0-1 Scott Arfield 27. mín
1-1 Mohamed Salah 30. mín
Leikurinn
Groundhog day er ágætis lýsing á þessum leik. Mér fannst ég vera staddur á síðasta tímabili og fátt hefur breyst. Við dómineruðum leikinn allan tímann, lekum óþolandi klaufamarki og getum ekki opnað þessi lið sem leggja rútunni. Hafiði heyrt þetta áður? Á 27. mínútu eftir að við höfðum legið á Burnley skora þeir mark sem súmmerar algjörlega umræðuna um vörnina síðustu mánuði. Matip er á leið uppí boltann þegar Klavan ákveður að gera slíkt hið sama. Boltinn dettur fyrir Arfield sem þakkaði kærlega gjöfina og skoraði auðveldlega. Klavan gerði þetta svo aftur í síðari hálfleik og fékk að heyra það frá áhorfendum og liðsfélögum. Þremur mínútum síðar átti Can góða sendingu á Salah sem kláraði vel. Það sem eftir lifði leiks áttum við fjölda færa en ákvarðanatakan fremst á vellinum oftast fyrirsjáanleg ásamt því að Pope markvörður þeirra breyttist í Manuel Neuer. Burnley hefðu svo hæglega getað stolið sigrinum í lokin þegar Ben Mee fékk tvo fría skalla og okkar mönnum enn fyrirmunað að dekka í föstum leikatriðum. Einhverjir vildu sjá dómarann dæma víti eftir að Salah féll við í teignum undir lok leiks en ég veit hreinlega ekki með það. Fannst það vera á það gráu svæði að við hefðum ekki sætt okkur við það hefði það verið öfugt.
Bestu menn Liverpool
Á bara mjög erfitt með að útlista bestu menn eftir svona leik. Gef þó Salah þann titil sem var ógnandi og duglegur í fyrri hálfleik ásamt því að skora mjög gott mark. Liverpool liðið í heild var að spila ágætlega og mér fannst ekkert vanta uppá dugnað en menn verða að fara að finna lausnina á að brjóta svona lið niður.
Vondur dagur
Færanýtingin og pirrandi ákvarðanatökur fremst á vellinum finnst mér standa uppúr. Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að klára þennan leik en ekkert gekk upp. Mistök Klavan í markinu og svo aftur í síðari hálfleik eru náttúrlega óboðleg. Klavan er ekki nógu góður leikmaður, það sjá allir og samherjar hans voru orðnir vel pirraðir á honum undir lokin þegar hann enn og aftur talar ekki og fer uppí skallabolta sem verða að hættulegum hornum og hættulegustu færum Burnley í leiknum. Bakverðirnir okkar áttu ekki góðan dag. Trent átti reyndar gott skot sem Pope varði.
Umræðan
Umræðuefnið eftir leik hlýtur að vera hvernig okkur er fyrirmunað að knésetja þessi minni lið sem spila 8-1-1 og beita skyndisóknum. Það er búið að fara svo oft yfir þetta að það er hrikalega pirrandi að það virðist ekkert hafa breyst í þeim efnum frá síðasta tímabili. Við munum ekki gera neinar rósir með þessum varnarleik og enn og aftur spyr ég mig hvort Virgil Van Diijk var virkilega eini miðvörðurinn í heiminum sem gat bætt leik okkar. Sama má segja um stöðu alvöru djúps miðjumanns sem við þurfum virkilega á að halda. Ég hef óbilandi trú á Klopp en varnarleikur virðist vera hans akkilesarhæll. Þetta er ekki svartnætti, Liverpool spiluðu ágætlega og mótið er rétt að hefjast. Nú þarf alvöru vinnu á æfingasvæðinu.
Næst eigum við Leicester úti í deildarbikar og þar má búast við að við fáum að sjá gjörbreytt lið og ungu strákarnir fái góðan spilatíma. Þangað til. Slökum aðeins á.
YNWA!!
Já verður gaman að heyra ykkur verja vörnina áfram. Þvílíkir jólasveinar sem eru þarna í miðverðum hjá okkur. geta ekki og munu aldrei geta skallað bolta í burtu. þvílík skita.
En að geta ekki drullað 10 mörkum inn úr þessum helvítis 30-40færum/skotum sem menn eru að fá er bara skítlélegt líka.
Gott ég á nóg af bjór til að gleyma þessu svekkelsi….aftur!
Núna er ég hættur að horfa á Liverpool í bili. Þetta er einfaldlega ekki boðlegt. Sumarið var rusl og árangurinn eftir því. Metnaðurinn er farinn fyrir verkefni vetrarins. Áfram Ísland!!
Nr 1. Heyra okkur verja vörnina? Man bara ekki eftir neinum sem er sáttur við þessa vörn.
