Liverpool – Tottenham (dagbók)

LEIK LOKIÐ! 2-1 sigur staðreynd. Liverpool er komið í næstu umferð.

89. mín. – Lokaskipting Klopp í kvöld er Can kemur inn fyrir Grujic.

75. mín. – Spurs fá víti, brotið á Lamela á leið út úr teignum. Lucas dæmdur brotlegur en ég gat ekki séð mikið brot. Ódýrt. Janssen skorar og minnkar muninn í 2-1. Enn heldur Liverpool ekki hreinu.

67. mín. – Danny Ings og Nathaniel Clyne koma inn fyrir Divock Origi og Trent Alexander-Arnold. DANNY INGS! Loksins aftur mættur í vinnuna með aðalliðinu. Ég vona að hann skori í kvöld.

64. mín. – MARK! – 2-0 fyrir Liverpool! Origi og Wijnaldum léku upp völlinn og sá hollenski sá hlaup Sturridge, tímasetti stunguna á hann fullkomlega og þá var DS15 sloppinn aleinn í gegn. Það þarf ekkert að spyrja að leikslokum þar. Okkar menn með fulla stjórn á leiknum núna.

46. mín. – Leikurinn hafinn að nýju, engar breytingar í hléi.

45. mín. – HÁLFLEIKUR – Fátt um fína drætti eftir mark Sturridge sem skilur að í hléi. Ég myndi vilja sjá betri frammistöðu frá liðinu en mótherjarnir eru ekkert að gera heldur þannig að þetta er svo sem verðskuldað.

30. mín. – Lítið að gerast eftir markið. Merkið hjá Stöð 2 Sport datt út og því missti ég af 10 mínútum en fann streymi til að hlýja mér á meðan S2S koma sínu í gang aftur. Sturridge fékk dauðafæri stuttu eftir markið og Spurs áttu aukaspyrnu, annars hefur þetta verið stöðubarátta á miðjunni og fátt um fína drætti.

9. mín. – MARK! – Bakvörður Spurs, N’Kodou rennur og missir boltann í skelfilegri vallarstöðu, Grujic fer með hann inná teiginn og skýtur en það er blokkað og Sturridge potar rúllunni inn áður en markvörðurinn nær til hans. 1-0 fyrir Liverpool!

18:45: Leikurinn er hafinn!


Uppfært: Byrjunarliðið er komið:

Mignolet

Alexander-Arnold – Lucas – Klavan – Moreno

Wijnaldum – Stewart – Grujic

Ejaria – Origi – Sturridge

Bekkur: Karius, Clyne, Lovren, Can, Lallana, Mané, Ings.

Sem sagt, 11 breytingar frá síðustu helgi, nýtt lið inná. Danny Ings er á bekknum í kvöld og kemur eflaust við sögu.

Hér er lið Spurs, þeir gera 10 breytingar frá helginni.

Þetta verður áhugaverður leikur. Koma svo!


Það eru 90 mínútur í leik Liverpool og Tottenham í enska Deildarbikarnum. Allt slúðrið fyrir leik snýst um að bæði lið muni stilla upp algjörum varaliðum í kvöld:

Sagan segir að leikmenn eins og Trent Alexander-Arnold, Ovie Ejaria og Marko Grujic verði í liðinu í kvöld. Við fáum staðfestingu á því eftir hálftíma.

Hér getið þið lesið skilaboð Jürgen Klopp í leikskránni fyrir kvöldið. Hvort sem hann notar varalið eða ekki ætlar hann að taka þennan leik alvarlega og krefst frammistöðu frá sínu liði í kvöld.

Við uppfærum með byrjunarliðum um leið og þau berast.

44 Comments

  1. Er þetta öruggur Twitter slúður aðili?

    Segir þetta vera liðið.

    Liverpool FC ? @LFC
    #LFC team v @SpursOfficial: Mignolet, Alexander-Arnold, Lucas, Klavan, Moreno, Stewart, Wijnaldum, Grujic, Ejaria, Origi, Sturridge #LIVTOT

    Og þetta varamenn.

    #LFC subs v @SpursOfficial: Karius, Clyne, Lovren, Can, Lallana, Mane, Ings #LIVTOT

  2. Ég átti ekki von á svona miklum breyttingum hjá Liverpool. Sökum þess að við erum ekki í evrópukeppni þá hélt ég að við myndum keyra meira á þessa keppni. Gera kannski 5-7 breyttingar en ekki 11.
    t.d Lucas í miðverðinum lýst mér ekkert á.
    Ég hefði viljað sjá Ings byrja á undan Ejaria.

    En þetta verður fróðlegur leikur og þar sem Tottenham gerir 10 breyttingar á sínu liði. Er samt spenntur að sjá hvort að Alexander getur leyst af Clyne ef hann meiðist í vetur og hvort að Sturridge nenni þessu í kvöld.

  3. Viðurkenni undrun að sjá ekki Ings þarna inni…og hélt að Can yrði spilað meira í form.

    Það að Ejaria sé látinn byrja á undan Danny er nú ekki að gefa stráknum góða von.

    Hlakka mest til að sjá Trent-Arnold í alvöru bolta. Finnst hann mega efnilegur!

