Virgil van Dijk kominn (staðfest)

Opinbera heimasíða Liverpool var rétt í þessu að staðfesta að lengsta eltingaleik sögunnar væri lokið:

http://www.liverpoolfc.com/news/first-team/285500-liverpool-agree-deal-to-sign-virgil-van-dijk

Kaupin geta formlega gengið í gegn þann 1. janúar, svo það er örlítill séns að við sjáum hann á móti Burnley.

Vertu velkominn Virgil!

54 Comments

  1. Snilld!!! Var ekki að búast við þessu, svakaleg kaup. Velkominn Virgil van Dijk!

  2. Ef hann stoppar þriðja hvert mark sem við fáum á okkur er hann strax orðinn 100.m punda virði, vertu velkominn.

  3. Þessi kaup komu allveg upp úr þurru! Maður sá fyrir kl að það væri komið samkomulag samt var maður efins :O

    Svona á að gera þetta!!!! Vertu velkomin Djik 😀

  4. Gott statement frá þeim sem voru að efast um kaupgetu FSG er sáttur vonandi nær hann að aðlagast sem fyrst okkur veitir ekki af 🙂

  5. Áður en maður nær að finna F5 takkann þá bara bæng staðfest!
    Velkominn.
    YNWA

  6. Loksins er Liverpool að fá þá leikmenn sem þeir vilja! Ekkert option 2 dæmi. Shit er þetta geggjað

  7. Velkominn Virgil van Dijk vona samt að þessi kaup séu ekki fjármögnun með mögulegri sölu á litla brassanum okkar.

  8. Þessi kaup hafa ekkert með Coutinho að gera svo að það sé á hreinu. Liverpool átti penninga í sumar til að kaupa Van Dijk en það þýðir ekkert að Coutinho fari en ég tel að það myndi gerast þá næsta sumar.

    Snúum okkar aftur að þessum kaupum.

    Menn voru að tala um að okkur vantar miðvörð og þetta væri góð lausn en svo fór allt til helvítis og við gátum ekki keypt hann og sáttum eftir með Matip, Lovren og Klavan og það sem var hvað verst er að Matip hefur verið meiddur.
    Það sem við höfum samt komist að er að það er hægt að nota Klvana sem varaskeifu og það gleyma margir að hann og Lovren hafa átt nokkra flotta leiki saman í hjarta varnarinar.

    Van Dijk er samt engin töfralausn en samt mjög góð styrking fyrir okkar lið.
    Liðið okkar heldur áfram að vera með lélega markvörð, liðið okkar heldur áfram að sækja á mörgum köllum sem gerir varnarvinnuna mjög erfiða þegar við töpum boltanum, liðið heldur áfram að vera stressað í föstu leikatriðum en vonandi þéttist samt okkar varnarleikur og það kemur meiri stöðuleiki í liðið og einstaklingsmisstökum fækkar einfaldlega með betri einstakling.

    Virkilega vel gert hjá Liverpool að næla í hann og það strax í gluggan svo að það séu engar vangaveltur.

    Salah, Solanke, Matip, Van Dijk, Robertson og Ox er nú bara einn af betri leikmannakaupum hjá liverpool á einu tímabili. Þar sem við fáum gæði, unga leikmenn og leikmenn til að aukabreydd.

  9. Virgil Van Dijk has chosen Liverpool over the club who will pay him more money, are going to walk the Premier League, favourites for the Champions League and play the best football in Europe.

    Thanks to Jürgen Klopp.

    ……………………………..

    Þvílíkt statement hjá klúbbnum! .. Ætli þetta sé eitt af skrefunum til að halda Coutinho? Honum hafi verið lofað að varnarlínan mundi skána til að gera hann ánægðan? Nei bara pæling.

    Velkominn Dijk!

  10. Finnst mjög líklegt að búið sé að semja við Coutinho, þ.e.a.s að hann fái að fara. En gott að fá van Dijk, ég er mjög sáttur með það hafi náð í gegn. En þvílík pressa, shit!

  11. Þetta var held ég bara besta jólagjöfin sem ég gat hugsað mér 🙂

  12. #14

    “Þessi kaup hafa ekkert með Coutinho að gera svo að það sé á hreinu”

    Hvernig geturu sagt það? Svona risa-upphæð getur ekki annað en haldist í hendur við öll kaup og sölur á næstunni. Alveg eins og Keita kaupin hljóta að hafa áhrif. Liverppol er ekki búið að tryggja meistaradeildarbolta, ég held Coutinho sé sama sem farinn núna. Bara spurning hvort það verði í janúar eða næsta sumar.

