Watford 3-3 Liverpool

1-0 – Okaka 8.mín
1-1 – Mane 29.mín
2-1 – Okaka 32.mín
2-2 – Firmino 55.mín
2-3 – Salah 57.mín
3-3 – Britos 94.mín

Bestu leikmenn Liverpool
Eins og svo oft áður sýnir Liverpool hversu mikið liðið líkist Jekyll og Hyde. Ákveðnir þættir í leik liðsins eru nær gallalausir og í algjörum topp klassa en svo er auðvitað annað sem er algjört skrímsli. Hreinn og beinn viðbjóður sem enginn vill sjá.

Fram á við er Liverpool enn gífurlega sterkt. Liðið er frábærlega spilandi, fljótir leikmenn og margir sem geta skorað úr alls konar aðstæðum. Það er ekkert að því og gott að byrja leiktíðina á að skora þrjú mörk og að þrír helstu sóknarmenn liðsins komist á blað.

Firmino heldur áfram að gera sitt í framlínunni, hann er og verður aldrei “pjúra nía” en hann er stór þáttur í skapandi og léttleikandi sóknarbolta liðsins. Hann skoraði úr mjög öruggri vítaspyrnu og er nú að því virðist aðal vítaskytta liðsins og er nú búinn að skora fjórar mjög öruggar vítaspyrnur frá því í sumar, það er mjög gott. Einnig lagði hann upp mark Salah með góðri vippu, hvort sem það átti að vera skot eða sending veit ég ekki en það allavega virkaði.

Salah stimplaði sig heldur betur inn og skoraði gott mark ásamt því að fiska vítaspyrnu. Hann komst sömuleiðis í nokkrar ákjósanlegar stöður en hefði alveg mátt skjóta betur í einhverjum þeirra. Hann var mjög flottur og hlakka ég mikið til að sjá hann meira í vetur.

Mane minnti á mikilvægi sitt fyrir liðið og var mjög líflegur og skoraði frábært mark. Þessir þrír sem helstu sóknarmenn liðsins í vetur er ógeðslega spennandi!

Alexander Arnold þótti mér líflegur, sérstaklega fram á við og Moreno líka. Can óx í leikinn og var líflegur í restina.

Vondur dagur
Allt annað en fremsti partur sóknarleiksins.

Vörnin í föstu leikatriðunum var auðvitað algjört djók eins og fyrri daginn og það er klárt mál að enginn treystir sjálfum sér né öðrum í þessum aðstæðum. Það er alveg glatað að horfa upp á þetta leik eftir leik.

Mignolet var slakur, Lovren og Matip hefðu mátt gera betur í ákveðnum atriðum og skiptingar Klopp voru nú ekki alveg til hins betra í dag. Miðvörður Watford meiðist í restina og þarf að spila áfram en þá er tekið út Firmino og Salah sem væru líklega þeir tveir síðustu sem ég myndi nenna að eltast við ef ég væri eitthvað tæpur. Gomez átti ekki góða innkomu fyrir Alexander Arnold.

Miðjan var ekki nógu góð í dag og klárlega vantar ákveðinn faktor í hana þegar Coutinho og Lallana eru ekki með. Wijnaldum, Henderson og Can eru allir mjög góðir en enginn þeirra hefur sömu eiginleika til að snúa og opna leikinn eins og hinir og það sást vel í dag, sérstaklega í fyrra hálfleik.

Vörnin léleg. Sóknin mjög góð þó hún eigi eflaust talsvert inni.

Umræðan eftir leik
Þetta er að mestu sama vörn og var til staðar þegar Rodgers var rekinn. Það er að klárast annar sumargluggi Klopp og það að Mignolet, Clyne, Lovren og Moreno séu líklegir sem fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum varnarinnar eftir allan þennan tíma er bara ekki ásættanlegt. Þar á eftir kemur Klavan og með fullri virðingu fyrir honum þá er hann bara ekki nægilega góður og Gomez sem hefur misst af tveimur leiktíðum vegna meiðsla á meðan að Sakho situr á aerobic hjóli og setur inn motivational quotes á Snapchat.

Vörnin er og verður vandamál í vetur verði þetta ekki bætt. Vandamálið er ekki bara það að liðinu vanti einn mann inn og allt er lagað sí svona. Vandamálið er skortur á gæðum, breidd og trausti í vörninni. Við verðum að klára Van Dijk sem gæti nú alveg klárlega hjálpað helling til og elsku Klopp, það var hálf kjánalegt þegar þú hélst að það væri ekki hægt að nefna fimm varnarmenn sem væru betri en þeir sem við eigum nú þegar. Það er heill hellingur af þeim og ef það er ekki hægt að klára Van Dijk þá þarf bara að klára einhvern annan í hans stað.

Það vantar líka klárlega annan á miðjuna sem getur snúið og opnað leiki hvort sem Coutinho verður áfram eða fer. Það er mjög mikilvægt að þessir tveir hlutir verði lagaðir fyrir september, annars gæti tímabilið reynt ansi mikið á þolinmæði okkar stuðningsmanna.

Næstu verkefni
Fyrri leikurinn gegn Hoffenheim í umspili Meistaradeildarinnar er á þriðjudaginn og Crystal Palace um helgina eftir. Liverpool þarf að ná góðum úrslitum í báðum leikjum og rétta úr kútnum.

Já og styrkja leikmannahópinn fyrir komandi leiktíð!

