Middlesbrough – Liverpool 0-3 (Skýrsla)

0-3 Lallana á 68.mínútu
0-2 Origi á 60.mínútu
0-1 Lallana á 28.mínútu

Bestu leikmenn Liverpool

Lallana var bestur, næst bestur og þriðji bestur í dag. Var virkilega duglegur á miðjunni, skilaði sér ávallt inn í teig og átti stóran hluta í öllum mörkum liðsins í dag.

  • Fyrsta markið hjá honum var góður skalli eftir “hlaup úr djúpinu”, Clyne átti þá góða fyrirgjöf frá hægri.
  • Hann átti algjörlega frábæra sendingu á Origi eftir virkilega góða sókn
  • Skoraði svo sitt annað mark og gulltryggði sigurinn.

Origi var fínn í dag og skilaði marki, er nú kominn með 5 mörk í síðustu 5 leikjum. Hann er samt ekkert allt of mikið inn í leikjunum, eins og í dag, en er að skila mörkunum og það skiptir öllu máli.

Mané var alltaf hættulegur og hefði vel getað skorað 1-2 mörk í dag, var óheppinn í fyrri hálfleik þegar hann skaut í stöngina. Hann gefur okkur ótrúlega mikið með hraða sínum, alltaf líklegur í skyndisóknum.

Vondur dagur

Erfitt að velja, Milner átti erfitt í fyrri hálfleik gegn Adama Traoré en fékk mikið meiri hjálp í þeim síðari. Firmino fannst mér týndur í fyrri hálfleik, fjörbreyttist í þeim síðari þegar Origi og Firmino svissuðu um stöðu.

Annars var þetta heilt yfir nokkuð öruggur sigur. Mignolet hélt öllu sem kom á markið og var öruggur í sínum aðgerðum, vörnin lenti aldrei í neinum teljandi erfiðleikum og sóknin var flott, sérstaklega þó í síðari hálfleik.

Umræðan eftir leik

Margt hægt að ræða um.

Liverpool fékk ekki á sig mark! Ég hafði heyrt um þetta, að fá ekki á sig mark, en aldrei upplifað það. Ekki nóg með það heldur var þetta fyrsti sigur liðsins í deildinni á Riverside Stadium síðan í mars 2002!

Karius umræðan heldur væntanlega eitthvað áfram. Mignolet kom inn, stóð sig vel og verður væntanlega í rammanum um næstu helgi.

Annars vil ég Firmino á toppinn. Reyndar skrítið að biðja um að framherji sem er með 5 mörk í síðustu 5 leikjum fari út á kant en…… Allar okkar bestu frammistöður, nú og á síðasta tímabili, hafa komið með hann á toppnum. Sóknarleikur liðsins í dag gjörbreyttist við þessa breytingu, vonandi sjáum við hann leiða línuna gegn Everton.

Næsta verkefni

Everton. Goodison Park. Þrjú stig þar takk!

32 Comments

  1. Síðarihálfleikurinn í kvöld var einn af bestu 45 mín hjá liverpool á tímabilinu.

    Maður átti von á baráttu og að Boro myndu koma aðeins framar og reyna að jafna en okkar menn í þeim síðari gáfu þeim ekkert tækifæri. Við héldum boltanum vel, vorum sterkir varnarlega og sköpuðum fullt af færum.

    Lallana fær sko 10 fyrir þennan leik og fannst mér líka gaman að sjá Ragga í vörnini spila svona vel. Hann var mjög klókur og spilaði boltanum mjög vel fram á við sem ég held að sé vanmetinn eiginleiki hjá miðverði. Hann var líku skynsamur í að brjóta á mönnum við miðlínu þegar við vorum búnir að færa liðið framar og hann lenti 1 á 1 og þurftu að passa stórt pláss.

    Þetta fagmanleg framistaða og næsti leikur er einn af stórleikjum deildarinar hjá okkar mönnum. Everton á útvelli þar sem staða og form fjúka oft út um gluggan og barátta og vilji kemur oft sterkara inn.

    Liverpool í 2.sæti 14.des, ég myndi taka því fyrir tímabilið eins og felstir held ég.

    YNWA

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Eyþór. Ég er henni að öllu leyti sammála og ekki síst hvað varðar Origi og Firmino. Ég tel liðið hættulegra með Firmino uppi á topp en með Origi þar. En hvað um það. Þrjú stig í húsi og haldið hreinu sem er ótrúlega sjaldgæft hjá liðinu okkar en ber að þakka þegar það gerist.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Flottur sigur mikil vinnsla frá aftasta til þess fremsta. Næst Everton það verður eitthvað. Get varla beðið eftir flottan leik beggja liða í þessari umferð.

