[/img]
Allt að gerast með Wijnaldum
ok Wijnaldum a? koma lfc er a? fá svona grada toffara í þeim Wijnaldum og manè.
ef benteke fer sem èg geri rá? fyrir.
èg geri kröfu à alvöru striker inn anna? verdur slys hja lfc og gaeti komid i hausin a teim i vetur
Hef aldrei verið mikill Allen maður og hélt að hann yrði seldur í fyrra og jafnvel árið þar á undan. Síðasta tímabil var hans besta að mínu mati og átti fullt af góðum leikjum og nú var hann valinn í úrvalslið EM eftir mjög gott mót. Loks þegar maður er aðeins farinn að fíla Allen kallinn þá á að selja hann. Það væri svo týpiskt að hann verði svo einn besti miðjumaður deildarinnar næstu árin hjá annaðhvort Stoke eða Swansea.
Lánið á Flanno er skiljanlegt en Klopp verður að fjárfesta í bakvörðum. Í fyrrasumar öskraði maður á kaup á vinstri bakverði og ég spáði því að ef ekki yrði keyptur 1st team leftari og powerhouse miðjumaður myndi liðið skíta á sig í deildinni. Nú vantar enn þessa tvo leikmenn og ef það verður ekki græjað tel ég mjög ólíklegt að liðið verði topp 4, hvað þá topp 6.
Mér fannst Mane mjög flottur í leiknum í gær, ótrúlega hraður og stórhættulegur þegar hann nálgast teiginn, ég var ekkert yfir mig hrifinn fyrst þegar hann var keyptur en sú skoðun er að breytast hjá mèr. Er orðinn virkilega spenntur að sjá hann djöflast í rauðu treyjunni í haust.
Óskum Allen að sjálfsögðu velfarnaðar í nýjum klúbbi og þökkum fyrir góð störf. Hann er á góðum aldri og getur virkilega endurnýjað ferilinn eftir misjafnt gengi hjá Liverpool. Vonast bara að stjórnendur hætti samt þessarri hugsun að selja miðlungsmenn til að kaupa aðra miðlungsmenn. Það er alveg nóg af þeim í liðinu þó ekki sé verið að bæta fleirum við. Betra að hafa hópinn minni og betri heldur en helling af leikmönnum í “Stoke gæðum”. Það er bara ávísun á 5-10 sæti sem liðið er væntanlega ekki að stefna á. Hugsið ykkur, Flanagan væri algjör lykilmaður í liðinu ef hann hefði ekki lent í þessum hræðilegu meiðslum. Nánast engir leikmenn Liverpool, amk á seinni árum, hafa náð fyrri styrk eftir vond meiðsli, Lucas, Kelly, Enrique, Flanagan, Gerrard, Henderson, Couthino, Sturridge
Klopp veit nákvæmlega hvaða menn honum vantar greinilega og þeir eru strax byrjaðir að gera góða hluti virðist vera allavega í þessum æfingaleikjum.
Verð að viðurkenna maður setti spurningamerki við nokkur kaupinn en hvenær hefur Klopp verið eitthvað sérstaklega á eftir stórstjörnum ? hann býr þær til.
hvad med Mario Gomez ? Topp striker sem er fluinn fra tyrklandi af augljosum astaedum og virdist ekki vera i plonum Fiorentina sem a hann ?
Joe Allen á eftir að vera einn af betri miðjumönnu úrvaldsdeildarinarinar á næsta tímabili. Allen hefur verið mikið meiddur á sýnum liverpool ferli en og oft misst úr margar vikur í röð. Núna loksins þegar hann virðist hafa bæt sig sem leikmann og þroskast mikið þá látum við hann frá okkur.
Hann er leiðtogi hjá Walsea og hann er byrjaður að sýna þá hæfileika hjá liverpool. Vinnusamur, góður í að vinna boltan og koma honum frá sér og klókur í hlaupum fram á við með fína tækni.
Hans besta staða er á miðri miðjunni en ekki sem djúpur miðjumaður en þar hefur hann spilað mest hjá liverpool og finnst manni leiðinlegt að loksins þegar kappinn virðist vera að toppa á ferlinum þá losar liverpool sig við hann.
Ég tæki Allen fram yfir Henderson í dag og er það ekki erfit val.
En jæja maður verður að bera traust til Klopp og vonandi nær hann að rífa okkar lið upp af rassgatinu en framistaða hans og liðsins verður dæmt eftir framistöðuni inná vellinum.
p.s hef fulla trú á því að Klopp komi liverpool aftur í að vera alvöru contender innan 2-3 ára.
