Fréttir í gær og dag segja að tilboði Liverpool (£57m) hafi verið hafnað af Leipzig. Ekkert sem kemur á óvart þar en þetta er engu að síður fyrsta formlega boð Liverpool í kappann sem kannski gefur til kynna að eitthvað er að gerast í þessu máli. Það er ólíklegt að Liverpool leggi inn tilboð upp úr þurru án þess að hafa rætt við Leipzig áður.
Hinn klettharði Ralf Ragnick sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Leipzig heldur því auðvitað áfram fram að hann sé ekki til sölu sama hvert boðið er enda væri það afleikur að segja eitthvað annað útávið. Hann er með góða hönd í þessum póker en fréttir í dag herma engu að síður að hann sé ekki einráður hjá Leipzig og að félagið gæti verið tilbúið að selja hann fyrir rétta upphæð.
Liverpool will return with an improved bid for Naby Keïta despite RB Leipzig officially claiming the player is not for sale. (Paul Joyce)
— Anfield HQ (@AnfieldHQ) July 14, 2017
Liverpool tabled a £57m bid for Keita last week, the player could consider pushing for a move by submitting a transfer request. (Paul Joyce)
— Anfield HQ (@AnfieldHQ) July 14, 2017
Melissa Reddy er blaðamaður hjá Goal.com en telst ágætlega trúverðug þegar kemur að fréttum tengdum Liverpool (svona svipað og Barrett, Joyce, Bascombe og Pearce eru eða hafa verið). Hún setti þessa frétt í loftið í morgun. Áréttum auðvitað að þetta er ekkert gospel þó þetta komi frá vel tengdum blaðamannai, engu að síður nokkuð ljóst að Liverpool lagði inn tilboð.
Aðalatriði í þessu er samt hugur Keita sjálfs, ef hann vill fara og Liverpool er tilbúið að greiða “það sem þarf” til að fá hann er líklegra en ekki að liðin komist að samkomulagi. Spurning líka hvað Leipzig er tilbúið að ganga langt í að halda ósáttum leikmanni innan liðsins og hvaða áhrif það hefur á aðra leikmenn þegar kemur að því að semja við Leipzig. Þetta er auðvitað dans sem öll lið glíma við og bæði Keita og Liverpool þurfa auðvitað að virða að Keita skrifaði sæll og glaður undir samning hjá Leipzig sem stendur ennþá. Þeir ráða þessu á meðan.
Tilboðið sem talað er um núna er sagt vera nokkura daga gamalt sem kannski sýnir best hvað blaðamenn vita lítið um það sem er að gerast bak við tjöldin.
Það er 14.júlí í dag, Klopp sagði í þessari viku að hann væri ekki stressaður yfir stöðu mála og við ættum því alls ekki að vera það heldur, ekki í bili a.m.k.
Tilboð í Lucas
Takist Liverpool að kaupa Keita er ljóst að einhver fer í staðin og líklega liggur beinast við að sá leikmaður verði Lucas Leiva og rétt í þessu voru fréttir að berast af tilboði Lazio í kappann.
Lazio have bid £5m for Lucas Leiva. Player may not now feature in Liverpool's friendly with Wigan Athletic tonight
— paul joyce (@_pauljoyce) July 14, 2017
Þetta væri flott fyrir Lucas, hann á nóg eftir fari hann í einhverja af stóru deildunum á meginlandinu.
Liverpool er nú þegar betra
Annars er ágætt líka að hafa í huga grein Paul Tomkins frá því í gær þar sem hann benti á að Liverpool væri nú þegar mun sterkara en undir lok síðasta tímabils.
Wigan í kvöld
Annars er æfingaleikur í kvöld, hinn leikurinn sem Liverpool tekur nálægt heimaslóðum á upphafsstigum undirbúningstímabilsins. Salah, Lallana og Coutinho gætu komið við sögu þar.
