Lausnin á vandamálum Liverpool er afskaplega einföld, það þarf að skipta FSG út og fá inn moldríka eigendur frá Kína, Rússlandi eða einhversstaðar af Arabíuskaganum. Klopp er augljóslega kominn á endastöð með liðið og réttast væri að selja alla leikmenn liðsins nema svona tvo. Þeir sem sjá þetta ekki eru blindir og fullkomlega ómarktækir í umræðunni og guð hjálpi hverjum þeim sem reynir að sjá eitthvað jákvætt við Liverpool, meðvirkir aumingjar og partur af vandamálinu.
Svona er tilfinningin er maður les ummælin eftir leik eins og þann sem við horfðum á í gær og þetta er vel þreytt, sérstaklega þar sem þetta er svo barnalega óraunhæft oft á tíðum.
Sérstaklega langar mig að taka fyrir eigendur félagsins, þeim fjölgar sem vilja nýja eigendur sem er þannig séð gott og blessað en höfum þá í huga að FSG er eitt jákvæðu tilvikunum þegar kemur að eigendaskiptum, nálægt toppnum meira að segja.
Þetta eru eigendur ensku liðanna í dag:
(Smellið á myndina til að stækka hana)
Það eru tvö lið með eigendur sem hægt er að kalla sykurpabba og ef við færum okkur út fyrir England er eitt lið í viðbót með alvöru sykurpabba eigendur sem vita ekki aura sinna tal (PSG). Þar með er það upptalið! Bayern, Barca og Real Madríd falla t.a.m. ekki undir þennan flokk.
Man Utd er eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi hvað knattspyrnulið varðar en eigendur félagsins hafa sannarlega ekki verið að setja sína peninga í reksturinn. Stuðningsmenn United hafa frá 2005 verið töluvert meira óánægðir með eigendur félagsins heldur en stuðningsmenn Liverpool hafa verið. Þeir geta keppt við sykurpabba liðin á leikmannamarkaðnum en það gátu þeir alveg líka áður en Glazer keypti félagið.
Arsenal er í eigu tveggja moldríkra eigenda sem hafa rekið félagið vel en þeir eru ennþá lengra frá því að vera sykurpabbalið heldur en Liverpool. Kroenke keypti félagið 2008 og síðan þá hefur Arsenal smátt og smátt orðið eftir í samkeppninni á toppnum í Úrvalsdeildinni, hvað þá í Evrópu þar sem þeir hafa hangið í Meistaradeildinni en orðið sér til skammar æ oftar undanfarin tímabil.
Tottenham er með módel sem líklega líkist okkar hvað mest, þeir hafa verið með sömu eigendur frá 2001 og hafa mjög hægt og rólega verið að byggja upp frábært lið sem bráðum fer á nýjan heimavöll. Spurs er að eyða minna í leikmannakaup en Liverpool og einnig launakostnað.
Everton er núna komið með nýja eigendur, Moshiri var áður partur af félaginu sem á minnihluta í Arsenal en seldi sinn hlut 2016 til að fjármagna kaupin á Everton. Tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sykurpabbi þetta er en Everton menn eru ekkert himinlifandi í dag a.m.k.
Eigendur WBA eru taldir vera með þeim ríkari í eigendahópi enskra liða, sé ekki að mikill hluti af þeim auðæfum hafi verið í WBA samt. Það eru einnig moldríkir Kínverjar á bak við Southampton. Bæði lið fengu nýja eigendur árið 2016 en það er erfitt að sjá þá sem einhverja sykurpabba.
Það eru heimamenn á bak við Brighton, Crystal Palace, Burnley, Stoke og Huddersfield. Allir hafa þeir reynst sínum félögum vel og komið þeim í mun betri stöðu en liðin voru í fyrir en enginn þeirra er á kaliberi við það sem þeir sem vilja FSG burtu eru að óska eftir.
West Ham og Newcastle eru með enska viðskiptajöfra sem eigendur og væru svo sannarlega til í að losna við þá.
Leicester fékk nýja eigendur á sama tíma og Liverpool, þó þeir hafi vissulega landað titlinum á þessum tíma er ekki beint hægt að saka þá um að vera sykurpabbar þó þeir hafi verið góðir fyrir Leicester.
Pozzo fjölskyldan hjá Watford er búin að bæta liðið töluvert undanfarin ár en eru aldrei af því kaliberi sem Liverpool er að leita að. Stuðningsmenn Swansea hafa heldur betur hatað nýju Amerísku eigendur sína sem gengu svo langt að ráða Bandarískan þjálfara til félagsins.
Bournemouth er líklega það lið sem hefur fengið hvað bestu nýju eigendurna m.v. hvað hefur gerst hjá félaginu síðan 2011 er Denim keypti félagið. Bournemouth fór samt ekki upp allar deildirnar á einhverjum sykurpabba eigenda, Denim bara treysti rekstur félagsins.
Það er erfitt að sjá FSG sem eitthvað verri eigendur en önnur lið eru með. Man City og Chelsea eru auðvitað fyrir utan sviga enda gríðarlega sjaldgæf dæmi. Liverpool er vel rekið félag, miklu miklu betur rekið en félagið sem þeir keyptu var rekið, svo mikið er víst. Auðvitað væri fínt að fá moldríka eigendur sem vilja setja miklu meiri pening í liðið, öll lið vilja það en það er miklu algengara að lið fái nýja eigendur sem lofa öllu fögru en standa svo ekki við það. Liverpool er eitt besta dæmið hvað þetta varðar eftir Gillett og Hicks. QPR, Leeds, Aston Villa og Blackbun fögnuðu öll nýjum eigendum vel á sínum tíma.
Hópar ensku liðanna eru með þeim dýrustu í boltanum og Liverpool er á topp tíu yfir dýrustu hópa Evrópu. Samkeppnin er líka töluvert meiri á Englandi en annarsstaðar.
