Þá er komið að seinni hluta spárinnar fyrir ensku deildina hér á kop.is.
Rifjum upp að það eru 10 pennar sem spáðu, 1.sæti gefur 20 stig á meðan 20.sæti gefur 1 stig. Röðun ræðst frá samtölu alls hópsins, mest hægt að fá 200 stig og minnst tíu.
10.sæti Southampton 100 stig
Van Dijk…eða ekki Van Dijk. Það er sennilega spurningin á suðurströndinni núna, þar verða nú þrjú lið í deildinni í sumar og því nokkrir derbyleikir á ferð. Eftir mörg góð þar á undan náðu Southampton sér ekki á strik liðinn vetur í deildinni og þó að þeir færu alla leið í úrslit deildarbikarsins ákváðu eigendurnir að skipta um stjóra. Við starfinu tók fóstursonur Rafans okkar, Mauricio Pellegrino. Hann ætlar sér stóra hluti en hefur enn sem komið er lítið bætt við leikmannahóp Dýrðlinganna. Telja má líklegt að þeir láti Van Dijk fara og muni nota peninginn til að styrkja liðið sitt frekar en orðið er, hingað til hafa þeir sótt sér einn stóran leikmann, varnarmiðjumanninn Mario Lemina frá Juventus. Þeir þurfa að a.m.k. bæta í vörnina hjá sér, ef það tekst verða þeir í efri helmingi deildarinnar, annars gæti vera Pellegrino stoppað jafn stutt og Puel.
9.sæti Leicester 114 stig
Meistarar sem heimurinn tók eftir vorið 2016, skíthælar vorið 2017 þegar þeir spörkuðu Ranieri. Hvað gefur næsti vetur ólíkindatólunum í Leicester? Ekki-leikskáldið Shakespeare fær að halda völdum í Leicester eftir að hafa náð ágætum árangri í lok síðasta tímabils. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að styrkja liðið í sumar, stærsta nafnið án vafa Iheanacho frá City auk þess að sækja djúpan miðjumann frá Spáni að nafni Vicente Iborra og síðan varnarjaxlinn Harry Maguire. Allt útlit er þó fyrir að Mahrez yfirgefi svæðið og þó að hann hafi ekki náð sama flugi og áður liðinn vetur þarf Leicester að fylla hans skarð og fá fleiri sóknarmöguleika. Evrópa mun ekki þvælast fyrir þeim næsta tímabil og það verður fróðlegt að sjá hvaða stefnu Öskubuskumeistaraklúbburinn tekur, við höldum þó að hann endi í efri hlutanum þetta árið.
8.sæti West Ham 118 stig
Rétt ofan við Leicester röðum við Hömrunum hans Slaven Bilic. Þeir áttu býsna erfiðan vetur síðast eftir flotta frammistöðu þar á undan og ljóst mál að þeir ætla sér stóra hluti á ný á þessu tímabili. Það er ekki spurning að eitt lykilatriði vandræðanna var flutningur þeirra yfir á Ólympíuleikvanginn í útborg London en þar fengu þeir ansi fá stig framan af mótinu. Það var þó á réttri leið undir lokin og við höldum að þeir haldi áfram á betri braut. Þeir hafa einn skemmtilegasta sóknarmiðjumann deildarinnar í sínum röðum þar sem Manuel Lanzini fer og í sumar bættu þeir við sig tveimur flottum sóknarvopnum í Arnautovic frá Stoke og Chicarito frá Leverkusen. Til að styrkja liðið aftar á vellinum sóttu þeir Joe Hart og Pablo Zabaleta frá City, leikmenn sem hafa reynslu af toppslag. Bilic er gríðarlega metnaðar- og ástríðufullur stjóri sem hikar ekki við að stilla miðið hátt. Við erum á því að West Ham verði á góðu róli í vetur og ekki langt frá baráttu um Evrópusæti.
7.sæti Everton 141 stig
Nágrannar okkar við Stanley Park hafa blásið í herlúðra í sumar. Sóttu Shrek sinn aftur heim eftir langa fjarveru, markmaðurinn Pickford, hafsentinn Keane og Gylfi „okkar“ Sig (sem er 99% mættur þangað) eru menn sem Koeman telur nýtast til að gera alvöru atlögu að efstu sætum deildarinnar. Eins og Gerrard þá teljum við það ekki vera að fara að geras.en það verður þó fróðlegt að sjá hvað öll þessi kaup skila þeim fram á veginn. Koeman virtist hafa margt fram að færa með Southampton en hann var ekki sáttur með árangur síns liðs síðasta veturs og setti heilmiklar kröfur á eigendur „Bitter Blues“ að styrkja liðið. Það hafa þeir gert og nú er pressan á Hollendingnum að sýna fram á árangur, þó má ekki gleyma því að þeirra helsti markaskorari kvaddi í sumar og það skarð er vandfyllt. Það hefur verið hávaði í bláum vinum okkar í sumar og þeir eru feykilega bjartir sýnum þessa dagana. Við skulum sjá hvað verður, við höfum enga ógnartrú á þeim sko, 9 pennar af 10 telja þá langbesta 7.sætislið deildarinnar, einungis einn okkar gaf þeim séns á 6.sæti!
6.sæti Tottenham 163 stig
Það er eiginlega fullkomlega ómögulegt að spá fyrir um gengi Spurs í vetur á þessum tímapunkti. Þegar þetta er skrifað hafa þeir misst einn af lykilmönnum sínum til City og ekkert keypt inn í liðið, bara einmitt það, ekki neitt! Umræðan hefur verið að stærsta hagsmunamál þeirra sé að halda sínum bestu leikmönnum en talað er um að stærri lið séu að horfa til Dele Alli, Kane og Eriksen meðal annarra. Það eiginlega virðist lítið horfa til betri vegar hjá silfurliði síðasta árs, sem mun að auki leika heimaleiki sína á Wembley í vetur. Nokkuð sem við teljum líklega ekki virka þeim til góða líkt og sást í leikjum þeirra í Meistaradeildinni á liðnum vetri, lið munu hafa virkilega gaman af því að spila á Wembley, ólíkt White Hart Lane. Að þessu sögðu hefur Pocchetino náð frábærum árangri með liðið undanfarin ár og það er alveg klárt að hann ætlar sér að halda því til streitu. Tottenham verður stórt spurningamerki í vetur, við höldum að þeir endi utan CL-sæta og veturinn verði þeim því vonbrigði.
