Á morgun mætir Liverpool aftur til leiks í Meistardeildinni en þá heimsækir liðið Maribor í Slóveníu í leik sem ætti öllu jafna að teljast skyldu sigur fyrir Liverpool með fullri virðingu fyrir Maribor.
Maribor er frá samnefndri borg sem er næst stærsta borg Slóveníu og búa um 95 þúsund manns þar. Félagið var stofnað árið 1960 og er eitt þriggja liða sem aldrei hefur fallið úr efstu deild þar í landi frá því að slóvenska deildin var stofnuð, áður spilaði liðið í júgóslavísku deildinni. Maribor er sigursælasta lið Slóvena og jafnframt ríkjandi meistarar. Félagið á 14 deildartitla og níu bikartitla þar í landi. Blómaskeið þeirra hefur verið á tveimur tímabilum, fyrra á milli 1990 og 2000 og það seinna frá 2008 og til dagsins í dag.
Þjálfari liðsins er að stýra liðinu í annað skipti en hann var fyrst með þá á árunum 2008-2013 en þá vann hann fjóra deildartitla af fimm mögulegum áður en hann tók við Sturm Graz í Austurríki og stutt stopp í Leeds en hann tók aftur við liðinu fyrir síðustu leiktíð og vann deildina með þeim aftur. Darko Milanic, þjálfarinn sem um ræðir, var slóvenskur og júgóslavískur landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma með Sturm Graz í Austurríki og Partizan Belgrade í Serbíu. Milanic er lang sigursælasti þjálfari Maribor en auk fimm deildartitla hefur hann unnið fjóra bikara.
Án þess að þekkja nú alltof mikið til þessa Maribor liðs þá virðist sem að þeir Damjan Bohar, kantmaður, og Jasmine Mesanovic, framherji, séu þeirra atkvæðamestu og hugsanlega hættulegustu leikmenn en það eru nú ekki nöfn í þessu liði sem maður kannast eitthvað við.
Maribor hefur áður mætt enskum liðum í Evrópukeppnum en liðið hefur til að mynda mætt Tottenham, Chelsea og Wigan. Þeir lögðu Wigan 2-1 í Evrópudeildinni en hafa annars ekki riðið feitum hesti gegn ensku liðunum og vonandi verður það sama upp á teningnum á morgun þegar Liverpool heimsækir þá á hinn 12700 sæta Ljudski vrt völl.
Í leikjum þeirra í riðlinum hingað til hafa þeir gert jafntefli við Spartak Moskvu og töpuðu gegn Sevilla en eins og áður segir þá er þetta hreinlega skyldusigur fyrir Liverpool og ætti að öllu eðlilegu að vera öruggur sigur, það er bara staðreynd og allt annað yrði stór og mikil vonbrigði.
Liverpool átti heilt yfir góðan leik gegn Man Utd um helgina en tókst ekki að klára tækifæri sín en nái liðið svipuðum takti og í þeim leik þá mun liðið valta yfir Maribor en líklega mun Klopp gera einhverjar breytingar á liðinu þar sem liðið mætir svo Tottenham um næstu helgi en vonandi ekki of mikið því það er mjög mikilvægt að þessi leikur endi með sigri ætli Liverpool sér áfram í Meistaradeildinni. Sex stig úr viðureignunum gegn Maribor er það eina sem ég teldi ásættanlegt.
Karius kemur líklegast aftur í markið eins og í hinum Meistaradeildarleikjunum. Alexander Arnold gæti kannski komið inn fyrir Gomez og Robertson fyrir Moreno. Klavan gæti hugsanlega komið inn, sérstaklega ef Lovren er enn eitthvað tæpur. Líklega mun Oxlade-Chamberlain byrja leikinn og hugsanlega Sturridge og Milner líka. Það kæmi mér ekki mikið á óvart ef þessir þrír sem byrjuðu fremstir gegn Man Utd muni hvíla enda voru þeir í löngum ferðalögum í landsleikjahléinu. Ég vona að það verði ekki of mikið af breytingum en þær verða líklega einhverjar, Klopp mun freista þess að hafa flesta lykilmenn sína freska fyrir helgina því Tottenham mun pottþétt ekki hvíla þegar þeir heimsækja Real Madrid á morgun.
Arnold – Matip – Klavan – Robertson
Can – Henderson – Milner
Sturridge – Solanke – AOC
Algjört skot út í loftið en þetta lið ætti að vinna Maribor og annað kvöld þá bara hreinlega vænti ég þess að Liverpool hafi tryggt sér örugg og góð þrjú stig og menn verði klárir í erfiðan leik um næstu helgi.
Sturridge frammi með Solanke og Oxlade Chamberlain, Grujic á miðjunni, Joe Gomez í miðverðinum.
Þessir leikmenn hljóta að fá sénsinn í þessum leik.
Það skiptir kannski ekki öllu máli en slóvenska deildin hefur bara verið til frá 1991. Þetta eru semsagt 14 deildartitlar af 25 ef mér reiknast rétt til.
Ég held að hann hafi ekki bæði sturridge og solanke inná, hann spilar ekki oft á 2 framherjum.
En svo finnst mér þetta helvíti veikt lið fyrir aftan miðju, þetta er leikur sem við verðum að vinna og það þarf vörn til að vinna leiki.
Ég væri til í að sja Gomez í miðverði.
Önnur pæling, hvað er langt í Clyne og Lallana
YNWA
Sama hvaða liði við stillum upp þá verðum við að vinna þennan leik. Vonandi verður þetta öruggur sigur sem við þurfum ekki að eyða of mikilli orku í.
#3 Lallana á að koma til baka í nóvember held ég, er ekki viss um Clyne. Við höfum klárlega saknað þeirra beggja, þó svo Gomez hafi staðið sig ágætlega uppá síðkastið.
