Fyrsti leikur Klavan
The #LFC starting line-up and substitutes to face @ChelseaFC in full pic.twitter.com/ha4a7Lb4O4
— Liverpool FC (@LFC) July 28, 2016
Eins og við var búist verður Liverpool ekki með fullmannað lið í nótt, Wijnaldum er t.a.m. ekki í hóp.
Hann fór ekki með liðinu til LA þar sem hann varð eftir þar sem liðið er með æfingaasðtöðu sína í Stanford háskóla. Wijnaldum er þar ásamt Daniel Sturridge sem kom bara á til æfinga á föstudaginn eftir extra langt frí í kjölfar EM, pre-season í gangi hjá honum núna. Nathaniel Clyne varð einnig eftir en hann var stífur aftan í læri, hamstring veislan byrjar snemma. Christian Benteke og Divock Origi urðu einnig eftir eftir enda bara nýkomnir til æfinga. Matip er áfram meiddur og Sakho var sendur heim eins og áður segir. Það er svo búið að ganga frá sölum á Joe Allen og Brad Smith í þessari viku.
Þannig að líklega sjáum við sama lið spila mun meira en í fyrstu æfingaleikjum tímabilsins þegar skipt var nánast öllum út í hálfleik. Milner kemur líklega í liðið fyrir Clyne og eins eru Lallana og Henderson í hóp og koma eitthvað við sögu.
Það er Liverpool leikur í nótt, 3:30 að mig minnir, sjáum til hvað við fylgjumst með því.
Annars var Klopp að útskýra afhverju Mamadou Sakho var sendur heim.
Sakho late for team flight, late for team meal and didn't even bother turning up for a treatment session https://t.co/UDZggOcqM5 #LFC
— James Pearce (@JamesPearceEcho) July 27, 2016
Þetta er vægast sagt slæmt mál, við erum að tala um að 26 ára Sakho sé mjög líklega ennþá meiri jólasveinn heldur en Balotelli og þegar það er verið að senda þig heim úr æfingaferð er ljóst að framtíð hans er vægast sagt í mikilli hættu.
Ótrúlegt vonbrigði að heyra af svona frá Sakho AF ÖLLUM MÖNNUM því hvort sem hann gerði eitthavð af sér eða ekki þá riðlaði fjarvera hans undir lok síðasta tímabils miklu á lokakaflanum í mjög mikilvægum leikjum. Klopp er vægðarlaus, hann er frægur fyrir það og sýnir það t.a.m. með því að senda hann heim. Hann mun einnig gera það um leið og eitthvað lið sýnir Sakho áhuga.
Því er nú ver og miður.
Ömurleg hegðun hjá Sakho og slæmt ef þetta boðar endalok hans hjá klúbbnum. Hinsvegar er ég hæstánægður með vinnubrögð Klopp í þessu máli og hörkuna sem hann sýnir.
Reyndar sagði klopp að þetta væri ekki það mikið stórmál. En mér finnst Sakho stundum hegða sér eins vanþroskaður kjáni, t.d þegar hann truflaði þetta viðtal við Klopp. Mér fannst það engan veginn sniðugt og skil vel að Klopp hafi mislíkað það enda ekki beinlínis besta hugmynd í heimi að reyna að ögra stjóranum sínum.
Ég hef samt trú bæði á Matip og Ragnari og held að það búi mikið í þeim báðum og er ég gallharður á því að þeir hafi verið fyrst og fremst keyptir til að auka gæði liðsins frekar en að sitja á bekknum og góna á okkar menn spila.
Þetta er skrítið mál vægast sagt. Eftir allt sem gekk á lok síðasta sumar og að byrja tímabilið svona er eitthvað sem á ekki að sjást nálægt Liverpool. Að sjálfssögðu getur hann komið og beðiðist afsökunar og unnið sig inn í liðið aftur.
Ef ég myndi veðja á þetta verður hann seldur og Klopp notar hann sem sýnishorn. It’s my way or the highway. Ég elska Sakho mest af miðvörðum okkar en þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur.
Mér finnst að það ætti að koma skoðunarkönnun á síðuna ,, Á að selja Sakho,, Það væri gaman að sjá hvernig stuðningsmenn standa í þessu
Það má alveg sýna hver ræður og aga menn til en òþarfi að selja. Þetta er refsing fyrir agabrot. Annaðhvort girðir Sakho sig eða hringir á vælubìlinn og biður um sölu. Eða Klopp selur hann ef hann telur að það sé best. Ég er Sakho maður, fíla hann ì botn. Vildi fá fyrirliðabandið á hann ì fyrrasumar. Er ekki sáttur með stöðu mála. Vona að allt falli ì ljùfa löð innan skamms.
Ekkert ver og miður ef leikmaður er seldur útaf því að hann getur ekki farið eftir liðsreglum.