5.sæti Arsenal 164 stig
Sjónarmun á undan grönnum sínum eru Skytturnar í spánni okkar (minnsti munur liða í spánni – eitt stig) og það er stórt ár framundan hjá Wenger. Í fyrsta sinn á hans Arsenal-ferli verður liðið hans ekki í Meistaradeildinni og það er alveg klárt að hann þarf heldur betur að bæta það upp á þessari leiktíð. Sigur í FA bikarnum virðist ekki telja eins mikið og hér áður fyrr, hvað þá það að hafa græjað Góðgerðarskjöldinn um liðna helgi gegn Chelsea. Arsenalfólk er vægt til orða tekið á taugum með það hvort Alexis Sanchez verður með í vetur, það er fullkomið lykilatriði til að árangur náist, sem og það að stoppa upp í leka vörn liðsins. Kaupin á Lacazette styrkja sóknarlínu skyttanna þó verulega að okkar mati en það mun þó ekki duga til meistaradeildarsætis, hvað þá að vinna titilinn eins og stjórinn er að daðra við.. Síðasta tímabil Wenger? Líklega…..
4.sæti Chelsea 169 stig
Hrun 2016 og meistarar 2017. Antonio Conte hóf síðasta tímabil ekki vel og eftir 0-3 skell gegn Arsenal virtist jafnvel orðið ansi heitt undir sætinu hans stuttu eftir ráðningu. Þá sneri Ítalinn sjóðheiti dæminu heldur betur við og afraksturinn varð enski meistaratitilinn. Í sumar hefur ansi margt gengið á hjá þeim bláklæddu á Brúnni. Matic seldur óvænt til United, Terry ákveður að láta gott heita og það virðist klárt að Diego Costa yfirgefur liðið. Stærsta spurningamerkið er hvernig valdajafnvægið er á Brúnni, ef að kjaftasögur eru réttar um það að hann Roman sé enn á ný farinn að skipta sér verulega af leikmannakaupum og uppstillingu klúbbsins er fjandinn laus því stjórinn Conte mun ekki sætta sig svo glatt við það. Ein stóra ástæða titilsigursins í fyrra var útfærsla leikkerfisins 3-4-3. Það er hins vegar ljóst að nú hefur það óvænta horfið úr útfærslu þess og verkefni Conte verður að standa við þau orð sín að tímabilið verði ekki „Mourinho tímabil“ og nú sé komið að því að enskir meistarar geti á ný barist um titil árið eftir sigur. Ef hins vegar Roman verður kjáni og Conte stingur af fer enn af stað uppbyggingarferli af stað hjá CFC og þeir enda neðar en þessi spá…
3.sæti Liverpool 175 stig
Þá kom dómurinn. Þriðja sætið verður okkar hlutskipti, öruggt Meistaradeildarsæti haustið 2018 en enginn meistaratitill. Auðvitað tengist þessi spá því að við höfum leikið vel á undirbúningstímabilinu eftir fína leiktíð í fyrra en við erum líka á því að liðið þarfnist enn styrkingar, a.m.k. í vörninni en líka að auka möguleikana á miðjunni. Við teljum leikmannahópinn ekki vera tilbúinn að verða meistarar á tímabili þar sem við endurnýjum kynni okkar við Meistaradeildina og lærum það aftur (förum áfram gegn Hoffenheim) en gerum okkur von um bikar í einhverri þeirra þriggja bikarkeppna sem við leikum í þennan veturinn. Sterk kaup (við erum auðvitað að tala um Van Dijk) og það að við höldum Coutinho og sleppum vel við meiðsli…já, þá getum við látið okkur dreyma. Við röðuðum liðinu okkar á nokkra staði. Tveir spáðu 5.sæti, þrír spáðu 4.sæti, þrír spáðu 3.sæti og tveir spáðu 2.sæti. Svo á því bilinu teljum við okkur vera að horfa á klúbbinn í dag.
2.sæti Manchester United 178 stig
Mourinho slapp fyrir horn í fyrra þegar hann hirti tvo bikara eftir ansi dapurt gengi í deildinni. Auðvitað var það það sigurinn í Evrópudeildinni sem öllu máli skipti þar sem það þýðir aðgang að Meistaradeildinni. Mourinho þekkir auðvitað það að ná árangri og það yfirskyggir það að liðin hans eru álíka skemmtileg á að horfa og málarameistari á rigningardegi. Kaupin í sumar á Matic voru klárlega þau sem Móri helst vildi, sá mun verja hafsentana og koma þannig í veg fyrir mörk en á sama hátt er honum svo ætlað að gefa Pogba, Martial og Lukaku leyfi til að sækja að marki – nokkuð sem ætti að styrkja þá. Á sama hátt megum við ekki gleyma því að þeir missa stóran karakter úr klefanum með Rooney og enn er ekki víst hvað verður um Zlatan. Við teljum því að þrátt fyrir mikla eyðslu í suma og reynslu Móra muni þetta ekki duga United til að vinna enska titilinn að okkar viti, en ekki er hægt að útiloka titla til hins portúgalska leiðindapúka. Við vonum auðvitað heilshugar að þessi spá sé tómt bull og þeir verði í algeru basli í vetur…en spáin hefur talað.
1.sæti Manchester City 200 stig
Stórar fréttir í sögu spár okkar á kop.is. Aldrei áður hefur lið fengið fullt hús stiga í okkar spá. Jafnvel þó okkur hafi fjölgað úr sex í tíu erum við allir sammála. Ljósbláa liðið frá Manchester er sterkast og miðað við tölfræði spárinnar þá verður það með nokkrum yfirburðum.