Mönnum er svo varla alvara að vilja gefast strax upp á Jurgen Klopp eftir 2 ár? Og hvað? Byrja enn eina ferðina upp á nýtt að byggja upp lið og fá inn þjálfara sem er með sambland af leikmönnum Klopp, Dalglish og Rodgers? Klopp er ekkert fullkominn en hann hefur sannarlega CV-ið til að fá að njóta vafans hjá okkur. Það er ekkert meira spennandi í boði hvort eð er.
Liðið er langt frá því að vera fullkomið og það er alveg hægt að vera ógeðslega pirraður yfir gengi félagsins án þess að það þýði alltaf að maður vilji selja alla leikmennina og auðvitað reka stjórann. FSG er þrisvar búið að skipta um stjóra á sjö árum og er núna með þann sem bæði þeir og við öll vildum hvað helst fá.
Klopp er ekkert fáviti, hann veit alveg að vörnin er vandamál og þess vegna reyndi hann að kaupa dýrasta varnarmann í heimi í sumar, ég er líka pirraður að það tókst ekki og hann er rétt rúmlega að fá að súpa seiðið af því núna. Eins með miðjuna, það er að koma betur og betur í ljós að ekki er allt að virka þar eins og Klopp vill hafa það enda keypti hann Keita, við vitum afhverju það gekk ekki fyrr en næsta sumar.
Þetta tímabil er ekki búið eftir níu umferðir en eins og City er að spila virðist titilbaráttan vera búin. City hafa tapað tveimur stigum það sem af er móti og hefðu líka verið “búnir að klára deildina” öll undanfarin tímabil með slíka tölfræði. City er annað af þessum sykurpabba liðum í ensku deildinni, hitt liðið vann deildina í fyrra.
Liverpool hefur byrjað þetta mót illa, nokkur vond jafntefli í leikjum sem liðið spilaði nógu vel í til að vinna og risastór töp á útivelli gegn toppliðunum sem Liverpool var ekki að tapa í fyrra. Það er ekki raunhæft að ætlast til þess að Liverpool takist aftur að fara taplaust í gegnum tímabilið gegn toppliðunum þó frammistöðurnar gegn City og Spurs hafi ekki verið boðlegar. Guð hjálpi reyndar hvaða liði sem er að eiga við City á Etihad einum færri um þessar mundir, sérstaklega þegar það er besti maður liðsins sem fær rautt. Viðbrögð Klopp í gær sýndu svo ágætlega að hann er sammála því að þetta hafi ekki verið boðlegt.
Líklega kemur það mörgum á óvart en stigasöfnunin núna ekkert langt frá því sem félagið var að fá út úr sömu leikjum í fyrra, miðað við sömu eða sambærilegar viðureignir er Liverpool með einu stigi meira núna en á síðasta tímabili. Sömu viðureignir gáfu 12 stig í fyrra en 13 stig núna. Haldi þetta áfram út tímabilið ætti það að duga í Meistaradeildarsæti en þetta breytir því aðvitað ekki að stigasöfnunin úr þessum leikjum var ekki nógu góð í fyrra og er það ekki heldur í vetur.
Klopp þarf að breyta töpuðum stigum gegn liðunum í 6-20 sæti í sigra, takist það vinnur hann vel upp fleiri töpuð stig gegn toppliðunum.
Þetta er ekkert hugsað sem einhver pollýönnu pistill, ég er svipað pirraður á gengi liðsins undanfarið og næsti maður. Brjálaður yfir vörninni og hef áhyggjur af því að þessi áhætta sem tekin var með vörnina í sumar sé að springa laglega í andlitið á okkur. Framundan er ágætt leikjaprógramm sem gefur Liverpool tækifæri til að koma tímabilinu aftur á réttan kjöl.
Liverpool er á toppnum í sínum riðli í Meistaradeildinni og á heimaleik næst gegn liði sem þeir unnu 7-0 á útivelli í síðustu viku.
Við höfum mjög oft séð það svartara en þetta, bæði hvað nútíð varðar og hvað þá framtíð.
Rosalega er ég ánægður með þennan pistil. Allir að farast úr áhyggjum en ég held áfram að trúa. Klopp er minn maður
Takk fyrir þetta Einar Matthías, eins og talað úr mínum munni.
Sæl öll
Mikið rosalega!…. Nei bíðið, ég er algjörlega sammála hverju einasta orði sem þessi pistill inniheldur.
Og hana nú ! Vel gert 🙂
YNWA.
Gæti ekki ekki verið meira sammál en það er bara svo sárt og erfitt að vera stuðningsmaður liverpool. Maður fer inn í þetta timabil eins og öll önnur tímabil fullur af bjartsyni og von. Maður hugsar með sjálfum sér “þetta verður timabilið okkar” en hvað gerist? slap in the face and back to reality! þetta timabil mun bara snúast um að ná 4 sætinu og thað er focking 24 oktober. Það er alltaf möguleiki á meistaradeildabikar og eins og staðan er núna er ég ansi hræddur um að það se eini möguleiki liverpool á að halda áfram i meistaradeilda bolta næsta season. Eg er ekki buinn að gefast upp á liðinu og eins og skáldið sagði “it ain’t over until the fat lady sings”
Ég hef einmitt aldrei skilið þetta #FSGOUT dæmi sem maður verður ítrekað var við á Twitter. Í hvert skipti sem Linda Pizzuti, John Henry eða bara Liverpool FC póstar einhverju þá hrúgast inn fólk sem öskrar á að félagið verði selt. Það er náttúrulega bara vandræðalegt í versta falli.