Stream?
blabseal
Er einhver eftirsjá í Sakho gæjinn hefur svo sem ekki verið að brillera fyrir okkur fullt að jafn góðum hafsentum þarna úti bara að finna þá.
já cautiniho var með í fyrri hálfleik sá hann aldrei
Sjitt hvað þetta var leiðinlegur og lélegur leikur, markmennirnir þurftu ekki að verja einn bolta (fyrir utan markið). Ég vorkenni fólkinu sem borgaði sig inná þessa hörmung.
Að maður skuli hafa vakað eftir þessari hörmung.
Chelsea spila ógeðfelldan bolta, verða ekki merkilegir í vetur.
Veit ekkert með okkur, það er spurningum ósvarað og ennþá farþegar í hóp
Var a leiknum. Hann var morkinn.
Mér skildist á einni fótboltasíðunni að leikmenn chelsea hafi verið hræðilega grófir í leiknum og að þeir hafi fengið 1-2 rauðum spjöldum of lítið. Eitthvað var líka talað um að leikmenn Liverpool hafi verið þungir á sér í miklum hita, það er kannski eðlilegt ef Klopp er að keyra þá svona mikið áfram… eitthvað sem skilar sér vonandi þegar í mót kemur.
Veit ekki hvort það séu meðmæli eður ei, en klopp sagði að það sem kom honum mest á óvart verandi á liverpool leik, var veðrið.
Friendlies sögðu þeir huh
http://www.express.co.uk/sport/football/694121/Marko-Grujic-injury-Liverpool-Chelsea-friendly-sent-to-hospital-Cesc-Fabregas-red-card
þessi fabregaz virðist vera lélegur karakter.
leiddi uppreisnina gegn móra og vælu-wenger vildi hann ekki aftur i sitt lið.
http://www.fullmatchesandshows.com/
Reyndar ekki stream en gæða stuff eftir lok leikja….bæði hightlights og full game…..
Ég velti því fyrir mér hvernig menn geta mætt of seint á æfingar og fundi í æfingaferðum…
Svona að því gefnu að þetta sé rétt þýðin Fótbolta.net á viðtali við Herr Klopp:
„Það er ekki fjölmiðlamál hvernig við brugðumst við en það voru engin rifrildi. Ég talaði. Það er ekki hægt að rífast þegar bara einn aðili talar.”
Þetta er snilld. Herr Klopp ræður. Ef hann talar þá hlustar þú.
„Ætla ég að sekta hann? Ég hef ekki áhuga á peningum leikmanns. Ég vil að við lærum saman að gera rétta hluti. Ég er ekki hrifinn af sektum, þær hjálpa ekkert,” segir Klopp.
Mikið rosalega er ég sammála honum þarna. Menn fá svo mikla peninga í dag í þessu sporti að fjársektir bíta ekki. Eins með þegar verið er að refsa liðum fyrir hegðun leikmanna. Það á ekki að beita fjársektum heldur taka stig af liðum. Gera keppnina erfiðari fyrir þá ef þeir láta eins og kjánar.
Fabregas er einn mesti vitleysingurinn í þessari deild, alveg fáranlegt að koma með svona tæklingu í æfingarleik. Veit ekki hvað maður getur sagt með Sakho, sýnist hann bara vanta aga en hef fulla trú á að Klopp taki hart á þessu og þetta vandamál ‘leysist’ án þess að við missum þetta varnartröll.
Ótengt en nokkuð áhugaverðar tölur:
https://twitter.com/SkySportsNewsHQ/status/758608500662607872
og svo
https://twitter.com/SkySportsNewsHQ/status/758608237587464192
Einsog staðan er núna hefur Liverpool eytt allra liða mest í þessum leikmannaglugga, 69.9m (og í þriðja sæti yfir fjölda leikmanna: 6). Eitthvað segir mér að Klopp sé alls ekkert hættur að versla
Er Sakho í ruglinu eða er Klopp of harður við leikmenn sem ekki fara eftir reglum. Með þessu áframhaldi stimplar Sakho sig endanlega út úr liðinu og held ég að hann fari í janúar. Nú er slæmt að Touré karlinn er farinn enda nánast engir heilir miðverðir eftir sem eitthvað geta. Júlí er að verða búinn og mesta áhyggjuefni síðasta tímabils virðist ekkert skána nú þegar stutt er í næsta tímabil.
Ef Sakho er karakterinn sem við viljum hafa í liðinu okkar og ef hann er þessi fyrirliða-karakter eins og margir hafa haldið. Þá er hann að fara að taka þetta nærri sér og gerir allt sem hann getur til að vinna aftur traust Klopp og kemur dýrvitlaus aftur inn í liðið. Allir græða. Ef hann gerir þetta ekki er hann ekki týpa sem á að vera í hópnum og við seljum hann sátt.
Auðvitað er sakho virkilega góður leikmaður en ef eitthvað var að marka þennan leik gegn Chelsea þá kom Ragnar Klavan virkilega vel út og svo eigum Matip inni. Það kæmi mér ekkert á óvart að annar hvor þeirra væri fastaliðsmaður á kostnað Sakho. Mér finnst Ragnar t.d vera á svipuðu kvaleberi og Lovren í að spila boltanum og er þar að auki toppvarnarmaður. Hann var fyrsti maðurinn sem Klopp vildi kaupa núna í vor ( las það í vitðtali við hann) og því kæmi það mér ekkert á óvart að hann spilaði stærra hlutverk í vetur en margir aðhangendur vilja halda fram.
