1-0 44. mín. Jonathan Walters
1-1 70. mín. Philippe Coutinho
1-2 72. mín. Roberto Firmino
Fótbolti er svo geggjuð íþrótt. Ég missti næstum alla trú á verkefninu eftir þetta skítajafntefli gegn Bournemouth í miðri viku, sá bara fram á að lið sem er svona brothætt gegn minni spámönnum myndi alltaf tapa of mörgum stigum á útivelli gegn Stoke, Watford, West Ham og West Brom á næstu vikum til að ná að tryggja sér topp fjóra. Ekki skánaði það þegar ég sá byrjunarliðið í dag.
Hvað getur maður annað sagt eftir þennan leik en bara að öskra út í tómið? Þetta eru einfaldlega risastór þrjú stig í baráttunni, í leik sem ég bjóst ekki við neinu úr en voru einfaldlega þrjú nauðsynleg stig eftir jafnteflið í miðri viku? Ótrúlegt!
Bestu leikmenn Liverpool
Það kom á daginn að Stoke-liðið var ekkert að gera góða hluti frekar en okkar menn. Þetta leit út fyrir að vera leikur þar sem gæðaframtak einstakra leikmanna gæti ráðið úrslitum og það gerðist. Liðið var 1-0 undir og 70 mínútur liðnar af leiknum þegar Klopp henti sinni þriðju skiptingu inná völlinn, Sturridge í framlínuna fyrir Origi. Það gaf okkur nýja vídd, Sturridge kom klárlega inn með þau fyrirmæli að hanga á síðasta manni, reyna að komast á bak við vörnina þeirra og ýta henni þá aftur.
Þetta gaf strax í fyrstu almennilegu sókn liðsins þegar Coutinho jafnaði. Phil skoraði en það voru Can (sendingin), Sturridge (ógnin) og Coutinho sem eiga það mark saman. Svo kom sigurmarkið, geggjuð sending inn fyrir frá Wijnaldum og frábært slútt hjá Firmino. Tveimur mínútum síðar átti Mignolet svo eina af markvörslum ársins frá Berahino á markteignum.
Allir þessir leikmenn sem ég nefndi í þessum þremur atriðum hér að ofan eru menn leiksins. Það skiptir engu hvernig þeir spiluðu yfir 90 mínúturnar, hvað menn unnu margar tæklingar eða hver sendingarprósentan er. Þetta var ekki þannig leikur. Þessir leikmenn stigu upp þegar við þurftum á að halda og bjuggu til augnablikin sem gerðu gæfumuninn. Takk, strákar!
Vondur dagur
Allir í 70 mínútur, en mér er skítsama um það núna. Við unnum!
Ulla í leiðinni á Mike Dean dómara fyrir að dæma ekki vítið þegar brotið var á Woodburn rétt áður en Stoke komst yfir. Þeir halda áfram að láta gæðin tala sínu máli, dómarar Englands …
Umræða eftir leik
Miðað við Twitter sýnist mér fólk vera aðallega fegið og hissa og himinlifandi eftir þennan sigur. Fólk var þegar byrjað að greina tapið í ummælum hér á Kop og á Twitter en svo snerist þetta við og þá bara fagnar maður.
Liverpool er núna með 14 stig af síðustu 18 í deildinni, 4 sigrar og jafnteflin gegn City úti og Bournemouth heima. Það er virkilega gott gengi. Höldum áfram!
Við brosum þessa helgina, það er á hreinu.
Næstu verkefni
Heimsókn á The Hawthorns til West Bromwich Albion á sunnudag eftir átta daga. Vonandi fáum við eitthvað af leikmönnum til baka á þeim tíma. Coutinho ætti að jafna sig af vírusnum sem hann fékk í miðri viku, Firmino veitir ekki af hvíldinni í viku og kannski fáum við Henderson eða Lallana inn. Sá Sturridge sem við sáum í dag gæti líka alveg átt eftir hlutverk fram á sumarið, vonandi gerir vika af æfingum honum gott.
Næsti leikur. Það er bara þannig. Liverpool er enn í þessari baráttu. Og ég er enn með hjartaflökt. Góða helgi!
YNWA
Í fréttum er þetta helst: Liverpool eru betri í fótbolta, þegar þeirra tveir bestu menn spila.
Geggjaður sigur RÁNdýr þrjú stig í höfn. Nú er ég farin að trúa á að við náum þessu blessaða topp 4 sæti
Mignolet maður leiksins engin spurning og langt síðan að hann hafi bjargað 3 stigum fyrir okkur. Vel gert.
