Liverpool – Tottenham 2-0 (Leikskýrsla)

1-0 Mane 15. mín.
2-0 Mane 17. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Þegar þetta Liverpool lið mætir til leiks þá eru flestir að spila vel. Mane er maður leiksins að mínu mati. Skoraði bæði mörk liðsins og hefði getað skorað a.m.k. tvö mörk í viðbót bara í fyrri hálfleik. Hraði hans og þessi þverhlaup hans eru ótrúlega hættuleg og nánast ómögulegt að verjast.

Wijnaldum var einnig frábær í dag. Átti sendinguna á Mane í fyrsta markinu og var virkilega kraftmikill á miðjunni í dag ásamt Henderson og Lallana. Ég blótaði því nú fyrir leik að Lucas hefði verið að byrja leikinn en hann spilaði virkilega vel, credit where it’s due!

Firmino hljóp og hljóp og hljóp. Ég held að hann sé enn hlaupandi.

VONDUR DAGUR

Ég verð að velja Davies eða Dier hjá Tottenham. Þegar Liverpool er í þessum gír þá færðu ekki tíma á boltann. Þeir réðu illa við pressuna og enn verr við hraðann hjá Mane, sérstaklega Davies.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

  • Hvar er þetta Liverpool lið búið að vera síðustu 6 vikurnar eða svo? Eins og það er skemmtilegt að horfa á þetta Liverpool lið í þessum ham þá er maður reglulega að blóta þessu liði í sand og ösku vegna þess hve óstöðugir þeir eru í leik sínum.

  • Það virðist henta Liverpool mun betur að spila gegn liðum sem sækja. Það kann ekki góðri lukku að stýra þar sem að 75% af liðunum í þessari deild eru að leggja rútunni gegn okkur. Við verðum að finna lausn á því. Skiljanlega getur þú ekki verið “on it” í 38 leiki í röð, en þá leiki sem þú ert ekki að spila vel verður þú að vera þolinmóður og öflugur til baka. Það er ekki boðlegt að lið verði örugg með 3 stig gegn okkur með því að liggja í vörn og bíða eftir því að við klúðrum málunum sjálfir.

  • Þessi sigur hlýtur að gefa okkur helling fyrir framhaldið. Það er allt opið og ekki nema 2 stig sem skilja að 2. og 5. sætið. Við erum út úr öllum keppnum, með viku+ á milli leikja. Titillinn er löngu farinn, nú er bara að tryggja sér meistaradeildarfótbolta næsta vetur!

NÆSTU VERKEFNI

Það eru rúmar tvær vikur í næsta leik (!!) en þá heimsækjum við ríkjandi meistara, Leicester. Ég hefði fagnað þessu hléi fyrir viku síðan þegar við töpuðum gegn Hull en eftir svona leiki eins og í dag þá vill maður helst spila aftur morgun.

YNWA

41 Comments

  1. Spot on Óli Haukur. Fyrir “lélegu” liðin í deildinni er þetta orðið of einfalt, alltaf hægt að treysta á mistök frá varnarmönnum eða markmönnum Liverpool. Liðið þarf að vera meira direct, hætta þessu dútli fyrir framan teig, hætta að horfa á sendingaprósentu og possession, keyra bara á þessar rútur með endalausum hlaupum í svæði og sendingum. Bara stöðugar árásir.

    Tottenham reyndi en voru algjörlega kaffærðir í dag. Þeir spiluðu sennilega frekar slakan leik miðað við það sem þeir eru vanir en tökum alls ekkert frá okkar mönnum, þetta var Iron Maiden frammistaða!

  2. Skýringin á þessari hræðilegu lægð hjá liðinu undanfarnar vikur skýrist einfaldlega svona. Liðin hans Klopp hafa alltaf farið í mánaðarfrí um mitt tímabil og var engin breyting á því hjá Klopp núna…nema hvað hann áttaði sig ekki alveg á því að á Englandi heldur keppnin áfram í “fríinu” :/

  3. “Hvar er þetta Liverpool lið búið að vera síðustu 6 vikurnar eða svo?”