  4. það kemur bara eitt lag upp í hugan La la la lana.
    Takk fyrir LFC halda þessu áfram sem lengst.

  5. Sæl öll.

    Hrikalega flottur leikur hjá Liverpool og mjög öruggur 3-0 sigur. Boro ógnaði aldrei marki Liverpool og maður var alveg pollrólegur yfir sóknaraðgerðum þeirra. Lallana er maður leiksins en ég vil líka beina ljósum að Klavan. Mikið rosalega er hann góður á bolta og tapar varla einvígi. Mig langar að sjá Matip og Klavan spila saman.

  6. Merkileg umferð. Nánast hver einasta lið í efri hluta deildarinnar vinnur, nema eitt. Arsenal. Sem þýðir að Liverpool hækkar um sæti og er í sæti nr. 2. Svo þrátt fyrir allt verður þetta nú að teljast jákvæð umferð. Ég hefði samt alveg þegið að Sunderland hefði náð að pota inn eins og einu þarna í lokin á móti Chelsea.

  7. Flottur sigur, vorum alls ekki að spila okkar besta bolta en unnum 0-3 er bara jákvætt. Lallana ætlar bara að halda áfram að troða sokkum uppí mig, ég venst þeim vel.

    Hvernig má það samt vera að við heyrum meira í stuðningsmönnnum Liverpool á útivelli en á heimavelli? Ég var á Anfield um síðustu helgi og sá okkar menn gera 2-2 jafntefli, heyrðist varla múkk úr Kop og okkar elskaði söngur var ekki einu sinni sunginn, en hann var sunginn á Riverside í kvöld. Ég er kannski bara “fúll” yfir þessu því að ég fékk ekki að singja YNWA á Anfield en mér finnst þetta mjög skrítið. Ætli hlutfall túrista sé orðið svona hátt á Anfield?

    Aftur að leikmönnunum. Þessi Ragnar virðist bara vera helvíti lúnkinn, ekkert stressaður að fara framhjá Negredo og öðrum sem komu að pressa og gerði það snjalt og örugglega, ásamt því að vinna varnarvinnunna mjög vel. Tek undir það með ÞHS, ég vill sjá hann spila með Matip. Svo er erfitt og ósanngjarnt að bera frammistöðu Mignolet saman við frammtistöður Karius í síðustu leikjum, ég vill samt sjá Migno starta gegn Everton og skoða hvort hann sé í alvörunni að taka þessi 2-3 skref upp á við sem við höfum verið að bíða eftir frá honum.

    Næsta leik takk, get ekki beðið.

  8. Ætla að leyfa mér að vera örlítið neikvæður eftir þennan leik.

    Það pirrar mig allt of oft alveg óstjórnlega að horfa á possession fótbolta hjá Liverpool. Mér líður eins og ég sé að horfa á unglinga með stórt egó sem halda að vegna þess að þeir séu með boltan þá séu þeir bestir.
    Það er sjaldan annað að sjá en að andstæðingurinn leyfir þetta, bakka sjálfir og stilla upp í þétta vörn á meðan leikmenn Liverpool senda boltan aftur á varnarmenn og markmann.
    Það vantar meiri áhættusækni og hraðari flutning á boltanum upp völlinn og kjark til þess að verjast stundum aftarlega sjálfir á móti. Að lágmarki vil ég sjá tempó-breytingar en ekki hálftíma af þessu lulli eins og var raunin í kvold.

    Semsagt í hálftíma áður en fyrsta markið datt inn áttum við ekkert færi á mark andstæðinganna. Markið okkar kemur síðan eftir háa fyrirgjöf inn í teiginn frá Clyne.
    Við munum ekki sjá mörg svona mörk í vetur.

    Þetta mark breytti leiknum, við fengum eitt annað færi í fyrri hálfleik þegar Mané skaut í stöng og seinni hálfleikur var framhald af því. Allt annar leikur enda höfðu Middlesbrough engu að tapa og færðu sig ofar á vellinum.

    Niðurstaða: Þetta mark sem við skorum eftir háa fyrirgjöf er varla leiðin til að brjóta niður svona varnir. Ef þetta mark hefði ekki komið gæti ég vel trúað því að þessi leikur hefði farið öðruvísi.