Enda er algerlega klárt mál að Manchester City hafa sett sér það markmið að endurheimta meistaratitilinn eftir tveggja ára bið. Í raun ótrúlegar upphæðir settar í liðið enn eitt sumarið og alls ekki ólíklegt að þeir bæti við áður en glugginn lokar. Vandi þeirra á liðinni leiktíð lá í varnarleiknum og þar hafa áherslur þeirra í sumar legið, m.a. með kaupum á einum aðalleikmanni liðsins í 2.sæti. Það er fullkomlega ljóst að Guardiola hefur lokið sínum hveitibrauðsdögum á Etihad og allt annað en enski titillinn eða sigur í Meistaradeildinni mun verða til þess að nýr stjóri myndi stýra þeim ljósbláu frá næsta sumri. Guardiola var jú hundsvekktur með fyrsta árið en hefur með kaupum á þremur sóknarbakvörðum, skapandi miðjumanni og betri markmanni klárlega stígið skref til að vera með lið í þeim anda sem hann vill. Það hefur ríkt mikil umræða um feril Spánverjans sem stjóra en það er auðvitað alveg ljóst að ef að hann nær að verða meistari í ensku deildinni til að bæta við sigra í spænsku og þýsku deildunum hefur hann endanlega sannað sig í heimi hinna stóru stjóra og getur farið að hugsa um að hætta líkt og hann hefur áður rætt.
City verða meistarar krakkar, annað væri stórslys!!!
Þar með lýkur spánni þetta árið, nú er að sjá hvað viðbótin í pennahópinn skilar okkur, það verður auðvitað Daníels að gera málið upp í vor…og nú er hann samsekur!!!
Mín spá, svo því sé haldið til haga:
1. Man City. Ég spáði þeim sigri í fyrra, það reyndist lærdómsár fyrir Pep. Þeir hafa eytt ótrúlegum upphæðum í sumar og það verður allt lagt í deild og Meistaradeild í vetur.
2. Chelsea. Conte er sérfræðingur í deildarsigrum eins og Pep og þeir munu reyna allt til að verja titilinn.
3. Man Utd. Mourinho er vanalega bestur á öðru tímabili áður en fjarar undan honum. United verða sterkir í ár, ákveðnir veikleikar þýða að þeir vinna ekki deildina en þeir verða ekki langt undan ef City og Chelsea misstíga sig.
4. Liverpool. Besta sóknarlið deildarinnar en ennþá brothætt vörn og þar til ég sé annað í sumar spái ég Meistaradeildarbaráttu, ekki titilbaráttu.
5. Tottenham. Hafa ekkert bætt við liðið í sumar, gerðu þó vel í að halda mannskapnum að mestu saman, en verða allt tímabilið á Wembley sem verður ekki jafn sterkt og vígið sem White Hart Lane var orðið í fyrra. Ná ekki Meistaradeildarsæti á ný.
6. Everton. Koeman er góður stjóri og þeir hafa átt gott sumar eftir yfirvofandi brottför Lukaku. Ef þeir fá Gylfa er ég svartsýnn á að þeir verði ansi sterkir í vetur.
7. Arsenal. Ég hef sveiflast svolítið í sumar, kannski er Wenger nógu góður til að hlaða í eitt gott tímabil að lokum en mér finnst líklegra að þetta verði crash & burn tímabil hjá honum. Hann er einfaldlega búinn að vera of lengi þarna.
8. Crystal Palace. Af því að De Boer.
9. West Ham. Þeir geta ekki verið jafn slappir og í fyrra.
10. Newcastle United. Af því að Rafa.
11. West Brom. Pulis elskar ellefta sætið.
12. Leicester City. Muniði þegar þeir unnu deildina? Nei, ekki ég heldur. Miðlungslið með miðlungsstjóra.
13. Stoke City. Of góðir fyrir fallbaráttu, ekki nógu góðir í topp tíu.
14. Southampton. Sjá, Stoke.
15. Swansea City. Fallbarátta með Gylfa, gætu fallið án hans.
16. Watford. Alltaf í fallbaráttu, aldrei niður. Nýja Coventry-lið deildarinnar.
17. Burnley. Sean Dyche er seigur og útsjónarsamur stjóri.
18. Brighton & Hove Albion. Ekki nógu sterkir til að halda sér uppi.
19. Bournemouth. Ævintýrinu lýkur hér.
20. Huddersfield. Hálf ótrúlegt að þeir séu komnir upp, sé ekki að þeir haldi sér.
Skemmtilegt að sjá spárnar ykkar. Ég hef ofurtrú á Herr Kopp og spái Liverpool titlinum. Ef ekki englands- þá meistaradeildinni. En að hópnum þá er búið að tilkynna Sakho, Markovic og Ings eru out. Þar liggja ansi margar millur ef tekst að losna við þá.
Þrátt fyrir allt þá er þetta sterkasti hópur sem Liverpool hefur átt í mörg ár, plús besti þjálfarinn í deildinni (hve margir hefðu haldið Couthino frá Barca?). Við skulum svo ekki gleyma hjartanu, hjartað sem slær undir rauðu treyjunum er vanfundið á Englandi. Liverpool endar ofar en öll þessi lið. Þú last það fyrst hér.
og by the way, hef aldrei trúað á jinx eða hvað það er nú kallað….sleppið því bauna þeim ummælum til mín 😉
Ást og friður.
Liverpool endar fyrir ofan Manchester United. Punktur.
Vissulega verða City sterkari , United virka sterkari á paper líka Chelsea komnir í CL aftur auðvitað en MU , City ,Chelsea , Tottenham og við erum þar líka þaes ef við vinnum okkar umspil.
Þetta er spurning um smá heppni líka með meiðsli og öllu sem því fylgir meiri styrkingu í vörn er must finnst manni en hvað er Klopp búin að sjá í training sem við erum ekki búnir að sjá ? er
Moreno komin til baka endurfæddur? ,Trent Arnold skellti Riberý í rassvasan hjá sér um daginn á móti Bayern (æfingaleikur ég veit) en það sýnir hvað drengurinn getur.
