Hvað er að frétta?
Í einu orði: ekkert.
Í nokkrum orðum: okkar menn eru sennilega á ferð og/eða flugi akkúrat núna enda farnir í æfingaferð til Þýskalands. Þar mun mikilvægasti hluti undirbúningstímabilsins fara fram, þar þjappar Klopp liðinu saman og kemur öllum í það form sem gerir liðinu kleift að spila hápressuna næstu níu mánuði. Í 30-manna hópnum sem ferðaðist til Þýskalands er lítið sem kemur á óvart, leikmenn eins og Moreno og Danny Ward eru með þrátt fyrir að vera orðaðir við önnur lið í sumar.
Einn leikmaður er þó orðaður við sölu þessa dagana, Lazar Markovic er sagður í viðræðum við Fiorentina en Klopp var búinn að staðfesta að hann mætti finna sér nýtt félag og hann fór ekki með til Þýskalands.
Svo er það náttúrulega slúðrið um Coutinho og þetta Barcelona-tilboð. Við sjáum hvað gerist, nýjasta slúðrið frá Brasilíu er að Phil hafi samþykkt launapakka frá Barcelona en boltinn er enn hjá Liverpool sem halda honum ef þeir vilja, þar sem ekki er útlit fyrir að hann óski formlega eftir sölu.
Sama staða og hjá Naby Keita og Virgil Van Dijk, í raun. Liverpool vill þá og þeir vilja Liverpool en félögin virðast ekki vilja selja. Það væri því hræsni af okkur að hrósa Liverpool fyrir þrjósku gagnvart Barcelona en blóta um leið RB Leipzig og Southampton, ekki satt?
Skítt með það. Drullist til að selja, Southampton og Leipzig! Hættið að skemma fyrir Klopp! 😉
Þetta er gúrkutíðin þessa dagana. Það eru einhverjar fréttir en það er þoka yfir þeim svo það er erfitt að vita hvað verður. Ég get ekki ímyndað mér að Liverpool selji Coutinho nema að fá staðgengil eða gengla inn fyrst. Við verðum svo bara að meta hvort það er nóg að t.d. fá Salah og Keita inn (ef það yrði að veruleika) og missa Coutinho á móti.
Sjáum til. Næsti æfingaleikur er á laugardaginn gegn Hertha Berlín. Þangað til …
YNWA
Ææii jæja Gúrkan er skárra en ekker í þessari leiðindar bið eftir fréttum
það er fullkomlega vitað hvað býr í cutanum, Mmappe er 18 ára og óskrifað blað, Cutinn verður hjá okkur amk þetta tímabil, vilji Barselona hann á hann að fara á ekkert minna en Mmappe, de er ikke udsalg i LFK
Coutinho er a.m.k helmingi meira virði en vitleisingurinn sem utd keypti síðasta sumar, þannig að ef hann fer á 80 milljón pund þá mun ég hætta að styðja Barca, og verð kyrfilega komin á FSG out vagninn.
hann bara má ekki fara, liðið sem er verið að búa til er allt í kringum hann og ef hann fer er bara aftur komið á byrjunarreit og barátta við Everton um heiðurinn í borginni staðreind frekar en baráttan um titilinn.
Ég væri nokkuð sáttur ef Liverpool kaupir Van Dijk. Mér sýnist þetta verða erfiðara með Keita þó ég vilji hann líka út af þeirri einföldu ástæðu að ég hef 100% trú því sem Klopp er að gera.
Ef Coutinho verður ekki seldur þá er liðið nokkuð vel sett fyrir næsta tímabil.
Mér finnst sannast hvað 4 sætið var mikilvægt fyrir okkur. Það væri miklu erfiðara að halda í Coutinho ef við hefðum ekki náð því.
Ragnick hjá Leipzig er orðinn nasisti. Ekki getur það farið vel ofan í Keita og forráðamenn hans.
Þetta sumar verður fljòtt að sùrna ef Kùtur eða Can verða seldir. Hvað þá báðir! Solanke er óskrifað blað. Salah flott viðbót en við bíðum eftir miðverði. Mig grunar að fsg með sitt excel skjal vilja selja Sakho fyrst áður en farið er ì Van Dijk.
Ég skil Keita kaupin ef Can verður seldur. Annars hvað ætlar Klopp með marga miðjumenn ì mòt? Hendo, Can, Gini, Lallana, Coutinho, Grujic og Ejaria sem varavara. Plùs Keita ef af verður og við erum að tala um að einhverjir fara ì fýlu við lìtinn spilatìma. Hverja viljiði losna við þarna? Er ekki kominn tìmi á að Grujic fái einhvern séns?
