Enski boltinn er farinn af stað og Liverpool er búið að spila tvo hörku leiki uppfulla af stórum atvikum. Félagsskiptaglugginn hjá Liverpool stefnir í svipað jákvæða átt og forstetatíð Donald Trump og það eru fullt af leikjum framundan á stuttum tíma. Það var nóg að ræða í þætti vikunnar.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Sveinn Waage.
MP3: Þáttur 159
Eitthvað vesen með að ná í þáttinn ?
Komið í lag.
Talandi um Benteke þá er hann orðaður við Everton núna sem kemur ekki á óvart enda búnir að ná í einn besta sendarmann deildarinnar í Gylfa Sig.
Það gæti orðið hættulegt combo og Everton væru þá búnir að verlsa fyrir tæpar 200 miljónir punda ef þeir taka Benteke.
Og hvað gera eigendur Liverpool, þeir fá Salah og kalla það gott. Þvílíkt metnaðarleysi í þessu félagi.
#fsgout
#3 hefðir þú viljað eitthvað af þessum leikmönnum sem Everton er að fá? Er hræddur um að einhverjir hefðu kallað það metnaðarleysi að kaupa þessa kóna. Minnugur þess sem var keypt þegar okkar menn fóru að kaupa arfaslaka menn í kippum hérna um árið til að halda breidd. Þá vil ég frekar gefa þessum ungu séns og bíða eftir þeim réttu og þeir eru ekki alveg að renna til okkar með kalda vatninu þessa dagana.
Ég er alls ekki að segja að ég hefði viljað þessa leikmenn, bara alls ekki.
En þeir eru búnir að styrkja sig og eru búnir að versla yfir 100 mp eins og staðan er í dag.
Okkar menn komast í meistaradeildina og fá Salah á undir 40 mp.
Það vita það allir að það vantar miðjumann og miðvörð. Jú jú það var reynt við Keita og VVD en hvað svo.
Klopp segir í viðtali að það sé ekki hægt að finna 5 betri miðverði í heiminum, hvaða grín er það.
Sammála Ásmundur. Þetta er algjört djók.
Sjáum United – Vilja Morata en það gekk ekki, búmm negla Lukaku sem er einn af betri sóknarmönnum PL. United vilja Pericic hjá Inter en hann kemur ekki, Matic nelgdur. Tveir menn sem bæta byrjunarliðið.
Er Klopp/FSG að segja að enginn miðvörður utan VVD sé betri en það sem við eigum í Lovren og Klavan? ? Eða enginn LB geti leyst af Moreno.
Þetta er eins ég sagði djók.
Everton fá Gylfa og Rooney. Gylfi er maður sem færi beint í byrjunarlið okkar. Rooney er winner og mun hjálpa Everton helling. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeirra kaupum. Eitthvað segir mér að ef við tökum ekki haus úr rassgatinu þá enda þeir fyrir ofan okkur.
Liverpool hvert stefnum við?
Veit það einhver.
Ekk gleyma að við erum að missa Continio og það er ekkert með viti að koma í staðin og hvað í andskotanum gera Liverpool þá.
hef mjög slæma tilfiningu fyrir þessu öllu og kæmi ekki á óvart ef að Klopp myndi hreinlega hætta sem þjálfari hjá okkur ef að hann fær ekki að ráða sínu liði og að hans bestu menn eru seldir.
Coutinho: Ég er tilbúinn til að fórna HM ef þú selur mig ekki!
Klopp: HM 2022?
Coutinho: …
Það væri glapræði að láta Couthino fara núna. Liðið er ekki að fara ná að fylla það skarð fyrr en í næsta sumarglugga. Þar af leiðandi er liðið alveg jafn vel sett með hann í varaliðinu og hjá Barcelona.
Tek undir að maður er að verða vonlítill að liðið verði styrkt eitthvað af ráði fyrir átökin í vetur. Maður spyr sig ef ekki var tækifærið nú, þá hvenær?
Það sem maður hefur mestar áhyggjur af er hvernig hópurinn höndlar komandi álag. Liðið spilar á háu tempói sem krefst mikillar orku. Hvað gerist ef liðið lendir í miklum meiðslum? Nóg er af meiðslapésum fyrir í þessum hóp. Getur liðið coverað t.d 3 mán. fjarveru Matip eða Firmino?