    Eeeeeen… Sætur sigur, þrátt fyrir röflið 🙂

  9. Sammála hverju orði í þessari skýrslu, hrikalega flottur seinni hálfleikur þar sem menn spiluðu boltanum hratt á milli sín, endalaus hlaup án bolta og fullkomin stjórn á leiknum. Lallana var algjörlega frábær og er að verða einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Líka ánægður með Klopp að skipta um markvörð, er að lesa stöðuna hárrétt en margur þjálfarinn hefði tekið þetta á þrjóskunni og látið Karius spila.

  10. Solid og flott frammistaða. Lallana laaaaangbesti leikmaður liðsins! Margt jákvætt, hreint lak og flott mörk. Gaman að vera í 2. sæti þann 14. desember! Ábyggilega ekki margir sem sáu það fyrir í byrjun tímabils í ágúst.

    Kom mér allavega rosalega á óvart að Mignolet hafi verið settur í búrið en ég var ánægður með þá ávörðun. Klopp afgreiddi líka það mál mjög smekklega á blaðamannafundi eftir leikinn. Ljóst að Mignolet verður aftur í búrinu nk. mánudagskvöld, en hann var rock solid í kvöld.

    Hlakka til Derby-leiksins nk. mánudagskvöld. Þá verðum við vonandi búnir að endurheimta nokkra úr meiðslum, allavega Can og Matip og vonandi Sturridge.

  11. Nr. 8:
    Leikurinn hefði þá fari 2-0 😉
    Að öðru leyti alveg ósammála þér…..

  12. Þessi possession bolti skilaði sigrininum. Auðvitað áttum við ekki að sækja af of miklum ákafa á þá, frekar að taka okkar tíma, koma Boro ofar á völlinn og gera þá óþolinmóða og sprengja síðan upp vörnina líkt og við gerðum í tvígang. Akkúrat það sem þurfti.

    Ég vill samt taka fram að ég kom að skjánum þegar Boro var að taka miðjuna eftir fyrsta markið og félagi minn talaði um að hann hefði næstum verið sofnaður fram að því svo þetta var kannski ekki mikið fyrir augað.

  13. Það er munstur í þessum markmannsskiptum hjá Klopp. Báðir markmennirnir hafa lent undir sívaxandi pressu vegna árangurs í vetur. Hann ver þá öllum stundum í viðtölum …. og skiptir þeim síðan út.

  14. Nú segi ég stopp. Ég vona að pistlahöfundur sé að grínast með að droppa Origi út. Fannst hann persónulega bara flottur í kvöld, Firminho mun læra á sitt nýja hlutverk og setja nokkur fyrir okkur.

  15. Þessi leikur var svo gott fyrir sálaretrið að það hálfa væri hellingur. Þolinmæðisvinna fram að fyrsta marki og svo bara valtað yfir Boro.
    Ósammála þeim sem eru að gagnrýna Origi sem mér fannst eiga fínan leik. Skoraði mark og lagði upp annað og bjó þar að auki til amk. tvö önnur færi sem hefðu átt að gefa mark.

    Ef að Karius ætlar sér að verða aðalmarkmaður okkar í framtíðinni þarf hann að gera það sem Mignolet gerði í þessum leik. Vera tilbúin þegar kallið kemur. Mignolet hefur verið að taka skref upp á við í vetur og var að spila vel þegar Karius kom inn. Hann hefur svo greinilega tekið mótlætinu á jákvæðan hátt og haldið áfram að vinna vel á æfingasvæðinu því hann hefur verið traustur í þeim leikjum sem hann hefur spilað síðan LK kom til baka úr meiðslum.
    Ef SM heldur svo áfram að bæta sig að þá getur LK þurft að bíða lengi eftir tækifæri á nýjan leik.

  16. AAAAhhhhhhhh Þetta var nú gott það kom skot á markið samt fengum við ekki mörk á okkur ÓTRÚLEGT! Var gríðalega ánægður með leik liðsins í kvöld megi þetta yfirfærast í Everton leikinn svo við getum mint þá enn og einu sinni á hvaða lið á þessa borg!

  17. Fínn leikur í alla staði og ekki nokkur leið að kvarta. Höldum okkur við staðreyndir. Ef mig minnir rétt var Boro búið að fá á sig 6 mörk á heimavelli þegar leikurinn hófst. Liverpool skellti þremur til viðbótar inn hjá þessari frábæru vörn á útivelli án þess að fá á sig mark.

