Það er komið að því…

…núna ræðst það hreinlega hvort þetta tímabil telst bara ansi gott og stórt framfararskref liðsins undir stjórn Jurgen Klopp, eða hvort þetta verði hálfgerð vonbrigði, þrátt fyrir góða og bráðskemmtilega kafla inn á milli í vetur. Já, þetta veltur allt á leik á Anfield gegn föllnu liði Middlesbrough, sem var klárlega laaang næst versta liðið i deildinni á tímabilinu. Einhvern tíman hefði maður nú verið ansi hreint “cocky” fyrir leik sem þennan. En ekki á þessu tímabili. Þetta er alveg furðulegur fjandi. Af hverju er maður svona fyrirfram hræddur? Jú því að þetta Boro lið er svo lélegt. Alla jafna myndi þessi framsetning mín ekki “meika neitt sens”, en vegna þess hvernig þetta tímabil hefur þróast, þá skilja allir hvað ég er að fara.

Ég hef verið að spyrja mig spurninga varðandi þetta. Af hverju ættu leikmenn Boro að koma með viljann að vopni inn í leikinn? Flestir þeirra eru byrjaðir að þurfa að undirbúa sig fyrir að spila í næst efstu deild á næsta tímabili. Sumir vita ekkert hvar þeir verða þá. Einn punkturinn er sá að einhverjir vilja láta taka eftir sér í veikri von um að einhver vilji kaupa þá. Ólíklegt já, því þeir hafa haft 37 leiki til þess. En þetta gæti virkað á einhverja. Eru þeir með eitthvað sjálfstraust? Ég myndi halda ekki. Ný fallnir og varla að það votti fyrir slíku. Eru þeir að ganga í augun á stjóranum fyrir næsta tímabil? Líklegast ekki, þar sem þeir eiga eftir að ráða sér slíkan. Nei, það er ansi fátt sem ætti að keyra þá áfram nema bara persónulegur metnaður að láta ekki valtra yfir sig. Að reyna með einhverjum mætti að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir að hafa eytt fúlgum fjár í að fylgja þeim á völlinn og sjá hörmungar frammistöður leik eftir leik. Þetta er líklegast það sem ætti að ýta mönnum áfram. Samt, við erum að tala um atvinnumenn í fótbolta sem eiga ansi hreint takmarkað magn af hollustu í sínum ranni.

Horfum þá í hina áttina. Af hverju ættu okkar leikmenn að mæta með viljan að vopni inn í leikinn? Síðasti heimaleikur tímabilsins á Anfield? Já. Tækifæri til að koma sér á stall með þeim bestu og spila í Meistaradeild Evrópu á næsta ári? Hell Yeah. Tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir Jurgen Klopp að þeir séu hluti af liðinu til framtíðar, liði sem vonandi á eftir að vaxa áfram og berjast um titla? Ekki nokkur einsta spurning. Tækifæri á að vinna sér inn spikfeitan launabónus vegna þess að markmið um sæti í deildinni séu að nást? Hvað haldið þið? Uhh, já. Fer liðið með eitthvað sjálfstraust inn í leikinn? Í síðustu 10 leikjum hefur liðið sigrað 7 leiki, gert 2 jafntefli og tapað einu sinni. Síðasti leikur vannst 0-4 á útivelli. Þannig að, já, liðið ætti að vera með bullandi sjálfstraust. Hefur varnarleikurinn eitthvað batnað? Heldur betur, liðið hefur haldið hreinu í síðustu 3 leikjum.

Miðað við þessa upptalningu hér að framan, hvernig má það hreinlega vera að maður sé á skjálftavaktinni fyrir þennan leik? Það er hreint út sagt fáránlegt. Það er hreinlega ekki neitt í neinum kortum sem ætti að vísa til neins annars en hrikalega öruggs sigur okkar manna gegn vonlausu Boro liði. En nei, það vantar einn þátt inn í þessa jöfnu. Þetta Liverpool lið hefur alltof oft í vetur ákveðið það að mæta hreinlega ekki til leiks þegar leikið er við allra neðstu og lélegustu liðin. Er skrítið þótt maður sé smá skjálfandi? Held ekki.

