Mikið óskaplega er gaman að sjá Liverpool loksins aftur í pottinum þegar dregið er í Meistaradeildinni. Ekki bara það heldur var liðið að senda skýr skilaboð um að Liverpool væri sannarlega mætt aftur til leiks meðal þeirra bestu. Það verður dregið á mánudaginn og nú er bara spurning hverja við viljum helst fá upp úr pottinum?
Þetta eru einu liðin sem við getum mögulega mætt, Liverpool getur ekki mætt liðum sem lentu í fyrsta sæti í sinum riðlum, ekki enskum liðum og ekki Sevilla sem var með okkur í riðli.
Allt eru þetta lið sem við þekkjum vel til og Liverpool hefur mætt þeim flestum nokkrum sinnum áður.
– Bayern höfum við ekki mætt oft í alvöru leik en The Fab Four boðuðu sannarlega komu sína gegn þeim í æfingaleik í sumar.
– Er ekki kominn tími til að kveða niður þessa fáránlegu Basel grýlu?
– Porto er klárlega eitthvað sem stuðningsmenn væru til í að fá með ferðalagið í útileikinn í huga. Allir til í Portúgal í febrúar.
– Juventus og Liverpool eiga sér auðvitað töluverða sögu
– Sama á við um Liverpool og Real Madríd, þeir voru rúmlega númeri of stórir síðast þegar Liverpool var í Meistaradeildinni, spurning hvort bilið sé svo stórt ennþá?
– Shakhtar Donetsk er klárlega minnst sexy fyrir stuðningsmenn enda Shakhtar ekki spilað á heimavelli í nokkur ár og takmarkað spennandi að ferðast til Úkarínu um þessar mundir.
Ég vil að við fáum Juve, spilum Emre Can í seinni leiknum og burstum þá! Hann hættir þá við að fara 😀
Það vantar valmöguleikann “Mér er drullusama, við getum unnið hvaða lið sem er”.
Nr. 2
Nei þú verður að velja eitt!
Getum unnið hvaða lið sem er og tapað fyrir hcaða lið sem er. Kýs að sjaálfsögðu Bayern.
Þetta er lúxus. Væri samt gaman að fá andstæðinga í léttari kantinum í þessari umferð. Mestu munar að komast áfram.
Annars mætti alveg tala, þó ekki væri nema af virðingu við þýska stjórann okkar, um Bayern Munchen frekar en þetta ,,Munich” ruglorð sem menn apa upp eftir enskum!
Sælir félagar
Ég valdi Porto því ég held einfaldlæega að það yrði skemmtilegur leikur. En annars væri ég til í hvaða lið sem er nema Juventus sem ég vil fá í úrslitaleiknum. “Gamla Frúin” er mitt lið á Ítalíu og og það yrði viðureign í lagi.
Það er nú þannig
YNWA
Bayern eða Real, engin spurning!
Porto, bara af því mig langar á útileikinn í Portúgal 🙂
Eina sem ég vil alls ekki er Juventus. Það eru ávísun á vesen og vandræði, þá er ég ekki að meina innan vallar. Vil sem minnst ýfa upp gömul sár.
Myndi helst vilja fá Porto, þeir eiga ekki sjens á Anfield!
Þetta verður Bayern svo Chelsea svo United svo City í úrslitum. vinnum alla sjö leikina að sjálfsögðu.
Basel eru líklega auðveldastir en það hentar okkur stundum illa að mæta liðum sem pakka.
Svo að ef við fáum ekki Basel þá vill maður Real því að maður veit að þeir eru ekki vanir að spila á móti liðum sem sækja á þá af miklum krafti og maður getur rifjað upp 4-0 sigurinn á Anfield hér um árið 🙂
Alltaf Porto. Finnst þetta lið ekkert svakalega spenanndi og ættum að fara auðveldlega í gegnum þá.
Svo framarlega sem við sleppum með Juve og Real þá er mér eiginlega alveg sama hvaða lið við fáum.
Bayern væri skemmtilegt. Liverpool minnir mig á alkahólsista, þegar hann er í bata og ódrukkunn er hann frábær og allir ánægður með hamm. Svo þegar alkinn fellur verður hann getulaugs á öllum sviðum og er öllum til ama!
Klárlega vill ég fá að sjá Liverpool mæta Real Madrid eða Juventus. Hitt er svo annað mál hvernig desember og janúar geðveikin á Englandi fer í okkar leikmenn. Við förum allavega langt í þessari keppni í ár svo mikið eitt er víst.
Porto væri ég mest til í að mæta, Þokkalega sterkt lið og vel spilandi, Langar helst ekki að mæta Basel, einfaldlega óspennandi.
Vil helst sleppa Juve, Bayern eða Real þangað til í 8 liða ef við förum þangað.
Veit einhver hvenar er dregið.
YNWA
Sorry, sá það við yfirlestur á greinini, á mánudaginn kemur.
Basel við eigum eftir að hefna okkur á þessu liði þeirra því að síðasta þegar við mættum þeim ef ég mann rétt þá var vörnin okkar eins og svissneskur ostur öll í götum og leikurinn fór illa fyrir okkar mönnum og mátt sá sem þetta skrifar sitja undir alskonar háðsglósum sem sveið undan og svíður en.
Ég segi bara eins og Sigkarl, það er nú þannig.
Við viljum vera í deild þeirra bestu vegna þess að við viljum spila við þá bestu!
Kaus Real Madrid, en sætti mig alveg við Bayern eða Juve.
Vil ekki sjá þessi “minni” lið. Frekar vil ég sjá mína menn falla út með stæl gegn bestu liðunum og fá þannig alvöru samanburð á getu okkar manna en að skröltast auðveldu leiðina inn í 8-liða og mögulega undanúrslit.
Homer
Styð Lúðvík.
Og ekki gleyma að setja umlaut yfir u-ið.
Ég vil fá Bayern München!
Bayern, klárt mál. Heynckes fær ekki nýjan samning – þeir eru farnir að gefa aðeins eftir, það sést á spilamennsku þeirra í vetur. Væri geggjað að taka þá.
Nærbuxnadrengjunumi hjá real og sparka þeim út úr þessari keppni með okkar hraða
real madrid, en svona í (framhjáhaldi) væri svo gaman að fá og vinna barca svo coutinho sjái að við erum mikið betra og flottara lið 🙂
Hausinn á mér vill Basel en hjartað mitt vill RM. Eitt er alveg sólarklárt, að okkar menn munu sækja af krafti à móti hvaða liði sem er. Eina ósk mín er að fá seinni leikinn heima.
Seinni leikurinn verður á Anfield þar sem við unnum riðilinn