Sælir félagar
Takk fyrir þetta spjall EM. Ég persónulega hefi mun meiri áhuga á Keita en WvD þó það væri efalaust gott að fá hann. Svo eru uppi raddir um að staða Sakho sé ekki alveg vonlaus en Klopp setur alltaf upp pókerfeisið þegar hann ber á góma. En hann virðist samt ekki hafa skellt öllu í lás þar. Hitt er samt annað að Klopp verður auðvitað að láta sem Sakho sé enn inni í myndinni hjá Liverpool til að halda verðinu á honum uppi og auka á verðleika (?!?) hans. Sjáum til.
Það er nú þannig
YNWA
Ef einhver vill horfa á æfingarleikinn í kvöld er hægt að kaupa áskrift að LFCTV GO á 600kr fyrir mánuð. Þá getur maður horft á alla vega 3 æfingarleiki (veit ekki hvort PL trophy og Audi Cup verði sýndir þar) á netinu og þarf ekki að vesenast með stream.
Ég var búinn að setja þetta á íslensku LFC síðuna á Facebook en ákvað að henda þessu hingað inn líka 🙂
Svo er hægt að kaupa netsjónvarpsáskrift hjá iptviceland@gmail.com, ef þið eigið snjallsjónvarp. Það eina sem þarf að gera er að kaupa app í sjónvarpið (uþb 5 evrur, ein greiðsla) og svo er mánaðargjald fyrir áskriftina kr. 2.500 (oft auglýst tilboð fyrir heilt ár). Þessu fylgir ógrynni af erlendum stöðvum, allt SkyMovies, SkySports, BT Sports, LFCTV ásamt helling af bíómyndum og sjónvarpsþáttum “on demand”. Passið bara að vera með sjónvarpið beintengt í netbeininn með snúru og þá er ekkert hökt.
Ég er búinn að vera áskrifandi síðan í janúar og þetta er algjör snilld.
Sælir félagar
Takk fyrir þetta Eyþór. Keypti árs áskrift og það viru 911 kr á mánuði. Þá getur maður horft á endursýningu leikja og ýmislegt annað eins og kjúklingaleikina og fleira.
Það er nú þannig
YNWA
Það virðist sem að Lucas Leiva sé að kveðja félagið og sé búinn að semja við Lazio samkvæmt blaðamanna sem er vel tengdur á Ítalíu.
Búinn að vera hjá félaginu í 10 ár og verið mikið á milli tannanna á fólki.
Flott move hjá honum enda ennþá á besta aldri.
Núna þarf að klára þetta Naby Keita mál og þá er komið flott update á miðjuna
Erfitt að sjá Lucas fara. Sá hefur staðið sig vel fyrir okkar menn og á alla þá virðingu skilið sem hægt er.. sennilega vanmetnasti leikmaðurinn okkar síðustu 10 árin. Algjör toppatvinnumaður sem aldrei hefur lent í eða verið með eitthvað vesen og alltaf gefið 100% af sér. Maður hefði alveg viljað halda honum og eiga hann á bekknum en auðvitað á hann skilið að spila reglulega og líklegt að tækifærum hans hefði fækkað enn meira á næsta tímabili ef Keita kemur. Bara flott move hjá honum að fara í Lazio og óska ég honum alls við besta..
En já vonandi að okkar menn klári þessi Keita kaup. Ég skal vera bara alsæll með sumarið ef okkar menn klára bara Van Dijk, Keita og Aubameyang. Skal sleppa vinstri bakverði ef við klárum þessa þrjá. Sé okkur samt aldrei klára alla þessa þrjá og finnst afskaplega hæpið að okkar menn borgi 60 milljónir fyrir 28 ara gamlan Aubameyang þó það væri draumur.. Allavega gott að eitthvað er að gerast og vonandi bara að þessi mál séu að fara komast á fullt skrið.
Jæja 10 dagar eftir af þessum leikmanna glugga og miðað við hvað allt tekur langan tíma hjá Liverpool og hvað þeir eru miklir meistarar í að klúðra öllum sölum þá lítur ekki út fyrir að nein stór nöfn séu að koma í þetta skiftið.
Nei ég gleymdi Solanke og Salah vá stórkostlegt eða þannig úff!
helgin byrjar vel..Lucas á leið út,,skál fyrir því..löngu búinn fyrir hraðann og kraftinn í enskudeildinni. Skil svo ekki þessa væmni í kringum þennann mann. var farinn að taka bara pláss…..
