Podcast – Meistaradeildin getur tekið gleði sína

Ef að þið eruð að taka þættina upp á kasettu þurfið þið líklega tvær að þessu sinni. Þátturinn í dag fór í framlengingu enda meira en nóg að frétta í þessari rosalega skemmtilegu viku. Ekki nóg með það þá verðum við aftur með podcast á fimmtudaginn og stefnum að hafa það live frá síðasta klukkutíma félagssiptagluggans.

Á dagskrá:
Naby Keita kominn
Lemar, VVD og fleiri í pípunum
Vesen á Coutinho, partur 4.
Hoffenheim og Arsenal
Já og sitthvað fleira.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hreimur Örn.

MP3: Þáttur 161


33 Comments

  1. Veisla! Byrjaður að hlusta. Varðandi heimilir, þá er goggunarröðin ca svona:

    #1 Miðlar Liverpool FC
    #2 James Pierce (Echo), Melissa Reddy (Goal), Paul Joyce (Times); þetta eru í raun málpípur félagsins, hafa góðan aðgang
    #3 Sky, BBC; samt ekki með sama aðgang og #2, langt í frá
    #4 Rest, stór hluti af slúðurpökkunum sem íslenskir miðlar eru að pikka upp kemur úr því botnfalli. Það er alveg eins hægt að hringja í Siggu Kling og að velta sér upp úr þessum tier

  2. Sammála með að Keita businessinn sé hrikalega klókur. Næsta sumar hefði þetta endað með blóðugu bidding war sem hefði þess vegna getað kostað 2x meira eins og markaðurinn hefur verið að þróast. RBL fá auka tímabil út úr honum og við losnum við svakalegan slag. Risa, risa move.

    Þá að Emre Can. Gaurinn er geggjaður og ég hef lengi verið á þeirri skoðun. Er búinn að fylgjast með honum lengi, m.a. í U21 liði Þjóðverja. Ég er alls ekki viss um að hann skrifi undir en ef hann gerir það og við fáum VVD, erum við í _hrikalega_ góðum málum, jafnvel þótt Kúturinn fari. Can er með svo hátt ceiling að hann gæti orðið einn besti miðjumaður Evrópu innan 1-2 ára.

    Jürgen Klopp er sannarlega að búa til lið og ég hlakka mikið til að sjá hvernig honum tekst til. Spennandi tímar.

  3. Ox Chamberlain búinn að hafna Chelsea og vill fara til Liverpool…ekki slæmt

  4. Og Benz bílarnir og flight trackerinn, herregud! Flashback frá komu Klopp! Sá þetta allt á reddit og RAWK. Ekki mikil afköst á meðan. 🙂

    Eitt besta grillið á twitter og RAWK í dag var einmitt FSG = F5G.

  5. Skemmtilegt Podcast!

    Punktar sem mér fannst bestir:

    – Nota Suarez sem SKIPTIMINT fyrir Coutinho!
    – Á hveru slæmum stað var liðið ef einhver var að biðja fyrir Moreno í byrjunarliðinu?
    Alls ekki það að mér finnist Hreimur vitleysingur, yfirleitt sammála honum.

    Hvenær fáum við þátt þar sem Maggi og Steini eru bara tveir?

    Hlakka til að heyra í ykkur á deadline day!

  6. Nr. 7

    Finnst við sjá ágætlega núna afhverju einhverjir (ég þar á meðal) vildu Moreno inn mikið frekar en Milner, sérstaklega eftir áramót. Vörnin lak helling með Milner líka og liðið er miklu beinskeittara og hraðara framávið með Moreno (og væntanlega Robertson).

    Þið félagarnir getið svo fengið Magga og Steina tvo saman til að vekja ykkur (með látum) í kop.is ferð 🙂

  7. Frábært að liðið okkar er komið í þá stöðu að leikmenn frá Arsenal vilja fara frá þeim til okkar og segja NEI við Chelsea.

    Klopp áhrfin klárlega í gangi.

  8. Pólska varnartröllið hjá PSG Krystowiak (close enough) á leið til WBA, T.Pulis kallinn að sýna að hann er enginn F.DeBoer þegar kemur að því að stjórna fótboltaliðum.

  9. Einar #8

    Hahaha þeir ættu nú ekki að vera í vandræðum með það, yrðu kannski ósammála um hvernig skuli hátta þeirri vakningu!

  10. Var að sjá á Twitter að Barcelona eru byrjaðir að spurjast fyrir um Lemar.. og samkvæmt tístinu til að þrýsta á Liverpool varðandi kút. Djöfull þarf að stoppa þennan skítaklúbb sem Barcelona er !

