KOMDU MEÐ KOP.IS TIL LIVERPOOL Í HAUST. SJÁ VEF ÚRVAL ÚTSÝNAR!
Gleðilegan júlí öllsömul!
Hvað er svo að frétta? Það er frekar mikil lognmolla yfir Liverpool FC þessa dagana. Meira að segja kvennaliðið er ekki að kaupa eða selja leikmenn.
Talandi um sölur, þá er það kannski það óvæntasta við sumarið. Mamadou Sakho, Lazar Markovic og hinir sem voru á láni, eða leikmenn eins og Daniel Sturridge og Lucas Leiva sem voru stöðugt orðaðir við leikmenn í allan vetur, en við heyrum ekki neitt. Andre Wisdom fór til Derby í júní en annars hefur varla heyrst langsótt slúður um sölur leikmanna, hvað þá annað.
Í innkaupunum er líka rólegt að frétta. Solanke og Salah eru á skrá og mæta til vinnu á næstu dögum eins og aðrir leikmenn, en liðið er að hefja undirbúningstímabilið í miðri viku, enda ekki nema tíu dagar í fyrsta æfingaleik.
Það heyrist eitthvað óljóst slúður um að Naby Keita hafi samþykkt samning við Liverpool og nú þurfi liðin tvö bara að semja um kaupverð. Einmitt. Eftir Van Dijk-söguna er enginn að setja kampavínið á ís, hvað þá að toga í tappann. Sjáum hvað setur.
Þetta sumar gæti ennþá brugðið til beggja vona. Við gætum fengið Solanke og Salah, Keita og Oxlade-Chamberlain á miðjuna, Van Dijk og bakvörð í vörnina og verið dansandi ánægð við lok gluggans. Við gætum líka misst af Keita og Van Dijk og endað með verri kosti, vitandi að Klopp langar virkilega virkilega í þessa tvo, og verið efins þegar tímabilið hefst. Vonum að Klopp fái það sem hann vill, það sem hann þarfnast.
Annars lagði Klopp áherslu á hversu mikilvægt undirbúningstímabilið sé í viðtali fyrir helgina. Hann ætlar sér klárlega stóra hluti á næstu leiktíð. Vonandi fær hann tækin til þess að smíða höll í sumar.
Júlí. Glugginn er opinn. Nú ætti að fara að koma hreyfing á hlutina, inn og út. Vonum það besta.
YNWA
Svo er það, hvað verður um Ings. Maður sér ekki neitt heldur um hann. Hvort að hann sé í plönum hjá Klopp eða ekki. En einhvernveginn grunar mig hann fari við fyrsta 10M+ boð.
Ings er enþá inn í plönum Klopps og var Klopp að hrósa honum um daginn fyrir dugnað.
Ings er farinn að sparka í bolta og hlaupa en byrjar líklega ekki á fullu með liðinu á miðvikudaginn.
Ég er á því að þetta sé leikmaður sem eigi eftir heilla stuðningsmenn liverpool en hans styrkleiki er hraði og vinnusmei en Klopp er sagður vera hrifinn af svoleiðis leikmönunm.
Ég er allavega á Team Ings vagninum í vetur.
Vil endilega halda honum og Sturridge. Ekki veitir af breiddinni á komandi tímabili.
Hvað með King Zlatan, væri ossome að hafa hann og geta skift honum inn á 60 mín, til að redda málunum þegar ekkert gengur, eins og skeði ansi oft á síðasta tímabili………Kann að skora og gefa stoðsendingar, flottur fyrir móralinn og gæti kennt ungu drengjunum mikið….. tala ekki um treyjusöluna…. Kæmi frítt en er með “góð laun” og gæfi liðinu þessa tilfinningu að stjórnin vill vinna titla…????? Bara að spá…..
Mig langar til þess að segja ykkur frá því hvað það þýðir fyrir mig að vera liverpool aðdáandi og þá labbar maður ekki einn í gegnum erfiðleika.
sonur minn var greindur með bráðahvítblæði í síðustu viku og baráttan er hafin. Og ég til þess að hvetja hann og fyrst og fremst uppfylla draum hans, setti ferð á Anfield sem takmark okkar þegar baráttan væri sigruð, því það verður hún sko.