79 Comments

  1. Svör Klopp eftir leik. Er maðurinn fullur?
    Drulla og skita. Ekkert flokið

  2. Megi þessi helvítis andskotans varnarleikur fara til andskotans og þaðan af verra.

    Fáum á okkur þrjú mörk á móti fokking Watford!

    Ekkert hefur breyst. Ekkert mun breytast!

    Og ég er ekkert bara að tala um varnarmennina, heldur líka miðjumennina. Í raun er ég að tala um varnaruppleggið hjá Klopp. Liðið er bara að verjast ömurlega.

    Þú kemst aldrei neitt með ömurlegan varnarleik. Sama hvað þú ert með góða sókn. Heyrirðu það Herr Jurgen Klopp? Þetta eru engin geimvísindi. Af hverju ertu ekki fær um að laga þetta?

    Svo er markmaðurinn akkúrat ekkert að hjálpa.

    Taktu ábyrgð Klopp! Klopp! Klopp! Klopp! Öll pressan er á þér! Hveitibrauðsdagarnir eru löngu liðnir!

    Helgin ónýt og allir gera grín að okkur stuðningsmönnum. Helvítis andskoti bara!

    Hrósið fá sóknarmennirnir þrír: Sadio, Bobby og Momo. Spiluðu allir yfir meðallagi vel.

    Að lokum, megi Coutinho fara til andskotans.

    ——————————————

    Ps. Samkvæmt mínum útreikningum eru líkur á að Klopp lesi þetta komment. Nánar tiltekið 0,000000001% líkur.

  3. Sælir félagar

    Ég sagði á öðrum þræði eftir leikinn að þessi skita væri ekki boðleg og stend við það. Varnarleikurinn var skelfilegur á síðustu leiktíð og hann hefur ekki batnað enda engu í hann bætt. Það skrifast á Klopp. Það vantar varnartengilið ennþá og það skrifast á Klopp. Okkar besti varnarmaður er í salti. Það skrifast á Klopp. Markvarslan er ekki nógu góð. Það skrifast á Klopp. Sóknin er frábær. Það skrifast á Klopp. Miðjan var slök í dag. Það skrifast á þá leikmenn sem léku þar.

    Hvað stendur þá eftir. Liðið skorar þrjú mörk á útivelli og það dugar ekki til. Það skrifast á Klopp. Ef ekki verður bætt úr því sem var svo augljóslega að í leiknum verður að skrifa það á Klopp.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Við erum þó ekki að tapa 0-3 heima fyrir Burnley og einum færri.

    Þetta var súr leikur en ég ætla ekki að missa neina trú á þessu. Tímabilið er rétt að byrjum.
    Njótum þess

  5. nú held ég að chelsea sé með betra varnarlið en við. þeir eru 0-3 undir. á stamford. áhugavert. kannski maður fari að anda með nefinu. en já. herra klopp – okkur vantar varnarmann sem kann að díla við föst leikatriði – svo plííííís – kaupa. kaupakaupakaupa.

  6. Þurfum haffsent og vinstri bakvörð. (Hægri bakvörð reyndar líka og jú markvörð en hitt er í forgangi).

    Ekkert breyst frá því á síðasta tímabili.

    Áfram Liverpool!

  7. Mér líður eins og við hefðum tapað þessum leik. Sammála flestu í ágætri skýrslu að bæði vörnin og miðjan áttu skelfilegan leik. Vil samt ekki kenna Mignolet um mörkin. Spurning hvort hann hefði átt að keyra út í boltann í marki nr. 1.

    Hins vegar verður að minnast á hörmulega frammistöðu Wijnaldum í þessum leik. Karlgreyið átti sinn allra lélagsta leik í Liverpool-búningi. Kiksaði illa í dauðafæri í stöðunni 2-3 og átti síðan langstærstan hlut í marki nr. 3 hjá Watford.

    Liverpol-Echo gefa honum 4, 5 í einkunn sem mér finnst of há einkunn, en hann er með langlægstu einkunn af leikmönnum liðsins.

    Ljósið í myrkrinu er auðvitað frábær sóknarlína okkar og Moreno, sem er bara eins og nýr leikmaður!

    Við getum einnig glott út í annaði yfir frammistöðu Chelsea á heimavelli á móti Burnley. 0-3, 43 mín. liðnar og þeir manni færri!

  8. og annað. ef að skátarnir okkar geta virkilega ekki fundið dm og cb sem virka og hægt er að kaupa, þá hljóta þeir að hafa farið á úlfljótsvatn. við verðum að ríkrúta aðra þá…

  9. Ég bara skil ekki afhverju Klopp er ekki búinn að kaupa varnarmann. Ef hann fær ekki Van Dijk ætlar hann að fara í þetta tímabili sem Lovren og Matip sem eru óstöðugir og meiðslagjarnir? Bara rugl.

  10. óþolandi að glutra endalaust niður leikjum… ég vill ekki sjá tölfræðina þar sem liðið tapar eins marks forskoti á síðustu 5 mínútonum..

  11. Trent Alexander-Arnold spyrnir langtum betur í hornum heldur en Milner. Það er þó alltaf eitthvað til að gleðjast yfir…

  12. Það er alveg á hreinu á meðan við erum með miðjumenn eins og Wijnaldum og Henderson þá kemur alltaf til með að rigna á vörnina og markmanninn sama hverjir standa þar,á meðan þessir menn eru þarna í byrjunarliði þá höldum við bolta illa og náum þar með ekki að nýta hraðann hjá Salah og Mané eins og sýndi sig í dag.

    Svekkjandi hel****

  13. klopp eftir leik get ekki talað um couto og verð að sætta mig við ákvörðun stjórnarinar.

    er það þessi 140-150 verðmiði sem er þá rétt?
    eða er ég að missa að eitthverju?