Og þetta með að vilja Klopp burt hlýtur að vera komið til vegna gasleka hjá fólki, það er bara engin önnur haldbær útskýring. Eins og segir hér að ofan þá er hann ekki fullkominn, og kannski er hann búinn að þrjóskast of lengi við sama leikplanið. En eftir leikinn um helgina virðist eins og steininn hafi tekið úr. Hann er búinn að fá nóg. Hvort það síðan þýðir að hann takið skrefið og kippi Lovren út og gefi Gomez sénsinn og leyfi Karius/Ward að fá sprett í fyrstu 11 á eftir að koma í ljós.
Mjög góður og þarfur pistill ! Takk fyrir það.
Ég skil ekki Klopp out vagninn, ég vill hafa The passionate One áfram og trúi að hann muni verða traustsins verður. Svo mun FSG púnga vel út í janúar fyrir styrkingu í vörnina… ekki veitir af…
:O)
Frábær pistill, takk kærlega.
Litlu við þetta að bæta. Við eigum að sjálfsögðu halda Klopp, en hann þarf samt að girða sig í brók og laga vörnina. Það er svo augljóst að það hálfa væri nóg. Það væri að mínu mati glapræði að skipta um þjálfara, enda enginn þjálfari á lausu sem er í sama kalíber og Herr Klopp. Hann á alltaf að fá að lágmarki tvö tímabil í viðbót no matter what.
Eins og ég hef áður sagt þá held ég að það verði mjög erfitt að fá sterkan varnarmann í janúar-glugganum. Er líka þeirrar skoðunar að varnarmál varnarinnar sé ekki bara einn maður, heldur er það miklu dýpra. Þetta verður því mjög erfitt tímabil hjá okkur og engan veginn sjálfgefið að við verðum í topp4. Ég er hins vegar þegar farinn að hlakka til 2018/2019 tímabilsins því ég er sannfærður um það að Klopp mun ná árangri með klúbbinn. Það mun hins vegar taka tíma.
Góður pistill og endurspeglar að ég held mat “flestra” liverpool aðdáðendur.
Það sjá það allir sem vilja að Klopp er að byggja upp nýtt lið. Það tekur hinsvegar tíma og þá sérstaklega þegar leikmannamarkaðurinn er eins og hann hefur verið þ.e. enginn vill selja nema eitthvað met sé slegið.
Ég hef líka pínu áhyggjur af því að Klopp sé fórnarlamb eigin velgengi á leikmannamarkaði þ.e. þegar hann hefur áhuga á leikmanni þá verður hann í augum seljenda mesta efni fótboltans.
En innkaupastefnan, þrátt fyrir erfiðan markað, hefur sennilega aldrei litið betur út og með þessu áframhaldi ætti Klopp að vera kominn með fullskipað lið eftir 1- 2 ár.
Mér finnst það með fullu óraunhæft að ætlast til þess að Klopp búi yfir einhverjum göldrum og geti snúið liðinu við tveimur árum. Sérstaklega með tilliti til þess að liðið sem hann tók við fyrir 2 árum var meingallað.
Þakka þessa samantekt.
Hef einmitt verið að velta vöngum yfir þessu FSG hatri sem blossar upp á Twitter (og hér) reglulega. “þetta er bara bissness fyrir þá” eru helstu rökin gegn þeim. Eitthvað sem ég sé sem hrós. Verið að reyna reka klúbbinn vel. Þeir er hins vegar ekki sykur pabbar og það virðist fara illa í suma. Raunin er samt að slík módel er rosalega sjaldgæf.
Varðandi KloppOut pælingar (að mínu litla viti ótímabærar), þá fer rosalega í taugarnar á mér að verið sé að gefa sér að nýr þjálfari þyrfti að byrja frá grunni. Getur vel verið að það yrði raunin en það segði mér að strúktúrinn hjá klúbbnum sé í molum. Það gerist nánast bara á Englandi að nýr stjóri sé ráðinn og hann þurfi að byggja upp frá grunni. Það á að vera hægt að skipta um stjóra án þess að skipta um lið.
Er algjörlega ósammála því að FSG séu slæmir eigendur, sjálfur myndi ég ekki velja neina eigendur í Ensku úrvalsdeildinni til að hafa frekar en FSG, þeir studdu Jurgen vel á leikmannamarkaðnum en það var hann sem skeit að hafa bara Plan A. Það plan er virkilega að skíta framan í andlitið á þjóðverjanum.
Klopp out vagninn er til í dag ekki endilega afþví það sé eitthvað betra til, en EF það væri betra til þá væri hann eflaust fokinn fyrir foráttuheimsku sína í að segja að aðeins EINN miðvörður gæti styrkt þetta lið, sjálfur hef ég enga trú á að Klopp leysi þetta með Mignolet, Lovren, Gomez og Moreno í þessu liði og engan djúpan miðjumann sem hefur það hlutverk að hlífa vörninni.
Mér finnst Jurgen Klopp bera 110% ábyrgð á gengi liðsins á þessu tímabili, hann hefur verið stjórinn í 2 ár, tók við liði sem lak mörkum og svar hans var að fá inn Matip fyrir Skrtel, sem er bæting á leikmanni vs leikmanni, en það hefur í raun veikt vörnina útaf hvernig miðju hann vill að liðið sitt spili.
Heimska Jurgen Klopp er að verða honum af falli, eitthvað sem ég hélt að myndi ekki gerast undir hans stjórn.
Mér finnst stóri punkturinn í þessu vera sá að liðið er þrátt fyrir allt 1 stig í plús miðað við sömu leiki á síðasta tímabili. Vissulega var ánægjulegt að fara í þessa stórleiki í fyrra nánast vitandi það að liðið myndi ekki tapa en það eru hin liðin í deildinni sem kroppuðu líka stig af okkar mönnum heldur betur.
