Stuttu eftir að tímabilið kláraðist gerðum við það upp líkt og undanfarin ár. Hver og einn velur sína topp þrjá bestu leikmenn í þeim flokkum sem það á við. Sá sem er efstur fær þrjú stig og þar sem við pennar síðunnar erum sjö er mest hægt að fá 21 stig.
Leikmaður tímabilsins
1. Mané (18)
2. Coutinho (17)
3. Lallana (3)
Þetta var bara spurning hvort Coutinho eða Mané væri í efsta sæti hjá okkur, aðrir komu ekki til greina. Mané hefði líklega verið með fullt hús hérna hefði hann ekki meiðst en Coutinho dró vagninn undir lok tímabilsins.
Bestu leikmannakaupin
1. Mané (21)
2. Wijnaldum (10)
3. Matip (8)
Mané er auðvitað með fullt hús stiga hérna og hinir tveir voru annað hvort í öðru eða þriðja sæti. Ekki á hverju sumri sem Liverpool kaupir þrjá menn sem standa sig eins vel og þessir þrír gerðu. Vonandi verður þessi gluggi jafn góður og sá síðasti var.
Mestar framfarir á tímabilinu
1. Mignolet (17)
2. Lallana (8)
3. Can (7)
Mismunandi hvernig menn horfa á þetta en það er afgerandi að Mignolet stórbætti sinn leik í vetur.
Besti leikur tímabilsins
1. Arsenal úti (13)
2. Watford heima (6)
3. Arsenal heima (5)
Fjölmargir leikir fengu atkvæði hérna sem er jákvætt enda spilaði þetta Liverpool lið okkar frábæran fótbolta þegar sá gallinn var á þeim.
Versti leikur tímabilsins
1. Swansea heima (10)
2. Bournemouth úti (9)
3-4. Wolves heima (5)
3-4. Southampton heima (5)
Því miður voru ekki færri vondir leikir sem komu vel til greina. Swansea sat sérstaklega í þeim hluta hópsins sem var á leiknum sem og hrunið gegn Bournemouth úti þegar liðið henti frá sér unnum leik.
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Treen Alexander-Arnold (20)
2. Grujic (9)
3. Woodburn (8)
Af leikmönnum síðasta tímabils kemur þetta ekki á óvart en listinn er aðeins skakkur þar sem Solenke var nýkominn þegar þessu var skilað inn. Hann toppar minn (EMK) lista og gerði það áður en hann var kostinn besti leikmaður HM U20 ára. En fyrir utan þessa kappa koma óvenju margir aðrir til greina í núverandi hópi Liverpool.
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
Kop.is pennar gefa þessu 7,17 í meðaleinkun.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
Þjálfarateymið fær 7,47 í meðaleinkun.
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Álit þitt á FSG í dag?
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Næsta tímabil verður…
– Sjá nánar svör hvers og eins
Hér má svo sjá hvern og einn okkar gera tímabilið upp
Leikmaður tímabilsins
Kristján Atli
1. Phil Coutinho
2. Sadio Mané
3. Emre Can
Eyþór:
1. Mané
2. Coutinho
3. Lallana
Maggi
1. Sadio Mané
2. Phil Coutinho
3. James Milner
Mané og Coutinho eiginlega jafnir, fannst Coutinho detta pínu niður í stöðugleikanum en Mané hundgóður allan tímann. Milner átt frábært tímabil utan síns þægindaramma og staðið sig feykivel þótt hann hafi dottið niður í lokin.
Einar Örn
1. Mané
2. Coutinho
3. Firmino
SSteinn
1. Sadio Mané
2. Coutinho
3. Adam Lallana
Óli Haukur
1. Phil Coutinho – Var frábær í vetur og virðist hafa tekið leik sinn upp á nýtt plan frá því í fyrra. Skoraði fullt af góðum mörkum og er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins í dag.
2. Sadio Mane – Hefði hæglega getað endað á toppnum hérna. Hann kom eins og stormsveipur inn í liðið og lét strax af sér kveða. Liðið var svo miklu betra með hann en án hans og var mikill skellur að missa hann í burtu í janúar og svo í meiðsli í vor. Vá hvað ég hlakka til að sjá hann spila aftur!
3. Adam Lallana. Fannt hann frábær á miðsvæðinu hjá okkar mönnum í vetur og fannst mér hann mjög mikilvægur hlekkur í uppspili liðsins og í hápressu vörninni. Skoraði mörg flott og góð mörk í vetur. Það voru í alvöru fólk þarna úti sem reiknaði fastlega með að Klopp yrði ekki lengi að henda Lallana úr liðinu þegar hann tæki við… Haha!
Einar Matthías
1. Coutinho
2. Mané
3. Firmino
Lítið á milli hjá Coutinho og Mané en Coutinho dró vagninn í restina með Can sem væri í fjórða sæti hjá mér.
Bestu leikmannakaupin
Kristján Atli
1. Sadio Mané
2. Gini Wijnaldum
3. Joel Matip
Eyþór
1. Mané
2. Wijnaldum
3. Matip
Maggi
1. Sadio Mané
2. Gini Wijnaldum
3. Joel Matip
Mané er heimsklassi og strax hætt að tala um verðmiðann á honum. Flott frammistaða Wijnaldum heilt yfir en gríðarlega mikilvæg mörk gegn Chelsea, City og Boro
Einar Örn
1. Mané
2. Wijnaldum
3. Matip
SSteinn
1. Sadio Mané
2. Joel Matip
3. Gini Wijnaldum
Óli Haukur
1. Sadio Mane. Kom með nýja vídd og aukin gæði í liðið. 34 milljónir punda fyrir þennan leikmann er bara djók!
2. Gini Wijnaldum. Wijnaldum er flottur leikmaður og var spennandi þegar Liverpool keypti hann. Var mjög góður í liði Newcastle sem féll og var augljóslega alltof, alltof góður leikmaður til að spila í Championship deildinni svo Liverpool bjargaði honum þaðan. Hæfileikarnir leyndu sér ekki en maður klóraði sér smá í hausnum þú hann spilaði í stöðu sem maður taldi Liverpool einna best mannað í – manni skjátlaðist, hann var ekki keyptur sem sóknartengiliður heldur sem miðjumaður og gerði mjög vel í því hlutverki. 6 mörk og 9 stoðsendingar af miðjunni á sínu fyrsta tímabili þar á meðal mörk í stórum leikjum, sigurmörk og líklega eitt mikilvægasta mark leiktíðarinnar í lokaleiknum gegn Boro – já, Wijnaldum voru mjög flott kaup.
