Podcast – Liverpool sannfærandi rétt fyrir mót

Þó lítið sé að frétta af leikmannamarkaðnum hjá Liverpool er liðið í fínu standi og rústaði FC Bayern á þeirra heimavelli nokkuð sannfærandi rétt fyrir þátt. Menn voru því nokkuð léttir í yfirferð sinni yfir liðið og svona helstu fréttir tengdar Liverpool undanfarnar vikur.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, Kristján Atli og SSteinn.

MP3: Þáttur 157

41 Comments

  1. Að vanda gott podcast, það eigið sem að því standa algjörlega skuldlaust. Cutiniho fer ekki fet, vantar 1 góðan varnarmann, case closed.

  2. Ósammála nafna og Kristjáni Atla með Firminho. Það sem hann gerir ofboðslega vel, ja sem fölsk 9 skulum kalla það, er hápressan. Sturridge er án efa betri framherji en hvort er betra fyrir liðið.

    Leikurinn í gær er alver case in point. Í fyrri hálfleik þegar Firminho var inn á vorum við gríðarlega öflugir í því að vinna boltann til baka því að það er það sem Firminho gerir. Pressar þig aftarlega og þú neyðist til að senda fljótfærnis bolta fram eða þú ætlar að vera svalur og senda þinn bolta til hliðar en þá er Firminho bara búinn að stela honum og senda á Mané.

    Hinn möguleikinn er að sjálfsögðu Sturridge sem er miklu meira direct framherji sem hleypur alltaf á þig. Sama hvað. Betri framherj,já. Meiri markaskorari,já. Lætur hann liðið í kringum þig skora meira en Firminho,nei. Það er það sem skiptir máli fyrir mig allavegana. Firminho er betri fyrir liðsheildina en Sturridge er meiri x-factor. Held að við vitum öll hvað Hr. Klopp velur.

    Annara takk kærlega fyrir gott hljóðvarp að vanda. Verða að fara að skella mér í kop.is ferð bráðlega.

  3. Það er svona svipað að selja Coutinho og hafa ekki backup strax og að selja íbúð í 101 og ætla að kaupa bara eftir ár og leigja 🙂
    Verð á leikmönnum er bara að stökkbreytast.

  4. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og tilhlökkunarefni að fá podkastið vikulega. Mér finnst miðað við æfingaleikina að TAA sé orðinn fremstur bakvarða hægra meginn og ég mundi velja Comes næstan á undan N. Clyne. Það er mín nú skoðun.

    Hvað vinstri bak varðar þá finnst mér enn vanta í þá stöðu þó svo að Moreno hafi átt snilldar leik á móti BM. Ef til vill er hann núna búinn að ná þroska til að tileinka sér þessa stöðu en þangað til hann sannar það þá er ekki nóg að hafa Milner einan sem backup þar. Annars bara sæll og glaður eftir leikinn í gær og vonandi verður jafn gaman í dag. Horfði á leikinn í gær á LFCTVgo í mjög góðum gæðum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Er fólk semsagt bara alveg sátt með innkaup FSG. Vantar bara miðvörð og þá er liðið tilbúið að keppa um bikara sem það komst ekki nálægt á síðasta tímabili.

    Coutinho þarf ekki að selja til að kaupa. Það eru til peningar fyrir Van Dijk og Keita. Coutinho er hinsvegar ekki ómissandi. Ef hann vill fara þá fer hann. Vandamálið er að það á eftir að kaupa staðgengil. Það ætti að gerast nuna i sumar og svo selja Coutinho næsta sumar vilji hann ennþá fara.

    Stóra áhyggjuefnið er samt alla daga vörnin. Okkur vantar Van Dijk. Það má ekki bíða. Sá hefði átt að koma inn síðasta sumar fyrir Lucas sem fór nuna.

    Sé þetta Liverpool lið í dag ekki fara langt i Meistaradeild og ekki hafa úthald i deild. Miðað við kaup annara liða tel eg góðan árangur að vera á pari við síðasta timabil.

    Klopp er maðurinn. Áfram Liverpool.

