Podcast – Plan A eða ekkert!

Klopp ætlar ekki að tjalda til einar nætur svo mikið er víst. Liverpool tryggði sér Naby Keita undir lok þessa glugga í stað þess að kaupa einhvern sambærilegan strax sem ekki hentar jafn vel. Mögulega er Virgil van Dijk hugsaður eins? Ekki kom Thomas Lemar eins og vonir stóðu til eftir gærkvöldið og því hægt að tala um smá vonbrigði í þessum glugga.

Sumarglugginn hjá Liverpool var til umræðu í þessum þætti sem tekin var upp í beinni frá síðustu klukkustund gluggans. Eins spáðum við aðeins í leikmannakaupum annarra enskra liða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 162

50 Comments

  1. Hér er ágæt sería af tístum frá Melissu Reddy:

    LFC unbeaten in five games (four wins) in 15 days sans Adam Lallana, Phil Coutinho and Nathaniel Clyne.

    And without them, #LFC’s subs in 4-0 win v AFC: Ward, Klavan, TAA, Grujic, Milner, Solanke, Sturridge. Robbo, Mignolet not in squad. + Ings

    LFC broke their record spend twice (Keita, Salah) + matched it (AOC). Wanted to do so again for Lemar + Van Dijk, but met obstructive clubs

    So, while it may not have been a total knockout, it definitely isn’t the catastrophe made out by some on here. Balance.

    JK: “It’s really important in life that you value what you get – you think, we did good in this, were best in this, need to work on this”

    Risky of #LFC not to bring in a pedigreed centre-back now. Thin in an area that has evidence of injuries and needed an injection of quality.

    Andy Robertson a good addition and #LFC now have varied options in the full-back positions.

    Some top business has been done, but it wasn’t everything the club wanted to achieve. Have any of their rivals had a perfect window though?

    Mögulega hefði verið hægt að ná Lemar með virkilega harðri atlögu, en VVD var greinilega ekki í boði. Þar sem bakvarðastöðurnar líta mun betur út nú en í vor má líta á Can, Gomez og jafnvel Milner sem miðverði til þrautavara.

  2. Ó já, þessi stóri klúbbur getur jú alltaf stólað á sjálfan Ragnar Klavan. ekkert smá nafn það, eða þannig. Við Herr Jurgen Klopp lítum sko ekki sömu gleraugum á varnarleik. Sókn er besta vörnin er greinilega stóra málið hjá Klopp, en mér finnst góð vörn vera betri vörn.

  3. Og 10jan búinn að setjann!

    Hann er bara góður sko 🙂

    Hann mun svo halda áfram að setjann hjá LFC er ekki á vafa nè afa um það sko 😀

    AVANTI LIVERPOOL

  4. Hápunktur podcastsins var sennilega ótti Magga um að Sahko myndi klúðra læknisskoðuninni með prumpu-blöðru ? Og boð Arsenal í rapparann Kendrick Lamar ?

  5. Hræðilegur gluggi og við bara með Lovren í miðverði :/ Hljótum að þurfa einhvern betri póst í miðvarðastöðuna fyrst við gátum aðeins spilað okkur inn í topp 4 í MJÖG erfiðri deild á seinustu leiktíð með hann í miðri vörninni, gegnum umspil í CL og slátrað Arsenal án þess að fá á okkur mark. Þessi maður hlýtur að vera úr smjöri.

  6. Búinn að vera á ferðalagi í alla nótt og því haft um fátt annað að hugsa en blessaðan gluggann.

    Við fengum inn Salah – tilbúinn mann í byrjunarlið og samt með “room for improvement” sem Klopp mun klárlega gera.. Bæta hann enn frekar!

    Solanke er síðan þessi klassísku Liverpool kaup, gríðarlegt potential og verður oft á bekknum í vetur

    Róbertsson – virkaði mjög flottur í leiknum sem hann spilaði og klárlega engin Konchesky kaup

    Ox – að mínu mati frábær kaup sem eru væntanlega hugsuð sem arftaki Milner sem sterkur leikmaður sem getur spilað margar stöður. Margir tala um fá mörk og að honum hafi farið aftur að undanförnu en ég sé bara leikmann sem passar Klopp fullkomlega og getur bara orðið betri!! Enskur á þessum aldri og með gríðarlega möguleika á að verða betri.. Engin Carroll kaup hér

    En þá komum við að “ekki kaupunum”

    Er einhver hér sem kvartar yfir því að það hafi ekki verið plan B sem hefði verið ánægður með Johnny Evans í staðinn fyrir VVD? Nokkuð viss um að fleiri hefðu öskrað metnaðarleysi ef það hefði orðið raunin.