Önnur lið í topp sex (Arsenal, Chelsea, City, United og Tottenham) eru skv. mínum útreikningum með þessa bætingu:
Arsenal = 0, semsagt á pari miðað við síðasta tímabil
Chelsea = -8
Man City = +9
United = +3
Tottenham = +2, þarna er það sigurleikurinn á móti okkar mönnum sem kemur þeim í +2 stig.
En fram að áramótum eru leikir þar sem liðið gerði vel á síðasta tímabili. Tólf leikir eru eftir í deildinni á þessu ári og þar tapaði liðið aðeins tveim leikjum, gerði tvö jafntefli og vann 8*. Eitthvað að bæta stigasöfnun í þessum leikjum þó erfitt sé en ég hef ennþá trú á Klopp og hans verkefni. Það vekur samt smá ótta að hann virðist vera ansi þrjóskur hvað kerfið varðar og vill lítið breyta því. En maður vonar samt að steininn hafi tekið úr eftir þennan Tottenham leik og að einhverjar breytingar muni eiga sér stað.
Ef það gerist ekki þá er Klopp nánast á pari við Wenger hvað þrjóskuna varðar og það veit ekki á gott uppá framhaldið að gera.
*Næstu 8 leikir eru t.d. leikir sem ekki töpuðust, 6 sigrar og tvö jafntefli.
“Mönnum er svo varla alvara að vilja gefast strax upp á Jurgen Klopp eftir 2 ár? Og hvað? Byrja enn eina ferðina upp á nýtt að byggja upp lið”
Hef ég misst af einhverju síðustu 2 ár? Klopp er ekki búinn að byggja upp neitt á þessum tveimur árum. Jú við höfum séð brot af geggjuðum hápressu sóknarleik í nokkrum leikjum, en er það nóg? Þegar klopp tók við þá vissi allur alheimurinn hvaða vandamál Klopp þyrfti að leysa úr. Það var markvarsla og vörnin nr. 1, 2 og 3 og miðjumann til að vernda vörnina. Hefur eitthvað gerst í þeim málum? Nei og það hefur bara versnað ef eitthvað er.
Ef Virgil van dijk átti að leysa þetta allt þá er hann ofmetnasti leikmaður í heimi. Fullt af varnarmönnum skiptu um lið í sumar sem hefðu 100% styrkt vörn Liverpool og sennilega hefðum við þurft að kaupa tvo. Svo er löngu kominn tími á að henda Mignolet út, hann hefur aldrei og mun aldrei geta neitt. Karius er óöruggur á boltanum en hann hefur þó eitthvað potential. En mest af öllu myndi ég vilja sjá Ward fá sjénsinn.
Sælir félagar
Takk fyrir þennan pistil Einar Matthías og takk fyrir að mestu málefnalegar umræður. Ég hefi engu við að bæta hér en vil þó segja eins og ég hefi oft sagt áður að “Klopp out er” eitthvert það steiktasta bull sem ég heyri. Ég vona bara að Klopp og eigendurnir hvorki heyri það né skilji.
Það er nú þannig
YNWA
Hjá hundstryggum Klopp-fylgjendum er allt einhverju örðu að kenna en honum. Þetta er stundum kallað meðvirkni.
Sælir félagar
KE#15 Þetta er ekki hundstryggð heldur bláköld skynsemi. Það er fullkomlega glórulaust að gefa manninum ekki amk. þessa leiktíð og aðra til, til að klára það verkefni sem fyrir liggur. Verkefnið er að gera Liverpool að Englandsmeisturum. Að halda að gerist á einu til tveimur árum er glórulaust.
Ég segi að vísu fyrir mína parta (get ekki talað fyrir aðra) að trú mín á Klopp er ennþá mikil. Ég trúi því að hann eigi eftir að koma liðinu okkar á toppinn og það oftar en einu sinni. Góðir hlutir gerast hægt og gefum okkur og Klopp tíma. Temjum okkur þolinmæði og traust á þeim mönnum sem um liðið okkar véla. Það mun skila sér að lokum.
Það er nú þannig
YNWA
Ég hef ekkert verið að biðja um englandsmeistaratitil á 1-2 árum frá Klopp og ég þekki engann púlara sem var með þá kröfu. En mér finnst ekki til of mikils ætlast að fara fram á það að Liverpool geti varist sómasamlega en sé ekki eins og gatasigti. Þegar Klopp tók við þá hafði ég væntingar um að Liverpool gæti mögulega tekið deildartitil innan 4-5 ára. Erum við einu skrefi nær því núna en fyrir tveimur árum? Nei.
Ég er svo sem ekkert grjótharður á því að það sé lausn að reka Klopp en það er alveg út úr kú að styrkja ekki vörnina og jafnvel prófa einhverja aðra taktík. Klopp sagði það nú fyrir tímabilið að hann ætlaði ekkert endilega að spila bara 4-3-3. Já einmitt.
Sammála #17.
Hann hefði alveg matt fara varlega i síðasta leik, ekki með þennan sóknar uppstillingu i byrjun. Vitandi hvaða leikmenn lovren og co væri að fara að takast a við.
Flottur pistill. Þessi umræða um að skipta Klopp út er alveg galin. Ef við horfum á leikina sem við erum búnir að spila þetta tímabil þá erum við búnir að vera lélegra liðið í 45 min á móti City eftir að Mane var rekinn útaf og svo í leiknum um helgina. Þar má samt skrifa heilmikið á einstaklingsmistök heldur en spilamennsku liðsins. Alla aðra leiki erum við búnir að vera miklu betra liðið á vellinum og bara ótrúlegt klúður í vörn og sókn að við skildum ekki vinna alla þá leiki. Liðið er klárlega á réttri leið, Klopp vill bara sinn fyrsta kost og er tilbúinn til að bíða eftir að fá á leikmenn sem hann er eftir. Er viss um að þegar Van Dijk og Keita eru komnir til okkar fara úrslitin að falla með okkur. Við stuðningsmenn verðum að fara að hætta þessu dómsdags væli og fara að styða liðið okkar!!
