Óstöðugleiki Liverpool liðsins allan þennan áratug er það eina sem hefur verið stöðugt við félagið. Undanfarin ár hefur liðið verið að setja ný viðmið þegar kemur að því að pirra stuðningsmenn liðsins. Tapleikir í leikjum sem félagið á alls ekki að hiksta á milli þess sem liðið getur gengið frá hvaða mótherja sem er með frábærum fótbolta.
Öfugt við það sem mætti ætla af viðbröðgum margra stuðningsmanna Liverpool er engin ein patent lausn til sem leysir vanda Liverpool. Það þarf mikið frekar að laga marga hluti (mismikið) frekar en að breyta öllu. Helstu lausnirnar sem kallað er eftir þegar illa gengur er að stjórinn verði rekinn, megið af leikmönnum liðsins seldur eða skipt um eigendur. Ekkert mál semsagt. Langar aðeins að skoða þetta nánar.
#Kloppout
Algengasta lausin er auðvitað að skipta um manninn í brúnni, #Kloppout raddir eru alveg farnir að heyrast í mesta pirringnum hjá hluta stuðningsmanna liðsins. Það þarf ekki marga tapleiki í viðbót áður en þessar raddir verði háværari.
Áður en lengra er haldið langar mig að kanna hug lesenda Kop.is þegar kemur að Klopp
Þetta er snjóbolti sem við höfum séð of oft áður og hann er fljótur að stækka. Blessunarlega trúir maður ekki öðru en að staða Klopp sé miklu sterkari en svo að sætið hans sé eitthvað farið að hitna. Hann var efstur á óskalista FSG frá því þeir keyptu félagið og hann passar langbest við þeirra hugmyndafræði þegar kemur að íþróttum.
Stöðugleiki
Það er bæði rándýrt og tímafrekt fyrir uppbyggingu félagsliða að skipta ítrekað um stjóra. Sérstaklega þegar stjórinn er sá sem hefur úrslitaatkvæðið þegar kemur að leikmannakaupum og sölum, hvað þá þegar skipt er út stjóra fyrir annan með allt aðra hugmyndafræði og annan leikstíl.
Ef þú ert með réttan stjóra er mikið nær að styðja eins mikið við bakið á honum og gefa honum tíma til að byggja upp sitt lið, jafnvel þó það takist ekki í einni hendingu. Innkaupastefna Liverpool undanfarin ár hefur enganvegin verið nógu góð eða markviss til að nýr stjóri geti gengið að vel smurðu liði þegar hann tekur við. Liverpool hefur ekki haft slíkt lið síðan 2009 og holningin á liðinu hefur aldrei verið nálægt því eins traust og hún var allan fyrsta áratug þessarar aldar.
Roy Hodgson tók við af Rafa Benitez og keypti inn nokkra leikmenn sem hann treysti í sína tegund af fótbolta. Hann er auðvitað ekki í sama sólkerfi og Benitez sem stjóri og tók það bæði Dalglish og Rodgers dágóðan tíma að vinda ofan af þessum leikmannakaupum Hodgson.
Dalglish keypti inn sína menn til að spila sína tegund af fótbolta. Þar á meðal Andy Carroll, dýrasti leikmaður í sögu félagsins sem næsti stjóri útilokaði strax og var í 2 ár að losa sig við hann. Eins fékk Dalglish t.d. Downing og Charlie Adam sem Rodgers losaði sig fljótt við.
FSG reyndi að koma aðeins betra skipulagi á leikmannakaupin undir stjórn Rodgers með því að skipa inn fagnefnd skipaða mönnum sem kæmu áfram að leikmannakaupum eftir að tími Rodgers væri liðin. Flest lið eru með þetta fyrirkomulag en hjá engu var þetta viðlíka stórmál og hjá Liverpool.
Þessir menn hafa alltaf verið að vinda ofan af leikmannakaupum síðasta stjóra í bland við það að kaupa inn sína menn fyrir sinn fótbolta. Enginn hefur verið lengur en 3 ár á þessum áratug og það hefur skilað okkur furðulega samansettu liði. Það að Liverpool sé óstöðugt þarf kannski ekki að koma svo mikið á óvart.