Hahahahahahahahahahahahahaha
Það er ekki tilviljun að einu gæðakaupin í sumar séu þau sem eru virkilega að skila sér í byrjun móts. Slík gæði hefðum við þurft að fá í vörnina okkar líka.
P.S. Hefði verið til í að vera fluga á vegg þegar FSG, Klopp og co ákváðu að það væri skynsamlegt að fara inn í mótið með þessa vörn.
Hvernig þessi markvörður fór að því að hanga inná, þrátt fyrir gult í fyrri hálfleik fyrir tafir og að hafa tafið meira í seinni hálfleik en þeim fyrri, mun ég aldrei skilja.
þess að auki beitti dómarinn hagnaðarreglunni inní í markteik en ekki á miðjum vellinum, fyrir utan þá vítaspyrnu áttum við að fá tvær augljósar vítaspyrnur, þessi dómari var ekki starfi sínu vaxinn…
coutinho gerði ekki rassgat, sturridge skíthræddur við að meiðast, milner er bara milner, firmino ekki góður bakverðirnir hrikalega shaky…. úff….
það var vitað mál að burnley mundi liggja til baka en fyrr má nú aldeilis fyrr vera…. þetta var ömurleg frammistaða sem einkendist af einhverri fokking örvæntingu og allir leikmenn að reyna skjóta úr ömurlegum færum… það sýður bara á manni eftir svona skitu….
Hahaha Klopp er bara comedy, skemmtikraftur fyrir aðdáendur hinna liðanna 😉
Nú er bara boðið upp á drulluskitu leik eftir leik. Hvað er að frétta???
Stjarnfræðilega lélegt.
Það hefur akkúrat ekkert hefur breyst.
Ekkert meira hægt að segja. Manni fallast bara hendur.
35 skottilraunir. 9 hitta markið. Klavan að kenna.!
Við VERÐUM bara að læra að slátra svona varnarpakkaliðum. Við megum alltaf búast við svona dómara drasli, en verðum bara að treysta á okkur og ekkert annað. Þessi vörn er ekkert annað en bara LÉLEG, ég trúi ekki að einhver sé að verja svona lélega vörn. Við eigum fjóra útileiki núna, tvisvar á móti Leicester. Ekki getum við keypt varnarmenn núna því miður, verðum bara að skora 3 til 4 mörk í hverjum leik til að vinna.
Hvar eru snillingarnir í upphitunarþræðinum sem ausuðu yfir skýrslurita eftir spá hans um 1-1 jafntefli og hvöttu svo menn til þess að fara gera eitthvað annað fyrst þeir geti ekki spáð amk 4-5 marka sigri gegn Burnley.
Ég get svo svarið það ég hef séð þennan leik áður.
Svona verður þetta í vetur eins og síðasta tímabil því miður. Svona var þá og er eins, sigur gegn top liðum og skita gegn “minni” liðum. Klopp hefur ekki fundið lausn á þessu STÓRA vandamáli.
Ekki bætir úr skál að hafa ekki versla sterka varnar og miðjumenn í glugganum.
Vid töpudum allavega ekki leiknum, en ad ná ekki ad sprengja upp vörn Burnley almennilega er ekki gott mál….hrikalega fúll eftir thennan leik!!!
Galið hjá forráðamönnum klúbbsins að ofmeta hópinn fyrir tímabil. Töldu eflaust að hópurinn væri nægilega góður til að halda sér í topp fjórum á Englandi. Ég er hinsvegar farinn að efast meðan vörnin lekur inn mörkum í nánast hvaða einasta leik.
Ljóst að LFC þarf enn einu sinni að snúa á byrjunarreit. Takist liðinu ekki að halda sér meðal þeirra bestu. Þar sem ég er hræddur um að slæmur varnarleikur geti kostað okkur tímabilið.
Burnley fyrir ofan okkur ahaha 😀
SPILAÐU JOE GOMEZ Í HAFSENT ÞEGAR LOVREN ER EKKI MEÐ!!! GUÐ MINN ALMÁTTUGUR MAÐURINN LÆRIR ALDREI AF NEINUM MISTÖKUM. KLAVAN ER EKKI HUMMELS EÐA SUBOTIC HANN KÆMIST EKKI Í LEEDS!! EF ÉG SÉ RAGNAR INNÁ HJÁ OKKUR AFTUR ÞÁ SLEPPI ÉG ÞVÍ AÐ HORFA Á ÞETTA. VITUM ALVEG HVAÐ MUN GERAST MEÐ ÞETTA DRASL INNÁ
ok það er gaman að heyra allar þessar neikvænu raddir auðvitað er maður pirraður en það er alltaf ljós
Ja hérna hér. Stórkostleg frammistaða, skiptingarnar svona snemma í seinni hálfleiknum hjá Klopp gátu svo sannarlega sýnt sig og sannað
Hvar eru snillingarnir í upphitunarþræðinum sem ausuðu yfir skýrslurita eftir spá hans um 1-1 jafntefli og hvöttu svo menn til þess að fara gera eitthvað annað fyrst þeir geti ekki spáð amk 4-5 marka sigri gegn Burnley?