Gomez stóð sig vel fannst manni auðvitað búin að ganga í gegn um löng meiðsli og kanski ekki hægt að counta á hann.
Hver veit hvað gerist með Van Djik það yrði klárlega grjóthörð styrking.
Ætla leyfa mér að vera bjartsýnn að besta sóknarlið deildarinar muni skila okkur talsvert ofar en menn eru að spá hér.
Góðar stundir félagar.
Svona setti ég þetta inn:
1. Manchester City: Finnst einhvern veginn eins og að Guardiola sé með
allt í höndunum til að klára þetta tímabil. Hefur verið að fylla í
skörð sem voru á hópnum, þ.e. styrkja veikustu stöðurnar. Held að
honum hafi tekist það ansi hreint vel og búinn að bæta vel við
frábæran hóp sem hann hafði fyrir.
2. Liverpool: Kjarni liðsins er feykilega sterkur og ef það tekst að
halda Coutinho og jafnvel bæta við eins og einum alvöru miðverði, þá
býst ég við fantagóðu tímabili hjá okkar mönnum. Það eru gæði út um
allan völl og framlínan stenst öllum liðum samanburð.
3. Chelsea: Hef trú á að Chelsea geti lent í smá ströggli núna, virðast
vera góðir annað hvert ár. Costa er gríðarlegur missir hjá þeim og ég
held að Morata nái ekki að fylla hans skarð. Menn læra líka á
leikkerfi, og það verður lítið óvænt undir sólinni núna, öfugt við það
sem gerðist á síðasta tímabili.
4. Arsenal: Lacazette er alvöru framherji og ef allt fer sem horfir og
þeir haldi Alexis hjá sér, þá ná Nallarnir að koma sér aftur upp í
Meistaradeildarsæti. Finnst reyndar miðsvæðið hjá þeim vera frekar í
veikari kantinum og stutt í næstu lið fyrir neðan í spánni.
5. Manchester United: Já, það er bara bjartsýn spá og ég giska á að þeir
hækki sig um eitt sæti milli ára. Fyrir tímabilið var ég handviss um
að þeir myndu henda stórum fjárhæðum í heimsklassa leikmenn. Ég er
ákaflega ánægður með sumargluggann hjá þeim, því þeir eyddu háum
fjárhæðum eins og ég átti von á, en þeir keyptu engan Lewandowski,
Aubameyang, Lacazette, Neymar eða Griezmann í framlínuna. Þeir keyptu
heldur ekki neinn Veratti eða álíka inn á miðjuna eða Bonucci í
vörnina. Þeir keyptu alveg fína leikmenn og allt það, en mun lægri
prófíl en ég óttaðist. Lindelöf, Matic og Lukaku voru stóru kaupin.
6. Tottenham: Held að þetta verði erfitt tímabili fyrir Spurs. Eru að
byggja nýjan völl og spila á Wembley. Hafa ekki bætt einum einasta
leikmanni við hópinn hjá sér og selt Kyle Walker til keppinauta sinna
síðustu ár. Ef þeir verða extra heppnir með meiðsli þriðja árið í
röð, þá gætu hlutirnir gengið eitthvað betur, en ef ekki, þá gætu þeir
jafnvel sigið neðar.
7. Everton: Held að þeir verði lang sjöunda besta liðið. Hafa verið að
styrkja sig talsvert, en munum það nú samt að þeir hafa misst sinn
aðal markaskorara. En þeir verða talsvert betri en hin liðin líkt og
á síðasta tímabili.
8. West Ham: Byrjaðir að venjast nýja heimavellinum og hafa bætt aðeins
við sig. West Ham er flottur klúbbur og ætti að verða í efri
hlutanum.
9. Newcastle: Mikið er nú gaman að þeir séu komnir upp aftur, alvöru
félag sem á bara heima í efstu deild. Þeir eiga eftir að festa sinn
sess í efstu deild undir dyggri stjórn meistara Rafa Benítez. Verður
gaman að fá hann heim á Anfield, sá á eftir að fá alvöru móttökur frá
alvöru stuðningsmönnum. Þeir þyrfti í rauninni að styrkja sig
talsvert meira ef þeir ætla að fara ofar, en sætta sig væntanlega við
þetta svona í fyrstu tilraun.
10. Leicester: Síðasta tímabil var alltaf að fara verða þeim erfitt.
Ættu að geta náð aftur smá dampi núna, eru með fullt af fínum
fótboltamönnum. Hef samt takmarkaða trú á leikskáldinu sem stýrir
þeim.
11. Southampton: Miðjumoð, sé ekkert annað í stöðunni hjá þeim. Ætli
þeir séu ekki bara nokkuð sáttir við það.
12. Crystal Palace: Verða lausir við fallbaráttuna þetta árið, en verða
samt ekki að gera neina stórkostlega hluti heldur.
13. Stoke: Þá langar að spila með stóru strákunum, en þeir eru bara
ekkert að komast þangað. Held að Hughes sé á niðurleið með liðið og
þeir verða kannski ekki í alvöru fallbaráttu, en verða samt
neðarlega.
14. Watford: Mikið hringl búið að vera hjá þeim, en þeir munu hanga þarna
á svipuðum slóðum áfram. Líst vel á stjórann þeirra.
15. West Bromwich Albion: Vær samt alveg til í að sjá Pulis fara niður
með aðstoðarmann sinn hann Gary Megson sér við hlið. En hann kann
þetta og heldur þeim í fjarlægð frá fallbaráttunni.
16. Bournemouth: Í rauninni ættu þeir að vera neðar, það meikar ekkert
sens að lið sem er með 12.000 manna völl sé í efstu deild á Englandi.
En þeir hafa verið að gera þetta vel og halda sér uppi enn eitt árið.
17. Swansea: Skil reyndar ekki af hverju ég spái þeim ekki niður. Þetta
verður mjög tæpt og erfitt hjá þeim.
18. Burnley: Skelfilega leiðinlegt fótboltalið sem bara verður að fara niður.
19. Huddersfield: Veit lítið sem ekkert um þá og sama með leikmenn
þeirra. Fá nýliðafallspá frá mér.