Frábært ad klara wijnaldum en ég er ekki anægdur med þennan glugga fyrr en tad kemur lika heimsklassa sóknarmadur i stad Benteke.
Líka eins gott ad Coutinho verdi áfram.
Hefur verið eitthvað tímabil síðustu 10 ár þar sem menn hafa ekki verið á þessum tíma ársins að biðja um vinstri bakvörð?
Að því sögðu: Við þurfum að kaupa vinstri bakvörð.
Súrt að vera að kaupa mane og wijnaldum á rúmlega 60 mp og missa af Gotze sem var rétt í þessu staðfestur til Dortmund á 18 mp…
Allen skorar ekki mörk. Þeir miðjumenn sem Klopp er að fá til liðins virðast hins vegar gera það. Held það sé ástæðan fyrir því að Allen er látinn fara að auki er greinilega verið að bæta sentimetrum og vöðvum í hópinn.
https://twitter.com/EURO2016/status/752494331014111232/photo/1
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/wijnaldum-liverpool-medical-friday-11647334?
Mjög gott mál að Allen fari,vona að Henderson fari næstur og svo Lucas:)
Þá værum við lausir við þrjá miðjumenn sem hvorki geta skotið-skallað-sent-né skorað.
Getur verið að lánið á Jon Flanagan er vegna þess að kaup á bakverði sé í burðarliðnum ? Það þarf ekki nema að skoða yfir hópinn til þess að sjá bakvarðastöðunar eru lang þynnstar í gæðum.
Við getum hæglega stillt upp tveimur virkilega frambærilegum byrjunarliðum og haft meira að segja tvo til þrjá leikmenn fyrir utan þann hóp sem eru virkilega góðir og það segir mér að hópurinn er orðinn býsna þéttur.
Gomez meiddur og kannski er hann hugsaður sem varaskífa fyrir Clyne og Moreno eða kannski er hugmyndin að láta uppalda leikmenn taka þetta hlutverk að sér með tíð og tíma. Það var jú tilgangur unglingaakademíunar að byggja Liverpool sem mest upp á uppöldum leikmönnnum.
Rosalega verður gaman að sjá framlínuna í vetur.
Sturridge frammi með Mane, Firmino og Coutinho á bakvið sig. úff það er bara vonandi að vörnin verði með í vetur, held við verðum ekki í vandræðum með að skora mörk.
http://www.empireofthekop.com/2016/07/21/video-american-tv-star-urges-his-countrymen-to-watch-liverpools-usa-tour-in-hilarious-video/
þetta fer að verða lýgilega líkt og undanfarinn 20 ár! menn setja upp lista af targetum og þjálfarinn fær að kaupa neðarlega á listunum útaf verði! niðurstaða margir miðlungsmenn á dýru verði keyptir frá lélegum liðum og árangurinn eftir því . Allir vildu Hector eða þennan portúgala í vinstri bak en við endum líklega á enhverjum gaur frá aston villa!! draumurinn um titil verður áfram bara draumur með þessa eigendur eða þessa hugmyndafræði. getið sagt neikvæðu en kýs að segja raunsæi, þar sem ég er orðin það gamall og búin að fylgjast með svo lengi.
Ég kvika hvergi.
Eins og undanfarin ár eða áratug þá veit ég að þetta verður árið okkar, ég læt ekkert svartsýnisraus skemma ánægjuna og tilhlökkunina sem fylgir því að vera að fara inn í nýtt tímabil með nýjum mönnum í bland við kjarnan sem fyrir er.
Áfram Liverpool.
Ég held að við séum að selja Allen á röngum tíma. Hann á eftir að blómstra á miðjunni í vetur og verða mun betri en Henderson sem mun missa fyrirliðabandið hjá Klopp í vetur.
Henderson er ekki framtíðarleikmaður hjá Liverpool og verður fróðlegt að sjá hver verður fyrirliði hjá okkur í vetur.
Tryggvi það er ekki komin Ágúst ennþá! 🙂 hehe…
en það er sá mánuður sem við Poolarar erum búnir að vinna deildina!
Svo erum við alltaf jafn hissa þegar liðið er dottið úr öllum séns eftir fyrstu 2-3 mánuðina…
Hvar ætli Georginio Wijnaldum komi til með að spila? Erum komnir með ansi vænan skammt af sóknarsinnuðum miðjumönnum og samkeppnin eftir því.
P.S. Athyglisvert hve mörg mörk hann skoraði með skalla s.l. tímabil.
F.
