Herra Klopp hefur valið liðið gegn Newcastle og það lítur svona út:
Mignolet
Gomez – Matip – Lovren – Moreno
Wijnaldum – Henderson – Coutinho
Salah – Sturridge – Mané
Bekkur: Karius, Klavan, Milner, Can, Oxlade-Chamberlain, Firmino, Solanke
Sterkt lið. Klopp setur Sturridge á toppinn og bekkjar Firmino. Can fer einnig á bekkinn og Trent Alexander er ekki í hóp. Henderson spilar sinn 250. leik fyrir Liverpool í dag.
Við minnum á #kopis og ummælakerfið hér að neðan á meðan leik stendur.
Þetta er bara flott lið í dag.
Sturridge er ekki með vinnsluna hans Firminho en hann ætti að geta klárað færin sem við fáum(ef hann hefur skilið eftir skóna sem hann notaði í Rússlandi).
Mjög sáttur að sjá Sturrigde frammi, vonandi stendur hann sig og sýnir að hann sé byrjunarliðsmaður í þessu liði.
Lee Ryder? @lee_ryder
Rafa Benitez has made Hillsborough campaigner Margaret Aspinall guest of honour for today’s game #nufc #LFC
Sæl og blessuð.
Er bjartsýnn í tilefni dagsins. Held að vörnin eigi eftir að standa sig og Mané á heilmikið inni.
Sterkt lið á pappír, en veikist er aftar líður. Þetta verður markaleikur. Ég er að bíða eftir þeim tímapunkti að okkar ástkæra lið verði stabílt í sigrum og er það mín von að sá punktur byrji núna (ég veit að það eru ekki of miklar líkur að það sé að fara að gerast) .
Ég spái 5-5 on vona 0-5
Er einhver með góðann link á leikinn ?
Óska eftir link á stream
https://www.reddit.com/r/soccerstreams/comments/73ly8d/1530_gmt_newcastle_united_vs_liverpool/
Virkar þessi ?
http://buffstream.com/watch/soccer.php
Ok Sturridge skoraði einu sinni flott “chip” mark f. utan teig á móti WBA.
Hvað ætlar hann að reyna þetta oft?
Er Coutinho inná ?
Sóknarmenn okkar eru eins og hauslausir apar fyrir framan mark andstæðingsins. Einbeiting og ákvarðanataka algjörlega út úr korti.
Rosalega eru menn daprir fyrir framan markið, en ef þetta heldur áfram þá hljóta menn að koma tuðrunni í netið.
Já
OK ég skal halda kjafti þarna er hann !
Coutinho hægt og bítandi að vinna okkur stuðningsmenn aftur á sitt band 🙂
Þvílíkur leikmaður!
Nr.11 hvað varstu að segja, ha ha.
Kúturinn mættur! Gullfallegt.
fekk feitan ullarsokk
11. held hann hafi svarað þessu ágætlega, wow
Djöfull er ég sáttur með eigendur liðsins að hafa haldið litla töframanninum. Þvílíkur x faxtor leikmaður
Af hverju geta þessir hafsentar ekki spilað almennilega saman?
Úff þessi vörn, þessir aular í vörninni, jesús minn
Djöfull er ég sáttur með þjálfara og eigendur liðsins að hafa eytt duglega í varnarmenn fyrir þetta tímabil.
jesús min guð minn góður… djöf skita er þessi varnarlína úffff
Núna eru þessir andskotans miðverðir farnir að leggja upp mörk fyrir andstæðingana. Endalaus skita hjá þessum snilldarmiðvörðum hjá okkur.
RH- viltu ekki nefna einhvern annan svo hann skori, t.d. Sturridge.
Ég hata vörn Liverpool.
Þetta er bara ekki gott fótboltalið .Flottir einstaklingar en er ekkert lið.
menn bara heimskir…afhverju að bakka ? bara að stoppa og stíga fram, einfalt. eru menn 5 ára eða hvað? eins mega Salah og Mane gefa meira boltann en ekki reyna að gera allt sjálfir.