  13. 75 kúlur er bara bull .. kaupa bara einhvern halfcent úr ítölsku deildinni !! .. meira ruglið

  14. #22. Þetta er bara í takt við markaðinn í dag, ég meina walker á 50 millur til city, bakvörður ! Nú vill ég bara endilega halda Kútnum og það væri draumur í dós að fá Frapp frá PSG 🙂

  15. Ég skrifa orðið mjög sjaldan hérna inni þrátt fyrir að hafa gert það í milljónatugi frá opnun þessarar síðu en ástæðan er sú að ég er í fullri vinnu á snappinu mínu sem heitir ENSKIBOLTINN ( addiði mér þar endilega þeir sem ekki hafa mig þar)

    Frábær kaup sem sýna metnað en ég bara rétt vona að við séum ekki að fjármagna þetta með helmingnum af seðlunum sem koma inn fyrir coutinho. Coutinho mun fara það er klárt bara spurning hvort það verði í janúar eða næsta sumar, vonandi næsta sumar því annað væri galið… Þegar Coutinho fer vill ég kaupa í staðinn framherji sem skorar 25 plús mörk á tímabili og setja þá bara Firmino í holuna hans Coutinho enda er Firmino alltaf hvort er að sækja boltann út fyrir teiginn, hannner engin ekta senter sem liggur í boxinu. Firmino er frábær og einn minn uppáhalds er bara benda á að hann er ekki þessi hreinræktaði framherji. En fyrir peningana sem fást fyrir Coutinho vill ég kaupa þennan framherji og kannski annan í holuna.. Okkur vantar og vantaði alltaf hafsent og kannski meiri spurning hvort okkur vanti einn enn í hafsentinn vegna þess að Matip er alltaf missandi leiki úr mjög reglulega. Ég. Vil nota peningana sem fást fyrir Coutinho til að styrkja liðið fram á við þótt það sé gott núna þar en það þarf að fylla skarð Coutinho allavega með einum ef ekki tveimur leikmönnum… Til að styrkja vörnina og jafnvel markmann ( myndi ekki væla þótt keyptur yrði markmaður sem er töluvert betri en við eigum þótt ég reikni ekki með því) en vill að FSG taki peninga úr eigin vasa til að styrkja öftustu linu og noti peningana fyrir Coutinho til að styrkja liðið fram á við..

    Van Dijk er dýr en allir leikmenn i dag eru að kosta 100-200% meira en markaðsvirði þeirra er. Að okkar menn hafi náð í drenginn er frábært því það er ljóst að fleiri stórlið höfðu í það minnsta áhuga.. Ekkert nema jákvætt við þetta og kannski hjálpa þessi kaup okkur við það að sannfæra fleiri frábæra leikmenn til að koma til okkar sem er vel. Liðið okkar vantar bara að bæta alla hryggsuluna, draumurinn er markmaður, hafsent sem er komin og mögulegs annar hafsent, Keita kemur og þá mögulega annar frábær miðjumaður eða holugaur og svo heimsklassa framherji… Þetta eru 3-5 leikmenn.. 3 gætu sloppið en 5 væri betra bara uppá að hafa líka frábæra breidd.. Allavega spennandi tímar framundan og þótt Coutinho sé frábær þá er alveg hægt að fylla hans skarð og auðveldara en td að fylla skarð Torresar þótt það hafi heppnast fullkomlega og svo skarðið sem Suarez skildi eftir sig
    .

    Bara til hamingju Liverpool menn og konur með þessi kaup.. Snilldin ein

  16. Ja, ekki dettur mér í hug að kvarta í eina mínútu útaf þessum kaupum þó að um rugl og vitleysu verð sé að ræða, veit ekki betur en að menn hafi kvartað og kveinað undanfarin ár vegna metnaðarleysi LFC, 3 mörk á skoruð á okkur á innan við 5 mín gegn Arsenal segir nóg. Vertu meira en velkominn Virgil.

  17. Það er hægt að spá í því sem gerist með couto eða aðra seinna.

    En í dag keypti LFC varnarmann á 75kúlur verðið er óstaðfest held ég.
    Frábært í allastaði þetta er maðurinn sem Klopp vildi og upphæðinn er flott hún sýnir mér að eigendur lfc hafi gètu í baráttuna. En um leið veit maður að diijk leysir ekki öll vandamál liðsins
    Það vita allir og líka þeir frettamenn sem bíða nú eftir að ná höggi á þessi kaup.
    En málið er við fengum okkar mann og eitt púsl í uppbygginguna og vonandi sýna þessi kaup öðrum leikmönnum í hópnum að okkur er alvara.
    Varðandi sölur þá mun lfc selja og kaupa menn í öllum gluggum .

