Vond vika að baki hjá Liverpool og þeir augljósu veikleikar sem komið var inná strax eftir að glugganum lokaði strax farnir að segja hressilega til sín. Framundan eru svo áhugaverðir leikir gegn gegn Leicester. Þetta og margt fleira var til umræðu í þessum þætti.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.
MP3: Þáttur 163
„Svona reyndur stjóri eins og Klopp er að rótera hafsentunum sínum og markmanninum. Á fyrsta þjálfaranámskeiði hjá KSÍ er þetta bannað. Þarna þarftu stöðugleika. Veldu þá sem þú telur að séu bestu mennirnir í hafsentana og markmanninn. Hættu að rótera,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, sérfræðingur í Messunni.
Er ekki svolítið til í þessu
Málið er að hann er að gera það sama og seinast það reyndist bara ekkert vel og það er alveg ástæða fyrir því að allir sparkfræðingar hvort sem þeir eru hér heima eða úti eru að bölmóðast yfir þessu.
Það getur ekki komist stöðuleiki á vörnina svona bara ekki séns.
Þetta væri skiljanlegt ef menn væru meiddir eða í leikbanni að nota hina en leikjaálagið er ekki orðið það mikið í sept og menn varla orðnir það þreyttir strax að hann sé byrjaður að nota markmann númer 3 og búin að skipta út nánast allri vörnini út 2svar í 5ta leik.
Þetta er bara kjaftæði hann einfaldlega veit ekkert hverja hann á að hafa í vörn og treystir ekki enn markmönnum sínum þetta er ekki gott og þarf að leysa sem allra fyrst.
Kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart að við erum í öðru sæti ásamt nokkrum öðrum liðum yfir flest mörk fengin á okkur í deild. Það sem Klopp er að hringla aftur með vörnina fram og til baka segir manni það að hann viti alveg hvernig ástandið er.
Það er eitt sem ég tók eftir að maggi sagði að klopp yrði að koma og segja að þetta væri nokkura ára uppbygging. Hann hefur sagt það frá byrjun.
Menn inni á þessari síðu hafa oft kvartað að Liverpool kaupi oft valmöguleika nr tvö og hafa ekki sætt sig við það. Núna fengum við ekki kauða nr eitt og þá væla menn.
Hættum að láta eins og frek börn. Sókn og miðja er kominn á par við þær bestu í heimi og væntanlega er vörn næst á dagskrá. Róm var ekki byggð á einum degi.
Sælir félagar
Ég vil benda Amunda á að Klopp sagði fyrir síðustu leiktíð að þá væru engar afsakanir gildar fyrir að ná ekki árangri. Gott og vel við náðum 4 sætinu og unnum okkur inn í meistaradeildina. Klopp hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar fyrir þessa leiktíð hvorki af ná á svo ég muni. Hann hefur að vísu lýst því yfir að skortur á leikmannakaupum (mitt orðalag) spili enga rullu í varnarvandræðunum. Liðið verði einfaldlega að læra að verjast?!?!
Eins og ég skil orð Magga þá er hann að tala um að Klopp rói stuðningsmenn og lýsi yfir að allt sé í eðlilegu ferli og ástæðulaust að hafa áhyggjur. Svo getur menn greint á um hvort þertta sé rétt hjá Magga eða ekki. Ég er Magga sammála í þessu efni því ég hefi áhyggjur sem ef til vill eru ástæðulausar.
Nú er Klopp búinn að segja að ekki sé ástæða til að hafa þessar áhyggjur af rönni Manchester-liðanna. Þau séu að spila vel eins og er en það sé allt í lagi. Við munum líka að M. City vann 10 eða 12 fyrstu leikina sína í fyrra en endaði í þriðja sæti í lok leiktíðar. Þrátt fyrir áhyggjur af frammistöðu liðsins okkar í upphafi þessarar leiktíðar verður maður að vona að Eyjólfur hressist. En ég er sammála Magga hvað það varðar að maður er orðinn andskoti leiður á þessu ár eftir ár.
Það er nú þannig
YNWA
Þætti gaman (eða þannig..) að heyra hljóðið í ykkur núna eftir leicester leikinn :l