En þetta er það ótrúlega fallega við fótboltann. Þetta er ein af ástæðunum að við elskum þessa íþrótt. Það er alveg sama hvernig þetta lítur allt út á pappír (í tölvunni) það vinnst ekkert fyrirfram. Það er þessi fiðringur sem er innra með manni, þessi hrikalega spenna fyrir leiki, á meðan þeim stendur og svo hnúturinnn í maganum eða gleðin sem brýst út eftir leikina. Þetta snýst um tilfinningar, upp og niður, út og suður. Nú mun þetta allt saman súmmerast upp á einum degi, á einum sunnudegi. Öll liðin spila á sama tíma, núna er það undir hverju og einu liði komið hver örlögin verða. Eða nei, eiginlega ekki. Þetta snýst bara um eitt lið. Þetta snýst bara um þetta Liverpool lið og hvernig þeir ákveða að mæta til leiks. Það skiptir okkur ekki rassgat máli hvað Arsenal gerir í sínum leik. Þeir eru að fara að spila við Everton og bláliðar munu svo sannarlega vera farnir í sumarfrí, það er ekki fræðilegur að þeim detti til hugar að gera eitthvað sem gæti komið Liverpool til góða. Enda er þetta einfalt, sigur á Boro = Meistardeild Evrópu á næsta tímabili.

En nóg um það. Hvernig ætlum við að stilla þessu upp? Hvernig verður uppleggið hjá liðunum? Ég held að það liggi enginn vafi á því hvernig Boro muni leggja upp sinn leik. Þeir eru með stóra og sterka stráka sem munu reyna að loka sjoppunni, treysta á skyndisóknir og að reyna að fá föst leikatriði til að næla í marki. Þeir byrja með eitt stig og yrðu himinlifandi með því að halda því. Þetta er ekkert nýtt þegar Anfield er annars vegar. Öll litlu liðin gera þetta og sumum þeirra tekst að fara með eitt stig í burtu með þessari taktík, munum bara þegar Moaninho fór himinlifandi með eitt stig í töskunni sinni. Nei, þetta snýst um hvernig við ætlum okkur að brjóta svona varnarmúr á bak aftur. Eins og svo oft áður, þá mun þetta snúast um að ná að brjóta ísinn snemma, þá geta opnast flóðgáttir. Ef Boro nær að halda okkur í skefjum lengi, þá er hætt við að menn byrji að verða óþolinmóðir og missa skipulag.

Við þurfum á öllum okkar bestu mönnum að halda. Ings og Mané verða pottþétt frá vegna meiðsla og ég efast stórlega um að Hendo verði orðinn klár í slaginn. Hann verður eflaust látinn bara jafna sig almennilega og settur í sumarfrí. Stóra spurningamerkið er Bobby Firmino. Ég myndi persónulega allan tímann setja hann í liðið, en ég reikna með að Klopp verði í mesta lagi með hann á bekknum. Ég ætla því að spá óbreyttu liði frá því sem slátraði liði West Ham:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can
Wijnaldum – Coutinho
Lallana

Origi – Sturridge

Þetta lið Á að slátra þessu Boro liði á heimavelli fyrir framan okkar stórkostlegu stuðningsmenn, þetta er ekkert flókið. Ekki einn leikmaður í liði andstæðinganna ætti séns á að komast í byrjunarlið Liverpool, ekki einn einasti. En núna þarf að sýna gæðin, það er ekki nóg að tala um þau eða hugsa um þau, það þarf að sýna þessi gæði. Þó svo að ég komi til með að verða á skjálftavaktinni fyrir leikinn og þegar hann hefst, þá hef ég alveg tröllatrú á að þetta lið okkar muni mæta til leiks. Ég hef þá trú að þeir vilji klára það sem þeir hófu í ágúst. Ég vil trúa því að löngunin til að spila Meistaradeildarbolta sé það mikil að þeir munu ekki gefa andstæðingum okkar nokkurn frið. Hápressa, hraði, áhugi, fókus, harka, gæði og vilji. Þetta er það sem við þurfum að sjá. Ég ætla að spá okkur sigri, ég ætla að spá okkur stórsigri. Mikið lifandis skelfingar ósköp vona ég að ég hafi rétt fyrir mér í þetta skiptið. 5-0 skal það vera. Sturridge með 2, Coutinho 1, Lallana 1 og Matip 1.