    Skil ekki gagnrýnina á Origi, bara alls ekki. Hann skorar í fimmta leiknum í röð,auk þess að eiga stoðsendingu, en samt eru efasemdir um hann. Eins og ég sá leikin vann hann mjög vel án bolta í gær og allur hans leikur stórbrotinn í heildina. Mig langar að minna á að Origi er 21 árs og eins og gefur augaleið er hann ekki fullmótaður knattspyrnumaður og mun bara verða betri. Þvílíkur framtíðarleikmaður segi ég nú bara.

    Mér finnst gleymast, jafnvel hjá þeim frábæru umsjónarmönnum síðunnar, hvað Klopp er að gera. Hans heimspeki er að byggja á æskunni, krafti, ástríðu og réttu hugarfari til leiksins. Sturridge er ekki leikmaður sem passar inn í heimspeki Klopp´s og verður örugglega seldur ef einhver vill kaupa hann. Mignolet er heldur ekki leikmaður sem passar inn í þýsku hugmyndafræðinni um hlutverk markvarða. Til þess er hann of lélegur í fótbolta þó að hann sé fínn á milli stanganna og gæti hentað ágætlega einhverju öðru liði. En alls ekki Liverpool undir Klopp og ástæða þess að hann var í markinu var til að kippa Karius úr sviðsljósinu, svo einfalt er það.

    Kjarni málsins er sá að Liverpool á ekki mikla möguleika að mínum dómi að verða meistari í vor og það hefur Klopp sagt sjálfur. Til þess er liðið of ungt og þá vantar líklega enn einhverja leikmenn til að fullkomna ætlunarverk þjálfarans. En leikmenn eins og Origi, Karius, Woodburn, Gruji?, Mane, Ojo, o.fl. eru framtíð Liverpool og munu skila mörgum titlum til félagsins í nánustu framtíð.

  18. 17
    “og ástæða þess að hann [Mignolet] var í markinu var til að kippa Karius úr sviðsljósinu, svo einfalt er það”. Hefur semsag ekkert með frammistöðu hans að gera?

  19. #14

    Ég segi reyndar hvergi að ég vilji droppa Origi. Ég er aftur á móti ekkert að grínast með það að ég sé hrifnari af spilamennsku liðsins með Firmino á toppnum. Veit ekki alveg hvað þú ert að segja stopp við, kannski við því að menn séu að skrifa nafn Firmino án h?

    Varla við því að menn viðri sína skoðun.

    Annars flottur sigur og afskaplega mikilvægur m.t.t. hvernig þessi umferð spilaðist. Nú er ljóst að eitthvað af þessum toppliðum mun tapa stigum um næstu helgi þegar Man City og Arsenal mætast. Þvi væri sterkt að sækja þrjú stig á goodison, þau verða samt langt frá því að vera gefins!

  20. #18. Þú mátt hafa það eftir mér að Karius er fyrsta val Klopp sem markmaður. Karius hefur verið undir mikilli pressu undanfarið. Að hluta til hefur hann sett sjálfan sig undir pressu með grátlegum mistökum sem menn eins og Neville bræður og Jamie Carragher hafa síðan magnað upp með því að gera lítið úr hæfileikum Karius. Þessir þrír, og þá sérstaklega Nevillarnir, hafa farið langt yfir strikið og komið óheiðarlega fram gagnvart ungum fótboltamanni. Það má alveg gagnrýna Karius en hann að hann sé “miles away” hvað hæfileika varðar og að hann eigi að “shut up” þegar hann tjáir sig nær ekki nokkurri átt. David DeGea gerði t.d. sambærileg mistök um síðustu helgi og ekki þótti þessum herramönnum ástæða til að setja hann út af sakramentinu enda engin ástæða til.

    Klopp hefur varist snilldarlega með kjafti og klóm en ef við stillum upp þeirri sviðsmynd að Karius hefði varið markið á móti Boro og gert sig sekan um mistök hefði ekki einu sinni vörn Klopp dugað til.

    Ímyndið ykkur skítaglottið á Carragher og Neville bræðrunum hefði Karius lekið inn marki? I told you so…og allt það. Þróun Karius sem framtíðarmarkvarðar Liverpool hefði tekið stórt skref afturábak.

    Langt svar við einfaldri spurningu en já; ég er sannfærður að Klopp er að hlífa Karius frekar en að refsa honum í gær.