Ég er á því að liverpool séu að bíða eftir eitthverjum dílum en samt gerist ekki neit þetta er orðið mjög skrítið allt saman það er ekki neit plan B við þurfum að stirkja nögrar stöður á vellinum til að það sé hægt að takka okkur allvelega.
Ég ætla vera ósammála flestum. Ég vill að klúbburinn breyti um gír og kaupi einungis gæði. Ef þeir eru ekki á lausu so be it.. ánægður að það sé ekki verið að hlaupa á eftir einhverjum balotelli.
Barcelona er ekki liðið sem það var. Neymar farinn, Iniesta kominn með annan fót á bekkinn og vörnin búin að vera vandræði, og la masia hefur ekki skilað af sér í mörg ár, enda sést það á þjóðerni byrjunarliðsmanna í dag. Þeim væri nær að rækta sinn heimavið á nýjan leik og láta okkar mann í friði, en sýnist þó á öllu að hann hljóti að enda þar.
Ef coutinho fer og salah er kominn, þá horfir við að þessi gluggi er orðinn neikvæður fyrir mér.
Eina jákvæða við þá sölu finnst mér ef við myndum nota peninginn í að styrkja heildarmynd liðsins t.d. hryggsúluna með 2-3 sterkum kaupum, en tíminn er naumur. Þó má ekki gleyma að vir erum án Lallana sem mér finnst vera okkar besti miðjumaður og munar um minna þegar vinnsla hans er farin.
Hafandi horft á fyrstu 2 leikina velti ég því fyrir mér hvort pressu uppleggið er misjafnt eða annað sem ég held að sé líklegra, er að leikformið er alls ekki 100% í dag, svo ég býst við að við sjáum framfarir í næstu leikjum.
Tvennt að lokum sem ég vil koma frá mér, eru gömlu meiðsli Henderson sem gerðu hann að miðlungsleikmanni enn að plaga hann?
Og eftir að hafa horft á Salah fara illa með nokkur góð færi með hægri fæti sínum, þá langar mig mjög mikið að sjá salah og mane skipta um kannt… amk bara til að prufa.
Góðar stundir
Einhvers staðar las ég þetta í gær: Seljum Coutinho og frelsum Costa frá Chelsea.
Mané, Salah og Costa í framlínunni? Já takk.
Costa vill fara aftur til spánar og svo vil ég ekki sjá svona drullusokk eins og hann í Liverpool enda óheiðaregur og leiðinlegur leikmaður.
Helginn #12
Auðvitað vilja allir að það séu keypt gæði en ekki Balotellar
En það segir mér engin það að það séu ekki til betri leikmenn þarna úti en Lovren og Moreno sem spila vörn, eða að það séu ekki til betri miðjumenn en Hendo og Winjaldum.
Keita og Van Dijk eru ágætis leikmenn en það eru fleiri leikmenn til en þessir 2 en það eru engir aðrir en þessir 2 orðaðir við félagið.
Það er kannski bara spurning um að fara að leita af nýjum njósnurum fyrir félagið ef að þeir segja Klopp að Lovren og Matip séu á topp 5 yfir bestu miðverði í heiminum.
Ásmundur #16
Ok við vitum að það eru til betri Leikmenn Lovren og Moreno og líka Hendo og Winjaldum.
en þetta strandar allt á FSG apparatinu og það eru ENGIR góðir menn að koma til Liverpool á meðan að þeir eru við völd.
Sakho hlýtur að hafa sent dickpic á konuna hans Klopp. Jeminn eini hvað það væri hægt að nota hann núna þegar það er mjög dökkt ský yfir þessum leikmannaglugga
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn sem er alltaf skemmtun og líka gaman að heyra í nýjum spjöllurum þar. Ég deili áhyggjum manna í þessum þræði af hversu lítið virðist vera að gerast í leikmannamálum hjá LFC. Þessar áhyggjur eru alveg fyrir utan Coutinho málið sem er algerlega sér kapituli. Það sem er haft eftir Klopp uma styrk varnarinnar er auðvitað bull og það eina sem maður getur gert í því er að vona að þetta hafi bara verið trix í kauptíðinni.
