0-1 Emre Can 30′
0-2 Firmino 31′
0-3 Firmino 48′
1-3 Murray (víti) 51′
1-4 Coutinho 86′
1-5 Dunk (sjálfsmark) 89′
Leikurinn
Leikurinn fór afskaplega rólega af stað. Brighton var með alla sína leikmenn á eigin vallarhelmingi og Liverpool átti erfitt með að finna opnanir. Firmino fékk fínt skallafæri eftir eina hornspyrnu og Brighton fékk ágætis færi stuttu síðar.
Þetta breyttist allt á 30 mínútu þegar góð hornspyrna Coutinho rataði beint á höfuðið á Can sem stakk sér á milli tveggja varnarmanna Brighton og stangaði boltann í markið, 0-1! Brighton tók miðju, Liverpool vann boltann og var komið í 0-2 innan við mínútu síðar þegar Salah, Coutinho og Firmino komust í hraðaupphlaup. Firmino skyldi boltann frábærlega eftir fyrir Salah sem bar boltann upp, sendi til vinstri á Coutinho sem sendi frábæran bolta fyrir á Firmino sem kláraði færið örugglega á nærstöng, tvö mörk á einni mínútu eftir rólegan hálftíma þar á undan.
Síðari hálfleikur byrjaði svo heldur betur fjörlega. Heimamenn fengu dauðafæri eftir að Murray skaut óvaldaður af markteig eftir góða fyrirgjöf en Mignolet varði frábærlega. Liverpool sótti hratt í kjölfarið og Salah kom boltanum innfyrir á Firmino sem skoraði örugglega, 0-3!
Á 51 mínútu fengu heimamenn hornspyrnu eftir misskilning á milli Can og Mignolet. Henderson lagði höndina á bak leikmanns Brighton og fékk dæmda á sig afar “soft” vítaspyrnu. Murray steig upp og skoraði örugglega, 1-3. Þetta var vissulega mjög klaufalegt hjá Henderson en var að mínu mati aldrei víti. Við getum samt lítið kvartað svo sem eftir að hafa sloppið í vikunni gegn Stoke.
Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta. Liverpool var að vinna boltann nokkrum sinnum ofarlega á vellinum og skapa talsverða hættu. Murray fékk einnig gott færi til að minnka muninn en skot hans fór naumlega framhjá. Ég viðurkenni það að ég var farinn að öskra á skiptingu þarna á 70 mínútu, ekki síst í ljósi þess hve sterkur bekkurinn var.
Coutinho átti svo síðasta orðið. Vann aukaspurnu rétt fyrir utan teig, tók hana sjálfa og setti boltann undir vegginn og í bláhornið, 1-4 og stigin þrjú í höfn. Þremur mínútum síðar átti hann annan sprett, skaut á markið en Dunk, varnarmaður Brighton, skallaði boltann í eigið mark. Sá ekki hvort að skotið hjá Coutinho var á leiðinni á markið en markið er a.m.k. skráð sem sjálfsmark fyrst um sinn.
Bestu menn Liverpool
Firmino var að mínu mati okkar langbesti maður. Skoraði tvö mörk og var mjög öflugur í pressunni eins og svo oft áður. Coutinho átti einnig mjög góðan dag með mark og þrjár stoðsendingar (ef fimmta markið verður skráð sem sjálfsmark). Salah skoraði ekki, aldrei eins og vant, en kom við sögu í tveimur mörkum, átti stoðsendingu í þriðja markinu og var viðloðinn annað markið einnig.
Umræðan
Ég var smá stressaður þegar ég sá liðið. Miklar breytingar á milli leikja og varnarlínan ekki beint traustvekjandi á pappír. Það verður að hrósa liðinu og Klopp fyrir þessa viku. Búinn að ná að hvíla lykilmenn, glíma við meiðsli og veikindi en samt sækja sex stig á tvo erfiða útivelli og skora í þeim átta mörk.