Væri ekki ekki fínt að selja bara Coutinho fyrir met fé og hijaka Gylfja frá Everton og einn annan góðan fyrir Barca gullið.
bara segji svona í þessari gúrkutíð.
á meðan gúrkan er í gangi gerum við hlegið aðeins af spurs-urum og gengi þeirra á leikmannamarkaðnum : https://mobile.twitter.com/FootyHumour/status/890288215583846400
Það eina sem vantar er miðvörður í raun. Við erum með svakalega breiðan og góðan hóp þetta árið. Unglingarnir að banka fast og verður erfitt að velja liðið og bekkinn fyrir leikina.
Ef við kíkjum aðeins á hópinn eins og hann lítur út núna, segjum það verði engar breytingar.
Goalkeepers: Mignolet, Karius, Ward, Grabara
Defenders: Clyne, Alexander-Arnold, Flanagan, Matip, Lovren, Klavan, Gomez, Milner, Robertson, Moreno
Midfielders: Henderson, Wijnaldum, Can, Grujic, Lallana, Coutinho, Ejaria
Forwards: Firmino, Sturridge, Solanke, Origi, Ings, Mane, Salah, Woodburn, Kent.
Að vera með Ejaria, Woodburn og Grujic að halda hinum 4 á tánum sem koma til með að spila í róteringu á miðjuni er ekki svo slæmt. Svo er Milner vinnusamur og góður miðjumaður gæti hæglega leyst af í meiðslum alla 4 og verið bara nokkuð góður kostur.
Að vera með Matip, Lovren, Klavan, Gomez er svona svolítið lítið af miðvörðum. Ég held við löndum Van Dijk eða eitthverjum öðrum til að bæta við. En annars gleymist fljótt Emre Can var bara drullu góður í þessari stöðu þegar hann var settur þar, ágætis cover þar ekkert síðri en King Lucas.
Sóknina þarf ekki að nefna, þetta er rosaleg lína, og vá tilhugsunin að sjá hver af Origi/Solanke/Ings muni taka skrefið upp í ár, þeir verða svo sannarlega allir á tánum að keppast um varahlutverk og bikarleiki og koma dýrvitlausir til leiks að vilja sanna sig því ef þeira gera það ekki gæti næsta tækifæri verið langt undan.
Þeir leikmenn sem eru á besta aldri eða að detta á besta aldur hjá okkur og eru að fara ná hápunkti:
Coutinho, Firmino, Wijnaldum, Emre Can, Mané, Salah, Matip, Lovren, Mignolet og Sturridge.
Þetta er mjög spennandi finnst mér. Ekki lengur efnilegt lið, það eru engar afsakanir fyrir þessa leikmenn í vetur. Þeir eiga skila okkur eitthverjum bikar með hjálp frá reynsluboltunum og unglingunum. Ég græt mig ekkert í svefn ef það verður ekki keyptur annar leikmaður.
Ef menn halda það verði bara allt í lagi að selja okkar besta mann Coutinho þá er eitthvað að.
Rétt ströggluðum í top4 seinast og hvað haldiði að þetta verði bara auðveldara núna ? útaf hverjum salah ? solanke ? hin liðin eru líka að styrkja sig ekki sætta ykkur við svona meðalmennsku við þurfum að auka breiddina enn frekar og segja barca að vinsamlegast FUCK OFF!
Vantar klárlega breidd á miðjuna. Erum með fjóra hreinræktaða miðjumenn í Henderson, Can, Wijnaldum og Grujic. Síðustu tvö tímabil hefur fyrirliðinn okkar misst af 35 deildarleikjum af 76 eða næstum helming leikja. Þá hefur Grujic ekki sýnt neitt hingað til sem bendir til þess að hann sé tilbúinn að taka skrefið til fulls. Höfum vissulega Coutinho og Lallana en þeir eru mun sóknarsinnaðri en hinir ofangreindu.
Þannig að menn þurfa að vera ansi brattir ef þeir ætla svona inn í mótið. Þarf þá að stóla að heillardísirnar verði á okkar bandi varðandi meiðsli því liðið hrundi eftir áramót í fyrra og vann ekki leik fyrr en um miðjan febrúar. Bætum svo Evrópuálagi ofan á það…
Mér fannst breiddin ekki mjög góð á síðasta tímabili það er nóg að lesa yfir bekkin í of mörgum leikjum hann var oft meira óskrifað blað en hjá liðum sem við vorum að mæta í neðri hlutanum.