Í stöðuni 1-0 ver hann frábærlega og svo bjargað hann okkur með annari frábæri markvörslu þar sem Stoke hefði getað jafnað.
Þetta var ekki fallegt en miða við leikmennina sem voru til staðar og Klopp þorði að breytta um leikerfi gefa tveimur kjúklingum tækifæri( Woodburn átti sína spretti og átti líklega að fá víti áður en Stoke skoraði) og svo tilbúinn strax að breytta um og hleypa inn tveimur óþreyttum Brasilíu samba köllum til að skora þá var þetta einfaldlega stórkostlegur sigur á gríðarlega erfiðum útivelli.
Það hafa verið mikið af áföllum undanfarið Mane út, Lallana út, Bourmouth jafntefli, Henderson lengur að jafna sig og Coutinho meiddur en samt fór þetta lið og náði 3 stig.
p.s þeir sem voru að drulla yfir allt og alla á meðan leikurinn var í gangi munið að vera tilbúnir þá að hrósa þegar vel gengur og leyfa 90 .mín að klárast áður en fallöxin er látin falla. Ef Leikmenn hefði þessi viðhorft þá væri liðið í bottbaráttu í ár.
Hörmung í fyrri hálfleik en var vongóður í seinni með þennan bekk öruglega sterkasti varamannabekkur á þessu tímabili enda kom það í ljós væri snilld að þetta væri alltaf svona áfram liverpool
Sælir félagar
Þetta fór eins og ég spáði (1 – 2) og ég er helsáttur við það. Innáskiptingar Klopp !!!! voru frábærar þó Origi hefði að ósekju mátt fara fyrr en ef til vill var Sturridge ekki tilbúinn í heilan hálfleik. Ég skammaðist líka útí Clyne í hálfleik en hann var sínu skárri í þeim seinni þó ég telji hann einn ofmetnasta mann LFC liðsins.
En sem sagt frábær sigur í afar leiðinlegum leik ekki síst þar sem leikmenn Liverpool máttu þola kárinur af verra taginu án þess að arfaslakur dómari (Dean?) sæi ástæðu til að flauta á þá hvað þá meira. Eins og KAR segir; enn og aftur lendum við í því að flautuleikarinn verði ensku dómarastéttinni til skammar. En okkar menn eiga hrós skilið fyrir að halda áfram og berjast til sigurs.
Það er nú þannig
YNWA
“Vondur dagur
Allir í 70 mínútur, en mér er skítsama um það núna. Við unnum!”
Kristján Atli á til með skjóta einhverjum svona alhæfingum fram, sem eru skiljanlegar en ekki beinlínis réttar. Full dramatískar fyrir minn smekk og ekki alveg mér að skapi. Mér væri svo sem sléttsama nema fyrir þá ástæðu að ég heyri á “brodköstum” að hann er mjög klár og skemmtilegur í tilsvörum. Annars myndi ég ekki nenna eyða orku að gagnrína þessi skrif, því nóg er nú til af blöðrubelgum sem hafa unun af því að horfa á fótbolta.
Liverpool var miklu betra liðið í síðari hálfleik. Lovren átti t.d skalla í slá, Firmino átti skot sem var varið með glæsibrag af markverði Stoke og ég get eflaust talið upp eitthvað meira en liðið var virkilega ógnandi með tilkomu Firmino og Coutinho og tala nú ekki um þegar Sturridge kom inná. Eina sem ég get set út á var hvað vörnin átti til með að opnast á köflum.
Svo mætti halda að hann líti sem svo á Mignolet sé ekki leikmaður Liverpool. Það er aðallega honum að þakka að liðið náði þremur stigum í þessum leik.
Ég þykist samt halda að hann hafi gaman að varpa fram alhæfingum til að fá viðbrögð og hér hefur hann fengið þau 🙂
Sæl og blessuð.
Fengur að landa þessum sigri. Vonandi fer þetta að ganga betur hjá okkur en við megum prísa okkur sæl fyrir klaufagang pottaranna. Wijnaldum þykir svo gaman að gefa stoðsendingar að þær ganga á bæði mörkin hjá honum. Óskandi að við náum að innbyrða það sem þarf til að komast í meistaradeildina á næsta ári. Þá verðu nú gaman.
Það sem leikurinn breyttist við að fá Brassana okkar inn á.
Happy happy Joy Joy.
Næsta leik takk.
Þetta var svo sykursætt að það hálfa væri meira en helmingur!