Takk fyrir þetta. Sannarlega er eftirsjá í Lucas enda einn af gegnheilustu Liverpool mönnum sl áratug. Flottur gaur og alvöru atvinnumaður og væri betra ef fleiri væru eins og hann. Vona ég svo sannarlega að hann nái að sýna eitthvað af fyrri getu á nýjum slóðum.
#4 Sigkarl
Það er spurning hvort það skipti máli hvaða gjaldmiðil maður notar. Ég borgaði í norskum krónum og það var 600kr fyrir stakan mánuð. Þða var svo eitthvað dýrara að borga í evrum. En hvort sem þetta er 600kr eða 900kr er þetta vel þess virði að mínu mati.
#7 Hvað ertu búinn að vera drekka í dag? Glugginn er opinn til 31 ágúst.
#7 : Er ekki Leikmannaglugginn opinn út Ágúst? ef svo er þá eru ekki 10 dagar eftir af honum 🙂 Annars bara góða helgi, allir. YWNA
Ok sorry smá daga ruglingur hér he he 🙂
Ef Lucas er á útleið sem allt virðist benda til, þá verða eftirtaldir leikmenn þeir sem lengst hafa leikið fyrir klúbbinn, í sviga kemur fram í hvaða mánuði þeirra fyrsti leikur fyrir félagið var:
1. Flanagan (apríl 2011)
2. Henderson (ágúst 2011)
3. Sturridge (janúar 2013)
4. Coutinho (febrúar 2013)
5. Mignolet (ágúst 2013)
6. Sakho (september 2013)
Óhætt að segja að við séum búin að sjá talsverðar breytingar á leikmannahópnum undanfarin misseri.
Sælir félagar
Já Eyþór ég sammála því þetta er ekki mikið verð hvort sem það er reiknað í evrum, pundum, n orskum- eða íslenskum krónum og ég var ekki að gagnrýna þig eða þitt verð. Ég var einfaldlega að segja frá hvað þetta kostaði.
Það nýjasta núna er að LFC sé að kaupa vinstri bakvörðinn af Hull. Er eitthvað til í því og er það uppgráðun fyrir Milner? Ég spyr því ég veit ekkert um það.
Það er nú þannig
YNWA
Nú gleðst ég Lucas á leiðinni út, þó fyrr hefði verið. Hefur aldrei passað í þetta lið.
Ææææiiiii jol 16 þú ert svona skemtilegur í dag
Engin út-Sala í dag.
Salah jafnar 1-1
Djöfull verður spennandi að fylgjast með Mane og Salah í vetur.
Skorar í fyrsta leik og hefði átt að skora eftir 55 sek.
Þvílíkur hraði á þessum leikmanni.
Sá síðustu 15 mínúturnar af fyrri hálfleiknum og verð að segja að ég er mjög ánægður með það sem maður er að sjá frá nýja manninum Salah. Virkar hrikalega hraður og skilar boltanum vel frá sér. Virðist passa mjög vel í þennan stíl sem Klopp spilar. Flott fyrir hann að skora þetta mark þó það hafi ekki verið það fallegasta.
Er spenntur að sjá hvað þessi sóknarlína sem byrjar seinni hálfleikinn gerir. Origi og Sturridge þurfa að skila frammistöðu í hverjum leik.
Salah skorar og koma svo Solanke
Sé nú alveg Trent Alexander Arnold eigna sér hægri bakvörðinn bráðlega!
Í hvaða heimi er lógískt að borga 50-70 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk þegar einn besti miðvörður heims, Leonardo Bonucci, var seldur til AC Milan á 42 milljónir evra í dag? Búið að klína einhverjum auka 20-30 milljónum punda á öll okkar skotmörk í sumar.
Það er alveg augljóst að Klopp viti miklu minna um fótbolta en þú ef hann telur að Van Dijk henti Liverpool miklu betur Liverpool en Lenardo Bonucci eða lægi það ekki ljóst fyrir að Liverpool væri á höttunum eftir þessum leikmanni ef þeir teldu hann vera betri í fótbolta heldur en Van DIjk ?