3. Joel Matip. Kom á frjálsri sölu og hefði alveg klárlega átt að kosta félagið að minnsta kosti tuttugu milljónir punda. Kom flottur inn í miðvörðinn og fannst mér hann og Lovren ná vel saman en því miður spiluðu þeir ekki nóg saman framan af leiktíð þar sem þeir voru meiddir til skiptis og hann lenti í veseni útaf Kamerún eftir áramótin og missti af leikjum. Hann er flottur og veður vonandi enn betri á næstu leiktíð.
Einar Matthías
1. Mané
2. Matip
3. Wijnaldum
Einn besti gluggi Liverpool í langan tíma, sjaldgæft að svona margir komi með þetta miklu látum strax á fyrsta tímabili.
Mestar framfarir á tímabilinu
Kristján Atli
1. Emre Can
2. Adam Lallana
3. Simon Mignolet
Eyþór
1. Mignolet
2. Can
3. Lallana
Maggi
1. Simon Mignolet
2. Emre Can
3. Dejan Lovren
Mignolet vinnur Can með sjónarmun í þessu, ef maður myndi dæma síðustu þrjá mánuðina ynni Can. Lovren búinn að vera mjög flottur í vetur fyrir utan nokkra leiki.
Einar Örn
1. Mignolet
2. Firmino
3. ?
SSteinn
1. Simon Mignolet
2. Dejan Lovren
3. Adam Lallana
Óli Haukur
1. Simon Mignolet. Liverpool keypti Loris Karius síðastliðið sumar og allt benti til þess að tími Mignolet væri liðinn þrátt fyrir að hann hafði skrifað undir langtíma samning við félagið. Hann byrjaði leiktíðina vegna meiðsla Karius en kom aftur inn í liðið eftir að brösulega gekk hjá Karius – og það var ekki aftur snúið, hann kláraði leiktíðina í markinu og var frábær á seinni hluta leiktíðar. Allt, allt annar Mignolet – frábær Mignolet! Vel gert John Achterberg 🙂
2. Phil Coutinho. Var frábær í fyrra en enn betri í ár. Hélt áfram að skora reglulega mörk yfir leiktíðina og skoraði þrjú mörk beint úr aukaspyrnum – vonandi er það eitthvað sem er komið til að vera hjá honum!
3. Adam Lallana. Var flottur í framlínunni í fyrra en var enn betri á miðsvæðinu í ár. Nýtt hlutverk, ný staða og hann negldi það bara eins og ekkert væri sjálfsagðra.
Einar Matthías
1. Mignolet
2. Lallana
3. Trent-Alexander Arnold
Engin spurning með Mignolet en ég er líka bara að tala um síðustu þrjá mánuðina. Lallana sprakk einnig út er hann fékk hlutverk sem hentar sér betur en dalaði illa eftir áramót. Trent hefur síðan tekið forystu hjá klúbbnum finnst mér af stórum og góðum hópi leikmanna sem eru að koma úr yngri flokkunum. Hef ekki Can með hérna þar sem mér fannst hann ekkert bæta sig sérstaklega. Hann hefur áður sýnt það sem hann var að sýna eftir áramót í vetur, vantar stöðugleika og meiðslafrítt tímabil.
Besti leikur tímabilsins
Kristján Atli
1. Arsenal úti í ágúst
2. Chelsea úti í september
3. Arsenal heima í mars
Eyþór
1. Watford (6-1)
2. Arsenal (3-4)
3. Chelsea (1-2)
Maggi
1. Everton – Liverpool 0-1 – Fagnaði fyrir meira en allan peninginn og jólin gleðileg
2. Liverpool – Leicester 4-1 – Nýja stúkan vígð og meisturum slátrað. Það er alger snilld einfaldlega!
3. Liverpool – Watford 6-1 – Slátrun og ég í stúkunni. Magnað.
Einar Örn
1. Arsenal á Anfield
2. Tottenhamn á Anfield
3. Manchester City á útivelli. Hrikalega skemmtilegur leikur þrátt fyrir jafntefli.
SSteinn
1. Arsenal – Liverpool
2. Liverpool – Everton
3. Liverpool – Arsenal
Óli Haukur
1. Liverpool 3-0 Middlesbrough. Allt tímabilið undir í týpískum leik þar sem liðið hafði misstigið sig og tapað stigum í yfir leiktíðina. Keppinautarnir náðu snemmbúnum forystum í sínum leikjum og staðan leit ekki vel út fyrir Liverpool. Ekkert stress, enginn missti haus og Wijnaldum skoraði mjög flott og fáranlega mikilvægt mark rétt fyrir hálfleik og liðið kláraði leikinn sannfærandi. Leikurinn tryggði Meistaradeildarsæti og var heilt yfir margt mjög jákvætt sem mátti taka úr þeim leik fyrir framhaldið.
2. Arsenal 3-4 Liverpool Tímabilið byrjaði með látum. Liðið lenti undir en jafnaði með sturluðu marki – og komst svo í góða forystu með mjög flottum mörkum. Þar sá maður þakið í sóknarleiknum – hraður, hnitmiðaður og ógeðslega flottur sóknarbolti. Maður fékk smá þef af kæruleysinu í vörninni og varð 4-1 forysta allt í einu orðin óþægileg þegar Arsenal skoraði tvö mörk á skömmum tíma. Eitt frábært úr þeim leik var aftur á móti að eftir að Arsenal komst aftur inn í leikinn tókst Liverpool að kæfa alla ógn þeirra niður og þeir áttu ekki marktækifæri eftir það. Hörku skemmtilegur leikur!
3. Liverpool 1-0 Man City Gamlárskvöld og slæmur tími fyrir fótboltaleik sem maður vildi horfa á en það hafðist og var frábært að maður næði því. Liverpool vann frábæran sigur gegn City og spilamennska liðsins var frábær í þessum leik. Svona leikir boða mjög gott fyrir Meistaradeild á næstu leiktíð, ekki satt?!
Einar Matthías
1. Arsenal – Liverpool 3-4 – Leikur sem endurspeglar allt árið hjá Liverpool, frábær spilamennska á löngum köflum, fullt af mörkum en vita vonlaus varnarleikur.
2. Liverpool – Watford 6-1 – Einn besti leikur Liverpool í vetur, frábær fótbolti í boði.
3. Liverpool – Tottenham 2-0 – Fannst spilamennska í þessum leik meira sannfærandi en gegn Chelsea sem voru álíka góð úrslit. Var líka haugdrukkinn að horfa í Kop.is gleðskap.
