Á morgun munu þeir Einar Matthías, Sigursteinn og góður hópur Kop-ara taka á móti David Moyes og liðsmönnum hans í Sunderland. Eins og vel þekkt er þá er einhver smá rígur á milli þeirra Sigursteins og Moyes og fróðlegt að sjá hvort þeir muni takast í hendur fyrir leik eða ekki.
Strákarnir fóru ágætlega yfir lið Sunderland í podcasti um daginn og hafa þeir síðan unnið tvo deildarleiki í röð – þeir eru náttúrulega að sjálfsögðu komnir á skrið þegar þeir mæta á Anfield, var við öðru að búast?
Þessir tveir sigurleikir gegn Hull og Bournemouth ættu nú ekki að blekkja mann eitthvað mikið. Bournemouth, allt í lagi ég skal gefa þeim ágætt credit fyrir það þeir eru fínir en Hull eru arfaslakir svo það eru engin risa stór skilaboð sem þetta Sunderland lið ætti að vera að senda Liverpool fyrir þennan leik.
Sunderland hafa verið afleitir það sem af er leiktíð að þessum tveimur leikjum undanskildum. Þeir hafa aðeins skorað tólf mörk í tólf leikjum – þar af hafa fimm komið úr síðustu tveimur. Þeir hafa einu sinni haldið hreinu og í hinum ellefu leikjunum hafa þeir fengið á sig 21 mark.
Anfield, stigi frá toppsæti, ‘misstigið’ í síðasta leik, fín vika í undirbúning og hópurinn að mestu leiti heill fyrir utan Lallana sem er enn meiddur eftir landsleik Englendinga um daginn – það er ekkert sem réttlætir það að Liverpool eigi ekki að vinna þennan leik mjög örugglega. Við sjáum hvernig hefur farið fyrir liðum eins og Watford, Hull, Leicester á Anfield (6-1, 5-1, 4-1), þetta er það sem ætti með réttu að sjást á morgun. Stórsigur þar sem Liverpool gjörsamlega kaffærir slöku liði Sunderland. Held það sé ekki einhver súper bjartsýni heldur hreinlega bara raunsæi.
Enska Úrvalsdeildin er þó skemmtileg fyrir þær sakir að það er ekkert bókað í þessari deild. Allir eiga hættu á að tapa fyrir öllum. Stóri fiskurinn ætlar að borða litla fiskinn sem allt í einu reynist vera Pírana og hakkar þann stóra í sig og stóri fiskurinn getur verið hvalur sem gleypir allt í sig. Það er ekkert öruggt og Sunderland gæti nú alveg tekið upp á því að eiga sinn besta leik síðustu tvö tímabil, unnið Liverpool og drullu tapað svo næstu tíu.
Þeirra helsta ógn er auðvitað Jermaine Defoe sem skoraði um síðustu helgi sitt 150.mark í Úrvalsdeildinni. Frábær og mjög reyndur framherji sem hefur reynst þeim mjög drjúgur, ef ekki væri fyrir hann þá væri Liverpool ekki að mæta Sunderland á morgun í Úrvalsdeildinni. Fóstursonur David Moyes, Victor Anichebe, hefur verið á fínu róli undanfarna leiki og á sínum degi getur hann nú alveg tekið til sín.
Paddy McNair, Lee Cattermole, Fabio Borini og Jack Rodwell eru allir meiddir hjá þeim og Denayer er tæpur ásamt því að varnarmaðurinn Papy Djilobodji verður í banni. Þeir eru á fínu skriði en hafa líka orðið fyrir smá blóðtöku svo það kemur enn meiri skylda í skyldusigurinn.
Ég veit nú ekki alveg hvað maður á að segja með Liverpool liðið sem hefur ekki verið sagt undanfarið. Liðið búið að vera frábært og til alls líklegt. Það virðist hafa komið smá óróleiki í menn eftir markalausa jafnteflið gegn Southampton í síðustu umferð sem voru klárlega tvö töpuð stig en frammistaðan var mjög góð og lofar góðu.
Liðið hefur í raun aðeins “misstigið” sig þrisvar á leiktíðinni til þessa. Augljóslega er það tapið gegn Burnley en tvö jafntefli gegn Southampton og Man Utd kannski skera sig úr enda tókst liðinu ekki að klára þá leiki þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til. Mér finnst viðbrögðin hjá liðinu og leikmönnum eftir þessa leiki hafa verið frábær og finnst mér ekkert ólíklegt að menn séu vel einbeittir og fókuseraðir í að bæta upp fyrir töpuðu stigin gegn Southampton og láta það bitna á Sunderland.
Lallana, eins og áður segir er enn meiddur og verður ekki með á morgun og því spurning hvað Klopp hyggst gera. Hann hefur breytt liðinu í síðustu 40 leikjum í röð svo eitthvað hlýtur að breytast fyrir þennan leik ekki satt?
Nei, það held ég ekki.
Karius
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Wijnaldum – Henderson – Can
Mané – Firmino – Coutinho
Þetta verður liðið enda kannski engin ástæða til að breyta frá síðasta leik enda stóð enginn sig illa í honum og liðið hefði með öllu átt að vinna þann leik með 2-3 mörkum. Væri nú alveg til í að sjá Sturridge byrja leikinn og kannski draga Coutinho aðeins neðar á miðjunni í stað Can eða Wijnaldum líkt og undir lok síðasta leiks en ég efa að það gerist.
