Annað kvöld fer fram grannaslagur í Bítlaborginni þegar Everton mætir á Anfield í FA bikarnum. Föstudagskvöld, Anfield, grannaslagur, flóðljósin, harmar að hefna – ef það myndast ekki frábær stemming á Anfield við þessi skilyrði hvenær á þá að myndast stemming?!
Síðast þegar liðin mættust fyrir nokkrum vikum hafði Liverpool mikla yfirburði í leiknum og hefðu átt að hirða öll stigin úr leiknum en Everton komst einu sinni fram yfir miðju í leiknum og fengu í kjölfarið ódýra vítaspyrnu og hreinlega rændu stigi úr leiknum. Ansi fúlt jafntefli sem átti bara alls ekki að gerast miðað við yfirburði Liverpool og nú er tími til að gera það sem tókst ekki að gera þá.
Everton eru í svona-svona formi þessa dagana. Jafntefli gegn Chelsea og WBA, sigur gegn Bournemouth og tap gegn Man Utd í síðustu leikjum. Það eru smá meiðsli í þeirra hópi en Michael Keane er tæpur og Ross Barkley, Funes Mori, Seamus Coleman og Leighton Baines verða allir frá. Yannick Bolasie er kominn aftur úr meiðslum frá því liðin mættust síðast og getur munað um hann í liði Everton enda stór og sterkur leikmaður sem kemur með aukinn hraða í lið Everton sem þeim vantar oft alveg sárlega.
Nóg um þá. Gylfi byrjar kannski, kannski ekki. Rooney byrjar pottþétt. Þeir vilja skemma leikinn, liggja til baka, vera hundleiðinlegir og leggja meira upp með að sparka í menn en bolta. Það er oftar en ekki það sem þeir leggja upp með og eru allar líkur á að það gerist aftur annað kvöld.
Af okkar mönnum er nú ansi, ansi margt að frétta skal ég segja ykkur. Byrjum nú á því einfaldasta. Sturridge, Henderson, Clyne og Moreno eru allir frá vegna meiðsla. Það er ekkert nýtt og óvænt í því svo sem en Salah er frá líka vegna smávægilegra meiðsla en þar sem hann er akkúratt í þessum töluðu orðum staddur í Ghana að taka á móti verðlaunum fyrir besti afríski leikmaður ársins þá telst hann afar ólíklegur til að byrja leikinn hvort eð er. Sama má segja um Sadio Mane, sem er þó heill, en hann er einnig staddur í Ghana þar sem hann tekur á móti silfurverðlaunum í þessari viðurkenningarhátíð. Þeir koma heim til Liverpool með flugi í nótt og verður séð til með þátttöku þeirra á morgun.
Það má nú deila ansi mikið um ákvörðun Klopp að leyfa þeim félögum að fljúga alla þessa vegalengd til að mæta á þessa athöfn en hann hefur gert grein fyrir sínu máli og segist ekki vilja koma í veg fyrir að menn mæti á viðburði sem skipta þá miklu máli. Þetta er mikill heiður fyrir bæði Salah og Mane og þar af leiðandi fá þeir leyfi til að skreppa frá. Gott og gilt en vonandi ekki eitthvað sem við munum þurfa að bölva eftir leikinn.
Klopp gæti ákveðið að gefa Virgil Van Dijk frumraun sína með Liverpool og ef hann fengi sjálfur einhverju ráðið þá myndi hann byrja leikinn. Klopp segist ekki vera í neinu stressi með hann og spilar honum þegar honum finnst hann klár – það gæti verið strax á morgun eða seinna. Sjáum til, ég ætla að giska á að hann byrji á bekknum.
Karius mun byrja leikinn og eitthvað verður róterað en liðið á að vera sterkt samkvæmt Klopp. Eigum við ekki bara að giska á þetta svona með Van Dijk og Mane á bekknum.
Karius
Gomez – Klavan – Lovren – Robertson
Wijnaldum – Milner – Can
Lallana – Firmino – Chamberlain
Gjörsamlegt stab in the dark en er þetta ekki bara þokkalegt gisk? Væri gaman að sjá Van Dijk byrja og Mane ef hann er klár.