Versti leikur tímabilsins
Kristján Atli
1. Fokking Swansea á Anfield.
2. Fokking Southampton á Anfield.
3. Fokking Wolves á Anfield. (allt sama vikan btw)
Eyþór
1. Bournemouth (4-3)
2. Burnley (2-0)
3. Wolves (1-2)
Maggi
1. Liverpool – Swansea 2-3 – og við á staðnum, hreint ömurlegt!
2. Liverpool – C. Palace 1-2 – bara ekkert leiðinlegra en að sjá glottandi Sam Allardyce á Anfield
3. Liverpool – Soton 0-1 – ömurlegt að detta úr í undanúrslitum og hvað þá á heimavelli.
Einar Örn
1. Swansea á Anfield
2. Burnley á útivelli
3. Leicester á útivelli
SSteinn
1. Liverpool – Wolves
2. Hull – Liverpool
3. Leicester – Liverpool
Óli Haukur
1. Bournemouth 4-3 Liverpool Liverpool var 3-1 yfir gegn Bournemouth þegar það var lítið eftir. Leikurinn endaði 4-3 fyrir Bournemouth, þarf að útskýra þetta eitthvað frekar?
2. Southampton 1-0 Liverpool (undanúrslit Deildarbikarsins) Mér fannst þetta ógeðslega pirrandi leikur!
3. Liverpool 2-3 Swansea Liverpool tapaði heima gegn slöku liði Swansea sem átti þrjú skot á markið eða eitthvað álíka. Það er bara stranglega bannað að tapa heimaleikjum eins og þessum.
Einar Matthías
1. Bournemouth – Liverpool 4-3 – Gjörsamlega þoli ekki þegar liðið hendir svona unnum leikjum frá sér og þetta var sá versti í einhver ár.
2. Hull – Liverpool 2-0 – Hræðileg frammistaða gegn vitavonlausu Hull liði sem var slátrað í fyrri umferðinni. Rándýrt að tapa stigum gegn liðum sem falla sannfærandi á vorin.
3. Liverpool – Crystal Palace 1-2 – Einn af mörgum ömurlegum leikjum eftir áramót. Úllen dúllen doff á þessum og Swansea leiknum.
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
Kristján Atli
1. Trent
2. Marko
3. Ben
Eyþór
1.Alexander-Arnold
2.Grujic
3.Woodburn
Maggi
1. Trent Alexander Arnold – tilbúinn í leikmannahóp næsta vetur.
2. Marko Grujic – hreint magnaðar frammistöður í U-23ja ára liðinu og hefur allt sem þarf til að verða leikmaður í hóp næsta vetur.
3. Ben Woodburn – hrár talent og mikið markanef á allan hátt sem á þó mikið eftir óunnið í sínum málum…og styrking í sumar mun væntanlega koma honum í vanda.
Einar Örn
1. Trent
2. Woodburn
3. ?
SSteinn
1. Trent Alexander Arnold
2. Marko Grujic
3. Ben Woodburn
Óli Haukur
1. Trent Alexander Arnold. Þessi strákur er svakalega flottur! Hefur alist upp við að spila mörg hlutverk og það sést í hans leik. Rosalega heilsteyptur ungur leikmaður sem býr yfir hraða, tækni og er flottur í fyrirgjöfum og sendingum. Hann mun eiga framtíð hjá Liverpool hvort sem það verði í bakverði, kanti eða á miðju. Held hann sé kominn til að vera.
2. Ben Woodburn. Er svakalega efnilegur og líklega ekki síður líklegur til að festa sig í hópnum á næstu árum en Arnold. Hrikalega flottur strákur en erfiðast er að spá fyrir um hvernig leikmaður hann mun koma til með að vera – mitt gisk er nokkurn veginn svipað hlutverk og Lallana gegnir.
3. Danny Ward. Dhanda, Gomes, Brewster, Coyle, Ejaria, Grujic, Gomez.. það er langur listi af ungum leikmönnum sem maður getur valið hér. Ég er ekki viss um að hann muni eiga langtíma framtíð hjá Liverpool en Danny Ward var á láni hjá Huddersfield í vetur og verið mjög góður hjá þeim og mikilvægur þáttur í að þeir séu komnir í Úrvalsdeildina. Var hetja þeirra í umspilinu. Hann mun alveg örugglega eiga flottan feril þessi strákur hjá Liverpool eða annars staðar.
Einar Matthías
1. Solanke
2. Trent Alexander-Arnold
3. Grujic
Eftir því sem maður les um Solanke held ég að við séum almennt stórlega að vanmeta hversu mikið efni þetta er (innskot: skrifað áður en hann var valinn maður mótsins á HM U20 ára). TAA gæti þess vegna farið að veita Clyne samkeppni næsta vetur og tekið af honum stöðuna m.v. hversu illa Clyne dalaði. Grujic stóð síðan ansi vel uppúr í U23 ára liðinu undir loks tímabilsins er hann var búinn að ná sér að meiðslum.
Enginn Ojo, Gomez, Woodburn, Wilson eða Brewster í þessari upptalningu hjá mér sem segir kannski eitthvað um efniviðin hjá klúbbnum.
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Kristján Atli
Loris Karius. Við héldum að við værum að kaupa nýjan aðalmarkvörð. Hefur setið á bekknum í hálft ár. Aðrir tilnefndir: Henderson (meiðsli), Clyne (vantar samkeppni), Sturridge.
Eyþór
Henderson og Sturridge. Tveir af þremur mikilvægustu leikmönnum okkar á „Suarez“ tímabilinu. Hafa báðir varla náð hálfu tímabili síðan þá og núverandi tímabil toppaði öll hin í meiðslum. Leikmenn sem voru (eru) okkur gríðarlega mikilvægir, á háum launum, englendingar en virðast báðir vera með skrokk sem er að gefast upp á þeim.
Maggi
Fáir sem valda vonbrigðum sem gerir mann pirraðan, hef verið að pirra mig á Divorck Origi – mig langaði að hann yrði betri en hann er.
Einar Örn
Karius – ég hélt að hann yrði okkar markmaður númer 1
SSteinn
Framan af vetri var það klárlega Emre Can, en hann reif sig aldeilis upp í restina. Ég hefði viljað sjá meira frá Origi, en hann er enn ungur. Í rauninni sá eini sem ég er alls ekki sáttu með á tímabilinu er Ragnar Klavan og hann fær því þennan titil.
Óli Haukur
Gæti sagt Sturridge sem var mikið meiddur og skoraði ekki nema þrjú mörk yfir leiktíðina sem eru ákveðin vonbrigði en það er of auðvelt svo ég ætla að koma með umdeilt svar hérna. Roberto Firmino – hann var aðal striker Liverpool á leiktíðinni, þó hann hafi aðeins þurft að færa sig út á væng eftir meiðsli/fjarveru Mane en 11 mörk er töluvert minna en maður bjóst við frá honum í vetur. Hann skoraði einu marki meira en í fyrra svo maður vonaðist eftir aðeins fleiri mörkum frá honum. Hann var frábær á leiktíðinni þó og er lykilmaður í liðinu – hann lagði upp einhver tíu mörk sem er mjög flott en skoraði ellefu og sem fremsti maður í liði eins og Liverpool þá vill maður sjá hann skora meira en það.