  21. Frábær sigur og mikill karakter. Erum svo a réttri leið (upp).
    12.
    Félagi þinn næstum sofnaður yfir Liverpool-leik? Púlsinn minn eykst þegar eg se byrjunarliðið og mer verður ýmist óglatt eða ofurglaður a meðan þetta stendur yfir. Spurning um að eg þurfi að taka inn róandi…

  22. Mignolet er heldur ekki leikmaður sem passar inn í þýsku hugmyndafræðinni um hlutverk markvarða. Til þess er hann of lélegur í fótbolta þó að hann sé fínn á milli stanganna og gæti hentað ágætlega einhverju öðru liði. En alls ekki Liverpool
    Eigum við þá ekki bara að henda hönskunum á Milner ef það er meira atriði að geta spilað boltanum út úr teignum en að verja það sem kemur á markið?

  23. Í fyrri hálfleik var liðið of mikið að nudda boltanum, taka of margar snertingar, með að setja Origi á kantinn of Firmino fremst og væntanlega halda góða ræðu í hálfleik, breyttist þetta í síðar hálfleik og liðið var allt stórgott, reyndi svo gott sem ekkert á Migs en eina skotið sem hann fékk á sig sem skapaði hættu hefði Karíus alveg getað varið.

  24. Sælir félagar

    Eigum við ekki að ræða meira um Origi 🙂 Ég er sammála Eyþóri um Origi og þori alveg að segja það þó einhverjum finnist það vitlaust. Menn hafa einfaldlega mismunandi skoðanir á fótbolta og fótboltamönnum. Mér fannst liðið spila mun betur með Firmino uppi á topp og Origi á kantinum. Miklu meira flæði í leiknum og mér fannst Origi líka skárri eftir það.

    Origi er bara 21 árs það er rétt en það breytir ekki þeirri skoðun minni sem kemur fram hér að ofan. Mér finnst líka Origi vera stundum seinn í viðbrögðum og ekki vera alveg með á nótunumí hápressunni, amk. stundum. Hann er líka stundum dálítið linur varnarlega þegar verið er að berjst um bolta framan við eigin vörn og reyndar í svipuðum aðstæðum í sókninni.

    Ókei hann er bara 21 árs en eru það einhver rök í málinu. Karíus er bara 23 sem er afar lágur aldur á markmanni. En það sem skiptir máli er að hann hefur ekki verið nógu góður. Hann er ungur og allt það og á ábyggilega eftir að verða feyki góður ef Klopp hefur eitthvert vit á fótbolta. En eins og hann hefur verið undanfarið þá er hann ekki nógu góður, ennþá. Eins er með Origi. Auðvitað þarf hann spilatíma og reynslu til að þroskast o.s.frv. en eins og er finnst mér hann ekkert sérstaklega góður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Sigkarl #24. Mér hefur stundum fundist þú mög skemmtilegur og þetta stóra Liverpool hjarta þitt blasir við öllum. En það er nettur Carragher í þér.

    Nú háttar þannig til að Liverpool hefur kornunga menn í algjörum lykilstöðum og eru Origi og Karius gott dæmi um það. Ég skil vel gagnrýnina á Karius enda getur hann sjálfum sér um kennt. Það er svo munur á tilraun til niðurlægingar og niðurrifsstarfsemi útbrunninna fyrrum leikmanna annars vegar og gagnrýni hins vegar. Þar þarf að greina þar á milli og Klopp hefur sagt allt sem segja þarf í því máli.

    Ég skil hins vegar ekki gagnrýnina á Origi og finnst að hann eigi mikið lof skilið. Getur einhver bent mér á 21 árs gamlan sóknarmenn hjá öðru liði í PL sem er að standa sig betur en Origi? Jú, jú…það má alveg benda á að hann tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir og gerir mistök en heilt yfir er hann að gera frábært mót. Ég tek Origi með sitt keppnisskap og ákefð fram yfir snilli Sturridge til dæmis.

    Það er nú þannig:-)

  26. Menn mega allveg gagnrýna Origi, spilamennsku hans og liðsins þegar hann er frammi. Það er staðreynd að hann skorar mörk í flestum leikjum en það hentar liðinu betur að hafa Firmino fremstan og Origi þá til hliðar við hann. Miklu betri pressa og við tengjum meira og betur við brassann fremstan. Klopp er örugglega meira að hugsa um að koma í veg fyrir mörk en að skora þau, þar gengur okkur býsna vel.