Ég er ekki viss um að ég hefði viljað gefa Hodgson, Dalglish eða Rodgers þann tíma sem þurfti til að byggja upp sitt lið með sama hætti og ég er að tala um hérna, en ég er klárlega tilbúinn til að leggja þetta traust á Jurgen Klopp. Hans fyrsti leikmannagluggi lofar enda mjög góðu.
Klopp gaf öllum séns sem voru hjá liðinu þegar hann tók við. Hann hefur verið að vinna með lið sem fjórir mismunandi stjórar hafa mótað og lent í nákvæmlega sömu vandræðum og þeir. Hann var í ekki ósvipuðu basli þegar hann tók við Dortmund, liðið endaði í 6. og 5. sæti fyrstu tvö tímabilin hans þar. Mainz fór ekki upp um deild fyrr en Klopp var á þriðja eða fjórða tímabili.
#FSGout
Það eru u.þ.b. fjögur sykurpabbalið í Evrópu sem geta borgað hvað sem er fyrir þá leikmenn sem þeir vilja. PSG, Man City, Chelsea og Mónakó. Allt lið sem geta sótt í botnlausar hirslur og eigendur þeirra finna ráð til að vera innan FFP reglnana þegar þess þarf. Þetta er oftar en ekki ein helsta krafa margra stuðningsmanna Liverpool til að liðið taki næsta skref. Þetta er auðvitað móðir allra “patent” lausna í bransanum en hvorki raunhæf krafa né sérstaklega spennandi.
Stuðningsmenn Liverpool ættu að fara varlega í að óska eftir nýjum eigendum eftir að Gillett & Hicks. Þrátt fyrir að vera ekki í eigu manna með botnlausar hirslur fjár þá er Liverpool eitt stærsta lið Evrópu og hópurinn einn af þeim dýrari í boltanum. Vissulega er Liverpool í rosalegri samkeppni við lið sem geta sett mikið meiri pening í bæði leikmannakaup og launagreiðlsur. Aðalvandamálið er engu að síður hvernig félagið er að eyða þessum peningum. Eins og ég kom inná áðan er það ólíklegt til árangurs að láta 4-5 mismunadi þjálfara byggja liðið upp með mismunandi hugmyndafræði og búast við miklum stöðugleika.
Hópur Liverpool er vissulega aðeins sá fimmti dýrasti í deildinni en miðað við þetta verðmæti hópsins mætti alveg gera kröfu á mun betra lið.
Þessi tafla sýnir líka aðeins afhverju Manchester liðin ættu að vera töluvert betur í stakk búin til að spila í Evrópukeppnum en núverandi hópur Liverpool.
Stefna FSG er að rekstur félagsins standi undir sér, FFP gengur bókstaflega út á það að öll lið geri það. Þeir vilja byggja upp lið til langs tíma og eru tilbúnir að vera þolinmóðir í þeirri uppbyggingu. Árangurinn fyrstu 6 árin hefur vissulega verið dræmur. Þeir tóku við félaginu á hnjánum og hafa verið að reyna ná liðunum fyrir ofan Liverpool sem hafa ekkert gefið eftir á sama tíma. Núna eru þeir búnir að skila draumaþjálfara allra stðningsmanna Liverpool og líklega bara allra stuðningsmanna fótbolta liða. Hann er kominn með nýjan 6 ára samning þannig að líklega er verið að tjalda til meira en einnar nætur þar.
Þeir hafa stækkað Anfield eftir 15 ára vangaveltur og vandræðagang og hafa nú kynnt plön um að sameina æfingasvæði félagsins þannig að aðstaðan þar verði í takti við nútímann. Þeir eru ekkert að taka út úr félaginu, allt sem kemur inn fer í rekstur félagsins og þeir hafa heimilað kaup á dýrustu leikmönnum í sögu félagsins. Eins er Liverpool orðið mun öflugra í leikmannasölum líkt og við sáum síðasta sumar.
Það er ekkert allt fullkomið við FSG en það helsta sem menn virðast hafa á móti þeim er að þeir eru ekki eitt af þessum fjórum sykurpabbaliðum.
Leikmannahópurinn
Það versta við tapleiki Liverpool undanfarið er að við vitum að liðið er miklu betra en þetta, þeir hafa ítrekað sýnt það. Óstöðugleiki Liverpool er óþolandi en ef við öndum aðeins inn og horfum á heildarmyndina er margt sem bendir til þess að Klopp sé á réttri leið með félagið og að við séum í mjög góðum höndum.