Þetta fréttist í gegnum vinkonu mína til Anfield. Og á laugardaginn fæ ég fallegt bréf frá Peter Moore CEO hjá liverpool sem snerti mig mjög svo mikið, svo mikið tákrænt og jákvætt sem ég þurfti svo á að halda. Fyrir mér er þetta lýsandi fyrir klúbbinn okkar og þá samstöðu sem við höfum alltaf sýnt í gengum oft soldið erfiða tíma.
YNWA
#4, það er bara einn kóngur, Kenny, Slatan er fáviti sem má alls ekki nokkurtíman koma nálægt okkar liði!!!
Leipzig var að frumsýna nýja búninginn sinn að þeirra stjarna Keita kemur ekki fram.
Spurning hvort að þetta sé að fara að gerast.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/naby-keita-nowhere-seen-rb-13271911
#5 Gangi ykkur vel í þessari baráttu. Vonandi náið þið takmarkinu ykkar.
#5 Vildi segja líka gangi ykkur vel. Nóttin er dimmust rétt fyrir dögun og áður en þið vitið af því verðið þið komið inní sólskinið. Þið gangið svo sannarlega ekki ein
Held það væri snilld að gera eins og #4 leggur til og fá Zlatan eitt tímabil.
Greyið er á síðustu metrunum og sorglegt ef jafn hæfileikaríkur maður á að þurfa að upplifa að ferlinum lauk hjá jafn hörmulegu liði og ManUre. Hvernig ætlar hann að réttlæta það fyrir barnabörnunum?
Að gefa honum eitt tímabil hjá Liverpool, leyfa honum að sitja á bekknum og koma inná af og til þannig að hann fær pottþétt meistaramedalíunu næsta vor væri góðverk.
Og Smoogmz – sendi þér alla mína jákvæðustu strauma.
Smoohmz #5
Gangi ykkur feðgum vel og skemmtið ykkur vel á Anfield þegar þið farið eftir að sigur hefur verið unnin í baráttunni. Virkilega skemmtilegt að heyra svona skemmtilegar sögur af okkar klúbbi.
P.S Naby Keita verður eflaust í búning númer 8 þegar þið farið 🙂
Veit einhver hvort Elite útgáfan af treyjunum komi aftur í sölu? Kv Nenni níski
Gangi ykkur vel!
YNWA.
#5
Góða ferð á Anfield og góða skemmtun eftir að sigur er unnin á þessum veikindum
Frábært að heyra svona sögur af okkar frábæra klúbb
YNWA
Jæææja,þeir eru nú ekkert að drolla við hlutina þessir bláu beint á móti, þeir bara styrkja sig
bara þriðja hvern dag þessi misserin.
Er ekkert að frétta af vinstri bakvarða kaupum? Trùi ekki að mancity versli Mendy án nokkurrar samkeppni frá lfc. Er auðvitað sáttur við Salah kaupin en yrði spenntastur yfir kaupum á alvöru leftback. Alex Sandro hefur ekkert verið linkaður við klùbbinn né Rose hjá spurs. Ekkert heyrt um Hector slùður sìðan ì fyrra. Nòg eftir af glugganun auðvitað en hefði talið að þetta yrði forgangsmál. Þreytt að missa samt af bestu bitunum (Sandro&Mendy). Moreno á samt eftir að pluma sig vel og verða solid leftback hvar sem hann endar. Ennþá þreyttara er hann er enn einn efnilegi leikmaðurinn sem fjárfest er verulegum fjárhæðum ì en fittar ekki eða er hreinlega ekki nògu gòður. Finnst þeir vera ansi margir sem floppa hjá lfc. En koma svo Klopp! Slaka aðeins á bubbles rave og frænkum á Ibiza og hringdu ì Mendy og sannfærðu hann um að koma??
Ok… broskallar verða að spurningamerkjum. Strange.
Ég held að það verði ekkert gert í vinstri bakvarðastöðunni fyrr en að Moreno áttar sig á að hann eigi ekki framtíð hjá félaginu og fær umbann sinn til að finna annað félag.
Liverpool munu ekki fara í þetta tímabil með Milner sem first choice held ég, en það gæti orðið seint í sumar.
