Það eru þónokkrar breytingar á Klopp á þessu ferðalagi til Britannia. Stærstu fréttirnar eru þær að Mo Salah situr á bekknum en liðið er eftirfarandi
Gomez – Matip – Lovren – Moreno
Winjaldum – Can – Oxlade-Chamberlain
Solanke – Firmino – Mané
Bekkur: Karius, TAA, Milner, Coutinho, Henderson, Salah og Sturridge
Vekur athygli að Solanke fær að byrja á köldu miðvikudagskvöldi í Stoke og að fyrirliðinn er fjarverandi, kemur kannski ekki mikið á óvart enda verið slakur í undanförnum leikjum en hefði alltaf búist honum þarna.
Hjá Stoke startar að sjálfsögðu Peter Crouch sem mun því líklega skora í kvöld en þeirra lið er
Zouma – Shawcross – Indi
Shaqiri – Fletcher – Allen – Pieters
Diouf – Crouch – Choupo-Moting
Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.
Gaman að sjá Solanke byrja leikinn. Það er ekki hægt að ætlast til að Coutinho/Salah spila alla leiki í þessum mánuði en það er strax leikur næsta laugardag og því þarf að gefa mönnum pásu útaf álagi.
Í síðasta leik voru Firminho, Mane, Can , Winjaldum og Lovren ekki að spila eða spila lítið og ættu því að vera ferskir í dag.
Er krlinn búinn að missa það með þessari uppstillingu.
Algjört bull að Salah og Cauthino eru á bekknum.
Hvaða gjörning er Klopp með besti maður deildarinnar um þessar mundir á bekknum? Ok ég hef séð allt núna.
Flott lid og alvöru bekkur….1_4
Hva haldiði að Salah geti bara spilað allar 90 mín alla leiki alltaf? Tékkiði aðeins á leikjaprógraminu í Des áður en þið farið að missa vitið. Leikur í dag, á laug, meistaradeild strax á mið og aftur leikur helgina þar á eftir.
Hazard á bekknum hjá Chelsea… það bara þarf að gefa mönnum pásu á löngu tímabili eins og er í enska.
Hættið þessu væli alltaf hreint yfir öllum hlutum!
#4 (og fleiri…)
Liðið leikur hvorki fleiri né færri en tíu leiki frá 29. nóv til 1. jan (að báðum meðtöldum) og næsti er strax á laugardag. Algjörlega nauðsynlegt að nota hópinn, til þess er hann.
Er einhver med stream a leikinn?
Vonandi byrjar Salah á laugardaginn, ég verð á vellinum!
Haha, fáránlega vel gert hjá Moreno þarna!
Geggjað mark, vel gert hjá Solanke og Mané!
Respect á Firmino að stela ekki markinu.
Er að nota þennann .. sem er svona la la
http://www.cricfree.cc/sport-net-world-live-streaming
http://cricfree.sc/iframe/portu/p4.php
Ég er bálvondur út í Firmino fyrir að hafa ekki potað inn boltanum, tók af mér 4 stig í Fantasy.
Annars drulluvel gert hjá Solanke og Mané!
Hefur einhver hugmynd hvar hægt sé að horfa á leikinn fyrir utan á Stöð 2?
Opið hús hjá Moreno ….
Migno trúður
Hvenær hegur það ekki virkað hhá liverpool að leggjast í vörn þegara þeir komast yfir.. haaaaa?
Þessi lélega færanýting á eftir að koma okkur um koll. Eins og venjulega. Vona samt ekki.
En OMG meistari Migno. Þvílíkt rugl úthlaup. En líka virkilega léleg varnarvinna hjá Matip.
Heppnir að vera ennþá 11 á vellinum enda glórulaust brot hjá Migno. Og hvernig gat Mane ekki skorað úr þessu færi, gaurinn hafði allan tímann.
Er taktíkin að hætta að spila fótbolta þegar við erum yfir ekki fullreynd!!
Rosalega heppnir að vera bara einu marki yfir og með 11 menn inná vellinum. En einhverntímann þarf lukkan að vera okkar.
Annars held ég að Klopp segi Moreno að drullast til að vera í stöðu í seinni hálfleik, ekki sniðugt að skilja þeirra besta mann eftir óvaldaðann á kantinum. Hef góða tilfinningu fyrir seinni hálfleik.
KOMA SVO!
Skrítinn hálfleikur. Maður finnst eins og að við eigum að vera meira yfir bæði Solanke í mjög góður færi og svo fannst manni Mane ótrúlegur klaufi kominn einn í gegn og hægði á sér mikið og endaði eiginlega að taka skot langt frá marki sem er fáranlegt miða við stöðuna sem hann var kominn í.