Ég hef töluvert meiri áhyggjur af Liverpool en Sunderland í þessum leik. Vanmeti Liverpool þá fyrir leikinn – kannski líkt og ég hef mögulega gert hérna í þessari upphitun – þá gæti alveg komið óvæntur og óþarfa skellur. Sýni liðið hins vegar þolinmæðina, faglegheitin og virðinguna sem þeir hafa sýnt mótherjum sínum í síðustu leikjum þá hef ég gjörsamlega engar áhyggjur og við munum vinna þetta.
Í næstu tveimur leikjum á Liverpool eftir að mæta Sunderland og Bournemouth. Eftir þær tvær viðureignir ætla ég að fara fram á það að Liverpool verði sex stigum ríkari og í toppsætinu ef Chelsea skildi tapa stigum gegn Tottenham og City á sama tíma. Nú fer maður að verða svona fjandi kröfuharður á okkar menn. Skyldusigrar eiga að vinnast, tæpir leikir eiga að vinnast og við eigum að takast að klára “óvæntari” sigra líka, þetta lið hefur alla burði til þess. Svo einfalt er það nú bara.
Verðum við ekki bara að spá og vona að þeir í Kop.is ferðinni fá nú helling fyrir sinn snúð og Liverpool vinni stórsigur með mikið af mörkum? Það væri nú alveg frábær auglýsing fyrir næstu ferð sem er að fara í sölu og ef allt gengur upp þá ætti að seljast upp í þá ferð áður en leikurinn verður flautaður af!
Menn ættu að vera búnir að læra af þessum þrem leikjum sem ekki hafa unnist að það er ekki til neitt sem heitir „Skyldusigur“ þannig að ég á ekki von á neinu öðru en að menn fari í þennan leik með það markmið að halda áfram að pressa og sækja linnulaust.
Spái 5-0 Loksins hreint lak í stórsigri.
Trúi því varla að Klopp ætli að tefla fram þessari miðju á móti einu slakasta liði deildarinnar, og það á Anfield.
Það reyndi mjög á þolinmæðina í síðasta leik að horfa upp á Emre Can hlaupa trekk í trekk upp á topp og Coutinho detta langt niður á miðju.
Tel það ansi súrt fyrir Origi og Sturridge ef Can á veljast fram yfir þá í sóknarlínuna.
Sælir félagar
Ég er sammála Ólafi Hauki um niðurstöðu leiksins sem á að vera skyldusigur ef hægt er að nota það hugtak í fótbolta. Það þarf svo sem ekkert að ræða það meira og byrjunarliðið sem hann stillir upp það líklegasta. Spái 4 – 1.
Það er nú þannig
YNWA
Held að við höldum hreinu og að liðið vinni 4-0. Sturridge byrjar og setur 2 mörk
Höldum okkur á jörðinni strákar. Ekki hefur alltaf gengið vel að sigra botnliðin og eins og Klopp bendir á þá er Sunderland með fleiri stig úr síðustu tveimur leikjum heldur en okkar menn. Held að núna sé komið að Sturridge og það með fleiri en eitt. Hann þarf svo virkilega á því að halda karlinn, hvort sem er til að komast í liðið eða halda verðgildi sínu ef önnur lið vilja krækja í hann. Í einhverjum leikjum vetrarins opnast líka fyrir allar flóðgáttir og menn nýta betur allan þann aragrúa af færum sem koma nánast í hverjum leik. Ef það verður ekki núna þá bara einhverntímann seinna.
Mér leiðist orðið ,,skyldusigur” og ætti Orðbragsþátturinn að taka það og eyða úr íslensku máli.
Hlakka mikið til að mæta á völlin á morgun í fyrsta skiptið í 19 ár. Mig langaði líka að athuga hvar maður gæti séð leik Chelsea og Tottenham á morgun. Hvaða pöbb mæla menn með að maður fari á?
Ps er ekki með kop hópnum.
Mikilvægt og í raun skylda að vinna svona leik. Ef við ætlum að leiða þessa baráttu eru þetta leikir sem verða að vinnast.
Chelsea á leik gegn Tottenham og væri jafntefli ljúft þar, en ég veðja ekki gegn Chelsea sem eru að spila best að þessum tímapunkti deildarinnar (5 sigrar í röð, markatalan er 15-0 ) City og Arsenal vinna svo eflaust sína leiki svo það er mikilvægt að við gerum hið sama gegn einu slakasta liði deildarinnar.
Sæl og blessuð.
Kúturinn, Firminó og co. gátu ekki potað’onum inn gegn Soton, þrátt fyrir að vera með álíka posessíon og ríkasta prósent heimbyggðarinnar. Ef Origi og Sturridge fá ekki að byrja núna … þá er það mál starfsmannastjórans.
Segi það og skrifa.
hvað úrlistin varðar þá er ég, fyrir mína parta, kominn í bakkgírinn. Morgundagurinn kemur aldrei.
Haha formino er buinn að vera rugl goður a þessu timabili ja hendum honum ur liðinu og latu einhvern sem nennir varla að hreifa sig byrja :/
Sundbolti
Firmino skorar þori að fara í ræðukeppni við Trump upp á það.
Þori að veðja hárklippíngunni minni að Liverpool á eftir að berja sigurð í hólmi.
Rosa líka komin tími til að setja líka 6-1 stigaskrif í safnið og Firmíno ætlar að skora 3 og Càtinho kanski líka.
Ég sem mundi ekki einusinni að Sundeland var til, þeir munu pottþétt fara að gráta í hállek og Moys sem kúkaði í bleiju hjá Mancester á àbiggilega eftir þurfa skipta fullt af kúkableijum af leik lokknum.
Vona svog rosa að Cealsea muni mistíga sig og leifi liverpool aftur að vera bestir ofast á listanum
Svona er nú þannig
Áfram Liverpool!
Never walk alon
Hef svo á tilfinningunni að Burnley vinni í dag.