Í þessum þætti voru strákarnir hetjurnar sem við þörfnumst, ekki hetjurnar sem við eigum skilið. Þeir fóru yfir tapið gegn Leicester, reyndu að finna jákvæðu hliðarnar á þessari leiktíð sem er óðum að fjara út og verða að engu, ræddu aðeins um fortíð Claudio Ranieri og framtíð Arsene Wenger og hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Arsenal.
Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.
MP3: Þáttur 142
Mér fannst þetta Liverpool lið sem spilaði á mánudagskvöld við meistarana líta út eins og lið sem er ekki að spila fyrir stjórann. Lið sem hefur að engu að keppa. Ég sá þreytu á sumum leikmönnum í janúar en í þessum leik upplifði ég bara uppgjöf.
Það er að öllu að keppa. Meistaradeildarsæti hefur að mínu mati aldrei verið mikilvægara fyrir klúbbinn. Það er allt í einu fullt af liðum með fullt af peningum sem vilja inn í topp 10. Maður hefði haldið að leikmenn mundu mæta í leikinn eins og hann væri úrslitaleikur.
Ættla að láta það vera að andskotast út í FSG í þetta skiptið.
Ég er Klopp maður, og hann á skilið betri leikmannahóp. En andleysið í liðið eru átakanlegt. Og vörnin síðustu ár hefur verið í besta falli lélegur brandari. Með eða án Sakho.
Áfram Liverpool, áfram Klopp, vinnum Arsenal og höldum í drauminn um meistaradeildina. Lykillinn að framtíðinni 🙂
Flott pod-cast. Alltof mikið af dúkkulísum þarna á miðjunni.
Eins og ég hef áður bent á þurfum við að styrkja liðið um lágmark 4 sterka, reynda leikmenn, sem kosta fullt af peningum. Þá er ég ekki að tala um leikmenn frá Southampton, nema kannski þennan með taglið.
Það reynir á eigendurna núna í sumar. Fái Klopp ekki nægilegt budget til að kaupa þessa leikmenn þá mun hann fljótlega gefast upp á meðalmennskunni í klúbbnum.
Leikmenn sem eru nokkuð öruggir með að verða ekki seldir eru: Coutinho, Lallana, Henderson, Mane, Matip, Lovren og sennilega Firminio, samt er hann ekki öruggur. Auðvitað verður engin brunaútsala á leikmönnum en allir aðrir leikmenn í hópnum eru missanlegir.
Ein spurning, hvaða lið hefði getað tæklað Leicester í þessum aðstæðum, í þessum ham, sem var búið að leggja upp með þarna á mánudagskvöldið?
Ég skil þetta eftir hérna, þetta súmmerar ágætlega upp mína afstöðu: https://tomkinstimes.com/2017/02/clustermotherfucking-argghhh/
Rosalega vont að horfa á þetta þannig að Leicester hafi verið í viðlíka ham að Liverpool átti ekki séns í þá. Greinin hjá Tomkins er fín en það hafa flest lið bara ráðið léttilega við Leicester í vetur, Liverpool þ.á.m. en í gær var allt rangt við hugarfar og leik liðsins. Voru teknir illa í bólinu.
vantar allt skipulag í okkar leik. Klopp virðist ekki hafa þetta, ekkert plan b og bregst seint og ílla við. t.d fyrsta markið allir okkar miðjumenn saman á 1 metranum , enginn á miðjunni. og eru menn hissa að sá sem sendi inn fyrir vörnina gegnum Lucas hafi verið frír. Ekki ég, það er bara ekkert skipulag þegar menn hlaupa þangað sem menn vilja og treysta á að einhver fylli þeirra skarð. Eins og hauslausar hænur sem ráfa bara um. Og er það ekki Klopp jop að trylla menn upp fyrir leiki? alltaf sama ræpan á móti botnliðum. Koðnum á móti liðum sem berjast og djöflast..eru við með eintómar pollýönur eða hvað. Þetta tímabil er horfðið og ef Klopparinn verður ennþá þarna næsta tímabil þá verður hann að hreinsa vel út í sumar. Vantar í allar stöður og ég vill alla brassana í burt !!!!
Það er einfaldlega kominn tími á að fá einhverja spaða í þetta lið. Eigum að horfa til manna eins og Virgil van Djik, Raphael Guerrero, Radja Nainggolan, Dries Mertens og Alexandre Lacazette/Pierre Aubameyang. Í stað þess að fá menn sem verða kannski góðir eftir þúsund ár á annarri plánetu í öðru sólkerfi. Þessi stöðugi vítahringur er orðinn þreyttari en frasarnir um hvort glasið sé hálftómt eða hálffullt.
Við erum að tala um LFC. Síðan hvenær ákváðum við að sætta okkur við eitthvað minna en Utd?
Þetta er LFC og afhverju eigum við að sætta okkur við að fá e-ð minna en Utd?
Ég dáist af ykkur að koma svona oft með hlaðvörp á þessum ömurlegum tímum. Ég er svo ótrúlega leiður yfir þessum frammistöðum okkar manna. Mig langar helst til að setja Liverpool-fíknina mína á pásu því ég hata svo innilega að sjá okkar lið ekki berjast fyrir hverjum einasta bolta. Eins og sagt er hérna fyrir ofan að þá er CL-sætið svo hrikalega mikilvægt og sjaldan eins mikilvægt og núna! Ég trúi á Klopp og treysti því að hann nái að rífa þetta lið upp úr þessum skít, það er það eina sem stoppar mig í að ýta á pásu-takkann!