Þetta er síðasta upphitun tímabilsins. Þetta hefur að vanda verið rússíbanareið og vil ég formlega þakka ykkur lesendur góðir fyrir samfylgdina í upphitunum þetta tímabilið. Að sjálfsögðu erum við ekkert hættir, það eru bara upphitanir sem eru komnar í sumarfrí. Vonandi er framundan stórkostlegt sumar þar sem bætt verður í leikmannahópinn til að takast á við deilarkeppni, bikarkeppni, deildarbikar og síðast en ekki síst, Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

KOMA SVO…

40 Comments

  1. Ég spái veislu á Anfield 5-1 fyrir okkar mönnum Sturridge með þrennu og fær nýjan samning þetta er skrifað í skýin 😀

  2. Ég vil bara segja eitt orð um þennan leik, leikinn Liverpool vs Middlesbrough sem leikinn verður sunnudaginn 21. maí, anno 2017, þegar hitinn verður líklega um 18 stig á Celsíus og hvar sólin gæist öðru hverju milli skýja til að kíkja á leiki mannana þar sem áhangendur hafa barist gegn stormi og gengið um dimman dal en sjá nú loks ljósið við enda gangana þar sem gullið ský skín skært og brosir, þá er bara eitt orð sem ég vil segja: SIGUR

  3. Allt undir í einum leik.

    Sigur = Mjög gott tímabil. 76 stig þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og lítil hópur.

    Jafntefli/tap = Lélegt tímabil 73/74 stig er fínt en samt ekki nóg og miða við stöðuna sem við komum okkur í að vinna ekki Boro í loka leik er skelfilegt.

    Þetta er brosandi í sumarið eða svektur.

    Klopp bað um trú á liðið og viti menn ég ætla bara að hafa trú á því að við klárum þetta á sunnudaginn og viti menn ég held að þetta sé bara lítið skref í rétta átt og að Klopp mun byggja lið sem mun berjast um bikara á næstu árum ár eftir ár.

    YNWA

  4. Liverpool þarf að gera eins og Tottenham !
    Sýna getu sína !
    Ekkert flókið !

  5. Ég verð alveg drullusáttur við 1-0 sigur Liverpool, og er alveg sama þó markið sem ræður úrslitum reynist vera ólöglegt rangstöðumark, eða sjálfsmark, eða bara hvað sem er. 3 stig er það eina sem skiptir máli.

  6. Góð upphitun, takk fyrir tímabilið öll, ég krossa fingur fyrir sunnudaginn

  7. 3 – 0. Stressandi fyrri hálfleikur en svo skilja leiðir í seinni.

    Kærar þakkir fyrir pistlana á liðnum vetri og gleðilegt sumar ?

  8. Sælir félagar

    Ég ætla brosandi inn í sumarið eftir sigur okkar manna og að liðið verði komið í deild hinna bestu meðan MU hjakkar í 6. sætinu. Yndisleg framtíðarsýn og Ajax meistarar í Evrópudeildinni sem verður magnað. Mín spá fyrir leikinn á sunnudaginn er 6 – 0 því að – af?hverju ætii Boro að far að skora mörk allt í einu? Nei varla held ég.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Við sjáumst í Meistaradeildini kæra stuðningsfólk LFC. Við erum bara einu hænuskrefi frá því að komast heim í heiðardalinn, örlítil brekka eftir og þá sjáum við heimahagana.
    YNWA

  10. Væri gaman að rústa þessum leik 🙂

    En allavega takk strákar fyrir að standa í þessu leik eftir leik ….við erum öfundaðir af því að eiga þessa geggjuðu síðu . Takk 🙂

  11. Úff, spennan er að verða óbærileg. Nú verður öllu tjaldað til, happatreyjum, afjinxum, alls kyns ritúalar verða notaðir sem hafa heppnast upp og ofan hingað til. Ég hef trú á okkar mönnum held að við tökum þetta rétt eins og Arsenal og Man City eiga eftir að gera. Við megum ekki misstíga okkur en með sömu uppstillingu og síðast (nema vonandi Firmino inn fyir Origi) eigum við að geta klárað þetta. Erfitt verður það, en þetta á eftir að mjakast seinni hlutann af fyrri hálfleik og svo klárað í seinni. 2-0, stórskotahríð í sólinni í Liverpool (og hérna á klakanum) og við verðum hæstánægð með tímabilið.

  12. Dortmund var að vinna sem þýðir EF(stór ef) liverpool kemst í meistaradeildina þá er líklegra að þeir verða í top 5 pottinum í staðinn fyrir neðri 5 og fái því ekki eins sterkari andstæðingin í umspili fyrir að komast riðlakeppni meistararadeildar.