Þessi pistill virðist vera til þess gerður að róa lesendur kop.is. Get alveg ímyndað mér commentin eftir spurs leikinn en ég hlífði mér við þeim. Blokkaði á allt eiginlega bara varðandi LFC eftir að hafa slökkt á tv þegar Kane skoraði 4-1.
FSG hafa aldei sannfært mig. Fjárfestingar í leikmannakaup hafa einfaldlega ekki verið nægar að mínu mati og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég er ekki hoppandi sáttur með FSG og sé enga ástæðu til að verja þá með kjafti og klóm. Aftur á móti hafa þeir gert margt gott og eru með plan og fá að njóta vafans…í bili.
Þetta er bara orðið svo fjári pirrandi að vera poolari. Maður hljómar eins og biluð plata tuðandi yfir því sama tímabil eftir tímabil. Lovren var ömurlegur sitt fyrsta tímabil með LFC og það sást greinilega að sá gæji yrði aldrei nógu góður fyrir liðið. Þessi mistök hans í gegnum tíðina eru flest hver fáránleg fyrir varnarmann sem spilar á þessu leveli. Hann er samt sem áður ennþá álitinn byrjunarliðsmaður. Það eitt og sér er risastór brandari. Annar brandari um byrjunarliðsmann er Mignolet. Við erum ennþá að horfa á hann sem fyrsta kost í markið. Það eru a.m.k. 3 ár síðan að hann átti að vera seldur.
Minn maður Can er í ruglinu þessa dagana, ásamt mörgum í liðinu. En er það ekki rétt ályktað að leikur hans er oftast alltaf miklu betri þegar Henderson er ekki í liðinu? Hans besta staða er djúpur miðjumaður. Þá stöðu spilar hann ekki 100% þegar Hendo er. Það er eins og þeir tveir eigi að deila stöðunni einhvernveginn en oftar en ekki fær liðið það í andlitið þegar þeir tveir eru báðir of framarlega. Þetta er bara heimskulegt. Þótt að Milner hafi átt einn góðan leik á miðjunni á móti lélegasta liði CL í ár þá á það ekki að þýða að spila skjaldbökunum Milner og Henderson saman á móti mjög góðu liði spurs. Vill bara fá að sjá Can sem djúpan og með Gini og Coutinho fyrir framan sig.
Af hverju var Ox keyptur? Getur einhver svarað því? Væri svo miklu frekar til í að sjá Woodburn eða Wilson fá þessar mínutur en 40m varamaður.
Vill ekki Klopp burt. Mér líkar vel við hann, hress og ástríðufullur þjálfari. Auk þess er hann ágætlega fær í sínu fagi. Hann er bara búinn að leggja traust sitt á leikmenn sem hafa ekki inneign til þess að vera treyst á , t.d. Lovren og Mignolet. Þessir leikmenn eiga að vera seldir næsta sumar, tek ekki annað í mál. Klopp ætti samt ekki að vera fríaður undan ábyrgð og hann veit örugglega manna best að hann þarf að kaupa miðvörð í janúar, eins og allir vita og hafa sagt. Það er bara með hreinum ólíkindum að miðvörður hafi ekki verið keyptur í sumar. Algjörlega galið! Ef Klopp samt nær ekki CL sæti í ár þá er það alveg ástæða til að reka hann. Það fer samt líka eftir árangri í CL og FA cup. Þið munið kannski að hann lofaði bikar innan 3ja ára. Hann hefur ár til þess.
Jæja, nóg komið af cleansing rant. Að lokum vill ég sjá liðið svona á móti Huddf. Ward, TAA, Matip, Klavan(díses kræst að vilja actually sjá Klavan í liðinu), Moreno, Can, Gini, Coutinho, Salah, Firmino og Woodburn.
Sæl öll
Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að fullyrða að Liverpool hafi ekki bætt sig undir Klopp og þá síðustu tvö árin!!?! Magginn #17, ert þú t.d. til í að útskýra fyrir mér hvernig þú kemst að niðurstöðu þinni og fullyrðingum í athugasemd þinni? Fyrir mér blasir við sú blákalda staðreynd að tímabilið 14/15 6.sætið, 15/16 8. sætið, 16/17 4. sætið og núna 17/18 erum við með 1 stigi meira miðað við sömu leiki í fyrra. Þessi einfalda rýni í staðteyndir og tölfræði segja mér að liðið er að bæta sig!
það voru örugglega fullt af scum aðdáendum sem vildu reka Ferguson eftir 3 eða 4 ár, en hefði það komið þeim vel ? neeeh…. Liverpool hefur ekki unnið deildina í 20+ ár og ef einhver heldur að það taki 2 eða 3 ár að breyta því er hann eða hún ::::::: Lið sem skipta um þjálfara eins og nærbuxur gengur 90% ekki vel nema þeir séu með sugardaddy…… en svo á móti…. :það sjá allir að við eigurm að kaupa heimsklassa markmann og heims klassa varnarmenn……ekkert lið hefur svo ég muni í augnablikinu unnið deildina á heimsklassa markmanns…… meira að segja scum á þeirra topp árum, klúðruðu titlinum þegar þeir voru ekki með heimsklassa markmann…. Gera ossome tilboð í 1 af bestu markmönnum heims… og 2 heimsklassa miðherja…..
meinti án heimsklassa markmanns,, sorry..
Vantar hryggsúluna í liðið. Ég vill nýjan markvörð, varnarmann(Van Dijk), Keita er okkar og einn heimsheimsklassa framherja (Icardi, Aubameyang)
Það er svo stutt í að liðið getið orðið magnað en samt svo í fjarska..
ÞHS. Ætlar þú að halda því fram að staðan hjá liverpool í deildinni í dag sé framför? En ég var aldrei að tala um stigasöfnun. En niðurgangur hjá wenger og jafnteflin hjá utd hjálpaði nú aðeins til við að ná 4. Sæti í fyrra.
