Tottenham á morgun

Þá er það næsta verkefni og það er af stærri gerðinni, white hart lane, þar sem Tottenham er andstæðingurinn og hefst leikurinn kl: 11:30.

thumb_10407_default_news_size_5

Spenningur, stress og já, jafnvel kvíði. Hvaða Liverpool lið fáum við að sjá núna? Verður það liðið sem mætti til leiks í síðari hálfleik gegn Arsenal eða verður þetta Burnley frammistaða þar sem að við hefjum ekki leikinn fyrr en við erum komnir undir, og varla þá?

Það eru bara tveir leikir búnir af deildinni en tapið gegn Burnley setti þennan leik í allt annað samhengi. Það væri skelfilegt að vera mögulega kominn 6 stigum frá efstu liðum eftir þrjár umferðir, með Leicester (h) og Chelsea (ú) leiki handan við hornið.

Menn hafa verið að færa rök fyrir því að hápressu lið eins og Tottenham henti okkur líklega betur en lið sem liggja til baka eins og Burnley. Það getur vel passað, ég býst a.m.k. við fjörugum leik spilaðan á háu tempói þar sem leikmenn fá engan tíma á boltann.

Form

Sú var tíðin sem að okkur gekk hræðilega á WHL, það á ekki við í dag. Liverpool tapaði síðast þarna í nóvember 2012 , tímabilið þar sem að þeir “stálu” Dempsey og Gylfa frá okkur. Síðan þá höfum við spilað þrisvar á þessum velli, 0-5 sigur (sælla minninga), 0-3 sigur (þegar við héldum í einn leik að Balotelli yrði ekki Balotelli) og svo 0-0 í fyrra í fyrsta leik Klopp sem stjóra Liverpool.

Lights Camera Action as Klopp has his first game vs Spurs - 17-10-15

Deildarformið gegn Tottenham er nokkuð gott, fjórir sigrar og tvö jafntefli í síðustu sex leikjum.

Liverpool

Ég þarf að fara að skoða það í framtíðinni hvort ekki sé betra að telja upp þá sem eru leikfærir heldur en þá sem eru meiddir, sparar mögulega tíma.

Liverpool sigraði Burton örugglega í vikunni, 0-5, í deildarbikarnum. Þessi sigur kostaði samt sitt, Can og Origi verða báðir frá vegna meiðsla eftir að hafa tognað í þessum leik. Jákvæðu fréttirnar eru þó klárlega þær að Matip og Mané spiluðu 90 mínútur og Sturridge kom inn og skoraði tvö mörk (og meiddist ekki, vert að taka það fram).

Fyrir utan þá Can og Origi þá er Karius enn frá vegna meiðsla, þó allt stefni í að hann verði klár á undan áætlun, Sakho er ekki klár (og á útleið virðist vera), Lucas var að byrja að æfa og verður væntanlega ekki með og Coutinho varð fyrir smávægilegri tognun við að skjóta svona oft yfir gegn Burnley og missir af öllum líkindum af þessum leik.

Það kæmi mér ekki mikið á óvart ef við fáum að sjá óbreytta varnarlínu í þessum leik, Milner virðist ætla að vera tekinn fram yfir Moreno og mér þykir líklegt að Matip og Lovren séu hugsaði sem framtíðarmiðverðir liðsins, Clyne er svo þarna, ekki bara af því að hann er okkar eini hægri bakvörður heldur er hann einnig okkar besti varnarmaður (að mínu mati).

Erfitt að spá fyrir um miðjuna, hræðist samt fjarveru Can og Lucas og að við sjáum sömu miðju og spilaði gegn Arsenal í þeim Henderson, Winjaldum og Lallana. Henderson verður þá væntanlega áfram spilað úr stöðu og menn halda áfram að gagnrýna hann, engum greiði gerður með að láta hann spila þarna.

Frammi verður Sturridge, sem vælir yfir að spila á kanntinum (ætti nú bara að vera þakklátur að vera spila yfir höfuð miðað við síðustu mánuði og ár), og á ég von á Firmino og Mané þar fyrir aftan.

Ég ætla a.m.k. að skjóta á að þetta lið hefji leikinn á morgun:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Winjaldum
Mané – Sturridge – Firmino

Tottenham

Menn eru svolítið að gleyma Tottenham held ég, þrátt fyrir slaka byrjun á síðasta tímabili þá voru þeir í titilbaráttu langt fram á vorið og voru að spila besta fótboltann lengi vel. Þeim hefur tekist að halda öllum sínum mönnum og bætt við sig tveimur sterkum í þeim Wanyama og Janssen.

Það eru tveir sterkir leikmenn frá vegna meiðsla, Hugo Lloris og Dembéle, svo er Son eitthvað tæpur. Aðrir eru heilir og má búast við að þetta verði meira og minna sama lið og sigraði Crystal Palace um síðustu helgi:

Vorm

Walker – Alderweireld – Vertonghen – Rose

Dier – Wanyama

Eriksen – Lamela
Kane – Janssen

Spá

Það er rosalega erfitt að spá fyrir um Liverpool leiki um þessar mundir (eða bara almennt ef út í það er farið). Maður veit ekkert hvaða Liverpool lið mætir til leiks, við gætum alveg eins unnið 0-3 eins og að tapa sannfærandi 3-0.