    Ég ætla ekkert að ræða þá sem hafa bætt sig og hægt að líta á sem New signings.. Það er búið að fara vandlega yfir það áður – en ég segi Klopp veit hvað hann er að gera og hann virðist vita mjög vel hvað hann vill ekki!! Það er kannski það sem hefur vantað hjá okkur í langan tíma.

    Hlakka til tímabilsins og treysti á Klopp

    Skál frá Dusseldorf

  7. komment við færslu #1, það er ekkert nýtt að Liverpool vinni stóru liðin,(leikur liðsins gegn Arsenal var ekkert minna en stórkostlegur), hefur gerst reglulega í gegnum tíðina en svo koma leikir gegn minni spámönnum sem ganga ekki eins vel en vonandi er búið að drepa og grafa þá grýlu.

    komment við færslu#5, Egill, það hljóta að vera til fleiri miðverðir en VVD og J. Evans!!!

    Fyrir mér er þessi gluggi mikil vonbrigði, átti von á að liðið yrði styrkt verulega eftir að meistaradeildarsætið var tryggt og ég hef töluverðar áhyggjur af breidd hópsins, sérstaklega varnarlega, farandi inn í erfitt meistaradeildartímabil en ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér og þetta gangi mjög vel með þessum mannskap.

  8. Ég heyrði söguna um VD svona. Chelsea, Arsenal og Liverpool fengu leyfi til að tala við VD. Síðan lekur það í pressuna að VD hafi sagt að hann vilji bara fara LFC. Þessu er lekið að einhverjum frá LFC og þar með var ekki lengur samkeppni og “bidding war”. Þetta hafi gert það að verkum að þeir vilja ekki selja til okkar.

  9. Samkvæmt slúðrinu í dag þá samþykkti Monaco tilboð Arsenal í Lemar – þetta var reyndar vitað í gær það sem var samt ekki vitað er að Monaco samþykkti líka tilboð Liverpool í lemar sem var 85 m pund en þetta gerðist of seint.
    Þegar Lemar fékk að vita af þessu þá var hann á leiðinni uppá völl að spila fyrir Frakkland og því engin tíma fyrir liðinn að klára. Svo að hann sagðist ætla að vera áfram hjá Monaco.

    s.s eftir að stórt tilboð hjá Arsenal var samþykkt þá bauð Liverpool líka aðeins lægra og það var samþykkt en leikmaðurinn hafði ekki tíma til að klára þetta.

    Janúar verður fróðlegur hjá okkar mönnum og tel ég að Liverpool munu þá koma með annað tilboð í VVD og Lemar.

    p.s annað slúður var að Man City/Arsenal reyndu að fá VVD en liverpool hafði lofað Southampton að gera ekki annað tilboð í þessum glugga eftir ásakanirnar og sendu frá sér afsökunarbeiðni með. VVD vill bara fara til Liverpool og því ætla þeir að bjóða í næsta glugga.

  10. Sæl og blessuð.

    Finnst þetta alveg með ólíkindum. Þessar líka fjárhæðir í spilinu … og menn eru að hundskast þetta og dóla fram á síðustu stundu. Gátu þeir ekki gert þetta deginum áður??? Hefði verið gaman að hafa kauða í liðinu í kjölfar þessa glugga. Nú er bara að mæta í hvítum jakkafötum með skínandi bros í sínu skemmtilegasta formi og sjá hvort þeir gefa okkur hann ekki í síðbúna jólagjöf.

    Það er einmitt þegar meiðslin eru farin að gera vart við sig og riðlakeppnin er að baki í CL. Flott að fá þessa hæfileika inn í liðið þá.

  11. Ég held að við verðum að treysta Klopp í þessu. Það má ekki gleyma því að Klavan, sem hér er oft gagnrýndur, var keyptur sem ódýr varaskeifa með reynslu. Að fá gæða leikmenn sem eru sáttir við slíkt er eflaust ekki auðvelt. Ef markmiðið er að fá VVD sama hvað. Hlýtur að vera góð ástæða fyrir því og hún hlýtur að ná útfyrir þennan glugga. Jafnvel alla leið fram á nýtt ár. Þá væri vont ef plan B núna, gerði það að verkum að við værum ekki í stöðu til að borga 70 milljónir punda fyrir varnarmanninn sem við viljum.

    Mig grunar að við séum einfaldlega að kynnast því í fyrsta skipti í langan tíma hvernig það gengur fyrir sig að byggja upp lið sem getur náð þeim árangri sem við ætlumst til af félaginu. Ef þú ætlar að verða bestur, getur þú ekki sætt þig við það næstbesta.

