Sérstakur gestur þáttarins að þessu sinni var Arngrímur Baldursson, einn forsprakka LFC History, og ræddi hann nýútkomna bók sína Mr Liverpool: Ronnie Moran um ævi og störf goðsagnarinnar Ronnie Moran. Þá ræddu strákarnir sigurinn gegn Burnley, leikform þeirra Phil Coutinho og Divock Origi, líkamsburði leikmanna og hituðu loks upp fyrir stórleik næstu helgar gegn Manchester City.
Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: SSteinn, Einar Matthías og Arngrímur Baldursson.
MP3: Þáttur 144
Sammála ykkur að Burnley leikurinn var skita þótt hann hefði unnist. Þið komið aðeins inn á Emre vin okkar og hvort að við ættum að halda honum nú þegar samningaviðræður við hann standa sem hæst. Mín skoðun er að færa hann í vörnina eða selja hann.
Finnst hann ekki eiga nokkurt erindi inn á miðjuna. Hann er seinn í pressuna, slakar staðsetningar bæði í vörn og sókn og er helsta ástæðan finnst mér að liðinu gengur illa. Sérstaklega finnst mér uppspilið hjá liðinu slappt þegar hann er í liðinu. Hann er ekki nógu hreyfanlegur að bjóða sig og draga menn til á vellinum. Hann minnir mig á Yaya Toure sem er að verða fertugur og á niðurleið. Emre er 23 ára og ætti að vera í formi að hlaupa til sólseturs.
En Emre er ekki í þýska landsliðinu ef hann væri ekki góður og myndi ég vilja sjá hann í bakverði eða miðverði ef það er kostur. Það hljóta að vera til betri leikstjórnendur á miðjuna í þýskalandi fyrir Klopp að versla.
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn og Arngrímur Baldursson fær hamingjuóskir með nýju bókina. Hana á auðvitað að þýða á íslensku í virðingarskini við þá sem ekki lesa ensku að marki. Hvað þáttinn varðar þá fannst mér umræðan um Burnley leikinn athygliverð. Ég er svolítið á því að eitthvað sé til í orðum SSteins um hroka leikmanna gagnvart “minni” liðunum. Það er nefnilega ekki einleikið hvernig menn mæta til leiks í þeim leikjum.
Umræðan um Can er orðin dálítið þreytt. Eins og SSTeinn bendir á þá hefur hann verið ræddur í nánast hverjum þætti í vetur. Verðum við ekki að treysta bara Klopp í þessu efi sem öðrum. Hann sér eitthvað í þessum dreng sem hann vill halda í. Svo er Can einnig í Þýska landsliðinu eins og Helginn bendir á hér fyrir ofan. Hitt er svo annað mál hvort hann stendur að lokum undir þessum væntingum en hann er orðinn 23 ára gamall og ætti því að fara að skila af sér því sem menn vilja sjá.
Það er nú þannig
YNWA
Þið reddið helginni…alltaf gott að fá nýtt podcast fyrir flug!
Takk!
Svona til þess að halda áfram með það sem að minnst var á með E. Can og það að yfirleitt er einhver leikmaður sem menn “benda” mjög mikið á en á það kannski jafn mikið skilið og menn halda.
Tek dæmi frá tímabilinu 00/01.
00/01 – Heskey, Riise (nema þegar að hann hitti á markið) og mögulega Biscan.
02/03 – Heskey, Riise, Traore.
03/04 – Heskey, Traore og Kewell? Kannski ekki allir sammála.
04/05 – Traore, Biscan og Josemi (okey, hann á heima þarna kannski).
05/06 – Traore, Morientes, Sissoko?
06/07 – Kuyt, Crouch, Aurelio.
Ég ætla bara að stoppa hér því eftir þetta er Kuyt inni alveg þar til hann fer frá félaginu, samt skoraði hann 51 mark í 208 leikjum. Kannski ekki drauma stats en Heskey var með 39 mörk í 150 leikjum.
Það eru alltaf einhverjir leikmenn sem menn eru með á milli tannanna og mér persónulega finnst ósanngjarnt að 23 ára miðjumaður sem lítur út fyrir að vera 30 ára sé sá maður. Sturridge á mikið frekar skilið gagnrýnina en það er ekki talað um hann þar sem hann er ekki að spila.