Ég er að tala um verðmiðann en ekki hvorn Klopp telur betri fyrir LFC enda var hann aldrei raunhæfur kostur fyrir okkur.
Krulli, þetta tengis líka mikið aldri leikmannsins. Leonardo Bonucci varð þrítugur núna í maí og á því kannski ekki svo mörg ár eftir á topp leveli. Virgil van Dijk er 26 ára og á því u.þ.b. fjórum árum fleiri eftir í topp klassa. Ég er hins vegar alveg sammála því að verð á leikmönnum er komið út í algert rugl en á meðan 27 ára Kyle Walker er seldur á 50 milljónir punda þá er kannski ekki svo galið að van Dijk fáist á sambærilegu verði, jafnvel aðeins hærra.
Bíddu afhverju var hann ekki raunhæfur kostur fyrir okkur ? Nú verð ég að viðurkenna að ég veit ekkert hver þessi gaur er en ég er nokkuð viss um að Liverpoool hefði yfirboðið þennan gaur þá hefðu þeir einfaldega fengið hann. Salah hækkaði um helming í launum við að koma yfir til Liverpool.
Ástæða þess t.d að liverpool verður að kaupa Keita og Dijk á svona háu verði er að ellega myndu önnur lið reyna að krækja í þá en sama gildir greinilega ekki um þennan miðvörð. Það sannast kannski best að hann er ekki talinn henta úrvalsdeildinni vel er að ekkert af topp 6 liðunum í Englandi eru á
Jol hefur greinilega ekki mikið vit á fótbolta. Eina sem hann gerir hérna í commentum er að drulla yfir Lucas. Gæji sem allir þjálfarar hafa viljað hafa í sínum hóp. Þetta er leikmaður sem skilur leikinn betur en flestir aðrir og hefur verið helsta ástæðan fyrir þessum farsæla ferli hjá Liverpool. Andy Carroll gaf það út í fyrra að Lucas væri einn allra erfiðasti andstæðingur sem hann hefði mætt. Þetta eru satt best að segja ekki góð tíðindi fyrir Liverpool og veikir þetta breiddina í hópnum. Liverpool eru aldrei að fara að fá jafn góðan leikmann fyrir sama pening og Lucas verður seldur á.
Verið að búa til pláss fyrir Keita
Strax farinn að sakna Lucas Leiva. Við hefðum unnið leikinn með hann innanborðs. Þvílíkur nagli.
En hvar er Keita? Er einhver sem veit’ða?
http://lineupbuilder.com/?sk=f0v31
Er þetta ekki orðið asskoti fínn hópur?
Fer aðeins fram í tímann hérna.
Ég efast um að Liverpool myndi selja Lucas nema vera nokkuð vissir að fá Keita. Vonandi að það gerist
Þetta Lucasar-væl alltaf hreint minnir mig alltaf á “virka í athugasemdum” sem þurfa sýnkt og heilagt að blanda eigin áhugamáli við hvaða merkilegu og ómerkilegu frétt sem er. Þetta er afskaplega þreytt, bætir engu við umræðuna heldur þvert á móti sýnir hversu ótrúlega einstrengingslegir menn og konur geta verið.
Vonandi fer samt Lucas – þó ekki væri nema bara til þess að losna við þennan grátkór sem alltaf þarf að kenna honum um allt! 🙂
Farvel Lucas – einn traustasti þjónn LFC undanfarin áratug. Átt heiður skilinn fyrir að hafa aldrei gefist upp þótt á móti blési, staðið af þér endalaus þjálfaraskipti (og meira að segja eigendaskipti) og gefur 100% af þér í hvern einasta leik. Lucas verður sárt saknað, það er ég viss um.
Að Bonucci – sem mikill áhugamaður um ítalska knattspyrnu þá ætla ég bara að henda mínum tveimur aurum í umræðuna um hann. Það er rétt sem hér kemur fram að hann var aldrei raunhæfur kostur. Þetta snýst ekkert um að bjóða betur í leikmenn, leikmenn eru ekki vélmenni sem taka bara hæstu launin, hvar sem þau bjóðast. Fleira spilar inn í en það.