    Til þess að það sé öruggt núna þá þarf 1 af þessu 4 að gerast.
    CSKA Moscow að vera fyrir ofan Zenit. Það er 1.umferð eftir og Moscow 1 stigi fyrir ofan á eftir heimaleik gegn liði í neðrihlutanum.

    Napoli að enda yfir ofan Roma. Þarna eru tvær umferðir eftir og Napoli 1 stigi fyrir neðan Roma

    Ajax að vinna Man utd 🙂

    Dynamo Kiev sem er komið í 2.umferð meistaradeildar má ekki ná í þá þriðju.

  13. Takk fyrir frábæra upphitun SSteinn!

    Þetta verður frábær dagur á Anfield á morgun og það verður vel fagnað glæstum sigri kl. 15:55 á morgun!

    Sammála skýrsluhöfundi varðandi byrjunarliðið. JK mun ekki rugga bátnum (enda engin ástæða til ) og nota sömu leikmenn og pökkuðu saman West Ham. Verður gott að eiga Firminio inni á bekknum ef á þarf að halda. Spái 4 – 0. Sturridge 2, Coutinho 1 og Origi 1. Væri svo auðvitað frábært að Watford myndi stríða City, en það verður að teljast frekar ólíklegt, þeir eru búnir að tapa síðustu 5 leikjum sínum og löngu komnir í huganum í sumarfrí. En hey, allt getur svo sem gerst.

    #15 Frábært hjá Dortmund. Gott að það sé nú útilokað að við mætum þeim í play-off. Vondu fréttirnar eru þær að Roma virðist ætla að halda Napoli fyrir aftan sig í ítalska boltanum og voru að vinna áðan. Við verðum bara að treysta á að CSKA Moskva klári sinn leik á á morgun. Svo munum við auðvitað öll styðja Ajax nk. miðvikudagsvöld!

    Koma svo Liverpool! Endum mótið með með stæl og vinnum glæsilegan sigur á morgun!! Trúi því og treysti að stemmningin verði geggjuð á Anfield á morgun!

    YNWA

  14. Fyrir tipparana ef það er spáð sól þá skorar Coutinho.

    Að leiknum þá trúi ég ekki öðru en að Liverpool vinni þennan leik. Ef það klikkar miðað við spárnar hérna að ofan þá kíkir maður sennilega ekki inn á síðuna fyrr en í haust.

    En miðað við alla útreikninga, vindátt, dómarskandala, klúður og miðaverð þá fer þessi leikur 2-1 fyrir okkur.

  15. Er ekki jafn bjartsýnn og flestir hér en vonast auðvitað eftir þremur stigum, spái 2-1 sigri.
    Að mínu mati er það ekki bara Meistaradeildarsætið sem er undir heldur líka hvort við höldum Coutinho, við erum líklegri til að halda honum ef Meistaradeildarsætið er tryggt.

  16. Í dag var Xabi Alonso að leggja skóna á hilluna eftir að hafa farið frá Liverpool allt of snemma til Real Madrid og þaðan til Bayern. Ég hef eiginlega aldrei jafn mikið eftir leikmanni, þvílíkt klúður og rugl sem það var að missa hann á þessum tíma. Hann vildi aldrei fara og rakaði inn titlum hjá í næstum áratug eftir að hann fór.

    Vonandi fer þetta vel á morgun og við getum hlakkað til næsta tímabils

  17. Löndum þessu 3-0 sturridge 2 cutinho 1 og allir fara brosandi inn í sumarid !

  18. Þetta verður stress fyrst en eg er viss um að við munum sigla þessu örugglega heim 3-0. Er hryllilega spenntur!

  19. Við löndum 4ða sætinu með 4-0 sigri..
    Sturridge með 2, Milner 1 úr víti og svo setur Lucas 1 í kveðjugjöf ?????

  20. Þetta verður stress fyrst en eg er viss um að við munum sigla þessu örugglega heim 3-0. Er hryllilega spenntur, eiginlega og spenntur.

  21. Sjö marka sigur verður það. Fátinu og fuminu lýkur hér með. Stanslaus pressa allan tímann, líka eftir að leikurinn verður löngu unninn! Dreymdi fyrir þessu í nótt.

  22. Í dag er hátíðisdagur og ég trúi því að Mr Klopp og drengirnir hans standi undir þeim væntingum sem til þeirra eru bornar. Ég reikna með mjög erfiðum leik og drama í lokin. Hvernig sem allt fer leyfi ég mér að trúa. Ef illa fer þá eins og oft áður eigum við alltaf næsta ár og þá kemur þetta örugglega ! Ég leyfi mér að gleðjast yfir því að við erum fyrir ofan manure og gætum endað fyrir ofan mancity ef allt fer á besta hugsanlega veg. Ég spái 2-1 sigri okkar manna.
    Já ég trúi svo sannarlega !

