90 mín (LEIK LOKIÐ) – 2-1 sigur, Liverpool komnir upp að hlið Arsenal á topp deildarinnar.
82 mín – 2-1, eftir hornspyrnu auðvitað. Þetta verða langar 8 mínútur. Ekki gefa horn- eða aukaspyrnu, plís.
34 mín – 2-0, Coutinho. Eftir slaka spyrnu frá Foster og slaka móttöku Flecther fékk Mane boltann, lagði hann á Coutinho sem fíflaði báða miðverði WBA áður en hann lagði hann örugglega í nær hornið, frábært mark!
20 min – 1-0, Mane. Eftir erfiða byrjun kom frábær sókn. Coutinho lét sendingu Milner fara á milli fóta sér, Can tók við honum og hljóp á vörnina, lagði hann til vinstri á Firmino sem sendi frábæra sendingu á Mane sem kláraði vel!
Þá er það næsta verkefni, WBA lið Tony Pulis kemur í heimsókn.
Sturridge fær sér sæti á bekknum og Lallana kemur inn, það verður því Firmino sem leiðir línuna í dag. Klopp stillir þessu annars svona upp í dag:
Karius
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Lallana – Henderson – Can
Mané – Firmino – Coutinho
Bekkur: Mignolet, Moreno, Klavan, Lucas, Wijnaldum, Sturridge, Origi
Ég fæ altaf aðeins úr honum þegar ég sé þessa liðsuppstillingu. Klára svo þegar ég skoða bekkinn. Djöfull hlakka ég til! YNWA!
Ég átti yndislega stund með dóttur Tony Pulis í London um síðustu helgi. Hún skrifar punkta fyrir hann um það hvað hann segir í Post Match Press Conference, eftir Liverpool leikinn. Þessir punktar snerust nánast allir um að ef lið hans mun tapa. Spái 3 – 0. En aftur að henni, ég tók af henni kápuna. Hún tók af mér frakkann………….
Ótrúlegur viðsnúningur að maður sé bara ekkert pirraður að sja Sturridge á bekknum 🙂
En auglysi samt eftir honum.. hann þarf að komast í gang. Hann er ekkert oðruvisi en aðrir senterar sem lenda i markaþurð, hann þarf eitt mark 🙂
En annard verður erfiður leikur en eg er jakvæður þegar eg hugsa um leikina i haust gegn Hull, Leicester og a koflum Man Utd þar sem við naðum að komast i gegnum 11 manna varnarmura..
Liðið bara eins og maður spáði.
Það er ekkert gefið í þessu eins og Tottenham og Arsenal fengu að kynnast í dag þar sem þau gerðu jafntefli við Bourmouth og Boro.
3 stig myndi gera mikið fyrir okkur í dag. Koma okkur í 1.sæti(allavega þangað til á morgun) og vera búnir með erfiðasta prógramið.
Koma svo Liverpoll!!!!! – sagt með öskrandi Carragher rödd(já Carra kann íslensku)
Umferðin hefur spilast frábærlega so far. Tveggja marka sigur okkar manna í dag og við förum á toppinn!
Er samt skíthræddur við þennan leik og verð því miður að spá 0 – 0 eða 1 – 1 í gersamlega óþolandi leik. Ef við skorum hins vegar snemma í leiknum (þá á undan þeim) þá vinnum við 4 – 0 .
3 – 0
Hann Tony Pulis hefur haft mjög gott tak á Liverpool og ef Klopp nær að breyta því í dag þá verð ég mjög sáttur. Mín spá er 3-0.
Stressið að gera vart við sig koma svo liverpool
Stream fyrir ipad ? Blabseal virkar ekki 🙂
MÁNÉEEEEEEE
Mane snilld
what a Mané!!!!
COUTINHO !!!!
2-0
Rétt þetta, sökkva þessu drasli fyrir leikhlé.
Æfingin gegn scum síðasta mánudag að skila árangri…
Slátra þeim!!
TOP of the LEAGE!!!
Jæja sýndist þetta drasl hann Olsson slátra Mané ætli hann sé meiddur?
Verðskuldað. Okkar menn eiga þennan leik 🙂
ÞETTA ER SNILLDAR LIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sæl öll.
Vá hvað það er fullnægjandi að sjá leikstíl Mourinh…. ég meina Tony Pulis sökkt og ráðaleysið í andlitinu á honum. Ég elska að horfa á Liverpool hjá Herr Klopp.