Er spenntur f. Ragnari. Ég man eftir því þegar við keyptum glæsilegann glókoll þarna frá eystrasaltinu síðast.
Vonandi heppnast þetta jafn vel.
bið spenntur eftir að sjá hverjir fleyri koma í sumar.
held að sakho sé kominn á hálann ís og kæmi mér ekki á óvart að klopp myndi finna annann varnarmann og jafnvel losa sig við sakho.. klopp vill aga og svona skrílslæti greinilega eitthvað sem verður ekki í boði í herbúðum liverpool í framtíðinni.
sem er að hinu góða.. kannski kominn tími til að þessir menn hætti að leika sér og fari að sinna þessu af alvöru
Mæli með að allir golddiggers tuðararnir sem treysta ekki kallinn í brúnni lesi þetta: http://www.90min.com/posts/3530227-klopp-says-100m-for-pogba-is-wrong?a_aid=35322
Fyrirgefið að ég fer út fyrir efnið ! hvað er að frétta af kaupum vinstri bakvarðar !! eru þeir ekki til eða eru menn bara ánægðir með stöðuna ?
Horfði á leikinn Chelsea- Liverpool og það er ekkert að frétta hjá honum Alberto M. Yfirleitt kominn lángt út úr stöðu, lélegur í vörn ef hann er þá í vörn yfir höfðu þegar hann á að vera það og bara ég er ekki að fatta þennan leikmann á nokkurn hátt við verðum að kaupa góðan vinstri bakvörð í þetta liða annars er allt Bú…
Ég er að reyna fylgjast eftir bestu getu með bakvarðarstöðunni Kaldi, ég mundi ekki búast við replacement af Alberto M. þó finnst mér hæpið að hann sé ekki með eitthvað vara target hellingur eftir af glugganum. En eitthverjir fréttamiðlar eru að tala um milner gæti verið notaður í þessari stöðu eitthvað. En ég held það sé verið að leita eftir eitthverjum virkilega efnilegum til að setja moreno á tærnar og verða framtíðar maður 😛 Enda dugar stórliði ekki bara einn alvöru þegar meistaradeildin kickar inn 😛
Ég held að það sé meira á bak við hegðun Sako en það sem sagt er! Að Liverpool skuli láta það líðast að UEFA skuli gera þessi mistök sem raun varð og komast upp með það, láta dæma Sako út úr tveimur úrslitaleikjum og EM spili er alveg ótrúlegt. Liverpool hefur ekki einu sinni mótmælt þessum mistökum og ég held að Sako sé verulega sár. Liverpool virðist ekki standa fyllilega á bak við hann og ætti að vera bandsjóðandi vitlaust yfir þessum mistökum og heimta jafnvel sektagreiðslur, allveg eins og þeir gera ef jafnvel stuðningsmaður brýtur af sér.
Lengi skal manninn reyna.
Orðrómur er um að Klopp ætli að nota Milner sem varaskífu fyrir Moreno. Vona samt ekki.
Hvernig á Milner að finnast með það? Bara orðinn alt muligt mann í þessu liði?
Mér finnst ekkert að því að huga Milner sem einhvern varakost í þessa stöðu. Að mínu mati finnst mér þessir bakverðir sem við höfum verið orðaðir við ekkert spennandi, annaðhvort á Liverpool að kaupa bakvörð sem er augljóslega betri en Moreno eða bara sleppa því. Ragnar Klavan getur spilað þarna, Flanagan sýndi það svo sannarlega að hann getur spilað þarna á ótrúlega tímabilinu okkar, Joe Gomez var virkilega efnilegur þegar hann spilaði sem vinstri bakvörður fyrir meiðsl og afhverju ekki Milner sem getur spilað allar stöður vallarins.
Andsk…
http://www.thisisanfield.com/2016/07/loris-karius-suffers-broken-hand-least-two-months/
Karius nýji markvörðurinn hjá Liverpool er meiddur í 8-10 vikur.
Það brotnaði bein í hendinni hjá honum.
Enn ein meiðslin. Það á ekki af leikmönnum Liverpool að ganga.
http://www.telegraph.co.uk/football/2016/07/29/liverpool-summer-signing-loris-karius-ruled-out-for-two-months-w/
Maggi hafði þá vinninginn þegar hann sagði það ólíklegt að Karíus myndi byrja tímabilið!
Er ekki annars kominn tími á nýtt podcast, 10min í mót?
Horfði á United í dag.
Zlatan stimplar sig rækilega inn.
100m – hann er þess virði sem dæmi
Klopp lítur út eins og Öfundsjúkur bjáni að segja þennan og hinn allt of dýran en splæsir sjálfur 35 kúlum í Mane.
Bíð ennþá eftir alvöru kaupum. Takk.