    (0)

  4. Ef þetta gengur upp….þá er þetta bara frábært. Ef ekki…..ja þá er þetta meira svona ekki frábært. Átti satt að segja von á sterkara liði en auðvitað er gott fyrir menn að fá smá leikreynslu og þetta eru akkúrat mennirnir sem nota þarf ef leikbönn og meiðsli færu að herja á hópinn. Tottenham er líka að stilla upp liði nr.2 og vonandi erum við bara sterkari.
    YNWA

  5. Hressandi.
    Í raun bráðskemmtilegt.
    Gaman að fá test á þessa gaura. Eru þeir að læra líka á Melwood.
    Ég er viss um það og þeir eiga eftir að standa sig frábærlega.
    YNWA

  6. Má vera að það verði notast við öðruvísi leikkerfi í þessum leik ? Einhvers konar 4-4-2 með sturridge og Origi frammi og eina tíu fyrir aftan þá. Mér finnst Ejaria drullugóður en hef alltaf fundist hann vera meira miðjumaður en ekki vængmaður eða framherji.

  7. Comon afhveru er Ings ekki leyft að byrja þetta á að rústa sjálfstraustinu hjá drengum alveg semsagt að hann geti ekki einu sinni komist að í varaliðinu ?

  8. Ég fer nú bara að finna til með Ings. Vona að hann fái allavega 45 mínútur. Nú hefur Sturridge tækifæri til þess að sýna Klopp hvað í honum býr.

  9. Sturridge þurfti á þessu að halda og gaman fyrir hann að ná þessu marki.

  10. Sturridge greinilega reiður og ætlar ser aftur i byrjunarliðið

  11. Fyrir þá sem vantar link á leikinn þá er hægt að finna urmul af þeim í gegnum Facebook…. þegar útsendingin datt út þá gerði ég það og fann rosa fínan link í gegnum Brasilíu í HD gæðum…

  12. Hef á tilfinningunni að Grujic sé allt of góður strákur 🙂 Hvernig datt honum eiginlega að fara að teygja á Origi á sama tíma og boltinn er í gangi. Það þýðir að við erum tveimur færri. En svona er þessi blessaða góðmennska 🙂

  13. Ekki ónýtt að hafa Sturidge í b-liðinu 🙂 og til hamingju þið sem vilduð svo gjarna sjá Ings fá mínútur með þessa skiptingu sem var að eiga sér stað.

  14. Hvað er þessi Lucas Leva búinn að kosta okkur mörg mörk í gegnum tíðina.

  15. Það er barnalegt að ásaka Lucas um eitthvað hérna, allann daginn skita hjá dómaranum. Ef þetta er víti þá væru 20 vítaspyrnur í hverjum leik.

  16. Það var alveg eins og að Lucas væri að reyna að gefa Spurs víti þarna hann sparkaði nokkrum sinnum í Jansen þangað til að hann féll. Ég skil ekki alveg svona varnarleik og núna er búið að hleypa þeim inn í leik sem að Liverpool var með undir total control og engin hætta í rauninni.

  17. Soft og líklegast ekki víti en Lucas býður bara uppá þetta. Til hvers að vera sparka eitthvað frá sér með manninn snúandi baki í markið á vítateigslínunni.

  18. Klop í guðanabænum taktu Lucas útaf áður en hann kostar okkur annan mark.

  19. Skil ekki í þessum neikvæðu Lucas nöldrurum. Getur fólk ekki notið þess að flest gangi okkur í haginn og verið svolítið jákvætt. Mér finnst Lucas hafa átt góðan leik. Það eru samt alltaf vafaatriði og mistök í hverjum leik hjá öllum liðum.

  20. Verðskuldað. Við vorum miklu betri í síðari hálfleik. Reyndar fékk Tottenham nokkur dauðafæri og mér finnst Mignolet oft vera vanmetinn, en hann var svo sannarlega betri en enginn í markinu og átti oft mjög góðar markvörslur.

    Hann er ekki góður að senda boltann frá sér en á öðrum sviðum er hann mjög góður í eins og t.d að fara út í aukaspyrnum og hornspyrnum. Þetta er hausverkur fyri Klopp því þetta eru báðir góðir markmenn og með gjörólíka eiginleika.

    Hitt er að Sturridge er maður leiksins. Og mér finnst óþolandi að heyra aðhangendur míns liðs drulla þennan sómadreng út þó hann eigi slæma leiki endrum og eins. Hann er þrátt fyrir allt topp framherji en byrjunarliðið okkar er orðið svo rosalega sterkt að jafnvel Sturridge kemst ekki í það sem stendur. Held samt að þetta sé holt fyrir hann og hann verði drjúgur fyrir okkur í vetur.

  21. Frábær sigur a moti mjög svo sterku liði sem var nb að tapa sinum fyrsta leik. Spurs áttu aldrei að fa þetta viti en við héldum ut og vonandi er það heimaleikur i 8-liða.

  22. Liðið heilt yfir mjög gott. Lucas var stòrgòður ì þessum leik. Ok gaf vìti sem var mjög soft. En hann vann flöldan allan af boltum og dreifði boltanum sìðan mjög vel. Galoppnaði vörn tottenham einu sinni snildarlega með fràbæri sendingu ùt à kannt sem við fengum dauðafæri ùr. Skil ekki þà sem eru alltaf að gagngrìna hann. Moreno var nokkuð gòður, en allveg bùinn ì endann og skilaði sér illa til baka ì dauðafærinu sem þeir fengu næstum þegar ungi guttin mistòkst að taka boltann à bringunna og þà hefðan verið einn ì gegn, sluppum vel þar. Verð að mynnast à geggjaða sendingu hjà Grujic sem sendi Ings ì gegn, hùn var augna konfekt. Sturrige bestur heilt yfir en origi var fràbær ì seinni hàlfleik. You never walk alone

Bikarbrölt á Anfield

Liverpool 2 Tottenham 1