    ég að leiknum mjög ósattur fyrir fyrri en fannst liðið koma sterkt til baka í seinni.

    en menn verða grimmari og fórna sér betur í boltana.
    hvað er gini að gera í þessum skalla? bara vaða í helvitis boltan og koma honum frá.

    svo að svæðisvörnini hvernig getur firmino endað með þennan drukk í fanginu? hann skildi hann vissulega eftir en hefði liklega lent undir honum með hinum kostinum.
    en og aftur ekki nógu grimmir.

    ekki öfunda ég klopp með þetta verkefni
    það virðist svo vera mikið að í varnarleiknum ég hreinlega veit ekki hvort einn maður lagi allt en allavega byrjun.

    en þetta er rett að byrja sjáum hvað gerist í framhaldinu trúi því ekki að þetta verði óbreytt til enda gluggans…

    ef couto fer í guðana bænum notið peningana í likamlega sterka leikmenn sem hafa skap.

    myndi jafnvel fagna costa til þess að tuddast frammi í varnarlínu anstæðingana

  14. Uppskrift að toppbaráttu í ensku deildinni:

    Topp topp markmaður…. Liverpool? Nei
    Traust vörn…..Liverpool? Neits
    Topp topp varnarsinnaður miðjumaður..Liverpool? Ekki nálægt því
    Frábær sókn..Liverpool? Aldeilis já
    Góða breidd..Liverpool? Núll

    Engin geimvísindi..Okkur vantar að minnsta kosti 3 topp topp leikmenn. Við erum veruleikafyrrtir ef við höldum annað….Mitt mat..

  15. Kaupa Costa, klára þessi Van Dijk kaup og fá alvöru nagla á miðjuna.
    Það er allt of mikið af léttleikandi litlum mönnum í þessu liði.

  16. RÓLEGIR með að allt sé ömurlegt nú er Chelsea að vera straujaðir af burnley ..shit happens þetta var magnaður leikur áðan alveg sama hvað og hver segir mjög skemmtilegur já það voru leiðindar og léleg varnarmistök og síðasta mark watford rangstöðumark en menn eru að missa sig eins og allt sé dauði og djufull á þessum tímapunkti er fáranlegt.

  17. Klopp er líklega alveg blindur á öðru auga, því sem snýr að varnarleik.

  18. Sælir félagar

    Það er að vísu gaman að CFC er að tapa sínum leik á heimavelli. En sama hversu gaman það er það bætir ekki frammistöðu okkar manna í dag. Því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

  19. Mér líður ekkert betur þótt öðrum liðum gangi illa. Þetta var súrt jafntefli en ENGIN ástæða til að óttast alltof mikið. Byrjunarleikurinn og undirbúningstímabilið hafa verið taplaus (tel ekki vítakeppnina gegn Atletico með) … gott mál. Ég hef fulla trú ennþá.

  20. Stigi fyrir ofan Chelsea, ef það verður niðurstaðan næsta vor þá verða margir sáttir…

  21. Burt með Klopp!! Ekki bara að liðið getur ekki unnið fokkings Watford heldur getur maðurinn ekki keypt almennilega leikmenn. Liðið er bara venjulegt skitulið og verður það ef ekki er tekið á málunum.

  22. Ólafur Haukur spot on. Vil bæta við: Eigum við ekki að anda aðeins inn og út… leiðinlegt að sjá dómsdagsspár hér hjá mörgum og það eftir rúmar 90 mínútur af tímabilinu. Höldum Coutinho og bætum amk Dijk við og þetta lítur ekki svo illa út.

  23. Hefði mignolet látið boltann vera í lokin hefði hann farið langt framhjá, óþarfi að slá hann inn

  24. Kristjan Eliasson#
    Skiptir ekki einu einasta máli hver managerinn er, Klopp – Brendan – Kenny eða hver sem er þá er það ljóst að FSG á ekki bót fyrir boruna á sér og það verða aldrei og þá meina ég ALDREI keyptir tilbúnir klassa leikmenn til Liverpool á meðan þessar liðleskjur eiga klúbbinn. Þá verður Liverpool alltaf seljandi klúbbur þó að þessar hamborgarapressur segi annað.

  25. Sæl og blessuð.

    Henderson og Wijnaldum eru skúrkar dagsins í harðri samkeppni við hafsentana. Miðjan var ótrúlega léleg, boltar láku í gegn, hún bauð upp á litla sem enga vörn fyrir vörnina og sendingar voru út í hött. Þvílík sketa. Með mittið í lagi hefðum við rúllað þessum leik upp. Þeir mega taka á sig sökina!

    Einhver ofprísaður South’mton hafsent mun ekki kippa svona löguðu í lag. Þetta verður að laga á æfingavellinum.

  26. Vá. Ég sá leik þar sem vantaði tvo mest skapandi leikmenn liðsins og samt komu 3 mörk. Ég sá leik þar sem tveir miðjumenn spiluðu sína verstu leiki í langan tíma en samt hélt liðið boltanum. Ég sá leik þar sem heimaliðið fékk 2 auðveld mörk, en í bæði skiptin kom LFC til baka. Ég sá leik sem sýnir að jafnvel með ekki sterkasta hópinn þá getum við keppt og höfum skap til að koma til baka.