Allir voru svo spenntir fyrir að fá dortmund varnarmenn eins og hummels og subotic til okkar því klopp getur auðveldlega fengið þá því þeir elska hann.
Hann keypti Ragnar Klavan og Robertson í staðinn!!!
Come on allir hér á undan, ein misstök í vörn, mark. Að berjast við rútu er ekkert gamanmál, áttum fullt af færum, EEEEEN markmaður Burnley var varúlfur í markinu. Koma svo LFC!!!!!
YNWA
Djöfulsins kjóar eruð þið. Vörnin var frábær í dag. Þetta leit kannski illa út í hægri endursýningu en það var lítið annað hægt að gera en að elta miðjumanninn niður sem hver átti átti að gera? Matip? Klavan?
Sumir ætla hætta horfa Liverpool. Flott, ekki commenta hér eftir leiki. Það væri æðislegt fyrir svo marga.
Flott spil, ágætt flæði. TAA slakastur í dag, sóknarlega amk. Soknin búin að vera sjálfri sér verst í vikunni
Og cmon. Við erum búnir að taka einum leik af 8. Þið hagið ykkur eins og við séum í sömu stöðu og Crystal Palace.
Þurrkið tárin. YNWA
Svo var sett út á mig fyrir að spá jafntefli. Ég spáði 2-2, sem augljóslega var full mikil bjartsýni, auðvitað skorum við ekki tvö.
Kloppskýringarnar að koma .. bíðum bara
– einbeitingarleysi í nokkrar sekúndur ..
– það voru ekki miðverðirnir sem áttu sök á markinu .. þetta gerðist í raun mikið fyrr í leiknum og jafnvel gerðist þetta í leiknum á undan ..
– þjálfun!!!! Hefur engin trú á þjálfun hér á Englandi … bara kaupa og kaupa … skil ekki þessa gagnrýni ..
– eruð þið í alvöru að spyrja mig að þessu???? Í alvöru
– svona er lífið …
Klavan er ekki verðugur á bekkinn, þess utan er alltaf verið að tala um gott sóknarlið, en eitt af 35 er tæplega 3% nyting, á meðan 1 af 5 er 20%, sem þýðir að Burnley er mikið betra sóknarlið en Liverpool. fjöldi færa er ekki merki um góða sókn, fjöldi marka er það, og fjöldi marka í hlutfalli við tilraunir er tölfæði sem við einfaldlega erum mjög neðalega í. það þarf að horfa í þá stæðreind að þrátt fyrir mikin fjölda tilrauna og sendina erum við ekki gott sóknarlið.
Fengum við ekki örugglega ekki bara eitt mark á okkur í dag ? Ef ég vissi það ekki héldi ég að við hefðum fengið á okkur 3 mörk. Þetta blessaða Burnley lið vann Chelsea og gerði jafntefli við Tottenham.
Sóknin nýtti ekki færin sín í dag og það er vandamálið. Vandamál sem háir flestum liðum þegar spilað er á móti liðum sem pakka í vörn.
Það er alltaf svo bara næsta síson…
Úff…..
Nún reynir aldeilis á Klopp. Liðið virðist gersamlega rúið öllu sjálfstrausti. Færanýtingin alveg skelfileg og ákvörðunartaka á síðasta fjórðungi vallarins oft mjög slæm. Leikmenn eins og Sturridge nýttu ekki sénsinn sinn. Taugaveiklunin allsráðandi alls staðar á vellinum. Coutinho með fýlusvip allan leikinn og átti c.a. 100 skot upp í stúku.
Vörnin er mjög óörugog það var Mignolet, sem ég vel besta mann liðsins í dag, sem kom í veg fyrir tap með stórkostlegri markvörslu undir lokin eftir hornspyrnu. Stuttu áður hafði Matip bjargað að línu eftir hornspyrnu.
Þetta lítur alls ekki nógu vel í út í augnablikinu. Erum þegar 5 stigum á eftir City og einungis 5 umferðir búnar af mótinu. Eigum 4 erfiða útleiki framundan.
In Klopp we trust. Það reynir aldeilis á hann núna.
@sinni. Þú hefur gjörsamlega engan fótbolta skilning greinilega. Vörnin var góð???? Við vorum 80% með boltann og áttum 33 skot þeir komust varla yfir miðju.Þegar þeir komust yfir miðju þá komust þeir alltaf í hættulegar stöður og Mignolet bjargaði því í bæði skiptin. Þeir höfðu ekkert að gera og loks þegar þeir þurftu að hafa fyrir hlutunum var eins og fkn 2.flokkur væri að verjast. Gegn city og chelsea mundu við fá á okkur 5-6 mörk. Liverpool þarf bara að styrkja sig varnalega og þá erum við besta liðið í deildinni. Ég vill fá 3-4 nýja varnarmenn í næsta glugga. Ef klopp ákveður að kaupa annan Oxlade chemberlain í staðinn fyrir varnarmann þá missi eg allt álit mitt á honum
Þessir hafsentar kunnar hvorki að verjast né skora úr hornum og föstum leikatriðum!