Tottenham heldur lægð sinni áfram og tapaði stigum í dag, Burnley tapaði gegn Leicester og Liverpool því komið í fjórða sætið, þremur stigum frá Chelsea og Man Utd, og heldur því a.m.k. þar til að leikur Arsenal og Man Utd klárast.
Það fer svo væntanlega að koma að því að menn fari að ræða slaka frammistöðu fyrirliðans ef hann heldur þessari spilamennsku áfram. Á meðan við erum að vinna og það nokkuð örugglega þá bíður sú umræða betri tíma.
Annars bara jákvætt. Virkilega góð vika og Liverpool nú náð í 16 stig af 18 mögulegum í síðustu 6 deildarleikjum eftir tapið gegn Tottenham!
Næsta verkefni
Það er RISA vika framundan. Hreinn úrslitaleikur á Anfield gegn Spartak Moskva á miðvikudag. Nokkrum dögum síðar skellir Kop.is sér á Anfield og taka á móti Everton!
Fimm bjóra kvöld hjá mér, takk, enda var vítið rugl og telst því ekki til frádráttar !
Fimmtán leikir búnir í deildinni. 33 mörk skoruð og 19 fengin á sig.
Af þessum 19 sem mótherjarnir hafa skorað hafa einungis tvö komið í sjö leikjum á Anfield, fimm sigrar og tvö jafntefli þar. Af hinum 17 komu 12 í þremur útileikjum, gegn Watford, City og Tottenham. Eitt mark í leik að meðaltali í hinum sex (en 16 skoruð) og enginn þeirra tapaðist.
Taplausir í meistaradeildinni og góðar líkur á að komast í útsláttarkeppnina í fyrsta skipti í níu ár.
Í fyrra gátum við ekki blautan sk#t án Mané. Nú erum við að rótera og valta yfir útileik og taka jafntefli gegn Chelsea með hann á bekknum. Maður kemur í manns stað framarlega á vellinum.
Hlutirnir gætu sannarlega verið mun verri!
Flott framistaða í dag og sangjarn sigur hjá okkar mönnum(þetta víti var algjört bull)
Klopp out umræðan sem fór í gang hjá nokkrum eftir töp gegn Man City og Tottenham er líklega sett á bið 😉
Klopp er að rótera liðið mikið enda þvílík leikjahrina í gangi og við munum sjá hann halda því áfram. Hann hefur verið gagnríndur fyrir þetta hjá nokkrum að hafa ekki haft leikmenn eins og Salah, Mane, Coutinho alltaf í liðinu en með því að dreyfa þessu svona þá minkar líkur á meiðslum og eykur líkur að menn geta spilað af krafti í 90 mín.
Maður leiksins í dag Coutinho
Næsti leikur verður gegn sjóðheitum Everton mönnum og eins og alltaf gegn þeim þá verður hart barist en ég hef trú á strákunum okkar.
YNWA
Ef Liverpool heldur áfram svona þá förum að narta í hælana á utd í öðru sætinu læt mig samt ekki dreyma að ná city þeir eru óstöðvandi.
Frábær leikur í alla staði fyrir utan dómaraskandalinn í vítinu en það þýðir ekki að dvelja á því eftir svona frammistöðu frá drengjunum það fá allir 10 hjá mé.
Frábær sigur á þrautseigu Brighton-liði.
Þriggja manna varnarlínan með Can og Wijnaldum olli mér töluverðum áhyggjum í upphafi – og Wijnaldum átti svolítið erfitt á köflum þarna vinstra megin,en þetta gekk upp í þetta sinn.
Firmino var maður leiksins,engin spurning og Can var nokkuð flottur þarna niðri og nú getur maður setið rólegur og slakað niður 2 köldum yfir leik ARS-MUT á eftir.
Klopp var þó nokkuð lengi að skipta inn – hefði viljað sjá ferska fætur síðustu 15 – 20 en hvað um það.
Ciao…
“Eitt mark í leik að meðaltali í hinum sex” átti að sjálfsögðu að vera “…í hinum fimm”.
Jibbý !!