  12. Menn tala bara eins og þetta sé eins og að kaupa sér bíl, hvernig felgur viltu? Viltu vetrardekk með? Er til diesel ?

    ég get svona rétt ímyndað mér að sjaldan hafi veiðr unnir fleiri yfirvinnutímar á skrifstofu LFC og þennan mánuðinn.

    Ég held að við getum varla ímyndað okkur hvað þetta er flókið og mikið hark að standa í þessu og tala nú ekki um þegar verðbólgan á markaðnum mælist sú sama og í Zimbabwe.

    Ég ætla að trúa því að allt hafi verið reynt til þess að gera réttu kaupin en stundum ganga hlutirnir bara ekki upp! Spyrjið bara Barcelona!!! Þegar þeir ná ekki markmiðum sínum en samt búnir að selja fyrir metfé þá segir það okkur tvennt….
    1 Markaðurinn er ómögulegur í ár
    2. FSG eru töffarar!!!

  13. Sammála #10

    Einnig þá finnst mér bæði Klopp og FSG hafa sýnt metnað og innsýn inn í langtíma strategíu félagsins sem mun vonandi skila okkur aftur á toppinn innan mjög fárra ára….

  14. finnst alltaf jafn kjánalegt þegar menn tala um plan a og það sé ekkert plan b.
    þegar klopp setur upp plan a, er bara 1 eða 2 leikmenn i þvi plani ?

    maðurinn hlýtur að vera með lista yfir leikmenn sem hann telur að styrki liðið og ef nr 1 er ekki fáanlegur, þá hlýtur hann að snúa sér að nr 2 og ef nr 2 klikkar, þá er það nr 3 !

    eða eru bara 2 leikmenn i heiminum sem geta styrkt liðið okkar ? þá myndi eg allaveganna halda að við værum með það gott lið að við ættum ekki að geta gert jafntefli við lélegt watford lið

  15. Plan B er klárlega að kaupa miðvörð í janúar, sennilega Van Dijk. Þeir hafa nóg að þeirra mati til að ná fram í janúar. Frekar risky business en maður heyrði engar fréttir að þeir hafi verið að reyna við neinn.

  16. Ég held að þetta sé einungis merki um aukin metnað meðal okkar Liverpool-áhangenda að það sé gremja undirliggjandi um að hafa ekki náð að landa Van Dijk og svo Lemar sem poppaði óvænt upp í umræðunni eftir að kaupin á Keita voru staðfest á sunnudaginn.

    Fyrir mitt leyti þá voru gerð góð kaup í þessum glugga, ég man að síðast þegar ég var spenntur fyrir glugganum var comeback-tímabil Liverpool 2013 þegar við náðum öðru sæti í deildinni og komumst í CL aftur og hvað Rodgers myndi gera í þeim glugga til að styrkja klúbbinn fyrir þau átök. Það var sannarlega vonbrigðis-gluggi og við flugum útúr meistaradeildinni þá með stæl.

    Glugginn núna var mun betri og sýnir að menn eru á réttri leið. Við náðum okkur í hraðskreiðan Egypta og breskan Uxa sem vildi frekar koma til Liverpool heldur en til ríkjandi Englandsmeistara. Ég fyrir mitt leyti hlakka hrikalega mikið til þessa tímabils og enn frekar hlakkar mig til að ná nokkrum kílóum af mér svo ég passi almennilega í Liverpool-treyjuna mína.

    YNWA!

  17. Í þessum glugga var keyptur sá leikmaður sem ég vildi og óskaði okkur heitast, Naby Keta. Hann að vísu lánaður aftur í eitt ár sem hluti af kaupunum en ég hef ofurtrú á þessum leikmanni. Hvernig það kom til að hann var keyptur sá enginn fyrir og kannski eitthvað sem ensku félögin taka upp í framhaldinu og minnka þannig þensluna á markaðnum í sjálfum glugganum.
    Eftir á að hyggja er þetta nokkuð góður gluggi fyrir okkur að mínu viti þó mikill vilji oft meira.