    … í Afríkukeppninni

  4. Sælir félagar

    Eins og maður er búinn að vera fúll vegna frammistöðuliðsins undanfarið þá er ég jafn glaður í dag. Svona er að verað Liverpool stuðningsmaður. Annað hvort í ökla eða eyra. Í sjöunda himni eða í botnlausu svartnætti. Eina og liðið spilaði í dag hefði ekkert lið í daildinni staðist þeim snúning. Aðeins Lloris skildi á milli 4 – 5 marka hjá okkar mönnum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. úfff hvað þetta er svekkjandi! svo þetta býr í liðinu! en frábært að sjá að menn eru ekkert að gefa alveg eftir og ætla sér í meistaradeild. flest liðin sem við mætum þar sækja sem er líka gott-)

  6. Frábær sigur! Loksins loksins kom sigur! Megi þeir verða margir í röð núna.

  7. Frábær leikur, frábær frammistaða og frábær úrslit! Vá hvað við þurftum á þessu að halda. Velkomin til leiks árið 2017 kæra Liverpool!

    Mane var klárlega maður leiksins en liðið var mjög gott í heild sinni og hvergi veikan blett að finna. Grimmdin og ákefðin var algerlega geggjuð. Baráttan um 2. – 4. sætið er galopin og allt getur gerst.

    Nú fær Klopp heila 16 daga til að vinna með liðið á æfingasvæðinu. Nú þarf hann að finna leið til að vinna lið sem sækir EKKI á okkur og bíður eftir skyndisóknum og föstum leikatriðum til að skora úr. Það að vera efst i mini-deildinni (topp 6-liðunum) færir okkur engin verðlaun. Nú þarf að finna leið til að brjóta varnir á móti liðum sem pakka í vörn, t.d. Leicester og Burnley. Klopp þarf að leysa það og nú fær hann góðan tíma til að vinna í því. Næsti leikur verður klárlega erfiður. Englandsmeistararnir að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

  8. Þvílík frammistaða hjá Wijnaldum á miðjunni. Klárlega maður leiksins ef Mane er tekinn ùr jöfnunni. Èg er mikill emre can maður en guð minn góður hvað það var mikil bæting á miðjunni að fá wijnaldum inn.

  9. Hvað með að gefa MIgnolet smá hrós ? Hann var traustur í þessum leik og varði eitt dauðafæri sem kom í veg fyrir það að Tottenham kæmist aftur inn í leikinn.

    Annars frábær leikur hjá okkar mönnum.

  10. Sæl og blessuð.

    Sólin loksins komin undan þungbúnum skýjunum. Ég spyr mig: Hvað vakti fyrir Klopparanum að spila Can í stað Wijnaldums í siðasta leik. Hollendingurinn átti einfaldlega stórleik og er á allt öðru plani en sá þýski. Frábært í alla staði og maður er aftur kominn með eðlilega meltingu.

  11. Magnað hvað fáir eru að kommenta þegar liðið hreinlega rústaði einu af bestu liðum deildarinnar. Ég er nokkuð viss um að komment væru 10x fleiri ef þetta hefði farið 0-2….

    Allavegana, eins og Gummi Ben orðaði það: Liverpool fyrir áramót mætt aftur!!!

    Geggjaður fyrri hálfleikur

    BTW.
    Þeir sem hafa verið að efast um herr Klopp hér á kop.is: Hættið að kommenta!!

    YNWA

  12. Nokkrir punktar.

    1. Svona spilar liverpool nánast alltaf þegar lið reyna að sækja og byggja upp spila gegn Liverpool. Það eru bara fá lið sem eru að reyna þessa hluti. Arsenal, Man City og Tottenham og þar með er það upptalið. Man utd og Chelsea pökkuðu í vörn.
    Vandamál liverpool er að spila á móti 11 manna varnarpakka og það leystist ekki í dag en djöfull held ég að það hafi verið gaman hjá leikmönum liverpool að mæta liði sem reyndi að vinna þá á spilamennsku út á vellinum en ekki bara föst leikatrið eða skyndisóknir(sem er auðvita út á vellinum en þið vitið hvað ég er að meina).

    2. Virkilega lélegt að eftir flotta sigurleiki eru fáir að tjá sig en svo koma hérna yfir 100 comment þegar leikir tapast.

    3. Liðið allt og Klopp fá 10 hjá mér. Að fara í þennan leik með lítið sjálfstraust og spila svona er auðvita alveg magnað.

    4. Þeir sem eiga von á svona flugeldasýningu í næstu leikjum verða fyrir vonbrigðum enda meirihlutinn á leikjunum sem eftir er gegn 11 manna varnarmúr þar sem þolimæði og aðeins hægari leikur verður í gangi.
    Þar sem ekki er hægt að pressa lið sem vilja ekki halda boltanum og beita 11 manna pakka með kick and run.