    Ég sá lið sem er ekki fullkomið og augljóslega var í ákveðnu uppnámi í byrjun eftir rússibana síðustu 24 klst– en ég sá heilmargt gott hjá liði sem kostar 1/2 af því sem hin liðin i topp 6. Málið þetta ár er að vera áfram í UCL til að halda peningamyllunni gangandi. Engin þörf fyrir menn að missa vitið. Nú þarf að pakka og fara og vinna þennan Hoffenheim leik.

  27. Nú velti ég því bara fyrir mér og hef ekkert fyrir mér í því en Karius fékk ekki eitt mark á sig á preseason eftir því sem ég best veit. Getur verið að hann stjórni vörninni betur heldur en Mignolet?
    Spyr sá sem ekki veit.

  28. Það er langt um betra að byrja illa og enda vel heldur en byrja vel og enda illa! Er alveg pollrólegur eftir þennan leik.

  29. Ég held að fólk eigji ekki að missa sig yfir framistöðu dagsins. það var stress í gangi, kannski of mikið. Það má velta vöngum yfir þessum eða hinum mistökum, samt er ég með það á hreinu, að síðasta mark Watford var kolólöglegt, segji og skrifa. Komið þið ekki positífu, fyllið andan af positífu andrúmslofti. LFC er okkar lið, no matter what!
    YNWA

  30. Þetta er bara ekki nogu gott. Við stöndum i stað á meðan t.d. manutd bætir og bætir við sig.

  31. Ég bara spyr hvað er að stjórn LFC og stjóra ??????? Er ekki öllum ljóst að það þarf að styrkja vörn og varnarlínu liðsins ???? Eru þetta eintóm fífl í stjórn félagsins ? er Klopp orðin það meðvirkur að hann sér ekki að við þurfum leikmenn sem kunna að verjast föstum leikatriðum ?

    Lið sem skorar 3 mörk á útivelli á ALLTAF að ná 3 stigum ! Takið hausinn úr rassgatinu á ykkur stjórn LFC og drullist til að kaupa VARNARMENN, ekki mann, heldur MENN.

  32. Selja Coutinho og kaupa virgil van dijk og Diego Costa og jafnvel annan varnarmann… Við getum greinilega ennþá skorað en við þurfum að koma í veg fyrir lekann í markið…. Costa fer fram og Firminio tekur stöðu kútsins…… dijk og annar nýr í vörn……

  33. Hvernig væri að fara að gefa Sakho aftur sénsinn. Hann er búinn að vera á frosti nógu lengi og hlýtur að hafa lært sína lexíu. Hann er sennilega enn besti varnarmaðurinn í þessu liði.

  34. Þurfum miðverði selja lovren og klavan.Kaupa vvd hægri bakvörð, annan miðvörð miðumann, fá costa frammi spila Róbertsson í vinnstribakk og svo eitthverja á bekkin þegar klopp gerir skiftingu þá veigist liðið

  35. Fyrir utan allt annað, þá er þetta kannski gott !!!! Flest hin toppliðin voru að tapa stigum líka EN núna veit Klopp að okkur vantar betri varnarmenn

  36. Flest hin toppliðin? Chelsea Já en Arsenal vann, City vann. United er á morgun og Tottenham.
    Hættum þessari meðvirkni að réttlæta okkar skitu með óförum annara. Þess vegna er Liverpool ekki lengur það sem klúbburinn eitt sinn var. Alltaf margir sætta sig við meðalmennsku. Nei það er aldrei gott að gera jafntefli við Watford

  37. Ég vil sakho aftur inn, kaupa VVD og einn hægri bakk. Vissulega svekkjandi að tapa tveimur stigum í dag á kolólöglegu marki. Það var smá haustbragur á þessu og menn munu stoppa í götin, það er alveg á hreinu! Höfum trú gott fólk.

  38. Ohh við vorum einungis 3mín frá því að þetta spjall væri skemmtilegt

  39. Jæja kæru vinir.

    Eftir að hafa ekki horft á leikinn í dag sökum vinnu ákvað ég að renna yfir samfélagsmiðlana og drekka í mig leikinn og umræðurnar þar. Það er skemmst frá því að segja að ég er svo miður mín eftir lesturinn að það liggur við að ég hætti að fylgjast með fótbolta og snúi mér að útsaumskeppnum.

    Fyrst las ég að Klopp og Couthino væru ósáttir og þeirra samband væri búið að vera á niðurleið síðast liðna 6 mánuði, það var haft eftir nánum vini Couthino. Svo las ég að Klopp væri mjög ósáttur við FSG og að hann hefði hætt sem þjálfari ef það væri ekki af virðingu fyrir LFC. FSG væru ekki að standa við sitt og að hann fengi engu ráðið.

    Svo las ég að mannvitsbrekkan Joe Barton teldi Klopp lélegan stjóra hann væri bara eins og klappstýra miðað við Gardiola og Mourhino….

    Svona hélt þetta áfram ….vörnin okkar ömurleg,sóknin fín,Can að fara,Keita að koma .

    Eftir þennan lestur er ég miður mín og er farin að halda að liðið mitt muni hreinlega falla um deild,þessi fíni stjóri sem við öll elskum ,hætti leikmennirnir hættia og bara Naby og Virgil munu vera í liðinu ásamt Sako. Einn leikur búin og allt í rúst , best að hætta bara strax og loka búllunni.

    Hver er sannleikurinn í öllu þessu? Veit það einhver?

    Jafntefli dagsins skrifast á Couthino sem með sölubeiðni sinni kom öllum í uppnám ekki bara stjóranum heldur líka leikmönnum og okkur….

    Nú þarf ég að finna símanúmerið hjá einhverjum sem veit eitthvað meira en allir (Guð) því ég hreinlega höndla ekki þessa óvissu.