Ég er samt hissa á að Jonas Hektor skuli ekki vera orðaður neitt í sumar, frábær leikmaður þar á ferð í eina af veikustu stöðum liðsins.
En glugginn er nýopnaður og fullt eftir að gerast.
Er ekki bara verið að leggja allt í að fá Naby Keita og svo fáum við Hector og Virgil Van Djik 🙂
#5
Þekki þetta ansi vel af eigin raun þótt langt sé um liðið. Í dag er dóttir mín móðir tveggja kraftmikilla stráka .
Björtu hliðarnar(ef hægt er að tala um þær) er að við höfum yfir að ráða færustu læknum á þessu sviði í heiminum.
Gangi ykkur vel í baráttunni og góðan bata.
Smoogmz (#5) – Úff, vá. Takk fyrir ummælin og gangi ykkur vel, ég hlakka til að heyra framhaldið þegar þú segir okkur hvernig það var að fara með strákinn á Anfield.
YNWA
Nr. 5. Gangi ykkur allt í haginn og góða skemmtun á Anfield.
Hvaða vanþekking er þetta á sögu Liverpool ef menn eru að vonast til þess að Zlatan komi til Liverpool ?
Það hefur aldrei gengið leikmaður beint frá Man Un til Liverpool og öfugt síðan 1964 en þá gekk Phil Chisnall frá Man Und yfir til Liverpool. Síðan þá hafa einhverjir menn spilað fyrir báða klúbba en gengið í önnur lið þess á milli. Eins og Paul Ince og Michael Owen.
þess fyrir utan er augljóst að Zlatan passar ekki inn í leikstíl Klopps. Hann er vissulega góður en hefur engan veginn með þá eiginleika sem Klopp er að leita eftir.
Vissulega datt mér hann í hug en gerði mér strax grein fyrir að það eru 0 % líkur á að slík kaup myndu gerast.
Smoogmz (#5) – Gangi ykkur feðgum vel og vonandi fari þið á markaleik sem við vinnum 🙂
En að þessum glugga, sem fer hægt af stað hjá flestum liðum fyrir utan Neverton og City.
City kaupur Bernardo Silva og Caballero mjög snemma í glugganum.
Neverton er að kaupa leikmenn sem ég tel vera á þeirra plani. Einfaldlega klassa neðar en Salah og Keita.
Við erum hinsvegar búnir að kaupa Salah og Solenka og finnst mér það bara mjög gott á þessum tímapunkti. Klopp er ekki í fríi á þessum tíma nema að hann sé með plan og vissan lista sem þarf að fara yfir.
Keita er klárlega það járn sem er í eldinum í dag og vilja menn líklega klára það áður en farið er í næsta leikmann. Ég get alveg séð fyrir mér að næst verði farið í vinstri bakvörð, þó svo að Moreno sé ekki farinn. Ef ég mætti velja stæði valið á milli þriggja leikmanna: Hector, Mendy eða Wendell. Allt spennandi leikmenn sem hafa verið að standa sig vel hjá sínum klúbbum.
Með komu Salah og Solenka (og Ings) finnst mér áherslan verða að vera varnarlega. Ef að Ox kemur þá mun ég ekki kvarta en samt sem áður væri ég til í að fá inn van Dijk og vinstri bakvörð.
Þessi Zlatan hugmynd er jafn góð hugmynd og hjá þessum ísraelum fyrir austan. Eru menn ekki í lagi? Þegar að leikmaður er hjá Scum eða Neverton þá kemur hann ekki beint til okkar. Mjög einfalt stærðfræðidæmi.
YNWA – In Klopp we trust!
Hi, alle sammen.