  6. #4 Sigkarl

    “en þangað til hann sannar það þá er ekki nóg að hafa Milner einan sem backup þar”

    Þú hefur ekki hlustað nógu vel, margoft var vitnað í nýjan vinstri bakvörð að nafni Andy Robertson, svo það eru amk tvö backup fyrir þá stöðu.

  7. Sammála #5. Það þarf 2 og 1/2 heimsklassaleikmenn í Liverpool-liðið til þess að berjast á öllum vígstöðum næsta tímabil.

  8. Mér finnst Couthinio vera ómissandi. Okkar markahæsti maður með 14 mörk og 8 assist á síðasta tímabili. Hefur verið að bæta sig á hverju tímabili, og er einfaldlega okkar mest skapandi leikmaður, með fullri virðingu fyrir öllum okkar skapandi leikmönnum. Tek reyndar svo djúpt í árina að telja hann creatívasta leikmann úrvalsdeildarinnar. Já, svo ómissandi tel ég hann vera.

    Og hann er ennþá að vaxa og á sín bestu ár sem fótboltamaður eftir. Það væri ömurlegt að missa hann núna. Ef að Scum Utd gátu komið í veg fyrir brottför De Gea þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Real Madrid, af hverju í ósköpunum ættum við ekki að geta gert hið sama með Couthino.

    Ef Liverpool vill líta á sig sem stórklúbb, þá verður hann að hafa hreðjarnar til að gefa stórt fokkjú til allra þeirra klúbba sem ásælast okkar bestu leikmenn, sama hvaða upphæðir eru í gangi.

  9. Tommi af því þeir eru miklu stærri og sterkari klúbbur. Liverpool eru einfaldlega ekki það stórir lengur. Tottenham komið yfr þá ofl klúbbar. Seljum Coutinho segi ég. Hann er flottur leikmaður en engan veginn með þeim allra bestu. Vonando fáum við flott tilboð frá Barcelona.

  10. #10 farðu og trollaðu annars staðar en hér takk fyrir og hættu þessu andskotans bulli.

  11. Ég er ekki sammála því að haf milner í bakvörð því við fáum mörg þar því hann er stundum sovandi til dæmis núna hann á þetta mark sém liverpool var að fá á sig og fleiri mörg hafa komið útaf því að milner sé sofandi

  12. Vill bara fá Milner eins langt frá byrjunarliðinu og hægt er. Guð sé lof að við erum búnir að kaupa nýjan left back

  13. Markið alls ekki sök Milner að mínu mati. Gomez og Klavan voru steinsofandi tvisvar á 3 sekúndum og eiga þetta mark.

  14. Já en milner og klavan eru ekki góðir varnarmenn og klavan má vera seldur og milner á að spila annað staðar og snæþór þá erum við bara ósammála milner var sovandi og klavan var ekki að hjálpa til og gomez þarf bara að læra meira hann er svo úngur

  15. Djöfull er þetta Atletico Madrid lið ömurlega leiðinlegt á að horfa, það mætti halda að Mourinho væri að þjálfa þá.

  16. Gunnar, #22 við skulum nú ekki byrja með bölmóðinn fyrir tímabilið ! Það eru fullt af góðum hlutum í spili liðsins og margir góðir leikmenn og margir mjög efnilegir. Við þurfum að mér finnst einn klassa varnarmann og einn vængmann eða varnar- miðjumann. Við fáum ekki klassa markmann því Klopp ætlar að vinna með þá sem hann hefur.
    Við áttum að klára þetta madrid lið, en gerum það bara í meistaradeildinni í staðin 🙂

  17. Flott æfingamót, nú byrjar hins vegar alvaran. Hvað af eftirtöldum liðum viljum við dragast á móti nk. föstudag?

    FCSB (ROU)
    Young Boys (SUI)
    Hoffenheim (GER)
    Nice (FRA)
    ?stanbul Ba?ak?ehir (TUR)

  18. Sælir félagar

    Þetta var frekar dapur leikur af beggja hálfu og því fór sem fór. Mérer í raun sama hvort liðið ynni þennan leik. Hitt er annað að það kemur auðvitað í ljós að okkur vantar miðvörð af alvöru kaliberi og við eigum betri vinstri bak en Milner. Þar á ég við Robertson. Þeir þrír, Klavan, Gomez og Milner eiga markið skuldlaust og það er í sjálfu sér gott að það kom í ljós að þeir eru ekki nógu góðir leikmenn.