Frá því úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool bara fimm sinnum verið með fleiri stig eftir 26 umferðir. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað fleiri mörk. Liðið er alveg jafn mikið í 5. sæti fyrir því og verður líklega í 6.sæti eftir þessa umferð en mörg af vandamálum liðsins ætti að vera hægt að laga tiltölulega hratt.
Síðasta sumar losaði Klopp 14 leikmenn frá klúbbnum fyrir utan þá sem sendir voru burt á láni og fara líklega á næstu misserum. Það er ekkert gert mikið fleiri breytingar í einu og enginn af þessum sem fór var einhver sem Klopp vildi ekki missa. Þetta skilaði £85m í kassann auk þess sem félagið losnaði við Balotelli af launaskrá.
Stóru leikmannakaupin (Mané, Matip og Wijnaldum) síðasta sumar heppnuðust öll mjög vel sem er frekar óvanalegt. Klopp vissi hvað hann vildi og fékk inn menn sem henta hans leikstíl. Karius er sá eini sem hefur ekki (ennþá) staðið undir væntingum af þeim sem Klopp hugsaði sem byrjunarliðsmenn. Allt eru þetta leikmenn á flottum aldri.
Holning liðsins er mjög slæm og sérstaklega hafa veikleikar liðsins upp hryggsúluna verið opinberaðir í vetur. Markmannsstaðan er ekki nægjanlega vel mönnuð en líklega er hún ekki á dagskrá í sumar. Mignolet skrifaði undir langtímasamning undir stjórn Klopp og hann er örugglega ekki nærri því búinn að gefast upp á Karius. Báðir verða miklu betri markmenn fái þeir almennilegan varnarleik fyrir framan sig. Það hefði enginn markmaður komið vel út hjá Liverpool undanfarin 4-5 ár.
Öll tölfræði öskrar á að varnarleikurinn er ennþá okkar stærsta vandamál og eitthvað sem Klopp þarf að laga strax. Honum til varnar þá hefur nákvæmlega ekkert fallið með honum þegar kemur að miðvarðarstöðunum. Ekkert miðvarðapar Liverpool hefur náð að spila meira en fimm leiki í röð undir stjórn Klopp. Bara á þessu tímabil hefur hann stillt upp átta mismunandi útgáfum. Okkar bestu miðverðir, Matip og Lovren hafa spilað samtals 12 leiki saman í öllum keppnum. Þessir leikir komu alls ekkert allir í röð þannig að þeir hafa enganvegin náð að fullmóta sig sem par.
Það miðvarðapar sem mest hefur spilað saman hjá Liverpool undir stjórn Klopp eru Lovren og Sakho með 14 leiki sem kannski sýnir hversu mikið og slæmt þetta vandamál er. Lucas hefur t.a.m. spilað 9 leiki sem miðvöðrur í vetur og Klavan 15 leiki það sem af er þessu tímabili.
Liverpool and their 20 centre back partnerships under Klopp pic.twitter.com/TxOXRJcmmx
— ALEX KAY-JELSKI (@AlexKJTimes) 1 March 2017
Klopp þarf því bæði að kaupa nýjan miðvörð á sama kaliberi og Matip og helst smá heppni líka því ekkert lið í heiminum nær stöðugleika varnarlega með því að spila með nýtt miðvarðapar í nánast hverjum einasta leik. Vonandi fæst eitthvað fyrir Sakho sem dugar fyrir nýjum gæða leikmanni. Peningar eru btw ekki vandamálið hérna. Lovren og Sakho eru dýrustu miðverðir í sögu félagsins en Matip kom frítt.
Varnartengiliður er svipað mikilvægur fyrir miðverði og miðverðir eru fyrir markmenn. Liverpool var ágætlega stöðugt allan fyrsta áratug síðustu aldar og var öll árin með gríðarlega öfluga varnartengiliði. Síðan þá hefur þetta verið opið sár í liðinu. Henderson hefur að mörgu leiti staðið sig vel í þessu hlutverki og við finnum heldur betur fyrir því þegar hann er ekki með en hann er ekki varnartengiliður að upplagi og mikilvægari sóknarlega en varnarlega. Varnartengiliður með svona 60% af vinnusemi og gæðum Kanté myndi stökkbreyta varnarleik Liverpool.