Það er samt meira með okkur núna en áður. T.d er klúbburinn betur fjársettur og við getum keypt mun dýrari leikmenn en fyrir nokkrum árum síðan. T.d var coutinho keyptur á 7 miljónir punda og Sturridge á 12 og Suarez á 21 milljónir punda en í dag getum við keypt dýrari menn og því er liðið líklegra að fá til sín þá leikmenn sem það vill.
Hinn faktorinn er augljós. Þetta er fyrsta tímabilið með Jurgen Klopp og hann hefur komið Dortmund í úrslitaleik meistaradeildar fyrir miklu minni fjármuni en hann hefur til ráða hjá Liverpool, svo afhverju ætti hann ekki að ná þá árangri með Liverpool ?. T:d var Marco Reus dýrasti leikmaður Dortmund en hann kostaði 12 miljónir punda sem er mun ódýrara en flestir leikmenn Liverpool eru á.
Svo má ekki gleyma leikjaálaginu en það er mjög lítið í ár hjá Liverpool auk þess að liðið hefur verið suddalega heppið að fá nánast allar stjörnunar mjög snemma á undirbúningstímabilinu til sín.
Að lokum þarf ekki nema að skoða hópinn en á blaðinu er hann klárlega einn sá sterkasti á Englandi. Einu stöðunar sem eru ekki með nokkuð gefna byrjunarliðsmenn eru bakverðinir báðum meginn, enginn önnur staða er á nokkurn hátt trygg.
Ég held að ég sé raunsær að halda því fram að tækifærið til að vinna titilinn er vel mögulegt en meistaradeildarsæti væri líka bara stórgóður árangur, þar sem þessi deild er suddalega sterk. Man City. Man Und og Chelsea eru allt lið sem eru að kaupa allt sem hreifist á markaðnum og eru einnig öll með topp stjóra,
Ég væri sáttur við meistaradeildarsæti í ár og tel það vel mögulegt.
Totally off topic en mig langar bara að benda á þessa Nostradamus spá eftur leikinn gegn Englandi:
http://www.kop.is/2016/06/27/schadenfreude/#comment-227471
og svo núverandi fréttir: http://www.visir.is/article/20160720/IDROTTIR0102/160729897 (20.júní)
haha….akka þér fyrir að benda á þetta Magnús 🙂 Þetta var svona “rökrétt” gisk miðað við hvernig manni finnst FA funkera.
Þessi þjálfarastaða er eins og Seðlabankastjórastaðan var hér um árið. Flottræfilsstaða fyrir útbrunna forsætisráðherra.
Má til með að deila þessu – auðvitað er John Oliver poolari eins og allg vandað og heiðarlegt fólk.
https://www.youtube.com/watch?v=lVCPZtGUQac&feature=youtu.be
Ég hélt að við værum að fá til liðs við okkar spennandi sóknarmann frá Newcastle en fáum þess í stað mann að nafni Alex Manninger sem er ámóta lífsreyndur og lanngafi minn heitinn, þegar hann var kominn á Hrafnistu í denn.
Er ekki að reyna að vera svartsýni gaurinn núna, því ég er bara ansi bjartur og spenntur fyrir komandi tímabili.
En getur einhver hjálpað mér að skilja af hverju við vorum að semja við Alex Manninger???
Á yfir 20 ára ferli, hefur maðurinn spilað aðeins 247 leiki fyrir félagslið og svo 33 leiki fyrir Austurríki.
247 leiki á meira en 20 árum. Það eru um 11 leikir á ári.
Svo er hann 39 ára gamall.
Hvað mun þessi maður færa okkur? Getur einhver hjálpað mér að skilja?
Er þetta ekki að vera komið gott af sóknarsinnuðum miðjumönnum eða sóknarmönnum? Origi, Ings, Sturridge, lallana, coutinho, Firminho, Mane, ojo, Wijnaldum(líklega) eru líka með Benteke og Markovitch enþá( reikna með að báðir verða seldir) enþá. Svo er liðið með Henderson, Can, Lucas, Millner, Grujic. Ath tel Baloteli ekki með. Liðið er ekki í evrópukeppni og því leikjaálag ekki vandræði í vetur.
Liðið vantar vinstri bakvörð og varnarsinnaðan miðjumann og vona ég að þeir bætast í hópinn.
Manninger á að vera þriðji markvörður. Það er alls ekki óalgengt að þeir séu vel við aldur (m.a. til þess að miðla reynslu). Hins vegar segir Manninger það sjálfur að hann hafi verið hissa á að Liverpool hafi haft samband. Vonandi þýðir það að hann hafi sætt sig við lág laun.