    Næsta æfing… næsti leikur.
    YNWA

  18. Það tok Klopp 3 ár er það ekki rétt hjá mér að byggja upp Dortmundarliðið.
    Svo urðu þeir meistarar tvö ár í röð. Unnu bikarkeppnina einu sinni og komust í úrslit í meistaradeildinni.
    Þegar Klopp kom til Liverpool sagði hann að aðdáendur Liverpool yrðu að syna þolinmæði.
    Það tæki tíma að byggja upp sigurlið og líka að byggja upp trú bæði meðal leikmanna og aðdáenda að Liverpool gæti orðið stórveldi á ný og orðið englandsmeistarar.
    Og er ekki trúin að koma.
    Það er eins og allir leikmenn vilji koma til Liverpool,( Couthinho skil eg bara ekki þo hann sé brassi)
    Liðið spilar skemmtilegasta fótbolta sem eg hef séð síðan Brasilia 1982.
    Anfield er orðinn einn flottasti völlurinn í knattspyrnuheiminum , verið að sameina æfingasvæðið akademíunnar og Melwood.
    Mer finnst mjög ósanngjarnt þegar menn eru sð halda því fram að FSG séu vonlausir eigendur sem tími ekki að eyða neinum peningum.
    Þeir hafa sett hellings pening í klúbbinn bæði í uppbyggingu innviða og leikmenn.
    Og þeir réðu Klopp. Besti stjóri Liverpool síðan Dalglish var í fyrra skiptið.
    Það hafa verið gleðistundir hjá Liverpool síðustu 30 árin en ekki eins margar og martraðartilvik. Arsenal 1989, Hvítu jakkafötin 1996, Ac Milan 2007, Roy Houghton, næstum gjaldþrota og fl.
    En eins og segir í YNWA að eftir storminn og myrkrið birtir til .
    Og það er sð gerast hjá Liverpool núna.
    Van Dijk og vonandi Lemar líka koma í janúar, Keita næsta sumar , ungu strákarnir Trent Alexander og Gomes verða að mönnum með aukinni reynslu, nædta keppnistimabil verður Klopp kominn með meistaralið.
    Og eg tilbúinn að bíða þangað til.

  19. Það er eins og sumir aðdáendurnir hérna hafi verið að vakna úr einhverju dái frá 1987. Liverpool hefur ekki verið að vinna titla, var illa rekið í langan tíma, og með ör þjálfaraskipti í 10+ ár. Síðasta ár, byrjun þessa tímabils, og sérstaklega þessi félagaskiptagluggi hafa sýnt að liðið er að koma aftur og við munum geta átt góða laugardaga framundan.

    Að halda Coutinho, að leikmenn skuli hafna að fara til toppliða af því þeir vilja fara til LFC, að vera einu rangstöðumarki frá fullkominni byrjun, að cera í UCL, og vera að spila skemmtilegasta fótbolta stórliðs í heiminum. Hvað í #$%&/ vilja menn meira? Brjálaðir af því að við fengum ekki Messi frá Barca og Ronaldo líka..?

    Liðið núna er nóg fram í janúar. Þá má fastlega búast við að við getum keypt hafsent, ef það þarf. Varnarvesenið er að miklu leyti leyst á miðjunni, og hún hefur verið styrkt, sem og bakverðirnir. Geta tuðararnir farið að horfa á leikina núna?

  20. Ég veit ekkert hvort einhver ykkar er búinn að tala um þetta áður nenni ekki að lesa allt, enn LFC er að fara spila frá 9.9.2017 til og með 1.10. 2017. 7 leiki og ef það á ekki einhver eftir að hellast úr lestinni á þessum tíma þá er búið að gefa þeim öllum lýsi og eitthvað með því svo mikið er víst. Bikarleikur þarna sem við gerum eitthvað lítið úr og notum varalið enn ekki í hina 6 ? þetta verður eitthvað.

  21. #17 Eitt sem ég er ekki 100% sammála getum ekki sagt strax að Klopp sé flottari stjóri Liverpool en Rafa Benitez hann hélt okkur i top 4 öll árin sín nema eitt challangeaði titilinn bjó til gott lið og vann FA cup og Meistaradeildina. Annars fullkomnlega sammála

  22. Þessi gluggi var bara þokkalegur að mínu mati. Byrjum á þessu neikvæða. Við erum mjög þunnskipaðir í miðri vörninni og bara einum meiðslum frá því að þurfa að spila Klavan. Það er ekki möguleiki að Matip og Lovren haldist heilir fram í janúar. Við munum lenda í vandræðum þarna án nokkurs vafa og það er mjög slæmt að fara inn í tímabilið með þá tilfinningu að það verði tóm vandræði í varnarleik liðsins. Hinsvegar virðist vera mun meiri breidd í bakvarðastöðunum báðum.

    Miðjan hefur batnað með því að fá Oxelade inn í staðinn fyrir Lucas. Ég held að það búi miklu meira í Oxelade en tölfræði og frammistaða með Arsenal hafa sýnt að undanförnu. Það kæmi mér ekkert á óvart að sjá hann eiga flott tímabil með LFC. Við höldum okkar mönnum að öðru leyti og undir stjórn Klopp ættu þeir allir að verða betri. Þá er sérstaklega gaman að sjá hvernig Can mætir til leiks og vonandi verður nú gengið frá samningi við hann sem fyrst. Hann getur bara farið til Ítalíu í sumarfríinu sínu, óþarfi að vinna þar líka. Svo er Milner líklega kominn aftur í hóp miðjumanna að mestu leyti.