Nógu sterkt lið til að klára þtta Everton lið og við eigum að fara áfram í næstu umferð. Krafan er sett á það og við eigum að klára þetta.
Já alveg rétt. Ég næstum því steingleymdi að minnast á það en Phil Coutinho er kominn ansi nálægt því að ganga í raðir Barcelona. Hann er “meiddur” og sagt er að hann neiti því að spila aftur fyrir Liverpool og ætli að fara fram á að félagsskipti hans gangi í gegn þennan mánuðinn. Hljóðið í Liverpool hefur breyst, kröfur Liverpool verið hent út af Liverpool-tengdum blaðamönnum og ef Barcelona býður í kringum 140 milljónir punda í leikmanninn þá verður hann þeirra. Tilboðið mun líklega koma á næstu dögum og þá kemur í ljós hvort það sé nægilega gott til að Liverpool taki því.
Það er alveg glatað að missa einn af allra bestu leikmönnum liðsins, já og bara deildarinnar/Evrópu, á þessum tímapunkti en hegðun hans og stælar gera það að verkum að Liverpool á kannski bara engra kosta völ en að taka stóran séns og selja hann. Ömurlegt að öllu leiti og setur það Liverpool í afar erfiða stöðu og jafnvel setur það árangur á leiktíðinni í mikla hættu. Meistaradeildin, FA-bikarinn, topp 4 – allt á í hættu að fara illa ef Liverpool selur leikmanninn og enginn kemur í staðinn.
Það virðist þvertekið fyrir það að Naby Keita komi á undan áætlun og verði leikmaður Liverpool í janúar og Thomas Lemar er nafn sem heyrðist í sumar og þykir einna líklegast þessa stundina. Monaco segist ekki ætla að selja í mánuðinum en það sögðu þeir líka áður en þeir tóku 90 milljón punda tilboði Arsenal í hann undir lok gluggans í sumar, leikmaðurinn var hins vegar sagður aðeins hafa áhuga á Liverpool og það sé ennþá málið. Hann telst því afar líklegur til að fylla skarð Coutinho hjá Liverpool.
Twitter er auðvitað á fullu þessa dagana og heyrast einna helst tvö nöfn í tengslum við þetta. Annars vegar er það Lemar og hins vegar er það Riyad Mahrez, leikmaður Leicester City. ITK herinn vill meina að báðir séu í myndinni og að Lemar gæti hugsanlega verið keyptur fyrir sumarið en Mahrez fyrir seinni helming leiktíðar.
Sjáum til. Það hefur ekkert áreiðanlegt heyrst í tengslum við þetta og við verðum bara að bíða og vonast til að félagið sé að hlaða í einhverjar fallbyssur í mánuðinum.
En já, það er leikur á morgun. Áfram Liverpool, komum okkur áfram í bikarnum og kremjum þessa bláu!
Viðbjóðslega týpískt að vera án Mané, Coutinho og Salah í mikilvægasta leik tímabilsins. Þarna er hellings séns á dollu og við megum ekki klúðra því.
Þetta Everton lið hefur ekki getað drullu á tímabilinu, varla náð skotum á mark en það er e-ð svo týpískt að þetta smelli á morgun og að þeir nái að valda usla. Jafnvel slái okkur út.
Spái 1-1 jafntefli í svipuðum leik og á Anfield í deildinni sem sendir þessa viðureign á Goodison Park.
Erkifjendur nr. II
Uppskrift að góðu kvöldi.
Ég vil annað hvort flengingu 5-0 eða 2-1 í uppbótartíma.
Sætti mig við alla aðra sigra. Tap er óhugsandi og jafntefli yrði f?lt.
Glæsilegir fulltrúar okkar í Afríku.
Hverjir vilja ekki koma til liðs sem metur sína menn svona mikils og virðir.
Hætt við að Kúturinn fari en þá koma aðrir inn í staðinn, jafnvel tveir sterkir.
Enginn er stærri en félagið og ég sætti mig við það.
Kæmi mér samt ekkert á óvart að hann verði til vors og brilleri í meistaradeildinni með okkur.
