Gangur leiksins
0-1 Vardy 2.mín
1-1 Salah 52.mín
2-1 Salah 76.mín
Leikurinn
Fyrri hálfleikur sem hefur sést ca. 1000 sinnum á Anfield á liðnum árum, Matip karlinn ákvað að gefa mark strax í byrjun og í framhaldi fengum við fullt af færum sem við ekki nýttum. Mo Salah átti að setja a.m.k. 2 mörk en þó dró töluvert út orkunni þegar á hálfleikinn leið og á sama tíma þagnaði völlurinn smátt og smátt.
Seinni hálfleikurinn byrjaði með pressu okkar drengja sem skilaði okkur marki eftir 7 mínútur þegar Mané og Salah kombineruðu vel og klárun Egyptans geggjuð. Þegar að okkar menn virtust vera aðeins að missa tempóið frá sér kom snögg sókn, Milner með flotta snertingu og Salah enn á ný að koma nafninu sínu fast inn í heila okkar Liverpoolaðdáenda þegar hann setti á nærhorn krossfisksins Schmeichel í markinu og þvílíkt sem manni var létt!
Síðasta kortérið hirti allar manns neglur og fingrabönd og þvílík fagnaðarlæti í lokaflautinu!
Bestu menn Liverpool
Fyrri hálfleikurinn setti mann með rísandi hár yfir Salah en síðan þarf bara ekkert að ræða þetta. Maðurinn er ekki hægt og þvílíkt mikilvægur, klárlega orðinn sá mikilvægasti frá því að ákveðinn Úrú-Gæji var hjá okkur!
Að öðru leyti erfitt að pikka út leikmenn, nema endalausa hlauparann Firmino og síðan var Lovren á rétta fætinum í dag, virkilega góður. Aðrir áttu misjafna spretti, bakverðirnir flottir varnarlega en áttu að gera betur í sendingunum inn í teiginn.
Umræðan
Hvenær hættum við að horfa á svona leiki á Anfield. Við sitjum nagandi neglur, gefum mörk og nýtum illa færin. Í dag er það Matip sem býr vesenið til
Skiptingarnar hans Klopp koma seint og lítið. Við virðumst eiga í erfiðleikum með að skipta tempói í leiknum og ég hefði viljað sjá Ox miklu fyrr inná og Lallana bara líka.
Stressið í lokin er svo auðvitað ekki til útflutnings, við erum bara ekki á þeim stað að loka leikjum yfirvegað þegar við erum yfir í leiknum, linir varnarlega inni á miðju og ansi sérstakar hreinsanir eilítið ráðandi.
En…að lokum. Hvenær unnum við síðast svona leik!!!!
Það skiptir nefnilega ÖLLU MÁLI!!!!!!
Næsta verkefni
Burnley á útivelli. Sá völlur hefur ekki gefið í gegnum tíðina svo glatt…nú er kominn tími á það! Nýársdagur vonandi lýsandi fyrir betra ár framundan.
Í stöðini 0-1 eazy, 1-1 nokkuð eazy, en í stöðini 2-1 hrikalega stessaður. Frábær sigur. og GLEÐILEGT NÝTT ÁR til ykkar allra konur sem karla.
Vá hvað þetta tók á
Það sem að ég tek frá þessum leik er að liðið hefur mikinn karakter. Þetta var mjög sterkur sigur og gífurlega velkominn.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góða síðu.
Kúturinn taktískt hægra megin á vellinum og þess vegna alltaf auka snertingu eða tveim frá skoti á mark og að vera ógnun. Frábær verðskuldaður sigur. Frábært lið og frábært að vera aðdáandi
Góður sigur í dag og mjög mikilvægur.
There are three certainties in life:
1. Taxes
2. Death
3. Mo Salah scoring for Liverpool
Flott að sjà svona grind sigur.
Leicester eru með helv. gott lið, minnir að þeir hafi orðið meistarar. Okkar menn unnu þá samt nokkuð sannfærandi, eftir að hafa lent undir. Gríðarlega mikilvæg 3 stig.
erfiður leikur framan af,en þetta var baráttusigur hjá okkar mönnum.var að vona að mane myndi setja mark, en samt virkilega sáttur með leikinn. gleðilega hátíð nær og fjær!!
Salah ÞVÍLÍKUR leikmaður hvað er að frétta!
Þessi leikur var mun erfiðari en maður bjóst við. Klopp stillti upp sínu sterkasta liði og ætlaði sér að taka leikinn strax yfir. En vörnin klikkaði eins og oft áður, en við unnum sem betur fer að vísu með hjálp Alla hahahaha og 3 stig í pottinn. Næsti leikur verður mun erfiðari. Áfram Liverpool.
simm- SALA-BIMMM!!!!
Alla hahahaha?