    Fram á við er búið að bæta við byrjunarliðsmanni í Salah ásamt efnilegum Solanke sem er strax þriðji kostur á toppinn. Hann mun fá fullt af leikjum í vetur. Firmino, Mane, Salah, Sturridge og Solanke er flottur hópur í fremstu víglínu.

    Þá má ekki gleyma að við verðum að telja það með sem árangur í þessum glugga að hafa haldið Coutinho. (ekki nema eitthvað klikkað gerist í dag). Hann mun sætta sig við orðinn hlut og spila eins og maður enda HM ár framundan og eins verður hann að halda Barca áhugasömum með almennilegri spilamennsku. Framundan er svo flutningur Keita til LFC á sama tíma og Coutinho heldur eflaust á braut.

    Þetta er því alls ekki svo slæmur gluggi og ég held að kaup á VVD hefði sett hann upp í 9-10 í einkunn hjá okkur flestum. Ég held að janúar líði ekki án tíðinda og kæmi ekkert á óvart að sjá kaup á miðverði þá, vonandi VVD fyrst að hann er maðurinn sem Klopp vill fá.

    Ég lít þannig á að það að Salah sé líklega eina styrkingin á byrjunarliðinu en önnur kaup ofan á kjarnann sem fyrir var geri það að verkum að 18 manna hópurinn sé töluvert sterkari en í fyrra. Það mun skipta miklu máli þegar líður á tímabilið enda má búast við miklu álagi þar sem Liverpool mun fara langt í öllum keppnum.

  23. Maður var spenntur fyrir lemar en coutinho er miklu betri, gott að þessi gluggi sé að loka, biðst við að sjá coutinho á móti city

  24. Þessi gluggi er alveg ásættanlegur. Come on, VvD og Lemar til viðbótar, samtals hátt í 150-200 millur punda, ekki það að ég hafi neitt á móti því, en vesenið og svo tímasetningin á Lemar var ekki góð. Á hinn bóginn má auðveldlega Klopp-líta, hann er að fá til sín menn á besta aldri, og framtíðin boy o boy, ef við sjáum ekki Englands og Meistaradeildarmeisara næstu 2 árin þá verð ég pisst:) er reyndar með það kristaltært að svo verði.
    YNWA

  25. Við förum inn í tímabilið með frábæra sókn en vörn sem fer létt með að núlla hana út þegar henni hentar.

  26. Sælir félagar

    Þessi gluggi hefu sína kosti og sína galla. Salah og Ox eru mjög góð kaup, Solanke er happafengur og Robertson lítur mjög vel út. TAA er upprennandi stjarna og sóknin er mjög vel mönnuð. Hvað vantar þá? Af hverju eru ekki allir í sjöunda himni. Jú svarið er einfalt. Það sem hefur verið okkar helsti höfuðverkur undanfarin misseri er miðja varnarinnar og þar vantar greinilega styrkingu. VvD var eini kostur Klopp í þá stöðu.

    Ef við gefum kaupum sumarsins einkunn þá gæti hún verið svona (til gamans).

    Miðja varnar: 0
    Bakverðir: 8 þar sem Robertsons er að mínu mati mikil uppfærsla
    Miðja : með tilkomu AOC (Keita telur ekki fyrr en á næsta tímabili)
    Sókn: 10 með tilkomu Salah

    Þetta gerir þá 26/4 = 6,5

    Þetta tel ég vera nokkuð nærri lagi um gluggann þó maður fari ekki að gera svona reikningskúnstir eins og ég er að búa til þarna. Það er líka hægt að taka liðið sem heild og gefa pörtum þess einkunn samkvæmt því sem hver og einn metur þá parta.

    Mitt mat er til dæmis:
    Markvarsla 80% (ef til vill getur Karíus komið þessu í 9-10 ef hann e jafn efnilegur og Klopp virðist telja en með Minjo sem aðalmarkvörð og þá varamarkverði sem til staðar eru er 8 líklega góð einkunn.

    Vörn: 75% Lovren er veikleiki í vörninni og Matip er ekki afburða miðvörður þó hann sé sá besti sem við höfum. Bakverðirnir eru ekki ennþá af öflugustu gerð en efniviðurinn þar er góður. Það er jafnvel hugsanlegt að við verðum með bakverði þegar kemur fram á tímabilið sem gefa þeim bestu lítið eftir.