YNWA
Ég hefði aldrei trúað að ég mundi segja þetta, en ég vill að Klavan og Lovren byrji á morgun ! Virgill á bekknum. Við bara VERÐUM að vinna þennan leik,því ekki erum við að fara að vinna deildina í ár, möguleikinn á bikar er þarna og ég á ekki von á öðru en að Klopp geri sér fulla grein fyrir því. Við þurfum einhvern sem er fljótur í bakverðinum á móti Bolassie (stafs) því ég sá hann á móti man utd og hann stakk þá af trekk í trekk og sendi fyrir markið og var þeirra hættulegasti maður.
Hvað um það, ég vona Lovren vilji bæta upp fyrir skitu hans í síðustu viðureign og Klopp líka, við eigum að nota okkaar sterkasta lið í þessum leik og slátra þessum rútu leikstíl sam og samma lee.
Ég vill sjá þetta svona. Karius-TAA-Gomes-Lovren-Klavan-OX-Can-Winjaldum-Lallana -Firmino-Mane.
Aðeins off topic varðandi þetta coutinho fíaskó.. tökum emre can sem dæmi hann er ekki búinn að vera í fýlukasti eins og lítið barn þó það virðist vera að honum langi til juventus heldur heldur hann kjafti og stendur við samninginn sem hann skrifaði undir án þess að reyna að spila einhverja barnalega leiki. Vonandi skrifar bara sá meistari undir nýjan samning enda búinn að reynast okkur nokkuð djarfur. alvöru maður þar á ferð sem stendur við sinn samning
Ef við töpum þessum leik þá er týmabilið ónýtt og enn eitt árið bikarlausir. Same old same old. Verm hreinskilnir,erum aldrei að fara vinna meistaradeildina. Hún er lika þarna til staðar til þess að vinna. Mundi frekar vilja dollu og fórna 4. Sætinu. Dauðlangar að fara vinna bikara.
…þolinmæði þrautir vinnur allar, sagði kjérlingin er hún setti 4 smokkinn á kjertið!
Ég meina…. verum aðeins þolinmóð, við erum jú LFC stuðningsmenn og bæði vitum og þekkjum söguna betur en ÖLL önnur lið á Englandi…
Mínar skoðanir;
1. Jú ég vil vinna leiki, sama hvernig, þótt það verði að vera með þeim hætti þar sem Ragnar Klavan stelur senunni eða ekki. Frábært hjá honum 🙂 MEIRA SVONA TAKK! 😉
2. Jú ég vil vinna bikara… ÞEIR KOMA! þótt við höfum fullt af þeim þá er alltaf pláss fyrir fleiri og með þessum hörku mönnum sem við höfum í okkar herbúðum þá er ég viss um að þeir eiga eftir að standa sig.
3. …leikmenn koma og leikmenn fara, dýrir, ódýrir – dýrt eða ódýrt! …mér er nokk sama á meðan að við höfum KLOPP við völdin, hann hefur óneitanlega sýnt mér það að hann kann, vill og getur komið okkur langt.
4. FSG – Takk til ykkar, við erum mun betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina… sjá nýju stúkuna, umgjörðina utan um Anfeild og fl…
… bring on the game today and may the B E S T team win!
Avanti LIVERPOOL – IN KLOPP WE TRUST – JFT96
Leiðrétting á gengi Everton, þeir töpuðu gegn Bournemouth 🙂
…og takk kæri Ólafur Haukur fyrir flotta upphitun!
Án ykkar væri veröldin svört!
Avanti LIVERPOOL – IN KLOPP WE TRUST – JFT96
Stuðullinn á víti í leikum er 3,8….hef séð verra veðmál.
Everton voru svo grjótheppnir að ná í jafntefli síðast að það var ekki fyndið. Svo hampa blöðin hérna úti Allardyce, Moyes og þessum gaurum eins og þeir séu snillingar þegar þeir spila með 8 í vörn í 90 mínútur.
Þeir láta Guðjón Þórðarson líta út eins og Pep Guardiola í samanburði.
Þetta er svo ótrúlega til marks um það að úrslit telur og annað er melur.