Ég hef ekki verið mikið að þruma hérna en mikið ROSALEGA er oft mikil neikvæðni ríkjandi hérna. Ég trúi á það sem Klopp er að gera en vissulega er oft erfitt að upplifa svekkelsi og dapra frammistöðu en skítköst og niðurrif hjálpar ekki.
2# Svo hryllilega mikið sammála með síðustu málsgreinina þína.
Höfum trú allir sem einn!
Vel gert í dag og skýrslan góð.
Nema að þessi stig á Simon Mignolet framar öðrum. Ekki það að það sé lykilatriði þá átti hann tvær af vörslum þessa tímabils á mögnuðum augnablikum. Hann á skilið hrós eftir daginn…og að tala um sokka í munn…hann er að fylla nokkra munna af sokkum síðustu vikur.
Dagurinn miklu betri…
Brandari ársins er klárlega einkunagjöf sky news Mignolet með 6 , þeir hafa þá ekki horft á leikinn hann ætti að vera með 10 eftir þennan leik.
Það er kannski vert að muna eftir því að þrátt fyrir að liðið hafi átt lélegasta janúar mánuð í manna minnum, þrátt fyrir jafnteflið á móti Bournemouth í vikunni, þrátt fyrir að hafa verið án Henderson í lengri tíma, þrátt fyrir að hafa verið án Coutinho í 2 mánuði um mitt tímabil, án Mané í 1 mánuð og hann núna frá út tímabilið, með Lallana frá í guðmávita hvað langan tíma, Coutinho með flensu, hafandi nánast aldrei getað stillt upp sama miðvarðarparinu, etc. etc….
… þá er liðið í 3ja sæti. Og jú, ef City vinnur sinn leik sem það á inni, þá færast okkar menn niður í 4ða sæti. Arsenal og United gætu mögulega náð jafn mörgum stigum með því að vinna 3 leiki sem þau eiga inni. Sé það ekki gerast.
Ég hefði allavega alveg tekið því að vera í 3ja sæti á þessum tímapunkti hefði það verið í boði í upphafi.
Ég skrifa sjaldan hérna inni, helst þá þegar mér gjörsamlega ofbíður hvernig “stuðningsmenn” liðsins tala um leikmennina og þjálfara. Það er eins og að allir sem skrifa á commentakerfi DV ákveðið að tjá sig hérna þegar að illa gengur en svo færa þeir sig aftur yfir á DV þegar að vel gengur.
Við erum í 3.sæti þó svo að liðið sé ekkert að spila neitt rosalega vel á köflum.
Styð Liverpool alltaf, sama hvernig gengur
YNWA
Heyr heyr!
Þetta var risastór sigur og sýnir enn og aftur hvað það skiptir miklu að vera með gæðaleikmenn. Það er ferlegt að Gini skyldi næstum hafa gefið mark eftir glórulausa kollspyrnu en maður, maður hvað þessi sending hans fram á Firminho var góð. Og hvernig Brazzinn slúttaði!…eða var þetta kannski Suarez mættur aftur? Ég hef ekki verið í fan club hjá Mignolet en verð að segja að hann var ein af hetjum dagsins með þessum tveimur heimsklassa vörslum.
Ég segi höfum enn trú á þessu, við býsnumst og bölmóðumst oft yfir gengi okkar manna en…hvað haldið þið að þeim sem reima á sig takkaskóna fyrir okkar lið finnist um að hafa ekki Mane, Lallana og Henderson til að létta undir? Fyrir utan að Sturridge hefur verið meira og minna frá og Matip og Lovren hafa lítið geta spilað saman í vetur, en allir vita að þeir eru okkar aðal miðvarðapar. Þetta er nefnilega búin að vera svaðaleg blóðtaka eftir áramót og í raun ótrúlegt að við séum í 3 sæti. Bítum á jaxlinn, brettum upp ermar og klárum að ná þessu fjórða sæti með liðinu okkar…það verður magnaður árangur!
Þetta eru einfaldlega stórkostleg úrslit miðað við útileik gegn Stoke og ástandið á hópnum og byrjunarliðið. Gjörsamlega frábær! Sá bara síðustu 20 mínúturnar og missti (e.t.v. sem betur fer) af leikþræðinum. YNWA!
Takk fyrir frábæra skýrslu!
Ullarsokkurinn bragðaðist vel með c.a. 1 lítra af bjór!
Þvílík breyting á liðinu í seinni hálfleik, geggjað! Ok. höfum það á hreinu, Ben 10 og Arnold eru frábær efni, en guð minn góður hvað þeir eru enn nokkkrum númeruum of litlir fyrir svona leik. Frábærir í deildarbikarinn og æfingarleikjum og þeirra tími mun koma……..seinna.