Engu að síður þá var honum boðið gígantísk laun hjá AC Milan. Juve ætlaði aldrei að selja hann, en hann óskaði sjálfur eftir því að fá sölu til Milan vegna þess að hann fékk tilboð þaðan sem ekkert annað félag í Evrópu – fullyrði ég – myndi jafna.
Bonucci er líka orðinn 30 ára og það því alls ekki eftir bókinni hans Klopp að eyða himinháum fjárhæðum í þetta gamlan leikmann. Og FSG hefði líklega ekki samþykkt það heldur, miðað við þeirra “track-record” í leikmannamálum.
Bonucci er svo leikmaður af gamla ítalska skólanum. Hann hefur engan áhuga á að spila utan Ítalíu, ekkert frekar en Baresi, Maldini og Roberto Baggio í gamla daga, nú eða Buffon, Chiellini, Totti, Daniele de Rossi eða Claudio Marchisio í dag – svo ég nefni bara nokkra af handahófi.
Ítalska þjóðin er mjög heimakær, svona heilt yfir. Fyrir þeim er Ítalía nafli alheimsins og það þarf sérstaklega mikið fyrir Ítali að vilja búa erlendis.
Fyrir unga ítalska knattspyrnumenn þá er draumurinn að spila fyrir stærstu lið Ítalíu (þ.e. Juve og AC Milan og strax þar á eftir, Inter og Roma). Draumurinn er ekkert að spila erlendis. Þess vegna eru fáir sem láta á það reyna og flestir sem það þó gera fara frekar til Spánar af augljósum ástæðum.
(tek fram að ég er ef til vill ekki alveg hlutlaus því ég bjó um árabil í Milanó, AC Milan er mitt lið, Bonucci er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum og ég er sammála því að Ítalía er nafli alheimsins!)
Hvað önnur leikmannamál varðar þá held ég að menn ættu bara að anda rólega. Leikmannamarkaðurinn er alltaf í tómu rugli en nú í sumar er hann á algjörum yfirsnúningi og því skynsamlegt að flýta sér hægt. Ég hef fulla trú á því að LFC muni ná að landa bæði Van Dijk og Keita, og allt bendir til þess að Robertson verði næsti leikmaður inn. Ef þetta næst áður en tímabilið hefst, þá held ég að við getum öll verði himinlifandi með sumarið og spennt fyrir komandi vetri!
Homer
http://www.visir.is/g/2017170719345/ungur-markvordur-fram-a-reynslu-til-liverpool
Er þessi að fara að taka við hönskunum?
Lucas Leiva er sonur Liverpool – son of Liverpool. Við erum nokkrir sem getum kallað okkur það þ.á.m. Lucas Leiva Liverpoolson. Það þarf að horfa á nokkuð marga framhaldsþætti af Soap til þess að fatta það. Þegar að þeim degi kemur á hann kannski von þessi Simpleson.
#32
Alexander fer inn fyrir Clyne, sem droppar í 2. sæti. Emre Can er saga og Lucas Leiva Liverpoolson fara út fyrir Keita. Hvað verður um Sturrigde vs. Aubamyang verðum við hins vegar og annars vegar að biðja til Guðs. Spurning með svarta sauðinn í fjölskyldunni hvort við tökum við honum aftur eða fáum mann með fornafninu van. Þetta og miklu miklu miklu meira fáum við að sjá í næsta þætti af Soap. Ekki missa af honum.
athyglisvert í leiknum í gær bakverðirnir báðir í seinni hálvefleik voru ekki í raun bakverðir, fyrir utan að þeir báðir voru að spila a rangri löpp, klopp var liklega að sjá hvað hann hefur í höndunum.
Margir miðlar í dag að greina frá því að RB sé tilbúið að selja Keita og að nýtt tilboð verpi lagt fram í næstu viku. Svo virðist Robertson á leiðinni. Ef að van Dijk fæst líka þá er þetta svakalega góður gluggi. Þá vantar bara að bæta 1 til tveim gæða leikmönnum hvert sumar og enginn þörf á svaka hreinsunum hvert sumar. Þetta virðist allt vera á réttri leið.