Manninger kemur sem 3. Markmaður. Sá spilar ekki nema meiðsli og eða rauð spjöld komi til. Yngri markmenn eru lánaðir út til að fá leikreynslu og skv nýjum reglum er ekki hægt að kalla þá til baka á miðju tímabili ef aðal markmenn meiðast.
Það á eftir að kaupa einn mann til í sumar og sá verður varnarmaður!
Hvað mun þessi maður færa okkur? Getur einhver hjálpað mér að skilja?
hann verður markvörður númer 3 (ætla ég allavega að vona þeirra vegna sem eru fyrir)
hann er 39ára og kemur með mikla reynslu til þeirra sem eru yngri bæði sem markvörður og reynslu á að vinna ensklu deildina.
ég gef mér það að þessi gæi sé nokkuð heilsteyptur í höfðinu og klopp horfi til hans sem ekki bara 3 markmanns heldur gæja sem hefur uppá leiðtoga og þjálfara hæfileika.
(þótt hann sé ekki að koma inn í þjálfarateymið en þið fattið hvað ég meina vona ég)
og Þess er hann að taka inn 39ára gamalan mann.
Ég efast allavega um að það sé verið að taka inn svona leikmann nema að hann hafi uppá eitthvað að bjóða því ekki er hann fengin inn til þess að styrkja 11 manna byrjunarlið neitt.
Hætti að tuða um þennan Manning. Wijnaldin var að koma í hús. Hann ætti að styrkja hópinn þónokkuð. 😉
Mjög sáttur með með Gino Wijnaldum, þetta er hörkuleikmaður og trúlegast munum við spila 4-3-3 á tímabilinu.
Miðjan.
Wijnaldum–Henderson
———Emre Can
Hérna er viðtal við Newcastle mann um Wijnaldum. Ef þetta er rétt þá stendur hans sig best sem 10. Frekar neikvætt annað sem sagt er:
http://www.thisisanfield.com/2016/07/georginio-wijnaldum-newcastle-view-liverpools-imminent-new-signing/?
Hérna útskýrir Klopp kaupin á Manning. Skil þetta fullkomlega núna:
http://www.clickliverpool.com/sport/liverpool-fc/6611-jurgen-klopp-explains-logic-behind-wildcard-liverpool-fc-signing/?
Wijnaldum er góður kostur.
Getur spilað KLOPPbolta.
Fær ekki einn af dýrari leikmönnum pistil hér ã kop.
Eru stjórnendur bara í sumarfríi 🙂
En annars er ég mjög sáttur með þennan og vonandi fáum við vinstri bakvörð.
# 43
Heyrði að Kristján væri fallinn, en Wijnaldum væri heill. Spilar jafnvel næsta leik. Það hlýtur að koma pistill frá Magga, allavegna um grænmetisætuna.
Var að hlusta á viðtalið við Gino á LFCTV. Þar talaði hann um að eftir samtal við Klopp þá vildi hann ólmur skrifa undir hjá Liverpool. Þannig að þarna held ég að the Klopp effect sé byrjað að spila inn í málin og mun eflaust halda áfram.
Rosalega gaman að því að vera loksins vera með alvöru vigt í stjóra sem dregur að félaginu hæfileikaríka leikmenn 🙂
[img]file:///C:/Users/User/Pictures/liverpool123.JPG[/img]
Ætli þetta sé liðið?
Spurning hvort Matip sé inni í stað annaðhvort Lovren eða Sakho
Lallana/Henderson í stað Wijnaldum ?
Saama hvað er þá lýtur út að þetta sé svaðalega léttleikandi og spennandi lið fram á við.
Eina sem ég hef áhygjur af er það að miðjan sé dálítið villt finnst Can ekki vera nógu agaður til að vera djúpur miðjumaður og gæti trúað að vörnin verði berskjölduð á köflum ef hann er eini djúpi miðjumaðurinn hjá okkur
YNWA
[img]file:///C:/Users/User/Pictures/liverpool123.JPG[/img]
Þá er það komið á hreint að Stöð2sport sendir bara út einn leik á laugardögum í vetur. Sem þýðir væntanlega að við missum af einhverjum (mörgum?) Liverpool leikjum. Hvað er í boði fyrir þá sem vilja sjá alla Liverpool leiki – beint? Löngu orðið tímabært hvorteðer að hætta þessari rándýru áskrift hjá 365 en hvað get ég tekið í staðinn? Help! Alvöru áskrift fyrir sjónvarpsgæði, anyone?
Sportsmania
Ég borga 26 evrur fyrir 6 mánaða áskrift og fæ alla leiki í öllum deildum og allar aðrar íþróttir.
Mæli klárlega með þessu.
Hvar sjáið þið það að stöð2sport sýnir bara einn leik á laugardögum í vetur?