Einar Matthías
Heilt yfir tímabilið fór Milner by far mest í taugarnar á mér. Finnst hann bara ekki nógu góður sem vinstri bakvörður. Auðvitað ekki alfarið við hann að sakast þar. Allir hinir varnarmenn liðsins ásamt markmanni gera einnig sterklega tilkall.
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Kristján Atli
Erfitt að biðja um meira en 4. sæti með 76 stig, sem hefði nægt í annað sæti og bullandi titilbaráttu í fyrra. Chelsea og Tottenham voru einfaldlega geðveik í vetur. Þannig að ég vel bikarana, að klúðra þeim báðum á Anfield í sömu vikunni var skítabragð sem sat lengi í kjaftinum á manni.
Eyþór
Bikarkeppnirnar. Sorglega lélegt gengi og virkilega sannfærandi tap gegn Southampton í 180 mínútur þar sem við sköpuðum okkur ekki færi. Þarf ekkert að fara nánar út í Wolves leikinn held ég.
Maggi
Það að falla út úr báðum bikarkeppnunum á heimavelli.
Einar Örn
Öll þessi úrslit gegn lélegu liðunum. Við hefðum átt að vera í baráttu um titilinn. Og tapið gegn Southampton í deildarbikarnum. Það var afleitt.
SSteinn
Meiðslin sem voru almennt að plaga lykilmenn. En stóru vonbrigðin eru klárlega að hafa ekki náð að gíra sig upp í leikina gegn lélegustu liðunum í deildinni. Hefðu menn gert það, þá hefðum við barist um titilinn. Það eru bara risa vonbrigði.
Óli Haukur
Fyrir tímabilið lét maður sig dreyma um að liðið næði topp 4 og myndi takast það sem ekki tókst í tvígang í fyrra og vinna bikar. Því miður gekk seinni hluti þessara vona og væntinga ekki upp en sömuleiðis verður það að teljast mikil vonbrigði hve mun betri staða Liverpool í deildinni hefði getað verið ef spilað hefði verið betur úr spilunum. Ber þá helst að nefna fallið úr toppsætinu og að missa frá sér annað og svo þriðja sætið þegar leið á leiktíðina. Það hefði mátt undirbúa og/eða bregðast mikið betur við brotthvarfi Sadio Mane í Afríkukeppnina á miðri leiktíð.
Einar Matthías
Tap í þeim leikjum sem liðið á að slátra. Endalaus meiðsli lykilmanna og verulega vodur varnarleikur. Eins verður maður að telja janúar og febrúar sér. Félagið fór allt of illa mannað inn í tímabilið og fékk það illa í bakið á fyrirsjáanlegum tíma þegar leikjaálagið var sem mest. Það er ekki tilviljun að þessi litli hópur hafi verið að drukkna í meiðlsum og ekki unnið nema einn leik af níu í janúar.
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
Kristján Atli
7,5. Lágmarkið var 4. sæti og það náðist. Stigasöfnunin og spilamennskan voru samt talsvert betri en “bara 4. sæti” segir til um. Liðið er hins vegar dregið niður í einkunn fyrir skitu í bikurunum.
Eyþór
7,0 – byrjaði vel, fjaraði fljótt undan og verið hálfgert strögg síðan í janúar með fáum afburða frammistöðum.
Maggi
7,0. Leikurinn um helgina réð endanlega þessari tölu. Svekkelsi með að við klúðrum bikarkeppnunum og gengið á Anfield á heimavelli dregur einkunnina niður.
Einar Örn
7,5. Stórt stig fram á við. Frábærir leikir gegn góðu liðunum en ömurlegir leikir gegn lélegu liðunum. En endaspretturinn gerir mann samt smá bjartsýnni að Klopp og co hafi eitthvað lagað það.
SSteinn
7 – Spilamennskan á köflum frábær, sterkir í alvöru leikjum gegn alvöru liðum, en engir titlar í hús. Markmið um að komast í Meistaradeildina náðist þó og því hefur maður oft verið ósáttari.
Óli Haukur
7.5/10. Það var margt mjög jákvætt við tímabilið. Góðir leikmenn voru keyptir um sumarið, miklar framfarir voru hjá liðinu í deildinni og það náðist að tryggja þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar svo tímabilið í heild sinni var mjög fínt. Hins vegar eins og áður segir þá hefði staðan geta verið betri og var þetta ekki alveg gallalaust en þetta gæti auðveldlega hafa verið verra.
Einar Matthías
6,7 – Frábært fyrir áramót og oft á tíðum fótbolti sem minnti á tímabilið 2013/14. Eftir áramót var hinsvegar langt frá því að vera nógu gott og óþolandi að liðið hrynji svona illa eftir að hafa lofað svo góðu. Meistaradeildarsæti var það sem skipti öllu máli í vetur og það hafðist en það er fáránlegt að þetta hafi munað svona litlu eftir spilamennski liðsins fyrir áramót og þá staðreynt að liðið tapaði ekki leik gegn neinu af efstu sex liðunum.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
Kristján Atli
7,5 – Vel gert! Þessi hryllingsvika í janúar skemmdi restina en úr því sem komið var rétti liðið frábærlega úr kútnum í mars/apr/maí og kláraði með stæl. Voru eitt besta lið deildarinnar fyrir áramót og í topp 4 nær allan veturinn. 16 stigum meira en í fyrra, frábær markatala og gríðarlega margt jákvætt. Allt gott bara!
Eyþór
8,0 – Klopp er klárlega rétti maðurinn í starfið. Þeir fá einum heilum hærra en liðið þar sem að kaup síðasta sumars heppnuðust mjög vel (Mané!, Matip og Wijnaldum).
Maggi
7,0 líka…svekktur með nokkur upplegg á heimavelli og afraksturinn í bikarkeppnunum.
Einar Örn
8,0 – Ég held að það komi okkur til góða að við höfum ekki flogið inní Meistaradeildina eins og síðast, heldur rétt komumst inn. Það þýðir að væntingarnar eru í hófi og menn skilja að það þarf að bæta liðið.
SSteinn
7 – Vantar upp á úrræði hjá þeim gegn slökum andstæðingum og að ná að mótivera menn í slíka leiki.