  11. Uxinn keyptur og við hættum þá við Lemar, eða hvað?? Hvað um van Dijk?

    Þessi spennan fer að verða óbærileg!

  12. Má vel vera að mér skjátlist, held samt ekki, að Lemar og VvD komi, Oxdale sé ekki inni í mydini nema rétt á yfirborðinu, eiginlega just in case. Með þá 2 fyrrnefndu erum við í flottum málum, svo Keita næsta sumar, og við í enn flottari málum. Óttist eigi, því Klopp er meðal vors:)
    YNWA

  13. trúi ekki að nokkur maður sé það heimskur að fara að borga 40 milljónir punda fyrir oxlade.. Hann er með 1 ár á samning ætlar ekki að skrifa undir og fer frítt næsta sumar. Þvílíka vitleysan sem það yrði að fara að borga þennan pening fyrir ofur hæpaðan squad player

  14. Þetta með að Sakho sé besti varnarmaður í heimi stenst ekki skoðun. Ef svo er afhverju seldi PSG hann og afhverju eru ekki Barcelona og Real á eftir honum eða einhver önnur stórlið á Bretlandi fyrst hann er til sölu núna ? Svarið er augljóst. Svo er fáranlegt að benda á að hann hafi verið franskur Landsliðsmaður þar sem Lovren og Matip væru líklega í franska landsliðinu líka ef þeir væru frakkar.

  15. Já svefnormur #15

    Klopp hefur verið einmitt að klikka á öllum kaupum og kaupa inn ónothæfa ofmetna leikmenn, er það ekki ?
    Ef að Klopp telur að hann hafi not fyrir Oxlade þá held ég að það sé bara nokkuð nærri lagi,

  16. Er ekki bara best að selja Kúturinn fari. Hann er að skeppa fyrir Klúbbnum!!!!!!!!!

  17. Er ekki nokkuð ljóst að coutinho er að fara fyrst Klopp er eingöngu að kaupa miðjumenn ? Kannski er Can einnig á útleið ?

  18. Oxlade Chamberlain er flottur leikmaður, getur spilað á báðum köntunum, á miðri miðjunni og í hægri bakverðinum.
    Nautsterkur og snöggur og ætti að henta fótboltanum hans Klopp fullkomnlega.

  19. Coutinho fer ekkert á ár hann fer næsta sumar og Keita kemur inn ! djöfullin hafi það ef hann fer á síðustu metrunum þá verð ég allvega kolbrjálaður.

  20. Það verður mjög spennandi að sjá muninn á Ox undir stjórn Klopp vs. Wenger. Og það er mjög jákvætt að hann hafi valið Liverpool framyfir Chelsea og Arsenal.

    Hræðslan er að þetta verði síðustu kaup Liverpool þetta sumarið.

    Áfram Klopp og Áfram Liverpool!

  21. Er ég einn um að finnast það stórfyndið ef þetta er satt með Oxlade Chamberlain og þann orðróm sem er í gangi ? Við látum ekki duga að jarða þá á Anfield 4-0, heldur rænum við byrjunarliðsmanni frá þeim og mögulega einu af þeirra helsta skotmarki í sumar og það líður ekki einu sinni einn leikur á milli þess að þetta gerist.

  22. Sælir félagar

    Takk fyrir stórskemmtilegt podcast og ánægjulegt hvað M og Ss leggja sig fram við að vera ósammála þrátt fyrir að vera yfirleitt algerlega sammála.

    Hvað það nýjasta varðar, innkoma Uxans, þá er ég sáttur við það. Ég hefi alltaf haft álit á þessum leikmanni en fundist Wenger ekki ná því út úr honum sem hann á inni. Ég er ekki í nokkrum vafa að Klopp mun uppfæra Uxann um amk. 2 gæðaflokka ef ekki 3. Nú bíð ég bara með öndina í hálsinum eftir VvD sem mér finnst mest áríðandi núna að nálgast. Lemar væri gott en VvD er það sem mestu máli skiptir nú um stundir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Í staðinn fyrir Lemar, væri þá ekki bara best að steinrota Arsenal og bjóða 70 millur í Alexis Sanchez.

  24. Ef þetta þýðir að Lemar kemur ekki eru þetta hræðilegar fréttir. Annars ágætar…

  25. Ef satt er að Uxinn sé að hafna Chelsea fyrir Liverpool og sé þar að auki að koma til Liverpool á lægri launum en honum var boðið hjá Arsenal þá er ekki annað hægt en að vera sáttur við hugarfarið hjá honum.

  26. #29 já taka bæði frá Chelsea og Cyti þeirra skotmörk ! vá hvað það væri gaman.

Uppfært: Keita kominn (Staðfest) – Þriðja tilboð í Lemar

Chamberlain á leiðinni