  23. Það er stutt milli þess að hlæja og gráta. Þess vegna er mikilvægt að standa í fæturna. Þetta vita allir, líka okkar ástkæra lið! Ég ætla að fara glaður inn í sumarið og það hlýtur Klopp að vita.
    Nú er bara að galla sig upp, trefil og húfu, bíða í þeirri einlægu von að í dag verði hamingja. Ef ekki, æji, heitasta helvítis helvítis helvíti, ég nenni ekki get ekki og vil ekki.
    Við skorum 4 og hinir nokkur… eða ekkert.
    Faðir vor, þú sem ert á himnum o.s.frv
    Við munum gagna ?

  24. Við tökum þetta er ÞAGGI og hættum öllum vangaveltum um Coutinho, hann er nýbúinn að skrifa undir samning til 2020 eða hvað. auðvita verður hann með í MEISTARADEILDINNI.

  25. Sæl öll

    Ég trúi á sigur en er nokkuð viss um að Adam Traore eigi eftir að eiga sinn laaaang besta leik á tímabilinu. Þetta verður tæpur 3-2 sigur okkar manna.

  26. Sæl öll

    gleymdi einu….. ég vil fá Alonso í þjálfarateymi Liverpool ekki seinna en strax!

  27. Jæja, sigur er það eina sem skiptir máli!

    Veit einhver um góðan stað í Stokkhólmi til að horfa á leikinn?

  28. Sælir félagar. Hvar á höfuðborgarsvæðinu eru höfuðvígi Liverpoolmanna til að sjá leikinn ?
    Bestu kveðjur frá útaf landi mönnum?

  29. Áfram! mitt fallega lið áfram! Þessi evrópu draumur áfram! F-ing Liverpool!

  30. Nokkrir punktar frá Skysports – fyrir okkur tölfræðinördana 🙂

    Arsenal are unbeaten in their last 20 Premier League home games against Everton (W16 D4); their longest ever unbeaten streak against a side in the competition.

    Arsenal have won each of their last nine matches on home turf contested on the final day of the season, scoring four times in each of the last five.

    Liverpool are unbeaten against Middlesbrough in their last 21 league games at Anfield (W15 D6); only against Stoke (32), Nottingham Forest (23) and Notts County (22) are the Reds on a longer current unbeaten at home in the league.

    Liverpool have won eight of their 10 Premier League final day games at Anfield (D2), scoring 27 goals.

    Manchester City have lost just one of their last eight games on the final day of the season (W5 D2), a loss against Norwich in the 2012/13 campaign.

    Og svo þetta varðandi mögulegt “playoffs” um sæti í CL:

    Could there be an unprecedented play-off to decide who qualifies for next season’s Champions League? Well, just three points separate third-placed City and fifth-placed Arsenal, with the goal difference and goals scored tallies similar.

    In terms of a Champions League play-off, a Liverpool-Arsenal showdown is the most likely possibility. It would require Jurgen Klopp’s side lose 2-0 to Middlesbrough on the final day and the Gunners to be held to a 1-1 draw by Everton. That would leave Arsenal and Liverpool level on 73 points with identical records for goals scored (75) and goals difference (31).

    Homer

  31. Algerlega frábærar fréttir frá Rússlandi (já, ég sagði Rússlandi!!)

    CSKA Moskva er að pakka saman Anzi 3 – 0! Þetta þýðir að við erum öruggir með að vera “seeded” í playoff í UCL klárum við leikinn okkar á eftir! 🙂

    Þetta þýðir að við sleppum við lið eins og Sevilla, Napoli, (Ajax) og Dynamo Kiev í umspilinu

    Núna styðjum við Roma í ítalska boltanum, þ.e. vonum að þeir endi í 2. sæti þannig að Napoli þurfi að fara í Playoff. Annars gætum við lent í móti Roma í playoff endi þeir í 3. sæti í ítölsku.

    Koma svo Liverpool. Klára þetta dæmi í dag!

    YNWA

  32. #33 Heimavöllurinn hér á höfuðborgarsvæðinu er Spot í Kópavogi

Podcast: Hefðum tekið þessu fyrir tímabilið

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leik lokið)