Sælir drengir
Það er morgunljóst að hér eru vandamál á ferð hjá liðinu. Fyrir mér er torskilið hvers vegna þetta lið getur ekki varist né nýtt færin sín. Í mínum huga var þetta hörmung, ekkert skárra en leikirnir eftir landsleikjahlé.
Það þarf að versla varnarmenn og varnartengilið í janúar og vona að á næsta tímabili ( já, ég sagði næsta) geti liðið spilað saman. Að vörn og sókn séu í jafnvægi. Ég spái 6 sætinu í vor en vona þó innst inni annað.
Það verður gaman að fylgjast með hvort ísland komist á hm og hver útkoman verði úr þingkosningum.
Lifið heil
FSG out! Breytist ekkert fyrr en klúbburinn losnar vi? núverandi eigendur.
Sælir félagar
Við verðum að fara að horfast í augu við þá staðreynd að tölfræði Jurgen Klopp er lakari en B. Rodgers eftir jafn marga leiki. Frammistaða liðsins í dag var ekki boðleg. Ég veit ekki hverju er um að kenna en Burnley átti eins mikla möguleika á að vinna þennan leik eins og Liverpool. Það er nöturleg staðreynd að liðið hans Klopp, því þetta er hans lið, var heppið að tapa ekki þessum leik en líka ef til vill óheppið að vinna hann ekki. Það segir manni að Burnley hefði alveg getað unnið.
Nú gilda engar afsakanir fyrir Jurgen Klopp. Þetta er liðið hans. Það eru menn í öllum stöðum sem hann vill hafa þar og fyrir leiktíðina í fyrra sagði hann að það væru engar afsakanir til ef liðið stæði ekki undir væntingum. Þetta lið er það sama nema tveir sóknarmenn og bakvörður sem hafa bæst við. Þeim mun frekar eru ekki til neinar afsakanir fyrir frammistöðu eins og í dag.
Alvöru lið eins og það sem vann Watford í dag 0 – 6 spilar ekki eins og enginn haus sé á leikmönnum þess. Þar eru sendingar að rata á samherja. Þar berjast menn til sigurs og ef til vill það mikilvægasta; þar eru gæði leikmanna engum vafa undirorpin. Klopp hefur engar afsakanir lengur og ég krefst þess að liðið HANS fari að skila ásættanlegum úrslitum.
Það er nú þannig
UNWA
Frábært stig heima gegn “high flying” Burnley. Við getum opnað ölið með bros á vör í kvöld og horft með stolti á töfluna eftir leiki dagsins.
Ég ætla að vera fyrstur að segja þetta en þetta er þvert gegn minni sannfæringu…….en ef ekkert verður gert í því að lagfæra varnarleik liðsins þá vill ég að Klopp verði látinn taka pokann sinn.
Það er ekki rétt að vera að gera SJÖ breytingar á milli leikja sama hvort menn séu að hugsa til meistaradeildar eða gegn Burnley í deildinni. Það er EKKERT lið í heiminum sem verður gott varnarlega þegar verið er að breyta um GK og hræra í DC varnarparinu. Ekkert lið. SJÖ breytingar takk fyrir og ef marka má þennan leik þá verða aðrar SJÖ breytingar fyrir meistaradeildarleikinn í Rússlandi. Nei takk! Það er kominn tími á að sýna hversu góður “gaffer” hann er og vinna fyrir þessum £10m á ári sem hann fær. Við erum ekki í Þýska boltanum þar sem þetta er allt annað.
Fari þetta til helvítis!
Gunnar. Ég get lofað þér því að ef hef meiri fótboltaskilning en þú.
Það sem ég sá var að Matip og Klavan fengu HAUG af háum boltum á sig og þeir leystu það í 99% tilvika mjög vel.
Mignolet tók eina langa spyrnu. Annars var það stuttur í lappir og vörnin kom honum í spil. Sem gerði það að verkum að við héldum góðu possession.
Matip kom nokkrum sinnum hátt upp á völlinn. Bæði til að loka á sóknarmann þeirra. Vann nokkrum sinnum. Eða til að hlaupa á vörn andstæðingana.
Það var í raun ekkert hægt að sakast við vörnina. Klavan kom í backup hjá Matip í markinu. Klaufagangur, okei Gef þér það en ástæðan fyrir því Arfield stóð einn og gat lagt boltan létt í hornið er ekki að sakast við þann klaufagang.
