Kop.is Podcast #126

Hér er þáttur númer 126 af Podcasti Kop.is!

Stjórnandi:. Einar Matthías
Gestir: Kristján Atli, Maggi og SSteinn.

Farið var yfir leikina gegn Man Utd. W.B.A og Tottenham. Leikur liðsins í heild var tekin fyrir sem og undir lokin var leikurinn gegn Palace ræddur.

MP3: Þáttur 126

14 Comments

  1. Sælir drengir og takk fyrir þáttinn. Kærkomið að inntaka klukutíma af spekúleringum um ollar ástkæra lið.

    Aðeins eitt sem skyggir á og ég vona að þið takið því ekki ílla. Það er hljóðupptakan, það heyrist allt allt of lágt í Magga í samanburði við aðra mælendur. Fyrir mig sem sit á kontor með 3 öðrum og þarf að notast við heyrnartól, þá er það bagalegt að þurfa að skrúfa allt í botn til að geta heyrt Magga hella úr viskubrunni sínum og svo þegar aðrir mælendur taka svo til máls þá springur allt í loft upp, þeas. heyrnartólin og hljóðhimnur.

    Trúlega hefur verið bent á þetta fyrr og kanski ekki hægt að betrumbæta þetta en vildi bara benda á þetta, ef möguleiki væri á að taka þetta innslag til athugunar.

    Annars góður bara 🙂

    Góðar stundir félagar YNWA

  2. Þetta hef ég bara aldrei heyrt áður, þ.e. að það heyrist ekki í Magga! 🙂
    En svona án gríns þá kemur þetta ekki svona út hjá mér a.m.k. Eru fleiri að lenda í því sama?
    Prufum þá næst að hækka aðeins í hans rás.

  3. Það er ekki málið með græjurnar.

    Ég er lágvær og hógvær…þeir hinir ekki!!!

  4. Við skulum samt ekkert vera að stríða Magga neitt þótt hann sé ekki alveg fullvaxinn.

  5. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og það er allt bara skemmtilegt við liðið okkar í dag og á komandi dögum. Í upphafi leiktíðar spáðiég liðinu okkar í þriðja sæti og MU í fimmta. Ég þarf að fara að uppfæra þessa spá hvað varðar bæði lið. Það fyrra upp og það seinna niður. Það er líka ofboðslega skemmtilegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Takk fyrir þennan þátt strákar. Nauðsynlegt að fara yfir stöðuna hjá liðinu og fleiri málefni svona þegar ca 25 prósent er búið. Maggi er ansi neðarlega með róminn í mínum ógnargræjum.

  7. Hljóðið er oft slæmt hjá Magga finnst mér. Truflaði mig samt ekki núna.

    En það eru góðir tímar hjá Liverpool fc, það má vel heyra á podcastinu. Einmitt sammála Magga með þetta þegar lið eru að minka muninn, maður heldur ró sinni og trúir þvi liðið haldi út. Eitthvað sem hefur einkennt lið eins og ManU undir Ferguson og Chelsea undir Móra þegar þau unnu deildina.

    Var að spá með kop ferðirnar? Varðandi spurningar, get ég sent mail á einhvern?

  8. Sammàla að Maggi hefur verið “lágróma” undanfarið, en mér hefur oft í gegnum tíðina fundist einn verið daufari en hinir. En nú undanfarið hefur Maggi verið sérlega lágvær

  9. Já, hef líka oft pælt í þessu með hljómgæðin. Ég notast við app sem heitir Overcast sem jafnar þetta aðeins út, en annars á ég nokkuð bágt með að hlusta, líklega sökum elli. Myndi sætta mig við að hlusta á auglýsingar annað veifið ef það þýddi að þið gætuð orðið ykkur úti um góða podcast-míkrófóna 🙂 Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur, en svo eru til alls kyns aðferðir við að taka upp podcöst, ss. að hver tekur upp sína rás og þeim síðan skeytt saman eftir á. Það er auðvitað aðeins meira vesen en skilar sér ótvírætt í hljómgæðum. Annars góður! 🙂

Liverpool 2 Tottenham 1

Crystal Palace á morgun (laugardag)