Algerlega geðveikislega góð skipting hjá meistara Klopp í seinni hálfeik. Æðisleg úrslit og við eru svo sannarlega game on í baráttunni um topp4. Frábært!
Mignolet laaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbesti leikmaður liðsins og bjargaði stigum í dag, það er bara þannig.
Þið hér sem viljið nýjan markmann í búrið fyrir næsta tímabil. Gott og vel, vinsamlegast upplýsið hvaða markmann þið viljið fá í búrið. Í Fowler-bænum ekki nefna markmenn sem eru ekki á lausu eins og markmenn United, Tottenham, Chelsea, Arsenal eða Bayern Munchen. Komið með nöfnin……..plís. Að mínu mati er markmaðurinn langt í frá aðalveikleiki liðsins.
Bring on WBA nk. sunnudag!
YNWA
Erfið byrjun enn góður endir það þarf ekki meira til að gleðja mitt LFC hjarta.
Endum í þriðja.
Fyrir mér eru ein bestu kaup sumarsins sífellt betur að koma í ljós. Ef við hefðum ekki keypt Karius, væri Mignolet búinn að vera þetta góður?
Frábær sigur á erfiðum útivelli.
Mignolet maður leiksins,án efa en vörnin er að gefa eftir trekk í trekk og umfjöllunin væri allt önnur ef þessar tvær risavörslur hefðu ekki litið dagsins ljós.
40 mörk í 32 leikjum…..
Styrkja vörnina fyrir næsta tímabil og við erum í titilbaráttu – engin spurning.
Gleðilega páska,gott fólk.
Skv Liverpool Echo fær Hr. Klopp 100m punda + það fé sem kemur inn fyrir sölu leikmanna í sumar. Echo áætlar að innkoma fyrir selda leikmenn verði c.a. 100m punda.
Sem c. 200m punda í nýja leikmenn í sumar.
Ef satt reynist verður fjör að fylgjast með Liverpool í sumar.
Ég er óskaplega ósammála þessum punkti að allir hafi verið vondir í 70 mínútur. Mignolet var frábær allan leikinn, steig ekki feilspor og liðið sem mætti inná í seinni hálfleik var flott, löngu áður en jöfnunarmarkið kom. Þetta var endalaust mikilvægur sigur hjá okkar mönnum og þrátt fyrir dapran fyrri hálfleik, þá unnust 3 stig. Þetta er algjörlega game on í þessari keppni fyrir þessum topp sætum í deildinni. WBA næst og í þeirri umfærð mætir Man.Utd Chelsea og City eru á útivelli gegn Southampton. Það er ógrynni af innbyrðisleikjum framundan hjá öllum hinum liðunum í kringum okkur, þannig að ef menn halda áfram svona stigasöfnun, þá endar þetta vel.
#20 það er of gott til að vera satt ?
Sex leikir eftir með 6-8 daga millibili. Lykilmenn fá hvíld og vonandi skríða Henderson og Lallana saman til að geta tekið þátt í lokasprettinum. Við bara verðum að komast í meistaradeildina get ekki afborið það ef að Manure og Gunners hoppa inní topp 4 úr þessu.
Mignolet með frábæra pepp vörslu sem ætti að gefa mönnum innspýtingu fyrir restina.
Dómarinn var rétt í þessu að eyðileggja leik Sunderland og Man Utd – Dómgæslan er bara hörmung þetta tímabilið heilt yfir.
Góði Fowler, viltu láta þessar tölur vera nokkurn veginn réttar. Þegar Herr Klopp verður kominn með ,,sitt lið” þá verður þetta heavy metal a la Pantera!
Frábær sigur gegn Stoke. Kæmi mér ekki á óvart að Klopp hafi lagt leikinn þannig upp að halda í horfinu framyfir hálfleik með kjúklingunum og treysta svo á að tæknileg gæði Firmino, Coutinho og Sturridge myndi klára leikinn.
Las einhverstaðar að Klopp hefði haft 40m punda til að eyða í janúarglugganum. Klopp ákvað hinsvegar að kaupa ekkert og var lofað á móti að þessar 40m myndu bætast við sumargluggann.
Ef við gefum okkur að Klopp fái einnig þann pening sem hann aflar með sölum á Markovic, Sakho, Sturridge o.fl. þá er ljóst að hann muni hafa verulegar fjárhæðir til að eyða næsta sumar og getur mótað liðið algerlega eftir sínu heavy metal höfði.