  18. Ef VVD lagar vörnina okkar væri mér hreinlega drulluflenni sama þótt við borguðum 150 milljónir fyrir hann. Frábær kaup á frábærum leikmanni. Með þennan miðvörð fyrir framan sig er svo aldrei að vita nema Migs fari að standa sig betur.

  19. Á að kvarta núna yfir því að við eyðum of miklum pening í leikmenn. Það er búið að væla í mörg ár yfir því að við tímum ekki að borga uppsett verð fyrir dýra leikmenn. Það er ekki eins og þessi kaup séu á fjárlögum svo I dont give a shit.
    Nú kannski förum við að skora fleiri mörk úr hornspyrnum sem hefur vantað síðan Sammy Hyppia hætti.
    Gleðileg jól og nýtt ár

  20. Það er mikill metnaður í þessum kaupum sem ber að fagna, en mikið verður van Dijk nú að standa sig fyrir allan þennan pening. Vona að með komu hans fari óþolandi jafnteflum að fækkandi.

  21. Eru þessi kaup ekki það sem fólk vildi+Klopp, kominn. Síðan kemur Keita næsta sumar, erum við þá ekki með monster miðju. VwD gengur í CL, er það ekki pottþétt?
    YNWA

  22. flott,,svo næst nýjan í markið og djúpan miðjumann….koma svo.. og þá er þetta komið.

  23. Þetta er stórbiti og staðfestir kannski afhverju – það var ekki verið að fjárfesta í varnarmanni. Klopp vildi réttu týpuna og einhvern sem raunverulega bætir byrjunarliðið í staðin fyrir að fá einhvern sem er engu skárri en þeir sem er alltaf verið að gagnrína í sífellu.

  24. Geta menn í alvörunni fundið eitthvað neikvætt við þetta?
    Hvað er að?
    Og þó að Coutinho fari, þá finnur Klopp bara einhver annan í staðinn.
    Má ég líka benda á að ef Klopp hefði farið og keypt einhvern annan hafsent sl sumar þegar þetta fór allt í lás, eins og þið flestir vilduð og úthúðuðu Klopp og FSG fyrir, þá hefðu þessi kaup núna aldrei gengið eftir. Klopp vildi þennan mann og hann fékk hann, ekki einhvern valkost nr 2 eða 3 eða 4.
    Hættið núna þessari ótrúlegu óþolinmæði, Klopp veit alveg hvað hann er að gera, hann er að byggja upp sitt lið og með þeim leikmönnum sem hann vill. Þessi viðskpti eru ekkert minna en tær snilld.

  25. Ég spái því að Virgill nánast borgi sig upp á þessu sísoni…..

    …. Komi okkur aðeins lengra í CL og hjálpi okkur að vera þar á næsta tímabili.

  26. anda rólega drengir, ég er ekki viss um að hann byrji leik í janúar, heldur komi smátt og smátt inná eins og hann gerði með AOC. þó svo hann sé öðruvísi leikmaður

  27. Þetta eru ótrúlegar fréttir og ég fagna þeim. Mikið rosalega vona ég að hann standi undir væntingum og þær eru nú ekki litlar.
    Samt ein pæling – af hverju er Liverpool ekki bara búið að kaupa Southampton og hugsað þá sem svona “b” lið. Held að það hefði bara verið ódýrara fyrir klúbbinn og kannski sett nýtt money ball trend af stað 😉

  28. Við erum að fá ótrúlega góðan varnarmann til liðsins sem má spila bæði í meistaradeildinni sem og Fa bikarnum með okkur.
    Frábær kaup og rosalegt statement hjá klúbbbum sem ætlar að berjast um bestu leikmennina á markaðnum.
    Van Dijk er klárlega ekki að fara að bjarga öllu en mikið djöfulli er gott að fá þetta staðfest og sérstaklega þar sem að City voru komnir með puttana í þessi mál.

    Hlakka mikið til að sjá alvöru varnarmann með gamla Hyypia númerið á bakinu.