Þetta eru bara stöðurnar í hryggsúlu liðsins
Liverpool have conceded 181 PL goals in the last 4 seasons – only 8 teams have conceded more. pic.twitter.com/JZpZUPfFwZ
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) 27 February 2017
Varnartengiliður myndi ekki bara verja miðverði heldur veit ég ekki um bakverði í neinu liði sem þyrftu eins rosalega góðan varnartengilið eins og sókndjarfir bakverðir Liverpool. Moreno var vandamálið að margra mati í fyrra enda oft víðsfjarri þegar kom að því verjast. Milner hefur ekki bætt varnarleik Liverpool nokkurn skapaðan hlut utan þess að yfirferðin er ekki jafn mikil eða hröð. Sama á við hinumegin, Clyne er uppálagt að taka þátt í sóknarleiknum og er stundum gripinn í landhelgi.
Sóknarleik og miðju tók ég fyrir um daginn Varnarleikurinn er miklu stærra vesen í ár enda liðið það markahæsta í deildinni sem stendur. Hvað tal um framherja varðar þá náði Klopp að skapa þrjá gríðarlega góða sóknarmenn hjá Dortmund og er vonandi að gera það aftur hjá Liverpool þó sá sé hvergi sjáanlegur í vetur. Sóknarlega þarf Klopp sinn Barrios, Lewandowski eða Aubameyang til Liverpool. Barrios var fremstur þegar Dortmund vann deildina fyrst undir stjórn Klopp á meðan hinir tveir eru meðal hæstskrifuðu frammherja í heimi.
Framhaldið
Samkeppnin um Meistaradeildarsæti er í sögulegu hámarki rétt eins og spáð var fyrir mótið. Öll toppliðin sex eru að hrúga inn stigum og því miður virðist Liverpool vera óstöðugast af þeim öllum og í mestri hættu á að missa af lestinni. Vonandi breytist það í fjórum heimaleikjum sem eru framundan af næstu fimm leikjum.
Takist ekki að ná Meistaradeildarsæti í vetur óttast ég að það tefji uppbyggingu Liverpool enn meira, hvert ár fyrir utan Meistaradeildina er rándýrt og með hverju ári verður erfiðara að komast þar inn. Liðin sem eru með verða bara ríkari og eiga greiðari aðgang að bestu bitunum á markaðnum. Verst af öllu væri að enda í Europa League en verði það niðurstaðan hefur Klopp vonandi vit á því næsta vetur að vera með hóp sem ræður við það. Varamenn sem hann treystir mikið betur en þeim sem hann er er að nota á þessu tímabili og eins byrjunarliðsmenn sem þola meira en fimm leiki í röð án þess að meiðast. Það eitt hefur reynst með ólíkindum erfitt hjá Liverpool undanfarin ár.
Klopp hefur aðeins verið stjóri Liverpool í um 18 mánuði, brúðkaupsferðinni er lokið en það er enginn betri kostur í boði sem ég myndi taka í mál að veðja frekar á sem stóri Liverpool næstu árin.
Reka Klopp er mesta bull sem eg hef heyrt. Eg vil gefa honum lágmark 3 heil season i viðbót eftir þetta tímabil. En reka FSG er eg meira en til í samt. Enduðum siðasta sumar i plús peningalega séð og engu eytt i janúar og þannig keppum við ekkert um dolluna og liklega ekki um topp 4 heldur þvi miður…
Valdi „engan vegin tímabær umræða” vegna þess að því að #Kloppout umræðan er að mínu mati sturluð. Persónulega er ég mótfallinn tíðum stjóraskiptum, það getur bara engan veginn verið hagkvæmt hvorki fyrir félög né þá leikmenn sem spila fyrir þau. Auðvitað eru undantekningar (lesist Hodgson).
Auðvitað er ég drullu svekktur með frammistöðu liðsins síðustu 2 mánuði eða svo og sem kristallaðist í því að ég braut eitt af mínum prinsippum á mánudags kvöld, með því að rjúka út og hætta að horfa. Gagnrýni á Klopp og hans starfslið á fullan rétt á sér. En að reka hann nei takk.
Góðar stundir félagar YNWA
Sælir og takk fyrir þennan pistil.
Ég get nú ekki annað en brosað stundum af úttektum á liðinu.