    Þangað til næst…ef óvissan verður ekki búin að drepa mig eða ég farin að horfa á stóru útsaumskeppnina í Bristol.

    YNWA

  40. Dekkningin í fyrsta markinu (eftir hornspyrnu) var ömurleg. Gaurinn er með frían skalla 3 metra frá markinu. Hvað eru menn að pæla, Lovren sér hann en fylgir honum ekki, er svæðisdekkning eða er hann bara lélegur ? Henderson tekur við manninum en er ekkert að fylgjast með og Mignolet stendur eins og límdur á línunni og er ekki að fara verja skot, skalla eða snigil skríðandi yfir línuna.
    Ef svona lagast ekki þá er þetta náttúrulega bara borin von að fara gera eitthvað í þessu móti, burtséð hvort þetta er fyrsti leikur eða fimmtándi.
    Síðasta markið voru mistök og grís og klúður og slíkt gerist en ég meika ekki fyrsta markið. Ég ætla vona eftir leik að Klopp hafi hoppað á klofið á einhverjum og staðið þar í takkaskóm.

  41. afhverj eru Everton að kaupa Gylfa enn ekki Liverpool !!
    hver anskotinn er það vantaði okkur ekki nákvæmlega svona leikmann eða er keita eitthvað allt annað ?
    Sammála þeim sem eru ekki í góðu skapi eftir þennan leik enn ætla að sjá fyrst hvernig þessi
    leikur fer á þriðjudag áður enn ég missi mig í það að slátra liðinu mínu.

  42. Klopp hefur sagt við FSG áður en hann fór til Íslands á skíði:

    “Ég þarf að fá Salah, van Dijk og Keita og halda öllum mikilvægustu leikmönnum mínum og þá getum við keppt um titla”.

    Ég ætla ekki að kenna FSG um að hafa ekki náð í Keita, því ég held án gríns að Leipzig hefði ekki selt hann á 100m pund. Tökum hann bara næsta sumar fyrir 48m pund. Hann er bara 22 ára ef ég man rétt.

    En nú hefur FSG tæpar 3 vikur til að sanna fyrir stuðningsmönnum Liverpool að þeir vilji vera competitive á meðal bestu liða í heimi með því að klára van Dijk dealinn þótt það kosti 80m pund og segja við Coutinho:

    “Gaur sorry en við erum ekki að fara að selja þig í þessum glugga. Mótið er byrjað og þú ert amk 6 vikum of seinn með þessa beiðni. Skoðum þetta næsta sumar!”

    Ef FSG deliver’a ekki núna þá er alveg ljóst að þeir eru aldrei að fara að gera það!

  43. 43#

    Sammála, við verðum að fá styrkingu og aukna breidd. Það er alveg á hreinu!

    Er mikið að spá í að fara sjálfur yfir og sækja VVD. Er að verða geðveikur á þessari pattstöðu!

  44. How the fuck can this still be an issue.
    Gk a clown.
    Defence all over the place.
    Cant defend a set piece.
    Cant put in a tackle in midfield.
    Team was crying out for a keeper and commanding centre back and a defensive midfielder.

    Klopp needs to put hos coaching ego away and relise you cant polish a shite.
    Hes got 2 weeks to sort this mess out.

  45. Þetta var 100 leikur Klopp með Liverpool og í þeim höfum við fengið á okkur 85 mörk, en af þessum 85 mörkum eru 27 eftir föst leikatriði 27 mörk, það er algjörlega galið.

    Þetta er klárlega stærsta vandamálið og þetta verður að æfa miklu meira og laga.

  46. þessi leikur tapaðist á miðjunni, þessir þrír á miðjunni áttu ekki góðan dag og þegar það gerist þá tapar liðið stigum.

    okkur vantar vissulega miðvörð, en það hefði ekki hjálpað í dag, það sem vantaði í dag var miðjumaður, fyrirliðinn klikkaði, en sem betur fer gerist það ekki oft og litil hætta á að þetta endurtaki sig

    halda ró sinni…

  47. Eg er algerlega ósammála fólki sem segir (Jamie Carragher inkl) að VVD hefði ekki tryggt betri úrslit í þessum leik. Hann er leiðtogi og vinnur mikið framfyrir vörnina auk þess sem hann er hrikalega sterkur í loftinu. Núna vil ég að hann verði sóttur, helst í dag!!

  48. Ekki kom sigur í fyrsta leik en allt mótið er eftir. Stuðningsmenn Liverpool, eins og þið eflaust kallið ykkur, í almáttugs bænum verið meira uppbyggilegar heldur en þið hafið verið hér a.m.k. eftir leikinn. Svona neikvæðni spillir bara fyrir og gerir svosem ekkert annað en að lýsa viðkomandi. Vissulega var leikurinn ekki fullkominn og varnarleikurinn frekar dapur en ef ég treysti einhverjum til að fá menn til að bæta sig fyrir næsta leik þá er það Klopp. Áfram Liverpool.

  49. Nr 49, já ég leyfi mér að kalla mig stuðningsmann Liverpool.

    Þitt komment lýsir þér og við þig vil ég því segja, staddu upp, sæktu þér góðan kaffibolla. Sestu síðan makindalega í þinn besta stól og skvettu ákveðið úr bollanum yfir klofið á þér.

  50. OMG, hvernig væri að fara setja aldurstakmark á kop.is Ca 25-30 plús. Eða eru sumir stuðningsmenn LIV einfaldlega bara FÍFL.

