85 mín
´
Sama og síðast, allir þræðir í okkar höndum en ekki mikið um færi. Travelling Kop farið á kostum í kvöld, sungið allan tímann!
Síðasta skiptingin komin, Ejaria inn fyrir Firmino.
70 mín
Við stjórnum leiknum alveg en aðeins minnkað sóknarákafinn hjá okkar mönnum.
Tvær skiptingar komnar. Hendo út fyrir Emre Can og Ings kominn inn fyrir Coutinho.
0-3 Origi á 54.mínútu
Erum að sulta heimamenn, flott sókn upp hægri kantinn, Clyne stingur inn á Origi sem smellir honum í nærsamskeytin. Frábært mark.
0-2 Coutinho á 50.mínútu
Coutinho klárar auðveldlega eftir að sleppa í gegn eftir að hafa reynt þríhyrning við Firmino en notað varnarmann í staðinn. Fékk tíma á vítapunktinum og klíndin hann niður í hornið.
Hálfleikur
Fínn leikur, ættum að vera minnst einu marki meira.
40 mín
Ennþá sama staða en við með öll tök á þessum leik, markvörður Derby, Mitchell nokkur, búinn að verja vel frá Origi tvisvar og Coutinho einu sinni.
0-1 Ragnar Klavan á 24.mínútu
Velkominn Ragnar. Eftir hornspyrnu Coutinho, vond vörn hjá Derby þýðir að Klavan fær boltann á markteigslínunni og skorar.
Afar sáttur kallinn!!!
15 mín
Markalaust hingað til, Firmino með gott skot í byrjun sem fór rétt yfir og við vorum mun sterkari.
Derby aðeins náð tökum á sínum leik sem fer í gegnum nafn sem við eigum að kannast við, Will nokkurn Hughes sem lengi var talið að við værum að eltast við.
Byrjunarliðið komið
Karius
Clyne – Matip – Klavan – Moreno
Grujic – Lucas – Henderson
Firmino – Origi – Coutinho
Bekkur: Mignolet, Lovren, Milner, Can, Ejaria, Mane, Ings
Hörkulið á ferðinni!
Framundan er leikur við Derby County í 3.umferð deildarbikarkeppninnar.
Við ætlum auðvitað að fylgjast með þeim leik sem og öðrum sem liðið okkar leikur, framundan hörkuviðureign örugglega.
Kristján Atli hitaði upp í gær fyrir leikinn og spjallaði þá um helstu punktana. Eins og verið hefur þá munum við uppfæra þráðinn í gegnum leikinn, setjum inn byrjunarlið og svo helstu fréttir. Nýjasta alltaf efst.
Minni á að það er auðvitað megagaman að tísta á Twitter yfir leiknum, setja merkið #kopis í færsluna og hún mun birtast hér á eltislóðinni okkar.
Var mikið að vonast eftir Ings í liðinu og hef áhyggjur að við höfum engan fyrir Clyne.
stream?
http://streamshunter.tv http://www.streamsarena.eu/football.php Veljaþ
http://www.flashscore.com/soccer/england/efl-cup/ Allir leikir kvöldsins á einum stað.
Hér eru tveir Acestream linkar…en báðir hökkta og hiksta endalaust…..
Arenavision 13
acestream://60a9a4704a53844d12663233eea250096b140c46
Arenavision 14 –
acestream://651541771fe482f16d6676e875d40007269b1fa6
Vona að þetta lagist eitthvað þegar nær dregur….
Fyrir áhugasama þá er leikurinn sýndur á Spot kópavogi á Canal 9 DK
Hér er “neyðarlinkur” http://rivosportt.info/ch21.html
hvað í fokk er Lucas að gera þarna….fer enginn að fatta að maðurinn getur ekki neitt….
Haaaltu kjaaaaaaaafti jonas
ég fæ enga af þessum linkum til þess að virka 🙁
http://psg-live.stream/3.php?ch=3&live=Derby
Ragnar að skora flottur.
Klavan ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !
Raggi er að meika það. 🙂
Leikurinn er sýndur á Ný Sjálensku sky sport 3 stöðinni ef að menn ná þeirri stöð þar að segja en þar er enskur lýsandi.
Rangi Ragnar!!!!!
Frábær spilamennska hjá okkar mönnum fyrstu 30 min. Algjör einstefna og menn virka einbeittir og ferskir.
Hver meig á hausinn á Moreno ?