Án þess að vera gráðugur, að þá hefði þessi skalli frá Lovren alveg mátt fara í netið 🙂
Sæl öll.
Vaaaaá!!?! Hvað Clyne er góður og með þvílíkan skrokk til að þola mikið álag. Rela Madrid eða Barca bjóða í hann næsta sumar ef ekki í janúar.
Það þarf einhver að kenna Can að skjóta
Asssgoti flott frú Henry!
djöfullinn sjálfur
Glötuðu færin og getuleysið að halda hreinu að kosta okkur mikið núna
Athyglisverður stíll hjá Karius að reyna að verja!!!
karíus ??????
Nýta helvítis færin…
Nú var Forster að verja færi frá Firmino.
Hvenær varði síðast markmaður Liverpool skot á mark?
Reynið að kenna Karius um þetta mark
Þvílík drulla að vera ekki búnir að skora fleiri mörk og vera búnir að sleppa inn einu. Náum vonandi að vinna leikinn.
Þessi götuð færi eiga eftir að koma okkur í koll…
Karius er veiki hlekkurinn í liðinu. Hann átti aldrei að gefa þetta horn og þar fyrir utan þá er hann bara ekki sannfærandi. En ég treysti Klopp, hann veit örugglega meira um þessi mál en ég. Klárum bara þennan blessaða leik.
YNWA
glötuð þeas
Hvaða stress taktík er þetta
Sigur er frábært en að fá þetta mark glatað en 3 stig fínt
Ekkert við karíus að sakast og þetta var aldrei horn
held að WBA hafi átt fleiri snertingar en ManUtd inní vítateig Liverpool
Svekkjandi að fá þetta mark á okkur, en þessi þrjú stig eru aðal málið.
Til lukku öll.
Fáránlegt að kenna Karíus um markið.
3 stig er bara snilld
Fáránlegt að kenna Karíus um markið.
Nr. 40 o.fl. Ég gat ekki betur séð en að Karíus hafi gefið hornið með klaufaskap, en kannski verður maður að skoða það aftur. bbc.com sagði amk í live commentary um hornið sem markið kom úr: “Conceded by Loris Karius”. Eru menn að verja Karíus vegna haturs síns á Mignolet?
Það reyndi nákvæmlega ekkert á Karíus í leiknum, en honum tókst samt einhvern veginn að fipast þarna.
Sæl öll.
Mér finnst Lovren, Lallana, Can, Firmino og Milner allir spila betur undir stjórn Klopp en þeir gerðu undir Brendan Rodgers. Getur verið að leikmannanefndin hjá FenwayS. virki, með alla sína tölfræði en þá vantaði bara virkari þjálfara?
Áhugavert um kaupverð nokkurra leikmanna:
8.5 (Coutinho) +25 (Lallana) + 29 (Firmino) + 30 (Mane) = £92.5m
Pogba = £93.2m
Getur einhver bent mér á hver bætingin er á Karius vs Mignolet? Karius er ekki betri spyrnumaður, hann fær á sig eitt skot í leik og það lekur alltaf inn og hann er ekki betri í að eigna sér teiginn.
Er eina bætingin að hann er ekki Mignolet?
Ef svo er að þá þurfum við að finna nýjan markmann í janúar því þessi er ekki að heilla mig fram yfir Mignolet.
#49,
Karius varð 23 ára í sumar svo væntanlega er verið að horfa til framtíðar. Eitthvað sér Klopp í honum. Hann er ungur í nýju landi og nýrri deild o.s.frv. Er samt btw alveg sammála því að hann hefur virkað shaky.
Karius er það shaky að ég er hissa á því að Toni Pulis sjálfur hafi ekki ákveðið að leika skínandi sóknarknattspyrnu bara til að láta reyna á kappann, jafnvel þó það myndi galopna WBA. Karius væri vís til að gefa nógu mörg mörk á móti. Ég er reyndar viss um að hann á mikið inni og verði sennilega fínn einn daginn – og hann var örugglega mjög góður í Þýskaland. En hann búinn að vera vandræðalega shaky og væntanlega slakasti markmaðurinn í EPL núna.
De Gea var shaky fyrstu tvö tímabilin sín með Man U. Gefið Karius tíma. Ég amk tek shaky ungan þýskan markvörð fram yfir shaky 28 ára markvörð (einnig, hafið þið séð Karius? Myndarlegasti fótboltamaður deildarinnar, ef ekki í heimi)
https://gyazo.com/3e7b5ab669d56695f6bfb3e5d3e3e693 hér sést að markið hjá wba var rangstæða.