Dæmi ;
Það er bæði rándýrt og tímafrekt fyrir uppbyggingu félagsliða að skipta ítrekað um stjóra. Sérstaklega þegar stjórinn er sá sem hefur úrslitaatkvæðið þegar kemur að leikmannakaupum og sölum, hvað þá þegar skipt er út stjóra fyrir annan með allt aðra hugmyndafræði og annan leikstíl.
Ef þú ert með réttan stjóra er mikið nær að styðja eins mikið við bakið á honum og gefa honum tíma til að byggja upp sitt lið, jafnvel þó það takist ekki í einni hendingu. Innkaupastefna Liverpool undanfarin ár hefur enganvegin verið nógu góð eða markviss til að nýr stjóri geti gengið að vel smurðu liði þegar hann tekur við. Liverpool hefur ekki haft slíkt lið síðan 2009 og holningin á liðinu hefur aldrei verið nálægt því eins traust og hún var allan fyrsta áratug þessarar aldar.
Svo kemur þetta stuttu síða:
Ég er ekki viss um að ég hefði viljað gefa Hodgson, Dalglish eða Rodgers þann tíma sem þurfti til að byggja upp sitt lið með sama hætti og ég er að tala um hérna, en ég er klárlega tilbúinn til að leggja þetta traust á Jurgen Klopp.
Þarna fynnst mér þú ekki samkvæmur sjálfum þér.
Ekki það að ég var mjög ósáttur við ráðningu Hodgson og var sáttur þegar hann fór.
En King Kenny var akkúrat drauma stjórinn fyrir stærsta hluta stuðningsmanna Liverpool.
Enda gerði hann okkur strax sigurvegara á sínu eina tímab. þó svo að við enduðum í 8. sæti í deild
Ef einhver stjóri ÆTTI skilið tíma þá var það hann. Enda fæddur sigurvegari bæði innan sem utan vallar og það voru stór mistök að láta hann fara að mínu viti.
ENDA EKKI BÚNIR AÐ VINNA DOLLU SÍÐAN HANN FÓR.
En sammála er ég samt þér að Klopp þarf nokkur tímabil.
Kveðja Ingó
Ingó
Þetta eru auðvitað bara mínar vangaveltur og skoðanir en ég held að bæði FSG og stuðningsmenn séu nú komnir með þann mann sem þeir vildu í Klopp og tilbúnari að treysta á hann en þá þrjá sem voru á undan honum í tíð FSG. Mögulega eru margir þarna sem hefðu frekar viljað gefa Dalglish þann tíma en ég efast um það ef rómantíkin er tekin út úr þeirri ráðningu.
Dalglish var aldrei sá maður sem FSG var að fara treysta á til framtíðar og því síður voru stuðningsmenn Liverpool að óska eftir honum með sama ákafa og Klopp. Frábært að fá hann inn fyrir Hodgson samt og hann stóð sig vel að mörgu leiti. Dalglish er auðvitað stærsta núlifandi stjarna félagsins en hann var hættur í fótbolta í áratug áður en hann tók við Liverpool og hefur ekkert þjálfað eftir að hann hætti. Hann er að ég held nokkuð sáttur í sínu hlutverki í dag.
Varðandi könnunina var ég að vonast eftir 100% svarhlutfalli þess efnis að þetta væri enganvegin tímabær umræða.
Þetta hljóta að vera United stuðningsmenn sem eru að kjósa Klopp out og hugsanlega Sigkarl.
Sæl öll.
Ég er alveg ótrúlega sammála þér Einar í þessum málum er varðar eigendurna og þjálfarann hjá Liverpool því ég er alveg helsáttur með bæði. FSG hefur tekið liðið upp í nýjar hæðir er varðar sölu á varningi og reksturinn er stöðugur og búið að stækka völlinn. Ég er svo mikill Klopp maður að hann mætti vera þarna út starfsævina mín vegna. Ég er orðinn vondaufur um að topp 4 náist á þessu tímabili og vonandi náum við að halda okkar bestu mönnum í sumar því ef það heppnast aftur að fá 3 leikmenn með sömu gæði og Matip, Mané og Wjinaldum verður næsta tímabil mjög spennandi. Klopp þarf tíma og ég er svo sannarlega til í að gefa honum hann.
helginn, ég þekki ekki Sigkarl, en mér finnst hann virkilega málefnalegur hér í skrifum sínum, svo mér finnst þú skjóta yfir markið gagnvart honum.