    Miðja: 95% – þar skiptir koma Ox miklu máli og það að Coutinho skuli (að líkindum) verða áfram

    Sókn: 100% því sókn Liverpool, með tilkomu Salah og Ox sem hugsanlegan varamann þar á báðum köntum!?! er líklega sú hættulegasta í ensku deildinni og þótt víðar væri leitað.

    Þetta er þá 350/4sem er þá 87,5% lið miðað við hið fullkomna knattspyrnulið Það er held ég helvíti gott byrjunarlið sem vantar ekki nema 12,5% uppá að vera hið fullkomna byrjunarlið. Svona er nú hægt að skemmta sér við ýmislegt og þessi niðurstaða er bara helvíti góð miðað við 6.5 í gluggaeinkunn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Oxlade-Chamberlain: “We’re in good form going into the Man City game after beating Arsenal 4-0 last week.”

    Til hamingju þú vannst internetið 🙂

  28. #27,

    Þetta er reyndar ekki legit quote, umræður í gangi á /r/liverpoolfc um að banna linka á @AnfieldHQ fyrir þetta. En spaugilegt er það samt. 🙂

  29. Er meiðslapùkinn frá Arsenal allt í einu orðinn frabær kaup?og svo sá ég commet um að Ragnar K sé bara fìnn leikmaður!En já menn hafa sínar skoðanir.

  30. #28 Ég veit að þetta er ekki alvöru quote en fyndið er það 😉

    Annars var Robertson að skora geðveikt mark fyrir Skotland gegn Litháen og hefur liverpool leikmaður ekki skorað fyrir Skotland síðan að Daglish gerði það 1984.

  31. With and without you…

    Hef verið að velta því fyrir mér hvort Coutinho hægi aðeins á leik okkar, sitji aðeins á boltanum. En ekki það að tölfræðin segji alla söguna.

    Mörk skoruð, mörk fengin á sig, stig

    Liverpool with Coutinho 1.9 1.2 54.3% 1.9
    Liverpool without Coutinho 2.2 1.4 53.3% 1.8

    Áhugavert. Kannski er enginn ómissandi. Við erum semsagt að skora fleiri mörk án Coutinho, fáum aðeins meira á okkur, og svipað vinningshlutfall.

  32. Sama hvað hver segjir, sókn er besta vörnin(LFC-Arsenal). Það eru margar yfirlýsingar, en gerum eitt, allir sem einn, sjáum MC-LFC dæmum svo, þar kemur yfirlýsing um hvað sé í vændum. Ætla einnig að hafa þá trú, að Klopp sé búin að sjá leik gegn rútunum hjá minni liðunum:)
    YNWA

  33. er Chamberlain bara allt i einu orðinn góður leikmaður ? hann kom til okkar afþvi að hann vildi spila á miðjunni, eina sem chamberlain hefur er kraftur og hraði, þannig að eina staðan sem hann nýtist í er á kantinum.
    leikskilningur uppá 1,5 og hann er eins langt frá þvi að vera einhver leikmaður sem er að dreifa spilinu.
    plús það að þetta er ein meiðslahrúga, skil bara ekki að menn séu í skýjunum yfir þessum kaupum og það fyrir 35m, þetta er engin styrking á liðinu, stækkar bara hópinn

  34. ” eina sem chamberlain hefur er kraftur og hraði, þannig að eina staðan sem hann nýtist í er á kantinum.leikskilningur uppá 1,5 og hann er eins langt frá þvi að vera einhver leikmaður sem er að dreifa spilinu.”

    Jón Björn. Mikið er nú gott að þú sért svona flínkur að lesa leikmenn. Þú vinnur væntanlega við þetta dags daglega, jafnvel fyrir stóran klúbb á meginlandinu. Annað en auminginn hann Klopp sem veit ekki svart frá hvítu, góða leikmenn frá lélegum osfr

    Alltaf gaman af sófasérfræðingum úr Grafarvogi sem vinna á sendibíl og hafa aldrei spilað fótbolta ; ) (tek það fram að ég er með leikskilning uppá 2 og hef aldrei spilað fótbolta )

  35. Ótengt félagaskiptaglugganum, þá er áhugavert að Liverpool skuli núna eiga fyrirliða bæði U21 og aðalliðs Englendinga, þ.e. Joe Gomez og Jordan Henderson (a.m.k. tímabundið).

    En já, félagaskiptaglugginn. Fólk er sammála um það að styrking í miðvarðarstöðunni hafi verið eitt mikilvægasta málið. VVD var aðalskotmark Klopp, og fyrst það gekk ekki eftir að landa honum í þessum glugga, þá verður bara reynt aftur í næsta.