það fyrsta sem ég segi er aðþað ætti að setja lög á barnaafmæli á sama tíma og Liverpool er að spila. Náði að horfa á hluta leiksins á símanum. Þetta eru leikir sem við vorum oft að tapa á síðastliðnum árum en núna eigum við Mo nokkurn Salah. Þvílíkur leikmaður. Ég segi fyrir mig að það er mun skemmtilegra að vinna leiki svona heldur en 4-5 núll ? Gleðilegt nýtt ár !
Sæl og blessuð.
Þetta var glæsilegt í alla staði. Átti von á einni Ég er samt farinn að hallast að því að Chambo ætti skilið að fá meiri spilatíma en Mané. Chambo sýnir miklar framfarir en Mané þarf að fara að finna sig að nýju.
Salah er svo hinn nýi Úrú-gæi eins og höf. skýrslunnar segir svo ágætlega. Við verðum einfaldlega að vera með slíkan leikmann í liðinu. Þvílík gæfa að fá’ann!
Takk takk!
Ég var aldrei sérlega taugatrekktur meðan Liverpool la undir. Hafði alltaf á tilfinningunni að þeir myndu snúa leiknum sér í vil. Hins vegar var ég mjög taugastrekktur síðustu 15 mín eftir að þeir komust yfir. Liverpool kunna ekki að halda forystu og loka jöfnum leikjum . Ég efast um að þeir æfi það nokkurn tima. Það er svo tilviljunarkennt hvernig þeir verjast og oftast er þrumað upp í stúku eða skallað bara eitthvað upp í loftið og ný hætta skapast næstum samstundis. Það er sérlega hættulegt að verjast svona gegn liði eins og Leicester sem er með svo hættulega framherja . Mér var mikið létt þegar dómarinn flautaði leikinn af. Sigurinn var sanngjarn. Ef færin hefðu nýst hefði leikurinn auðveldlega getað endað 5-1. Ég vona að Wirgil Wan Dyke sé lausnin á varnarvandamáli Liverpool, að hann verði kjölfestan í vörninni og sá stjórnandi sem Liverpool hefur svo sárlega vantað síðustu misseri.
3 stig ! Þegar upp er staðið er það það sem skiptir mestu máli. Liverpoolmenn lögðu mikið a sig til að na þessum 3 stig . Vel gert og velkominn Virgil !
Sælir félagar
Sá ekki leikinn en var viss um að okkar menn ynnu hann. Ég sé að okkar ofmetnasti varnarmaður gaf mark í tilefni einhvers sem ég veit ekkert um. Guði sé lof fyrir Salah og gott að Mane kom inn og gerði eitthvað gott. Ég skil skýrsluna þannig að hann hafi staðið sig vel. En hvað sem öllu líður þá er ég ánægður með stigin þrjú og er ekkert illur út í Matip greyið hvað sem markinu líður.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta var öruggur sigur allan tímann………
Glasið mitt er hálf fullt.
Eftir 8 jafntefli tókst okkar mönnum að snúa svona leik í sigur…
Það eru góð teikn finnst mér.
Seinna markið hjá Salah eitthvað sem varnarmenn á þessu tímabili hafa hingað til ekki séð.
May the force be with you Salah allt tímabilið.
YNWA
Sælir félagar
Sá ekki leikinn en mig langar að vita og því spyr ég hér hvernig var Karíus í markinu ? Átti hann að gera betur þegar þeir skoruðu ?
Gleðilegt ár
Ynwa
Æi comon , Matip hefði átt að gera betur en fjandinn hafi það gaurinn er ný mættur eftir erfið meiðsli gefið honum séns er viss um að hann og VVD verða eins og skrímsli þegar þeir verða saman loks ef ekki þá bara clean sheet Klavan aftur í staðinn fyrir Matip.
Gleðilegt nýtt ár félagar
YNWA
Frábært að ná 3 stigum úr þessum leik og við setjum mikla pressu á united sem voru að enda við að ná 1 stigi á móti Southampton og núna munar ekki nema 3 stigum á okkur og united.
Góður sigur í leik sem var ljóst að yrði mjög erfiður eftir markið í byrjun. Höfum ekki beint átt auðvelt með Leicester síðustu misserin. Salah frábær en ég var býsna ánægður með bakverðina líka, Gomez var frábær lengst af.
Í þessum töluðum orðum voru lærisveinar Móra að gera þriðja jafnteflið í röð. 🙂
MU heppið að ná jafnteflinu og geta þakkað de Gea það 🙂
Mig langar að fá Chamberlain inn í byrjunarliðið.
Á kostnað hvort heldur sem er Mané eða Can. Eða Milner.
Jibbý !!!
Guð hvað ég vona að þessi Virgil komi með ró í varnarleikinn. Menn virka eins og þeir séu á nálum í hvert skipti sem boltinn svo mikið sem stefnir í átt að okkar vallarhelming. Svo þarf að fara að vanda skot og kláranir. Það virðist oftast þurfa helling af færum til að skora eitt mark. Hvar værum við án Salah?