Þó Matip og Loveren séu ágætir varnarmenn eru þeir langt frá því að vera í heimsklassa. Meira að segja Matip, sem flestum ef ekki öllum finnst vera betri en Lovren, er ansi langt frá því og þá geta menn svo metið hvar Lovren stendur. Næstur inn er líklega Klavan og svo Gomes sem eru varla meðalskussar eins og staðan er í dag. Kaup á alvöru varnartengilið eru líka mjög áríðandi. Annars bara góður.
Það er nú þannig
YNWA
Grzegorz Krychowiak
Sæl öll
Vantaði hluta af textanum!
Ég væri til í að Klopp athugi með Grzegorz Krychowiak hjá PSG. Spilaði 11 leiki á síðasta tímabili hjá PSG. Var keyptur eftir að hafa verið geggjaður hjá Sevilla í nokkur ár.
“Barcelona hefur boðið Liverpool 118 milljónir punda í brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho (25) hjá Liverpool. (Goal.com) ”
Selja hann og kaupa Riyad Mahrez af Leicester,
Yrdi ekki hissa ef Everton endadi fyrir ofan Liverpool a tøflunni i vor.
Held að það sé verið að taka orð Klopp úr samhengi, hann á ábyggilega við að það séu ekki til eða að það seu ekki raunhæfir kostir að fá betri varnarmenn en hann hefur nú. Annars finnst mér vanta meiri kónga í teiginn, mér finnst það vanta td í Mignolet og í varnarmennina. Þessi klaufagangur í vörn og hjá markverði er bara útaf þessu ( mín skoðun) það verður eh af þessum 3 að stíga upp og segja ég á þennan teig fyrr lagast þetta ekki.
Er þetta ekki eitthvað?
https://www.joe.co.uk/sport/liverpool-fans-excited-by-rumours-that-bundesliga-defender-is-heading-to-england-138417
“Höwedes is just the type of experienced centre-back that Klopp’s side are currently crying out for; a leader who will marshall and organise his teammates and bring some much needed composure to proceedings. Not only that but he can also fill in at left-back, where he played every minute of Germany’s seven games at the 2014 World Cup in Brazil.
The real clincher is that he’s slot in perfectly next to current Anfield incumbent Joël Matip, with whom he formed a watertight defensive partnership when the pair were at Schalke together. “
#22, þetta er grín hjá þér, kaldhæðni kemur ekki vel fram í commnetum.
Hef talsverðar áhyggjur af því að við séum ekki að fá inn sterkan miðjumann til að vernda vörnina. Ég hef ekki alveg sömu áhyggjur af miðvörðunum og menn vilja vera láta en hvorki Henderson (sem því miður er ekki að gera gott mót til að byrja með) eða Vinjaldum eru að hjálpa vörninni nógu mikið. Spurning hvort Milner sé ekki mun betri kostur beint fyrir framan Lovren og Matip. Við eigum talsvert af fínum leikmönnum og við verðum að treysta því að Klopp og co viti í það minnsta eitthvað hvað þeir eru að gera. Ég held að réttast væri að hleypa Coutinho frá liðinu.
ætlaði að enda þetta á það er enginn stærri en liðið og ef menn eru fúlir þá er annaðhvort að henda þeim upp í stúku eða selja hæstbjóðanda og fá einhverja sem eru tilbúnir til að fórna sér fyrir liðið.
Þetta Coutinho dæmi mun bara smita út frá sér okkar leikmenn verða að fara geta einbeitt sér að LFC.
LFC verða fara drullast til að átta sig á því að þeir eru á leið í CL og okkur vantar BREIDD í liðið og ekki bara það replacement líka í nokkrar stöður þetta er eitt stórt djók það sem er í gangi hjá klúbbnum.
verðum búnir fyrir jól ef það koma ekki fleiri inn í liðið.
Lallana kemur kanski í jólagjöf , Hendo verður orðinn meiddur ,Ings guð má vita hvenær hann verður leikfær , Coutinho mögulega farinn þurfum ekki að ræða Sturridge hann spilar 1 leik og er svo meiddur næsta mánuð/mánuði.
Ég efast stórlega um að bæði Lovren og Matip haldist heilir og maður meðar þetta samt við að hinir haldist nokkuð heilir þurfum við að ræða það meira hversu mikið LFC vantar breidd í þetta lið núna?