Á móti kemur þá eigum við auðvita að vera manni færi eftir heimskulegt brot hjá Mignolet og klaufaskap hjá Matip.
Sá sem mér finnst vera lélegastur hjá okkur er Moreno. Hann er alltof oft að missa menn bakvið sig og er ekki í sinni stöðu og er að taka áhættur að komast inn í sendingar sem hann nær ekki og þarf þá Matip/lovren að fara úr sínum stöðum til að loka fyrir hann.
Solanke búinn að vera okkar besti maður.
Markið var vafasamt. Mignolet átti að fá rautt spjald og við erum búnir að fá tvö dauðafæri sem hafa farið í súginn.
Það sem mér þykir mest ámælisvert við Liverpool er hvað liðið er slakt í því að verjast með ellefu manns fyrir aftan boltann. Eftir að Stoke lenti undir, þá færði Stoke sig framar á völlinn sem er hið besta mál en þá verður liðið að vera klókara og vera fokuseraðara í varnarleiknum og ekki alltaf að vera menn úr stöðum þegar tíminn er ekki réttur til þess.
Mér finnst samt eins og einn góð hálfleiksræða geti hjálpað heilmiklu og svo er ekki bekkurinn alslæmur. Við erum með súg af gæðum þar til að skipta inn á.
þeir bakkabræður eru með þetta, Moreno og trúðurinn í markinu. hvernær fáum við almennilegan markmann ? annars er fínt að geta dreift mannskapnum svona…..mætti hvíla moreno meira, fínt að hvíla hendo sem mest..
Eins og alltaf, trúður í markinu, brothætt vörn. Mane og solanke að fara illa með dauðafæri , dýrt ! !
Hvernig gat Mignolet ekki fengið rautt spjald? Var hann ekki aftasti maður, að ræna marktækifæri?
Solanke nettur í markinu. Mané alltaf flottur. Við óheppin að vera ekki 3 mörkum yfir.
Tvennt sem truflar mig samt. Og það er annars vegar 40mills maðurinn Chaimberlain sem hefur ekkert til brunns að bera frekar en venjulega. Hann tekur rangar hlaupaákvarðanir er eihvernveginn alltaf heimskulega staðsettur, tekur ógeðslega lélegar hornspyrnur og sendir boltann eins og fáviti. Hann er fokking hörmung.
Hinsvegar er það Migs. Hann hlýtur að vera með fokking frávik í vitsmunalegri getu. Það er eins og hann verði að fá að gera eitthvað stúpid. Annars líði honum illa.
En já annars, áfram liverpool 🙂
Jú heppni og léleg dómgæsla varð til þess að hann fekk bara gult kanski vorkenndi hann Migno hver veit en ættum að vera manni færri í seinni efast um að margir stuðningsmenn hefðu orðið reiðir dómaranum ef hann hefði sýnt Migno rautt spjald réttilega fyrir þetta glórulausa brot sem hann var svona 3 sek of seinn í.
Ætlar markmaðurinn Síminn enn einusinni að eyðileggja fyrir okkur.
Það verður ekki skipt inná fyrr en 10 mínútur eru eftir. Samlvæmt venju.
Stoke mark liggur í loftinu,, þetta er eitthvað hálf skrítið finnst mér, vantar allt tempo í þetta hjá okkar mönnum.
Sæl og blessuð.
VvD var víst að skora sjálfsmark í leik gegn City. Hann heldur greinilega að hann sé kominn á mála hjá Liverpool nú þegar, farinn að gera ódauðleg mistök í vörninni!
Annars er maður bara á nálum…
Jöfnunarmarkið er við handan hornið…
Eitthvað þarf að breytast…
Engu líkara en Kormákur sé að spila móti Stoke.
Stoke á eftir að jafna það er bókað
Eins gott að velski kjúklingabóndinn sé ekki á skotskónum í kvöld.
Betri andstæðingar væru búnir að flengja okkur.
Chamberlain verður minnst fyrir ekki neitt eftir þennan leik.
Hrikalega erum við lélegir í kvöld…
Held að allt byrjunarlið okkar sé komið með spjald núna….
Setja eitt á þá nú eftir hraðupphlaup og klára þetta!
Siglum þessu heim
MESSI nei SALAH !!!
Ég er orðinn Mohemad(salah)trúarmaður. Hann er rosalegur þessi.
Mo is the man!!!
