Í kvöld var dregið í 3.umferð FA bikarsins.
Steven Gerrard og Ian Wright stjórnuðu drættinum og við fengum heimaleik við annað tveggja D-deildarliða, Newport sem eru í neðsta sæti þeirrar deildar eða Plymouth sem eru í þriðja sætinu í League Two.
Við hljótum að ætlast til þess að komast áfram úr þeirri viðureign.
Leikurinn er leikinn á bilinu 6. – 9.janúar.
Smá Liverpool fréttir.
Leikmenn Liverpool verða í stúkuni þegar Barcelona – Bor. M’gladbach mætast á morgun í meistardeildinni.
Þeir eru að undirbúa hvernig þeir eiga að vinna þá í úrslitaleik á næsta ári.
Kæri Jóli. Ég á mér aðeins eina ósk og það er að fá Suarez tilbaka… Plííííííss!!!
afsakið þráðránið…..er enn að reyna að berja þessi vonbrigði helgarinnar úr mér. Mæli með þessari frábæru greiningu Carragher og Dyche á leiknum. Ótrúlegt hvað lykilmenn eins og Milner og Henderson gera sig seka um slæm mistök í leiknum. Athyglisvert líka að Carragher telur vörn Liverpool alls ekki vera lélega.
https://www.youtube.com/watch?v=htlbzkvId-E
Okkur vantaði Matip það er bara þannig , 11 leikir með hann innanborðs og fáum á okkur 9 mörk í heild og 3 leikir sem hann er ekki með fáum við á okkur 9 mörk þetta er morgunljóst hvar vandin lá.
þess má bæta við að þeir einu leikir sem hafa tapast eru akkurat Burnley og Bournemouth og viti menn hann var ekki með í þeim báðum.
Ég held hann sé meira en lykilmaður líklegast miklu meira en við gerum okkur grein fyrir.
Og það voru bestu fréttir að heyra að hann sé byrjaður að æfa aftur og megi hann haldast heill sem eftir er!
djöfull er ég að fíla þennan Sean Dyche. Röddin maður
fjölmargir fjölmiðlar búnir að sýna fram á mikilvægi Matip. Þeas hversu mörg mörk við fáum á okkur þegar hann er með og hversu mörg mörk þegar hann er ekki með. Finnst samt að þessi tölfræði sýni miklu betur að við eigum bara engan hafsent til að leysa hann af þegar hann er frá. Lucas er ekki hafsent, klavan er bara alls ekki nógu góður. Það er nokkuð ljóst að Sakho fari í jan þannig að það er eins gott að það verði fenginn alvöru hafsent til að berjast við Lovren og Matip.