    Annars var þetta hundleiðinlegur leikur og AM drap hann strax í upphafi og Liverpool leyfði þeim að gera það. Hraðinn í uppspilinu enginn og ógnunin fram á við lítil og fyrirsjáanleg. Þetta minnti á það þegar LFC var að spila á móti litlu liðunum á síðustu leiktíð. Klopp sér þetta eins glöggt og við og VvD verður keyptur hvað sem hann kostar. Milner verður ekki fyrsti kostur í vinstri bak og Flanno er á förum.

    Það er nú þannig

  19. Takk fyrir mig.

    Undirbúningstímabilinu lokið og liðið lofar mjög góðu, stóra spurningin er jú hvort við náum að brjóta niður liðin sem pakka í vörn. Lið eins og watford og manju. Mér er alveg sama hvað við fáum, svo framarlega að við keyrum yfir andstæðingana. Hentar okkur best að mæta sókndjörfum liðum.

    YNWA!!

  20. @27 Veislan er ekki alveg búin. Eigum leik við Atletico Bilbao á laugardaginn 🙂

  21. Verður erfitt á móti varnarliðinu United þar er ég sammála þér Svavar.

  22. Þetta var bara æfingarleikur. Alveg eins og Bayern tapaði 3 – 0 fyrir okkur í gær þá þurfa þeir ekkert að skammast sín frekar en við í dag. Ungu strákarnir áttu erfitt til að byrja með en við litum engan vegin illa út. Eitt er ljóst við gerðum 9 breytingar á byrjunarliði en gerðum samt jafntefli við eina liðið sem hefur í Barcelona og R.M á spáni. Sást bara á skiptingunum sem þeir gátu gert þeir eru með stóran hóp sem á eftir að fara langt í öllum keppnum á næsta ári og það gerum við líka.

  23. 1. Klavan og Milner geta ekki spilað saman. Þeir eru báðir of framsæknir og hægir og það opnar vinstri hliðina fyrir stungubolta.
    2. LFC spilaði nánast með B lið gegn AM sem var á fullu
    3. Leikurinn var spilaður 24 klst eftir síðasta leik
    4. Augljóst að Klopp fór í þetta “mót” með það að markmiði að spila fyrri leikinn á móti Bayern eins og hann stefnir inn í EPL, en dagurinn í dag var bara æfingardagur.
    5. Án Coutinho eða Sturridge uppi, og Lallana eða Can á miðjunni, þá er enginn sköpunargleði í liðinu. Hendo er ágætur að koma hlutum af stað, en sjaldan neistinn.
    6. Það er ekki augljóst að vörnin sé mesta vandamál LFC, þó að allir tuði um það. Varnarleikurinn hefur verið betri í æfingarleikjunum. Það sem er enn ósannað er hvort Klopp bolti virki í EPL þar sem hver leikur er erfiðari að meðaltali en í Bundesliga. Er hægt að keyra svona hratt án þess að missa menn í meiðsli og þreytu eftir jól?
    7. Leikurinn á laugardaginn ætti að vera aftur “A” dagur–þá fer að skýrast hvernig liðið ætlar að spila í alvöru leikjum

  24. Þessi leikur var bara það sem hann var, fínn æfingaleikur 22 tímum eftir Bayern leikinn. Fínn undirbúningur fyrir leikjaplan FA sem er stundum skrítið.

    Verra þykir mér ef Barca ætlar að skutla 107 millum á Coutinho.

    Já hann er ekki ómissandi og aðrir hlutar liðsins sem verða að fara að styrkjast, en hann hefur bara svo mikið skemmtanagildi og hefur aldrei litið betur út, vaxandi snillingur.