Svo eru nokkrir efnilegir kjúklingar í hópnum, Woodburn, Solanke, Trent, Ward, og Kent líta mjög út. Ég var svekktur með Grujic í gær, hann hefði svo oft getað sent góða bolta en honum virðist vanta góða sýn á leiknum.
Svo verða menn að sýna Lucas virðingu, hann hefur gefið sitt besta fyrir klúbbinn í áratug og verið fagmennskan uppmáluð. Hans tími er kominn og það er engin þörf á skítkasti.
Það sem veldur mér mestu hugarangri er að bæði Keita og VVD eru ‘metnir’ á einhverjar 60-70 milljónir punda en samt eru þeir aðallega orðaðir við Liverpool. Ef þeir eru þetta svakalegir(miðað við verðmiðann) væru þeir þá ekki einmitt orðaðir líka við city, utd, chelsea, real, barca og þessi lið?
Annars fer maður að verða stressaður yfir varnarmannaleysi ef ekkert fer að gerast þar
Væri gaman að lesa skoðun kop verja á stöðunni með Keita núna…Eg tel stöðuna vera þannig að hann verði orðinn okkar leikmaður strax eftir helgi….
Dassinn hefur þú séð mikið skrifað um stuldi félaga á þeim köllum sem hafa verið keyptir hjá þessum stóru hingað til ? ég hef allaveg hef ekkert heyrt mikið um yfirboð á markaðnum eins og komið er eða eitthvað stríð um menn.
Naby Keita hefur verið orðaður við fult af stóru félögunum eins t.d. Chelsea.Paris,Munchen og meira segja Arsenal þannig að það er ekki þannig að þetta sé eitthvað óþekkt nafn enn þessi verð eru samt allgert rugl og ég held að þessi kaup á arfaslökum og ofmetnum Pogba sé að setja svolítið línurnar í þessu og svo náttúrulega eru peningarnir orðnir svo stjarnfræðilega háir í boltanum að maður getur varla skilið þetta Gylfi 50m, markmenn seldir innan deildar á 30m og ef það er eitthað undir 10 m þá fer maður að halda að þar sé bara eitthvað drasl á ferð þetta er náttúrulega bara bilunn eins og einver sagði.
Varðandi þessi 60-70 milljóna boð í Van Dijk og Keita ( ef það er satt ) þá sýnist mér það vera boð með þeim hætti að Liverpool er komið á þann stað fjárhagslega að jafnvel ríkustu liðin vilja ekki berjast um þessa upphæð- því þau eiga greinilega ekki sjálf endalaust af fjárhæðum og telja peningi sínum betur varið í að styrkja aðrar stöður á vellinum.
Afhverju ætti dortmund vilja giroud tegar origi er i bodi? Er eg eini sem se okkur fremsta vid aubemeyang?
#42 eina ástæðan að fólk er ekki tilbúið að borga 60-70 milljonir fyrir þessa leikmenn er afþví þetta er rugl verð fyrir miðjumann sem hefur átt eitt gott tímabil í stórgóðu liði sem segir sáralítið um hæflileika hans og varnarmann sem hefur ekki spilað í marga mánuði og kemst ekki í landslið hollands.
Má vel vera að þeir bæti lið okkar en þetta eru rugl peningar fyrir menn sem fáir aðrir vilja afþví það eru stærri bitar á markaðnum fyrir minna eða svipað verð. Við þyrftum ekki annað en að eyða þessum pening í Aubameyang sem er einn besti og fljótasti framherji seinustu nokkra ára og að splæsa í varnarmann á sama kalíberi og Matip ( kom hann ekki frítt eða?) og svo 2-3 ágæta á bekkinn og við værum að berjast um alla titla.