Bæði hefði Can eða Milner getað elt hann niður eins og var Robertson kannski örlítið seinn að hugsa.
Gunnar, að spila fótbolta og horfa á hann er tvennt ólíkt. Inn á vellinum snýst þetta um sekúndubrot. Öll lið í heiminum lenda i klaufaskap.
Við höfum hinsvegar verið einstaklega óheppnir með okkar. Það hefur ekkert með gæði eða leikskipulag að gera.
Ætlastu til að við förum með hreint lak í gegnum allt tímabilið?
@sinni. Nei þú átt langt í land með það eftir það sem þú ert búinn að vera segja. Helduru að eg búist við hreinu laki i hverjum einasta leik?? Hahah ó nei eg býst við að fáum á okkur 2-3 í hverjum einasta leik. Og já Ragnar Klavan átti markið og þú segir að það er ekkerr hægt að sakast á við vörnina??? Matip er frábær erfitt að gagngrýna þann mann. Sérstaklega þegar hann getur verið solid með ruslinu Ragnar Klavan hlin á sér. Hann hlýtur sjálfur að spyrja sog hvernig er ég að spila fyrir lið eins og Liverpool
Maður hrósar ekki vörninni þegar liðið þitt er 80% með boltann og fá á sig 2 skot og komast varla yfir miðju. Ég gæti spilað í vörninni ef hitt liðið kemst varla yfir miðju og eiga 2 skot
Það versta í þessu er það að það breytist ekkert leik eftir leik. Ekkert prufað eða reynt…t.d að baka aðeins með bakverðina, miðverðirnir verða þá þéttar saman og hafa einn djúpan miðjumann fyrir framan vörnina. svo má hætta þessari hápressu því við höfum ekki mannskapinn í þetta kerfi. Klopparinn þarf að taka þýska þumalinn út úr afturendanum á sér og fara prófa eitthvað nýtt. Conte gerði það og fl….
#29 er nokkuð viss um að ef við hefðum eitthverja aðra eigendur en FSG þá væri búið að selja Coutinho !
Svo er ekkert nýtt að markmenn annara liða sem engin vita hverjir heita eiga stórleik lífs síns á Anfield og já markmaður Burnley var maður leiksins btw.
Gunnar.
Þú skilur ekki. Holningin á liðinu var þannig að þegar við vörðumst (fyrir utan markið) þá spiluðum við fanta góða vörn. Ekki bara Matip. Allir fjórir öftustu líka Milner, Can, Vængirnir. Allir. Það er nebbla þannig að þegar hitt liðið kemst ekki yfir miðju þá þýðir það að vörnin og skipulagið er að halda (notabene sem Klavan, TAA og Robertson er partur af, jafnvel Migno).
Það var ekki Klavan að kenna að Sturridge kom honum ekki framhjá Pope. Ég skil alveg að þú viljir blame-a hann fyrir mark Burnley. En eins og ég sagði, hann fær sekúndubrot til að hugsa. Wood nær stöðu vs Matip. Fyrsta hugsun allra er að koma í backup sem hann gerði. Þetta var bara algjört óhapp hvernig boltinn skeiðaði svo framhjá enda gerist þetta hraðar en í endursýningunni sem þú sást. Arfield var svo maður á réttum stað.
Þú býst við 2-3 mörkum í hverjum leik. Hey, við fengum á okkur 1. Var vörnin ekki að spila yfir væntingum þá?
Og kúdos á þig. Kalla menn rusl. Þú ert einn af þeim sem er að draga annars þessa geggjuðu síðu niður á lægra plan.
Ástæðan fyrir þvi að þeir skoruðu bara eitt mark var vegna þess að þeir áttu 2.marktilraunir og eitt fór inn. Þeir töfðu fra 1.mín og voru 20% með boltann og 18% af því var inn á þeirra eigin vallarhelmingGegn öðrum liðum hefðum við jafnvel fengið á okkur 2-3. Hættu að tala með rassgatinu á þér. Vörnin var léleg að vana og allt liðið fyrir utan Salah sem lagði sig allan fram. Klopp fær props frá mér og öllum lfc áðdáendum fyrir að kaupa þennan stórfenglega mann
Hrósum vörninni okkar ef þeir henda sér fyrir alla bolta og verjast eins og hetjur eins og varnamenn burnley gerðu. Það sem varnarmenn burnley gerðu í dag kallast að verjast vel
Tölfræðin er ekki að vinna með Klopp. Við stuðningsmenn Liverpool tókum honum eðlilega fagnandi, en Klopp á bara alveg eftir að sanna sig fyrir okkur, það er bara staðreynd.
Semsagt við vörðumst t.d ekki vel gegn Arsenal?