Liðið okkar var búið á því í janúar seinast ,meiðsli og fjarvera lykil leikmanna hafði vissulega stór áhrif en hvernig ætlar Klopp að tækla þetta núna með margfalt meira leikjaálagi þetta er mér ráðgáta.
Salah og Solanke er ekki nóg.
RH #29
Sammála öllu sem þú segir þetta plan hjá(sem er greinilega ekkert plan) er ekki að fara ganga.
http://www.mbl.is/sport/enski/2017/08/17/vidurkennir_ad_segja_ekki_satt_um_coutinho/
Dem it, það er sennilega allt í bulli hjá klúbbnum.
http://www.visir.is/g/2017170819193/gylfi-hjalpar-strax-everton-ad-komast-yfir-liverpool-a-thessum-lista-
athyglisvert
Keita er víst eitthvað að æfa einn þessa dagana en ekki með hópnum. #meirivitleysanþessigluggi
Ég veit ekki hvernig menn horfa á þetta, FSG hefur gefið grænt ljós á pening en mér finnst bara Jurgen Klopp þurfa að taka ábyrgðina á sig, menn voru æfir þegar innkaupanefndin var og þá hafi Brendan sloppið við ábyrgð meðan m.a pennar á síðunni sögðu það argasta kjaftæði og Brendan bæri ábyrgð á þessu, hvar er sú gagnrýni á Klopp? Hann er að skíta á sig 3 gluggann í röð með að styrkja liðið, það kostaði liðið 1,2 og 3.sæti í fyrra, nú er samkeppnin meiri.. mun það kosta hann 4.sætið þetta árið að vera ekki með plan B og þrjóskast við plan A?
FSG ber klárlega ábyrgð en sú ábyrgð er ekkert meiri síðan Klopp tók við en ábyrgðin sem hann þarf að taka.
Psg að lenda Mbappe? Of margir til þar? Einhver þarf að fara? Draxler til Liverpool?
Það hljóta að vera einhverjir sterkir menn til sölu hjá City og PSG. Þessi lið dæla inn leikmnönnum eins og enginn sé morgundagurinn.
Varðandi það að við eigum bara að kaupa einhverja menn því þeir hljóta að vera betri en Lovren og co. Eigum við að eyða 20 40 60 millum í einhveja menn sem eru aðeins betri en engin framtíð í. Held að Klopp sé að leita eftir mönnum sem hann trúir á og geta verið máttarstolpar hjá okkur næstu árin. Ef þetta tekur aðeins lengri tíma en við höfum þolinmæði fyrir so be it. Þessi gluggi er náttúrulega bara rugl.
Við erum búnir að versla ég veit ekki hvað marga miðlungsmenn undanfarin ár og það er bara komið gott af þeim rússíbana. Vil gefa Klopp 2 ár til viðbótar að byggja upp frábært lið með topp mönnum. Ef það kostar að við endum í 6 sæti í ár í staðin fyrir 4-5 þá verður bara að hafa það.
Thid sem allt vitid um LFC. Hefur Everton einhvern timan endad fyrir ofan Liverpool a sidustu 20 arum ?
Já fyrir nokkrum árum þá lenti Everton í umspili í meistaradeildinni en fengu erfiðan drátt og duttu út 🙂
Held að Liverpool hafi þá verið í 5 eða 6 sæti
Það skiptir engu andskotans máli hvaða týpur við fáum. Ef það eru einhverjir semi gamlir hundar sem eiga stutt eftir, þá getum við notað þá í einhvern tíma. Aldrei jafn gott og að fá unga og góða sem geta orðið “máttarstólpar”.
Ef við hinsvegar drullumst til þess að ná í unga og góða leikmenn, þá koma helvítis spanjólarisarnir (eða einhver andskotinn) og fokking ræna þeim. Pool þarf að breyta hugsunarganginum á leikmannamarkaðinum. Þetta moneyball bullshit virkar ekki. Maður getur spurt sig hvað í andskotanum það gefur í aðra hönd að fylla kisturnar af pundum ef enginn vill spila fyrir félagið nema í þeim tilgangi að nota það sem stökkpall til þess að komast í eitthvað stórlið…
Fokk hvað maður er orðinn morbid….
