Liðið gegn Crystal Palace

Góðan dag og gleðilega hátíð. Fyrsti heimaleikur tímabilsins og völlurinn sjaldan ef nokkurn tímann litið betur út.
Svona stillir Klopp liðinu upp í dag:

Mignolet

Gomez – Matip – Klavan – Robertson

Milner – Henderson – Wijnaldum

Mané – Sturridge – Firmino

Bekkur: Karius, Lovren, Flanagan, Can, Salah, Solanke, Origi.

Klopp gerir fjölmargar breytingar en mesta athygli vekur að hinn ungi Trent Alexander og Moreno eru ekki í hóp. Rómur um smávegis meiðsli hjá þeim báðum.

Það þarf vart að fjölyrða um mikilvægi þessa leiks, sérstaklega eftir leikinn gegn Watford. Eftir leikinn mun okkur annaðhvort líða eins og glasið sé hálffullt eða hálftómt. Fjögur stig og útisigur gegn Hoffenheim eftir fyrstu þrjá leikina og glasið væri hálffullt.
Fyrir leikinn gegn Hoffenheim biðlaði Daníel til liðsins að gefa Siobhan Chamberlain, markverði Liverpool Ladies, sigur í afmælisgjöf. Það virkaði svo vel að við gerum það aftur nema að nú á Einar Matthías, sem allir lesendur Kop.is þekkja, afmæli og við treystum okkar mönnum til sigurs. Koma svo!!!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og athugasemdir hér að neðan.


74 Comments

  1. Þetta lið kemur ekkert lítið á óvart.

    Vona að þeir komi mér á óvart.

  2. Ég sé 5 breytingar þar af 3 í vörninni og það þykir mér mikið bara Matip eftir.

  3. Við verðum víst að sætta okkur við að Manchester liðin muni berjast um titilinn og við hin liðin keppum um 2 sæti í Wenger bikarnum.

  4. Kanski fullsnemmt að afskrifa öll lið frá titlinum eftir 2 leiki hjá utd þó þeir séu að vinna 4-0 eru ekki búnir að vera neitt sérstaklega sannfærandi en eftir 2-0 þá hættu swansea bara.

  5. Skrítið að Can sé sá miðjumaður sem sest á bekkinn miðað við frammistöður síðustu leikja og hvað þarf Grujic að gera til að fá leik til að sanna sig.
    Gaman að sjá Sturridge aftur í byrjunarliðinu. Ætla að breyta spánni minni. Lovren étur Benteke áfram, Salah skorar áfram 2 og Sturridge setur 2 líka.

    Kv,
    Bjartsýni gaurinn

  6. Klavan og robertson i vörn, er þetta búið áður en það byrjar.
    Vona að eg fái sokk upp i mig en þetta er engin breitt hjá okkur.
    Vona að við náum 3 stig. Og að Bendteke verði ekki i stuði, óttast hann hrikalega, klavan a ekki séns i hann.
    YNWA

  7. Guð minn góður, klavan ?? Af hverju erum við ekki búnir að losa okkur við hann og styrkja vörnina ? Það er allavega pottþétt að við höldum ekki hreinu í þessum leik. Það eru til fleiri góðir varnarmenn en þessi Dijk.

  8. í öllum heiminum getur liverpool ekki drullast til að kaupa einhvern 1 miðvörð þó hann sé úr pepsi deildinni maður myndi allavegna sjá einhvað nytt og ferskt í vörninni ekki sömu hringavitleysuna trekk í trekk… Annars ætla ég að spá þessu 2-1 fyrir okkur firmino með bæði KOMA SVO

  9. Er vænlegt til árangurs að breyta stærstum hluta varnarinnar á milli leikja??!!

  10. Getur Sturridge troðið sokk uppí alla skorað nokkur mörk og ekki meiðst þá væri það mjög gott.

  11. Talað um hnjask á TAA og Moreno , Lovren var lélegur seinast mér þykir þessi uppstilling bara ekkert skrítin eftir það. En og aftur sést hvað við erum samt með yndislega breidd menn byrjaðir að meiðast eftir 1 leik.

  12. Úff… okkur vantar meiri breidd og gæði! Hvað er svona erfitt að skilja það hjá okkar stjórnendum?

    Vinnum þennan leik samt, verðum að gera það.
    YNWA!

  13. #8 Úff. Grátkórinn byrjaður áður en flautað er til leiks. Gefið Robertson einn alvöruleik áður en það er búið að slá hann af.

  14. Sturridge í framlínunni gerir mig alltaf óttasleginn. Er alltaf hræddari um að hann endist ekki hálfleikinn heldur en að hann muni ekki skora.

  15. Bara neita að trúa að það eigi að fara inn í meistaradeildartímabil með þennan hóp og eitt af stóru nöfnunum hundóánægt í þokkabót!!!