20. Brighton: Sama hérna og hjá Huddersfield.
Þegar ég skrifaði mína spá niður þá var ég ekki að setja niður neinn rökstuðning með hverju liði. Ég setti topp 6 liðin niður eftir tilfinningu, setti Everton í 7. sætið sem “best of the rest”, og restina svo aftur eftir einhverri tilfinningu. T.d. er það bara einhver tilfinning að þetta eigi ekki eftir að verða jafn erfitt fyrir Arsenal og margir halda. Wenger er fyrir löngu orðinn vanur því að missa sína bestu menn en ná samt að kreista eitthvað út úr mannskapnum.
Annars get ekki sagt að ég sé vel að mér í hvaða lið hefur styrkt sig vel og hvaða lið ekki. Semsagt: meira og minna skot út í loftið. En þetta var a.m.k. mín röð:
1 Manchester City
2 Arsenal
3 Tottenham Hotspur
4 Manchester United
5 Liverpool
6 Chelsea
7 Everton
8 West Ham United
9 West Bromwich Albion
10 Newcastle United
11 Bournemouth
12 Leicester City
13 Watford
14 Southampton
15 Stoke City
16 Crystal Palace
17 Huddersfield Town
18 Brighton and Hove Albion
19 Swansea City
20 Burnley
Takk fyrir pistilinn!
1. Liverpool
2. City
3. Chelsea
4. Tottenham
5. Utd
6. Arsenal
Svona fór þetta inn frá mér:
1) Man City – Langbesti leikmannahópurinn í deildinni. Eina liðið af topp 6 sem hefur virkilega styrkt sig.
2) Man Utd – Voru á miklu flugi eftir áramót í fyrra. Hafa ekki mikið styrkt hópinn en hann var stór fyrir. Pogba er ekki lengur undir neinni pressu hvað verðmiða varðar og að spila sitt annað tímabil + kominn með Matic sér við hlið. Sé liðið alveg vera í titilbaráttu fram á vorið.
3) Arsenal – Eins og staðan er í dag þá er þeim að takast að halda í Sanchez og búnir að kaupa framherja sem ég er afskaplega hrifinn af. Eru án CL – held að það verði til þess að árlega lægðin eftir áramót verður ekki jafndjúp og hún hefur verið síðustu ár.
4) Tottenham – Þeirra stærstu kaup eru að halda öllum sínum helstu leikmönnum og það án þess að nokkur sé fúll. Þeir voru bara virkilega sannfærandi í fyrra þrátt fyrir að vera að spila í meistaradeildinni og með frekar þunnan hóp. Þetta lið skoraði flest mörkin í fyrra og fékk minnst á sig. Bara orðið virkilega gott lið. Ég held að það sem færir þá niður um tvö sæti sé flutningur af WHL. Gekk ekki beint vel á Wembley í fyrra.
5) Liverpool – ég er bara ekkert alltof bjartsýnn þrátt fyrir að liðið hafi litið vel út á undirbúningstímabilinu (samt sömu veikleikar til staðar). Ástæður fyrir því eru nokkrar:
a. Þetta er skrifað 9 ágúst og þá er liðið búið að kaupa Sala (frábær kaup held ég), Solanke (ungur og efnilegur) og Robertson (vinstri bakvörður úr fallliði, set spurningarmerki við hann). Við erum því í dag búnir að kaupa einn mann í byrjunarliðið og hann spilar á vellinum þar sem við vorum sterkastir fyrir. Hinir tveir sem hafa komið er ungir og/eða óskrifað blað.
b. Við sprungum í desember í fyrra, án evrópukeppni, og erum að fara spila vonandi 15-20 fleiri leiki þetta tímabilið. Breiddin er örlítið betri en í fyrra með komu Salah, en hún er samt bara framávið.
c. Við erum einum meiðslum frá því að Klavan sé byrjunarliðsmaður í 20 leiki +. Sagan hefur sýnt okkur að Lovren og Matip meiðast báðir reglulega.
d. Við erum að horfa meira á það í dag (fyrirvari, gluggi ekki enn lokaður) hverja við missum. Can ekki skrifað enn undir og Barcelona heldur betur að pissa utan í Coutinho.
e. Vert að bæta við að EF við kaupum 1-2 byrjunarliðsmenn fyrir lok gluggans (VVD & miðjumann) þá tel ég að við séum með lið sem ekki bara getur heldur á að berjast um titilinn. Þetta er samt risastórt ef. Við fáum vonandi Henderson inn, sem er okkur gríðarlega mikilvægur og við þurfum að gera allt sem við mögulega getum til að halda Coutinho og fá blekið frá Can á nýjan samning. Best case scenario gengur þetta allt upp og við verðum í baráttu fram á vorið, worst case scenario þá bætum við engu við (nema panic kaupum í öðrum eða þriðja kost eftir að VVD klikkar) og verðum komnir 10-15 stigum aftur úr um áramót.
6) Chelsea – það er mjög þungt yfir Chelsea þessar vikurnar. Eina liðið af þessum top 6 sem hafa veikt byrjunarliðið sitt (kannski með Tottenham þar sem þeir seldu Walker) og Hazard byrjar tímabilið meiddur. Það þarf ansi margt að ganga upp svo að liðið verji titil sinn og ég held að þetta verði smá strögl á þeim í ár, rétt eins og í byrjun síðasta tímabils.
7) Everton – Svolítið spurningamerki, búnir að missa Lukaku og allt stefnir í að Barkley fari einnig. Búnir að kaupa mikið inn á sama tíma sem eflaust tekur tíma að sjóða saman.
8) West Ham – Ég held að hamrarnir verði sterkari en í fyrra. Gerðu virkilega góð kaup í Chicharito, komnir með alvöru framherja þar.