Svona er þetta stundum, og í okkar tilfelli of oft. Við erum í vandræðum með háa bolta og föst leikatriði. Það er blanda af gæðum leikmanna og þjálfun sem þar er um að kenna.
Málið er samt að svona verður þetta a.m.k. fram í janúar, það sjá allir og því er óþolandi að allir komi brjálaðir eftir hvern leik eins og þetta sé eitthvað óvænt.
Við verðum ekkert meistarar á þessu tímabili og verðum bara að njóta góðu stundanna, og þær verða mjög margar!
Já btw. Ég er ekki að segja að ég vilji halda þessari vörn. Klavan getur alveg verið flottur og gert sig um slæm misstök.
En að taka hann af lífi eins og margir hér eru að gera næ ég ekki.
Við erum með 50+ tilraunir i siðustu 2 leikjum. Ég horfi miklu meira á það heldur en að við séum búin að fá á okkur 3 mörk í 10 tilraunum. Eins og þið sjáið hefði ekkert verið óeðlilegt að við værum bunir að skora 6-7 mörk. Þá væri hljóðið annað.
Þið teljið okkur með eina bestu sóknina og eina verstu vörnina. Ekki taka varnarmenn af lífi þegar sóknin drullar. Sér í lagi þegar við sjáum tölfræði eins og í siðustu 2 leikjum.
Veit einhver klukkan hvað leikurinn við Tottenham er þann 22 okt. Nk.
Það er hrikalega leiðinlegt að sjá okkur mistakast að vinna nákvæmlega eins leiki aftur og aftur, það sást líka að leikmennirnir eru orðnir pirraðir á þessu, hver sókn á eftir annarri endaði með pirrings skoti langt uppí stúku. Það versta við þetta er að við nálgumst þetta alltaf eins virðist vera. Ég myndi vilja sjá Klopp setja Firmino á bekkinn í þessum leikjum. Hann virkar svakalega vel á móti opnari liðum þegar hlaupin hans opna varnir andstæðingsins og pressan hans skilar miklu, en skilar það einhverju á móti þeim liðum sem sitja í vörn allan leikinn? Við þurfum að rótera liðinu hvort sem er og ég myndi vilja sjá hvernig það virkar allavega ef að Firmino fer a bekkinn og fær hvíld a móti svona liðum.
Annars eru þetta súr úrslit og erfitt að taka þeim. Nenni ekki einu sinni að tala um vörnina því það er ekkert hægt að breyta henni mikið með þessum mannskap.
Ég hef bent á þetta áður með skallabolta úr hornum og öðrum föstum leikatriðum. Mannskapurinn sem Liverpool er með er of lágvaxinn skil ekki alveg að það sé ekki tekið á þessu þetta myndi kannski virka ef við værum með markvörð sem myndi stjórna sínu svæði í fyrirgjöfum en það er ekki þannig. Og með Klavan þá var þetta alger aulagangur en ég er miklu svekktari yfir öllum soknunum sem enduðu með skitaskoti
Sæl öll
Fowler minn góður er verið að bera saman Rodgers og Klopp!!?! Rodgers var með Steven fucking GERRARD á miðjunni og Suarez frammi!!?! Ég er bara 100% sammála Klopp að kaupa ekki leikmann nema þann sem þú ert algjörlega viss um að bæti liðið og er betri en þeir sem fyrir eru hjá klúbbnum. Allt annað truflar einbeitningu þína og er peningaeyðsla. Svo þarf líka að gera sér grein fyrir því að það virðist bara vera þannig að það er vöntun á frambærilegum miðvörðum. Hugsið ykkur, man.city var að reyna frá Johnny Evans! í sumar. Ég er ótrúlega pirraður yfir þessum leik í dag en ég er svo ánægður með Klopp, þá breidd sem er í hópnum (þó svo auðvitað er hægt að bæta við gæðum, Keita) og þá rekstrarlegu stöðu og bætingu á allri umgjörð sem eigendur hafa stýrt klúbbnum að. Mér finnst liðið hafa sýnt stöðugar framfarir og það er skemmtilegra að horfa á leiki núna en hefur verið í áratugi með einni eða tveimur undartekningum. Mér finnst breiddin vera sú besta og mesta í mörg ár og held að liðið sér betra en það var í fyrra. Hvort það er nóg til að skila okkur í topp fjóra veit ég ekki en það sjáum við í vor en fram að því ætla ég að njóta þess að horfa á liðið mitt spila ekki bara einu sinni í viku heldur amk tvisvar því eins dásamlega og það hljómar verður CL á Anfield í vetur!
Það eina sem ég hugsaði þegar Burnley skoraði í dag var seinustu 3 skot sem hafva verið á ramman hjá Liverpool fóru öll inn. En hey Klopp sagðist vera ánægður með þessa vörn 5 leikir búnir og maður er farinn að bíða eftir næsta tímabili.