Áfram Liverpool!!!…hvernig væri að taka Sammarann 6-0 (svona einu sinni)
Takk fyrir þessa upphitun. Everton eru alltaf erkifjéndur nr 1 en ekki nr 2 eins og ég sá einhversstaðar á síðunni. Getur orðið erfiður leikur en okkar menn hafa oftar en ekki náð að gíra sig vel upp í þessar nágrannaviðureignir. Held að við séum með mun betra lið þó vanti einhverja 4-5 leikmenn. Síðan er spurning hvernig tekst að leysa úr þessi nánast hefðbundna þ.e. leikmenn parkera í eigin vítateig og treysta á eina eða tvær vellukkaðar sóknir. Markvörður Everton er líka góður og þar hefur Everton vinninginn.
Klikkuð pæling. Afhverju ekki að splæsa 25m tilboði í Özil? Hann kæmi með þessa sköpun í liðið sem hyrfi með Coutinho og gæti vel verið að hann vilji vinna með landa sínum Klopp.
Svo skemmir það ekkert fyrir að hann má spila í meistaradeildinni með okkur.
Flott upphitun, takk.
Ef við skorum snemma þá verður þetta rúst. Tap er óhugsandi.
Varðandi Özil-pælinguna í kommenti #10, þá er hann frábær leikmaður sem gæti gert góða hluti með okkur. Held hins vegar að hann megi ekki spila með okkur í CL vegna þess að hann er búinn að spila með Arsenal í EL (leiðréttið mig ef rangt).
Annars varðandi Coutinho, þá get ég bara ómögulega skilið af hverju hann er að þrýsta þetta í gegn núna í janúar þegar hann getur ekki einu sinni spilað með Barca í CL. Vill hann svona rosa mikið fá medalíu fyrir spænsku deildina (sem er þegar unnin án hans þátttöku)? Með okkur gæti hann unnið bæði FA cup og CL. Einnig ef hann myndi klára tímabilið með okkur þá fengi hann að fara í sumar og yrði þakkað fyrir góð störf. Ef hann fer núna þá verður hann alltaf ræfill í augum stuðningsmanna. Ég get bara ómögulega skilið þetta.
Hef takmarkaðar áhyggjur af þessum leik. Við vinnum.
Kíkti mér til gamans á stöðuna núna samanborið við stöðuna undanfarin ár eftir 22 umferðir:
17/18 – 4 sæti – 44 stig – 25 mörk í plús
16/17 – 4 sæti – 45 stig – 24 mörk í plús
15/16 – 9 sæti – 31 stig – 3 mörk í mínus
14/15 – 8 sæti – 35 stig – 4 mörk í plús
13/14 – 4 sæti – 43 stig – 25 mörk í plús
Fyrsta sem stingur mann er hvað 14/15 og 15/16 voru miklar skitur!
Það næsta er auðvitað að við erum í betri stöðu núna (stigalega) en við vorum 13/14 en þá voru reyndar Man City ekki búnir að rústa deildinni um áramót.
Finnst þetta annars líta bærilega vel út og í venjulegu árferði værum við í baráttu um titilinn eða þar um bil.
Nú segir sky að can sé búin að semja við Juventus 🙁
Takmarkaðan áhuga á leik Liverpool – Everton í bikar ?
Þetta er sko STÓRLEIKUR og þeir sem hafa farið til Liverpool borgar og spjallað við heimamenn vita að það er mikið undir. Þetta er sú keppni í ár sem þessi tvö lið eiga mesta líkur á að næla sér í bikar og tel ég að það verður allt lagt í sölunar og spjöldinn munu rigna og spá ég að rautt eða rauð spjöld munu halda upp jólastemmninguni áfram.
Annars er það að frétta af liverpool.
E.Can er víst búinn að semja við Juventus en hann fer þangað í sumar og er engin heimsendir í því. Þetta er fín leikmaður en alls ekki ómissandi og miða við það sem maður sér á Keita þá held ég að við munum gleyma honum fljót.