Ekki of mikið af tilraunastarfsemi.
Liðið þurft að gera mjög mikið til að komast í meistaradeildina og væri heimskulegt að rotera of mikið fyrst að næsti leikur er á sunnudaginn og nóg af hvíld þanngað til.
Karius
Gomez- Lovren – Matip – Robertson
Winjaldum – Henderson
Coutinho
Ox Firminho
Sturridge
= Mignolet, Moreno, Can og Salah út og Karius, Robertson, Ox og Sturridge inn. Gefa Salah smá hvíld og bæta einum sóknarsinnuðum á miðsvæðið.
Spáum 1-3 sigri okkar manna en þetta verður ekki gefins.
Eigum að stilla upp okkar sterkasta liði enda megum við ekki við vanmati þegar við erum aðeins með tvö stig í riðlinum.
Sammála, vil sterkasta liðið í byrjun leiks. Svo er hægt að skipta þegar líður á leikinn, ef allt fer vel. Verðum að komast á beinu brautina og þessi leikur má ekki verða eitthvert bananahýði. Hef bara ekki geðheilsu í svoleiðis vitleysu!
Hvað varð um Evrópu upphitanir að hætti Einars Matthíasar?
Its now or never, eins og segjir í ljóðinu hjá honum Elvis.
YNWA
Að mínu mati á að gera 4 breytingar á liðinu, fullt af skynsamlegum kostum þar. Svo á að nota allar skiptingarnar eftir því hvernig leikurinn þróast.
Erum þá annað hvort með nánast allt byrjunarliðið inná (sem ég vona að þurfi ekki) eða hvílum megnið af því fyrir helgina. Það eina sem ég vil ekki sjá er að það verði keyrt á sama liðinu til 80+! Gjörsamlega hata þessar skiptingar á 88.
Er ekki komin tími á Gomez í miðverðinum? Hann eflist með hverri raun og lofar góðu þessi strákur. Klavan á ekki að nota nema í neyð. Verðum að fá sjálfstraustið í gang í þessari keppni, er farið að minna á hörmungargengið frá því síðast.
Hvað segja menn samt um þennan sóknarleik okkar. Afhverju eru við ekki eins ferskir og t.d. á síðustu leiktíð þar sem hraður og ógnandi sóknarleikur hræddi öll lið? Eru menn svona öruggir með sín sæti í liðinu eða fer allt púður á æfingum í varnarleikinn þessa dagana sem svo bitnar á sóknarleiknum? Virkar á mig eins og leikmenn hafi ekki trú á þessari aðferð. Öll þverhlaup þriggja fremstu sjást varla lengur, menn skipta ekki lengur um stöður, þetta er hálf gelt og staðið.
Sælir félagar
Ég hefi svo sem ekki miklar skoðanir á uppstillingunni fyrir leik. Það getur svo vel verið að maður verði svo brjálaður yfir henni ef leikurinn fer illa en ég ætla samt að treysta Klopp fyrir henni. Spái markasúpu ef vel tekst til í byrjun en ströggli ef við byrjum illa.
Það er nú þannig
YNWA
Reikna með einhverju breyttu liði frá laugardeginum, en myndi samt frekar villja okkar sterkasta lið, það má ekki vera að gera tilraunir, bara viðurkenna að hópuinn er þunnskipaður af mönnum sem hægt er að treysta og spila á okkar bestu mönnum, þetta er ekki leikur sem má tapast, ef við vinnum ekki þá erum við ekki að fara uppúr riðlinum.
ein fislétt: staðan á Lallana? fer hann ekki að detta í einhverjar mínútur?
Lallana er farinn að æfa létt á Melwood, en það er ekki reiknað með honum fyrr en í nóvember.
Stressið að aukast eftir því sme nær líður leiknum, meigum ekki tapa stigum þarna en þyrftum að hvíla allavega Brassana okkar. Fáum vonandi að sjá einhvern ungan.
Klopp tók það nokkuð afdráttarlaust út af borðinu að hann myndi nota þennan leik til að gefa þeim sem ekki hafa spilað mikið séns í þessum leik eða fara í einhverja tilraunastarfsemi. Hvort sem hann stendur við það er svo annað mál.
Gæti trúað að þetta verði leikur fyrir Karius, Milner, AOC og mögulega Sturridge. Fjórar breytingar frá síðasta leik og allt leikmenn sem eru jafnan í hóp.
Klopp er augljóslega að vinna með AOC og ætlar að setja hann í liðið þegar hann er tilbúinn, það er samt galið í miklu leikjaálagi og meiðslum að hann fái lítið sem ekkert að spila. Ef þessi leikur er ekki kjörið tækifæri veit ég ekki hvar það á að koma á næstunni. Coutinho og Firmino fengu enga hvíld fyrir síðasta leik og mega alls ekki meiðast núna. Lallana og Mané eru þeir sem hvað helst keppa við AOC um stöðu og þeir eru báðir meiddir. Þannig að ef ekki hérna?
Sama á við um Sturridge, hann þarf annan séns eftir hörmulegan leik gegn Newcastle og Firmino þarf hvíld af og til.
Það verður farið af krafti inn í þennan leik.
Það mun bera árangur.
Klopp kemur svo á óvart og skiptir á 60. mínútu.
1-4 sigur og jafntefli í Rússlandi
YNWA
Liðið er komið.
Karius, TAA og Millner inn Mignolet, Gomez og Henderson út.
Klopp ætlar sér 3 stig og ekkert annað.
Það er ekkert verið að humma við þetta 🙂 bara full forse in
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Lovren, Moreno, Milner, Wijnaldum, Can, Coutinho, Salah, Firmino.
Hvar er hægt að horfa a leikinn í góðum gæðum