    YNWA það er nú bara þannig 🙂

  13. Mikið var gaman að fylgjast með Henderson í gær. Alvöru fyrirliði á góðum degi. Ég hef alltaf verið Henderson maður, lika fyrsta tímabilið hans undir stjórn Daglish. Það var gaman að sjá Lucas í gær líka. Þar sáum við reynsluna af ensku deildinni skína í gegn. Matip hefur varla kvartað yfir félaga sínum í vörninni.

    Verð að viðurkenna ég átti ekki von á þessu Liverpool liði í gær og ég held þetta hafi verið minn uppáhalds leikur á tímabilinu og er af mörgum að taka.

    Topp 4 væri að mínu mati stórkostlegur árangur hjá liðinu. Og kannski FSG mundu þá leggja eitthvað aðeins meira til.

    Get ekki beðið eftir næsta leik.

  14. Framlag Lucasar Leiva í þessum leik var frábært. Skýrsluhöfundur hefði mátt minnast á það, sérstaklega vegna ónota hans í garð Lucasar í umfjöllun um liðsuppstillingu. “Sú staðreynd að Lucas sé að byrja þennan leik segir í raun bara allt sem segja þarf um gæðin/breiddina í þessu liði”.

  15. Þetta var stórkostlegur sigur gegn toppliði og næst eru það núverandi meistarar sem eru að berjast við að falla og munu selja sig dýrt og eru frábærir í skyndisóknum.
    En þangað til eiga þeir 3 leiki en okkar menn verða á æfingarsvæðinu þangað til og munu kortleggja þá upp á 100.

    Ég verð að hrósa bæði Lucas og Mignolet fyrir þennan leik, báðir hafa þeir verið gagngrýndir en svöruðu vel í dag.
    Og hversu gott er að vera búnir að fá Mane aftur,
    Ótrúlegur hraði hans setti spurs á afturlappirnar og réðu engan vegin við hann. Hann hefði getað sett 4 mörk í þessum leik ef við hefðum ekki verið að mæta loris.

    Frábær 3 stig og núna er góð hvíld fyrir næsta leik og allt í einu er trúin komin aftur eftir erfiðan jan mánuð.

  16. Virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum, nú er bara að finna leið gegnum varnir þeirra liða sem leggja í teignum.

  17. þetta var virkilega flottur leikurhjá okkar mönnum,en mér fannst mesti munurinn vera að það var ekki verið að klappa boltanum fyrir utan teig andstæðinganna heldur keyrt strax á þá og einnig mikið oftar skotið strax.allt annað að sjá liðið.

  18. Sammála því að Mignolet á alveg skilið hrós fyrir þennan leik. Bæði varði hann mjög vel einn á móti Son (minnir mig), hann kom oft út í teig og greip boltann, og svo fannst mér hann vera óvenju duglegur að koma boltanum hratt í leik. Mögulega eitthvað sem er búið að vera að vinna með á æfingasvæðinu.

    Þá langar mig til að minnast á mark nr. 2, og ég spyr mig hvernig hefði verið rætt um það mark ef það hefði verið Mignolet sem hefði verið í sporum Hugo Lloris. Skot númer eitt (frá Lallana minnir mig) ver hann beint út í teig, í lappirnar á Firminho, og skot númer 2 ver hann síðan í lappirnar á Mane. Einhverjir hefðu nú kannski heimtað að topp markmaður hefði varið þetta í horn, svona sem dæmi.

    En já, nú er bara að vona að liðið nái að stilla saman strengina fyrir næsta leik á móti meisturunum frá Leicester. Og alveg augljóst að Klopp þarf að halda áfram að finna lausn á því að spila við varnarsinnuð lið.

  19. Flottur leikur hjá ÖLLU liðinu sem heild þó svo að Mane hafi staðið uppúr. Hefðum getað unnið þetta stærra. Núna fáum við hvíld en næst eru meistararnir, þeir eru að berjast uppá líf og dauða og það er ekki unnin leikur fyrirfram. Það besta er að við mætum úthvíldir en þeir eru enn í bikar og CL.

  20. Sælir félagar

    Það er rétt sem Sig. Einar segir að það má alveg hrósa Minjo fyrir leikinn í gær. En það er einfaldlega þannig með alla þá leikmenn sem spiluðu þennan leik. Allir eiga hrós skilið leikmenn, staffið og stjórinn. Alveg eins og Klopp hefur verið gagnrýndur (t.d. af mér) fyrir tapleikina undanfarið þá á hann hrós skilið fyrir þennan leik. Uppleggið og mótiveringin er hans og það var frábært.