11 manna byrjunarlið er liðinn tíð það eru svo margir leikir og leikbönn og meiðsli í þessu.
ég vil sjá bekk með mönnum sem geta breytt leikjum…
Liverpool eru með of marga menn á bekk sem bíða eftir tækifærum um von í framhaldinu að sanna sig
þau lið sem við viljum keppa við eru með stórlaxa á bekknum sem eru alvöru hætta fyrir þá sem fyrir eru í starting 11.
semsagt halda couto og Can og inn með dijk og keita og förum inn í þetta mót með hóp sem er alvöru athlaga á titla.
Mignolet
Clyne Matip Lovren Robertson –
Henderson Wijnaldum Lallana –
Origi Sturridge Salah
Karius
TTA Gomez Klavan Milner –
Can Grujic Coutinho –
Mané Firmino Solanke
bekkur Ward, Ejaria Woodburn Kent Moreno Flanagan Ings
Hægt að skipta þessu upp á marga vegu, Milner er hreinræktaður miðjumaður t.d. en erum með 8 með Milly, Couts og Lallana. En samningur við Can er mjög mikilvægur. Hann verður okkar Kante á tímabilinu spái ég ef ekkert klikkar í samningum.
Engin Breidd? Ég treysti öllum í þessum hóp að geta tekið að sér stórt hlutverk nema Moreno og Ings. Hef ekki enþá misst trúnna á Scouse Cafu.
Glugginn er til 30 ágúst og það er ljóst að ef VVD og Keita falla niður verða keyptir eitthverjir leikmenn, allavega í varnarstöðuna.
YNWA
Seljum Coutinho og biðjum um Rakitic + £80m. Skarðið fyllt!
Klárum þetta Keita og VVD djók (£135-140m)
Nælum í portúgalska Sanchez frá Bæjern (£40m)
Neglum niður Emre Can.
Done! Ef þetta gerist getum við barist á öllum vígstöðvum og einnig haft pláss fyrir ungu strákana til að sanna sig.
Þetta er ekki erfitt. Ég myndi gera þetta frítt
Viljum 134 mp fyrir Coutinho. Er það ekki bara akkurat talan sem Liverpool finnst við eiga að geta fengið Van Dijk og Keita fyrir. 2 inn fyrir 1 út. Þótt hvorugur sé að fylla skarð Coutinho.
134 mills er ekki nóg fyrir að umturna liðinu, liðið er algjörlega byggt upp á honum og það væri mikið verk að fara að endurskipuleggja það, það er ekki til sá maður sem fyllir skarð hanns.
Þessi Neymar PSG/Barca flétta ásamt Coutinho er bara farsi …
En já gott að svona lið vilja okkar bestu menn, þá eru þeir að standa sig.
Vil alls ekki missa hann en maður þarf svosem að vera tilbúin til þess og í dag höfum við meira af “góðum mönnum” til þess að “manna” þessa stöðu en áður. Mig grunar því að ef hann fari ekki núna þá fari Coutinho næsta sumar. Þá er eins gott að fá sem mest fyrir hann.
En sjáum hvað setur, það er meira en mánuður í að “glugginn” loki. Við þurfum klárlega að bæta okkur í miðvörðum sama hvað hver segir og VVD virðist vera “eina planið” hans Klopp.
Við þurfum líka að bæta við vinstri bakverði … þessi Hull gaur er bara Morenó í öðrum fötum …
En já best að hætta að þusa og drulla sér út í sólina.
Flott ef okkar menn standa fast a 134 milljònum punda fyrir coutinho.. vill samt alls ekki selja hann fyrir þà upphæd held bara ad tad sè nògu hà tala til þess ad Barca hætti vid þetta.
Draumurinn væri ad halda öllum okkar bestu mönnum og a eg þa vid Coutinho og Emre Can og fà svo Van Dijk og Keita og þa er lidid okkar virkilega flott fyrir næsta tìmabil 🙂
Klopp er nú ekki að missa sinn besta mann í fyrsta skipti ef þetta verður 🙂
Hann lumar á einhverju ráði.
#19 Klopp hefur vissulega misst lykilmenn gegnum tíðina en sjaldan, ef nokkurn tímann, hefur hann misst lykilmenn sem eru á 5 ára samningi 🙂
Ég samþykki Coutinho ef við fáum Suarez til baka. Svo einfalt er það.