Ég kaus það að fara á date með fallegri konu í stað þess að horfa á leikinn. So far gengur date-ið vel og Liverpool vann. Þetta er það sem ég kalla win win ?
3 stig, Það skiptir ÖLLU, ekki besta frammistaðan. Svoleiðis vinna lið titla !
Höfum eitt á hreinu. það var ekki varnarleikurinn sem varð valdur af því að þetta mark kom, heldur var það sóknarleikurinn. Liverpool var í sóknaruppbyggingu þegar Matip gerði þessi hraparlegu mistök.
Matip sendi ónákvæma sendingu inn á miðjusvæðið sem var étin upp. Andy Johnson var kominn af sínu svæði inn á vænginn vinnstra meginn og fyrir aftan skapaðist svæði fyrir fyrirgjöf á Vardy.
Stóra spurningin er hvernig á að bregðast við þessu ?
A- á Matip að hætta að senda bolta inn á hættusvæði ? Nei. Forsenda þess að Liverpool getur dómerað í leiknum er að varnarmenn geti sent stuttar sendingar frá vörninni inn á miðju. Eina sem er hægt að gera er að bregðast við þessu með að læra af mistökum. Jú Matip hefði kannski átt að senda langa sendingu akkurat í þessu tilfelli en við venjulegar aðstæður ætti hann að reyna að finna miðjumann og senda boltann í lappirnar hans.
B- Á að henda Matip út úr byrjunarliði ? Nei, það gera allir svona mistök. Hann stóð sig mjög vel varnarlega allan leikinn. Þessi mistök voru sóknarmistök af hans hálfu og í raun þau einu sem hann gerði. Þessi mistök eru t.d allt annars eðlis en þegar framherji Arsenal ( í fyrrleiknum) var næstum því búinn að ná boltanum af Karius. Hann brást líka við því með því að negla alltaf boltanum í burtu ef einhver hætta var í gangi.
Eigum við að breyta leikstílnum ? Nei og aftur nei.
Megin ástæða þess að það er bæði verið að kaupa Van Dijk og Keita er að þeir eru báðir toppleikmenn í þessum aðstæðum. Keita að taka við bolta með mann í bak senda einfaldan frá sér og Van Dijk að senda boltann úr vörninni. Svo það sé á hreinu var ekkert við Can að sakast í þessu mark.
Liverpool vörnin hefur verið mjög góð undanfarið. Liðið er búið að fá á sig 24 mörk. Arsenal er t.d búið að fá á sig 25 mörk og Tottenham 20 mörk en bæði Tottenham og Arsenal eru búin að skora miklu minna af mörkum en Liverpool. 9 af þessum 24 mörkum koma úr tveimur leikjum og hafa fengið á sig 15 mörk úr átján leikjum er virkilega gott hlutfall hjá liði sem er frægt fyrir blússandi sóknarleik.
Það ótrúlegasta við okkar menn er sú staðreynd að liðið er ekki búið að tapa nema tveimur leikjum í vetur og í nánast öllum þessum átta jafnteflum sem liðið hefur gert var algjörlega augljóst að andstæðingurinn var í langflestum tilfellum þakklát með jafntefli. T.d gegn Everton og WBA. Ef liðið nær oftar sigrum úr leikjum eins og nú gegn Leicester þá er liðiðið mun nær því að nálgast toppbaráttuna.
Annars er mjög raunhæft markmið að ná öðru sæti í deildinni og ef það takmark næðist væri ég allavega ágætlega sáttur.
Sigkarl, svo nokk sama um manstueftirunited, held að Móri verði rekinn næstu daga, ef ekki þá er eithvað að. Annars er ég einnig hrifin af þessum Shalke 04 gaur Leon Goretzka, svona Can í 10unda veldi umfram hann!!!
Svo ég bæti því við samantekt Brynjars hefur liðið fengið á sig samtals 8 mörk í 17 leikjum af 21. Minna en hálft mark í leik.
Það réttlætir kannski ekki að hafa opnað flóðgáttirnar í 4 af 21 leik en heilt yfir er (sóknar)vörn LFC bara býsna frambærileg, svona út frá almennri tölfræði í þessari deild.
Gaman að enda árið á sigri. Ég er mjög þakklátur fyrir ykkur höfðingjana á Kop.is. Það er ekki sjálfgefið að fá málefnalega umfjöllun fyrir og eftir alla leiki og margt fleira áhugavert. Takk fyrir árið
Hárrétt sem Brynjar #31 bendir á og tekur ágætlega saman.