Hversu margir ykkar fengu kast þegar þeir sáu byrjunarliðið og uppstillinguna?
Hvers vegna hafið þið svona litla trú á því sem Klopp er að gera?
Sæl og blessuð.
Þetta var stórbrotin rimma. Óðum í færum og skv. því hefði sigur getað orðið stærri. Þeir voru þó líka beittir á köflum og við megum þakka Mignó fyrir að staðan varð ekki 1-2 heldur 0-3! Það hefði nú breytt ýmsu ef hið fyrra hefði orðið.
Fannst Firmó og Salah brillera. Coutinho fær mitt atkvæði fyrir MOM. Vörnin stóð sig vel m.v. allt aðrar forsendur en hingað til, þó komu upp atvik þar sem þeir hefðu getað gert okkur skráveifu.
Hendó var aðeins brattari en fyrri daginn en stærstu tíðindin eru þó eftirfarandi:
Liðið spjarar sig ótrúlega vel án Mané – að honum ólöstuðum – þá eru það mikil umskipti þegar tempóið hvarf og tennurnar duttu úr gómnum við það að kappinn hvarf á braut.
“Þetta var vissulega mjög klaufalegt hjá Henderson en var að mínu mati aldrei víti”
Geturu vinsamlega útskýrt fyrir mér klaufaskapinn hjá Henderson ? Það var nákvæmlega ekkert í gangi og svo allt í einu er flautað á eitthvað sem ég hreinlega skil ekki.
Annars fínn pistill og góður leikur hjá okkar mönnum.
Frábær leikur og heilt yfir gott, sérstaklega framlínan með heimsklassa menn, og Mane á bekknum og Sturridge bak við tjöldin.
EN, það er eitthvað undarlegt í kringum fyrirliðann! Hann er sí-bendandi mönnum út og suður og hristandi hausinn þegar menn ekki hlýða! Ekki alveg með’etta finnst mér?
Mitt innlegg varðandi vítið er: ef þetta er víti þá er víti eftir hverja einust hornspyrnu!
Ég er gáttaður á þessum dómi.
Annars fínn sigur og Kúturinn fær mitt atkvæði sem MOM
Það er mikið sem gengur á í vítateignum í hornum, menn eru bara mislúmskir þegar kemur að þessum átökum og brotum. “Klaufaskapurinn” er kannski sá að þegar hann ýtir við leikmanni Brighton þá er það svo augljóst, missir hann fyrst frá sér og svo er hendin alveg útrétt.
Það var sannarlega gaman að vera á þessum leik í dag og þvílík markaveisla!
Vorum með Markovic,Ings,Balotelli og Allen í st q1 fyrir 2 árum. I dag erum við með Mané,Firmino,Salah
Skemmtileg uppsetning á liðinu hjá Klopp. Kúturinn maður leiksins. Áfram Liverpool.
Sælir félagar
Takk fyrir skýrsluna sem var góða “aldrei þessu vant enda er Eyþór viðloðandi kop.is” Nei þetta átti bara að vera fyndið skot á Eyþór sem notar orðtakið “aldrei þessuvant” og svo “viðloðandi” svilítið sérkennilega. Firmino minn maður leiksins en í raun er ekkert að gera annað en þakka fyrir sig. Meira að segja Mignolet leit bara fjandi vel út.
Það er nú þannig
YNWA
Frábær úrslit. Brighton er lið sem hefur hingað til verið erfitt að skora hjá og sérstaklega á heimavelli. En það er ekkert grín að spila við svona rosalega sóknarlínu. Það eina sem ég hef áhyggjur af er fyrirliðinn okkar. Ok við vitum að menn geta átt ,,day off´´og það átti hann algerlega á móti Chelsea. Og í dag…..Sko hann er að reyna að vera einskonar leikstjórnandi þarna inn á miðjunni en það bara gerist ekki neitt. Mér finnst hann bara í klassa neðar í gæðum en mennirnir í kring um hann. Þar sem menn verða ekki bara sisvona lélegir í fótbólta spyr maður: Er drengurinn eitthvað hálfmeiddur eða er formið ekki í lagi?. Hann er allavega ekki á sama leveli eins og restin af liðinu, plús bekkurinn….Bara pæling..