Sælir félagar
Ég kaus “Enganvegin tímabær umræða” og havð sem helginn#5 segir þá hefi ég margoft sagt að ég vilji ekki láta Klopp fara. Hitt er annað mál að ég hefi gagnrýnt Klopp og lái mér hver sem vill. Ég er sammála Eeinari Matthíasi um stöðu Klopp og þann tíma sem ég vil að hann fái.
Mér finnst “Klopp out” umræðan bull en það hafa komið fram veikleikar í liðinu, undarlegar ákvarðanir stjórans og óásættanleg úrslit sem segja að Klopp verður að taka til hjá sér eins og ég hefi bent á og fleiri reyndar sem hafa miklu meira vit á hlutunum en ég. Klopp er nefnilega ekki yfir gagnrýni hafinn frekar en aðrir.
En jafnvel sófasérfræðingur eins og ég sér að “það er eitthvað mikið að” hjá liðinu. Þar hefi ég talað um motiveringu, plan A, B og jafnvel C, Sakho málið, leikmannahópinn, óstöðugleikann o.fl. Hinsvegar er þetta gagnrýni sem ég er ekki einn um “helginn” og á rétt á sér að mínu viti. Hitt er líka ljóst að Klopp verður að fá tíma til að takast á við þessi vandamál. Tvö til þrjú árviðbótar get ég ímyndað mér til að fullreynt sé.
Það er nú þannig
YNWA
Sakho braut agareglur ítrekað og sýndi knattspyrnustjóranum vanvirðingu. Það á ekki að líðast sama hversu góður leikmaðurinn er.
Klopp mun fá að minnsta kosti 3-4 ár til að byggja upp sitt lið, annað væri feigðarflan..
Ég tel líklegt að skemmtunin sem við fengum í haust muni koma aftur og verða stöðugri því lengur sem Klopp verður hjá Liverpool. Stöðugleiki með smá heppni í leikmannakaupum og meiðslaleysi þýðir að við munum berjast um efsta sætið í deildinni, vonandi á næsta ári en allavega tímabilið 2018-2019.
Það að skipta um stjóra á ekki að vera vesen .. við sjáum þetta gera hvað eftir annað í evrópuboltanum. Það er hins vegar fast í ensku-sálinni að eina sem geti búið til gott lið sé stjóri sem fær að vera lengi með liðið. Sennilega er partur af vandamálinu hve mikil völd stjórinn hefur.
Persónulega finnst mér fátt meira kjánalegt en sjúkleg tilfinningasemi gagnvart stjórum. Hann er bara einn hlekkur í langri keðju sem saman myndar lið.
Sá einhversstaðar umfjöllun um strúktúr enskra liða , og hvernig hann væri samanborið við það sem hin stóru liðin í evrópu væru að vinna með. Þar vildi greinarhöfundur meina að mikið vantaði upp á hjá rótgrónari topp klúbbum á englandi.
Southampton og (held ég) Watford nefnd sem lið sem hefðu innleitt eðlilegt fyrirtækja skipulag. Þar sem heimur og haf ferst ekki við stjóraskipti. Þessi grein var skrifuð í kjölfar komu LVG til MU þar sem hann fórnaði höndum yfir skipulagi .. sem enn var allt geymt í kollinum á gömlum manni sem hafði hætt að þjálfa skömmu áður.
En þrátt fyrir þessa ræðu, þá er ég ekki að halda því fram að það eigi að reka Klopp. Ef hann fer ekki að sýna skýr merki um að liðið sé á réttri leið hjá honum er um að gera að hleypa öðrum að.
Ég dýrka Klopp og finnst hann frábær.
En fyrir mér liggur vandamáli mikið í hugarfari, því annað en það getur ekki skýrt gengi okkar gegn minni liðunum samanborið við þau stærri. Ef það er eitthvað í liðinu sem er alfarið á ábyrgð stjórans, þá er það hugarfarið og baráttuandinn og þar virðist Klopp vera á sama kalíberi og margir af fyrrum stjórum okkar. Og það í raun segir sig sjálft að það gengur ekki að tapa fyrir neðstu liðunum trekk í trekk útaf því að þau berjast meir en okkar menn !
Svo er líka hægt að segja að vandamálið liggi í að minni liðin verjist á mörgum mönnum og því gangi okkur illa gegn þeim. En það er akkúrat líka eitthvað sem þjálfarinn ber ábyrgð á.