9) Leicester
10) Stoke
11) Southampton
12) Newcastle
13) WBA
14) Crystal Palace
15) Watford
16) Bournemouth
17) Burnley
18) Brighton
19) Swansea
20) Huddersfield
Svona spáði ég þessu:
1. Man City. Guardiola fær allt til að smellpassa og fer svo aftur til Spánar að bjarga Barca.
2. Liverpool. Ef við höldum Coutinho og bætum VvD í vörnina þá er allt hægt.
3. Man Utd. Álíka neikvæður fótbolti og jafnteflin verða til vandræða.
4. Chelsea. Slök titilvörn en fara langt í CL.
5. Tottenham. Wembley-ólukkan mun herja á Hotspur.
6. Arsenal. Sanchez heldur móralnum í spennitreyju og Wenger out magnast.
7. Everton. Margir keyptir leikmenn þýðir aðlögunartími.
8. Leicester. Ólíkindatól og geta unnið hvern sem er á góðum degi.
9. Newcastle. Það verður stuð á heimavelli og Rafa leikur taktíska refskák.
10. Stoke. Sama ról og síðustu ár.
11. Bournemouth. Skemmtilegt lið og efnilegur stjóri.
12. West Ham. Ef lykilmenn hanga heilir þá verða Hamrarnir harðir.
13. Southampton. Án VvD þá síga Saints niður töfluna.
14. Crystal Palace. Frank de Boer þarf tíma til að læra á deildina.
15. WBA. Pulis og hinar myrku miðaldir.
16. Watford. Stemmningin fer minnkandi á Vicarage Road.
17. Burnley. Enn einn bardaginn við falldrauginn en hanga áfram uppi.
18. Swansea. Dauðadæmdir án Gylfa.
19. Huddersfield. Vonandi fær Wagner að lána Ward frá okkur til að gefa þeim séns.
20. Brighton. Mávarnir munu brotlenda og enginn veitir því athygli.
#meistararívor
annað er aukaatriði
punktur
Þegar maður reynir að vega og meta stöðu liðsins í deildinni á komandi vetri hættir manni til að festast í samanburði við hin liðin í topp 6. Þar stendur baráttan um styrkingar hvað hæst á samfélagsmiðlum og stuðningsmenn liðanna ýmist fara á taugum eða ærast af gleði yfir hinum ýmsu kjaftasögum.
Veikleikar Liverpool á seinasta tímabili komu hins vegar ekki fram í leikjum gegn þessum topp liðum. Heldur af því að það virtist sem mörgum hinna “minni” liða tækist að standast áhlaup liðsins og ekki bara það, heldur væri vel hægt að treysta á að fá tvö til þrjú einföld dauðafæri, annað hvort í gegnum föst leikatriði eða með hraðaupphlaupum, helst eftir að hafa stolið af okkur boltanum í einni af þeim þúsund sendingum sem við virðumst þurfa að senda um miðjuna í hverjum leik.
Þannig að þó leikirnir gegn hinum toppliðunum séu allir 6 stiga leikir, gerðum við gott með því að ná tökum á minni liðunum. Þangað til annað kemur í ljós ætla ég að trúa því að um það hafi sumarið snúist hjá Klopp og félögum. Um raunverulega styrkingu í deildinni.
Sælir félagar
Set hér inn athugasemd sem ég setti á spá Fótbolta.net um liðið sem þeir spá öðru sæti alveg eins og í fyrra. Ssteinn virðist vera sá eini sem ekki ætlar að falli í bullgryfjuna um MU. Ég spáði þeim 5. sæti í fyrra og líklega hefðu þeir náð því ef Móri hefði ekki gefist upp.
“Lukaku er tvímælalaust veiking frá Zlatan. Það eitt og sér er nóg til að ætla að MU verju 6 sætið nema ef Everton tekur það af þeim. Það að Móri fór úr áherslu á meistaradeildarsæti var einfaldlega það að liðið var ekki nógu gott til að ná því. Þess vegna fór hann bakdyramegin inn í meistaradeildina. Nemanja Matic er eina styrkingin á liðinu og að ætla honum að vbinna upp veikinguna frá Zlatan og vinna þar að auki upp 5 sæti í hópi efstu og sterkustu liðanna er bull. Þetta er bara þetta endalausa MU dekur og gloría”.
Það er nú þannig
YNWA
Mér finnst þið svolítið svartsýnir, við erum að halda öllu liðinu okkar saman, og búnir að bæta 3 góðum kostum, 2 efnilegir en samt tilbúnir fyrir að hjálpa okkur helling. Kent, TAA, Woodburn, Ejaria og Grujic eru allir tilbúnir í að gera það sem coutinho var t.d. að gera þegar hann kom til okkar og það er gleðiefni fyrir mig. TAA lætur Clyne líta bara nokkuð illa út á köflum og þá er mikið sagt. Segjum þann fjarstæða möguleika við fáum ekki Vvd og við lendum í meiðslavandræðum þá held ég að stoltið klopp sé ekki svo stórt að við getum kallað Sakho inn í hóp eftir að láta hann virkilega strita fram að tækifæri. Eins og sást á móti atletico að við erum með góða breidd þrátt fyrir nokkur smávægileg meiðsli. Sturridge dettur út þetta árið og við erum með Solanke sem lítur virkilega klár í slagin og Origi mjög desprete fyrir að sýna sig þetta er klárlega tímabilið sem hann þarf að sýna meira. Allt liðið okkar er á besta aldri eða komast á sinn “hápunkts” aldur. Það nefnir engin að góð liðsheild og ungir leikmenn að stíga enþá meira upp eins og verður klárlega málið þetta árið. Þið sjáið bara Moreno, virðist hafa lært af síðasta ári heilan hellingur. Liverpool að mínu mati verður þarna uppí topp 3 leikandi. Og Salah er guðsgjöf, hvað klikkaði í fyrra? Mané var of mikilvægur, núna erum við með plan B sem er jafngott að mínu mati, og plan C með Kent sem virðist vera búinn þroskast um 3 ár á einu ári. Skoðandi 25 manna hópinn okkar og t.d. utd og Tottenham þá erum við blessaðir með breidd þó uppfærsla á klavan og lovren væri alls ekkert slæmt. Ég fer bjartsýnn inní tímabilið, svekktur með Vvd ef það gengur ekki upp en vá hvað það er langt siðan ég hafði jafn mikla trú á liðinu okkar, það er frábær tilfining. 6-0 slátrun á Watford spái ég og byrjun á rússíbanatímabili sem endar með bikar, cl sæti og árangri i CL sem við getum verið stoltir af.