Coutinho fer næsta sumar þegar við erum búnir að vinna EPL og við fáum Suarez. Fullkomin flétta ; )
Er ekki heillaráð að fá Gylfa til Liverpool fyrir Coutinho ?????
Couto fer ekki neitt.
það þarf að fara skýra þetta Barcelona rusl í dont answer í simana þarna á Anfield.
Gylfi er frábær leikmaður, Gylfi er besti leikmaðurinn sem við eigum í dag, Gylfi á eftir að verða enn betri í betra liði. En Gylfi er enginn Couthino. Èg bilast ef Couthino fer. Mig langar í sigra og dollur í vetur og þannig er nú það 🙂
Talað um að Barca ætli að bjóða Rafinha og Suarez+peninga fyrir Coutinho. Denis Suarez.
Barca hættið þessu rugli og kaupið bara Deli Alli. Win win fyrir alla. Allavegana okkur.
Af hverju fáum við ekki bara þennan á láni
http://433.pressan.is/enski-boltinn/stadfestir-ahuga-chelsea-a-sanches/
Fullt af hæfileikum þarna á ferð
http://fotbolti.net/news/28-07-2017/neymar-rauk-af-aefingu-hja-barcelona-a-leid-til-psg
Ef Neimar fer, gerir það ekki Coutinho minna áhugasaman við að ganga til Barca vegna vináttu þeirra, og Barca áhugasamari um Coutinho vegna þess að þeir þurfa að fylla þarna stórk skarð.
Í augnablikinu geri ég mér ekki grein fyrir því sem FSG er að spá. Eins og þetta lítur út fyrir mér þarf Liverpool sárlega á miðverði að halda því við höfum aðeins fjóra í þeirri stöðu að berjast um tvær stöður á vellinum og það fer enginn að segja mér að það dugi fyrir erfiðan meistaradeildarvetur. Þar að auki eru gæði Gomes og Klavan augljóslega ekki á sama kvaleberi og hjá Lovren og Matip.
Þeir eru búnir að selja Lukas og ég gekk að því gefnu að það væri vegna þess að þeir vilja hliðra til fyrir nýjum leikmönnum. Ef Keita og Van Dijk kæmu þá meikar salan á Lukas algjörlega sens fyrir mér en sem stendur þykir mér þessi seinagangur illskyljanlegur, því ég þykist halda að ef kaupin á Van Dijk ganga ekki upp, þá neyðast þeir til að ganga frá einhvers konar neyðarúrræðakaupum í lok gluggans sem hefur ekki alltaf gefið góða raun.
Það er alltaf þessi klaufaskapur á leikmannakaupum LFC undanfarin ár, rétt eins og með Van Dijk núna. Þarf ekki að skipta um menn þarna í þessari leikmannakaupanefnd ?
Þvílík gúúúúúrrrrrrkaaaa.
Jæja, er þá ekki tilvalið að rifja upp þessi 92 mörk frá síðustu leiktíð á 8 mínútum? :
https://www.youtube.com/watch?v=BbrX6O4CncE
Ef að Coutinho vill fara þá eigum við ekki að þvinga hann til að vera !
ég vill Gylfa og Marez í staðinn fyrir sama pening og þá erum við komnir með 2 jafngóða spilara í sléttum skiftum . einfalt !
Þeir sinna varnarvinnu mun betur en kúturinn hefur nokkurn tíma gert.
Allir helstu miðlar fullyrða núna að Liverpool sé að búnir að setja Keita á ís fram á næsta. Svo er bara spurning hvort hann hefur áhuga á að koma til okkar þá. Sé okkur a.m.k ekki í meistaradeildinni á næsta ári ef við styrkjum okkur ekki umtalsvert meira en við höfum gert til þessa.
Hvernig er það átti Liverpool ekki líka að spila æfingarleik við Bayern í Þýskalandi?
Audi cup 1-2 ágúst
liverpool
beyern munich
A.madrid
napoli
1 August 2017
20:30
Bayern Munich Germany v England Liverpool
#32, ef Gylfi og Marez, koma í staðin fyrir töframanninn, það er á móti reglunum, til þess að bera þá sama þurfa þeir tveir að vera saman á móti Cúta, en það meiga bara ellevu leikmenn vera inná í einu. þar að utan, hann er ekki bara sambærilegur þeim tveim í einu, hann er miklu betri en þeir tveir til samans. það kemur enginn í staðinn fyrir hann, nema hugsanlega enhver af þrem fremstu hjá Barca.
skemmtileg grein í gúrkutíðinni:
http://www.bbc.com/sport/football/40753279
Ekki traustasta heimild í heimi en samt…
http://www.90min.in/posts/5324149-liverpool-agree-record-transfer-deal?a_aid=35702
Jæja Egilsstaðarbúar Hvar horfið þið á Liverpool leiki
Coutinho fyrirliði. Ætli menn séu hræddir við áhuga Barca og þetta sé leið í því að sýna honum hversu mikilvægur hann sé?
http://www.matchshows.ml/p/arsenal.html
stream sem virkar fyrir mig.
einhver með link á leikinn
#42 takk fyrir
Sólargeisli! Flott mark!