Þannig að ég kaus að það ætti að gefa honum annað tímabil og sjá hvort hann hefur einhver svör
Frábær pistill Einar, takk fyrir mig.
Ég kaus “Enganvegin tímabær umræða”.
Að öðru leiti tek ég undir með ÞHS #6.
Við verðum alveg svakalega kátir 1. desember 2017. Og sjálfsagt á toppnum.
En stóra prófið hjá Klopp verður desember/janúar 2017/2018.
Ef hann nær ekki að halda liðinu á dampi þennan tíma næsta tímabil þá mun róðurinn þyngjast hjá kalli. Menn hafa ekki tíma til að stíga tvisvar í sömu kúadelluna.
Ég hef trú á Klopp, ég vil að Klopp fái vinnufrið næstu tvö tímabil og eftir það má endurmeta stöðuna.
Það myndi hjálpa ef honum tekst að troða þessu liði upp í topp 4 fyrir sumarið.
YNWA
Goðann daginn frá Gran Canary 🙂
Hvar væri eg ef eg hefði ekki http://www.kop.is?
Fæ ykkur seint þakkað fyrir allt JÁ allt sem þið hafið lagt framm, aukið þekkingu mina a okkar ástkæra liði LIVERPOOL – einnig vil eg þakka ykkur sem kommentið her, fyrir ykkar frábæra framlag 🙂
Min skoðun:
1. Þeir sem þekkja til vita að það er bara RUGL að ætla að skipta út kallinum i brúnni.
2. Einnig að leifa sér að minnast a það að losa okkur við FSG!
3. OKKAR TÍMI MUN KOMA – vertu bara tilbuin/n til að njóta!
Mín útskýring;
1. Eins og margoft hefur komið framm þá er Hr. Klopp sá hæfasti sem völ er á fyrir okkar lið. Hann sjálfur er ekkert ánægður með stöðu mála og mun ÖRUGGLEGA gera eitthvað róttækt til að leiða okkur í gegnum þetta, bíðið bara, hann kann sitt fag og mun klárlega fá það sem til þarf og mikklu meira 😉
2. Hvað er eiginlega að ykkur sem viljið FSG út? Hafið þið ekki augu?…
Eg hef farið a 2 leiki til mekka, þvílík forréttindi. Get ekki beðið til þess dags að fá að berja nyju mannvirkin augum, hugsið ykkur aðeins um áður en þið opnið þverrifuna! (þið kunnið væntanlega að lesa i gegnum linurnar sem eg skrifa) 😉
3. Allt er breytingum háð og þar er Liverpool engin undantekning, Hr. Klopp og allt hans fylgdarlið mun sja til þess að bikar verður tekinn og honum komið fyrir i læstum skáp a Anfield með brosum, hrópum, köllum og ÖLLU TILHEYRANDI.
Get ekki beðið en lít aðeins um öxl og virrði fyrir mer söguna og sé þá að þetta er alllt á réttri leið 🙂
KOMA’SOOOOO AVANTI LIVERPOOL
Var einhver að horfa á Atletico leikinn? Torres í hroðalegu samstuði, meðvitundarlaus 🙁
Sælir þjáningfélagar.
Það er erfitt að horfa uppá þetta sama leikrit og hefur verið í gangi frá síðasta deildarmeistaratitli, sem er uppbygging byggð á sparsemi og skammsýni. Ef við ætlum að breyta því og vinna þennan stóra að þá verður að gefa sér tíma og hafa mikla þolinmæði því við höfum ekki fjármagnið það er ljóst.
Þetta svarar kloppout pælingunum og von um að hugmyndir Fsg séu ekki bara viðskiptalegir og ástríða fyrir titlum sé til staðar.
Einar.
Skrítið að ráða tvo stjóra í beit sem ekki ætlað að vera einhvern tíma!
Fsg er að gera marga frábæra hluti en í sumum málum hafa þeir allt niðrum sig.
Það er mín skoðun og nefni ég þessar ráðningar og brottrekstur á stjórum sem dæmi hér að ofan.