  51. Ok, þetta hefði mátt vera betra. Að fá á sig 3 mörk á móti Watford er ömurlegt og það þarf að laga varnarleikinn en það var vitað. Ekkert búið að breytast þar í mönnun og hann var stórt vandamál allt síðasta ár.

    Sóknarleikurinn aftur á móti hélt áfram að heilla þannig það er amk eitthvað sem er í lagi. Nú þarf að leggja enn meira kapp á að fá VVD og ekki bara það heldur þarf að endurskoða vörnina sem heild og að mínu mati annað hvort að sættast við Sakho eða fá annan CB til viðbótar.

  52. Iss, jafntefli er fínt. Á enska deildin ekki að vera jöfn og skemmtileg? Að auki legg ég til að Liverpool bjóði 40 milljón og eina í Mezut Özil í stað Coutinho. Hann er 2x betri.

  53. Í seinasta glugga fengum við Mane og Wijnaldum inn í byrjunarliðið. Ekki mikil styrking á pappírum fyrir mót, en liðið mætti hins vegar gjörbreytt og öflugra til leiks eftir sumarið. Ekki bara útaf Mane, sem mörgum þótti ekki mikil styrking. Það var bara greinilegt að æfingar yfir sumarið höfðu skilað vel samstilltu og öflugra liði í fyrsta leik. Nota bene allavega í seinni hálfleik fyrsta leiks.

    Því leyfði maður sér að vona að æfingar þessa sumars hefðu líka styrkt liðið burtséð frá nýjum leikmönnum. Klopp hefur oft haldið ræður um að þetta snúist um það hvernig liðið verst saman, ekki einstaklingana í vörninni. Mér fannst því eðlilegt að hafa væntingar til þess að liðið kæmi sterkara sem heild útúr sumrinu.

    Klopp stillti upp okkar sterkasta mögulega byrjunarliði. Að undanskildum Salah og Arnold, sama liði og hefur spilað saman tugi leikja. Ég verð að viðurkenna að ég var svekktur með liðsheildina og mér fannst miðjan lýsa liðinu vel. Henderson, Can og Wijnaldum eiga að gjörþekkja hver annan. En það var alltof langt á milli þeirra og andstæðingurinn náði að herja alltof vel á þá í fyrri hálfleik. Þeir virtust heldur ekki tilbúnir í varnarvinnuna þegar Watford var með boltann, en allir klárir í að keyra útúr vörninni þegar við unnum hann. Svolítið eins og að fyrir leik hafi verið sett upp plan til þess að eiga við parkeraða rútu, og þeir ekki getað brugðist við þegar Watford skildi rútuna eftir úti á bílastæði.

    Auðvitað hafði Kúturinn áhrif á hugarfar og einbeitningu okkar manna. Annað væri ómennskt. Brottför hans hefur áhrif á hvern einasta leikmann. Wijnaldum og Can fara að telja væntanlega leiki sem þeir spila uppá nýtt. Firmino og Moreno að missa félaga bæði inni á vellinum sem utan hans. Góði kaflinn hjá Firmino í seinni hálfleik þeim mun mikilvægari.

    Svo má ekki gleyma því að þetta sama byrjunarlið er líklega að fara að spila mikilvæga leiki gegn Hoffenheim, mitt á milli heimaleikja gegn Crystal Palace og Arsenal. Skiptingar Klopp og uppleggið í lok leiks held ég að hafi verið til að spara krafta með næstu tvær vikur í huga.

  54. Er búinn að vera að skoða hornspyrnurnar aðeins sem gáfu mörk. Í fyrri spyrnunni erum við með 5 manns sem eru að valda svæði. Wijnaldum á nærstöng, Matip á nærsvæði, Firmino á miðvsæði, Lovren á fjærsvæði og TA-Arnold á fjærsvæði/fjærstöng. Að auki erum við með 5 menn sem eiga að dekka menn. Þegar spyrnan er tekin eru komnir 6 Watford leikmenn á hættusvæði og 3 af okkar dekkurum hafa dottið niður með þeim. Það þýðir að við erum með 8 leikmenn + markmann á hættusvæðinu en þeir með 6 leikmenn. Ætti að vera auðvelt og ekkert mark en ef staðan í teignum er skoðuð þegar spyrnan er tekin sést að einungis 3 af þessum 6 Watfard leikmönnum eru valdaðir á réttan hátt. 3 eru gjörsamlega lausir. Þetta er bara algjörlega galið og óafsakanlegt.

    Að auki vil ég velta upp spurningunni hvort það vanti ekki bara grimmari skallamenn í liðið. Firmino er einn af þremur mikilvægustu varnarmönnunum í þessari uppsetningu, hann er með miðsvæðið í svæðisvörninni. Boltinn kemur yfir Matip (sem fylgir manni of langt fram) og Firmino er ekki nærrum því nógu grimmur þar fyrir aftan. Er Can t.d. Can ekki grimmari skallamaður en Firmino? Þjóðverjinn, Stálið og allt það, er hann bara ekkert nema greiðslan og lookið? Segir kannski sitt að hann var lentur á eftir sínum manni áður en hornspyrnan var tekin. Segir líka sitt að (sóknar)Moreno var í rauninni sá eini sem dekkaði mann og kláraði hann almennilega í þessu dæmi.

    Þessa grimmd í skallabolta finnst mér líka vanta í síðasta markinu þar sem Wijnaldum er allt of passívur í að hreinsa boltann frá í fyrstu snertingunni. Þetta er eitthvað sem þarf að laga og það snöggt en hluti af því held ég að sé hugarfar og grimmd okkar leikmanna sbr. samantektin af dekkuninni að ofan. Þetta má bara ekki verða okkar Akkílesarhæll aftur í vetur, ég afber það ekki.