  16. Þvílík kaup hjá Utd í Lukaku. Líkamlegur styrkur þessa liðs er rosalegur eða eins og einhver vél.

  17. Klavan? Kemur þá hugsanlega fram nauðsyn þess að kaupa nýjan miðvörð fyrir 1. sept

  18. Hjörleifur #6, þú hefðir væntalega talið það stórkostlegan sigur ef Liverpool hefði unnið Swansea 4-0?

  19. Með Lallana meiddan strax í langan tíma þá verður að kaupa miðjumann. Hvað er að frétta.

  20. #djonnson auðvitað er þetta stórkostlegur sigur hjá utd en að afskrifa öll önnur lið ??

  21. #26 get nú ekki ímyndað mér að einhver sé að afskrifa eitthvað 19 ágúst, menn horfa bara á mannskapinn hjá liðunum og verða dálítið vonlitlir þá

  22. Frábær sending hjá Robertsson, hvernig gat Matip ekki skorað þarna.

  23. Ég var að svara númer 4 Yngvi þar sem hann skrifar að það verði bara að sætta sig við að Manchester liðin muni berjast um titilinn

  24. Leiðinlegt að sjá Firmino á kantinum, er ekki næstum því jafn góður þar.

  25. #15. Mr.Maggi, lestu nu a milli línanna hjá mer. Grattkórinn??? Hef bara áhyggjur og vona að þær séu rangar hjá mer.

  26. Klavan Robertsson og Gomes í vörn. Þetta slagar alveg í 20 millu vörn. Hvað getur klikkað.

    Annars finnst mér vanta allan takt í liðið, sennilega það lélegast hingað til.

  27. Bæði lið í dökkum búningum… Ekki gott fyrir stream á sólríkum degi

  28. Finnst vanta allan takt í liðið og engin ákveðni. En vornin er ekkert vandamál eins og er. Og ég sá að einn hérna að ofan var undrandi á að Can fór á bekkinn en þeir á viasat í Svíþjóð toludu einmitt um föstu leikatriðin og aðallega hornin og voru að greina þau og Can er sá spilari sem oftast gleymir sér í dekkningu.

  29. #34 Kannski ódýr vörn, en hefur ekki litið verr út en vörnin í fyrstu tvem leikjunum. Sammála með taktinn, held það sé miðjan, lítil hreyfing og of mikið á feilsendingum.

  30. Robertson er frábært vopn í sóknina með svona sendingum.
    annars tek ég umdir að liðið er taktlaust fremmst á vellinum vonandi lagast það

  31. Robertson gæti verið með 2 stoddara núna ef menn væru að nýta þessi færi. Hann er með flottar sendingar í teiginn þessi strákur.

  32. Hr Robertsson er nú bara að standa sig vel sem af er með eitraða bolta inn í teig

  33. En afhverju er aldrei neinn mættur á nærstöng þegar Robertson kemur með sendinguna

  34. Robertson fínn eftir fyrri hálfleikinn,en restin þarna fram á við eru bara úti á túni – vonandi breyting á því í seinni.

  35. Loksins þegar vörnin er að standa sig þá getur sóknin ekkert. Firmino búinn að vera hrein hörmung

  36. Palace þéttir til baka, en alls ekki eitthvað sem okkar menn eiga ekki að ráða við. Robertson með flottar fyrirgjafir. Hlakka til að sjá Salah koma inná í seinni hálfleik.

  37. Þetta er svipað og maður átti von á. Liverpool að sækja og Palace að verjast mjög aftarlega.
    Það hefur verið ágætur leikur hjá liverpool. Vörnin nokkuð en Millner er greinilega tekinn við af Lucas í að gefa ódýrar aukaspyrnur fyrir utan teig og eru það föst leikatriði sem hræða mann mest eins og alltaf.
    Matip fékk dauðafæri , Mane fékk fínt færi og Firminho með eitt dúndurskot sem var varið.
    Robertson með frábærar fyrirgjafir er það sem er ánægjulegast í þessu en það hefur annar lítið reynt á hann varnarlega.
    Gomez hefur verið sá leikmaður sem hefur verið í smá basli með að senda boltan en annars flestir á pari þótt að maður tók ekki eftir Mane fyrstu 15 mín en hann hefur aðeins verið að gera meira undir lokinn.

    Það vantar klárlega skapandi miðjumann(Coutinho/Lallana) og spurning um að setja Firminho í það hlutverk og láta Salah inná fyrir Millner og reyna að keyra á þetta.