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. Rétt er að það eru færri athugasemdir eftir sigurleik, sjálfur hef ég bara voða lítið að bæta við. Allt frábært og þá er kannski í lagi að segja það bara, hraðar fastar og erfiðar sendingar gengu á milli manna og ég hugsaði upphátt “hvernig er þetta hægt” En svo fékk Milner boltann haha. Eina neikvætt var í byrjun í bæði skiptin sem tottenham komst yfir miðju, þá fannst mér alltaf hætta á að það kæmi mark… en Who cares. Getum smjattað á þessu í tvær vikur

  22. Glæsilegt í alla staði. Þetta setur okkur svoldið á kortið aftur, fannst eins og margir væri hreinlega búnir að afskrifa liverpool í baráttunni.

    En þetta verður þvílíkt kapphlaup um 2-4 sætið. City, Arsenal, Tottenham, ManU, og Liverpool og aðeins 3 sæti í boði. Öll þessi lið nema Liverpool í evrópu og það mun hafa sitt að segja.

  23. En er þetta ekki týpískt fyrir þá taktík sem liðið spilar núna. Getum unnið alla þá sem koma og eru tilbúnir að reyna að sækja á okkur. Getum hins vegar ekkert á móti liðum sem liggja til baka. Vandamálið er kannski að það eru mun fleiri lið sem verjast bara á móti okkur. Eins og staðan er núna erum við efstir í mini-deildinni þ.e.a.s. innbyrðis topp 6.
    En samt frábær leikur í alla staði þar sem sigurinn var einhvern veginn aldrei í hættu.

  24. Ömurlegur seinn hálfleikur, KloppOut…

    Neee…
    Þetta var ekki óvænt, þannig séð, við vinnum lið sem sækja á okkur, þetta er ekki lausnin, við þurfum ennþá að leysa það þegar andstæðingarnir leggja rútunni, það eru leikirnir sem ég hræðist og það er ennþá óleyst.

  25. Langar bara að minna á að það er allt í lagi að hafa rangt fyrir sér og ef maður drullar td yfir leikmann fyrir leik sem stendur sig svo mjög vel þá er allt í lagi að hrósa viðkomandi leikmanni eftir leik ?
    Lucas var mjög góður ?
    Tek það fram að ég drullaði ekki yfir hann en sà að það voru nokkrir í því…

  26. Skemmtilegt að lesa athugasemdnirnar hérna eftir svona flottan leik.
    Samt frekar dapurt að auðvitað þurfi að finna eitthvað til þess að setja útá, sbr. að í upphitun var minnsta á að breiddin væri ekki mikil því Lucas var þarna inni. Þið hljótið að vera að fíflast, er það ekki? Finnum eitthvað eitt til þess að búa til “deilu” um, flott hjá ykkur.

    Ég var sjálfur ekkert 100% sáttur þegar að ég sá Lucas í byrjunarliði og þess þá heldur að sjá Klavan á bekk en ekki Gomez. Lucas var með flottan leik og spilaði eins og leikmaður sem hefur spilað í mörg á í þessari deild, jah….eins og hann hefur líka gert.

    Ég hlutaði á TAW fyrir leik og þar var sagt orðrétt: “If Spurs come out the first 20 minutes and try to play offence, they will go down in the first 20 minutes.”
    Persónulega fannst mér þetta alveg lykilatriði í leikmnum, það er að skora mjög snemma og svara því svo strax aftur með marki. Segjum að við hefðum skorað á 15 mínútu gegn Hull, þá hefðu þeir ekki verið með 10 menn fyrir aftan miðju heldur reynt aðeins að sækja og við vitum vel hvernig það fer.

    En að sjá þessa 6 leikmenn, Henders, Wijnaldum, Lallana, Coutinho, Firmino og Mané….hver einasti bolti sem var við lappir Spurs var pressaður og reynt að ná. Sbr. þegar að Firmino stökk fyrir spyrnuna hjá Lloris eða þegar að Mane og Firmino voru mættir á Dier. Eins og Gummu Ben segir manna best “Þetta var alveg GEGGJAÐ!”