#37 og #38 Það var dásamlega vorið 2005, LFC í 5. en komust í CL sem CL meistarar. LFC unnu svo sinn riðil en Gylfi og félagar duttu út í umspilinu 😉
Gylfi er dýrasti leikmaður sem hefur verið keyptur til Liverpoolborgar en vonandi verður það lagfært fyrir 1.sept
Það er umhugsunarefni þegar að fjórða stærsta lið Liverpool borgar hefur dýrasta leikmann borgarinnar innan sinna raða.
#37 Liverpoolmenn eru fljótir að gleyma sem betur fer. everton voru fyrir ofan okkur 2012 og 2013
Draxler til Liverpool, já takk. Mikil bæting að fá hann
#39 Liverpool er stæðsta stórliðið, vandamálið er hvað margir eru hættir að hugsa þannig.
Liverpool var alltaf áfangastaður en þessi hugsun hefuf gert það að stoppustöð, þessu þarf að breyta. Leikmenn eiga að keppast um að fara fra barca til Liverpool.
Vangaveltur mínar hérna fyrir ofan með Draxler virðast eiga sér eitthvað til taks. Hann er orðinn líklegastur samkvæmt veðbönkum að fara til Liverpool. PSG virðist samt vera með einhver mixed skilaboð hvort hann sé fáanlegur eða ekki, en það er talað rétt svo um 32 milljóna verðpakka. Fari svo að Coutinho fari, sem er orðið ansi líklegt, þá verðum við að fara á eftir Draxler!
Dúddi…ertu með heimildina? Við fyrsta gúggl virðist Draxler til Liverpool aðallega vera klikkbeita? Netmiðlar eru í algjöru rugli enda flókin staða. Hvert fer Demebele ef hann fer? Hvert fer Mbappe ef hann fer o.s.frv.
En ef þetta á sér einhverja stoð í raunveruleikanum tæki ég persónulega Draxler framyfir Couthino. Sá hann leiða þýska landsliðið til sigurs í Confederation sl vor og hann gerði þar stórkostlega hluti. Skil raunar ekki afhverju Barca fer ekki á eftir Draxler frekar en Couthino? Barca vantar tilfinnanlega hraða og Draxler er fljótur, skapandi og meiri Neymar týpa en Couthino.
Tek þessu með grammi af salti en ef Draxler er fáanlegur fyrir 35 m og Couthino er seldur á 100 m er það rán um hábjartan dag.
http://m.fotbolti.net/news/18-08-2017/barcelona-segist-vera-i-vidraedum-um-coutinho-og-dembele
Barcelona segjast i viðræðum við Liverpool
#47 Nei las þetta með verðmiðann á einhverri misgóðri síðu en ég tékkaði á bettings hjá sky sports og sá þar að hann er “líklegastur” að fara til Liverpool. En hann er alveg eins líklegur til að vera áfram hjá PSG..
http://www.empireofthekop.com/2017/08/18/amazing-daniel-agger-story-emerges-prove-dane-is-complete-lfc-legend/
Já öruvísit brást Agger við sömu aðstæðum og PC geriri núna og var þó Agger kominn út í kuldann hjá Rodgers þegar Barcelona bauð honum fimm ára samning.
Ég veit að það eru einhverjir dagar eftir af glugganum og maður vonar svo innilega að það sé eitthvað masterplan í gangi sem skilar okkur tveimur topp mönnum áður en hann lokar en maður er orðinn svo hrikalega svartsýnn að eitthvað muni gerast. Markaðurinn er nátturlega orðinn sturlaður og hann verður ekkert minna sturlaður síðustu dagana fyrir lokun. Nú er Tottenham að kaupa hafsent á 40 millj. punda og fyrir eru þeir með tvo af bestu hafsentum deildarinnar. Auk þess sem þeir eru með Eric Dier til að bakka þá upp. Mér finnst þessi þrjóska með Keita og van Dijk jaðra við einhver þráhyggju. Þetta er ekkert öðruvísi en þegar maður var á djamminu í gamla daga, ef að fyrsti séns klikkaði að þá tók maður þann næsta. Maður væri ennþá hreinn sveinn ef maður hefði tekið Klopparann á þetta!