@Ásmundur
Hvernig tekurðu á móti Sportsmania? Er móttökubox? Virkar þetta fyrir sjónvarp? Verð ég að fá mér ljósleiðara? Ég er í dag á örbylgjuloftnetinu, því það klikkar aldrei, ólíkt sumu ljósleiðarasjónvarpi hérlendis.
@Sigurður Einar
Nýjar reglur í enska boltanum: http://fotbolti.net/news/19-07-2016/bara-einn-leikur-beint-i-enska-a-laugardogum-klukkan-14
Nánar athugað þá snúast nýju reglurnar um einn leik klukkan tvö/þrjú en við fáum áfram hádegisleikinn og síðdegisleikinn á laugardögum, ef ég skil þetta rétt.
horfi á hópinn:
sturride, origi, ings, firmino, mane, coutinho, lallana, winjaldum, can, grunjic, henderson, milner, mignolet, karius, manning, clyne, matip, sakho, lovren, moreno, gomez
ragnar, lucas, allen, benteke.
25 manna hópur.. ekkert pláss fyrir unglingana.. spurnig hvað annað breitist fyrir lok gluggans..eina sem ég tel geta breist í þessum hóp er að allen og benteke fari og inn komi kannski 1 í viðbót og svo grípum við einn ungling inn í liðið.. eins og staðan er þá er ekki mikil von að kjúllanir nái inn í hóp í vetur.
#49
Í sambandi við Sportsmania, kannastu við að lenda í miklu laggi og þurfti oft á tíðum að vera skipta á milli streama í tíma og ótíma?
Stundum var maður með cash í augunum útaf því hversu ódýrt og mikil snilld þetta væri en oft þá bölvaði maður sjálfum sér fyrirað hafa ekki hent sér á sportkrá eða hafa ekki keypt s2s.
#51
Þetta er bara netsíða sem þú loggar þig inn á.
Það ótrúlega er að ástæður þess að aðeins einn leikur er sýndur kl 14/15 á laugardögum er samkvæmt BPL til að sporna við ólöglegu niðurhali á leikjum.
Sé ekki betur en að þessi regla sé að virka þveröfugt.
Eru einhverjir valmöguleikar aðrir en sportsmania? Hvað með gervihnattaáskrift í gegnum netið (eins og satis.is. Þarf ekki gervihnattadisk). Er það ekki dýrara en Stöð 2 sport?
Varðandi sportsmanina þá lendi ég aldrei í veseni. Þú getur valið um sd og hd útsendingar og þetta virkar frábærlega hjá mér.
Ég plögga fartölvunni við tv og allt klárt.
Mun aldrei eiga viðskipti við 365 aftur á meðan verðið er svona mikið rugl.
Ég er með box sem kostar 7þus á mánuði. Næ um 2500 rásum. Öllum leikjum á hvaða tíma sem er í hvaða deild sem er. Meistaradeild og Evrópukeppni líka.
Það helsta. Sky sports. BT. LFC TV. Satana. BBC. Just name it.
Getið sent mer skilaboð á Facebook. Hallur Asgeirs Coach
Á ekkert að skrifa um nýju leikmannakaupin hérna?
Hvernig væri að krækja í Jetro Willems í vinstri bak?
https://www.youtube.com/watch?v=uCF4iy55KyE
Hvað haldið þið með Coutinho? Eru kaupin okkar að undirbúa hans brottför? Hafa verið orðrómar um að lið séu á eftir honum og félagar hans í Brasilíska landsliðinu að kalla eftir því að hann færi í “stærra” lið, eins mikil vitleysa og það hljómar.
Klopp hefur í gegnum tíðina verið heitastur fyrir 4-3-3 og ég geri varla ráð fyrir því að hann sé að kaupa Winjaldum og Sané til að vera á bekknum. Hann er mikill Firmino maður og sé hann ekki vera tekinn úr liðinu enda spilaði hann nánast alla leiki fyrir Klopp í fyrra.
Ef við stilum liðinu upp:
Karius
Clyne-Matip-Lovren/Sakho-Moreno
Can
Hendo-Winjaldum
Sané-Sturridge-Firmino
Auðvitað gæti komið Coutinho komið inn fyrir Henderson eða Sané í þessari uppstillingu en þá værum við ansi veikir varnarlega. Þar að auki eru menn eins og Lallana sem Klopp er mjög hrifinn af sem kemst ekki í liðið, sem er flott við viljum baráttu um sæti í liðinu. En þetta eru nú bara smá spekúleringar um hvar við komum Coutinho fyrir og hvort hann sé nokkuð á leiðinni út.