Það sem verra er að Coutinho ætlar ekki að bíða til sumars og vill fara strax til Barcelona en það mun kosta þá 140 m punda og er maður orðinn pínu þreyttur á þessum vangaveltum og þótt að maður myndi vilja að þeir klára þetta bara næsta sumar þá langar manni líklega bara að klára þetta mál (svona eins og Van Dijk til okkar).
Ef Coutinho fer þá þurfa bara Salah, Mane, Firminho, Lallana, Ox, Solanke og Sturridge að stíga upp og svo eru auðvita fréttir um það að Liverpool ætlar sér að nota þessa penninga strax og ná inn einum sterkum miðjumanni áður en gluggan lokar og er slúðrir þannig að liverpool ætlar sér að vera búnir að staðfesta svoleiðis félagskipti áður en þeir leyfa Coutinho að fara.
Annars spái ég hörkuleik í kvöld. 2-1 sigur liverpool þar sem Lallana og Firminho skora fyrir okkur og Gylfi fyrir Everton(þessir íslendingar alltaf duglegir að skora gegn okkur).
Furðulegt þetta Can mál. Hann virkar hamingjusamur á velli, ólíkt Coutinho. Can hefur líka verið að spila vel. Ef hann er búinn að semja við Juve, er hann þá að fara spila stórt hlutverk fyrir Liverpool þessa síðustu mánuði.
Mun Liverpool sakna hans?
sammála, mjög skrýtið þetta Can-mál og enn skrýtnara að Juve geti borgað honum hærri laun en Liverpool en það er bara ekkert að frétta af deildinni á Ítalíu og sama liðið búið að vera áskrifandi að Scudetto í c.a .áratug.
Juve er ekki að borga hærri laun…kellingarnar eru aftur á móti 3x huggulegri.
Ef að þessi frétt er sönn þá er svarið einfalt, hann vill ekki vera hjá LFC hver sem ástæðan sé. Can er þó allavega meiri fagmaður heldur en kúturinn, samningur er samningur.
Varðandi Can, Það er nú ekki slæmt að ná að semja við stórlið þegar maður er samningslaus. Fær góða eingreiðslu og himinhá laun. Honum er nokk sama hvar hann spilar, þarna er hann að casha vel inn.
En er enginn hræddur um að dæmið líti svona út:
kaup:
Keita 66
VVD 75
Samtals 141m
Sölur
Couthinho 141 m
Ef ég mætti velja mér mann í stað coutinho er ég mest spenntur fyrir mahrez. Hann er frábær þegar hann nennir því og ekkert ósvipaður leikmaður og Coutinho duglegur bæði að skora og leggja uppi yrði bara betri í Liverpool en Leicester enda Liverpool millu dokbsrdinnspars lið. Ég vill frekar Mahrez en þennan Lemar, Mahrez þekkir ensku deildina inn og út og mætti spila með okkur í meistaradeildinni og einnig kostar hann sennilega ekki nema í kringum 40 kúlur sem er klink á markaðnum í dag.
Einnig myndi ég allavega vilja sjá okkur reyna bið Sanchez hjá Arsenal, bjóða í hann 25-30 KÚLUR, og bara bjóða honum 350_400 þús pund á viku.. ef kaupverðið yrði 30 milljónir og 1.5 milljónir punda á mánuði í þrjú ár yrði laun og kaupverð samanlagt 84 milljónir punda sem er bara alltilagi ef við erum að fá 140 fyrir coutinho… Aldrei að vita hvort Klopp gæti sannfært hann ef hann fengi þessi ofurlaun.. Yrði svakalegt dtstement að stela honum af Arsenal þó ég telji þetta afar ólíklegt.
Annars bara er krafa á sigur í kvold. Everton átt alveg heil 2 skot samanlagt á markrammann í síðustu 4 deildarleikjum. Maður er innilega að vona að Salah sé klár sem er afar ólíklegt bæði því hann er tæpur og var í Afríku í gær en væri allavega ekki verra að geta notað hann í hálftíma eða eitthvað… Spái þessu annars 3-0 í kvöld.