  55. Ekki veit ég hvað er í gangi hjá Liverpool F.C Er farin að efast um starfsaðferðir Klopp. Í lok Mai sagði hann að kaup fyrir næsta seson væri nanast klár,búið að eltast við Van dick í 2 og 1/2mánuð og ekkert gengur eltumst við Keita í 2 mánuði ekkert gengur heldur með hann.Maður spyr var ekkert plan B hjá Klopp?Síðan er það kúturinn því miður á útleið það mál ekki lengur í höndum Klopp.Og svo spyr maður sig með þessa vörn,okkar besti varnarmaður bara einn að chilla og fær ekki tækifæri hjá Hr Klopp gerði smá strákapör en comon timi til komin að Klopp fyrigefi Shako þetta.Eða er hann virkilega svona hrifin af Lovren og Matip.

  56. Insigne er spennandi kostur inn fyrir PC en er ekki viss um að hann sé nægilega sterkur líkamlega fyrir ensku deildina.

    Shelvey tognaði á heila áðan og lét reka sig útaf og leikur Newcastle hrundi fyrir vikið – sumt breytist ekkert þar á bæ.

    Er núna á því að VVD þarf að koma og nú þarf að setja inn tilboð á kallinn – helst í dag!!

  57. watford voru mun eira tilbúnir í baráttuna og átu alla lausa bolta í fyrri hálfleik. það dró svo af þeim fyrr en leikmönnum liverpool og þá jafnaðist leikurinn.
    satt er það að of mikið bil var milli varnar og miðju, vörnin fær oft litla vernd.
    3 mörk úr 4 skotum er of gömul saga.
    salah virkaði þreyttur en óþarfi að skipta um taktík þegar hann fór útaf, að leggast á bakið og reyna að sparka frá sér býður hættunni heim, enda var legið á okkur mönnum í lokin.
    annars margt jákvætt líka og hefðum við alveg geta verið búin að klára leikinn 5-3 með smá heppni

  58. Guð minn almáttugur hvað salah voru mikil mistök selja hann í janúar takk. Annars frábær leikur fyrir utan úrslitin.
    YNWA

  59. Mig grunar það nú sterklega að Jurgen Klopp verði ekki lengi hjá Liverpool ef FSG standa ekki við bakið á honum. Ef það koma ekki 2-3 sterkir leikmenn inn fyrir lokun gluggans þá er þetta bara búið og Klopp fer bara.
    Það sáu allir hversu hópurinn var þunnskipaður á síðasta tímabili og hvernig Klopp talaði í lok tímabilsins þar sem hann talaði um að leikmannakaupin væru langt kominn fyrir sumarið.
    FSG verða endanlega dæmdir þegar glugganum lokar það sem við sjáum hversu mikin metnað þeir eru að leggja í klúbbinn.

  60. Mér finnst enn vanta nagla inna miðjuna, frekar súrt að horfa á leikmenn andstæðingsins bara hlaupa í gegnum alla miðjuna eins og ekkert sé. Þurfum einn nagla á miðjuna frá liði eins og Atletico Madrid þar sem þeir kunna að tækla.

    Skil svo menn sem vilja halda kúlinu og skil líka þá sem eru orðnir svo reiðir að þeir sváfu líklega ekki síðustu nótt, en sýnið nú virðingu til annars stuðningsmanna. Vissulega svekkjandi byrjun, og lítið gerst í sumar (sem átti að vera okkar besti gluggi frá upphafi) en það hefur ekkert með aðra stuðningsmenn að gera, svo beinið fúkyrðum annað 😉

    Núna verða okkar menn svo að rifa sig í gang fyrir næsta leik, og þeir verða að gera betur!

    YNWA

  61. Kalt mat er að liðið sé í raun veikara en í fyrra ef PC fer. Meðan virðast allir keppinautarnir að vera að styrkja sig þó svo kannski að Tottenham sitji aðeins eftir. Finnst þetta ekki líta vel út.

  62. Rosalega er West Ham slakt lið – ná varla að setja saman 4 sendingar og engin ógnun.Hugsanlegir fall kandídatar jafnvel miðað við þessa frammistöðu.

  63. Við vorum óheppnir, þetta jöfnunarmark var ólöglegt og það munaði í raun engu að við hefðum tekið 3 stig frá erfiðum útivellí fyrsta leik. Anda inn og anda út. Það er nóg eftir.

    #63 varðandi West Ham, þegar maður sá Joe Hart tefja frá upphafsmínútu var nokkuð ljóst að þeir mættu þarna með eitt plan. Virkilega dapurt lið, hins vegar virðist Matic smellpassa þarna inn hjá United, get alveg viðurkennt að hann var rosalegur í þessum leik. United verður klárlega í toppö4 baráttunni í ár ef þeir spila einsog þeir gerðu áðan.

  64. Bar ekki einhver sem var að kalla eftir Hart. Skipun frá stjóra sem keppir á móti Hart skjóta vinstramegin hann getur ekki hopað til vinstri. En hvað með það.