Gætum við ekki sleppt miðvörðum og spilað með Mignolet, Karius og Ward í marki?
Ættum þá sjens.
Ótrúlegt hvað við gefum ódýr mörk, miðverðirinir eru tveir á móti einum og þurfa ekki að einbeita sér að neinu nema þessum stungubolta. Ég bara skil ekki hvernig þeir Matip og Lovren virðast verða að vera heiladauðir í allavega einni sókn í hverjum einasta leik sem við spilum. Flott mark hjá Coutinho, Mané leiðinlega einbeitingar laus í sumum af sendingunum sínum. Gomez er sterkari og hraðari en ég man eftir að hafa nokkurn tímann séð hann. En þó svo það séu jákvæðir punktar úr þessum hálfleik þá fer það allt í ruslið með þessum eilífu varnar mistökum.
Hef því miður enga trú á þessu verkefni. Ég efast getu liðsins og ég efast aðferðir Klopp. Lovren og Matip ásamt restinni af vörninni má hafa sig burt frá félaginu.
Ég vorkenni stuðningsmönnum og nýjum leikmönnum liðsins að horfa uppá hörmungarnar sem dynja yfir LFC.
Ef að Klúbburinn á að vera tákn sigurs og metnaðar þá skulu eigendur hafa sig burt. Það er með lífsins ólíkindum að hafa ekki landað betri byrjunarliðsmönnum í sumar og keypt lykilmenn í allar stöður.
Og já Hendó, rífðu upp liðið eða reddaðu þér annari vinnu!!! Leiðtogi minn rass!!
Við þurfum að átta okkur á því að þessi sending hjá Shelvey var stórkostleg og líka að Matip náði að vinna til baka og tækla boltan en því miður fór tæklingin í Newcastle kallinn og inn í markið( svona í takt við tímabilið).
Aðeins um okkar kalla þá hefur þetta ekki verið nógu gott. Coutinho með frábært mark en Mane/Salah ekki alveg náð sér á strik og Sturridge ekki að sína að hann eigi alltaf að vera í liðinu.
Það eru samt 45 mín eftir og nú er bara að sækja til sigurs.
Coutinho búinn að hitta rammann, nú þurfum við að bíða 40 skotum seinna þegar hann hittir á rammann aftur. gallinn við hann er nýting.
Domarinn virðist alveg harðákveðinn i að ekkert viti a að dæmast i dag, hefðum átt að vera búnir að fá þrjú.
Gomes og Sturridge út Can og Firmino inn takk vörninn verður ekkert verri við 3 manna vörn.
sérer: There was gaping hole between the Liverpool centre-halves. I thought Joselu had taken a touch too many but Joel Matip kicks it on to the shin Joselu. It was terrible defending from Liverpool. They gave Shelvey far too much space and there was far too much space between Matip and Lovren.”
Segir sig sjálft. Skil ekki hvaða rugl er í gangi með þessa vörn. Ætla samt að spá að þeir haldi hreinu í seinni hálfleik.
Ég held að Lovren ætti að sleppa þessum 5 verkjatöflum fyrir leik, hann verður bara alltof sljór af þeim 🙁
Nú þegar Sturridge er líka búinn að tapa skorgetunni þá er alveg eins hægt að selja hann.
Það er svo útúrsteikt hvurslags jólasveinar þetta eru í færanýtingu. Ég skil ekki til hvets eonu sinni hin liðin spili markverði gegn okkur.
Ég er svo aldeilis yfir mig bit.
Verður að refsa svona mistök og nýta fín færi sem menn fá gefins, Sturridge og Salah klaufar
*hvers einu sinni
Það var laglegt Gomez…láta finna fyir sér Inná með Solanke núna fyrir Sturridge og Firmino fyrir Salah.
verðum að hafa menn sem geta nýtt sín færi. léleg nýting. vöðum í færum og lámarkskrafan er að þau séu nýtt.