Þessi sigur í dag var hreint út stórkostlegur og liðið okkar er til alls líklegt.
Við erum í fanta formi og ef menn ætla að fara að kvarta undan einhverjum smáatriðum þá geta menn bara horft til spurs og arsenal. Þau tvö eru í tómu tjóni (smíl á það). Núna getum við gengið á lagið og keyrt yfir liðin okkar, fyrst við erum með nánast fullmannaðan hóp.
Bring on stóra hvítvínsþambarann og nýjasta liðið hans, keyrum yfir þá næst!
Ég er en að klóra mér í skallanum yfir þessum vítaspyrnu dómi og búinn að margt horfa á þetta og sé ekkert sem hægt er að dæma á, að vísu er ég með Liverpool gleraugun á nefinu og gegnum þau gleraugu sér maður ekki alltaf það sem réttast reynist en hvað um það sigur er það sem skift öllu máli og að skora fimm mörk er ekkert annað en frábæ frammistaða og líklega alger óþarfi að reka Klopp eða henda hálfu liðinu eftir þennan leik.
Mignolet minn maður leiksins frábær í markinu í dag ?
Hvers vegna var Emre Can ekki ræktaður upp sem miðvörður? Það er augljóslega hans langbesta staða.
Úr skýrslunni: “Virkilega góð vika og Liverpool nú náð í 16 stig af 18 mögulegum í síðustu 6 deildarleikjum eftir tapið gegn Tottenham!”
Og markatalan í þeim er 19-3!
Coutinho. Love dat guy. Ég trúi því ekki að hann vilji yfirgefa jafn spennandi verkefni og Liverpool er í dag.
Coutinho allan daginn maður leiksins, sólaði Brighton menn eins og hann væri á mölinni við melaskólann, ekki að ég þekki til þar.
En við erum sjóð heitir og mér finnst vera munur á liðinu miðað við í fyrra. Í fyrra vorum við annaðhvort í stuði, eða alls ekki, nú virðumst við hafa þolinmæði ásamt breidd í hópnum til að vinna “stóke á köldu miðvikudagskvöldi” eins og oft er talað um. Liðið er miklu drjúgara núna og einu töp vetrarins eru á móti City og Tottenham sem voru á fljúgandi siglingu.
Klopp er kaldur að gera breytingar á liðinu, á uppstillingu og leikkerfi. Hann nánst breytir um kerfi i hverjum leik og það gerir mótherja okkar óörugga. Þetta var td stærsta tap Brighton á heimavelli í vetur, held þeir hafa varla fengið meira en eitt mark á sig í leik þarna, við mætum svalir og skorum 5, tak før.
Lífið er núna.
Gaman að sjá liðið á svona góðu róli og Klopp treystir vel á hópinn sem ætti að hjálpa til í þessum mánuði, ég sé t.d ekki þessa breidd hjá Arsenal eða Tottenham og vonandi náum við að auka eitthvað forskotið á þessi 2 lið í jólatörninni og komast eitthvað nær 2 sætinu.
Guardiola sagði einhverntíma að draumur sinn væri að spila með 10 miðjumenn og markvörð. Það má segja að í gær höfum við spilað 7 miðjumönnum ásamt, Salah, Robinson sem spilaði vængbakvörð og svo Lovren í miðju varnarinnar. Þegar Chamberlain kom inná, sem vill kalla sig miðjumann, voru þeir jafnvel orðnir 8.
Það er afrek útaf fyrir sig.
When all your defenders are injured … play 1-6-3 and win 5-1
King Klopp !
#26 Mignolet TAA Lovren og Robertson eru ekki miðjumenn en allir aðrir í þessu byrjunarliði eru það. Shala er miðjumaður, það er kanski auðvelt að halda að hann se níja en það er bara vegna þess að hann virðist ekki getað hætt að skora.