En ég sá ekki þennan Burney leik, og horfi líklega ekki á hann í endursýningu, en þetta er nákvæmlega það sem var búið að vera að kalla eftir. Að lenda í mótlæti og rífa sig upp úr því og sigra. Þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt, alls ekki. Ég man það nú að í seinni tíð þá tók scumm utd 1-0 leiki nánast alla leiktíðina með því að skora í lokinn á leikjum eða með heppni. Þetta gengur bara svona fyrir sig í þessar yndislegu íþrótt en ég er alveg sammála því að þeir einstaklingar sem við höfum í okkar liði eiga að rúlla yfir “minni” liðin.
Þetta er góður punktur hjá Sstein að hroki sé kannski málið. Að menn haldi að núna verður sett á Cruise-Control í 90 mínútur og upp töfluna. En það eru aðrir 11 leikmenn sem eru með bensínið í botni og ætla frammúr.
Þessi City leikur verður vonandi augnakonfekt fyrir okkur sem hafa áhuga á fótbolta.
Þetta er allavega uppskrift af flottum fótboltaleik þar sem bæði liðin sækja alveg á fullu.
Ég ætla að spá 1-3 sigri okkar mann þar sem Firmino setur 1, Wijnaldum 1 og Mane 1. Lallana verður með 2 assist og Mané gerir þetta alveg aleinn.
YNWA – In Klopp we trust!
Við unnum smálið síðast er það þá ekki skrifað að við töpum fyrir stórliði? Nei ég vona ekki en þetta verður gríðarlega erfiður leikur sem maður er viss um að verður góð skemmtun með fullt af mörkum. Ólíkt nágrönum þeirra þá spila þeir alltaf til sigurs og það sem er skemmtileg með Klopp og hans menn er að við erum ekkert að fara að pakka í vörn gegn Man City úti.
Í sambandi við E.Can.
Mitt álít er að hann er enþá 23 ára og hefur því tíma til að bæta sig en það sem af er hefur hann ekki verið að heilla mann og ekki leikmaður sem maður vill sjá í leik eftir leik í byrjunarliðinu.
1 Hann virkar alltaf á mann sem of þungur og svifasein inn á miðsvæðinu og þegar hann á að passa vörnina okkar sem djúpur miðjumaður finnst manni staðsetningarhans oft á tíðum skelfilegar. Hann lætur draga sig alltof framarlega eða les stöðuna kolvitlaust.
2. Hann hefur verið að bæta sig á þessu sviði en það hægist allt spil í kringum hann. Það er eins og að hann geti ekki litið upp fyrr en hann er búinn að fá boltan.
3. Jújú það er gaman að sjá hann taka eina eða tvær ákveðnar rispur í leik með boltan en þá eru enþá 89 mín af leiktíma eftir.
4. E.Can hefur átti nokkra mjög góða leiki fyrir Liverpool en þetta er samt leikmaður sem maður myndi ekkert sakna ef liverpool semur ekki við hann. Miðjan okkar hefur verið best með Henderson, Winjaldum og Lallana en okkar vantar klárlega styrkingu á miðsvæðið fyrir næsta tímabil þar sem Henderson er alltaf meiddur en E.Can er ekki svarið við því.
Talað um að Firmino verði ekki tilbúin engin Sturridge og núna engin Origi ég held þetta þýði hvað að Mané verður færður uppá topp eða hvað og Lallana færður á kantinn? þá meiga fróðari menn fræða mig betur um það en úff veit ekki hvernig það mun virka á móti gríðarsterku liði City allavega er ég drullu hræddur við þennan leik.
Það fer að verða frekar pirrandi með þessi meiðsli.
Er Henderson að verða meiðslapési
Sturridge er búinn
Við eigum mjög erfiðan sunnudag framundan.
Vona að Firmino verði tilbúin en það var talað um að hann væri tæpur þetta verður allavega virkilega erfitt framundan með þessi meiðsli hjálpar ekki.
Nú rétt í þessu er Arsenal að tapa fyrir WBA. Þótt vafasamt sé að taka of mikið mark á einum leik þá kristallast þarna vandræði stóru liðanna með litlu mennina gegn litlu liðunum með stóru mennina.
Arsenal hafa víst ekki verið svona slappir síðan 1995 semsagt með töp í röð þannig það er allavega ágætt fyrir top4 baráttuna