Hér er þáttur númer 120 af Podcasti Kop.is!
Stjórnandi: Einar Matthías.
Gestir: Óli Haukur, Eyþór og Grétar Magnússon sem við þekkjum m.a. sem fyrrum ritstjóra Rauða Hersins og stjórnarmanns í Liverpool klúbbnum.
Helsta umræðuefni þáttarins voru hin toppliðin/ríku liðin í deildinni, skoðað hvað þau hafa verið að gera í sumar og möguleikar þeirra almennt. Undir lokin var spáð í spilin fyrir fyrsta leik tímabilsins sem verður gegn Arsenal á sunnudaginn.
Svona í framhjáhlaupi má geta þess að Liverpool var í kvöld dregið gegn Burton Albion í 2.umferð deildarbikarsins. Því liði hefur Liverpool aldrei áður mætt.
So, we play Burton Albion before the window closes? Bake Sale the Holy Balotelli out of that one. Wisdom gets the armband.
— NTX (@NTXabi) 10 August 2016
MP3: Þáttur 120
Það gafst ekki tími til að fara yfir lið eins og Everton.
Látum þetta bara duga
Haha
Hljómar eins og hann hafi lent í misnotkun af hálfu Everton… Stokkhólmssyndrome?
Fantasydeild strákar ?? 🙂
Hvernig i fjandanum getur Stones farið á 50m pund.
Hann virkaði bara eins og lélegur Phil Jones á síðasta tímabili og Phil Jones er drasl.
Nr. 5
Hann er 22 ára og eitt mesta efni Englendinga í miðvarðarstöðunni og með góða reynslu af deildinni. Hann var t.a.m. mjög góður fyrir ári. Þar fyrir utan eru miðverðir allajafna ekki að toppa fyrr en eftir 25 ára aldurinn þannig að hann gæti átt nóg inni.
Forráðamenn Man City og Chelsea horfa augljóslega ekki á hann sem drasl og ef þessi kaup hjá City heppnast eru þeir mögulega að kaupa stöðugan miðvörð fyrir næstu 10 ár. Áhætta sem þeir geta léttilega tekið. Liverpool hefur t.a.m. ekki átt stöðugan miðvörð á þessum áratug.
Er ekkert að fagna þessari verðlagsþróun í boltanum en get alveg skilið þessi kaup, hann er ekki það mikið dýrari en hinir miðverðir City
ég er svo hrópandi ósammála að tiltilvörn Leicester verði verri en hjá Chelsea og að spá þeim 10 til 15 sæti alltof svartsýn fyrir ríkjandi meistara. ég spái þeim frekar á okkar slóðum seinustu 6 árin eða 8 til 4 sæti.
Hvernig er svo með Fantasy???
Jæja, stóra stundin nálgast þegar enn eitt tímabilið er að byrja. Er verulega spenntur að sjá hvernig ný samsetning á liðinu smellur saman. Eins er spurning með meiðsladæmið sem var að gera hvern heilvita mann hálfbrjálaðan á síðasta tímabili. Varðandi liðið þá er ég bara alls ekki sammála þeim sem hrauna alveg stanslaust yfir Moreno greyið. Hann var svosem ekki súpergóður síðasta vetur en var samt hátíð miðað við miðverðina amk framan af vetri. Auðvitað þarf samt stórlið eins og Liverpool að hafa tvo góða menn í hverja stöðu og alls ekki gott ef engin samkeppni er um stöður. Ég hef nú satt að segja ennþá meiri áhyggjur af miðvörðunum fyrir komandi tímabil. Í mínum huga er Lovren ekki búin að sanna neitt þó hann hafi verið góður í nokkrum leikjum undir vorið, Ragnar er nýkominn og þó hann lofi góðu þá er spurning hvort hann hafi getu á alhæsta leveli. Vandamál í kollinum á Sakho hindra annars þennan hæfileikríka leikmann sem átti að vera kjölfestan í miðju varnarinnar mörg næstu árin. Annars held ég að liðið sé hörkugott og vonandi byrjar tímabilið hjá liðinu þetta árið í ágúst.
æja, stóra stundin nálgast þegar enn eitt tímabilið er að byrja. Er verulega spenntur að sjá hvernig ný samsetning á liðinu smellur saman. Eins er spurning með meiðsladæmið sem var að gera hvern heilvita mann hálfbrjálaðan á síðasta tímabili. Varðandi liðið þá er ég bara alls ekki sammála þeim sem hrauna alveg stanslaust yfir Moreno greyið. Hann var svosem ekki súpergóður síðasta vetur en var samt hátíð miðað við miðverðina amk framan af vetri. Auðvitað þarf samt stórlið eins og Liverpool að hafa tvo góða menn í hverja stöðu og alls ekki gott ef engin samkeppni er um stöður. Ég hef nú satt að segja ennþá meiri áhyggjur af miðvörðunum fyrir komandi tímabil. Í mínum huga er Lovren ekki búin að sanna neitt þó hann hafi verið góður í nokkrum leikjum undir vorið, Ragnar er nýkominn og þó hann lofi góðu þá er spurning hvort hann hafi getu á alhæsta leveli. Vandamál í kollinum á Sakho hindra annars þennan hæfileikríka leikmann sem átti að vera kjölfestan í miðju varnarinnar mörg næstu árin. Annars held ég að liðið sé hörkugott og vonandi byrjar tímabilið hjá liðinu þetta árið í ágúst.