    Það má færa rök fyrir því að fyrst þessi styrking var svona mikilvæg, og fyrst VVD var aðalskotmark Klopp, þá hefðu menn átt að vanda sig mun betur í þessu ferli. Bara þessi einu mistök koma í veg fyrir að glugginn fái fyrstu einkunn, og líklega aðra einkunn sömuleiðis.

    Önnur leikmannakaup eru hins vegar alveg líkleg til að vera success til lengri tíma litið. Salah er strax farinn að skila sínu í sóknarleiknum, Robertson lítur vel út, Solanke er efnilegur, og fyrirfram myndi maður telja að Chamberlain sé ágætur upp á breiddina. Gefum honum nú samt smá tíma til að settlast. Keita málið fór svo líklega eins vel og aðstæður leyfðu.

    Menn eins og Kent og Origi fara svo út á lán sem er vonandi bara jákvætt, þ.e. að því gefnu að þeir fái að spila. Sakho er svo seldur sem er jákvætt, því ekki var Klopp að fara að nota hann. Hvað verður um Markovic er svo algjör ráðgáta, maður hefði haldið að það væri öllum í hag að koma honum eitthvað annað, því Klopp virðist ekki ætla að nota hann heldur.

    Semsagt, ekki alslæmur gluggi, en vonandi læra menn af þessu VVD máli.

  36. Mér dettur oft í hug, þegar ég les komment hérna, freki ríki krakkinn sem fær Mustang í afmælisgjöf en missir sig í frekjukasti yfir því að bíllinn er blár en ekki rauður.

  37. Búið að slá út af borðinu öllum tilboðum frá Barcelona þannig að þið sem eruð búnir að vera grenja getið sent vælubílinn heim.

  38. Þegar talað er um engin boð hafi borist í VVD, þá sé ég fyrir mér þessa senu:
    Liverpool senda boð á Southampton og spyrjast fyrir um möguleikann á að fá leikmanninn. Southampton svarar að leikmaðurinn sé ekki til sölu sama hvað. = Tilgangslaust að bjóða í leikmanninn.

  39. Ég er með smá pælingu LFC fékk á sig 42 mörk í deildinni í fyrra og spilaði samt mikið án okkar helstu miðvarðar vegna meiðsla southampton fékk á sig 48 mörk 6 meira enn LFC. Var kannski VVD einn í vörninni hjá þeim því er þetta svona gott að hafa ekki fengið meira enn 48 mörk á sig ? En svona án djóks þá með allri virðingu fyrir VVD sem miðverði þá held ég að við getum vel notað okkar ungu drengi í vörninni fram að jólum og kaupum þá eitthvað gott. Gleymum því ekki og virðum það að LFC sagðist vera búið að missa áhugan á að kaupa VVD og það stóð við það eins og þeir stóðu við það að selja ekki Kútinn og það ber að virða það við klúbbinn, annað sem ger var í glugganum var ég ánægður með nema kannski að landa ekki Lemar undir það síðasta.

  40. Það sem mér finnst aðal málið eftir þennan glugga er að Ox velur Liverpool frekar en Arsenal eða Chelsea og þiggur meira að segja lægri laun fyrir. Hjá Keita kom ekkert annað lið til greina, hann hefði hæglega getað beðið og séð hvaða möguleika hann hefði næsta ár.

    Leikmenn virðast trúa á það sem Liverpool og Klopp eru að gera. Staða Liverpool hefur ekki verið jafn góð síðan hvenær eiginlega?? Við þurfum að fara andskoti mörg ár aftur í tíma til að finna sambærilega stöðu. Ég trúi því að Klopp muni fá sinn mann í vörnina, hann var bara einfaldlega ekki til sölu núna, sbr Coutinho.

    Hvort liðið sé orðið nógu gott til að keppa á öllum vígstöðvum verður að koma í ljós en ef menn sjá ekki þær framfarir sem hafa orðið eftir að Klopp og félagar tóku við liðinu þá er eitthvað mikið að. (Verst að helvítin í mutd eru orðnir allt of öflugir aftur.)

  41. Mér finnst bara gott að fá Ox sem viðbót við liðið með því hugarfari sem nefnt hefur verið.

    En er ekki 180k vikulaunapakkinn sem hann er sagður hafa hafnað í þjóðsögustíl?

    (Ég er þar með að taka þá trúanlega sem segja að gengi hans hjá Arsenal upp á síðkastið hafi ekki verið neitt sérstakt.)