Ég var að fara yfir listann um kaup enskra liða á mbl.is og ég gat ekki séð að margir leikmenn sem hafa verið keyptir mundu bæta lið Liverpool nema þá þessir tveir leikmenn sem hafa verið keyptir til okkar liðs. Ég man þá tíð þegar við unnum flesta titla þá voru keyptir 2-3 leikmenn á hverju tímabili og þeir voru ekki ódýrir á þeim tíma. Flestir þeir leikmenn sem hafa verið keyptir eru bara ekkert betri en þeir leikmenn sem eru fyrir og banka á dyrnar úr akademíunni. Við eigum þrjá heimsmeistara. Athugið að þeir ungu leikmenn sem voru á bekknum í fyrra sökum meiðsla byrjunarleikmanna eru ári eldri og væntanlega reyndari. Hvað varðar miðvörð þá eigum við ágætis miðvörð sem mundi vera byrjunarleikmaður í flestum liðum í heiminum og það er bara að gefa honum annað tækifæri. Við þurfum v-bak og Keita, sem ég fylgdist með síðasta vetur og segi: Hann er klassa leikmaður og betri en Pogba. Hann hefur gott auga fyrir stungusendingum er gríðalega fljótur og leikinn. Ég er ánægður með að við séum að bjóða í fáa en klassaleikmenn sem bæta leik okkar liðs. Í fyrra vorum við ekki með eiginlegan framherja en við skoruðum næst flest mörk í deildinni. Framtíðin lofar góðu kæru vinir og ég tek glaður á móti næsta vetri.
@22 hvaða 3 heimsmeistara eigum við?
Podcast í kvöld?
#23
Solanke, Ojo og Ejaria.
@23
Solanke, Ojo og Ejaria.
Hvenær er von á næsta podcasti? ?
Klopp kallar eftir þolinmæði. Hann segir að klúbburinn sé að bíða eftir rétta tímanum til þess að hefja innkaupin. Það er allt annað en hann sagði í lok tímabilsins þar sem hann trúði því að gengið yrði frá kaupunum frekar fljótt.
En ef þetta er rétt sem hann er að segja, þá er það 100% skiljanlegt því það er algjör óþarfi að fjárfesta í leikmönnum á uppsprengdu verði.
Jæææja. Þá er Lacazette staðfsetur hjá Arsenal.
Það eru nokkur ár síðan að ég sá þá sem ógn en þegar að þeir eru komnir með hann í fremstu víglínu, halda Sanchez, Özil og kaupa líklega einhvern á miðjuna til viðbótar þar sem Casorla er mikið meiddur….þá eru þeir klárlega Contenders.
Nú eru allir mættir á Melwood í vinnuna og hlítur eitthvað að fara að gerast í okkar málum.
Fáum Keita inn, VVD/Koulibaly and Wendell/Hector þá er ég sáttur.
Væri alveg gríðarlega mikið statement að klára Keita á næstu dögum.
YNWA – In Klopp we trust.
Held að Arsenal hafi verið að gera mögnuð kaup þarna, finnst skrýtið að fleiri lið reyndu ekki við Lacazette fyrir 45mp.
Podcast í kvöld, fyrir þá sem eru að spyrja. Stillið viðtækin. 😉
Jurgen Klopp með ákall til stuðningsmanna Liverpool!
Þá veit maður að sama leðjan er að eiga sér stað hjá þessum klúbbi,verið að skoða þriðja og fjórða kost sem kosta lítið – það má ekki kosta það má ekki kosta það má ekki kosta,
og Klopp greinilega ekki með bein í nefinu, lætur þessar Exel liðleskjur troða á sér eins og Brendan.
Rosa stoltir að kaupa leikmann á 35 m. það er svipað og stærri liðin í evrópu eru að kaupa á bekkinn hjá sér.
Sorry, bara kominn með nóg af sama leiknum hjá þeim á markaðinum ár eftir ár.
Ég var í leigubíl í Leipzig í morgun. Leigubílstjórinn sagði að það yrði rosa stór frétt um Keita á morgun. Hann sagði að tilkynnt verði um
#5
Gangi ykkur sem allra best í ykkar lífsins ferðalagi.
YNWA
Varðandi Lacazette og meinta spælingu að missa af honum, þá spyr maður sig hvort það sé svo slæmt þegar t.d. litið er til landsliðsferils þeirra Lacazette og Giroud. Jú Lacazette er yngri, en 11 leikir gegn 64 og 1 mark gegn 27 segja e.t.v. margt. Giroud hefur nú ekki beint verið að rúlla upp deildinni, með ca 13 mörk á tímabili.
Lukaku til man-utd!!!