Liverpool neita þriðja tilboði Barcelona upp á £114 milljónir. 🙂
Sæl og blessuð.
Dýr væri Hafliði allur og allt það – en ég held þetta snúist hvorki um fingur né fót heldur rauðþrútið og sært stolt okkar gamla stórveldis.
Nú er það bara spurning hversu hátt verð fæst fyrir kinnroðann. Ef 120 mills tilboð berst … er þá ekki hægt að fara að kyngja kökknum og horfa í kringum sig. Vel mætti nappa tveimur efnilegum úrvalsdrengjum, hafsent og afturliggjandi miðjumanni, einhvers staðar þarna úti í boltakosmósinu.
Sjálfur færi maður nú að brosa í gegnum tárin ef vörnin færi að halda hreinu og blessuð miðjan færi nú að stjórna leikjum af myndarskap!
Nú þarf strákurinn að fara átta sig á því strax í dag að hann er EKKI á leið til Barcelona í þessum glugga. búið að bjóða stjarnfræðilega upphæð í hann , hann er virkilega góður samt ekki svona góður en ógeðslega gaman að sjá Barca engjast um þeir eru klárlega ekki sáttir við það að það skuli ganga svona illa að klófesta leikmenn sem þeir eru með í sigtinu.
FSG á hrós skilið bjóst ekki við þesu verð bara viðurkenna það hélt þeir myndu taka þennan typical dans og svo liggja undir Barca og selja fljótlega.
En ekki í þetta sinn djufull líkar mér þetta , fari svo að Barca bjóði aftur hvað verður það þá komið upp í þetta er bilun.
Það endar með því að upphæðin verður orðin það há að það verður erfitt að hafna því en peningarnir eru auðvitað ekki allt það þarf að geta fengið leikmann/menn í staðinn sem covera Coutinho.
Held samt að ef okkar menn myndu ná í Van Djik og mögulega eitthvern annan á háu leveli þá myndu menn vera sæmilega sáttir með sitt þó að kúturinn væri farin að knúsa Messi.
Eftir hvernig hann hefur komið fram við klúbbinn þá hefur álit mitt á honum minkað all svakalega.
Mér finnst vera svo mikill tvískinnungur á þessari síðu. Menn hrópa húrra fyrir því að FSG ætli ekki að selja Coutinho sama hvaða verð verði boðið.Samt ætlast menn til þess að Southampton selji okkur VVD.
Væri ekki prudent að fara fram með fordæmi og selja PC fyrir 120 MP? Kannski myndi það losa um stöðuna hjá SH. (Kannski ekki?)
Eins og flestir Brassar æsist Coutinho upp þegar styttist í HM og vill fara til liðs sem nánast garanterar veru í brasilíska landsliðinu.
Er 100% viss um að hann snarlagist í bakinu og spili á fullu farti með Liverpool um leið og glugginn rennur út. Hann er ekki að fara neitt.
Gott podcast. Takk fyrir mig.
Djöfull er ég ánægður með hvað klúbburinn stendur í lappirnar gagnvart Kútnum.
Þriðja tilboðinu hafnað samstundis. Veit ekki alveg í hvaða draumaheimi menn eru í hér á þessari ágætis spjallsíðu sem halda því fram að það eigi bara að selja hann og nota peningana til að kaupa sterka leikmenn. Hvar eigum við að fá þessa leikmenn og hvaða klúbbur vill selja sína lykilmenn núna þegar leiktímabilið víðast hvar í Evrópu er hafið eða í þann mund að hefjast?
Ef þetta tilboð í Kútinn hefði komi í júní þá hefðu hlutirnir hins vegar litið allt öðruvísi út.
Seljum hann á þessar 120+. Styrkjum liðið með peningunum. Við breytumst ekki í selling club þó við förum þessa leið frekar enn Barcelone selur einn af sýnum bestu mönnum. Ég held að kúturinn sé bara ekki það sterkur andlega að geta einbeitt sér að LFC eins og Suarez gerði eftir að hann var sannfærður um eitt ár í viðbót. Ekkert er mikilvægara enn liðsheildin og ég er hræddur um að þetta veiki samtöðuna innan liðsins. Við getum ekki keppt við þessi stóru lið um laun og CL fótbolta.