En aftur að því sem ég var að segja, ég var bara að tala um varnarleikinn. Hann er hörmung. Það eru of margir í þessu liði sem gera alltof mörg einstaklingsmistök, trekk í trekk. Þeim ætti að vera búið að skipta út.
Þetta er ekki spurning um hvort eitthvað sé raunhæft og enn síður barnalegt. Þetta snýst um árangur eða skort á honum réttara sagt. Honum verður ekki náð með þessu módeli í þessari samkeppni, svo mikið er víst og hvað eigum við þá að gera? Fagna því að liðið okkar sé vel rekið? Cmon…
Liverpool er bara orðið svo óviðeigandi lið. Haldið þið að einhver krakki byrji að halda með Liverpool í dag öðruvísi en að ættingi troði liðinu upp á hann? Ég fæðist um áratug eftir að Nottingham Forest vann 2x CL, ætli Liverpool sé nýburum dagsins í dag ekki svipað spennandi og Nottingham Forest var fyrir mér (sem ég vissi ekki einu sinni hvað það var).
Fólk talar rosalega eins og leikur liðsins í dag sé eitthvað frávik. Finnst einhverjum hérna líklegt að botni þessarar leiktíðar sé náð?
Ef við erum ekki að vinna heimskulegar ímyndaðar keppnir eins og “flest stig frá áramótum”, “flest mörk skoruð gegn stjórum sem byrja á H”, “flest stig í mini league stóru liðanna” eða eitthvað álíka heimskulegt þá erum við að taka saman einhverja tölfræði sem þýðir ekki neitt. Meistaradeildarsæti í fyrra og fyrst við erum með einu stigi meira eftir “sömu leiki” þá hljótum við að ná meistaradeild aftur. HA?
Finnst einhverjum hérna líkleglegt að vandamál liðsins verði leyst í janúar? Heldur einhver að vandamál liðsins sé bara skortur á hollenskri meiðslahrúgu sem hefur varla spilað heilt tímabil á Englandi og með grunsamlega fáa leiki fyrir lélegt hollenskt landslið?
Við erum kannski með hóp sem telst til top 10 dýrustu hópanna en það er ekki jákvætt ef horft er á gæðin. Það segir meira til um vanhæfni þeirra sem kaupa. Við erum enn með skelfilegan hóp. Mignolet, Karius, Moreno, Klavan, Lovren, Matip, Can, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Chamberlain, Milner og Sturridge eru algjörlega gagnslausir og það væri eiginlega skárra að gefa bara unglingum séns þar sem þetta tímabil er hvort sem er handónýtt. Everton myndi sennilega ekki taka frítt við þessu rusli.
Þessir eigendur hafa skilað okkur algjörum sorp hóp á gjörsamlega fáranlegum launum miðað við gæði. Það eru kannski 2-3 leikmenn í þessu liði sem verðskulda +100k en ætli þeir séu ekki um 10 eða fleiri jafnvel. Lovren er á 100k á viku FFS! Suarez peningurinn dugar til að kaupa Lovren og borga honum laun í 8.5 ár. Þeir hafa sett í kringum 12m nettó per glugga í þetta lið frá því þeir komu. Hópurinn lítið skárri, launamál verri. EEEEn… þeir komu með dunkin’ donut og reka liðið betur. Jeiii! Istanbul var ekki neitt, fyrir mér snýst þetta um ársreikninga!
Manu, Barce, Bayern og Real eiga kannski ekki sykurpabba eins og þið kjósið að kalla það en þau kaupa einfaldlega það sem þau vilja. Hvað er svo málið með þetta sykurpabba-orð? Eruði virkilega svona á móti þessum tegundum eigenda? Það eru að mínu mati tvær tegundir af eigendum í þessari deild: Þeir sem vilja vinna og þeir sem vilja græða, allir þeirra ríkir. Við höfum eigendur sem vilja græða, ég vill eigendur sem vilja vinna.
Uppbygging er orð sem eigendur sem vilja ekki eyða peningum í liðið nota til að sannfæra stuðningsmenn um ágæti þess að þeir séu ekki að eyða þeim. ManCity kaupir bara þar til liðið er orðið gott. Ef við myndum gera það líka…
Að brottrekstri Klopp þá snýst það um ábyrgð. Mér líkar ágætlega við hann en það þarf að taka ábyrgð á hlutunum – eitthvað sem Íslendingar kvarta reglulega um að sé ekki gert hérlendis. Hann ákvað að kaupa ekki varnarmenn. Sagði að þetta væru nógu góðir varnarmenn og að það var bara til einn varnarmaður í heiminum. Þetta er svona svipað heimskulelgt og ef forseti BNA hefði sent hermenn sína til Evrópu án vopna í WW2 og sagt að hnefarnir á þeim væru meira en nóg. Hnefi er sennilega gagnlegri gegn þýskum Panzer en Lovren er gegn…
Takk fyrir góðan pistil Einar. Heyr, heyr.
Menn verða svo að muna það að þetta er langhlaup, hvernig sem á það er litið. Dettur mönnum t.d. virkilega í hug að Klopp átti sig ekki á því að það vantar betri varnarmenn í liðið? Eða að Mignolet er ekki heimsklassa markmaður? En það er því miður afskaplega lítið af svoleiðis mönnum til sölu. Meðan við höfum ekkert betra hlýtur stjórinn að reyna að vinna með það sem hann þó hefur.
Karius hefur ekki heillað mig til þessa, en hann var næstbestur í Bundesligunni áður en hann kom til Liverpool. Það er eitthvað. Hann var ekki keyptur út í loftið, svo mikið er víst. Hvort hann nær að sanna sig á svo alveg eftir að koma í ljós. Gleymum því ekki að eini heimsklassa markmaðurinn sem við höfum átt á þessari öld var settur til hliðar fyrir Mignolet, það var mögnuð ákvörðun hjá Mr. Rodgers.