Salah! Djöfull er maðurinn góður.
Snilld! Tær snilld!
MEISTARI SALAH BARA STENDUR UPP ÚR ÞESSU LIÐI – ÞVÍLÍK KAUP !!!
HINN NÝJI MESSI MOHAMMAD SALAH !
Salahhhhhhhhh!!!!
Sællll, maðurinn er gjörsamlega on fire!
Þessi maður salah vá
Maður er bara skellihlægjandi yfir því hversu góður Salah er… :o)
Tek að mér Firmino peppið. Þvílíkur maður á velli. Þvílík vél. Þvílíkt gull af manni.
Loksins skiptir klopp snemma inna og það tveim i einu
Salah var maður leiksins og spilaði bara í korter!!
Takk fyrir mig.
Salah er rosalegur vá hvað þetta voru góð kaup
Frábær sigur og vel verðskuldaður. Tvöföld skipting á 67mín og menn geta hætt að tala Klopp niður varðandi skiptingarnar. Gjörsamlega frábær breidd í dag sem skóp þennan sigur.
Salah er ótrúlegur, takk mótorkjaftur fyrir að hræða hann í burtu frá þér.
Sælir félagar
Það var mikil heppni að Mignolet gaf ekki mark með meiru en slakur dómari leiksins sleppti honum með gult. Annars dæmdi hann og spjaldaði Liverpool menn uppihaldslaust og virtist eiga þann draum heitastan að geta rekið amk. einn Púlara af velli. Spjaldaði okkar menn fyrir brot sem hann dæmdi ekki einu sinni á af Stoke átti í hlut. Okkar menn óheppnir (einbeitingarleysi??) að vera ekki 3 – 0 yfir í leikhléi.
Mané fór að nenna þessu þegar leið á seinni og átti sendingu sem markavélin Salah negldi í markið. Salah er magnaður og svo hættulegur að það hefur ekkert sést því líkt síðan Suarez var á dögum hjá Liverpool. Firmino þó maður leiksins að mínu mati. Þvílíkur vinnuhestur og stöðug vinnsla hans er stórhættuleg öllum sem Liverpool leikur gegn. Hæpið að láta Salah hafa þessa viðurkenningu vegna þess hvað hann spilaði stutt. Hann kemur þó sterklega til greina.
Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna en tel eftir sem áður að Karíus eigi að spila næstu leiki. Mignolet er ekki nógu góður þó hann hafi sloppið í gegnum þennan leik.
Það er nú þannig
YNWA
Þvílík skipting, leikurinn gjörbreyttist við það að fá Milner inná!
Menn sem sjá hat trick tækifæri í hvaða tímaramma sem þeim er gefinn eru meira en gulls í gildi.
Svaðaleg neikvæði er hérna inni….allir ömulegir en samt vinnum við 0-3. Seljum þennan afþví að hann er drasl. Þessi er ömurlegur og þessi hefur aldrei getað neitt…en samt vinnum við 0-3. Erum í 5.sæti, 6 stigum frá 2.sæti.
Slakið bara á og njótið þess að horfa á liðið. Stundum er það erfitt en lang oftast er það frábært.
YNWA
Held að Salah þurfi að hækka styrkleikann úr semipro yfir i Legendery. Þetta er of létt fyrir hann
Afar daprar 75 min og síðan 10 mín af hreinni skemmtun loks 58 mín af algjörlega dauðum leik af allra hálfu.
miðjan er einfaldlega ekki nógu góð, við áttum leikmenn sem gáttu vel tekið öll völd á miðjunni af hvaða liði sem er, en núna er sama miðja farinn að spila kick and run.
okkur vantar miðvörð og góðann varnartengilið, nákvæmlega það sama og okkur vantaði fyrir leiktíðina.
síðan ef Karius er framtíðin, af hverju ekki að hefja hana núna, Migs er fínn markmaður, bara ekki nóg, Karíus getur orðið góður en til þess þarf hann meira en leik á mánuði.
átti að vera 8 mín ekki 58 her að ofan. það mætti vera hægt að leiðrétta það sem maður skrifar, væri gott fyrir okkur lesblindu.
Vorum lélegir, en unnum samt. 3 Stig. Áfram Liverpool.
Það áhugaverða við þennan leik finnst mér að Solanke hefði auðveldlega geta orðið stjarna kvöldsins með að leggja upp tvö og skora eitt. Auk þess fannst mér hann góður utan þessa atvika. Ég held að það vanti ekki mikið upp á að hann verði toppleikmaður.
Jibbý!!