Best að segja sem minnst núna því ef maður er ósáttur hér inni að þá er okkur sem erum ekki sáttir við óstöðuleika okkar liðs bara líkt við. DV.is commenta kerfið.
Þannig best að vera bara jákvæður og segja bara, gangi okkur betur í næsta leik.
Sæl öll
#50 Hvaða óstöðugleika ertu að tala um?
ps://en.m.wikipedia.org/wiki/2015%E2%80%9316_Liverpool_F.C._season
Liðið er einmitt, stöðugt að sýna framgarir á milli tímabila!
en.m.wikipedia.org/wiki/2016%E2%80%9317_Liverpool_F.C._season
Það er tvennt sem ég hefur mikla óbeit á:
1. Yfirlýsingar sem hljóma á þennan veg ” Ég held að þetta gerist en vonandi verður sokk troðið upp…bla bla bla”.
2. Eftir á fræði.
Þetta tvennt er eitur í mínum augum og hjálpar nákvæmlega ekkert í þróun, samstarfi og framvindu í hvaða umhverfi sem er að mínu viti.
Sæl og blessuð.
Það eru meiri átök hérna í skrafinu en í vítateig okkar manna í dag.
SÚEIMÉRÞÁ hvað ég hefði verið til í það að við hefðum selt hinn ofdrekraða Coutinho í sumar og brúkað aurana í einhverja banhungraða leikmenn sem myndu selja ömmu sína fyrir stöðu í byrjunarliðinu. Hvernig væri nú að fá grenjandi ljón inn á völlinn, einhverja með baráttuþrekið hans nafna (Suárez) sem myndu skjóta þessum fjörulöllum skelk í bringu sem halda að þeir komist upp með að tefja frá þriðju mínútu.
Við eigum slíkan leikmann og hann heitir Mané. Þvílíkur karakter sem sá drengur er og hvað hann breytir leikjum. Ég spáði því að þetta yrði miðlungslull í dag í fjarveru hans og með hinn ofur-tekníska-aðeinsofgóðurfyrirþennanklúbb-Coutinho sem hélt boltanum of lengi, reyndi of mikið, brenndi alltof mikið af og hreinlega breytti leiknum í one-man-show sem við þurftum síst á að halda. Sú var nákvæmlega raunin.
Hefði þó ekki þurft að vera þessi brasilíski harmleikur…
…fyrirgefið mér þótt ég lasti dáðadrenginn Sturridge sem átti að nýta þessar sendingar sem láku í gegnum vörn andstæðinganna (hún var nú ekki betri en það). Var Lovrén með þá í einkatímum? Mætti ég fá Solanke frá fyrstu mínútu fremur en þessa viðkvæmu sál? Mögulega hefði Chambo getað spænt upp flötina á Anfield en ég hef aldrei verið í aðdáendahópnum. Sorrí.
Klavan var klaufi og varnarmenn eiga að horfa í kringum sig áður en þeir æða í einvígi við gaura sem þegar eru dekkaðir. Hvað hefði gerst ef Matip hefði ekki einn og óstuddur getað séð við þessum Burnley manni? Ekki neitt – þ.e. ef Klavan hefði verið á réttum stað. En sóknin gerði miklu stærri mistök en vörnin í þessum leik. Sorrý það er bara þannig.
Jæja, sagði maðurinn. Við lærum af þessu. Eitthvað. Einhvern timann.
35 skot á markið ..enough said.
Burnley gátu ekki blautan 28% possesion og voru sér til skammar með að tefja frá fyrstu mínutu og liggja í vörn.
Ekkert eins leiðinlegt og svona anti football lið eins og þeir.
Svona leikir þá langar manni ekki að fylgjast með.
Aftur á móti vorum við þursar að hafa ekki nýtt þessi færi algjörlega óskiljanlegt.
það var ekki vörninni að kenna að okkar menn gátu ekki nýtt eitthvað af þessum 35 skotum.
Í mínum huga átti Klopp versta daginn … og er ég þó mikill Klopp-maður. Arnold var einfaldlega hræðilegur í þessum leik og rík ástæða til að setja Moreno (sem var magnaður í síðasta leik) inn á. Að sama skapi fannst mér innáskiptingarnar undarlegar, t.d. hefði verið miklu meira gagn í Wijnaldum.
Það er alls ekki rétt að Coutinho hafi ekki gert neitt. Hann átti snilldarspretti og a.m.k. tvær stórkostlegar sendingar sem sköpuðu stórhættu. Hann var hins vegar sama marki brenndur og hinar stjörnurnar í dag: Salah, Kútur og Sturridge gerðust allir sekir, ítrekað, um einspil og eigingirni í stað þess að spila eins og lið. Ég man eftir mýmörgum dæmum þar sem menn reyndu að láta vaða á markið í stað þess að gefa boltann.