Mín spá
1. Man City – Pep búinn að læra á deildina og liðið einfaldlega best mannaða í deildinni. Veikleikar liðsins bakverðir og miðverðir verða ekki vandamál í vetur.
2. Man utd – Liðið fær fleiri stig á heimavelli og Matic kaupinn voru því miður frábær hjá þeim en hann er nákvæmlega leikmaður sem þeim vantar.
3. Chelsea – Stundum fellur alltaf með manni og stundum ekki. Ég held að Conte á eftir að vakna við slæman draum og að þetta verður mun erfiðara hjá þeim í vetur. Costa var x-factorinn hjá þeim og hann spilar líklega ekki með þeim í vetur og að missa Matic
4. Liverpool – yes aftur meistardeildarsæti og fullt af mörkum en varnarleikurinn verður enþá vandamál. Ég á von svipuðu tímabili og síðast þar sem við skorum mikið og vinnum nokkra stórleiki(reyndar töpum við þeim líka í vetur sem er öðruvísi) en töpum stigum gegn minni spámönnum(verða samt framfarir á því sviði).
5. Arsenal – Ég efast um að Wenger klári tímabilið. Um leið og þeir detta í slæman kafla þá verður Wenger out hærri en nokkrum sinnum fyrr. Með tvær stjörnur að hugsa um næstu skref á ferlinum þá held ég að 5.sæti verður þeira.
6. Tottenham – virkilega solid lið sem gæti alveg eins unnið deildina og lent í 6.sæti en þeir hafa ekki verið að styrkja sig ólíkt helstu liðunum í kring. Þeir voru mjög góðir að klára leiki undir lokinn á síðasta tímabili en ég held að þeir ná því ekki á þessu tímabili.
7. Everton – Hafa verið að kaupa og kaupa. Þeir eiga eftir að sakna Lukaku en hópurinn er heilt yfir sterkari en ekki kominn á top 6 level
8. Leicester – þetta er lið sem getur varist vel og eru með leikmenn sem geta klárað leiki. Ég held að þeir eiga eftir að rífa sig upp eftir síðasta tímabil og eiga gott tímabil.
9. Southampton – duglegir að skipta um stjóra en þetta er einfaldlega vel mannað lið sem reyna að spila fótbolta og eru með mjög góðan kjarna sem ætti að halda þeim í top 10.
10. West Ham – það þarf ekki mikið að gerast til að stjórin fjúki en þetta er lið með reynslu og nokkra skemmtilega leikmenn sem eiga eftir að vera eins og jójó á tímabilinu eins og þeir gerðu undir lok síðustu leiktíðar(Vinna Tottenham með góðum leik en tapa stórt fyrir Liverpool strax á eftir).
11. C.Palace – Það eru mörk í þessu liði. Sóknarlínan er mjög skemmtileg en því miður fyrir þá sjálft miðsvæðið ekki það merkilegt. Frábærir stuðningsmenn og heimavöllurinn skilar þeim fullt af stigum.
12. Newcastle – Þeir hafa lítið verið að gera í sumar en ég hef bara svo mikla trú á Benitez.
13. Bournemouth – Þetta er liðið sem mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með. Liðið sem reynir að halda bolta og keyra á lið. Howe á eftir að fara að taka við betra liði á næstu árum en sókndjarfur hugsunarháttur á eftir að skila þeim fullt af stigum.
14. Stoke – Er Mark er að nálgast endastöð með þetta lið? Ætlaði að fara að láta liðið spila alvöru fótbolta en svo vantar einfaldlega meiri gæði og því fer þetta lið ekki mikið ofar.
15. WBA – já ekki skemmtilegast liðið að spila við. Föstleikatrið, kick and run og physical fótbolti en þetta heldur þeim uppi. Spurning um hvort að stuðningsmenn nenna að horfa á svona fótbolta eða eru bara sáttir við að spila í úrvaldsdeildinni?
16. Watford – Barátta og læti. Þeir eru komnir með smá reynslu í úrvaldsdeild og ég held að þeir verða í bottbaráttuni en þeir ná að bjarga sér undir lokinn.
17. Brighton – skora á menn að lesa söguna um þetta lið. Þetta lið var nánast þurkað út fyrir c.a 20 árum en leikur nú í úrvaldsdeild. Það er pínu óskhyggja að þeir halda sér uppi og kraftaverkið heldur áfram.
18. Burnley – æi mér finnst þetta bara leiðinlegt lið og þótt að stjórinn sé ágætur þá myndi ég ekki gráta ef þetta verður niðurstaðan.
19. Swansea – Gylfi er að fara frá þeim og þeir munu falla. Hann var allt í öllu hjá þeim og þetta er lið sem hefur verið að færast nær fallinu og á hverju tímabili versnar og versnar liðið og núna er komið að því að þeir fara niður.
20. Huddersfield – í fyrsta skipti í úrvaldsdeild en ég held að þeir eiga þar stutta dvöl en munu njóta sín í stóru leikjunum.
A.vidal er á leiðinni svo þið megið endurskoða spána 🙂
Veit einhver hérna um liverpool bar í malmö ?
Svona var mín spá:
1. Man City – Eru með skuggalegan hóp og allt undir hjá Pep á sínu öðru tímabili.
2. Arsenal- þarna setja einhverjir spurningamerki við mig en ég held að þetta verði gott ár hjá þeim, virðast halda öllum og bæta við Lacazette.
3. Chelsea- Komnir aftur í CL og leikjaálagið meira á þá en í fyrra. Conte hefur verið pirraður.
4. Liverpool- Erum enn með of þunnan hóp og eins og flestir hef ég áhyggjur af miðvarðastöðunni.
5. Man utd- Missa Zlatan og klefareynsluna í Rooney en bæta við Matic og Lukaku. Lukaku hefur átt erfitt gegn stórum liðum. Bæta sig um eitt sæti.