Sumt af því sem Klopp hefur gert á ég erfitt með að skilja, ég mun t.d. aldrei skilja afhverju Klavan var keyptur, en það breytir því ekki að ég er himinlifandi með að hafa Klopp sem stjóra og mér líður margfalt betur með FSG sem eigendur en G&H, þannig að ég er bara nokkuð góður. Við erum þremur stigum frá 4. sætinu, öndum aðeins með nefinu kæru vinir.
YNWA!
#25 sorry en ertu á sýru?
Moreno búnað vera einn besti bakvörður deildarinnar í vetur fáranlega hraður og skapandi og hefur stórbætt varnarleikinn sinn og stoppað helvíti mikið af skyndisóknum með hraða sem miðverðirnir ráða ekki við.
Lallana er líklega mikilvægasti leikmaðurinn fyrir Klopp útaf pressunni,varnarleiknum og svo er hann fáranlega tæknískur og skapandi og góður í að klára.
Gigi og Can hafa aðeins dottið útur nokkrum leikjum en eru fáranlega öflugir og duglegir og mikilvægir liðinu.
Henderson reyndar ekki að byrja vel en samt sem áður hrikalega mikilvægur í pressunni og þegar hann spilar sig í form aftur verður hann háklassa leikmaður eins og hann hefur vanalega verið.
Chamberlain hefur átt nokkra góða spretti þótt hann hafi varla spilað neitt og gæti alveg stimplað sig inn sem góður, leikmaður þó ég reyndar sé sammála um að kaupin voru óþörf og hefði átt að taka panic kaup á miðverði ekki kantara.
Eigum við ekki að róa okkur aðeins og ekki að aflífa hálft liðið þegar það eru 2 varnarmenn og markvörður að skemma þetta allt og reyndar sóknin aular að skora ekki meira úr þessum endalausu færum? Erum að spila ógeðslega vel nánast undantekningarlaust og það er þessum leikmönnum sem eg taldi upp og 3 öðrum að þakka og ef við hættum að gefa vangefin mörk sem aðeins Lovren Matip og Mings eru að gera væri staðan allt önnur..
Þeir sem eru að gagnrýna eigendurna fyrir að skila okkur “sorp hópi” sem kostaði allt of mikið og er á allt of háum launum verða þá að horfa líka til þess að þeir hafa rekið nánast alla sem sáu um rekstur Liverpool undanfarin ár og hafa skipt þeim út. Nánast allir sem sjá um daglegan rekstur Liverpool í dag hafa verið í tvö ár í sínum hlutverkum hjá félaginu. Það er gríðarlega lítill tími og liðið hefur bæði bætt sig ágætlega á þessum tíma og lítur mun betur út til framtíðar litið.
M.ö.o. þið bendið réttilega á að FSG er alveg að setja pening í rekstur í félagsins (réttara sagt að rekstur félagsins er að skila pening í leikmannakaup og launakostnað). FSG er svo ennþá að leita að réttu blöndunni til að keppa við lið sem hafa úr miklu meiri fjármunum að ráða. Síðast fyrir tveimur árum var farið í þær allsherjar breytingar sem verið er að óska eftir núna.
Fyrst var fengið inn Comolli og ráðið Dalglish meðan undið var ofan af fyrri eigendum, það var mikið verk. Þegar það gekk ekki var ráðið mann til að sjá um reksturinn og nýjan stjóra (Rodgers). Það er ekki eins og Liverpool hafi haft alla heimssins stjóra í röðum þegar Rodgers var ráðinn og hann fór nú fjandi nærri því blessaður að skila titlinum.
Þegar hann var kominn á endastöð var fengið þann mann sem við öll vildum, öll meðvituð að hann er ekki þektur fyrir að byggja sín lið upp á einum degi. Aftur var stokkað upp innahúss og ráðin yfirmaður knattspyrnumála.
Þeir hafa ekki lagað öll vandamál liðsins en Liverpool hefur síðan þá keypt Mané og Salah sem eru (eða þá alveg á barmi þess að vera) heimsklassaleikmenn. Keita fer líklega í þann hóp líka. Wijnaldum og Matip er ágæt kaup þar að auki. Allt leikmenn á góðum aldri sem styrkja Liverpool. Við viljum meira og sumarið var vonbrigði eins og við þekkjum en þeir sem eru að kaupa inn leikmenn núna virðast hafa einhverja hugmynd um hvað þeir eru að gera er það ekki?
Síðan Edwards og Klopp tóku við hefur Liverpool keypt Mané, Salah, (Keita), Matip og Wijnaldum, þetta er alls ekkert slæmt ef skoðað er nokkra glugga aftur í tímann. Auðvitað hafa komið minna spennandi menn með, nefnið lið sem lenda ekki í slíku? Samhliða því hefur Liverpool ekki verið að selja lykilmenn á móti eins og undanfarin ár og þegar FSG hefur selt bestu menn liðsins hafa þeir a.m.k. alltaf farið á toppverði.
Ég var svo ekki endilega að segja í mínum pistli að ég væri á móti sykurpabba eigendum hjá Liverpool, bara að benda á að það er ekkert auðvelt (raunhæft) að heimta sykurpabba enda bara þrjú lið í heiminum með slíka eigendur. Ef þú tekur City, Chelsea og PSG út fyrir sviga væri gaman að heyra hvaða eigendur eru að gera svona mikið betra mót en eigendur Liverpool rekstrarlega?
Flott grein sem segir allt sem þarf. Það er engu við þetta að bæta, en það er vel þess virði að benda mönnum á að draga andann djúpt og gefa Klopp þann tíma sem stjóri með þessi gæði á skilið.