Solange átti það að vera en hitt er ágætt líka.
#46 Solanke meira segja 🙂
Góður leikur hjá Liverpool og nýju mennirnir allir að standa sig vel og Robertson spilaði eins og hann væri búinn að spila þarna í nokkur ár. Gaman að þessu og vonandi sjáum við meira á móti Bayern á þriðjudaginn.
Hvernig ætlar Klopp að spila Sala og Mane, báðir frábærir leikmenn, en spila báðir hægra megin, ég vil hafa þá báða inn á vellinum
Spila þeim báðum í einu á hægri kantinum. Það á enginn bakvörður eftir á ráða við það.
Gráni, takk fyrir frábæra lausna á þessu vandamáli, en hvessu grár ert þú
Svolítið grár vinstra megin en annars fínn.
Langar bara að hvetja alla til að kaupa sér aðgang að LfcTv Go. 7000 eða 8000 árið. Allir leikir koma þarna inn + U23 og fullt af aukaefni.
Hefur einhver hérna verið áskrifandi að sportsmania.rocks (áður .eu)?
Ég hef notað það nokkuð lengi með góðum árangri en svo rann áskriftin mín út og nú virðist allt vera í einhverjum pickles, ekkert hægt að endurnýja eða komast í neitt samband.
Þigg upplýsingar ef einhver þekkir til, eða ábendingu um annan sambærilegan áskriftaraðila.
Er búinn að vera í áskrift lengi og það rann út um daginn og ekkert vesen að endurnýja hjá mér allavega.
http://sportsmania.rocks/payments/member
Virkaði fínt hjá mér að endurnýja.
Mæli klárlega með þessari síðu. Hef notað hana lengi.
Ég notaði Streamtvbox þar til það dó drottni sínum. Var að taka áskrift hjá Streamcenter sem virkar mjög vel og er með mjög öflugt support í gegnum Twitter. Mjög flott “catchup” hjá þeim á viðburðum sem maður missir af í beinni. Líka flott tv guide hjá þeim á live rásum. Mæli með þeim so far í það minnsta.
Sportsmania virðist þó vera ódýrari kostur, 50 evrur fyrir ársáskrift er ekki mikill peningur.
Ég hef líka verið með Sportsmania. Þetta er það eina sem kemur upp hjá mér ef ég ætla að uppfæra áskriftina hjá mér.
2 Weeks News Pack £10.00 for 14 days
YOU WILL NEED A CODE TO GET THIS, PLEASE SEE OUR FACEBOOK GROUP OR TWITTER ACCOUNT FOR MORE INFORMATION (DO NOT TRY TO PURCHASE THIS AS YOU WILL GET AN ERROR) INSTEAD CONTACT US FOR MORE INFORMATION.
Ég lendi í þessu sama og #58
Það er eitthvað vesen með greiðslukerfið hjá þeim og ætti að vera komið í lag fyrir 5 ágúst.Svo er hægt að skrifa (mania2weeks) í code og þá færðu fríar 2 vikur í áskrift
Ein hugmynd John Henry, hún er soldið flippuð. Kaupa bara Neymar svo að hann og Coutinho geti knúsast á Anfield alla dag (broskall)
Klopp að tjá sig í dag og tvennt stóð uppúr.
Coutinho er ekki til sölu og að Liverpool setur stefnuna á Englandsmeistara titilinn.
Bæði hljómar bara mjög vel 🙂
Ég treysti Klopp 100% að Coutinho sé ekki til sölu. Þess vegna er leiðinlegt að heyra fyrrum Liverpool leikmenn telja hann vera á förum. Hvað eru þeir að pæla?
Um hæ kl hvað byrjar leikurinn við bayern á íslenskum tíma?
Afhverju ætti Coutinho vera dýrari en Pogba?
Menn átta sig ekki á því hvað Pogba gerði hjá Juve og landsliðinu það gerði hann svona dýran og 21 ars gamal.Frammistaða hans hjá man utd gerði hann ekki svona dýran.