Óli Haukur
8.5/10. Ég held að heilt yfir hafi leikmannahópurinn verið minni og kannski aðeins slakari en hjá öðrum liðum í topp baráttunni en Klopp og félagar unnu frábærlega með það sem þeir höfðu í höndunum að mínu mati. Þeir sáu fram á að Milner yrði bara hinn fínasti vinstri bakvörður, Lallana myndi henta vel á miðjuna, Henderson yrði flottur sem dýpsti miðjumaður og leystu mjög vel úr þeim vandræðum og áskorunum sem skullu á liðið. Það var ekki alltaf fallegt en hafðist í lokin. Mikil framför í ár og ég hlakka mikið til næstu leiktíðar!
Einar Matthías
6,3 – Fannst hópurinn óþarflega þunnur í fyrrasumar og Klopp fékk það heldur betur í bakið yfir tímabilið. Klopp verður að fara skilja það að hann getur ekki tekið heilt tímabil með þessa tegund fótbolta á Englandi með aðeins 12-14 manna hóp sem hann treystir. Þegar allir eru heilir og liðið fær tíma á milli leikja er þetta þjálfarateymi upp á 9,5 en þegar þetta á ekki við lækkar einkunin hratt.
Álit þitt á FSG í dag?
Kristján Atli
Sjáum til. Þeir hafa engar afsakanir og við fáum loksins svar við því hvernig eigendur þeir eru í sumar. Hafa þeir metnað til að þrýsta liðinu alla leið, og/eða geta þeir það yfirhöfuð? Svörin koma núna, loksins. Þess utan hafa þeir rekið félagið eins vel og hægt er að óska sér. Það er nákvæmlega ekkert við þá að athuga í dag, annað en að sjá hvort þeir geti fjármagnað þau leikmannakaup sem Klopp á skilið í sumar.
Eyþór
Svolítið skrítið en kviðdómurinn er enn að velta þessu fyrir sér. Ég skal koma með endanlegt svar eftir þennan glugga. Lofa.
Maggi
Nokkuð gott. Völlurinn og umgjörðin er magnað verk í alla staði og þeirra sterkasta statement hingað til að þeir ætla sér að gera vel. Ákvörðunin að reka Rodgers og ráða Klopp hefur sannað sig, svo þetta eru flottir gaurar. Stækkun Anfield upp í 60 þúsund og 1–2 stjörnur í innkaup og þeir fá jólagjöf úr Breiðholtinu.
Einar Örn
Einsog hingað til hef ég mikið álit á þeim. Ég get ekki séð hvað þeir hafa gert rangt í vetur. Nýr völlur, Klopp virðist fá þá menn sem hann vill og nýr framkvæmdastjóri, sem mér líst vel á.
SSteinn
Bara verulega fínt, finnst þeir halda vel á spöðunum, eru alveg klárir í að bakka stjórann sinn upp í leikmannakaupum og láta hann annars bara í friði með sitt lið. Þeir eru engir sykurpabbar sem dæla endalausum fjármunum inn, en hafa rekið klúbbinn vel og náðu að delivera nýju stúkunni og gera Anfield ennþá glæsilegri.
Óli Haukur
Fínt. Ekkert mikið breyst á milli ára. Nýja stúkan er frábær viðbót og flott ef það er plan að bæta enn frekar við Anfield á næstunni. Loksins er Meistaradeildarsætið komið aftur og nú viljum við sjá peninga til leikmannakaupa í sumar og stór sumarkaup.
Einar Matthías
Mjög jákvætt og hefur batnað á þessu tímabili og var það nú gott fyrir. Þeir eru að gera sitt finnst mér. Klopp er stjórinn sem allir vildu og hann virðist fá það sem hann vill frá eigendunum. Samstarf hans við aðrar deildir virðist einnig vera í topplagi og FSG lætur þeim alveg eftir að reka félagið. Stækkun á Anfield kemur mjög vel út og þeir hafa nú þegar tilkynnt áform um að nútímabæða æfingasvæðið. Liverpool er ekki Olíufélag og ef maður sættir sig við það sé ég ekki hvað FSG gæti verið að gera mikið meira. 8,0
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Kristján Atli
Frábær ferð til Liverpool í janúar, sennilega sú best heppnaða hjá okkur hingað til. Vikulegir podcast-þættir í allan vetur og öflug pistlaskrif. Virkilega gott tímabil hjá Kop.is!
Maggi
Frábær ferð í janúar með 70 snillingum sem máluðu Liverpoolborg réttum litum og voru fyrirmyndarferðafélagar og svo auðvitað öll skiptin þar sem ég hef bakað Steina í rökræðum í podcasti!
SSteinn
Fjölgun Podcasta í næstum vikulega þætti og að vanda frábærar ferðir með stórkostlegum hópum á Anfield.
Óli Haukur
Ferðir á leiki, lífleg umfjöllun og umræður. Kop.is stendur alltaf fyrir sínu!
Einar Matthías
Starfsemi síðunnar er að dafna mjög vel og umfangið alltaf að stækka. Kop.is hópferðir til Englands eru komnar í góðan farveg og fór ég í eina frábæra í Nóvember. Podcast þættirnir eru orðnir horsteinn í starfsemi síðunnar með færslunum í kringum leiki og eru að mínu mati jákvæð viðbót. Starfsemi í kringum þá þætti er komin í fastmótaðar skorður.
Hápunkturinn er samt klárlega þegar Steinn komst að því að unga parið í hópferðinni okkar væri í raun ekki par.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
– ATH: Þessi svör eru um mánaðargömul
Kristján Atli
Mignolet
Clyne – Matip – Van Dijk – Milner
Wijnaldum – Can/Henderson – Lallana
Mané – Firmino – Coutinho
Ekki svo mikið breytt. Af þeim leikmönnum sem ég sé orðaða við liðið í dag er bara Van Dijk að fara að labba inn í byrjunarlið. Aðrir koma í breiddina. Myndi ekkert gráta fleiri nöfn af byrjunarliðs-kalíberi. Sjáum til.
Eyþór
Mignolet
Clyne – Van Dijk – Matip – Rodriguez
Coutinho – Can – Keita/Wijnaldum
Mané – Lacazette – Lallana/Firmino
Maggi
(442 – demantur)
Mignolet
Clyne – Van Dijk – Matip – Robertson
Henderson
Wijnaldum – Can
Lallana
Mané – Werner
Einar Örn
Mignolet
Sessegnon – Matip – Van Dijk – Clyne
Keita – Henderson – Coutinho
Lallana – Firmino – Mané
Bekkur: Ward (Karisu sendur á lán) – Sturridge – Lovren – Can – Wijnaldum – Origi
Ég hefði þó inní þetta viljað bæta sóknarmanni.