  42. Neddi #37, bíllinn VERÐUR að vera rauður!!

    En án djóks, þá er ég sáttur við öll kaupin í sumar.
    – Salah er frábær og ekki sakar að við fengum hann á góðu verði, þótt mér sé nokk sama hvað menn kosti enda eru þetta ekki mínir aurar.
    – Solanke lítur hrikalega vel út, hann á örugglega eftir að fá nokkra leiki í deildinni og ég hef fulla trú á að hann nýti tækifærið vel, sýndi það m.a. á móti Crystal Palace.
    – Robertson hefur heldur betur sýnt hvað hann getur sóknarlega, vonandi er hann ekki síðri varnarlega.
    – Chamberlain er svo klár styrking á byrjunarliðinu í deildabikarnum 🙂
    – Það var svo algjör snilld að kaupa Keita núna. Sáuð þið markið hans á móti Líbýu? Snillingur!

    Ég er hins vegar ekki sáttur við það sem kom ekki. Mín sófaspeki (ég telst í besta falli sófasérfræðingur) segir að miðvörður var sú staða sem þurfti helst að bæta, okkur sárvantar miðvörð sem er betri en þeir sem fyrir eru. Vonandi kemur hann í janúar.

  43. Ef tel FSG hafa ger hárrett i þvi að selja ekkk CU10, það hefði verið beinlinis skaðlegt fyrir fotboltann i heild sinni ef aðferðir barca hefðuskilað árangri.

  44. Grjóthart frá FSG . Það var víst John w Henry sjálfur sem sagði að Coutinho yrði ekki seldur undir neinum kringumstæðum. Er hægt að vera með betri eigendur í dag ? Svarið er nei það hefðu allir cashað inn á Coutinho en ekki FSG!

  45. Það er loksins komið alvöru stórliðs hugarfar hjá eigendum og stjórn Liverpool og ég held að Klöpp eigi sinn þátt í því. Allt sem hefur verið gert í sumar bendir til þess. EKKI selja okkar bestu leikmenn á hlægilegu verði þó svo að lið eða leikmenn komi grenjandi til okkar. Það er galið að selja lykilmenn og eiga svo ekki möguleika á að fylla í það skarð fyrir sama pening. Ekki kaupa miðlungs leikmenn! Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Liverpool er að berjast við stóru strákana um bestu bitana á markaðinum. Þurfum 2 heimsklassa leikmenn á ári. Keita og salah. Við viljum að Liverpoll verði vél aka Real og Bayern. Þetta eru skref í rétta átt.

    Kv. Jákvæði gaurinn.

  46. #46 það er ekki hægt að orða þetta mikið betur. Við finnum þetta og það vita allir núna að LFC stundar ekki monkey buisness lengur. Framtíðin er björt hjá LFC skál félagar!

  47. Ég er bara sáttur að Liverpool, Leipzig og Southampton hafi stoppað þetta player power.
    Menn verða að virða sína samninga því undanfarið hefur verið allt of mikið af því að menn fari í verkfall og hætti að æfa og spila ef þeir fá ekki það sem þeir vilja.

    Þeir skrifa undir samninga til að tryggja sína framtíð og það gera klúbbarnir líka. Ef þessir leikmenn vilja losna þá verða þeir einfaldlega að heimta ákveðna klásúlu í samninginn þannig að allir ættu aðveldara að labba sáttari frá borði.

    Við stóðum af okkur Barcelona og það var vel gert, það eru trúlega ekki mörg lið getað staðið svona fast í fæturnar.

    Núna er bara að vona að coutinho mæti til baka, biðjist afsökunnar á þessu rugli og spili eins meistari út þetta tímail og þá kemur kannski annað tækifæri á barcelona tækifæri hjá honum

  48. Afhverju í andskotanum þarf Cúturinn að biðjast afsøkunar?Gjõrsamlega óþolandi að allir þurfi að biðjast afsõkunar á því fyrir sjálfskipuðum ofurfanatíkum sem halda að það megi bara alls ekki fara fram á sõlu frá meðalklúbbi eins og okkar til bestu klúbba í heimi eins og Barcelona fyrir svo sem tõluvert hærri laun og mun stõðugri fótbolta þrátt fyrir að võrn Barca sé eins og hún er. Ef það er eitthvað jafn õmurlegt til í heiminum, þá er það sófatrass sem heimtar afsõkunarbeiðni frá õllu í kringum sig og rífur svo kjaft og telur sig vera í algerum rétti frá umheiminum. Hann vildi fara til stærri klúbbs og þarf ekki að biðjast afsõkunar á því (Punktur)

GLUGGAVAKTIN

Breytingar á hópnum