Ég hef ekkert alltof góða tilfinningu fyrir þessum leik, ég held að þetta Tottenham lið sé bara lengra komið en Liverpool lið Klopp á þessum tímapunkti. Pochettino er búinn að vera þarna síðan 2014 og hefur liðið styrkst jafnt og þétt hjá honum og virkuðu virkilega vel á mann í fyrra (þar til þetta hrundi í restina), ungt og skemmtilegt lið sem pressar hátt upp völlinn og eru virkilega sterkir varnarlega. Þeir hafa einnig verið að hræra minna í sínu liði en Liverpool á milli tímabila.

Ég ætla því að skjóta á 2-0 tap á morgun, en mikið vona ég að hitt Liverpool liðið mæti til leiks og við fáum frábæran fótbolta og þrjú stig inn í landsleikjahléið, koma svo!

YNWA

18 Comments

  1. Ég held að Moreno komi inn fyrir Milner en annars sammála með liðið.
    Ætla svo að spá að við tökum þetta 2-1. Menn virðast eiga auðveldara með að gíra sig upp þessa stærri leiki en „litlu“ liðin.

  2. Liverpool betri en í fyrra?
    Á pappírunum já en vantar að sanna það inn á vellinum. Hlótum að spila að fullum krafti og sammála Moldby að þetta verður opnari leikur fyrir okkur en síðasti deildarleikur, þá er að nýta færin !!!

    Tottenham, spiluðu þeir yfir getu í fyrra?
    Já, að mínu mati en eru á svipuðu róli og LFC núna þ.e. ekki komnir alveg í gang almennilega en geta hrokkið í gang hvað úr hverju. Skora yfirleitt ekki mörg og vonandi ekkert á laugardag.

    Mín spá 0-2 fyrir LFC og Henderson og Mane með mörkin.
    Fullur bjartsýni og YNWA.

    Annars eru svo mörg lið sem eiga eftir að bæta sig að það verður aðeins helmingurinn sem nær því og þar verum við með okkar lið.

  3. Spurs hafa verið langt í frá sannfærandi í upphafi leiktíðar og algjörlega bitlausir frammi og Hugo Ll­or­is meiddur.

    Ég er virkilega bjartsýnn á þennan leik, við höfum einfaldlega betri leikhóp og tökum þetta 0-2. Nýju mennirnir Mané og Winjaldum með mörkin og við tyllum okkur (allavega tímabundið) við toppinn. Three Point Lane völlurinn heldur áfram að vera gjöfull fyrir Liverpool á morgun!

  4. Sælir félagar. Gætuð þið nokkuð upplýst mig um hvar hvar stuðningsmenn og konur okkar ástsæla liðs koma saman og horfa á leiki hér á Akureyri? Veit að þetta á ekki heima í þessum þræði, en vonandi fyrirgefið þið mér í þetta sinn. 🙂

  5. Sælir félagar

    Ég er einn af þeim sem tel T’ham liðið henta Liverpool vel. Ætla því að vera sammála Magga í podkastinu og segja 1 – 3 í hröðum og skemmtilegum leik tveggja sóknarliða.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Á morgun verður heavy metal bolti spilaður. Við munum sjá leiftrandi sóknir Liverpool á miklum hraða með marga í boxinu, þetta verður svo gaman.

    P.s. það verður svo áhugavert að sjá hvernig Klopp fittar Sofiane Boufal inn í liðið næsta season

  7. Ég ætla að skjóta á að Moreno komi inn en að öðru leiti sé þetta sama lið og er stillt upp. Við tökum þetta svo mjög sannfærandi 4-1 þar sem þrír fremstu skora allir og síðan kemur Ings inn og hleður í eitt.

  8. Sofiane Boufal er líklega að verða leikmaður Southampton. Sem sagt, okkar leikmaður innan 3 ára.

  9. Liverpool have made an £11m offer for Christian Pulisic, Borussia Dortmund’s 17-year-old winger. Segir Tony Barret á twitter

  10. #2 hvernig spilar maður yfir getu ?

    Annars ekkert kjaftæði a morgun 0-2 sigur Mignolet heldur öllum að óvörum hreinu á morgun

  11. eg þoli bara engan vegin þessi djöfuls meiðsli sí og æ. hvaða helv.rugl er þetta? eru þessir menn úr plasti ?…eða stáli!

  12. #1 Örn það má alveg hártoga “yfir getu” en ég vil meina að THFC skiluðu hámars stigum í fyrra (utan síðustu umferða) m.v. ungan mannskap. Hætt við smá bakslag hjá þeim í ár.

  13. Vitið þið hvort að einhver bar á Höfuðborgarsvæðinu opni snemma fyrir leikinn á morgun?

  14. Hvar er best a? horfa á höfu?borgarsvæ?inu? Er alveg dottin úr sambandi, enda ekki nema 15 ár sí?an ég horf?i á leik hér sí?ast

  15. Eg byst vid hørku leik. Held ad eg setji 1-X a thennan en oftast klikka eg a tvitryggdum leikjum 🙁 Margir ahugaverdir leikir i dag og vandi ad spa…

Kop.is Podcast #121

Tottenham 1 – Liverpool 1