Það vantar einhvern karakter inn á sem drífur menn áfram. Finnst eins og menn séu alltaf að gera þetta með hálfum huga.
jebb sammála, botninum náð í færanýtingu í þessum leik. allavega 3 dauða dauða færi farin.
Nota skiptingarnar Klopp! Þetta er augljóslega ekki að ganga upp svona
Ja hérna hér dapurt er það.
Vá hvað bæði lið eru léleg hundleiðinlegur fótbolti
Sturridge alveg týndur….
Er Klopp hinn þýski WIllum?
Firmino væri fínt að fá inná
Snake þetta var nú óþarfi. Willum er Roy Hodgson
Tja ákveðin WIllum einkenni. Þriðja tímabilið og allt í steik
Hversu slappur sóknamaður er það sem horfir á varnalínuna í dágóða stund en tekst samt að vera rangstæður.
Vill Crystal Palace ekki kaupa af okkur annan sóknarmann í janúar?
Munurinn á Sturridge og Kane, Aguero, Jesus, Lukaku, Morata er meiri heldur en munurinn á vörninni okkar og þeirra.
Er virkilega ekkert betra í boði ?
Dæs held ég fari bara að leggja það gerist ekkert í þessum leik annað en mögulega mark fráv Newcastle
Við bara verðum að fara losa okkur við Dejan Lovren. Þetta rugl er ekki boðlegt lengur.
Svo fer Sturridge líka að vera fullreyndur. Hann hefði átt að vera seldur síðasta sumar. Menn eins og Lacazette og Aubemeyang voru í boði. Minnir á í fyrra þegar við gátum keypt Joe Hart en héldum í staðinn í óskhyggju að Mignolet myndi bæta sig.
Óskiljanlegt að við séum trekk í trekk að bíða í mörg ár eftir að nær útbrunnir leikmenn sýni gamla takta. Menn sem eru á himinháum launum.
Klopp er að fá þolinmæði og tíma með liðið sem er gott enda afburða þjálfari. Hann verður þó að flýta þessu uppbyggingarstarfi og bæta liðið þegar hann fær augljós tækifæri til. Að menn fái að hanga í byrjunarliði Liverpool útá gamla frægð er bara ávísun á under-performing meðalmennsku.
chambó á leiðinni inn… er það ekki einmitt það sem vantaði? meiri hlaup og meira sprikl?
Djöfull er þetta leiðinlegt áhorfs. Hélt þetta ætti að vera afþreying
Nú er ég ekki að segja að þetta sé dómaranum að kenna hvernig stendur en Jesús Kristur er einhver herferð gegn Liverpool hjá dómurum í Englandi
ég sé nú ekki mikla uppbyggingu í gangi frekar same old shit
Ömurlegur seinni hálfleikur eins og alltaf
2 stigum á eftir tottenham. Þetta er í lagi ennþá.
7nda sætið er ekki í lagi og hverjum er ekki shit sama um tottenham.
Jæja, kominn tími á smá frí frá enskum bolta, september var ömurlegur og ekki byrjar október betur. Hvað er þetta, einn sigur í seinustu 7? Er ekki á Klopp out vagninum, því það er einfaldlega hópurinn sem er ekki nógu góður. Þó svo það sé Klopp að kenna sé ég ekki hver myndi gera betur með þennan hóp. Mér væri reyndar allveg sama þótt hann væri rekinn, þó ég kalli ekki eftir því. Afsakið neikvæðnina, en það er bara ekkert gaman við það að fylgjast með þessari meðalmennsku.
erum að detta í manutd pakkan ífyrra jafntefli,jefntefli og aftur fkn jafntefli. Endum í 6.sæti og tiltalausir. Skammast mín að vera Liverpool stuðningsmaður í dag