SSteinn
Simon
Clyne – Matip – Nýr miðvörður – Nýr vinstri bakvörður
Henderson – Nýr miðjumaður – Lallana
Mané – Firmino – Coutinho
Óli Haukur
Mignolet
Clyne – Matip/Lovren – Van Dijk – Milner
Keita – Can – Coutinho
Mane – Firmino – Salah
Lallana, Wijnaldum, Henderson, Matip/Lovren og fleiri utan byrjunarliðs þarna – yrði feykilega sáttur við þetta lið!
Einar Matthías
Mignolet
TAA – Matip – VVD – Tierney
Can
Henderson – Coutinho
Mane – Firmino – Salah
Vill skipta út allri vörninni fyrir utan Matip. Treysti Mignolet semsem ekki heldur en hann á skilið að vera inni í byrjun móts.
Næsta tímabil verður…
Kristján Atli
Frábært ef breiddin er til staðar og við verðum aðeins heppnari með meiðsli. Engin Afríkukeppni, sumarfrí hjá leikmönnum í sumar og svona. Þetta er stórskemmtilegt lið og ef Klopp lendir ekki í að forgangsraða keppnum strax í haust gæti þetta orðið spennandi tímabil á mörgum vígstöðvum og það án þess að fórna topp 4 í Úrvalsdeildinni að ári!
Ef breiddin er ekki til staðar? Velgengni í einni keppni á kostnað allra hinna. Veldu, deildin eða Meistaradeildin? Þetta lið eins og það er í dag getur ekki bæði.
Eyþór
….bæting frá tímabilinu 2016/17. Við bættum okkur um 16 stig frá því 2015/16, eflaust óraunhæft að heimta slíka bætingu aftur en ef við náum að byggja á svipað vel heppnuðum sumarglugga 2017 og við sáum 2016 þá ætti liðið að vera í baráttunni lengur en fram í janúar. Við þurfum að fá stöðugt Liverpool og bæta okkur á hverju ári, sjáum hverju það skilar.
Maggi
Næsta skref í rétta átt, topp þrjú í ensku deildinni, gott Evrópugengi og einn bikar í hús.
Einar Örn
Gott. Við komumst uppúr riðli í CL og verðum í þriðja sæti í deildinni. Tökum svo titilinn 2019.
SSteinn
…Walk On. Vonandi annað stórt og gott skref í þá átt sem við viljum fara með þetta lið. Við þurfum að fara að lyfta eins og einum bikar, hvaða nafn hann svo sem ber. Auðvitað vill maður ekkert annað en 100% titilbaráttu og með réttum mönnum í réttar stöður, þá hef ég bara tröllatrú á að Klopp og hans menn geti gert það. Ég yrði samt sáttur við einn titil og bætingu á stöðunni í deildinni á milli ára.
Óli Haukur
Mjög skemmtilegt! Vonandi flott leikmannakaup, Meistaradeild og vonandi enn frekar framfarir og bikar. Bring it on!
Einar Matthías
Vonandi tímabilið sem Liverpool festir sig í sessi í toppbaráttunni og þ.a.l. sem Meistaradeildarklúbbur. Þetta lið er ennþá á þannig aldri að það á eftir að springa almennilega út og við sáum það í vetur að þetta lið á nóg inni. Bætum vonandi við breidd og hraða sem vantaði uppá í mörgum leikjum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar. Liðið býr svo að Evrópudeildinni á þar síðasta tímabili fyrir átökin í Meistaradeildinni.
Nú þú…
Leikmaður tímabilsins
1.
2.
3.
Bestu leikmannakaupin
1.
2.
3.
Mestar framfarir á tímabilinu
1.
2.
3.
Besti leikur tímabilsins
1.
2.
3.
Versti leikur tímabilsins
1.
2.
3.
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1.
2.
3.
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
Álit þitt á FSG í dag?
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Næsta tímabil verður…
Solid svör hjá ykkur strákar. Sammála mörgu þarna. Reyni því að taka annan vinkil á ritg.spurningarnar 🙂
Leikmaður tímabilsins
1. Coutinho
2. Lallana
3. Mane
Bestu leikmannakaupin
1. Mane
2. Matip
3. Gini
Mestar framfarir á tímabilinu
1. Lallana
2. Mignolet
3. Trent
Besti leikur tímabilsins
1. 4-3 Arsenal úti
2. 2-0 Spurs heima
3. 6-1 Watford heima
Versti leikur tímabilsins
1. Hull úti
2. Leicester úti
3. Sunderland úti
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Trent
2. Woodburn
3. Grujic
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Þótt Grujic sé efnilegur og var óheppinn með meiðsl þá varð maður fyrir vonbrigðum að hann hafi ekki spilað meira. Sérstaklega eftir gott pre-season.
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Að hafa ekki keypt vinstri bakvörð og einhvern betri en Klavan í miðvörðinn síðasta sumar. Og gera mann svo kjaftstopp fyrir að bæta ekki við sóknarsinnuðum manni strax í janúar. Ef 4ja sætið hefði klúðrast þá væri ég staddur fyrir utan Anfield núna með skilti sem á stæði FSG OUT!!
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
Solid 7. Takmarkinu náð en ekkert extra. Bikarkeppnirnar svakalega svekkjandi, einkum FA Cup. Auðvitað verður að hrósa spilamennsku liðsins. Það fer ekki á milli mála að þetta er skemmtilegur bolti á að horfa en árangurinn verður að fylgja og maður setur hreinlega kröfu á a.m.k. einn fokking bikar næsta tímabil.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
Almennt góða. Margir leikmenn að spila mun betur en þeir gerðu fyrir ca. 2 árum, sbr. Lallana, Lovren, Mignolet og Can auk þess sem ungir og efnilegir fá séns vegna þess að þeir eru actually góðir. Set samt spurningamerki við þróun Origi. Vonandi var þetta tímabil eitt skref afturábak til að taka tvö skref framávið. Hann er allavega með öll hráefnin til staðar til að verða world class striker.
Álit þitt á FSG í dag?
Ekki mikið eins og er. Hef sagt það áður að mér finnst vanta talsvert uppá til að ég verði ánægður með þá. Of langur tími sem tekur þá að læra á klúbbinn og fótbolta almennt. Margt jákvætt svosem, t.d. ráðning Klopp og stækkun Anfield en betur má ef duga skal.
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Bara þið snillingarnir að nenna þessu fyrir okkur.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Migno
Clyne Matip Lovren Ghoulam
Gini Can Lallana
Mane Firmino Coutinho
Næsta tímabil verður…
Allskonar. Hægðir og lægðir. Vitstola af spennu. Brjálaður af bræði. Hoppandi hamingjusamur.