6. Tottenham- Mjög erfitt að spá í Spurs, eru með frábæran stjóra og gott byrjunarlið en eru frekar þunnmannaðir ef t.d Kane og Alli meiðast.
7. Everton- Þetta er bara Everton og 7. Sætið er þeirra.
8. West Ham
9. Bournemouth
10. Southampton
11. Leicester
12. West Bromwich
13. Newcastle
14. Crystal Palace
15. Watford
16. Stoke
17. Swansea
18. Burnley
19. Huddersfield
20. Brighton
Engin kop.is fantasydeild í ár??
Deadline á morgun klukkara fyrir Arsenal-Leicester!
Ég held að Salah geti leyst helsta vandamál okkar manna sem hefur verið skortur á hraða hinu megin. Við þurfum ennþá á því að halda að bakverðirnir geti hlaupið úr sér lungun og virki bæði fram og til baka en það léttur pressunni óneitanlega að fá Salah. Ef það er rétt hjá Klopp að liðið ár og sumarið hafi bætt restina þá erum við í sæmilegum málum.
Maður hefur óneitanlega mestar áhyggjur af Shitty en vonandi lenda þeir í því sama og við að miklar breytingar kalli á flókna aðlögun sem dregur úr árangri. Mér heyrðist Pep t.d. kalla á spænsku á laugardagsvellinum um daginn sem bendir til þess að ekki séu allir mæltir á sömu tungu. Ég er ennþá að vona að Móri hafi toppað sig með árangrinum hjá Inter (eiginlega eina skiptið þar sem hann gerir mikið úr litlu) og sé á hægfæra niðurleið sem knattspyrnustjóri.
Heyrðuð það fyrst hér. Liverpool vinnur epl. City er með enga breidd, 2 meiðslum í vörn og miðju frá disaster plús með marga nýja sem kannski þurfa aðlögunartíma. United með Móra eru leiðinlegir og gera 15 jafntefli. Spurs eru flottir en allt í einu er einn bakvörður klár í mót hjá þeim, verða í veseni plús Wembley er ekki White Hart Lane. Chelsea sakna Hazard og Costa og munu gera í brækurnar í byrjun móts sem verður þeim að falli. Arsenal eru ennþá undir stjórn Wengers, nuff said.
1 Manchester City
2 Liverpool
3 Tottenham Hotspur
4 Man Utd
5 Chelsea
6 Arsenal
7 Southampton
8 West Ham United
9 Crystal Palace
10 Newcastle United
11 Everton
12 Leicester City
13 WBA
14 Bournemouth
15 Brighton
16 Stoke
17 Swansea
18 Watford
19 Burnley
20 Huddersfield
Ég er undrandi á spá ykkur um man utd ! og reyndar líka hjá .net. Þeir fá Lukaku, Lindelöf eða hvað hann heitir og svo Matic sem er að ég held þeirra bestu kaup. Þeir spila samt svo mikin varnar anti bolta að það fær málingu til að hætta við að þorna.
Ég held að þetta verði svona.
1. City
2. Liverpool
3. Celski
4. Tottenham
5. Arsenal
6. m utd
7. Everton
8. Southampton
9. Leicester
10. Newcastle, ( Ef þeir halda Benitez)
11. West Ham
12. Stoke
13. WBA
14. C. Palace
15. Watford
16. Bournemouth
17. Swansea
18 Burnley
19. Brighton
20 Huddersfield
Kóði í fantasy deild kop.is
3264254-748413
Við erum rosalega lítið virkir í þessu og jafnan búnir að gleyma þessu í september
#21
Man utd verða sterkari í ár. Zlatan var flottur fyrir þá en hreyfanleiki hans var lítil sem engin í vörn eða sókn. Hann var samt góður í því sem hann gerir best að fá boltan í fætur og skapa.
Lukaku er allt öðruvísi leikmaður. Hann er vinnusamari sem gæti leyft þeim að pressa meira(það er varla hægt að pressa með Zlatan) og færa liðið framar varnarlega. Sóknarlega er meiri hreyfanleiki og ég held að þeir verða betri sóknarlega í ár.
Matic er leikmaðurinn sem Man utd nauðsynlega vantaði. Hann er virkilega góður í að passa vörnina og mun núna Pogba og Herrera(mesti dýfari deildarinar í dag) fá meira pláss við að taka þátt í sóknarleiknum.
Ég þoli ekki að tala vel um þetta Man utd lið en þeir verða því miður sterkara í vetur og heimavöllurinn hjá þeim mun láta þá fá fleiri stig en á síðasta tímabili.
Stundum þarf ekki nema 1-2 leikmenn til að hjálpa öllu liðinu að vera betra og ég tel að Lukaku/Matic eru þeir leikmenn. Ég er samt á því að þeir verða ekki meistara því að þeir ljósbláu nágranar þeira eru líklegastir í ár.
Ætti ekki að vera bannað á Liverpool síðu að spá Mansester tiði ofar en Liverpool, jafnvel þó það væri langt frá raunveruleikanum á ekki Liverpool alltaf að vera efst???
Liverpool er ekki að fara að taka deildina verða kannski í 3-4 sæti. Margir sögðu að það væri algjört aðalatriði að vera í meistaradeildinni til að lokka til sín góða leikmenn. Einn vanur kominn og tveir óvanir, það er nú allt og sumt. Þessi leikmannamarkaður er orðinn algjörlega út úr öllu sem er eðlilegt. Kannski eru menn að bíða eftir því hvort Liverpool kemst í gegn um umspilið. Kúturinn fer, það held ég að verði niðurstaðan. Ég vil kaupa Manuel Lanzini frá West Ham í staðinn. Ég mundi segja að hann væri á pari við Kútinn í gæðum en því miður fyrir Hamranna þá var hann meiddur mest allt síðasta tímabil og hann mun blómstra í vetur ef allt gengur upp hjá Honum.