Annars var ég aðeins að kynna mér þennan þráláta orðróm um að Champerlain sé á leiðinni til Liverpool. Um leið og ég sá að umboðsmaðurinn hans væri Aidy Ward þá varð ég nokkuð viss í minni sök um að umboðsmaðurinn hans er að dreyfa sögum til blaðana og það séu engar vangaveltur hjá FSG í gangi um að fá Champlerlain yfir.
Fyrir mér er Aidy Ward ómerkilegur skítadreifari enda var hann Umboðsmaður Sterlings á sínum tíma þegar Sterling fór yfir til city og beitti nákvæmlega þessu trixi í þeirri von að fá miklu hærri laun hjá Liverpool en honum var boðið í nýjum samningi og varð niðurstaðan sú að hann fór yfir til Man City. Fyrir vikið varð Sterling enn þá meira hataðari en áður. T.d ef Can færi fram á sölu núna – og það yrði látið eftir honum, þá er ég samt efins um að hann yrði jafn hataður af aðhangendum Liverpool, því hann er ekki með umboðsmann sem er stöðugt að senda fréttir til blaðna um áhuga hinna og þessara stórliða á honum.
Róbert
Hvað ertu eiginlega að bulla ? Er ekki paul Pogba dýrasti leikmaður í heimi og er hann ekki miðjumaður og eru ekki miðverðir að fara ansi dýrt líka ? Þú hefur greinilega ekki mikið vit á fótbolta ef þú heldur að það þurfi bara góða framherja málið leysist en ekki topp gæði annarsstaðar á vellinum.
Verðmiðinn á Keita og Dijk er víst svona hár út af því að það er eftirspurn í þá báða. Það segir sig sjálft. T.d var keita orðaður við Bayern og Dijk cið Chelsea.
þegar þú segir að keita spilaði með stórgóðu liði þá máttu ekki gleyma því að hann var lykilmaður í liðinu. Einn sá allra besti. Ekkert ósvipað og Mane eða coutinho eru hérna. Raunar er hann talinn.
Samkvæmt því sem mér skilst – vill Klopp fá hann einfaldlega vegna þess að hann álítur Keita betri miðjumann en þá sem eru fyrir í liðinu en hann nátturulega steingleymdi að spyrja Róbert út í þetta sem veit miklu meira um fótbolta heldur en hann og miklu meira um gæði keita eftir að hafa séð 4 youtube myndbandsklippur af honum.
Þarft nú ekkert að vera að æsa þig félagi. Er ekkert að segja að sóknarmaður sé það sem öll lið vanti en við erum ekki með klassa striker bara kantara og vængbrotinn sturridge, og miðjan finnst mér alveg nógu öflug svo get alveg staðið við það sem ég sagði fyrr og það er að mér finnst að okkur vanti langmest sóknarmann og varnarmann og mér finnst van djik bara ekki nógu góður til að réttlæta þennan pening.
Já ég biðst afsökunar á stórmælum. Það er óþarfi.
Málð er að 3 efstu stöðunar eru mjög vel og í raun best mönnuðustu stöðunar á vellinum.
Þar höfum við meðalannars Sturridge- Mane- Salah – Firmino – Solanke – Ings- Coutinho – Origi – Ing.
Og þegar liðið var fullmannað í fyrra þá vorum við einfaldlega besta liðið á Englandi, með Mane, Firmino og Coutinho frammi og þá komst ekki topp stræker eins og Sturridge í byjunarliðið og ekki Origi heldur. Enginn þeirr var eiginlegur stræker nema mögulega Firmino og hafði það með það að gera að Klopp vill hafa menn frammi sem eru nær því að líkjast 10. Leiknir og hreifanlegir.
En ef þú vissir það ekki þá getur Salah spilað líka sem framherji og passar klárlega mjög vel inn í hugmyndir klopp því hann talaði um að það skorti aðallega hraða í liðið, Sérstaklega ftir að Mane meiddist.
Auðvitað segir sig sjálft – að Klopp uppfærir þær stöður sem hann telur vera veikastar á vellinum og ef hann telur Keita vera betri miðjumenn en þá sem eru fyrir – er þá ekki logist að hann reyni að kaupa hann og samkvæmt verðmiðanum sem Liverpool er til í að borga, tel ég líka alveg ljóst að Klopp áliti hann einn besta miðju mann í heimi.