  38. Ég hef ekki séð varnarlínu Liverpool svona sterka í langan tíma. Ragnar Klavan, Joe Gomes og Andy Robertson hafa verið að leika vel og liðið í heild sinni að verast vel.Það sem verra er að Liverpool er bitlausara sóknarlega en áður og hefur ekki skapað sér mikið af færum þó það hafi verið meira með boltann. En við erum með nóg af vopnum á bekknum sem við getum sent inn á.

  39. Varnarlínan er sterk en það reynir EKKERT á hana. Palace mættir í eitt stig. Auðvitað líta menn vel gegn 1-10-0-0 uppstillingu
    En geldir erum við framá við og þegar við fengum aukaspyrnuna sem Sturridge klúðraði hefði maður viljað eiga einn Gylfa Sig á vellinum.
    FSG og Klopp hafa skamman tíma til stefnu – þurfum 2-3 leikmenn.

  40. Það sem mer finnst vanta í miðjuna er að menn gefi kost á sér. Það er eins og Wijnaldum sé feiminn við að gefa kost á sér og Hendo alltof mikið í því að bakka svo aftarlega til að fá boltann að hann er hliðiná miðvörðunum þegar hann fær boltann. Maður tekur sérstaklega eftr þessu þegar að Firmino og Sturridge eru komnir til baka til þess að reyna að fá boltann í gegnum miðjuna. Vonandi að Klopp leysi þetta í hálfleik, samt þreytt að maður voni alltaf að Klopp finni lausnir í hálfleik, liðið þarf að mæta til leiks í fyrri hálfleik líka.

    En jæja, nóg komið af tuði, tími til að njóta seinni hálfleiksins 🙂 KOMA SVO!!

  41. Mikið svakalega er þetta dapur leikur og virðist draugurinn eftir Evrópu leiki vera vel á lífi

  42. Jæja hvernig væri ad gefa Henderson i KR. ömurlega slakur og endalaust ad reyna mjog erfidar sendingar sem engin getur nàd.. ömurlega lèlegar akvardanir.. Èg vill nýjan fyrirlida og ekki sja Henderson i lidinu..

  43. nú ætti að reyna á varnarleikin 🙂

    en fengum mark eftir baráttu!!!

  44. Auðvitað þegar Salah og Solanke komu inná gjörbreytist leikurinn flott mark¨!

  45. Sáttur með Mané að halda áfram hlaupinu og klára færið finnst alltof mikið hik á mönnum fyrir framan markið

  46. Frábært að sjá crystal palace taka stutt horn þegar öll lið skora úr hornum á móti okkur

  47. Hvílík kaup í þessum Robertson! Bakvörður af gamla breska skólanum með frábærar fyrirgjafir.

  48. Frábært að vinna eftir Evrópu leik en ég hef enga trú á Frank de boer ef hann ætlar að reyna að spila svona fótbolta með palace þá verður hann ekki langlífur

  49. 3 stig og vörnin frábær og migs eins og klettur í því sem hann þurfti að höndla virkilega ánægður með Robertson og Matip

  50. Óheppnir aðskora ekki 2-3 í viðbót en gríðarlega mikilvægt að halda hreinu.

  51. Frábær sigur. Verðskuldaður. Vörnin var frábær og ég man bara eftir tveimur alvöru færum sem Palace fékk.

    Sóknarlega er liðið ekki að sýna neinar rósir en þannig er það einmitt oft í byrjun tímabils hjá góðum liðum. Mane átti þó rispur. Firmino hefur oft verið betri og Sturridge sást varla í leiknum. Mér fanst sóknarleikurinn hressast upp þegar Salah kom inn á.

  52. 3 punktar

    Hreint lak

    Robertson fav atm. Stefnir í góð en jafnframt mikilvæg kaup. Óheppinn að skora ekki.

    Innkoma varamanna góð en sýnir hversu mikilvægt er að byrja með þá inná. Ég vil Salah og Solanke inná í s11 í næsta leik. Gæti jafnvel orðið gaman að hafa Sturridge og Solanke saman uppá topp

  53. IngiSig (67): Þetta er þriðji leikurinn okkar á viku, 5 byrjunarliðsmenn hvíldir v. evrópuleiksins í komandi viku. 1-0 gefur nákvæmlega jafn mörg stig og 18-0. Hvernig væri bara að skoða heildarmyndina og segja HELL YEAH! vel gert strákar og góð þrjú stig. 🙂

  54. Til hamingju Liverpool og til hamingju herra Klopp, það er með hreinum ólíkindum að við skulum almennt vinna fótboltaleiki eins og leikmennirnir eru lélegir ef eitthvað er að marka grátkórinn sem keppist hér á síðunni við að höggva mann og annan. Þetta lið okkar á eftir að eiga flott tímabili ig gott ef ekki vinna dollu eða dollur á færibandi.

Upphitun: Crystal Palace í fyrsta heimaleik tímabilsins.

Liverpool 1-0 Crystal Palace