Það er klárt mál að stuðningsmenn vilja stór kaup sem styrkir hópinn. Auka breiddina til að keppa á öllum vígstöðum. Sammála því að vissu leyti en miðað við hópinn í dag þá vantar 3 menn. Miðvörð, vinstri bak og kantmann. Maður veit auðvitað ekki hvað Klopp gerir varðandi sölur og lán en einhverjir af þessum: Ojo, Woodburn, Wilson, Grujic, Ejaria og Trent verða hluti af hópnum og þess vegna er Klopp og FSG ekki að fara á einhvert kaupæði á 6-8 leimönnum. Byggi þetta helst á því að byrjunarliðið vantar einungis 1-2 menn. Vinstri bak og miðvörð. Annars er þetta drullu gott lið segi ég nú bara. Gleðilegan þjóðhátíðardag !!
Leikmaður tímabilsins
1.mane
2.lallana
3.coutinho
Bestu leikmannakaupin
1.Mane
2.matip
3.ekki nein
Mestar framfarir á tímabilinu
1.lallana
2.markmaðuri númer 22
3.ekki nein
Besti leikur tímabilsins
1.Arsenal heima
2.Arsenal úti
3.Chelsea úti
Versti leikur tímabilsins
1.hull
2.swansea
3.
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1.arnold
2.woodborn
3.harry wilson
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Origi
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Að ná ekki 3 sæti og ekki að ná neinum bigari í hús
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
7
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
7,5
Álit þitt á FSG í dag?
Veit ekki.
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Podcastið
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Nían vinstri bakvörð og síðan trúi ég á klopparan
Næsta tímabil verður…
Gott það koma 2 bikarar í hús og 2 sæti í deild
Leikmaður tímabilsins
1. Mané
2. Coutinho
3. Lallana
Bestu leikmannakaupin
1. Mané
2. Winjaldum
3. Matip
Mestar framfarir á tímabilinu
1. Mignolet
2. Winjaldum
3. Lallana
Besti leikur tímabilsins
1. Síðasti leikurinn gegn Middlesborough, mikil pressa á liðinu og þeir stóðust hana með prýði.
2. Arsenal heima/úti
3. Arsenal heima/úti
Versti leikur tímabilsins
1. Swansea heima
2. Hull úti
3. Leicester úti
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Solanke – nota bene eftir að hann var kosinn besti leikmaður U20 HM, hafði ekki heyrt um hann fyrr en hann kom til Liverpool en er búinn að lesa mér til og tel að hann gæti orðið tugmilljóna virði. Frábært að fá hann á (líklega) 3.
2. TAA
3. Grujic
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Karius
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Janúar og febrúar, hvað við almennt vorum bitlausir án Mané
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
Solid 7,7 náðum meistaradeildarsæti. Vorum frábærir fyrir áramót en klúðruðum titilbaráttu í byrjun árs.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
8,5 Náðu markmiðinu lítið annað að segja.
Álit þitt á FSG í dag?
Fer eftir glugganum núna, það þarf að hamra járnið meðan það er heitt. Við erum komnir inn í CL og þurfum að kaupa leikmenn sem gera okkur samkeppnishæfa í þeirri keppni og það sem er ennþá mikilvægara breikka hópinn svo að við komumst aftur í CL á næsta ári.
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Frábærar upphitanir og skýrslur. Ég næ ekki að horfa á eins marga leiki og ég vildi og þá er tær snilld að geta lesið skýrsluna og umræðuna og ég missi ekki helur af upphitun.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Úff…
Mignolet
Clyne – Matip – Lovren – Milner
——— Hendo – Lallana
Mané——-Coutinho——-Salah
—————Firmino
Næsta tímabil verður erfið áskorun í að keppa á 2 stórum vígstöðum og vera samkeppnishæfir á báðum stöðum.
Takk fyrir flottan pistil.
Fróðleiksmoli dagsins svo gott verði betra: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65123
Mikill vill meir
1. Sæti í topp 6 baráttunni !!!!
Frábært tímabil sem skemmdist með ömurlegum úrslitum gegn bottum league liðum.
Við leysum það næsta tímabil. Fannst reyndar eins og þetta væri leyst undir lokin
1. Sætið og ekkert annað!!!!
Það er alveg á hreinu hvert þessi vil fara til https://m.facebook.com/LiverpoolFansForum/photos/a.280525295392918.58911.280025632109551/1175757149203057/?type=3&source=48
Grujic er ofarlega hjá mörgum sé ég, en hvaðan kemur það ?
ég hef varla séð þennan strák spila fótbolta, hafið þið fylgst með honum í u23 ?
og lofar hann góðu ?
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð hann (Grujic) mikið og veit að hann er búinn að vera mikið meiddur en mér fannst hann líta gríðarlega vel út á síðasta undirbúningstímabili og hef svo heyrt svona hér og þar að hann líti vel út í U23.
Ég hef því miður ekki trú á Ben Woodburn (aftur byggt á mjög svo takmörkuðum upplýsingum) og þess vegna sekllti ég Grujic í 3. sætið hjá mér. Ég hefði svo sem kannski bara átt að skilja 3. sætið í þessum flokki autt þar sem ég hef ekki nóg vit á ungu leikmönnunum til að nefna fleiri en 2.
Leikmaður tímabilsins
1. Coutinho
2. Mane
3. Mignolet
Bestu leikmannakaupin
1. Mane
2. Matip
3. Wijnaldum
Mestar framfarir á tímabilinu
1. Mignolet
2. Lallana
3. Can
Besti leikur tímabilsins
1. Arsenal úti
2. Chelsea úti
3. Síðasti heimaleikurinn…
Versti leikur tímabilsins
1. Bournemouth úti
2. Swansea heima
3. United heima
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Trent
2. Karius
3. Solanke
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
Erfitt að gera upp á milli Origi og Sturridge
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
Janúar…febrúar…
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
8 – það var í raun kraftaverk að ná fjórða sæti með svona þunnan hóp og mikil meiðsli.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
8,5
Álit þitt á FSG í dag?
Hef enn trú á þeim.