En allavega ef Coutinho fer núna held ég að það sé pottþétt að eitthvað kemur strax í staðinn Klopp myndi aldrei láta bjóða sér neitt annað og eigendur Liverpool vita að allt yrði annars vitlaust.. Sjáum bara td þegar Torres fór í janúar þá voru keyptur tveir leikmenn í hvelli sem voru Suarez og Carroll…
#16
Ítalska deildin í ár er miklu meira spennandi en sú enska þar eru 4 lið sem geta unnið deildina og ekki mikill stigamunur á milli þessara fjögurra liða. Agnelli fjölskyldan sem á Juve er ein sú ríkasta í evrópu þannig að þeir geta alveg borgað sæmileg laun held ég og Juve spilaði til úrslita í CL seinasta vor þannig að þeir eru með spennandi lið sem menn gætu alveg hugsað sér að fara til.
Sæl og blessuð.
Mikið væri nú gaman að fá Sansésinn í liðið: Game-changer af Guðs náð og hann er aldrei meiddur. Þótt hann sé smá fýlupúki þá berst hann oftast eins og hann eigi lífið að leysa á vellinum! Sansésinn á diskinn minn.
Annars finnst mér það óþarfi að óhreinka sparistellið á þessa Everton amlóða. Bara leyfa ungum fótum að sprikla og eiga þá öflugri menn á bekknum ef á þarf að halda.
Nr. 131.
Hræddur um að dæmið líti svona út?
Dæmið lítur svona út, óþarfi að hræðast eitthvað. Horfumst bara í augu við staðreyndirnar.
Eru komnar eitthverjar áræðanlegar heimildir um að Coutinho ætli sér að ýta svona á brottför núna í jan? Þetta hefur alveg farið framhjá mér
Maður er orðinn andlega undirbúinn að Couthino fari og engin beiskja í hans garð frá minni hálfu. Um að gera að þakka kappanum fyrir frábæra þjónustu, kurteisi og almenn skemmtilegheit. Líka þessar 140m+ sem hann skilar Liverpool:-) Takk minn kæri Couthino og gangi þér allt í haginn í framtíðinni.
Alltaf kemur maður í manns stað og ég hugsa að Julian Draxler sé besta fittið fyrir Liverpool þegar allt er tekið með.
#19
Ég held að þetta sé meira svona:
Inn
Virgil Van Dijk 75m
Naby Keita 66m
Thomas Lemar 90m
Leon Goretzka 0m
Samtals: 231m
UT
Fhilippe Coutinho 140m
Emre Can
Samtals 140m
Mikið myndi ég hlakka til næsta seasons…
Hvað svosem segja má um stöðuna á Can þá er það alveg ljóst að við verðum að vera með eitthvað þýskt í liðinu. Draxler er þá hugsanlega ágægt lausn á þeim vanda.
Draxler: “…tall, fast, with a keen eye for goal, and an exceptional talent in one-on-one situations” Hljómar alveg eins og eitthvað sem við getum notað.
#28 Geggjað að þú googlaðir Draxler. Hafði ekki hugmynd um hvernig hann spilar
Spurningar varðandi Coutino til Barcelona.
Mig rámar í (eftirá) fréttir frá því í haust þess efnis að “stóra” tilboðið þá hefði í raun verið skammarlega rýrt miðað við hvenær greiðslur kæmu, árangurstengingar og fleira.
Virka þessar stórsölur þannig? Eru greiðslur vegna VVD og Keita á svipuðum nótum? Ef ekki, er þá Liverpool að fara samþykkja eitthvað svoleiðis í Coutino og þá afhverju?
Ef Coutinho fer núna þá verður það veiking á liðinu og gæti kostað okkur CL sæti í deild og auðvitað árangri í CL núna.
Þýðir ekkert að segja og hugsa að við séum að fá Keita í sumar það er óafturkræft ástand ef við náum ekki CL sæti núna þetta tímabilið.
Algjört must að fá eitthvern proven góðan leikmann inn í stað Coutinho annars erum við að taka stóra áhættu að mínu mati.
Það er engin stærri en klúbburinn og allt það en Coutinho skilar okkur stigum það er staðreynd.
Mjög sterkt byrjunarlið !!!!!! Vvd byrjar
We got Virgil!! Virgil van daijk, i just dont think you understand!!