    Statement tímabilsins ef við náum að halda honum í vetur.
    YNWA

  25. neymar farinn.. suarez og messi eftir.. spurning fyrir okkur að kaupa annann þeirra 🙂

  26. Takk fyrir flott Cast, maður er búinn að veltast um í eirðarleysi frá því að seinasti þáttur kom út.

    En ég verð að vera sammála SStein með Coutinho, ég hef litlar áhyggjur af því að hann fari þetta sumarið. Ætli Neymar hafi ekki verið ein af meginástæðum þess að hann vildi fara til Barca, að hitta vin sinn þar ásamt Suarez. Ef að Neymar fer frá Barca þá tel ég mun líklegra að Kúturinn verði áfram.

    En af hverju myndi hann vilja fara? Það er verið að byggja lið í kringum hann og Firmino (FIRMINO – EKKI FIRMINHO!) og alveg klárt mál að hann/þeir vita af því.
    Maður hefur ekki verið jafn spenntur fyrir upphafi tímabils síðan 13/14 og 14/15. Þetta er alveg sturluð tilfynning.

    Ef við fáum VvD inn þá er ég persónuelga mjög sáttur við þennan glugga. Það vantar inn leikmann sem getur spilað meginþorran af leikjunum alla leiktíðina og ég held að hann sé maðurinn. Robertson er að koma skemmtilega á óvart og hef klárlega fengið að njóta vafans.

    Okkar sterkasta lið er svona (mitt mat): Mignolet; Clyne, Lovren, Matip, Moreno; Henderson, Wijnaldum, Coutinho; Mané, Salah, Firmino.
    Bekkur: Karius, Gomez, Trent, Can, Lallana, Sturridge, Origi.

    Svo er þetta ekkert nema lúxus að hafa Grujic, Solanke, Woodburn, Kent, Roberson, Ward, Ings o.fl í hópnum sem komst ekki endilega alltaf inn.
    Gefum okkur það að Henderson, Lovren og Coutinho meiðist þá eru Gomez, Can og Sturridge næstir inn og þeim yrði pottþétt eitthvað róterað yfir tímabilið meiðað við hve margir leikir verða spilaðir.

    Það er óþarfi að vera með einhverja svartsýni á þessum tímapunkti þar sem Klopp hefur gefið það út að Coutinho verður ekki seldur! Punktur og þannkastrik!

    YNWA – In Klopp we trust!

  27. Auðvitað vill Coutinho fara til Barca. Ein af fallegri borgum evrópu, margfalt betra veður, konan miklu sáttari, mun stærri klúbbur, færð að spila með besta fótbolta manni heims og svo er allt á spænsku. Drengurinn er ekki talandi á enska tungu. Held að það sé draumur allra þessara suður ameriku gutta að komast til Real eða Barca.

    Ef að Barca leggur 100 millur á borðið þá held ég að við látum hann fara en ég vona auðvitað að við höldum í hann og það er líka lítið hægt að gera við þessar 100 millur á markaðnum í dag.

  28. Sælir félagar

    Ég er að flestu leyti sammála Sfinni hér fyrir ofan nema hvað bakverði snertir. Í mínu byrjunarliði yrðu TAA minn fyrsti kostur hægra meginn og Robertson vinstra megin. Hugsanlega mun Moreno taka vinstri bakk en enn sem komið er traysti ég Robertson betur því það er örlítið meira af góðri reynslu af honum en Moreno sem hefur átt einn góðan leik (reyndar nánast stjörnuleik á móti BM). Svo eru áhöld með Can eða Wijnaldum.

    Það ernú þannig

    YNWA

  29. Ef Klopp gerir stjörnubakvörð úr Moreno þá skiptir engu máli hvað hann kaupir.
    Hann væri geimvera sem leikur sér að því að breyta vatni í vín.
    Svipuð geimvera og var hér á sveimi um árið (0) en sú hafði víst engan áhuga á fótbolta.

    YNWA

Liverpool þarf meira

Vilt þú skrifa fyrir Kop.is?