  29. Sælir félagar

    Þetta er magnað og ef þetta er ekki yfirlýsing í lagi hvað er það þá. Hryggsúlan í liðinu verður þá Karíus(?!?) VvD, Keita, Coutinho og Firmino. Í kringum þessa leikmenn verða svo menn eins og Matip, Lovren, Moreno, TAA. Clyne, Lallana, Hendo, Winjaldum, Mané, Salah, AOC, Solanke og svo einhverjir kjúklingar sem koma inn í bikarleiki og unna seinni hálfleiki og fá sína reynslu þar til þeir koma inn sem fullgildir leikmenn. Þetta er að verða svakalegt lið gott fólk.

    Ég sé ekki nokkra ástæðu til þes að Coutinho fari frá okkur fyrr en í fyrsta lagi eftir leiktíðina 2018 – 19. Hann hefur örugglega áhuga á að vinna ensku deildina fyrst áður en hann fer uppá meginlandið. Í þeirri framtíð sem ég sé þetta lið í verður ekki minna eftirsóknarvert að vera í Liverpool liðinu en einhverju dúlluboltaliði frá Barcelona þar sem Messi og Suarez fara að lalla niður hólinn hinumegin og hverjir eru þá eftir þar til að halda liðinu uppi og draga Coutinho í burtu frá ensku meisturunum og meistardeildarmeisturum framtíðarinnar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  30. Ragnar klavan og van dijk saman… ussssss það verður nú bara skellt í lás og minolet verður ekki í neinum vandræðum lengur!!!

  31. Sko ef að hann spilar með Matip þá kosta þeir samanlagt 75 millur sem er þá það sama og Bailly og Lindeluf hjá United. 🙂

    Auðvitað er þetta klikkuð upphæð og vonandi byrjar hann vel þannig að hann fái ekki heimspressuna á bakið, það verður gríðarleg pressa á honum að standa undir þessu og þegar hann gerir mistök þá verður hann harkalega gagngrýndur.
    Eins og Carragher segir, þá verður hann að leiða liðið til titla.

  32. Gaman að sjá svona stóran business kláraðan. Klopp fékk sinn mann, þótt það hafi ekki klárast í sumar.

    Ætli næsta verkefni hjá stjóranum verði ekki að reyna að sannfæra Goretzka um að koma á free transfer í sumar. Það yrði nú eitthvað.

  33. Af síðustu skotmörkum Klopp hafa Salah, Keita, Chamberlain og nú VVD verið kláraðir.

    Þetta er risa statement – til aðdáenda, leikmannanna og annarra félaga. Engar málamiðlanir, bara gengið í verkin og veskið tekið fram.

  34. Salah, Keita, Chamberlain og VVD. Ég held svei mér þá að ég hafi ekki séð annað eins á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool síðan Barnes, Beardsley og Houghton voru keyptir!

  35. Árið næstum búið og við vorum ekki búnir að kaupa leikmann frá Southampton. Ætla að telja þessi kaup með árið 2017 þar sem þetta er staðfest . Fjúúúkkkk

    Lovren. Clyne. Lallana. R. Lampert. Virgil. Mané. Svo var OX auðvitað i Soauthampton áður en hann fór til Arsenal. Er eg nokkuð að gleyma einhverjum síðustu 4 ár eða svo.

  36. Flott kaup í dag. Upphæðirnar í boltanum meiri en svo að maður skynji alveg. Ef LFC ætlar sér að vera með á meðal þeirra bestu þarf þetta inn á milli. Athyglisvert að skoða lista yfir dýrustu leikmennina (ekki framreiknað) https://en.m.wikipedia.org/wiki/List_of_most_expensive_association_football_transfers
    en hér er Liverpool oftar söluaðili en kaupandi og því þarf klárlega að breyta og stoppa í lekan í burtu frá okkur, efla hópinn enn frekar ár hvert og fara að vinna eitthvað. Bjart framundan. YNWA

  37. Liverpool under Jürgen Klopp:
    • Naby Keita rejects Barcelona for Liverpool.
    • Oxlade-Chamberlain rejects Chelsea for Liverpool.
    • Virgil van Dijk rejects Man City for Liverpool.
    • Lemar prefers a move to Liverpool rather than Arsenal.
    • Goretzka…

  38. Með bestu jólagjöfunum í langan tíma þessar fréttir. Verst að nú get ég ekki annað en velt vöngum yfir hver verði fyrirliði Liverpool á næstu leiktíð: Van Dijk eða Robertson?

    Gomes, Matip, Virgil og Robertson er bara flott varnarlína 🙂

Liverpool – Swansea 5-0

Podcast: VVD – viðbrögð við fréttum dagsins