  27. Þetta voru virkilega feit þrjú stig fyrir okkur ekki síst eftir síðustu leiki en leikurinn, félagi SIMON kom í markið alveg eðlilegt að taka pressuna af Karius en tókuð þið ekki eftir breytingum hjá Simon , þá fyrst og fremst í því að vera fljótur að koma boltanum í leik.
    Mótherjinn var nú ekki að gefa færi á sér og þá þróast okkar leikur oft í rölt með boltann og Hendo safnar sendingum inn í talningabankann, það tekur á taugina en hlaup frá Mane leysa þetta oft upp en mér fannst mótherjinn passa það vel , Mane þarf að fara ná inn marki eftir þessi hlaup hann á það að auki skilið.
    Origi, já ungur, en skorar og skorar er það vandamál?
    Stu, hvar ertu Brútus, Stu er leikmaður sem passar kannski ekki alveg inn hjá meistara Klopp en hann getur breytt gangi leiks þegar hann kemur inná en hvar er hann, mér er hætt að lítast á málið.
    Neverton, bræður í hjarta í allri baráttu nema á móti hver öðrum þá gildir blóð, sviti og tár, næsti leikur stoltið fyrst síðan staðan, þetta er að verða eitthvað.

  28. Hvaða neikvæða umræða er þetta um hinn frábæra Origi sem hefur verið góður í vetur. Að vísu ekki besti sóknarmaður í heimi en góður samt. Í þessum leikjum sem komnir eru hefur mér fundist nánast allt gengið upp sóknarlega, fyrir utan að nýta ekki aragrúa af góðum færum. Þetta sýna allar tölur, liðið skorar mikið, skapar mikið af færum að vísu misgóð og er mikið með boltann í hverjum leik. Ástæðan fyrir því af hverju liðið er ekki á toppnum liggur ekki í sókninni heldur í hinum enda vallarins. Þar hafa menn alltof oft verið í krummafót. Punktur.

  29. Sælir félagar

    “Sigkarl #24. Mér hefur stundum fundist þú mög skemmtilegur og þetta stóra Liverpool hjarta þitt blasir við öllum. En það er nettur Carragher í þér”.

    Ég er sáttur við þetta hjá Guderian #25. Við höfum mismunandi skoðanir á liðinu og leikmönnumog það er bara í góðu lagi. Aðalatriðið er að við viljum liðinu hið besta alltaf.

    Það er nú þannig

    YNWA

  30. Sammála Guderian með Origi

    Ég er heldur ekkert viss um að það henti liðinu betur að hafa Firmino frammi þó að hápressan virki betur þá. Ef Origi heldur áfram að skora í hverjum leik sem hann byrjar frammi þá hentar það bara ósköp vel. Sérstaklega ef við gætum hugsanlega farið að drullast til að halda hreinu oftar. Firmino er ekki jafn clinical þegar kemur að færunum þótt hann sé betri í pressunni. Ég veit að þetta er ekki svona einfalt en ég myndi alltaf taka mörk fram yfir pressu í dag 🙂

  31. Þetta hafði stjóri M’boro að segja eftir leikinn:

    “Karanka told Sky Sports: “It was difficult because we played against the best team we’ve played against this season. It was impossible to stop them.

    “The second half, with two new players we tried to pressure higher, but it was difficult because they showed they were a really good team. And today they can say and admit that they were much, much better than us.”

    “Always we have competed against every single team, but today it was impossible. I can’t say anything bad about my players because the fight on the pitch was amazing.”

    Það er nú þannig

    YNWA

  32. Að þú sért að væla yfir Origi. Einn af heitustu strikerum i Evrópu í dag.Ef það er eitthvað þá ætti að bekkja Firmino og hafa Origi enþá frammi restina af tímabilinu og setja Sturridge á kantinn eða Sturridge fram og Origi á kantinn og Mané hinum megin. Firmino er búinn að pirra mig allt of mikið í undanförnum þremur leikjum.

    Ef strikerinn okkar er að skora 5.mörk í 6. leikjum og maður sér að ákveðinn aðili er að gagngrýna hann og segja að hann verður kannski góður einn daginn þá ættir þú/þið að hugsa aðeins og hætta tala með rassgatinu. Origi verður kannski góður einn daginn las ég líka??????. Hann er frábær nú þegar og er einu til tvemur skrefum frá því að vera í heimsklassa og hann er 21.árs. Vertu tilbúinn að fá ullarsokk upp í kjaftinn eftir 1.ár þegar þú sérð Origi vera búinn að stíga þetta eina skref upp. Við erum stál heppnir að vera með þennan magnaða framherja

    Divock Origi!!

Middlesbrough – Liverpool 0-3 (leik lokið)

Markdown / Olíumálverk til sölu