    Mignolet á klárlega hrós skilið fyrir þennan leik. Kom út í þá bolta sem hann átti séns í og tók þá alla. Kom boltanum yfirleitt í leik 2 sekúndum eftir að hann fékk hann í hendurnar og varði svo flott 1 v 1 á móti Son. Klárlega að stíga upp eftir down spell, mjög ánægður með hann.

    En, næstir eru Leicester og þeir geta bæði verið í sigurvímu eða eins og sært rándýr þegar að kemur að þeim leik. Nú er bara að bíða og sjá og vonast til þess að Gylfi skori á eftir og að þeir komi Guns Blazing á móti okkur í næsta leik.

    YNWA – In Klopp we trust!

  27. Nú hefur Leicester tapað 5 deildarleikjum í röð. Væri það ekki alveg týpískt að það myndi breytast í þeim næsta? Vonandi alls ekki

  28. Get ekki ítrekað það nægilega mikið hversu sáttur ég er með liðið okkar í gær. Við þurfum bara að halda áfram því nuna fara evropukeppirnar og bikararnir að taka sinn toll. Það er svo hryllilega mikilvægt að ná CL-sæti! Mikið rosalega er ég spenntur fyrir sumrinu með þær forsendur. Efast ekki í eina sekúndu um að Klopp er með goðan lista kláran yfir spilara sem hann mun reyna við.
    Algjörlega sammála með Mignolet og Lucas i umræðunni her. Frábær úrslit og chelskí unnu ekki i dag, það er ekkert allt búið fyrr enn sú feita gólar.

  29. Frábær leikur hjá okkar mönnum og mig langar að benda mönnum á að Lucas var að gæta Kane og fórst það svo vel úr hendi að hann sást ekki í leiknum. Skipti engu hvort það voru skallaboltar eða ekki hann át það allt góðan daginn.
    Svo er hann best spilandi miðvörðurinn í liðinu og frábær liðsfélagi og þess vegna er hann oft notaður og menn þurfa ekkert að vera hissa á því að hann sé stundum í liðinu. 😀

  30. Flottur leikur hjá LFC en við munum fljótlega eiga annan leik gegn rútuliði og ef sá leikur tapast,þá erum við aftur komnir á sama stað og fyrir þennan leik – Japp,jaml og fuður.Liðið verður að aðlaga sig gegn mismunandi liðum,annars er sagan að endurtaka sig aftur og aftur og við höfum ekki átt nein svör gegn 6-3-1 taktíkinni og þessi leikur leysti ekki þann vanda.

    YNWA

  31. Hreinlega geggjaður leikur. Flæðið og hlaupin uppá 10. Var að velta fyrir mér eftir þennan leik, þegar spekingar margir hverjir (Sky og fleiri) sögðu í janúar þegar ekkert gekk að menn væru þreyttir og sprungnir, eftir allan þennan þungarokks fótbolta, þ.e. endalaus hlaup. Ég get ekki samþykkt það, Menn geta þetta greinilega alveg. En vandamálið virðist vera þessi rútulið eins og einhver tók svo vel til orða. Treysti maestro Jurgen Klopp 1000% í að “bora” göt á rútuliðin.

  32. 2-0 sigur á heitasta liði deildarinnar um helgina. 38 komment. Voðalega finnst mér þetta lýsndi fyrir stuðningsmenn okkar ástkæra liðs stundum…

  33. Sælir félagar

    Ég vildi bara taka undir með Sveini K. hér fyrir ofan og fleirum sem minnst hafa á það sama. Ef menn væru jafn duglegir að koma hér inn og þeir eru þegar illa gengur væru komin yfir 100 athugsemdir á þennan þráð.

    Það er annað sem mig langar að ræða líka. Það er í sambandi við “rútuliðin” sem einhver snjallyrðasmiður kallar svo og er gott nafn. Það sem okkur hefir vantað finnst mér er sterkur skallamaður í teignum sem getur ógnað í fyrirgjöfum og föstum leikatriðum. Eigum við engan í kjúklingahópnum sem gæti hoppað inn í þá stöðu til að breikka möguleikana á að brjóta einhverjar rúður í rútunni?

    Það er nú þannig

    YNWA

  34. Ágætur sigur en því miður held ég að tapleikir muni koma í hrönnum á næstunni. Rauðu risarnir frá Manchester munu skjótast fram úr okkur, enda mun betra lið og spila skemmtilegri bolta. Verð sáttur við 7-8 sæti.

Liverpool – Tottenham 2-0 (leik lokið)

Molar á mánudegi