    Ég vill fá 2 til 3 leikmenn fyrir lokun þessi hjá Nice í Frakklandi lítur nokkuð vél úd. Það vantar ein sem hangír fyrir framan vörnina og ver hana við höfum held ég ekki marga í því hlutverki . Varna mann sem er verið að bíða eftir í allt sumar

  65. hræddur við svörin sem Klopparinn gaf eftir leik…..held að hann hafi bara ekki hugmynd um hvernig á að laga þetta. og hvað þá að hann sjái ekki vandamálið. hefur ekki plan b og ætlar ekki að breyta neinu…. Manu og chelsea hafa verið að þétta vörn og salla til sína djúpum miðjumönnum. En við..bara litlum snöggum sóknarmönnum og það á að redda öllu. held bara að hann sé ekki með þetta…

  66. Andri #25
    Ég sá liðið mitt skíta upp á þak og missa unninn leik í jafntefli á móti WATFORD…

    Og hin sem eru með væntingavísitöluna á yfirsnúningi. Wake up and smell the coffee. Við erum kannski með flugbeittar byrjunarliðsframlínu en við erum langt á eftir þessum toppklúbbum þegar á heildina er litið.

  67. Þetta er tímabilið sem ég gef Klopp séns. Ég átti von á MIKLU meiru með hann þarna en hingað til hefur hann virkað á mig sem klappstýra og “já” maður sem eigendurnir stjórna eins og strengjabrúðu.

    Hann reynir að telja okkur trú um annað með því að segjast hafa nóg af pening til að eyða en svo gerist ekkert. ÞEGAR eitthvað gerist eru það mjög góð viðskipti en það gerist bara ekki nægilega oft. Afhverju ekki? “Not the right moment” er eitthvað sem ég botna ekki í og í lauslegri þýðingu myndi ég þýða það sem: “We are waiting for players we like to be out of contract so we can sign them for free and hope we can offer them as little as possible for wages”.

    Þetta sumardjók varðandi Keita/Dijk er ófyrirgefanlegt og þeir hafa haft allt sumarið í að finna aðra leikmenn……en “not the right moment” verið svarið. Það sem verður svo algjörlega punkturinn yfir i-ið er væntanleg sala á Coutinho til Barca. Ef mið er tekið af hversu lengi þeir eru að kaupa leikmenn þá teldi ég raunhæft að sjá LFC fá vel yfir £100m fyrir Coutinho (£150m minnst ef ég mætti ráða), sem myndi síðan liggja inn í banka næsta árið þangað til “right moment” dúkkaði upp.

    Þessi þvæla er ekki bara í boði eigenda Liverpool, heldur tekur Klopp ríkulega þátt í þessari sápu. Eins og staðan er í dag þá þarf Klopp að vera verulega góður þjálfari til að við endum í topp 4 þetta arið (og segi ég þetta með hryggð í hjarta þar sem ég vill vinna deildina en ekki vera bara með).

    Þetta verður mjöööög langt tímabil framundan nema þessar 2-3 vikur sem eftir eru af glugganum gefi okkur eins og 2-3 “right moments” á leikmannamarkaðnum.

    Mín spá með óbreyttan hóp: 6.sæti í besta falli

  68. Við þurfum 2 varnarsinaða miðjumenn öll bestu lið í heimi eru með varnarsinaðan miðjumann en liverpool eru ekki með 1 henderson er ekki góður í því hann vil vera framar can er ekki helldur liði vinnur ekki neit bestu tímar liverpool voru þegar alonso var og mascherano síðan höfum við ekki verið með þanni menn sém sópa ruslið og hjálpar vörninni vvd við þurfum þig og miðumenn sem sópar.

  69. Held að margir sjá ekki hversu slæm staðan er. Við erum 1 meiðslum frá hrunni og það skiptir engu máli hvar þessi meiðsli koma á vellinum nema vinstri bak lol…. Þessi klúbbur. FSG hafa prúttað sig í ónæði með VVD og keita. Þetta 200 milljóna warchest LOL drepið mig ekki. Ef eitthvað þá hafa þeir klúðrað kaupunum vísvitandi og segja síðan þeir reyndu… Það er bara komið mynstur. PC og Can hver svo næst… Verður klúbburinn mjólkaður aftur fyrir sölu? Treysti þessum könum ekki. En gæti verið verra

  70. Að gefnu tilefni langar mig að minna á að það er 1 leikur búinn. Fjöldi leikja í deild er 38 á tímabili.

    Það eru vissulega vonbrigði hvernig þessi leikur endaði, en varla svo mikil að hægt sé að líta svo á að himinn og jörð séu að farast. Einnig eru það vonbrigði að ekki hafi tekist að landa miðverði sem bætir byrjunarliðið. Vonbrigðin hjá mér eru þó ekki svo mikil að ég geti tengt við mörg af þessum skrifum að ofan.

    Látum ekki þessi úrslit eyðileggja daga fyrir okkur og höfum ekki áhyggjur af því viðbrögðum stuðningsmanna annarra liða.

  71. Virkilega góður pistill. Sammála öllu í honum og skemmtilega uppsettur, annað en varnarleikur okkar manna 🙂

  72. Klopp veit nakvæmlega hvada vandamal eru til stadar og hvad honum vantar til ad leysa thau…Hinsvegar eru ymis ljon i veginum….Ekki allir leikmenn a oskalistanum vilja spila med Liverpool…Einhverjir eru of dyrir eda vilja of ha laun….Svo er audvitad stora vandamalid sem eru Barca , Real , PSG ofl sem borga betur og bjoda upp a titla , betra loftslag og askrift af meistaradeildinni…Knattspyrnumenn i dag eru leigulidar….Money talks , bullshit walks.
    Mer fannst LFC spila nokkud vel gegn Watford en vørn og markmadur eru vandamal…

Liðið gegn Watford

Upphitun: Hoffenheim úti