Ég vill bara bera saman King Kenny, þegar hann fékk sýnishorn af tímabili og vann allavega einn titil. Menn gátu ekki gefið honum smá þolinmæði, og ca 1-2 tímabil í viðbót, nei. Ég er á því að Klopp veitti ekkert af þekkingu og fróðleik KK þegar kemur að framkvæmdastjórn. Liverpool FC á að nýta þann snilling MIKLU meira. Menn tala um að hann sé ekki búin að fá að kaupa sitt lið, samt fékk hann síðasta sumar og keypti arfaslaka leikmenn eins og Klavan og Karius ! Hann og hans menn sáu enga ástæðu til þess að styrkja liðið í janúar ! Enda er skitan búin að vera ein sú versta í sögu LFC síðan þá. Enginn varnarmaður keyptur, engin miðju né vængmaður, allt átti bara að vera “honky dory” Bjartsýnin sem var við lýði um jólin síðustu er löngu horfin og það er bara vandræðalegt að horfa á LFC spila leik, við töpum á móti hverju fallliðiinu á fætur öðru, og meira að segja liði sem er við það að falla úr championship deild !
Það þarf að eyða pening til þess að ná árangri, og á meðan FSG og LFC eru að spara sér pening og horfa í 20-30 millj punda, og kaupa frekar 5 milljón punda leikmenn sem eru “kannski efnilegir” þá verðum við áfram á þeim stað sem við höfum verið undanfarið, 5-8 sæti í deild.
Liverpool er ekkert óstöðugt þessa dagana, þvert á móti töpum við stöðugt á móti lægri liðunum á meðan við vinnum stöðugt þau efstu, það er ákveðin tegund af stöðuleika.
Annars viðumst við ekki ráða við tvent, ef lið leggjast með 6 3 1 varnarstöðu, þar höfum við ekkert pláss og skorum ekki, síðan ef lið beita okkar meðulum á okkur, þ.e. pressa okkur hátt, ef Henderson er ekki með í svoleiðis stoðu náum við einfaldlega ekki taki á leiknum. Þetta eru bara vandamál sem klopp þarf að leysa.
auðvitað vona ég að við náum topp 4 en það er farið að lita frekar illa út.
Vandamál Liverpool er einfaldlega að deildin er ekki nógu sterk, ef þetta væri almennileg deild þá værum við á toppnum þar sem við rúllum upp betri liðunum…
Klopp out ? FSG out ? er ekki allt í lagi , FSG stækkuðu Anfield eitthvað sem gerðist EKKi fyrr en þeir eignuðust klúbbinn , Þeir höfðu metnað til að ná í Klopp á sínum tíma , Get ekki séð neins staðar að þeir vilji ekki kaupa leikmenn eða eyða pening þarna.
Þvert á móti það er Klopp sem stundar ekki viðskipti í Janúar og var búin að gera mönnum það morgunljóst áður en glugginn opnaði en gerði hann mistök já hugsanlega með að ofmeta hópinn.
En er hægt að álasa honum það var þetta ekki sami hópur og rúllaði öllum liðum deildar eins og rúllupylsu með bros á vör fyrir jól? Allir leikmenn liðsins voru að brillera það var nánast ekkert að jú við lákum mörkum vissulega en við skoruðum eins og brjálaðingar á móti og okkur fannst það öllum fínt trade off.
Er þá eitthvað skrítið að maðurinn haldi tryggð við sitt lið sem stóð sig MJÖG VEL fram að 2017.
Þegar hann áttaði sig svo á því ásamt okkur auðvitað þá var í raun orðið of seint að bregðast við , hverjir voru til sölu nefnið eitthverja sem hefðu viljað koma og haft getuna til að repleisa þá sem voru að brillera 2016?
Það þarf að finna svör við þessu það þarf að vinna saman við myndum ekki græða jackshit að reka Klopp og fá hvern roy hodgson aftur ?
Ætla standa við bakið á mínum manni fram í rauðan dauðan!
“If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”
Við sem stuðningsmenn verðum að muna þessa mætu setningu sem meistarinn sjálfur sagði eitt sinn hún á örugglega aldrei meira við en núna þar sem mikil pressa er á Klopp og LFC þessa stundina.
Nr. 23. Held að enginn sem heimsækir þessa síðu sé að fara að hætta stuðningi sínum við liðið vegna slæms gengis. Það þýðir hins vegar ekki að það megi ekki sýna liðinu það nauðsynlega aðhald sem felst í réttmætri gagnrýni. Annað væri meðvirkni!