Sennilega eru FSG loksins búnir að líta uppúr Excel-skjölunum sínum og tölfræðiskýrslum. Sjá að nú duga engin vettlingatök. Þeir eru komnir með heimsklassa stjóra. Völlurinn kominn í lag og skilar mun meiri tekjum en áður og betri auglýsingadílar. Það að selja bestu mennina reglulega og vera réttu megin við strikið fjárhagslega dugar ekki til að koma Liverpool í efsta klassa í Evrópu. Stuðningsmenn farnir sumir að efast um að FSG séu ekki nógu metnaðarfullir fyrir okkur.
Engar afsakanir fyrir þá lengur. Þeir sjá sóknarfæri núna og möguleika á að ná Englandsmeistaratitlinum undir Klopp. Allt eða ekkert. Computer Says Yes.
Ég er á því að Liverpool gæti vel unnið Meistaradeildina á næstu árum ef við komumst þangað sem fyrst. Árangur Klopp gegn stórliðum er slíkur. Hann er það frábær mótivator og þekkir Evrópuboltann eins og lófann á sér. Enskur frumkraftur í bland við þýska skipulagshæfileika er blanda sem gæti svínvirkað í CL.
Til þess þarf Klopp að læra af mistökunum og hvernig eigi að brjóta niður ensk varnarlið. Hann þarf líka að læra af mistökum í eigin leikmannakaupum. Það þýðir ekki kaupa menn eins og Klavan, Karius og reyna tala þá uppí að vera heimsklassa. Hann verður að kaupa gæði næsta sumar. Hann þarf alvöru Striker sem hann getur treyst á. Finna sinn Lewandowski/Aubameyang fyrir Liverpool. Hann þarf nýjan alvöru leiðtoga sem yrði annaðhvort miðvörður eða miðjumaður. Henderson er því miður bara að mínu mati langífrá nógu góður fyrirliði. Við þurfum fleiri sigurvegara í liðið. Við þurfum sárlega markmann og varnarmiðjumann sem er öruggur og smitar sjálfstrausti til varnarinnar.
Liverpool/Klopp getur keypt svona menn hvort sem við lendum í topp 4 eða ekki. En ef Liverpool mun eyða 200m+ pundum næsta sumar þá er að hitta á réttu mennina. Einhver eins og NGolo Kante hefði gjörbreytt þessu tímabili fyrir okkur. Liverpool þarf ekki að eltast við dýrustu bitana á markaðnum. við erum núna með frábæran grunn og þurfum bara að hitta á þá réttu. Kaupa gæðaleikmenn í allar stöður sem vantar í.
Frábær leikur! Þeas frábærar seinustu 20 mín og þegar það dugar til sigurs þá á maður ekki að kvarta. Ég er ánægður með að Klopp hafi skellt kjúklingunum í liðið og mér fannst Woodburn eiga spretti og það kom mér smá á óvart að hann færi út í hálfleik (átti að fá víti og var að mínu mati okkar hættulegasti maður í fyrri hálfleik).
Aðeins varðandi leikmannakaup. Ég vona að Klopp selji Sakho ekki, hann er heimsklassa miðvörður (eða amk mjög nálægt því) og þeir eru ekki ódýrir. Klopp er búinn að kenna honum lexíu og ég gæti vel séð hann stíga upp og sýna og sanna að hann á heima í topp klassa liði.
Hins vegar vona ég að leikmenn eins og Sturridge og Markovic verði seldir og betri menn fengnir inn í staðinn og það verði bara eytt eins og þarf til að geirnegla okkur sem meistaradeildarlið svo að við verðum þar næstu árin og verðum okkur ekki til skammar eins og var raunin síðast þegar við vorum með í þeirri keppni.
Ef Klopp verður með um 100 mills í sumar þá óska ég mér Luis Suarez. Svo má Klopp taka nokkra á free transfer úr búndislígunni 😀
Palace 3 Arsenal 0 13 mín eftir.
Okkur leiðist það ekki 🙂
Takk fyrir hjálpina Sahko!
þetta voru frábær úrslit fyrir okkur í kvöld, en ekki gleyma því að við eigum þetta Palace-lið eftir og þeir eru á rosalegri siglingu, 12 stig í síðustu 5 leikjum.
CP 3 assernik 0
HAHAHAHHAHA!!!
Ha ha, sé nokkra accounta að retweeta þessu: https://twitter.com/HillaryClinton/status/829846842150096896
Golden 🙂
skíthræddur að Manchester liðin fari upp fyrir okkur .. og er ekki hægt að kaupa delle alli og fá Sakho aftur ?.. og fá svo bara Vardy líka.