Það getur komið liðinu um koll að hafa ekki nýtt færin sín í fyrihálfleik.
Origi mjög klaufalegur þegar hann og Firminho voru 2 á 1 en ákvað að reyna sjálfur að leika á varnamanninn í staðinn fyrir að senda Firminho auðveldlega einn í gegn.
Karius virkar mjög öruggur með boltan en kannski er það vegna þess að maður er svo vanur að sjá Mignolet vera í vandræðum. Verð samt að segja að mér finnst Mignolet hafa verið flottur í byrjun á þessari leiktíð en ég reikna samt með að Klopp var að kaupa Karius til að vera númer 1 og að hann verður fljótlega kominn í þá stöðu.
Annars hefur þetta verið mjög vel leikinn hálfleikur hjá Liverpool en ég vona að við skorum fljótlega mark númer 2 því að þá tel ég að fleiri fylgji í kjölfarið en í þessari stöðu er þetta enþá galopið.
Vona bara að coutiniho meiðist ekki, derby menn að tækla hann illa í fyrri hálfleik. Ég vill endilega sjá Ings í seinni hálfleik.
http://www.fïrstrow.eu/us/soccer
Ekki besti linkur í heimi en linkur nr.3 á þessari síðu er að virka fínt fyrir mig eins og er
skoh.
Derby menn af útdeila kjaftshöggi af örlæti.
held að klopp ætti að svinga coutinho útaf og skella ejaria (rétt nafn?) inná…
hahahaha
ekki síst núna þegar hann er búinn að skora 😀 gríðarlega velgert kúturinn!!!
0-3 ORIGI
Flott markið hjá Origi
Can kominn inná fyrir Henderson.
Langar að fara að sjá Ings koma inná 🙂
Á soccernet segir að Hendo hafi meiðst. Èg er ekki að horfa. Leit þetta eitthvað alvarlega út?
já væri til í að sjá Ings fá sénsinn.
Hendo fékk smá högg á hnéð en hélt áfram Klopp tók hann örugglega bara útaf til að taka engan séns með hann.
Ef að Clyne verður ekki tekin útaf í þessum leik til að fá smá breik að þá erum við í vondum málum ef hann meiðist því það er greinilega engin til að leysa hann af!
En flott að Ings er komin inn!
takk nr. 29
Hann Mignolet gæti leyst Clyne af.
Derby er rusl
Get nú ekki séð að Karius sé mikið öruggari em SM í teignum. Erfitt að dæma af einum leik en samt.
Það er yfir nákvæmlega engu að kvarta eftir þennan leik algjörlega solid og dominating bolti sem maður bjóst við meðað við formið sem okkar menn eru í þessa dagana gott stuff.
Plús Everton tapa í kvöld.
Gott kvöld.
Frábært kvöld hja okkur! 🙂
Bæði James Milner og Emre Can geta spilað stöðu Clyne.
Ég fékk ofbirtu í augun þegar Firminho fór út af og brosti, sjaldan séð jafn hvítar tennur. En frábær sigur og gaman að sjá Liverpool vinna örugga sigra á móti liðum sem þeir eiga að vinna örugglega.
Frábær sigur. Það er aldrei sjálfgefið að vinna neðri deildarklúbbana í bikarkeppnum og því er þessi sigur kærkominn. Sérstaklega þegar horft er til þess hvað yfirburðinir voru miklir.
Flott að ná þessum sigri nokkuð þægilega og án meiðsla, vona allavega að Hendo sé í lagi.
Ings og Can fengu mínutur sem koma þeim á rétta leið.
Rosalega er ég ánægður með Matip, þetta er einfaldlega frábær leikmaður sem gerir hlutina með lítilli fyrirhöfn og spilar vel úr vörninni. Gott að halda hreinu loksins og vonandi verður Karius í markinu í næsta leik.
Klopp að pirrast á því að hver sjónvarpsstöð vill sérstakt viðtal við hann, sagði bara” fucking nobody saw the game or what ” 🙂 þvílíkir miðlar þarna úti:-) Klopp sagði bara að Liverpool gæti spilað miklu betur. FLOTTUR !
Sà ekki leikinn. Hvernig kom Grujic út?
Er einhver búin að gleyma því hvað við höfum verið í miklum vandræðum á móti þessum neðrideildarliðum undanfarin ár … nú er þetta eins og að drekka vatn … þvílík breyting… hrikalega góðir … Grujic og Can samt ryðgaðir eftir að þeir komu inná…