Sama á við Van Dijk. Mér skilst að ástæða þess að hann er svona dýr – er vegna þess að hann er talinn enn af þeim bestu í heimi og þeir eru ekki margir sem búa yfir svona breiðum gæðum .
Persónulega fanst mér miðjan fín en vörnin brothætt í fyrra en ef Klopp telur sig getað fundið menn sem styrkja þá stöður með þeim hætti að liðið verður enn þá sterkara enn í fyrra þá stið ég það heilshugar. MIklu frekar en að kaupa leikmann sem styrkir byrjunarliðið nákvæmlega ekki neitt. En ég geri ráð fyrir því að Klopp áliti ekki marga strækara þarna úti sem eru betri en byrjunarliðsmenn liverpool þegar allir eru heilir.
lucas á förum. ég man þegar hann kom og hægt að segja margt um feril hans hjá lfc í minninguni hjá manni en geymi það þegar þráður um hann kemur hingað inn. en verður ekki keita bara arftaki hans hjá félaginu?
Lucas er ekki Liverpool legend svo að það sé á hreinu. Hann er búinn að eiga langa og ágætan feril. Hann hefur sjaldan náð því að vera lykilmaður á þessum tíma og má segja að þegar hann var að spila hvað best þá lenti hann í skelfilegum meiðslum.
Lucas hefur verið umdeildur hjá stuðningamönnu í gegnum tíðina en ég held að eftir að hafa þjónað liðinu svo lengi þá á hann skilið virðingu og þakkir fyrir sitt framlag. það hefur oft verið búið að afskrifa hann og hann verið settur til hliðar en alltaf nær hann að sanna sitt gildi og ná leikjum. Framistöðunar hafa verið frá heimsklassa í að maður velti fyrir sér hvort að hann hafi sparkað í bolta en maður hugsar með hlýjum hug til hans þegar hann kveður liðið.
# 49 Keita væri ekki kominn til að leysa af varaskeifu hjá Liverpool ef Keita kemur þá er hann keyptur til að vera lykilmaður
Ég geri mér fulla grein fyrir því að lfc eyði ekki stórri upphæð í varaskeifu.
lucas var heldur ekki ætluð sú staða þegar hann var keyptur.
Ég er meira að benda á að fyrst loksins menn eru að láta lucas fara(við vitum að hann hefur oft ferið nálægt því en klúbburin fengið hann til að vera áfram væntanlega vegna þess að þeir hafi ekki fengið neitt annað að viti) þá eru menn með miðjumann kláran og vonandi er það umræddur keita.
og held ég það sé öllum ljóst hérna að um verulega bætingu sé að ræða ef svo verður.
Er alveg sammála að vængmennirnir eru mjög góðir og það er ekki vandræðastaðan en Origi hefur ekki sýnt neitt finnst mér. Solanke og Ings eru báðir spurningarmerki þar sem Ings hefur ekki spilað deildarleik útaf meiðslum í 2 ár og hinn rosalega ungur og svo er Sturridge alltaf meiddur, og Firmino miðjumaður að eðli sem hefur ekki þetta drápseðli inní teignum og er ekki að skora nóg miðað við það sem miðjan og kanturinn er að skapa fyrir sóknarmanninn.
Finnst einfaldlega að við ættum að styrka sóknarmanna stöðuna svo við þurfum ekki að vera að færa Mane eða Salah útur sínum bestu stöðum og þegar einn besti leikmaður heims er í boði á mjög fínann pening finnst mér bara svoldið kjánalegt að reyna ekki að næla í hann. Mundi auðvitað vilja sjá bæði Auba og Keita hjá okkur en erum aldrei að fara að kaupa 2 leikmenn á 60-70 mills í einum glugga og ef ég mætti velja einn væri það alveg klárleg Auba.
Lítur út fyrir að Lucas sé að yfirgefa okkur.
Vil bara segja eitt.
Takk Lucas, true red.
Lærum að virða það sem gert er af öllu hjarta. Og meira að segja oftast virkilega vel gert.
YNWA