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
Frábær podcöst
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Mignolet
Clyne – Matip – V.Dijk – Hector
Lallana – Henderson – Coutinho
Mane – Firmino – Salah
Leikmaður tímabilsins
1. Mané
2. Coutinho
3. Can/Lallana
Bestu leikmannakaupin
1. Mané
2. Wijnaldum
3. Matip
Mestar framfarir á tímabilinu
1. Can by a mile.
2. Lallana
3. Mignolet
Besti leikur tímabilsins
1. Watford vs Liverpool (1 vs 6) – Watford áttu aldrei möguleika.
2. Chelsea vs Liverpool (1 vs 2) – Henderson með glæsilegt mark fyrir utan teig.
3. Liverpool vs Tottenham (2 vs 0) – Mané með mörk á 16′ og 18′ mínútu. 5-0 sigur hefði verið verðskuldað.
Versti leikur tímabilsins
1. Bournemouth vs Liverpool (4 vs 3) – Slæmt tap þar sem liðið var í góðri stöðu.
2. Liverpool vs Swansea (2 vs 3) – Aftur liðið á góðum stað með vont tap…
3. Báðir ScumUtd leikirnir…mættu ekki til þess að spila fótbolta.
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Trent Alexander-Arnold (þarf að hafa bara “Trent” eða “Arnold” á búningnum).
2. Grujic.
3. Woodburn / Ejaria.
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur.
– Það er nú ekki af mörgu að taka. Origi hefði þurft að sýna mun meira á liðnu tímabili og Karius. Samt sem áður erfitt að gagnrýna Karius þar sem hann er frekar ungur markmaður að koma inní nýja deild með nýjum leikmönnum. Gef honum séns.
Origi fær þennan stimpil.
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt.
– Fyrir tímabilið hefðu allir tekið 4. sætinu fagnandi en auðvitað er það svekkjandi að vinna topp liðin en tapa fyrir þeim litlu.
Ef það er eitthvað sem þarf að fá þennan stimpil eru það líklega Bikarkeppnirnar þar sem menn voru andlausir.
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool.
– 8.0. Flott tímabil sem verður auðvelt að byggja á ef hópurinn þéttist með nýjum / uppkomnum leikmönnum. Grujic fer fleiri mínútur á miðjunni, Trent kemur með samkeppni á Clyne. Lélegt að detta í lægð eftir áramót þar sem liðið var á flugi og margir stuðningsmenn annara liða skíthræddir við okkar menn. 4. sætið er hinsvegar mjög góður árangur miðað við styrk deildar.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
– 7,5. Vantaði alveg skipuleg til þess að brjóta upp leik liða sem voru með 10 í vörn og einn turn að taka við löngum boltum. Hinsvegar voru keyptir flottir leikmenn inn sem bættu leik liðsins töluvert. Athuga með “physio” fyrir næsta tímabil, koma mönnum úr þessum meiðslum!
Álit þitt á FSG í dag?
– Gott, alveg óbreytt. Flottir í sambandið við völlinn og leikvanginn en mættu vera örlátari gagnvart kaupum/sölum.
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
– Podkast þáttur stjórnenda er óaðfinnanlegur! Gríðarleg fjölgun á “köstum” og umræður yfirleitt komnar á hærra plan, Alveg gargandi snild.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils.
——————Mignolet———————
Clyne —- Matip —–Lovren (Nýr) —– Wendel (Leverkusen)
———-Wijnaldum ——— Henderson–
——————–Coutinho——————-
Mané———–Lacazette/Firmino—Salah
Bekkur: D. Wilson, Gomes/Lovren (nýr miðvörður), Milner, Can, Grujic, Lallana, Studge.
Fyrir utan hóp: Karius (lán), Gomes (inn og út), Trent (Inn og út), Lucas, Ings o.fl.
Næsta tímabil verður…
…áframhaldandi skemmtun! Þetta er rússíbani sem við erum í og það er eins gott að njóta þangað til að það kemur að “spinnernum”.
YNWA – In Klopp we trust!
Leikmaður tímabilsins
1. Lallana
2. Mane
3. Coutinho
Bestu leikmannakaupin
1. Matip
2. Mane
3. Winjaldum
Mestar framfarir á tímabilinu
1. Mignolet
2. Millner – fyrir að breytta sér í vinstri bakvörð
3. Can – fyrir að stíga upp síðarihlutan
Besti leikur tímabilsins
1. West Ham úti 0-4 – mikilvægi leiksins var gríðarlegt og framistaðn frábært.
2. Tottenham heima 2-0 – Tottenham eitt besta liðið í deildinni var pakkað saman örugglega.
3. Chelsea úti 1-2 – Frábær útisigur gegn verðandi meisturum
Versti leikur tímabilsins
1. Bournemouth úti- það var allt með okkur fram að þessum leik og var þetta byrjun á einhverju slæmu
2. Palace heima – við ætluðum að stimpla okkur inn í meistaradeildina en Sakho og félagar spörkuðu okkur niður
3. Wolves bikarinn heima-
Bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool
1. Coutinho – ef hann heldur áfram með okkur þá getur hann orðið enþá betri
2. Woodburn – þessi strákur er mikið efni
3. Wilson – efni
Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur
– Sturridge og hans meiðsli en eina ferðina. Ef heill frábær en það gerist svo sjaldan
Mestu vonbrigði tímabilsins almennt
– að hafa ekki klárað litlu liðinn og verið að berjast þá um Enskatitilinn
Hvaða einkunn/umsögn fær þetta tímabil Liverpool
8,5- Já mörgum finnst þetta hátt en væntingarnar fyrir tímabilið voru að ná í meistaradeildarsæti og það tókst. Liðið spilaði oft á tíðum frábæran fótbolta og Klopp er að búa til eitthvað spennandi.
Hvaða einkunn/umsögn fær þjálfarateymið eftir þetta tímabil?
9,5 – Maður sér að lið er að taka framförun og maður sér að leikmenn eru að bæta sig undir Klopp og hans mönnum.
Álit þitt á FSG í dag?
– Ég treysti þeim og er á því að þeir vilja koma Liverpool aftur á toppinn.
Hvað stóð upp úr hjá þér í starfi kop.is?
– Fór á Liverpool – Sunderland í vetur með þeim og var það mjög gaman.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
– Ég er á því að raunhæft byrjunarlið saman stendur af leikmönnum sem við höfum í dag og allar get gátur um hina og þessa leikmenn er engun til góðs og er oftast ávísun á vonbrigði.
Næsta tímabil verður…
– Enþá rússibanaferð með Liverpool. Við sjáum frábæra leiki og flotta sigra. Við sjáum óvænt töpuð stig en ég sé liverpool taka skref framávið og að sjá þá spila í meistaradeild verður frábært.
Gleymdist: Næsta tímabil verður…
Næsta tímabil verður magnað. Ég treysti Klopp algerleg fyrir þessu verkefni og við verðum í toppbaráttunni frá byrjun til enda. Ef við sleppum vel frá meiðslum þá… daddara…dam…tökum við langþráðan titil! Meira að segja þó svo að 70 kúlumaðurinn Dijk komi ekki – ég er sannfærður um að Klopp og co finni 3-4 leikmenn sem munu bæta liðið verulega, sbr. Mane, Gini og Matip í fyrra.