Brad Smith til Bournemouth?

Samningurinn sem gerður var við Brad Smith í nóvember virðist ætla að verða fjandi góður. Fréttir kvöldsins herma að Liverpool hafi í dag tekið £6m boði Bournemouth. Já £6m.

Þeir hafa áður keypt Jordon Ibe á £15m.

Að því sögðu held ég að þeir geti báðir sprungið út undir stjórn Eddie Howe. Smith fékk ótrúlega lítið að spila þrátt fyrir að Liverpool hafi aðeins haft einn vinstri bakvörð, þetta er því frábært verð fyrir hann en á móti líklega staðfesting þess að nýr vinstri bakvörður verður keyptur áður en glugganum lokar.

20 Comments

  1. Eg mun sakna hans virkilega efnilegur leikmadur.
    en tetta er vist landslagid i boltanum.

  2. hvað geta menn verið efnilegir lengi? er hann ekki orðinn 24 ára gamall. fáránlega gott verð fyrir varaskeifu segi ég

  3. Þessar Buy-Back klásúlur eru með því betra sem ég hef heyrt um. Liðið er basically að græða pening fyrir að eiga forkaupsrétt á lágu verði. Mesta win-win situation síðan myntkörfulánin voru og hétu!

  4. scum utd gleymdi þessu m pogba,eða for hann frítt? gildir einu, aularnir ætla að kaupa hann f .100 kúlur

  5. Sölur liðsins hafa verið framúrskarandi í sumar, það verður ekki annað sagt. 33m fyrir Sinclair, Skrtel, Canos, Ibe og Smith. Ótrúlegt! Ofan á það mun svo líklegast bætast 13m frá Stoke fyrir Allen sem kemur þessari upphæð upp í 46m.

    Ég man ekki eftir því að Liverpool hafi selt jafn vel síðan ég fór að fylgjast með. Svo eru Lucas, Markovic, Benteke og Balotelli einnig til sölu.

    Hvaða stöðu sem Crystal Palace tekur í júlí þá rekast þeir fljótt á þann vegg að alvöru framherjar meginlandsins eru ekki svo viljugir að koma til Englands til að spila fyrir Pardew og ekki eru þeir ódýrari innan úrvalsdeildarinnar. Benteke er það besta sem þeir fá. Þeir gefast upp á endanum og við fáum þessar ~30m í ágúst eða frá einhverju öðru ensku liði sem er nógu vitlaust til að vilja battering ram framherja árið 2016.

    Lucas fer svo til Tyrklands fyrir nokkrar milljónir og þá verður þessi upphæð farin að nálgast 80m. Þá er bara spurning hvort eitthvað fæst fyrir hina tvo. Maður leyfir sér að vona að Kína taki Balotelli sem er sennilega hans rétta level í fótbolta.

  6. Verð að viðurkenna að maður er orðinn þreyttur á þessu penningatali sem fylgir nútíma fótbolta. Maður mann þá tíð þar sem maður hafði ekki hugmyndum hverjir eigendur allra liða í deildinni var eða tekjur liðana.
    Annars eins og alltaf snýst þetta ekki um hvað leikmaður kostar heldur hvað hann gerir inná vellinum í fallegri rauðri treyju merkt liverpool.

  7. Finnst 6 milljónir vera flottur peningur fyrir Brad Smith, sérstaklega þegar við erum með buy-back og prósentur af áframsölu af honum. Hinsvegar vantar okkur einhvern stabílan vinstri bakvörð eins og við erum með Nathaniel Clyne á hægri. Í leikjum sem við byrjum með til dæmis Can og Wijnaldum á miðjunni, þríeykið fyrir framan þá og Sturridge frammi, þá þurfum við voða lítið að fá hlaup upp kantinn af bakverði og vill fá að sjá týpur af leikmönnum eins og Arbeloa, Finnan og fleiri voru. Jonas Hector er akkúrat þannig týpa en hann virðist einhvernveginn vera að fjara út en vinstri bakvörður, og alvöru miðjumaður er algjört möst.
    Hvað er að frétta af Alonso, á hann ekki eitt ár eftir af samningi? Xabi Alonso að spila 60-70 prósent leikja, án evrópu er frábær leikmaður, óháð aldri.

  8. “Insanity is repeating the same thing over and over again and expecting different results.”

    -Einstein, when hearing of the new England manager appointment.

  9. Þetta er staðfesting á að okkur vantar vinstri bakvörð, ég hélt hann mundi láta þennan hóp duga enda Brad Smith efnilegur og fínt cover. En þetta er bar ajákvætt kanski verður eitthver alvöru keyptur.

  10. Reports in Holland today say the Reds are going to make a £13m offer for PSV left-back Jetro Willems.

  11. Meistari Kolo Toure kominn til Celtic óska honum alls hins besta enda á hann það skilið.

  12. Vona það sé eitthvað til í þessu með Jetro Willems… Annars bara hressandi að vera ekki að upplifa sumar þar sem við erum að missa okkar besta mann. Enda fáir eftir sem skara framúr hjá Liverpool FC

  13. Brad Smith var alltaf alveg þokkalegur í þeim fáu leikjum sem hann fékk breik fannst mér, en mögulega ekki 100% material í að vera í bakvarðarstöðu sem ætlar sér ða berjast um titilinn.

  14. #11 Heyrst hefur að hinn nýji knattspyrnustjóri þar ætli honum hlutverk í sóknarlínunni 🙂

  15. Sa nei til Tottenham og Everton
    – Rett etter samtalen med Klopp bestemte jeg meg, sier Georginio Wijnaldum. Ég er strax farinn að elska nýja leikmanninn ?

  16. #12 hélt alltaf að gott fótboltalið sérist um liðsheild enn ekki einstaklinga.

  17. Joe Allen á eftir að koma til baka og gjörsamlega valta yfir okkur. Fáranlegt move. Ég er ekki sammála viðskiptum Klopp í glugganum og er ekkert super bjartsýnn fyrir komandi tímabil. (Vinsamlegast virðið mína skoðun)

    Mané, Klavan, Manninger, Wijnaldum og Matip fyrir Ibe, Kolo, Bogdan, Allen og Skrtel.
    Þetta finnst mér bara vera downgrade á leikmannahópnum. Því miður. Skal glaður éta fljúgandi sokkapör ef Kloppo tekur okkur í Meistaradeildina, en ég á erfitt með að sjá það gerast.

  18. 6 leikmenn komnir nú þegar sem eiga tilkall til byrjunarliðs, plús vara varamarkvörður og vinnstri bakvörður á leiðinni.8 leikmenn í heildina. Ég myndi segja að það væri mun meira en þónokkuð..

    Joel Matip
    Loris Karius
    Sadio Mané
    Ragnar Klavan
    Marco Grujik
    Georginio Wijnaldum

  19. #16 Vissulega. En þegar gengið hefur vel hjá Liverpool undanfarin ár höfum við haft framúrskarandi leikmenn, Gerrard, Torres og Suarez. Hljótum að vera sammála um að gott sé að halda í þá bestu. Þeir geta alveg verið partur að liðsheild.

Allen til Stoke? Flanagan á láni til Burnley?

Hver er Georginio Wijnaldum?