Kannski réði eigingirni för – eða kannski var þetta rörsýn vegna taugaveiklunar? Þegar menn eru hættir að treysta á að liðsheildin skili árangri?
Hvernig átti Klopp versta daginn þegar sóknin fær 35 tækifæri sköpuð en eitt mark? Hann getur ekki skorað fyrir þá ?
Mér líður eins og “Vondur dagur” ætti að vera nafnið á síðunni eða þá varanlegur titill fastur efst. Við erum Liverpool. Við eigum að vera að berjast um titla. Við eigum að fara eftir því sem að við viljum og taka það. Við eigum ekki að vera með svona minnimáttarkennd gagnvart liðum sem að eru stóru liðin í Evrópu. Við erum Liverpool. Við eigum ekki að vera með minnimáttarkennd gagnvart NEINUM!
Við erum Liverpool.
YNWA
nokuð góður leikur hjá okkur í dag hefðum unni 5,1 miða við þessi færi, sammála nr 48, og við þurfum að vera bjartsyn á næstu leiki . Kloop er að vinnna í því að koma okkur á gott skrið vörnin mun lagast og verslum 1 varnarman í jan, koma svo Áfram Lfc!!. verum jákvæð ! ekki neikvæð . kv.Áki
Geisp….
Hefði viljað sjá skiptingarnar koma fyrr. Hann beið of lengi með þær. Enn eru fleiri sammála mér að það kom meiri hreyfing á miðjuna þegar Milner kom inn á?
http://www.offthepost.info/blog/2017/09/sadio-mane-barcelona-chasing-liverpool-winger/?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+offthepost%2FTLAa+%28Off+The+Post%29
Jæja þá eru stóru liðin farin að pissa utan í Mane og við getum bara vonað að hann bregðist öðruvísi við en PC gerði þegar hann fekk tækifæri til að sýna sig í gær,hann nennti greinilega ekki að vera þar sem hann var.
Það er greinilegt að það ætlar að verða stærra verkefni en flestir vonuðu að endurreisa Liverpool og Klopp virðist ekki nein undantekning frá því.
Allir andstæðingar Liverpool virðast vita um veikleika liðsins og allir sparkfræðingar tala um þá í hvert einasta sinn sem leikið er og við sem sjáum leikina heima í stofu vitum þetta líka.
Það er bara einn maður sem ekki virðist sjá að varnarmenn Liverpool hafa ekki verið nógu góðir í mörg ár og það er Jörgen Klopp og því er ástandi eins og það er.
En bara að það sé á hreinu þá hef ég ekkert á móti manninum og vil ekki að hann verði rekinn strax en það má alveg gagnrýna hann eins og aðra menn þegar þeir eru á vitllausri leið.
Trúa menn því í alvöru að þetta sé svona einfalt?
að allir í heiminum sjá veikleika liverpool nema sá sem þjálfar liðið?
afhverju ræður þá félagið ekki einhvern af handathófi úr settinu á sky eða bara einhvern heima hjá sér í sófanum?.
Ef við tökum toppfélög sem spila miklansóknarleik í enskudeildinni
Arsenal og City
þá er arsenal í veseni líka
City var það í fyrra en tóku upp veskið
það munar næstum 100% á verðgildum í leikmannahópi city og svo arsenal og liverpool
það tekur lengri tima að stoppa í götin sem eru til staðar.
Og þessir snillingar á Sky og öðrum settum væru ekki að gera þetta betur en Klopp.
tímabilið ný byrjað og maður strax farinn að þurfa hlusta á slúður um að þessi og hinn sé að fara.
Hætta að hugsa um svona bull Mané er ekki að fara neitt á næstunni.
@45
Hér er leikjayfirlit fyrir allan veturinn. Skv. því er Tottenham leikurinn kl. fjögur að breskum tíma.
http://www.liverpoolfc.com/match/2017-18/first-team/fixtures-and-results
Kaupa rétta Ragnar strax um áramótinn !!!
Flott jafntefli hjá okkar liði.
Svakaleg byrjun hjá Manchester-liðunum og er það engin tilviljun. Þetta eru einu liðin sem keyptu nákvæmnlega það sem þau þurftu. Erfitt að sjá önnur lið ógna þeim að ráði.
Kaldi #63
Rétti Ragnar var ekki einu sinni nógu góður fyrir Fulham í Championship deildinni.
1 stig í 4 sætið
#66
Það má vera rétt þó ég haldi að ástæðan sé ekki að hann hafi ekki verið nógu góður fyrir Fullham? Okkar Raggi hefur allavega hjartað á réttum stað veit ekkert um hjartað í hinum Þ.e. Klavann. það myndi ekki saka mikið að kaupa Ragga enda örugglega búinn að falla í verði við það að fá ekki að spila? Samt meira sagt í gríni þó að það væri að sjálfsögðu gaman að sjá Íslendinga gera það gott hjá félaginu.