Ég hef bent á þetta í mörgum athugasemdum. Það er tóm vitleysa að vörn Liverpool sé eitthvað áberandi slök. Varnarmennirnir lenda að sjálfsögðu oft í erfiðum ástæðum vegna aggresífs sóknarbolta, en guð minn góður hvað ég kýs það allan daginn fram yfir leiðindin sem sum lið bjóða oftar en ekki upp á.
VVD er með frábæra sendingagetu og getur borið boltann fram, er flottur undir pressu, geggjaður skallamaður og góður að verjast maður á mann. Ég hef 100% trú á að Klopp nái miklu út úr honum. Keita virðist einnig falla eins og flís við rass í skipulagið en hann er auðvitað bara 22 ára. Hef samt verulega mikla trú á honum.
Það má segja að sóknin og vörnin séu að komast í góðar skorður, vafinn er (eða verður næst sumar) mestur á miðsvæðinu (Can út? Coutinho út? Keita að koma nýr inn o.s.frv). Þar mun mest reyna á snilli Klopp. Ef C & C fara báðir, mun þurfa a.m.k. einn mjög góðan í viðbót við Keita, jafnvel tvo upp á að dekka bæði gæði og breidd.
Handbragð Klopp er farið að sjást vel á TAA og Gomez (má líka nefna Moreno). Það væri u.þ.b. 60-100 milljón punda sparnaður ef honum tekst ætlunarverk sitt með þá tvo. Hrikaleg efni báðir og sérstaklega gaman að sjá framvindu Gomez eftir erfið meiðsli á þessum aldri.
In Klopp we trust! YNWA!
Ég brosi. Mun brosa fram að næsta leik. Munurinn að horfa á og halda með Liverpool vs. United er eins og munurinn á heitu og köldu. Horfði á lið Móra í dag og rétt slapp við að deyja ekki úr leiðindum. En þeir eru fyrir ofan okkur á töflunni og því betra að halda sér á mottunni. En við erum heita liðið 🙂 Gleðilega hátíð kæru vinir.
#36,
Ég dottaði yfir Man Utd leiknum (missti út korter í eitt skiptið) og þó svaf ég til 10 í morgun.
Það er verið að tala um 130 millur frá barca í kút ????? miðað við verð á Virgil þá finnst mér kútur ca, 170 millur plús suarez
@LFC123 ósammála…ég hef næstum því jafn gaman að sjá Móra og ManU gera 0-0 eins og að sjá þungarrokksherinn okkar valta yfir andstæðingana. Hann er svo svakalega tapsár að maður bara getur ekki hætt að horfa þegar illa gengur.
Veit einhver hérna hvernig Liverpool stendur í sambandi við homegrown og enska leikmenn?
Erum við nokkuð að lenda í vandræðum með því að kaupa eintóma „erlenda” leikmenn?
Hverjir flokkast sem heimaalningar í stóra aðalliðinu? Henderson, Milner, Ings og Sturridge eru allir á síðasta snúningi og fara líklega bráðum. Þá eru eftir ca. fimm: Chamberlain, Gomez, Robertson?, Solanke og Alexander-Arnold. Er það nóg?
Hver getur svarað þessu?
Sko reglan er sú að í 25 mannahópi sem er valinn til að spila fyrir ensku úrvalsdeildina þurfa átta þeirra að vera heimauppaldnir. Að þeir eru heimauppaldnir þýðir ekki endilega að þeir séu enskir, þeir gætu þessvegna verið brasilískir. Aðalmálið er að þeir þurfa að hafa spilað með enskum félagsliðum í 3 ár fyrir 21 árs aldur. Þetta þýðir t.d að Gylfi Sigurðsson er heimaalinn leikmaður.
Hvað þennan 25 mannahóp ætti það ekkert að vera vandamál, því t.d Brewster og Ben Woodburn gætu verið skráðir í hann þó þeir hafi ekki spilað mikið sem og erlendur leikmaður sem er af erlendu bergi broti sem uppfyllir þessi skilyrði.
Hitt er að Henderson er ekki að fara og Milner fær samning í ár til viðbótar. Ekkert bendir til annars.
Aftur á móti myndi ég hafa meiri áhyggjur af þessu árið 2020, því þá þurfa 12 af 25 leikmönnum að vera uppaldnir. Það er hægt að bregðast við því t.d með því að kaupa menn mjög unga eða með öflugu unglingastarfi. Mér sýnist FSG ágætlega undirbúið undir það.
Gaman gaman.
Mikið sjálfstraust komið í liðið sem gerir okkur svaka öfluga sérstaklega fram á við.
YNWA ingó
https://www.youtube.com/watch?v=s_VMN0F1Jw4
Stórkostlegur sigur á mjög góðu liði leicester. Liverpool liðið okkar er að verða skuggalega gott, vantar bara að versla VVD og einn-tvo til viðbótar. Nei biddu, VVD er kominn!!
Gleðilegt árið og bestu þakkir fyrir þau gömlu!