#dontpanic
Að hugsa sér að maður hafi leyft sér að hafa áhyggjur á sunnudaginn eftir þessa niðurlægingu?!
Þessi mörk sem liðið fékk á sig þar voru svo undarlega vond og allt í kringum þau svo third class að maður er enn með óbragð í munninum.
Maður er alltaf að lifa í þeirri von að þetta verði árið okkar og svo kemur þessi blauta tuska á 125 km hraða framan í smettið á okkur!! Veit ekki með ykkur hina en þetta er bara ekki boðlegt fyrir þennan klúbb.
Sumir eru sáttir með meðalmennskuna og lifa í e-h tölfræði til að réttlæta þessa útreið sem þessir fyrstu 9 leikir hafa verið,fyrir utan Arsenal-leikinn,en veruleikinn er einfaldlega sá að við erum ekki á réttri leið eins og staðan er nú.
Takk fyrir mig…..
#27 Heyrðu vinur, þú tjáir þig eins og ég hafi rakkað Moreno niður. Ég minntist ekki einu orði á hann. Can átti tvo góða leiki í haust, thats it, þessi hlaup hans með boltann upp völlinn eða þegar hann dregur sig út á kantana, getur þú rifjað það upp fyrir mig tilvik þar sem það hefur skilað einhverju. Gini var geggjaður á móti Arsenal, utan þess hefur hann verið mjög average. Hendo hef ég varið mikið síðustu ár en því miður hefur hann átt fleiri slæma leiki en góða. Hvað þarf hann að spila mikið til að spila sig í form?
Þetta er nú copy paste úr commentinu þínu
” Við erum enn með skelfilegan hóp. Mignolet, Karius, Moreno, Klavan, Lovren, Matip, Can, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Chamberlain, Milner og Sturridge eru algjörlega gagnslausir”
Þannig jú þú nefnir hann sem hluta af skelfilegum hóp og kallar hann gagnslausann.
En er nú samt sammála að Hendo virðist ekki alveg sami leikmaður og ef hann fer ekki að bæta sig þarf að skipta um fyrirliða og helst setja hann á bekkinn. En er ósammala með Gini og Can þó þeir megi klárlega alveg bæta sig aðeins en þeir eru ungir og hef mikla trú á að það gerist.
Ég var að tala við gæjann #25 það er eitthver Jón Steinn svo þetta átti ekki við um þitt komment. Mundi ekki nafnið hans en fyrst þu nefndir komments númerið mitt hélt eg að þu værir sami gaur en þu ert eitthvað að ruglast held ég.
Afsakaðu Róbert, eitt svarið mitt sem ég sendi á símanum er ekki enn komið inn, það hefði átt að vera nr 25. Hélt þú værir að tala við mig. Smá misskilningur 🙂
Minnsta mál kemur fyrir 🙂
Er podcast í kvöld?
Ein spurning.
Þessir eigendur byggðu ok model.
Og keyptu mané og salah og örugglega eftir að finna aðra mola.
En hvað svo? Hvernig tekst þeim til að fylla stöður mané og salah þegar og ef þessir menn slá það rækilega í gegn að þeir telji sig nógu góða til þess að vera hjá félagi sem rekur model sem skilar árangri?
Meðan liverpool er uppeldisstöð fyrir félög tjá brjálast allt ef ég nefni man city og við huggum okkur við það að sterling sé heilalaus með vondan umboðsmann..
Meira segja Gerrard var korter frá því að fara … jú jú aðrir eigendur…
Couto fer næsta sumar engar áhyggjur af því svo næsti…
FSG verður að fara ná stöðugleika innan vallar hjá þessu félagi … viðskiptarmódelið virkar nefnilega ekkert svakalega vel þegar engir eru til þess að kaupa varning eða stórfyrirtæki sjá enga sérstaka auglýsingu að vera hjá lfc.
FSG er með félag í höndunum sem hefur allt glæsta sögu endalaust af stuðningsmönnum.
Á næstum áratugi hefur félagið unnið 1 League Cup undir þeirra stjórn. 11/12
Það er stutt síðan ég var á Anfield.
Svæðið nýja búðin og flest allt í kring er að verða frábært þeir fá það hrós sem þeir eiga.
En þetta verður að haldast í hendur allt saman.
Lfc getur ekki farið titlalaust út úr öllum tímabilum og verið að missa stjörnurnar á 2-3 ára fresti.
Það sjá það allir.
Við getum fegrað þetta á allan mögunlega máta og huggað okkur við að sum önnur lið eru líka að skíta á sig en það bætir okkar stöðu ekki neitt.
Liverpool football club á að vera númer eitt á englandi í evrópu heiminum þess vegna. fyrr erum við ekki sáttir… gleymum því aldrei fyrir hvað þetta félag stendur.
Skáparnir á Anfield væru ekki fullir af verlaunargripum ef League Cup bikar væri sættanlegur árangur á áratugs fresti
Talandi um ungviðið, þá var Rhian Brewster að skora þrennu á móti Brasilíu fyrir England. Klárlega gutti sem mætti fá sénsa.
4 sætið í fyrra var allt í lagi,en að spila 1 leik a 12-15 daga fresti síðustu mán á síðasta tímabili segir mér á liðið á að gera betur en 4 sætið.
Klopp ætlar að hrista vel upp fyrir næsta leik.
Munum við eitthvað í líkingu við þetta.
—————-Karíus———
Trent—Matip—Gomez—Robbo—
Persónulega væri ég til í að sjá Danny Ward fá tækifæri.
Rekinn af velli í þrígang í sjö leikjum! Erum við að fá mulningsvél fyrir framan vörnina eða er hann kominn með hausinn til Liverpool og vill flýta fyrir vistaskiptunum??
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/naby-keita-sent-again-leipzig-13813105